Lögberg - 28.11.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.11.1935, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER, 1935 Yfirlýsing CARL J. OLSON Eg biÖ ritstjóra og lesendur Lög- bergs forláts á þessum greinarstúf. Hann er allur um sjálfan mig. Þegar eg kom til Winnipeg síS- satliðinn september og settist hér að, hafði eg ekkert annað í huga en að starfa fyrir London lífsábyrgðarfé. lagið. En eg kom með brennandi áhuga fyrir bæði kirkju- og bind- indismálum. Eðlilega féll eg strax urn hæl inn í starfið í Eyrsta lút- erska söfnuði og í I.O.G.T. reglunni Skuld. Eg þakka Guði fyrir þenn- an áhuga, en þegar ílátið er fult kemst ekki meira í það. Fyrir eðli- legar, sálfræðilegar ástæður komst áhuginn fyrir hinu nýbyrjaða starfi hjá London Life ekki að hjá mér undir þessum kringumstæðum. Þó eg segi sjálfur frá, hafði eg áður gert framúrskarandi lukku hjá þessu félagi. Fyrstu tvær vikurn- ar í þjónustu þess, sendi eg daglega “applications” til skrifstofunnar í Regina, og ef eg man rétt voru tekjurnar $32 á dag. í júní 1923, var allsherjar samkeppni á milli allra umboðsmanna félagsins frá hafi til hafs og vann eg fyrstu verðlaun í þeirri samkeppni, með því að skrifa lífsábyrgðir upp á $113,500. Þetta var mánaðarverk. Sá, sem næstur stóð mér skrifaði $87,000. Við lok þessarar samkeppni fékk eg tilkynn- ingu frá London símleiðina að eg yrði gerður að deildarstjóra i næstu framtíð; eins og raun varð á því eg flutti skömmu seinna til Brandon. Man., og tók þar við þessu embætti Vegna þessarar fyrri reynslu, gaf félagið mér ágæta skilmála þegar eg hóf starfið á ný síðastliðið sumar: en því miður fór starfið á aðra leið í þetta sinn. Auðvitað eru timarnir erfiðari nú en áður, en aðal orsök þessarar mislukkunar var sú, að mér reyndist ómögulegt að slíta hugann og hjartað frá hinum ofangreindu áhugamálum.' Svo kom annað til greina, sem stórkostlega vakti áhug. ann fyrir prestsstarfinu og gerði hann ennþá eldlegri. Hér með tilkynni eg að eg hefi nú þegar byrjað að starfa fyrir ann- | að ágætt félag, North American Life Assurance Co., og nú er ann- aðhvort að “duga eða drepast.” Á meðan eg er að koma mér fyrir í þessu nýja starfi og hjá þessu nýja félagi, á meðan eg er að ná fótfestu hefi eg ákvarðað að hætta við alt annað, svo sem prédikanir, ræðu- höld, kenslu, nefndarstörf, kvöld- fundi, o. s. frv. Eg kem aftur í kirkju- og bindindisstarfið þegar eg er orðinn viðurkendur lífsábyrgðar- maður i borginni. Þeir íslendingar, sem gjarnan vildu að eg kæmi til baka sem fyrst í þessi áminstu störf geta auðvitað flýtt fyrir þeim tíma, með því að greiða götu mína á ein- hvern hátt. Samt á eg ekkert til- kall til þess. North American Life er ágætt fé- lag og flestir landar hafa þörf á meiri lífsábyrgð og mér þætti vænt um að mega fullnægja þessari þörf hjá sem flestum, þeim sjálfum og ástvinum þeirra til mikils góðs. Lífs- ábyrgðarstarfið gengur næst krist- indómsstarfinu. Hvert einasta lífs- ábyrgðarskírteini hlýtur að mæta einhverri brýnni þörf i framtíðinni. Kæru landar, látið mig skrifa ykkur hjá North American Life. Með hugheilustu blessunaróskum og með hjartanlegasta þakklæti fyr- ir ágætar viðtökur og hlýtt hugarþel, er eg yðar einlægur vin og vel- unnari, Carl J. Olson. Fyrsta háskólaár sitt skrifar Ól- afur í bréfi til bróður síns, Guð- mundar Davíðssonar á Hraunum: “Nú er eg farinn að lesa botanik upp á kraft og er það ekki amalegt, sem eg hefi í hjáverkum mínum. Það er að safna öllum íslenzkum, óprentuðum lausavísum, merkileg- um og ómerkilegum. Eg er búinn að fá um 2 þúsund. Eg vildi gjarn- an að þú vildir hjálpa mér til og skrifa upp allar vísur, sem þú getur komist yfir. Það er sama hvað þær eru ómerkilegar, já, þó þær séu hringlandi vitlausar. Slíkt safn get- ur orðið fjarska merkilegt, og lagt þeim afarmikið lið, sem skrifa eitt- hvað um sögu, bókmentasögu eða siðsögu íslands, eða eitthvað um ís. land yfir höfuð, því efni vísnanna er svo f jarskalega margvíslegt. Eg trúi lika ekki öðru, en þér þyki sjálfum gaman að verða við þessari áskorun minni, því það er ótrúlegt, að þú hafir farið varhluta af grúskara- náttúru þeirri ög sagna-maní, sem .eg er svo gagnsósaður af .* Eg safna öllum d..........eins og þú veizt: Gátum, leikjum, skrítlum, þjóðsög- um, orðum, kvæðurn, vísurn o. s. frv. Eg tek líka vísnaparta, því það er mögulegt að maður heyri seinna það, sem vantar í þá . . . . ” Þessi bréfkafli lýsir betur en nokkuð annað safrmáttúru Ólafs, enda varð honum mikið ágengt í þessu efni, Kynstrin öll af ópreht- uðum, þjóðlegum fræðum hlóðust að honum, og hann gætti þeirra ekki síður en Árni Magnússon handrita sinna. Guðmundur á Hraunum, frændur og vinir Ólafs, sendu hon- um margt og mikið, en mest týndi hann þó sjálfur saman og skrifaði, jafnóðum og hann heyrði. Það voru honum ósviknar ánægjustundir, þeg- arkarlar og kerlingar þuldu honum fræði sin og þjóðsagnir, og alt skrif- aði Ólafur. Það leynir sér ekki, að þjóðsagn. ir verða fegurstar, þegar þær eru skráðar af vörum alþýðunnar, og fá að halda sinum meðfædda blæ ó- brjáluðum. Þjóðsagan nýtur sín ekki í málskrúði og nýyrðaflaumi, en missir mátt sinn, fegurð sína og líf. Þetta er einn af þeim höfuðlærdóm. um, sem hver góður þjóðsagnaritari verður að kunna og muna. Frænd- urnir Jón Árnason og Ólafur Da- víðsson vissu þetta alt allra manna bezt. Þeir varast alt, sem spillir anda og eðli þjóðsögunnar, en kapp. kosta að halda hinum látlausa mál- blæ og óbrotna alþýðustíl. Geta rná sér þess til, að ýmsir hafi haldið, er þjóðsögur Jóns Árnasonar konnt út í tveimur þykkum bindum, að í þeint væru skráðar allar íslenzk. ar þjóðsögur, sem nokkur veigur væri í. En svo var þó ekki. Urmull af afburða góðum sögum, sem ekki eru í því safni, lifðu í hugurn alþýð. unnar, Sumar hafa ef til vill smá- gleymst, öðrum óx ásmegin með hverjit ári, og nýjar bættust við i hópinn. Þjóðsögur og þjóðsagnir eru alt af að skapast, og hversu vel þjóðin kann að meta þessa f jársjóðu sina, má bezt sjá á því, hve mikið hefir verið út gefið af þjóðsögum á síðustu árum. Það dylst þó engum, að sagnir þessar eru mjög misjafnar að gæð- um. Margar hinna nýrri sagna standa þeim eldri að baki. Aldar- háttur sá, sem nú ríkir, skapar naumast það andrúmsloft, sem væn. legast er til vaxtar kjarngóðum þjóðsögum. Trúin á forynjur og drauga, hin barnslega einlægni og sannfæring um sannleiksgildi æfin- týranna, þverr, og unt leið missa þjóðsagnirnar þann blæ, sem gefur þeim máttinn og dýrðina. Ólafur Davíðsson lét eftir sig feikning öll af skráðum þjóðsögum, og hefir óefað á þann hátt bjargað þeim mörgum frá gleymsku og glöt- un. Þó ekki væri fyrir neitt annað en þetta, á íslenzka þjóðin honum mikið að þakka. Margir munu að visu segja, að almenningi væri meiri þörf á öðrum bókum en þjóðsögum, en það er þó í alla staði ilt að hafa þá fjársjóðu falda. Og rnargt er prentað, sem síður skyldi. Mér er kunnugt um það, að margar af sög. unum i safni Ólafs eru mjög inerki- legar og geta fullkomlega jafnast á við það bezta, sem birst hefir áður í sömu grein. Auk sagna hans í tímaritinu Huld (1890—1898) og í íslenzkum þjóð- sögum (1899), er nýlega komin út eftir hann bók, með sama safni, sem gefin er út af Þorsteini M. Jónssyni á Akureyri. Bók þessi er 384 blað- síður, en er þó aðeins fyrsta bindi af þjóðsagnasafni Ólafs. Mun úrval úr handritum hans nægja í þrjú til fjögur álíka bindi. Á þessu sést, hversu miklu Ólafi hefir tekist að viða að sér af þessum fræðum. Þegar alt safnið er komið út, þarf enginn að ganga að því gruflandi, hvílíkt stórvirki Ólafur hefir unnið á þessu sviði. Að útgáfunni lokinni munu nöfn þeirra frændanna og samherjanna, Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðsson. ar, tengjast enn þá nánar, og standa þar efst á blaði, sem skráð eru nöfn mestu þjóðsagnafræðinga, sem Is- land hefir borið. Það fer vel á því, að nöfn þessara tveggja manna standa bæði á titil- blöðum fyrir fslenskar gátur, skemt- anir, vikivakar og pnlur, sem Bók- mentafélagið gaf út í fjórum bind- um (1887—1903). Annaðist Jón um gáturnar, en Ólafur um hitt. Að þessu verki vann Ólafur, meðal ann. ars meðan hann dvaldi í Höfn, safn- aði, bar saman handrit og afritaði. Þó að sjá megi þar á nokkra galla, ef vel er að gáð, og skorti nokkuð á stöku stað á vísindalega nákvæmni, er safnið þó alt stórmerkt safnrit, skemtilegt með afbrigðum og ómet- anlegt íslenzkum bókmentum og menningarsögu. Og þegar aðstaða Ólafs er athuguð, verður ekki ann- að sagt en verkið alt sé honum til hins rhesta sóma. Var nokkur samtíðarmnna hans, sem hefði getað gert betur? Eg leyfi mér að efast um það. En hitt veit eg, að þetta rit hefir veitt mér og ótal mörgum öðrum margar ánægju- stundir og meiri fræðslu um speki og snild íslenzkrar alþýðu, en flest- ar aðrar bækur. 1 I innlend og erlend tímrit og blöð skrifaði Ólafur fjölda ritgerða og smágreina, um ólíkustu efni. Ein ritgerð hans er um islerizkar kynja. verur í sjó og í vötnum, önnur um ísland og' íslendinga, eftir því sem segir í gömlum bókum útlendum, þriðja um Tóbaksnautn á íslandi að fornu, fjórða um Heklu o. s. frv. Mikið rit (óprentað) samdi hann um Galdra og Galdramál á íslandi og hlaut verðlaun fyrir. Ennfremur rit gerð LTm þilskipaveiðar, sem prentuð er í Andvara (1886). er hann einnig hlaut verðlaun fyrir. Er það eftirtektarvert og næsta furðu- Iegt, að hann skyldi rita um svo ó- skyld efni, .0g vera jafnvígur á bæði. Hann ritaði um alt af áhuga á málefninu sjálfu, en ekki til að þiggja laun fyrir, enda munu þau oft hafa verið af skornum skamti, | og venjulegast engin. Bæði þjóð- j sagnasöfnun hans og rit hans um þau efni voru unnin af kærleika. í öllu, sem að þeim fræðum laut, var hann margra manna maki, og það segir dr. Jón Þorkelsson um hann, að “aldrei nokkurntíma hafi verið lærðari maður, hvorki fyr né síðar, a slíka hluti, en hann var.” III. Og þrátt fyrir það átti náttúru- fræðin, og þó einkum grasafræðin, hug hans hálfan, tímunum saman. Þegar Ólafur kom heim úr Hafn- arútivist sinni, hafði hann sakir f jár- skorts, orðið að farga öllum bók- um sínum, neina nokkrum náttúru- fræðiritum, þau gat hann ekki við sig skilið. Svo hjartfólgin var hon- um náttúrufræðin, engu síður en þjóðsagnirnar. ' Söfnunarnáttúra hans kom hon- um að góðu haldi við báðar þessar vísindagreinar. í sama bréfi og áður var getið (til Guð. Davíðssonar) segir Ólafur: “Eg er líka farinn að safna til náttúrusögu íslnds, og hefi farið yfir flestar bækur um hana, einkum grasaríkið, og ritað upp úr þeim hitt og þetta. Eg hefi nefnilega í höfð- inu að sernja islenzka grasafræði og dýrafræði með tímanum, ef annars enginn ,verður fyrri til þess. Þá verð eg fyrst í essinu mínu, þegar eg fer að safna flugum og ormum, fiðrildum, möðkum og alls konar jurtum, því það tæmir maðiir ekki svo glatt, fremur en lausavisurnar. Maður getur heimfært línurnar úr Hallgrímssálminum: “Þú veist ei hvern þú hittir þar,” upp á þær. Það sem virðist vera ómerkilegt, getur verið merkilegt.” Þegar Ólafur skrifar þetta, er hann 21 árs, — þessir hafa framtið- ardraumar hans verið. Sumarið 1885 dvaldi Ólafur heima á Islandi. Safnaði hann þá miklu af grösum og ýmsum náttúru- gripum, og hafði með sér til Hafnar um haustið. Veturinn eftir skrifar hann Guðmundi bróður sínum: “Smátt gengur með gorkúlurnar og það dótarí. Eg sendi mest alt dótið yfir til Svíþjóðar, og hefi ekk- ert fengið af því aftur, en bréf hefi eg fengið, og stendur þar, að safnið sé mjög merkilegt, og margt spánýtt fyrir Island, og eitthvað spánýtt fyr- ir vísindin, og það er nú meira.” Ólafur naut sin aldrei til fulls sem náttúrufræðingur. Hann skorti bæði tíma og fé til að geta unnið að þeirrj fræðigrein, svo um munaði, og mun það hafa verið ein af þyngstu áhyggjum hans. Þegar hann gat gefið sig við náttúrufræði. legum athugunum, jurtasöfnun og öðrum rannsóknum, var hann á- nægður og glaður eins og barn. Þá fór hann einförum upp um fjöll og út á yztu annes, með grasatöskuna sína. Hann handlék jurtirnar með nákvæmni vísindamannsins og mildi elskhugans. Úti í náttúrunní eða inni i bóka- safni — þar undir Ólafur Davíðs- son sér bezt. Þetta voru þau tvö starfssvið, sem heilluðu hann mest, enda var hann upalinn við þetta tvent—bækurnar og blómin. IV. Fyrstu árin, sem Ólafur var í Höfn, lögðu foreldrar hans honum alt það fé, sem þau gátu, en síðari árin mun hann hafa orðið að bjarga sér sjálfur, og átti þá oft erfitt, þótt hann aldrei kvartaði. Hann var nægjusamur og ger- sneyddur öllu yfirlæti. Þó að hann væri hneigður til drykkjar, neytti hann ekki áefngis svo timunum skifti, og vann þá baki brotnu. Oft var hann þó fljótur að brunninum, ef svo bar undir, en það sakaði ekki, því bæði var hann gætinn og stál- hraustur; og svo var hann aftur jafnfljótur að skrifborðinu og þá þaulsætinn. Heimskingjar einir, sem ekkert skildu, sögðu hann drekka sér til dómsfellis, en vinir hans, þroskaðir menn og saklaus börn, ásökuðu hann aldrei, heldur elskuðu hann og fögnuðu komu hans, hvernig sem á stóð. Hann vann sitt verk, krafðist einkis af öðrum, og tók ekki neitt Framh. á bls. 7 o Business and Professional Cards PHYSICIANS amd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phonc 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office timar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE Talsími 42 691 J Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.—Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœhntr 41 FURBT STREET Phone 36 137 SimiS og semjiS um samtalstlma - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsími 23 739 ViStalstímar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Simi 22 168 BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfrœðinour Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Islenzkur lögfrœðíngur Skrlfst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur löfffrœðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrceðingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta aS Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 321 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave, Winnlpeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsiml: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFH BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrlr- spurnum svarað samstundls. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. IIÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðbtki borgarinnar. Herbergi 3.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Quests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Toum Hotef' 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functlons of all kinds Coffee Shoppe F. J. FA.LL, Manager % CorntoaU ||ottI Sórstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEG . SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.