Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 2
9
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1935.
Rödd að heiman
(Framh.
MikiÖ er nú talaÖ um kreppu og
þröngan f járhag og ýmsir viðskifta.
reikningar bera þaÖ meÖ sér aÖ slikt
sé ekki ástæÖulaust. En lifnaÖar-
hættir landsmanna, bæÖi til sjós og
sveita, benda ekki á neinn skort, enn
sem komið er. Unga fólkiÖ klæÖist
eftir nýjustu tízku og sækir skemt-
anir, hvenær sem tækifæri bjóðash
Og það verð eg að segja að jafn-
glæsilegri er æskulýðurinn nú held-
ur en fyrir nokkrum áratugum bæði
að látbragði og snyrtimensku, og i
miklum meirihluta er það fólk, sem
gætir velsæmis, þótt líka séu dæmi
þess að áfengisnautnin vísi öllu sið_
Iæti á bug. Fjölgar þeim dæmum
nú óðum. Er það ávöxtur laga
þeirra, sem veita víni inn i landið.
Meðal Borgfirskra bænda ríkir
ennþá örugg trú á landbúnaðinn og
eftir fremsta megni sækja menn
fram með jarða. og húsabætur. í-
búðarhús, hlöður og fjárhús koma
árlega til viðbótar, því sem áður var.
Til þessa hafa Borgfirðingar lagt
meiri stund á verklegar fram-
kvæmdir heldur en bókvísi. Umbæt-
urnar hafa kallað mest að. En nú er
líka talsvert farið að bera á Borg-
firðingum á sviði bókmenta. Hjálp.
ar það mikið hinum yngri mönnum,
sem hafa auk eðlisgáfna notið skóla-
mentunar. Eru nú fjölda margir,
sem lesa bækur á erlendum málum.
Þá eru líka nokkrir yngri menn, sem
búa yfir skáldgáfu og hefir nokkuð
af verkum þeirra birst í blöðum og
timaritum. Vil eg nú nefna hér
nokkur nöfn, auk þeirra, sem áður
eru landskunnir, svo sem Jón Magn.
ússon frá Fossakoti, Halldór á Ás-
bjarnarstöðum og Þorsteinn úr Bæ,
Þorsteinn Jónsson frá Úlfsstöðum í
Hálsasveit. Hann hefir ort spak-
leg kvæði, sem komið hafa i ýms-
um tímaritum. Hann er talinn djúp.
dyggjumaður, sem hafi hneigð til
heimspeki. Þorsteinn er sonur Jóns
Þorsteinssonar frá Hofstöðum,
Arnasonar frá Kalmanstungu. Móð-
ir Þorsteins og fyrri kona Jóns á
Úlfsstöðum var Guðrún Jónsdóttir
Þorvaldssonar á Stóra-Kroppi. Er
fjöldi ættmenna Þorsteins vestan
hafs.
Þá má nefna frændur, sem komn.
ir eru fram á sjónarsviðið. Er einn
þeirra nú þjóðkunnur, Magnús Ás-
geirsson frá Reykjum í Lunda-
reykjadal. Magnús er nú talinn ein-
hver snjallasti lýðaþýðari. Hann er
mikill gáfumaður og stórmentaður.
Faðir Magnúsar var Ásgeir Sig-
urðsson Vigfússonar í Efstabæ i
Skorradal.
Jón Helgason i Stóra-Botni og
Pétur Beinteinsson í Grafardal eru
báðir náfrændur Magnúsar Ásgeirs-
sonar. Eftir þá báða eru nú að birt.
ast kvæði, sem benda á skáldhneigð
og skáldgáfu.
í Hvítársíðu er líka ungur bóndi
sem telst í þessum flokki. Það er
Guðmundur Böðvarsson á Kirkju-
bóli. Hann er Hvítsíðungur að
kyni og frændi Halldórs Kiljan
Laxness, sem líka er Hvítsíðingur
að föðurkyni. Eg hefi aðeins nefnt
hér fáein nöfn, en fleiri eru víst ó-
taldir af ungum mönnum, sem vit-
að er um að gætu sýnt það svart á
hvítu, að þeim er skáldhneigð í blóð
borin, þótt þeir eyði ekki tíma sínum
í það, að bera þar í bakkafullan læk.
Skáldsögur semja líka bæði Borg.
firskar konur og karlar. Nefniegtil
þess aðeins Stefán Jónsson Hvítsíð-
ing frænda Kiljans, og Þorstein
Jósepsson frá Signýjarstöðum í
Hálsasveit.
Þá má geta þess að Borgfirðing-
ar hafa ráðist í það að gefa út sögu
héraðsins, sem átti að vera rituð að
mestu leyti af alþýðumönnum, sem í
héraðinu búa. Nú mun senn vera
lokið að prenta fyrsta hefti þessarar
bókar. Fer eg ekki út i það hér, að
lýsa efni hennar, því að líkindum
gefst ykkur kostur á því að sjá hana
innan skamms.
Eg tel það með andlegri menningu
starf það i þágu sönglistarinnar, sem
Bræðraflokkurinn hefir lagt á sig
síðastliðin 20 ár. Eg hefi áður sagt
ykkur af söngfélaginu Bræðurnir,
sem Bjarni bóndi á Skáney hefir
stjórnað frá byrjun. Félag þetta
hefir starfað með góðu lífi i 20 ár
og notið mikilla vinsælda. Þegar
það var 10 ára, var afmælis þess
minst með samkomu og mannfagn-
aði. Var það sólríkan júnídag og
skemti flokkurinn þá með söng og
fleiru sem þótti til gleðiauka.
Nú í vor, þegar félagið var 20
ára gamalt, en svo gamalt hefir ekk.
ert annað söngfélag orðið hér á
landi, þá þótti ekki minni ástæða til
þess að minnast þess afmælis. Var
það nú gert á þann hátt, að Bræð-
urnir, sem eru 21 að tölu, leigðu
þrjár bifreiðar í skemtiferð vestur í
Dalasýslu. Var það sunnudaginn 30.
júní. Alls voru í förinni 45 manns
og voru konur og vandamenn söng-
mannanna í boði þeirra. Þótt skamt
sé úr Borgarfirði í Dali höfðu fæst.
ir í þessum hópi litið Dalasýslu fyr,
þetta söguríka hérað sem bæði Lax-
dæla og Njála koma svo mikið við.
Það þótti því öllum ómaksins vert,
og meira en það, að eyða einum sól-
ríkum vordegi til þess að líta þetta
land og ferðast um það i hópi
margra góðra vina.
Leiðin úr Reykholtsdal til Dala-
sýslu liggur um Klafafossbrú, um
Stafholtstungur, um Þverárbrú hjá
Lundum, um Norðurárbrú á Hauga-
hyl, þaðan inn Norðurárdalsbraut
um hið fjölbreytta og yndislega
landslag fram hjá Laxfossi, Hreða-
vatni og þar næst í gegnum Brókar-
hraun, sem áður var engri skepnu
fært, en yfir það liggur nú prýði-
Iegur vegur. Frá Dalsmynni í Norð-
urárdal eru 17 rastir að Breiðabóls-
stað í Sökkólfsdal sem er innsti bær
í Dalasýslu, sunnan megin. Af
Bröttubrekku, sem þótti slæmur
þröskuldur milli Norðurárdals og
Dala, hafa nú ferðamenn ekkert að
segja, því gengið var á snið við
hana, er akbrautin var lögð. Dala-
menn eiga mikil og kjarngóð f jalla-
lönd og sjást þess strax merki á
þessum stutta fjallvegi. Sæmilegur
akvegur er gegnum alla sýsluna úr
því komið er í bygð. Reisuleg og
vel hýst bændabýli blasa við sjónum
manns á alla vegu en lika sjást þar
enn þá nokkur sem mótuð eru í
formi eldri tíma. Það eru sögu-
staðirnir, sem vekja mesta athygli og
leiða hugann aftur í fornöld og í
þetta sinn vildi engir hætta ferðinni
fyr en þeir höfðu litið Laugar og
Sælingsdalstungu, þessa nafnkendu
sögustaði. Eru þar jarðir í hlýleg-
um dal við botn Hvammsf jarðar.
Eiga Dalamenn nú vandaða og
merkilega sundlaug hjó bænum að
Laugum. Rif ja þeir þar upp íþrótt-
ir forfeðra sinna, sem legið hafa þar
sem annarsstaðar í dái margar aldir.
Sundið er sú list, sem ungt fólk fýs-
ir nú mest að læra, enda eru fengin
góð skilyrði til þess með þessum á-
gætu sundlaugum, sem komnar eru
viðsvegar. Ekki efast eg um að
margir bændur i Dölum séu góðir
heim að sækja, en með fjölförnum
akbraututn hafa nú fætir tíma og
efni á því að sinna gestum, sem að
garði koma. Þó er þar víst um einn
bónda að ræða, sem býr við þjóð-
leið, og hefir opið hús og veitingar
án endurgjalds, fyrir alla, sem ber
þar að dyrum. Bóndi þessi heitir
Bjarni Jensson og býr í Ásgarði í
Hvammssveit. Hann er nú sjötug-
ur og hefir verið bóndi og sveitar-
höfðingi næstum hálfa öld. Borg-
firsku bifreiðarnar þrjár að tölu,
með 46 mönnum, að meðtöldum
leiðsögumanni úr Búðardal, óku all-
ar heim í hlað á Ásgarði. Nafn
Bjarna könnuðust allir við, en eng-
inn sem í förinni var átti að honum
neinn greiða og ætluðu ekki að
þiggja slíkt þótt boðið væri. En þá
skeði það sem í frásögur er færandi.
Bjarni sagðist engum sleppa frá hús.
um sínum, fyr en þeir hefði setið
með sér að kaf fidrykkju og því urðu
allir að hlýða. Voru allir þessir
gestir afgreiddir af mikilli raitsn.
Varð þar hinn mesti mannfagnaður
því hispurslausi öldungurinn kom
svo fram, að allir urðu ófeimnir. Að
veitingum loknum skipuðu Bræð-
urnir sér undir húsið og sungu
nokkur lög að skilnaði. Sagði einn
gestanna að hér mætti enn sjá ætt-
arbragðið frá Auði djúpúðgu og
Bjarni hlyti að vera einn af niðjumi
hennar. Eg, sem var einn meðal
annara í þessari för, gat ekki hlaup-
ið fram hjá því, að minnast á þenn-
an merkilega bónda. Það væri lika
efni í heila ritgerð, að lýsa honum
rétt og itarlega.
Um Búðardal, aðal verzlunarstað
Dalamanna, liggur akbrautin. Búð-
ardalur er kunnur frá landnámstið.
Þar höfðu fornmenn skipauppsátur.
Nú er þar snoturt, en fáment kaup-
tún. Hafa Dalamenn farið gætilega
i það, að hrúga þar upp þurrabúð-
um, sem þó tíðkast nú mikið við
flesta kaupstaði þessa lands. Sýslu.
maður Dalamanna, Þorsteinn Þor-
steinsson, býr þar í stóru steinhúsi
0g hefir þar allmikla túnrækt. Auk
þess hefir hann bújörð i námunda
við kaupstaðinn. Þorsteinn er af
staðgóðu bændakyni úr Borgarfirði
og hefir tekið hreysti þeirra og bú-
vit í arf. Hefir það verið sagt um
Þorstein, að hann myndi vera eini
sýslumaðurinn hér á landi, sem
stæði að heybandi á sumrum, þykir
hann maður að meiri fyrir það.
Þorsteinn er nú þingmaður Dala-
manna. Bróðir hans er stórbóndinn
Davíð á Arnbjargarlæk.
Daginn, sem við fórum um Dali,
var fjölmenn skemtisamkoma á Nes
odda í Miðdölum. Þar stendur nú
stórt samkomuhús. Voru Dalamenn,
meðal annars, að reyna þar gæðinga
sína, sem þeir eiga bæði marga og
I THOSE WHOM WE SERVE |
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING =
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS M
BECA USE— |
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- §|
ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF ^
THE SERVICE WE SELL WIT& EVERY ORDER S
WE DELIVER. =
■ COLUMBIA PRESS LIMITED I
695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327
góða. í heimboð, að kvöldi dags,
komum við á þennan samkomustað.
Var þar mannfjöldi samankominn
og gleði mikil. Lögregluþjónar úr
Reykjavík gengu þar um í einkenn-
ísbúningi. Áttu þeir að vera til taks
ef í odda skærist með þeim mönn-
um, sem ekki hitta hið vandrataða
meðalhóf. En til þeirra þurfti víst
ekki að taka. Pétur Ottesen, alþing-
ismaður Borgfirðinga, flutti þarna
fyrirlestur um bindindismál. Eru
þau orð í tíma töluð í hvaða sýslu
sem er. Pétur er í flokki þeirra
manna, sem aldrei hafa borið vin að
vörum og engan þátt á hann í þeim
lögum, sem gefa vinnautninni blás-
andi byr i seglin.
Á þessari samkomu fengum við
Borgfirðingar ákjósanlegustu við-
tökur. Bræðurnir skipuðu sér und-
ir húsið og sungu þar nokkur lög, en
mannfjöldinn hópaðist saman og
hlýddi á með hrifningu, sem hann
lét i ljós með dynjandi lófataki. Var
það ánægjulegt að sjá hvað glund-
roði sá, er virtist vera að færast
yfir þessa samkomu eyddist með
öllu, en fólkið tók innilegan þátt í
skemtuninni. Að lokum vorum við
allir settir að veitingum í borðsal
hússins. Kendi þar bæði mannúðar
og risnu. Óskuðu Dalamenn þess, að
þeir mættu oftar eiga von á slíkri
heimsókn frá Bræðrunum. Þetta
er í fyrsta sinni, sem söngfélagi hér
á landi hefir gefist kostur á þvi, að
halda 20 ára afmæli, og af því að
þessum afmælisdegi var varið til
þess að glæða bróðurhug milli þeirra
sýsla, sem hafa verið svo mjög að-
skildar, þá má segja að deginum hafi
verið eytt í góðar þarfir. Skyldi
þessi dagur eftir margar skemtileg-
ar minningár í hugum allra þeirra,
sem tóku þátt í ferðinni.
Eg hefi nú í bili horfið frá hér-
aðsfréttunum, af því eg lét hugann
hlaupa vestur í Dali; átti eg þó eftir
að minnast ýmsra látinna manna í
þes'su héraði. Margt fleira er líka
ósagt sem ykkur fýsir að vita. Vig.
fús Bjarnason bóndi i Dalsmynni og
hreppstjóri Norðdæla um langt
skeið, andaðist síðastliðinn vetur og
kona hans sömuleiðis. Hann bjó
lengi við þjóðleið og þótti góður
gestgjafi. Hann var hestavinur og
gerði margan gæðinginn góðan. Þau
hjón voru komin yfir áttrætt.
Ingólfur Guðmundsson, lengi
bóndi á Breiðabólsstöðum og hrepp-
stjóri Reykdæla, andaðist á Sturlu-
reykjum siðastliðinn vetur. Hann
var Árnesingur að ætt og uppruna,
en fluttist að Reykholti 1886, til
séra Guðmundar Helgasonar og
smíðaði þar þá bæði bæ og kirkju.
Hann var um langt skeið i flokki
beztu bænda héraðsins og nýtasti
maður á flesta lund. Kona Ingólfs
var Halla Pálsdóttir frá Kumla á
Rangárvöllum. Einkason þeirra er
Jón bóndi á Breiðabólsstöðum.
Halla er enn á lifi. Ingibjörg
Magnúsdóttir, kona Þorsteins Guð-
mundssonar á Auðsstöðum í Hálsa-
sveit andaðist í vor. Banamein henn-
ar var krabbamein í brjósti. Þau
hjón áttu tvö börn, Ingibjörgu, sem
nú er ekkja í Borgarnesi, eftir Auð-
unn Ólafsson Kláussonar, og Guð-
mund, sem nú býr á móti föður sín.
um á Auðsstöðum.
Jón Sigurðsson hreppstjóri á
Haukagili og um eitt skeið þing-
maður Mýramanna, andaðist nú i
sept. Banamein hans var hjartabil-
un. Hann var 63 ára að aldri. Kona
Jóns var Hildur Guðmundsdóttir,
Sigurðssonar á Kolsstöðum. Þau
áttu 5 börn uppkomin. Jón var í
flokki gáfuðustu bænda þessa lands,
flugmælskur, stálminnugur og jafn-
an reiðubúinn til hressandi og fræð-
andi samtals. I f jármálum var hann
hagsýnn og íhaldssamur. Sneiddi
hann hjá því gáleysi að eyða yfir
efni fram og bjó við góðan f járhag.
Guðrún Bjarnadóttir frá Arn-
þórsholti í Lundareykjadal, andað-
ist siðastliðinn vetur. Hún var elzta
kona þar í sveit, komin um eða yfir
nírætt. Var hún lengi einsetukona í
koti, sem nefndist Lundarhólmi, sem
nú er í eyði. Hún var einræn og
ekki við alþýðuskap, en vinur vina
sinna. Ættfólk hennar er flest i
Ameríku.
Hólmfriður, ekkja eftir Guðmund
Guðmundsson bónda á Indriðastöð-
um í Skorradal, andaðist í sumar.
Hún var dóttir Björns Eyvindsson-
ar bónda í Vatnshorni i Skorradal.
Áttu þau mörg og mannvænleg
börn. Meðal þeirra er Kristján
bóndi á Indriðastöðum.
Guðjón bóndi á Litlu-Drageyri
andaðist í sumar. Hann var ættað-
ur úr Rangárvallasýslu, maður á
bezta aldri og góður bóndi.
Runólfur Runólfsson bóndi og
dannebrogsmaður í Norðtungu and-
aðist 13. apríl í vor. Banamein hans
var hjartaslag. Hann keypti Norð-
tungu við lát Jóns Þórðarsonar,
1892, en Jón hafði þá búið þar frá
1874. Jón var ríklundaður og gest-
gjafi mikill, og var því spáð er Run-
ólfur kom að Norðtungu, að vegur
þessarar fögru jarðar myndi ekki
aukast við komu hans. Runólfur
hafði þá rekið bókbandsiðn í
Reykjavík um nokkur ár og var lítt
efnum búinn. Var hann sonur fá-
tæks bónda í Ragárvallasýslu. Ekki
leið á löngu að bústjórn og snyrti-
menska Runólfs kæmi í ljós. Breytti
hann jörðinni svo með miklum og
smekklegum umbótum, að nú likist
Norðtunga herragarði. Hafa Reyk.
víkingar um margra ára skeið, safn-
ast þangað til þess að eyða sumar-
friinu á þessum bóndabæ. Var það
bæði íagurt landslag og háttprúðir
húsbændur, sem sköpuðu þar girni-
lega vistarveru. Runólfur var á 74.
aldursári er hann lézt, en bar næst-
um engin ellimerki, og var bæði
ungur í anda og útliti. Hann var
þrígiftur, i síðasta sinni nú fyrir sex
árum. Lifir ekkja hans, Guðrún
Sigurðardóttir ættuð af Austfjörð-
um. Áttu þau eina dóttur. Jarðar-
för Runólfs fór fram ljómandi blíð-
viðrisdag og var þar mikill mann-
fjöldi saman kominn, bæði úr
Reykjavik og Borgarfjarðarhéraði.
Guðmundur Auðunnsson lengi
bóndi á Skálpastöðum og hrepp-
stjóri Lunddæla um eitt skeið er ný-
látinn. Hann var sonur Auðunns
Vigfússonar frá Grund í Skorradal,
sem lengi bjó á Varmalæk. Guð-
mundur var 70 árá að aldri. Hann
var í flokki mestu jarðabótamanna i
Börgarfirði og áhugasamur um alt
sem laut að búnaði og búþrifum.
Kona hans var Guðbjörg Aradóttir
frá Syðstu fossum, sem dáin er fyr-
ir mörgumi árum. Börn þeirra eru
Ari verkstjóri í Borgarnesi, Þor-
steinn hreppstjóri á Skálpastöðum,
Kristín kona Bjarna Sveinssonar
smiðs í Eskiholti og Guðrún ógift.
Þessar dánarminningar bera það
með sér hve óðum þeir menn hverfa
nú úr sögunni, sem voru í broddi
lífsins á síðustu áratugum 19. aldar,
þeim árum, sem þið öldruðu Vestur.
íslendingar kvödduð þetta land. Þó
má nú nefna nokkur nöfn aldraðra
manna, sem enn eru á uppréttum
fótum, sem þið kannist vel við.
Hleyp eg nú í anda sem skyndileg-
ast sveit úr sveit, til þess að láta
ykkur vita eitthvað um elzta fólkið,
því meðal þess eigið þið bæði frænd.
ur og fornkunningja.
í Skorradal og að líkindum í öll-
um Borgarfirði er Margrét Einars-
dóttir á Mófellsstöðum elzta kona.
Niutíu ára afmælis hennar var minst
nú í haust. Hún hefir gengið við
hækju með kreptan fót, næstum
hálfa öld, en er þó gangfær og rið-
ur til næstu bæja. Hún var um 60
ár húsfreyja á Mófellsstöðum, en
dvelur nú hjá Vilmundi syni sinum,
sem þar býr. Elztur barna hennar
er Þórður blindi, þjpðhaginn nafn-
kendi.
í Lundareyjadal er Jón Pálsson í
Brennu elztur, kominn undir nírætt,
orðinn ellihrumur, dvelur nú hjá
syni sínum Böðvari í Brennu. Ást-
ríður Ásmundsdóttir í Múlakoti
varð áttatiu ára nú í sumar. Vinnur
enn að fatasaumi og heldur sér vel.
Magnús Einarsson á Englandi er
elztur búandi manna þar í sveit,
meir en hálf áttræður. Hann á
frændur og systkini í Ameríku. Þá
eru GuIIberastaðahjón Vigfús Pét-
ursson frá Grund i Skorradal og
kona hans Sigríður Narfadóttir frá
Klafastöðum, orðin hálfáttræð. Þau
eru nú hætt að búa, en dvelja hjá
tengdasyni sínum Þorsteini Krist-
leifssyni frá Stóra-Krbppi.
í Andakílsrreppi eru elztu konur
Guðrún Jónsdóttir í Bæ og Ragn-
hildur Ásmundsdóttir í Ausu, systir
Ástríðar í Múlakoti, báðar komnar
yíir áttrætt.
Elzta búandi kona þar í hreppi
er Herdis Sigurðardóttir á Varma-
læk, nýskeð áttræð. Elztur bóndi
þar í hreppi er Sveinbjörn Gunn-
laugsson í Fossatúni, 75 ára að aldri,
kona hans er Guðrún Ingimunds-
dóttir, hagyrðings í Fossatúni.
í Reykholtsdalshreppi eru tvær
konur komar yfir áttrætt, Soffía
Björnsdóttir, skagfirsk, tengdamóð-
ir Jóns Hannessonar í Deildartungu
og Hallbera Jónsdóttir í Hrísum.
Elztur búandi manna þar í sveit er
Árni Þorsteinsson á Brennistöðum,
fræðimaður og smiður, 75 ára að
aldri. Hann á bæði systkini og
frændur í Ameríku. Uppgjafabænd.
ur eru þar elztir, Sigurður Helgason
á Hömrum, áður á Refsstöðum og
Helgi Þorbergsson í Hægindi, báðir
komnir nær áttræðu.
I Hálsasveit eru elztir af upp-
gjafabændum, Eyjólfur Gíslason á
Hofsst. og Jón Erlingsson á Kols-
læk, báðir hátt á áttræðisaldri.
Þá kem eg að Hvítársíðunni,
þessum fámenna hreppi með einum
16 bæjum. Er það merkilegt um
þann hrepp hvað fólk nær þar háum
aldri við sterka heilsu. Lifa þar nú
níu manns á níræðisaldri. Skal eg
nú nefna það með nöfnum og fylgja
bæjaröð frá vestri til austurs:
Brandur Daníelsson bóndi á
Fróðastöðum varð áttræður í sum-
ar. Býr nú móti tengdasyni sínum,
Einari Kristleifssyni frá Stóra-
Kroppi.
f Hvammi er Jón Jónsson, nefnd-
Ur Grafar-Jón, bróðursonur Guð-
mundar á Kolsstöðum. Hann er ný-
skeð áttræður, en furðu vel vinnu-
fær. Þorbjörg Pálsd. á Bjarnastöð-
um komin að niræðu, gengur að hey-
vinnu og er létt á fæti. Guðrún Sig-
urðardóttir frá Iláfelli, systir Guð-
mundar á Kolsstöðum er á Gils-
bakka. Hún er á níræðisaldri og
leggur sig mikið eftir ættfræði, sem
hún les og lærir, en á fótum er hún
ekki. Nikhildur Erlingsdóttir áður
húsfrú á Hallkelsstöðum, er á Gils-
bakka, vel vinnufær. Guðmundur
Sigurðsson á Kolsstöðum kominn
nær níræðu, gengur á næstu bæi og
er meðhjálpari í Gilsbakka kirkju.
Guðný Erlingsdóttir, áður húsfrú á
Þorvaldsstöðum, vinnufær á níræð-
isaldri. Þá eru ótalin þau hjón Jóp
Pálsson og Guðrún Pétursdóttir í
Fljótstungu. Hafa þau nú verið í
hjónabandi í 56 ár. Eru þau nú því
1 nær hætt búskap, en vel ern. Þar
býr nú Bergþór sonur þeirra.
Um Þverárhlíðj Norðurárdal og
Stafholtstungur er eg nú minna
kunnugur, en ekki minnist eg þess
að í þeim hreppum sé um margt
aldrað fólk að ræða. Elztur búandi
í Stafholtstungum, er séra Gísli í
Stafholti, sem nú hefir látið af
prestskap, kominn undir áttrætt.
Jónas í Sólhmeimatungu, 82 ára, ern
og hress í anda. Hann er nú í Borg-
arnesi. Jóhannes í Klettstíu er víst
elzti karlmaður í Norðurárdal.
Það kennir nokkurs ellibragðs að
þessum síðasta kafla bréfsins, sem
er líka ætlaður hinum eldri mönnum
sem fýsir að vita eitthvað um forna
vini og frændur.
Eg hefi nú í bréfi þessu fylgt
sömu reglu og áður, að sneiða hjá
stjórnarfari og öðru, semi telzt til
stærri mála. Allar( slikar fréttir
grípa blöðin glænýjar. Það hefir
verið aðal tilgangur minn, að segja
ykkur eitt og annað úr heimahög-
unum og veit eg að margt af' þvi
hefir verið með þökkum þegið. Mér
fanst þögnin svo ömurleg og köld,
sem lengi var búin að ríkja milli
frændanna sem bjuggu að austan og
vestan við hafið. Með fréttabréfum
vildi eg reyna að leggja til lítinn
þátt i bróðurbandið og eyða fálæt-
inu. Nú hafa heimsóknir góðra
gesta aukið aftur hin fornu kynni
og glætt bróðurandann. Fjöldi Vest_
ur-íslendinga hafa nú heimsótt ís
land á síðu^tu áratugum og borið
lof á landa sina fyrir viðtökurnar.
í sama anda tala þeir, sem fara í
heimsóknir vestur um haf til þess
að kynna þar ættlandið gamla. Þar