Lögberg - 21.11.1935, Side 3

Lögberg - 21.11.1935, Side 3
LÖGrBEItGr, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER, 1935. kenninganna en auÖvaldsheimskan stendur nakin eftir. Eg er svo ó- guðlega skapi farinn aÖ mér þykir heimskan ekki til sparandi og tel þetta meÖ kostum bókarinnar. II. Fréttaburðurinn frá Rússlandi hefir verið meÖ ýmsu móti, alt frá byrjun byltingarinnar. Þangað hafa farið menn með það eitt fyrir aug- um að ná í fréttir af því, sem farið hefir í handaskolum og til ófrægðar mætti verða. Og ef þeir hafa ekki náð i neitt nógu illfrægilegt, hafa þeir logið í eyðurnar. Aðrir hafa farið þangað og vonast eftir að íinna þar nýjan himin og nýja jörð. Með uppfyllingu allra sinna drauma um fullkomið sælurikt mannfélag. Enn aðrir hafa farið aðeins til að sjá með eigin augum hvað væri að gerast. Og hafa svo sagt það, sem þeir vissu sannast og réttast. En þessi misliti fréttaburður hefir orðið til þess að koma þeirri trú inn hjá almenningi að ómögulegt væri að fá neitt að vita um það hvað gerst hef- ir í Rússlandi siðustu 17—18 ár. Enda hefir óspart verið alið á þess- ari trú af blöðum auðvaldsins og öðrum, sem af ýmsum ástæðum eru hræddir við róttækar breytingar. Vitanlega er þessi trú manna ekki sprottin af neinu nema fáfræði. Þeir sem hfa viljað eitthvað fyrir því hafa að afla sér um þetta þekking- ar, hafa alt af átt þess kost. Landið hefir verið opið fyrir ferðamenn, og fólk hefir flykst þangað hópum sam. an. Og verið óspart á að segja frá því sern fyrir-augun bar. Auk þess eru skýrslur þaðan engu óáreiðan- legri en annarsstaðar frá. Eg hefi hlustað á ýmsa merka menn, sem þaðan hafa komið og mér dettur ekki í hug að trúa því að þeir breyt- ist í skynskiftinga eða lygara jafn- skjótt og þeir koma innfyrir landa- mæri Rússlands, hverjar skoðanir sem þessir menn kunna að hafa haft áður en þeir fóru af stað, og hverj- ar sem hugmyndir þeirra hafa verið um framtíð þessara tilrauna, þá hafa þeir gert sér far um að skýra rétt frá staðreyndum. Það er enginn efi á því að örðugleikar þessa um- bótastarfs hafa verið miklir og all- mikilli harðneskju hefir verið beitt, sérstaklega meðan verið var að bæla niður innanlads óeirðir og aftur þeg- ar bændunum var þröngvað til sam. yrkjunnar. En reynslan er búin að sanna þetta: Að hægt er að áætla og skipuleggja þjóðlegar fram- kvæmdir á vísindalegum grundvelli. Að samvinna er afkastameirj og ó- dýrari en einstaklings framkvæmdir. Og að hægt er að tryggja fólki meira raunverulegt frelsi og efnalega vel- líðan undir samvinnu fyrirkomu- lagi heldur en það hefir enn átt við að búa undir hinu svonefnda lýð- ræði. III. Þetta er nú orðið lengra mál en ætlað var í fyrstu. Ef eg ætti að finna eitthvað að bókinni, mundi eg helzt nefna það, að hún er of enda- slepp, í hana vantar svo margt, sem eg hefði kosið að sjá þar. Er það vafalaust vegna þess að höfundur- inn hefir ekki haft tíma eða tækifæri til að kynna sér það. T. d. er ekki minst á fjármálin, nema þar sem þjónninn á gistihúsinu ráðleggur Þorbergi að skifta ekki sænskum krónum fyrir rúblur, því rúblurnar séu “barnapeningar.” En það er einmitt leyndardómur þessara barna- peninga að þeir hafa orðið lyftistöng i hinna stórkostlegu verklegu fram- kvæmda í Rússlandi. Ef við hér í Canada hefðum kunnað að nota “barna-peninga“” á liðnum árum, mudum við ekki hafa veðsett vinnu- arð komandi kynslóða fyrir ímynd- uðu verðmæti bréfsnepla, sem við trúum að sé fullorðinna manna pen_ ingar. En ef til vill verður Aber- hart til þess að opna augu okkar fyrir þessu. Einnig hefði mátt nefna ýmsar tilrauna og vísinda- stofnanir. Blaðið “Eree Press” sendi t. d. konu, Cora Hind, til Rússlands s. 1. sumar. Átti hún að skygnast um og vita hvort líkur væri til að Rússland mundi verða hættu- inum. Hún skrifaði mjög eftir- tektaverða ferðasögu. Gat meðal j. annars um tilraunastofnun, sem hef_ ir með höndum það sem nefna mætti “jurta-kynbætur” og sagði að mað- urinn, sem veitti stofnuninni for- stöðu hefði tvö þúsund manns í sinni þjónustu. Ef Þ. Þ. ætti kost á að fara aðra ferð grunar mig að hann mundi finna nóg efni í aðra bók. IV. R. E. Kvaran harmar það að bók Þ. Þ. geti ekki orðið jafnaðarmönn- um að liði í þeirri baráttu, sem nú stendur yfir á Islandi. Eg býst nú við að viðhorf þessara mála sé ekki ósvipað þar og hér, og að jafnað- armannastefnunni standi þar mest fyrir þrifum fáfræðinnar ótti við breytingarnar. Ef menn með brenn- andi umbótahyggju og hæfileikum Þ. Þ. fá engu til vegar komið, hvers er þá að vænta af hinum, sem aldrei geta ráðið við sig hvað gera skal, og aldrei eignast sannfæringu fyrir því að neinu megi breyta til bóta? Munu ekki afdrif jafnaðarmanna- stefnunnar þá verða lík afdrifum múlasnans í dæmisögunni, sem dó úr hungri milli heybagganna vegna þess hann gat ekki ráðið við sig í hvern baggann rétt væri að bíta fyrst. V. Eg hafði orð á því við einn kunn. ingja minn að eg undraðist hve jafn orðsnjali maður og Þ. Þ. notaði mikið af útlendum orðum. En hann leit til min alvarlega og sagði: “Þú ætlar þó ekki að fara að gera þig að þeim bavíán að reyna að blammera málið á bókinni. Veiztu ekki að höfundurinn er frægasti frasameist- ari landans. En hvað ert þú? Ekk- ert nema gamall fauskur petrifæaður í þínum eigin ekksentrísku dúmm- heðum ófær til að fylgjast með tungunnar náttúrlegum prógressi. Þú begrípur ekki einu sinni hvernig hinar dæilegu frösur og þeir af út- lendu gulli galóneruðu paragraffar, með sínum hátíðlegu aftur endanna beigingum setja peppið í frásagnar. innar tangó, og hve listilega þar eru harmóníseraðar tískunnar hvimsí- kölu befalingar við tungunnar originaliti. Eg sat hljóður undir þessari orðræðu og sannfærðist æ betur eftir því sem á leið ræðuna, um að nú væri framtíð móðurmáls- ins borgið. Eg vil hvetja alla, sem þess eiga kost að lesa bókina, hún verðskuld- ar það bæði vegna efnis og orð- snildar. Yfir bókinni er eldlegur bjarmi hins brennandi umbótahuga. En yfir ritdóminum náfölvi hins lifandi dauða manns. Hjálmar Gíslason. Seinasti áfanginn Það virðist gilda einu hvar mað- ur er staddur eða hvert maður fer nú á dögum, — menn heyra alstað- ar þessa sömu ömurlegu umkvörtun um vinnuleysi, peningaskort og þar af leiðandi allslags óviðráðanlegar þrengingar, og það sætir undrum, að þrátt fyrir þetta alt, er það f jöldi af fólki, sem umyrðalaust opnar daglega sinn örlitla sjóð og réttir fram peninga* ef beðið er um hjálp einu eða öðru til styrktar, og sann- arlega hafa Vestur-íslendingar alt að þessu þjónað sínu hjálpfúsa og örláta upplagi á þessum neyðartím- um. Alt þetta bendir á að ekki hefir hin erfiða barátta fyrir lífinu á und- angengnum árum, svift menn sjálfs- traustinu, svo að þeir hafi leyft upp- gjöfinni að læða fætinum inn fyrir dyrnar og með hægfara ofríki ræna þá allri manndóms- og sjálístæðis- tilfinningu, eins og svo oft vill verða þegar við langvarandi strið og skort er að etja. Eitt af því, sem Vestur-Islend- ingar eru nýbúnir að inna svo mynd- arlega af hendi, er bygging land- nema minnisvarðans.á Gimli. Eiga menn það fyrst og fremst að þakka ötulli nefnd, sem kosin var af Þjóð- ræknisfélaginu til að hrinda því verki í framkvæmd, og svo góðum undirtektum almennings í f járfram. lögum; og ber manni sannarlega að vera þakklátur fyrir þá fórnfýsi, sem íslendingar hafa sýnt í þessu, eins og svo mörgu öðru, ef til þarf að taka. En þó getur aldrei fallið úr huga mér, að eitt sé óklárað enn, sem þarfnist skjótra framkvæmda. Það er, að enn sé stækkað gamalmenna- heimilið Betel. ^ Eins og allir Vestur-Islendingar vita, var byrjað á því mannúðar- verki fyrir mörgum árum síðan; þá í smáum stíl en þó með góðum árangri, og er nú búið að stækka það víst um góðan helming frá því sem það upphaflega var. Það er nú starfrækt af hinni mestu prýði, svo ekki gæti betur verið, og er það því ekki að ástæðulausu að það er nú orðið hið mesta eftirlætis- og óska- barn vestur-íslenzka þjóðarbrotsins. Ekki mun nokkur einn maður hafa lagt annað eins á sig og haft jafn mikinn brennandi áhuga fyr- ir að elliheimilið Betel gæti sem bezt náð tilgangi sínum og gefið sem flestum munaðarlausum og oft ör- eiga gamalmennum skjól, eins og hinn velþekti vinur og velgerðamað- ur margra Vestur-íslendinga, Dr. B. J. Brandson, og hlýtur það að vera öllum þeim óblandin gleði, sem með drengskap og dugnaði hafa stutt þetta mannúðarfyrirtæki og komið því það áleiðis, sem raun er á orðin. Því miður hafa tillög til Betel ekki verið eins almenn og þau hefðu átt að vera; svo að líkindum þar af leið- andi ekki verið kleift að stækka heimilið eins mikið og þörfin hefir kallað fyrir. Landar minir! Skyldi ekkert af ykkur, sem kunna að lesa þessar lin- ur, verða mér samdóma um það, að hér á meðal okkar Vestur-Islendinga sc ekkert það málefni, sem þarfnist eins bráðra framkvæmda, eins og það, að tekið sé saman höndum um að safna fé sem nægi til þess að byggja svo við Betel, að hægt yrði að minsta kosti að veita þar mót- töku öllurn þeint af börnum land- neinanna, sem kynnu að þarfnast heimilis þar,—því margt af börn- urn fyrstu landnemanna fara nú að verða (og eru orðin) gamalt og göngumótt fólk, sem fer að þarfnast hvíldar á rólegum stað,—stað, sem yrði því friðsæll og fagur áningar- staður á seinasta áfanga æfinnar. Sumt af þessu umrædda fólki varð að offra stótum parti af æsk- unni allslags hörmungum á hinum þrautaþungu landnámsárum.. Það varð að þola meira af stríðu en blíðu, því um lítið annað var að ræða, og jafnskjótt og því óx ofurlítið fiskur um hrygg, stóð það við hlið föður og móður og vann með þeim jöfn- um höndum, eins og kraftar leyfðu. Það hafði oft af skomum skamti til fata og matar, og margir munu það vera nú á dögum, og máske fleiri en mann grunar, sem sterka trú hafa a því að þeim framliðnu sé leyft að skygnast inn í þennan heim. Ef svo væri, mundum við geta hugsað okk. ur nokkurn þann hlut, sein gæti ver. ið hinum fráföllnu landnemum kær. ari eða hjartfólgnari, heldur en það, að börnum þeirra væri reistur við- unandi verustaður, hvar þeir mættu áhyggjulausir hvíla sín langlúnu ferðabein? Eg hefi tekið sérstaklega fram þörfina fyrir verustað handa land- nemabörnunum, af því að mörgum mun finnast þau eiga hjá okkur stóra, ógreidda skuld, en ekki fyrir það, að ekki séu fleiri, sem þarfnist skýlis á elliárunum. Nú heyrir maður úr öllum áttum um gömul börn, sem ekkert heimili eiga og horfa þvi löngunarfullum augum tu Betel, sem ekki mun nú hafa rúm fyrir einn fleiri en þar eru fyrir. Sumum mun nú finnast að enn séu tímar ekki farnir að bata svo, að hægt sé að láta mikið af mörkum í peningalegu tilliti. Bent var á það í byrjun þessara lína að í gegnum öll þessi erfiðu, undangengnu ár hafi fólk alt af verið að leggja á sig tals- verð útlát til þess sem þvi hefði fundist brýn þörf á að leggja lið. Það hefir sannast hér einn af okkar fornu málsháttum, að “mikið má ef 1 gott vill,” og mun það reynast svo áfram. Svo að endingu vil eg segja þetta: Fólk, sem farið er að reskjast (ekki gamalt) er fólk, sem bezt skilur af- stöðu gamla fólksins, þrátt fyrir það þó ástæður þess séu yfir höfuð þær, að það reikni ekki upp á að þurfa nokkurn tíma sjálft að leita sér skjóls á gamalmennahæli, og frá þvi fólki má vænta góðra undirtekta í orði eða verki, og margt af okkyr er svo lánsamt að eiga góð börn, sem með hjúkrandi hönd og ástúðlegri umgengni lætur okkur í té alt það, sem við sjálf hættum áð geta veitt okkur, þegar ellin fer að gera okkur að ósjálfbjarga börnum, — því tvisvar verður gamall maður barn. Winnipeg 10. nóv., 1935. Ingibjörg Goodmundson. Frá Seattle «1 ------ Kvenfélagið “Eining” heldur sam- koniu laugardaginn 30. nóv. þ. á., í Vása Hall, á horninu á 24th Ave. N. W. og Market St., í Ballard. Þetta verðtir hin árlega samkoma, sem fé- lagið er vant að stofna til fyrir jól- in, til inntekta og styrktar þeim Is- lendingum, sem bágstaddir eru á meðal vor. Prógrammið í þetta sinn verður sérstaklega f jörugt og skemtilegt, og frábrugðið því, sem hér er vana- legt; þar koma fram menn, sem þektir eru fyrir að koma fólki í gott skap, og láta menn hlæja án upp- gerðar; má þar fyrst telja frægan hérlendan galdramann (magician), Mr. Miller að nafni; er hann þektur víða um Bandaríkin fyrir galdur sinn og dularfull fyrirbrigði. Enn_ fremur fyrir sérstaka áskorun flyt- ur H. E. Magnússon Palladóma i ljóðum, um meðlimi bókafélagsins “Vestri,” dómarnir eru i þremur þáttum og ortir undir mismunandi sönglögum, og ber mönnum saman um, sem heyrt .hafa að vel sé þar með farið, og svo sé lýsingin glögg af hverjum fyrir sig, að draga mætti mynd eftir henni, svo þektist hver persóna. Þetta er í fyrsta sinn að kostur gefst á að heyra Palladómana í einni heild, ættu menn því að koma á samkomuna og hlæja sig í gott skap. Auk þess, sem hér hefir verið get. ið, verður höfð “bolla-sala,” það er algengt á samkomum Svía og Norð- manna, og vekur alt af mikla gleði og fjör. Bollann gefur kvenfélagið. Hver yfirbolli er vafinn i pappír, með nafni gefandans í, en undir- skálina geymir stúlkan; allir yfir- bollarnir eru seldir hæðstbjóðanda, við opinbert uppboð. Kaupandinn leitar að konunni með skálina, og þannig parast fólk saman við kaffi. borðið. Þá skemta ungar stúlkur með söng og dansi og enn aðrar sem leika á hljóðfæri. Að siðustu verð"- ur dansað eftir góðri músík til mið- nættis. Kvenfélagið “Eining” hefir starf- að sem eina líknarfélagið meðal ís- lendinga í Seattle, um 30 ára skeið, og á því vinsældum að fagna. Það heldur aðeins eins samkomu á ári, svo fjölmennið á þessa samkomu, kæru landar, með því hjálpið þið til að gleðja einhvern, sem lítið hefir fyrir jólin. (Veitingar á staðnum.). Til frekari upplýsinga símið: Sun- set 3245. Nefndin. Binmgi milli skurðlækna Tveir frægir ungverskir skurð- læknar urðu nýlega ósáttir yfir upp- skurði. Þeir hétu dr. Earkas og dr. Kraus. Farkas sendi Kraus ein- vígisvotta sína og einvígið fór fram. Fyrst særðist Farkas á hendi og Kraus batt um ‘sárið. Síðan særðist Kraus á höfði og varð að leggja hann inn á sjúkrahús. Þar gerði Farkas uppskurð á honum. Það er ekki búist við neinu góðu þegar Kraus kemst á fætur, því læknarnir eru ennþá svarnir fjandmenn. Bókaútgáfa á Þýzkalandi. Hagskýrslurnar sýna, að árið 1934 hafi komið út 20,852 nýjar bækur i Þýzkalandi. Þetta lítur vel út á ppírnum, en árið 1925 komu út 31,595 nýjar bækur. Það er því ekki beinlínis hægt að segja, að þriðja ríkið veki rithöfundum sín- um mikið andríki.—Alþ.bl. O «-» Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 4 03 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office timar 4.30-6 Helmili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.3.0 e. h. Heimili: 6 38 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 J Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Phones 21 21$—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstimi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.--Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Simið og semjið um gamtalstlma t DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsimi 23 739 Viðtalstimar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Sími 22 168 BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœðingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur ' lögfrœðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 756 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir iögfrœðingar 3 25 MAIN ST. (ð öðru gólfl) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON Isienzkur Tannlæknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Simi 96 210 Heimilis 3 3 323 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tanniœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 2 21 \ A. C. JOHNSON 9 07 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aB sór aB ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgBir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraB samstundis. Skrlfst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL I WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og róiegur bústaður 4 miðbiki borgarinnar. Herbergl $.2.00 og þar yfir; me8 baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Quests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doum Tovm HoteF 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager CorntoaU ffyottl Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramk væmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEO SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.