Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1935.
Týnda brúðurin
Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH
Eftir mikla umhug'suii og nákvæma yfir-
vegun, komst hún að þeim forsendum eða
þeim hlekkjum í þessari dularfullu viðburða-
keðju, sem henni fanst ekki óhugsandi að
stæðu í sambandi við hinn sorglega dauðdaga
Marian. I fyrsta lagi, liinn dularfulli elsk-
hugi Marian hefði verið þar í bygðinni og að
fundum þeirra hefði ef til vi 11 oft borið sam-
an; hið rétta nafn lians var ekki Thomas
Truman, heldur væri það gerfinafn, því með
öllum .sínum eftirgrenslunum liafði hún ekki
getað komist að því, að þar væri, eða hefði
verið í bygðing'i, nokkur maður með því nafni,
um langt skeið.
Hún var alveg viss um að hún hafði séð
manninn tvisvar, og það í bæði skiftin um
nótt í vondu veðri, þegar hún fór út til að
leita að Marian. Hún mundi vel hvernig
haim var búinn og hvernig liann var útlits.
Hann var í bæði sinnin í svartri kái>u, með
uppbrettum kraga og með stóran liatt, sem
tók niður á augabrvr; hún mundi og glögt
eftir vangasvipnum og þóttist viss um að
þekkja hann ef liún sæi hann aftur.
Hingað til hafði hún ekki hugsað um hinn
heimulega eið og hið ægilega hlutverk, sem
hún hafði tekist á hendur, öðru vísi en hetju-
legt æfintýri; en nú var sá tími að nálgast,
að þessar átyllur sem hún haifði urðu að vera
notaðar sem lykill til þess að opna hinn
langa og flókna óhappavef af líkum og ágizk-
unum, sem að síðustu ætlaði að verða henni
sú sálarraun, sem hún var ekki fær að rísa
undir.
Paul Douglass var nú orðinn fullþroska
maður. Ilann var hár vexti og fríður í and-
liti og vel limaður, prúðnr og einarður og við-
feldinn í umgengni. Svo innilegt samband
var á milli hans og Miriam, að segja mátti að
þau væru eins og tvær jurtir sem yxu á sömu
rót; hann elskaði hana eins og lífið í brjósti
sér; hún var óaðskiljanlega samgróin öllum
hans hugsunum og áformum.
Þegar að því kom að Paul þurfti að fara
til Baltimore til þess að ljúka læknanámi
sínu, og vera þar allan veturinn, fór Miriam
að finna til kvíða út af því að þurfa að skilja
við hann svo lengi; henni fór að verða það
ljóst hversu óumræðilega mikið að hún mundi
sakna hans, og hún fann til þess að sér gæti
ekki liðið vel þogar liann væri farinn, og svo
þegar liann væri búinn að ljúka náminu, færi
hann í sjóherinnsem herlæknir og yrði í burtu
tvö, þrjú eða fimm ár; það var alveg óbæri-
legt, og hún hugsaði til þess með kvíða og
söknuði.
Miriam unni Paul af dýpstu einlægni, án
lians var alt einkisnýtt, hún hafði til þessa
ekki hugsað neitt út í það hve sárt henni yrði
að skilja við hann fyrir lengri tíma; það var
eins og henni yrði það nú fyllilega ljóst,
liversu einlæglega að hún hafði helgað Paul
á-st sína og alt líf sitt.
Hinn duldi harmur og stöðuga þunglyndi,
sem hvíldi á Thurston Wilcoxen, þó þess gætti
ekki í daglegri umgengmi, gat ekki dulist fyr-
ir hinni rannsakandi og athyglissömu Miriam.
Hún unni honum sem bezta föður, eins og
hann líka var henni; hún þráði svo innilega að
geta mýkt sorg hans og' létt harmabyrðinni af
herðum hans. Henni kom oft í hug að falla
að fótum hans og biðja hann að segja sér,
hvað það væri, sem lægi svo þungt á huga
hans, ef ske kvnni að hún gæti fundið eitt-
hvert ráð til þess að létta byrði hans. Hún
fór að ímynda sér að hann mundi hafa drýgt
einhverja voða synd, og það væri nagandi
samvizkuhit, sem hann þjáðist af, en hún ef-
aðist um að svo gæti verið; hvað svo sem gat
svo góður maður eins og hann hafa aðhafst,
til Jiess að steypa sál sinni í afgrunn slíkra
samvizkukvala? Hefir hann framið einhvern
glæp? Algerlega ómögulegt! Kannske ein-
hver svik hafi átt sér stað, sem hann iðrast
eftir alla æfinaf. Það var slíkum manni ekki
ætlandi. Orðstír hans var heiður og hreinn,
sem himinbláminn, nafn hans var alstaðar í
heiðri haft meðal allra heiðvirðra manna. Ef
það var ekki iðrun og eftirsjá, hvað gat það
þá verið, sem lá svo þungt á sál hans? Hún
velti þessum spumingum látlaust í huga sér;
og eftir því sem hún þroskaðist til sálar og
líkama, ásóttu þessar spurningar hana með
meiri ákefð og kröfðust úrlausnar. Bara að .
liann vildi opna hjarta sitt fyrir henni, svo
hún gæti borið byrðina með honum og huggað
hann og hughreyst. Hún beiddi fyrir hon-
um; hún beiddi Guð að létta af honum byrði
sorgarinnar og gefa sálu hans frið.
31. Kapítvli.
Veturinn leið og vorið var komið. Frú
Waug'h hafði farið með sjóliðsforingjanum.
til Suðurríkjanna og dvalið þar í hlýrra lofts-
lagi yfir veturinn, þeim til lieilsubótar, en
þau vom ekki komin heim aftur.
Frú Morris og Alice dóttir hennar höfðu
farið í heimsókn til ættingja sinna og vina í
borginni Washington, og þeirra var ekki von
heim aftur fyr en eftir mánuð eða sex vikur.
Paul var í Baltimore, til að Ijúka við nám
sitt. Það var heldur daufur heimilisbragur
á Dell Delight. Fjölskyldan samanstóð af
Thurston, Fanny og Miriam.
Fannv hafði breyst mikið upp á síðkast-
ið. Ofsakætin var horfin og alt brjálsemis-
rugl og léttúðar söngur, sem áður bergmál-
aði um alt liúsið. Hún var að missa heilsuna
og var lítið á ferð; hún hvorki söng né hló, en
sat allan daginn inni í herbergi sínu, og sökti
sér niður í bóklestur; hún leit þreytulega út í
andliti, eins og hún væri að rifja upp fyrir
sér það liðna, safna saman og tengja saman
brotna hlekki horfinna minninga.
Einn dag, snemma um vorið fékk Miriam
bréf frá Paul, þar sem hann sagði henni að
hann hefði lokið fullnaðarprófi í læknisfræð-
inni með góðum vitnisburði, og að hann kæmi
heim eins fljótt og hann mögulega gæti.
Miriam varð himinlifandi glöð og
gleymdi allri deyfðinni sem þar hafði verið,
af fögnuði yfir því að eiga von á Paul heim;
enda kom hann heim um næstu helgi.
Thurston Wilcoxen fagnaði bróður sín-
um er hann kom heim og hrestist við heim-
komu hans um stund. Miriam fagnaði honum
með öllum ákafa æskunnar og gleðinnar.
A leiðinni heim hafði Paul komið við í
borgijmi Washington og staðið þar við í tvo
daga hjá frú Morris og vinum hennar, og
hann sagði þær óvæntu fréttir að Alice væri
trúlofuð og ætlaði að fara að gifta sig og
mundi ekki koma til baka með móður sinni.
Fáum dögum eftir heimkomu sína, kom
Paul inn í prívat-stofuna, þar sem Miriam
sat einsömul við arin. Hún virtist vera í
djúpum hugsunum. Hún studdi olnbogunum
á lítið borð og laut höfðinu niður að höndum
sér og hinir svörtu lokkar huldu andlitið.
“Hvað gengur að þér, kæra systir?”
spurði hann í glöðum og viðfeklnum róm.
“Ó, Paul, eg er að hugsa um bróður okk-
ar! Hvað getur huggað hann og glatt, Paul ?
Getur ekkert hjálpað lionum? Getum við ekki
gert neitt til þess að létta lionum lífið? Ó,
Paul, eg hugsa svo mikið um hvað það getur
verið, sem er að buga liann! Mig langar svo
mikið til að liugga hann og hughreysta, að
eg 'held að það sé að hafa veiklandi áhrif á
mig sjálfa, eg er farin að sjá allra handa sýn-
ir og dreyma svo erfiða drauma. Segðu mér,
heldurðu ekki að það sé hægt að gera eitthvað
til að létta af honum þessari sorgarbyrði,
sem hann gengur með ? ’ ’
“Ó, eg veit ekki! Eg kom rétt núna úr
lestrarsalnum, þar sem eg átti langt og al-
varlegt samtal við hann.”
“Um hvað var það? Má eg fá að vita
það?”
“Já, þú veizt, elsku Miriam, að það var
viðvíkjandi okkur!” sagði Paul og settist hjá
lienni, og sagði henni hve innilega hann elsk-
aði liana, og að liann befði samþykki Tliurs-
tons til þess að biðja liana að verða konuna
sína. Miriam svaraði: “Paul, það er eitt
leyndarmál, sem eg' hefi aldrei sagt þér, —
það er ekki svo að skilja að eg vilji lialda því
leyndu fyrir þér—en það hefir einhvem veg-
inn dregist fyrir mér að segja þér það—”
Hún hikaði við eitt augnablik, og Paul
horfði rannsakandi augum á hana.
“Hvað er það, Miriam?” spurði hann.
“Eg lofaði móður minni, þegar liún var
að deyja, að staðfesta það loforð með eiði,
að giftast ekki fyr >en eg væri búin—”
“Hvað segirðu, Miriam?”
“Að koma fram blóðhefnd!”
“Miriam!” Hann gat ekki sag't meira,
hann starði á liana, eins og liann efaðist um
að hún væri með öllu viti.
“Eg er með fullu ráði, elskia Paul, þó þú
virðist varla geta trúað því.”
“Segðu mér hvernig á þessu stendur,
elsku Miriam.”
“Eg ætla að gera það. Þú manst eftir
Marian Mayfield?” sagði hún og grátblæ brá
fyrir á andliti hennar.
“ Já, já, eg man vel eftir henni.”
“Manstu hvenær og hvernig hún dó?”
“ Já, eg man það vel!”
“ó, Paul, þá óttalegu nótt kom dauðinn
eins og dreifð elding og hitti þrjú beimili í
einu.
WHítí) tfjc (graníJ anb #lortouð Cíjríðtmas ákaöon!
AND WHEN THE FESTIVE CHIMES HAVE DIED AWAY, THE
FORWARD-LOOKING YOUNG MAN OR YOUNG WOMAN
MAKES THE FOLLOWING
NEW YEAR’S RESÖLUTION
“I will make a definite start on my business training. I will stop
drifting and waiting for something to turn up, and I will begin
NOW to prepare for a responsible position that carries a good
salary.
“ In other words
January 6th, 1936,
I will enroll Monday,
for the New Term at the
On The Mall, and at Elmwood, St. Janies and St. John
Four Schools in Winnipeg
Inquire for details of Home Study Courses hy Correspondence