Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1935.
3
við bætist, að vegalengdirnar, sem
áður uxu svo mjög í augum, eru
þvínær úr sögunni. Þegar þau und-
ur eru f^irin að ske, að þið heyrið
héðan töluð og sungin orð, þá rekur
að því að lengur er ekki þörf fyrir
skrifaðar fréttir og þið eruð næst-
um komnir heim aftur, þótt hafið
skilji.
Að svo mæltu kveð eg ykkur i
vinarhug og bróðuranda.
Kr. Þ.
Veiðisögur
Mörgu þykir gaman að lesa veiði
sögur, sækjast blöð og tímarit eftir
þeim- fróðleik. Öll lönd eiga sínar
veiðisögur, þótt með misjöfnu efni
og umhverfi. Island á líka sínar
Veiðisögur, en að ýmsu frábrugðnar
Veiðisögum annara landa, þar sem
um stór villidýr er að ræða; það er
fátt af þeim á íslandi, að undan-
teknum bjarndýrum og hreindýrum.
Tófan er skaðlegasta villidýr Is-
lands.
I öðrum löndum eru dýraveiðar
oft hættulegar, þar sem við ljón,
tígrisdýr og fíla og önnur stór dýr
er að eiga. I viðureign við refi
koma til greina vitsmunir meira en
nokkuð annað; þar leiðir dýr og
maður saman vitsmuni sína, og ber
sá sigur úr býtumi sem vit hefir
meira; gengur á ýmsu i þeim við-
skiftum, verður að tefla öllu sem
til er þess eðlis. Mun flestum á-
nægja að heyra sagt frá slíku.
Annars er erfitt að fá hina eldri
menn til að segja mikið um hina
stærri viðburði æfinnar, er það
skaði, vegna þess, að af því má ætíð
læra nokkuð. Saga þjóðanna bygg-
ist á sögu einstaklinganna; sá sem
ekki vill kynnast sögu einstaklings-
ins, mun standa ver að vígi að skilja
líf heildarinnar. Og sá sem ekkl
vill hlýða á raddir, sem berast frá
liðnum tímum, mun síður glögg-
skygn á það, sem er fram undan.
Eg hefi eignast gamlan og góðan
vin, sem hefir látið tilleiðast að
miðla mér nokkru af því, sem hann
á í fórum sínum. Ekki veit eg hvað
mér kann að takast að hafa út úr
hönum, en mig langar til þess að
geta að nokkru þess, sem hann hefir
nú Iátið mér í té.
Þessi vinur minn er Víglundur
Guðmundsson frá Hlíð í Yztahrepp.
Viglundur er fæddur 30. júlí mán-
aðar 1863, að Syðra Langholti í Ár-
nessýslu. Móðir hans Auðbjörg var
frá Úthlíð í Biskupstunguni.
Missirisgamall fluttist Víglundur
á vegu Jóns Kollins móðurbróður
síns, búanda í Úthlíð, þar sem æfin_
týrið gerðist, sem hér fylgir. Læt
eg Víglund sjálfan segja frá aðal-
efninu, en breyti, með leyfi hans,
ýmsu hvað snertir niðurröðun og
rithátt.
Eg vil taka það fram, að ýrns at-
riði snerta aðeins óbeinlínis fall
Flóka, en eru þó aðdragandi þess,
en þau bregða upp skýrri mynd
lifnaðarhátta og hugsunarháttar
þeirrar tíðar; sýna einnig að “for-
lögunum fresta má, en fyrir koma
ekki.’’ Telzt svo til að Víglundur
muni hafa lagt að velli nær átta
hundruð refa; mun það afar fá-
gætt. Maður á ekki langt tal við
Víglund um þessi efni, án þess að
taka eftir því, að hann er þaulkunn.
ugur eðli og háttum refa, flestum
fremur. Mundi þekking hans og
reynsla teljast mikill fengur þeim,
sem leggja fyrir sig að semja dýra-
fræði.—S. S. C.
Það bar við um árið 1873, þegar
eg var 10 ára að aldri, að kvöld eitt
að útliðnum vetri, þegar lömbum
var hleypt inn, vantaði þrjú; var
orðið dimt og því ekki viðlit að leita
lanibanna að sinni. Eg var sendur
út að húsunum um háttatímann, til
þess að vita hvort lömbin væru kom.
in; voru þau þá við dyrnar; lyfti eg
hurðinni frá og hleypti þeim inn,
komu þau við hurðina svo að hún
datt; setti eg nú hurðina fyrir aftur
og bjó um sem bezt. Þegar heini
ko mgættu menn að því að vetlingar
mínir voru blóðugir, var eg spurð-
ur hvort eg hefði meitt mig, og neit-
aði eg því. Gengum við fóstri minn
þá til lambhússins; komumst við að
því að eitt lambið var dýrbitið og
blóðugt upp að augum; hafði blóð
þess borist á vetlinga rnína. Lambið
var fært heirn í bæ, bundin sár þess
og gréru þau bráðlega.
Að viku liðinni kom drengur af
næsta bæ, Jón að nafni. Faðir hans
var Magnús Halldórsson í Miðhús
um. Var Jón sendur eftir salti,
sagði hann þær fréttir, að þeir feðg-
ar hefðu gengið fram á ref nokk-
urn, sem hafði ráðist á lamb. Ref-
ur þessi var stór og grimmilegur,
hvítur á lit með mórauðan flekk
yfir herðakamb; hafði refurinn
lötrað burt í hægðum sinum við
komu þeirra, og létu þeir hann ó-
áreittan. Sagði eg að mér þætti
þeim feðgum hafa tekist löðurmann,
lega, að vinna ekki á refnum. Reidd-
ist Jón þessum ummælum og áttum
við í skærum iðulega út af þessu.
Jón var tveim árum eldri en eg, en
þó fór svo að okkur lenti saman í
áflogum, varð kvenfólk að skilja
okkur; varð eg undir í þeim við-
skiftum og þótti stór-illa; steig eg
á stokk og strengdi þess heit, að fella
ref þann, sem hefði gert sig heima-
kominn í sveitinni, eða liggja dauð.
ur ella. Varð refurinn alkunnur um
sveitir og kallaður Flóki.......En
nú kom babb í bátinn.
Til heimilis í Úthlíð var kona
nokkur gömul, er Hildur hét. Hafði
hún þann starfa að uppfræða mig í
kristindómi og fleiru; hafði hún
komið að í þvi að eg festi heit mitt
og þótt eg tala nokkuð borginmann-
lega. Bað hún mig að endurtaka
heitstrenging mína ; hlýddi eg tafar.
laust. Mælti hún : “Skilurðu sjálf-
ur hvað er falið í heitstrenging
þinni ? Hugsaðu um stærilætið og
reiðina, sem þar felst, og sem gerir
þig viti þínu fjær.”
Féll mér allur ketill í eld og varð
auðmýktin sjálf; þótti Jóni það góð
skemtun. Sá eg þann einn kost, að
stökkva í fang Hildi, og biðja hana
að vera verndarengil minn, og sætt3
mig við Guð. Taldi hún þess engan
kost nema með því móti einu, að
biðja fyrirgefningar á bráðræði
mínu, þótti mér nú versna í efni, að
þurfa að auðmýkja mig fyrir öðr-
um eins kusa eins og Jóni; vildi eg
eyða því, en Hildur vildi ekki annað
heyra.
Ekki varð að sætt í þetta sinn, en
þungt var mér niðri fyrir urn næstu
daga.
Næsta sunudag var lesið í Húss-
postillu Vídalíns; hlýddi eg á hin
þungu orð lestursins og fanst mér
mjög til mín talað; kom það alt heim
við það, sem Hildur hafði sagt mér,
og var eg hugsandi um þessi efni.
I þessu kom Hildur og lagði hend-
ina á öxl mina og mælti: “Dragðu
nú ekki lengur að sættast við mót-
stöðumann þinn. Gleymdu heldur
ekki að biðja Guð að fyrirgefa þér
ofdirfsku þína og barnaskap, að
heitstrengja það, sem þér er með
öllu ómögulegt að framkvæma að
sinni, enda lang líklegast, að lniið
verði að .fella vágest þennan þegar
þú ert kominn til manns, eða hvað
finst þér? Veldu nú það rétta í
þessu máli, eins og gott guðsbarn,
og mun eg reyna til að liðsinna þér.”
Félst eg á ráð Hildar og sættumst
við Jón heilum sáttum, og var hug-
hægra á eftir. Bugsaði eg mér að
sæta færi þegar Guð bæri næst að
garði, að ná einnig sáttum við hann.
Þegar mig fór að lengja eftir þvi
að Guð kæmi, fór eg enn og elitaði
ráða hjá Hildi.
Hildur mælti: “Þú ert mikill ein,
feldningur. Þú átt iðulega að tala
við Guð, leita hans í öllum raunum
þínum; þú átt að hafa eintal með
lionum, sem ástríkum, allsvitandi og
alstaðar nálægum föður. Biddu
hann fyrirgefningar á gapaskapnum
og blektu ekki sjálfan þig með vill-
andi afsökunum á afbrotum þinum
og barnaskap. Dragðu nú ekki
lengur að taka aftur hina barnalegu
heitstrenging þína.”
Ekki sá eg mér fært að taka aftur
heitstrenging mína, því þá hefði eg
orðið athlægi samaldra minna, en
það gat eg ekki þojað, en eg var fús
til að breyta orðunum að nokkru,
bað eg Hildi að hjálpa mér til að
stila heit mitt, en hún var ófáanleg
til þess; sagði að lítil frægð mirndi
! hinum fornu vikingum hafa þótt að
Ieita ráða hjá konum. Féll svo tal-
ið niður að sinni.
Enn tóku menn að stríða mér á
heitstrenging minni; þoldi eg þá ekki
1 lengur mátið og endurtók heit mitt
nokkuð á annan veg og mælti:
“Verði Flóki lifandi og ef Guð gef-
ur mér líf og heilsu, skal eg leggja
Flóka að velli innan tíu ára, eða
liggja dauður ella. I nafni míns
góða frelsara Jesú Krists.”
Við þetta sat, en oft var eg
mintur á heit mitt, sérstaklega þegar
dýrbit var rnikið; fór eg stundum í
felur þegar fé var rekið til réttar;
var refurinn skæður svo menn
fengu ekki varið fé sitt.
Ágætis skyttur voru fengnar til
þess að vinna Flóka, en hann varð-
ist öllurn atlögum.
Að síðustu var leitað til Jóns Ás-
mundssonar í Stífludal í Þingvalla-
sveit. Hann var talinn bezt skytta í
Árnessýslu; spáðu menn því að nu
væru dagar Flóka taldir. Þetta var
um vorið 1870. Tíð var stirð og
mikið um dýrbit. I Gjábakkahrauni
var mest fjárdráp. Þar var góð
beit fyrir fé og fyrir refi gott til
fanga og varnar. Stefán í Neðra-
dal leitaði þar grenja og vann öll,
sem hann fann, en Flóki stóð sem
áður.
Það hafði dregist fyrir Jóni að
koma og biðu menn hans með mik-
illi eftir væntingu; kom hann að síð-
ustu og vann greni Flóka, en sjálfur
slapp Flóki; komst Jón aldrei í færi
j við hann og þar við sat. Margir
| aðrir sættu atlögum við hann, kom
1 það fyrir ekki.
Þegar eg var nítján ára þótti mér
nú tími til að reyna mig við Flóka,
enda var eg ósjaldan mintur á heit
mitt, en iðulega voru aðrir teknir
fram yfir mig, ráðnari og rosknari,
þótti mér ilt eins og draugsfylgja,
\ að þola það.
Bg eignast byssu.
Til þess að segja frá þessu, verð
eg að hverfa litið eitt aftur í tím-
ann, þegar eg var fimtán ára. Þá
var dýraskytta sveitarinnar Egill
Þórðarson, bróðir Stefáns Thor-
sonar, fyrir skömmu látinn i Sel-
kirk i Manitoba. Bjóst nú Egill við
að hætta veiðum þetta vor; bað eg
Egil að selja mér byssuna, var hann
tregur til þess, en lét þó til leiðast.
Byssan átti að kosta tíu krónur, en
allar eigur mínar voru ein ær og
smalaprikið mitt. Það varð að
samningum, að Egill fengi reifið af
•ánni og það sem eftir stæði af verði
byssunnar eftir lestir um sumarið.
Bjóst eg nú við að geta komist að
því að verða grenjaskytta sveitar-
innar, en oft fer öðruvísi en ætlað
er; Þorsteinn frændi minn Jóns-
son var tekinn fram yfir mig; hann
var mér tíu árum eldri; þótti eg of
ungur, svo liðu fjögur ár að enginn
vann á Flóka.
Að liðnum þeim tima varo Þor-
steinn að hætta refaveiðum vegna
heilsubrests, en engin skytta fáan-
leg þá um tíma. 1-a.gði nú oddviti
sveitarinnar það til, að mér yrði
leyft að reyna mig við dýraveiðar
])ar til að fengist vön dýraskytta. ■
Voru mér sagðar þessar fréttir
kvöld eitt er eg kom heim frá smala
mensku; átti eg að byrja þá næstu
nótt og látið fylgja, að ef eg reynd-
ist vel mundi eg fá að komast að
hinu langþráða starfi.
Lagði eg upp strax um kvöldið
með Guðmudi Einarssyni uppeldis-
bróður mínum, og lágum við grenið
uni nóttina; er fljótt yfir sögu að
fara, að við náðum grenilægjunni
og sex yrðlingum, en refinn hinn
ilíræmda, Flóka, litum við tilsýndar.
en komumst ekki i færi við hann,
skildi með okkur í það sinn.
Reyndi eg mikillega næstu daga,
að fá færi á Flóka; kom það að
engu gagni, varð eg að gefast upp
við það að sinni og var mjög ókátur
út af viðskiftum okkar.
Bráðlega fanst dýrbitin kind; var
talið liklegt að nýtt greni væri kom-
ið í landið, fór eg þá að leita grenja
ásamt félaga mínum og fundum við
einn yrðling í einu greninu, töldum
við líklegt, að þessi yrðlingur hefði
orðið eftir í greni Flóka, og að hann
NUGA-TONE ENDURNVJAK
HEILSUNA
NUGA-TONE styrkir hin einstöku
líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- l
inguna og annað þar að lútandi. Veitir
vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að í
almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað
er annað brást. Nokkurra daga notkun
veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf-
sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta
NUGA-TONE.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL —
bezta lyfið, 50c.
hefði flutt hann þangað til, vegna
hættu fyrir mönnum.
Nú verður að geta þess, sem í bili
má teljast óhapp, en leiddi þó til
mikilla atburða síðar meir.
Eg átti yrðling, sem eg hafði til
veiðiferða. Tapaði eg yrðlingnum,
en við fundum hann í holu nokkuð
frá. Við gátum ekki náð honum út
úr holunni og vildi hann ekkert
sinna ginningum okkar.
Næsti dagur var sunnudagur og
ekki tilhlýðilegt að fara á refaveið-
ar á þeim degi, átti að messa innan
sóknar, en það þoldi enga bið að
yrðlingnum yrði náð.
Var mér órótt innanbrjósts, og var
snemrna á fótum næsta morgun;
veður var hið ákjósanlegasta; safn.
aði eg liði og fórum við fjórir ríð-
andi að leita hvolpsins. Leiðin var
torsótt, komumst við þó alla leið
þangað sem yrðlingurinn var, en nú
var honum svo brugðið af hungri og
vesaldóm, að hann gekk fúslega á
vald okkar, og fengum við tekið
hann.
Sneru menn til baka suður hraun-
ið, fóru menn dreifðir og leituðu að
grenjum.
Brynjólfur Eyjólfsson sveitar-
nefndarniaður þar í sveit reið næst-
ur mér. Það leið ekki langt um það,
að Brynjólfur gaf mér merki um
það að koma til sín; kvaðst hann
ætla að Flóki svæfi á hæð nokkurri
framundan; gengum við af hestum
okkar og héldum til hólsins ; komum
við auga á ihvítan depil, en gátum
ekki vegna fjarlægðar, greint hvort
heldur þar var um dýr að ræða eða
hagalagða. Lá flykki þetta milli
tveggja steina eða bjarga. Vildi
Brynjólfur að eg skyti á þetta fyr-
irbrigði, en eg hafði á móti því;
sagði sem satt var, að það væri mjög
hæpið að ná skoti á því vegna klett-
anna sín hvoru megin. HPráttuðum
við um þetta um stund. Að lokum
félst Brynjólfur á það, að eg gengi
austur fyrir hólinn og færi inn í opið
á gjá þeirri, sem klyfi hólinn að
endilöngu; gjá þessi var slétt og
gróin í botninn með f járgötum. Bað
eg Eyjólf að Iáta ekkert bera á sér
fyr en hann héldi að eg væri kominn
alla leið inn í gjána og hefði búist
þar um. Skyldi hann þá gera vart
við sig; væri hér um ref að ræða
myndi hann sækja ofan í gjána og
fundum okkar bera þar saman.
Fór eg nú leiðar minnar og komst
alla leið og bjóst um í kleif lítilli,
sem lá út í bergið, og beið átekta.
Heyrðist nú til Brynjólfs fyrir
utan, þóttist eg verða var við hreyf.
ingu eftir gjánni og bar refinn brátt
að eins og kólfi væri skotið. Varð
fátt um kveðjur; skotið reið af og
hinn slægi og skaðráði Flóki lá
sundurtættur í dauðateygjunum.
Nú komu félagar mínir, þegar
þeir heyrðu skotið; þótti þeim vel
hafa skipast. Snérum við heim að
Úthlið og höfðum með okkur belg
Flóka; var það mjög jafnsnemma,
að þegar við komum heim á hlaðið,
að prestur, Magnús Helgason, gekk
heim úr kirkju henipuklæddur, hafði
þá lokið guðsþjónustu; mættumst
við á hlaðinu. Mælti þá prestur:
“Misjafnt höfumst við að í dag,
vinur.”
“Víst er það,” mælti eg. “Við
höfum sinn söfnuðinn hvor og eru
þeir næsta ólíkir.” Brosti prestur
við þessu svari og lét þar við sitja.
Tvenn refsgjöld höfðu verið lögð
til höfuðs Flóka. Fréttist fall hans
víða um héröð og þótti mikil tíð-
indi, og mæltist hvarvetna vel fyrir.
Bóndi í Þingeyjarsýslu lýsti fjór.
um tengdasonum sínum á þessa leið :
—Hallur er þeirra vitrastur, en
Jóhann er nú þeirra duglegastur og
Páll er þeirra mestur maðurinn, en
Þórður greyið, já, hann er nú ekki
verri en hinir.
PIIYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-22 0 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Ofíice timar 2-3
Heimili 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tlmar 4.30-#
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Talsími 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdóma.—Er að hitta
kl. 2.30 til 6.30 e. h.
Heimili: 638 McMILLAN AVE.
Talsími 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennody 8t*
Phonea 21 21*—21 144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson
ViStalsttmi 3—5 e. h.
218 Sherburn St.~Sími 30877
C. W. MAGNUSSON
Nuddloetcntr
41 FURBY STREET
Phone 36 137
SfmlS og semjið um samtalstfma
DR. E. JOHNSON
116 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy St.
Talsfmi 23 739 Viðtalstfmar 2-4
Heimili: 776 VICTOR ST.
Winnipeg
Sfml 22 168
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenxkur lögfrœOingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 04S
J. T. THORSON, K.C.
Islenzkur lögfrœOingur
801 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 92 755
DRUGGISTB
DENTISTS
DR. A. V. JOHNSON
lsienzkur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Sfmi 96 210
Heimilis 33 321
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545
WINNIPEG
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a. m. to 9 p.m.
PHONES:
Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur lfkkistur og annast um flt-
farir. Allur útbúnaður sá beztl.
Ennframur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrlfstofu talsfmi: 86 607
Heimilis talsfmi: 501 562
J. J. SWANSON & CO.
' LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. tJt-
vega peningalán og eldsábyrgð af
öllu tægi.
Phone 94 221
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta spariíé
fólks. Selur eldsábyrgð og blf_
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328
C. E. SIMONITE TLD.
DEPENDABLE INSURANCE
SERVICE
Rcal Estate — Rentals
Phone Office 95 411
806 McArthur Bldg.
HANK’S BARBER AND
BEAUTY SHOP
251 NOTRE DAME AVE.
3 inngöngum vestan viö
8t. Charles
Vér erum sérfræðingar I öllum
greinum hárs- og andlitsfegrunar.
Allir starfsmenn sérfræðingar.
SÍMI 25 070
REV. CARL J. OLSON
Umboðsmaður fyrir
NORTH AMERICAN LIFE
ASSURANCE FÉLAGIÐ
ábyrgist íslendingum greið og
hagkvæm viðskifti.
Office: 7th Floor, Toronto General
Trust Building
Phone 21 841—Res. Phone 37 759
HÓTEL 1 WINNIPEG
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEG
pœgilegur og rólegur bústaOur i
miObiki borgarinnar.
Herbergi *.2.00 og þar yflr; með
baðklefa *3.00 og þar yfir.
Ágætar máltlðir 40c—60c
Free Parking for Guests
THE MARLBOROUGH
SMITH STREET, WINNIPEG
"Winnipeg’s Down Town Hotef'
220 Rooms with Bath
Banquets, Dances, Conventions,
Jinners and Functions of all kinds
Coffee Shoppe
F. J. FALD, Manager
CorntoaU Jpotel
Sérstakt verð á viku fyrir námu-
og fiskimenn.
Komið eins og þér eruð klæddlr.
J. F. MAHONEY,
framkvæmdarstj.
MAIN & RUPERT WINNIFEG
SEYMOUR HOTEL
100 Rooms with and without
bath
RATES REASONABLE
Phone 28 411 277 Market St.
C. G. Hutchison, Prop.
PHONE 28 411