Lögberg - 02.01.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.01.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JANiÚAR, 1936. O Saga og menning (Nokkrar athuganir) Eg hefi oft heyrt ýmsar bolla- leggingar um þaÖ hvaÖ orÖið hefÖi ef ýms atvik sögunnar, smá í sjálf- um sér en örlagaþrungin í afleiÖing- um sínum, að því er virtist, hefðu ekki eins og steinn í straumfarinu raskað hinni eðlilegu rás viðburð- anna. Ef t. d. Hannibal hefði feng- ið liðveizlu er riðið gat hinn litla baggamun milli hans og Rómverja; ef Cæsar ekki hefði verið veginn; Ólafur Tryggvason haldið lífið við Svold, o. s. frv. Eða svo vikið sé að sögu vor .Islendinga, hver sagan mundi ef Snorra hefði tekist að skelfa á brott vegandann, þá er hann fólst í jarðhúsinu í Reykholti, og síðar ef Jón biskup Arason og synir hafis eigi hefðu fallið í hendur Daða og orðið handteknir, eða aðrir viðburðir er á miklu sýndist velta hverjir héldu velli. Bollaleggingar af þessu tagi eru vitaskuld mjög eðlilegar; slíkum at- hugunum skýtur óhjákvæmilega upp í huga athugulla lesenda; samt sem áður virðist það augljóst að hin djúpsettu lög mannlegra hugsana og athafna sé sá meginstraumur er ráð_ ið ihafi þroskaferli sögunnar og að slysni atvikanna eða steinarnir í straumfarinu hafi ekki valdið þar straumhvörfum hvort heldur þeir stóðu eða féllu. Um það verður að vísu ekki sagt með vissu, en hitt liggur í augum uppi, að sagan eins og hún gerðist, gat ekki orðið önnur en hún varð, og þótt ýms stórmenni sögunnar hafi verið verkfæri tij framkvæmdanna álít eg þann sögu- skilning grunnfæran og yfirborðs- kendan, sem ekki rennir grun í það að hvert stórmenni var sköpun sinn- ar tíðar og skorðað jafn órjúfanleg- um lögum eins og því er lætur Baldursbrána verða hvíta og fífilinn gulan. Þau eru persónugerfing þess aldarfars og hugsunarháttar er þá var ráðandi, nokkurs konar smá- mynd þess umhverfis er þau uxu upp úr og í samræmi við það stig menningar og þroska er það mann- félag ihafði náð er þeir störfuðu i, og þó mér sé fjar'ri skapi að gera lítið úr áhrifum einstaklinga, á sam. tíð og fortíð, þá hefir mér siðan eg varð fullorðinn ávalt fundist að sú saga er vildi rekja til þeirra megin- drættina í þroskaferli kynslóðanna væri ekki svo mikið sem hálfsögð, og þó eitthvert þeirra stórmenna hefði aldrei fæðst mundi sá ferill hvorki hafa slitnað né raskast til mur.a. Eg hefi því síðan eg koinst til vits og aldurs haft nokkurn ýmugust á þeirri stórmenna dýrkun, sem marg- ir virðast gagnteknir af, og þeim hugsunarhætti að einstaklingarnir, hversu máttugir sem þeir voru, hafi verið nokkuð annað en hin ytri tákn hins innra gróanda, sem fólginn var í mannlífinu sjálfu. Það er auð- veldara að færa rök að þessari skoð- un með tilvitnunum til menningar- sögulegra athurða en hernaðar- og stjórnmálalegra fyrirbrigða, og skal hér vikið að nokkrum þeirra, þar sem augljóst virðist að tiðin var í þann veginn að leysa hinar ýmsu gatur og að frá menningarsögulegu sjóarmiði skifti sára litlu hver ein- staklingurinn varð fyrstur eða hlaut heiðurinn af því að finna úrlausn- ina. Enginn atburður síðari alda hefir haft meiri áhrif eða viðtækari afleiðingar fyrir mannkynið en fundur Ameríku, þó er augljóst að svo var komið menningu Evrópu um þær mundir er Columbus fann hið mikla meginland, að fundur þess gat ekki dregist lengi úr hömlu. Eg skýt því inn hér að mér finst þeir vera fáir er hafa gert sér ljóst að fundur Arrreríku olli kapitulaskift- um i veraldarsögunni og varð horn- steinn að menningu hins nýja tíma. TTefði þar verið haf eitt er hin nýja álfa fanst gæti vel hafa farið svo, að þar væri nú eyða i menningarsög. unni, er nú eru skráðir glæsilegustu kaflarnir af sigurvinningutn vísind- anna og svo margt mundi nú öðru- vísi en er, að allar ógizkanir urn það fara fjarri því sanna. Þetta dæmi af fundi Ameríku er ekki dregið fram til þess á nokkurn hátt að rýra hið mikla afrek Columbusar. Hann á frægð sína skilið eigi hvað sízt fyrir það að hann hóf sig yfir hálf- velgju efasemdanna og lagði atf í sölurnar fyrir hugsjón, sem eins og þá stóðu sakir, var aðeins skýja- horg. Slíkir hafa þeir verið menn- irnir, er haft hafa djörfung til þess að draga loftkastalana niður á jörð- ina óg gera þá að virkileik í lífi mannanna. Ýms önnur dæmi mætti tilfæra. Það er jafnvel nú ómögulegt að skera úr því hver raunverulega átti eða á heiðurinn af uppgötvun gufu- vélarinnar, þess tækisins er frama ■ öllum öðrum hratt af stað vélaiðj- unni, eyðilagði f jarlægðirnar og létti fyrir samvinnu og samþroskun hins tvístraða mannkyns. Ýmsir menn voru að glíma við þá uppgötun sam- tímis í hinum ýmsu menningarlönd. um, af því að fylling tímans var kornin, því má miklu fremur telja gufuvélina ávöxt sinnar tiðar en uppgötvun nokkurs einstaklings án þess á nokkurn hátt sé reynt að draga fjaðrir af fötum þeirra hug- vits- og eljumanna, er' að henni störfuðu. í sambandi við gufuvélina get eg ekki stilt mig um að gera þá at- hugaeemd, að liklega eiga íslending- ar meira henni að þakka að þeim tókst að endurheimta sjálfstæði sitt, en öllum stjórnmálamönnum lands- ins samanlögðum, og má þó engann hlekkinn slíta í hinni miklu keðju orsaka og afleiðinga ef útkoman á að standa óhögguð. Dæmi lík þeim, er að framan get- ur má finna viða í uppgötvanasögu hins nýja tíma. Svipaðar hugsanir komu fram víðsvegar um menning- arheiminn. Menn voru án þess að vita hvor af öðrum, að glíma við sömu úrlausnarefnin hver í sínu horni. Menningargrunnurinn hafði hækkað svo að hinar ýmsu úrlausnir urðu óhjákvæmilegar, það var ein- ungis tímaatriði hvenær þessi við- fangsefni yrðu leyst og gáturnar er heilabrotunum ollu, ráðnar. Það var tíðin sjálf að ala sín afsprengi og þúsundirnar lustu upp fagnaðarópi yfir fæðingunum, þeim, er hinar fyrri aldir ihefðu borið út eða brent á báli guði sinum til dýrðar og hjá- trú sinni til fróunar. Það er ekki ósennilegt að spaka menn hinna fyrri tíða hafi rent grun í sumt af því er nú var opinberað og öllum auglýst, þó slíkt verði alls eigi fullyrt, en tíðarandinn var and- vígur og úrlausnirnar hurfu með þeim í gröfina. Tímarnir breyttust. Þíðvindi nýs hugsunarháttar lék um dalina, sem áður höfðu legið berir og bleikir í nepjum andúðarinnar og nál hins nýja gróðurs gægðist upp úr hvejrjum skorningi. Þetta og margt fleira hendir ótvi- rætt til þess að sú ályktun fari nær sanni er eignar djúpmenningu al- þýðunnar þroska einstaklingsins, en hin er lætur stórmennin smátt og smátt draga alþýðuna úr fenjum sið_ spillingar og hugsunarleysis til hærri siðmenninar og aukins vitsmuna- þroska, og geta þó báðar samrýmst að nokkru. Það er óneitanlega skoplegt að heyra þröngsýna sérgæðinga, öðru- hvoru, fara lítilsvirðingar orðum um það sem þeir kalla múg eða hjörð, þetta sem á íslenzku máli heitir alþýða manna. Frelsishug- sjónirnar sem vitaskuld alt af hafa verið í vörslum alþýðunnar verða á rnáli þeirra múgmenning o. s. frv. Þetta á sjálfsagt að sýna hið mikla djúp, er sta,fest sé á milli alþýð- unnar og spekingsins stóra, er sitji í Hliðskjálf andans og sjái of heim allan. Það ætti kannske betur við að kalla þetta grátlega hlálegt; hér er sjálf sálitið, ótvíræðasti vottur andlegrar hrörnunar að draga dár að lífinu sjálfu. Alþýðumenningin er sá Mímis- brunnur er allir rithöfundar og bók- mentaskörungar hafa ausið af sér og öðrum til sálubótar, það er djúpið mikla, sem trðarandinn gárar, og einstaklingarnir, sem frægir verða 1 fyrir bókmentir og listir, þeir eru öldutopparnir, sem hefjast, skína augnablik í tign sinni og hníga svo 61 upphafs sins aftur. Draumar kyknslóðanna hafa alt af flogið langt á undan virkileikanum; þeir voru hrafnarnir er vísuðu hverjum leitandi Flóka til landnáms í hafi og huga, og þeir hafa vakað og beðið þess þolinmóðir að einhver þeirra yrði til .þess að leggja frá landi. Slíkir draumar birtast víða í hinum höfundalausa alþýðuskáldskap. Nöfnin eru gleymd en verkin standa. Ef til vill var þeirn það ljóst að lífið fæðist til þess að lifa en ekki til þess að verða frægt, þótt surnir nútíina- menn virðist skoða það aðalatriðið. Það segir sig sjálft að öll sú þroskun, er það nafn á skilið að kallast menning, getur ekki verið neitt annað en múgmenning. Hún verður að gagnsýra alþýðuna og verða að virkileika í huga hennar og afchafnalifi. Frelsishugsjónirnar eru ekki í heiminn komnar til þess að afnema lögmál einstaklingsþrosk- ans heldur til þess að auka það og fullkomna. Þeirra hlutverk er það að gera alla menn frjálsa, en grund- völlur frelsisins er sá, að setja skorður við ofríki og ásælni. Það veldur manni undrunar að sjá alþýðu fyrirlitningunni, skottu fortíðarinnar, hregða svo oft fyrir í dagsljósi nútímans. Synir og dæt- ur handiðnamanna, bænda og verka-’ manna hafa setið og sitja á skóla- bekkjum með því fámenni er til ann- ara stétta yrði talið og hafa á engan hátt staðið því að baki, en miklu heldur skör framar. Afrek alþýð- unnar, í hinum nýja heimi', eru fag- ur vottur þess, að hinar svokölluðu lægri stéttir standa engum að baki þá er þær sleppa úr áþján þeirra, er haft hafa af þeim uppeldi sitt og venjulega gefið þeim hornauga að launum. Páll Guðnmndsson. Jón biskup Helgason Segir Frá Parísarför Sinni Jón biskup Helgason sótti í haust fyrir íslands hönd hið 3. lúterska alheimsþing, sem haldið var í París dagana 13.—21. októ- | ber. Sóttu það þing um 100 full- trúar frá 24 löndum, og margir j fleiri. Voru flestir fulltrúar frá Frakklandi, 26, og þar næst frá Þýzkalandi, 15. Fundir hófust kl. 9.30 að morgni og stóðu til kl. 1, svo frá 3—7 og stundum frá 8—10 síð- degis. Voru fyrirlestrar haldnir á hverjum degi og auk þess gaf einn fulltrúi frá hverri þjóð yfir- lit um hag kirkjunnar í sínu landi á nálægum tíma. Svo var rædd afstaða lútersku kirkjunnar til ýmissa þjóðfélagsmála, kreppan bæði andleg og efnisleg, heima- trúboð, heiðingjatrúboð o. s. frv. Að lokum voru samþyktar lang- ar ályktanir af ýmsu tagi um þau mál, sem rædd höfðu verið. Þrjú tungumál voru jafn rétthá á þing- inu, franska, þýzka og enska, og þegar erindi var flutt á einu mál- inu fengu menn þýðingar af því á hinum málunum. En þótt und- arlegt kunni að virðast, töluðu menn sín á milli aðallega á þýzku. f fundarlok sagði forsetinn, Morehead frá New York, af sér vegna aldurs, en í hans stað var kosinn Marahrens biskup í Han- nover. Ákveðið var að næsta þing skyldi koma saman eftir 5 ár. Dvölin i París Þetta er í stuttu máli það, sem biskup sagði tíðindamanni Morg- unblaðsins um þingið. —En hvernig leizt yður á Par- is? Hún verður mér ógleymanleg. Aldrei hafði mér komið til hugar að hún væri jafn fögur og stór- kostleg og hún er. New York og Berlín komast ekki í neinn sam- jöfnuð við hana að fegurð. Eg vil bara nefna torgin miklu, t.d. Concorde- og Vendome-torgin, Invalidehótelið og kirkjuna með legstað Napoleons mikla, Notre Dame of Sacré Coeurkirkjuna og sigurbogann með gröf ókunna hermannsins, þar sem hinn ó- slökkvandi eldur brennur, og þar sem allir taka ofan, er þar nenia staðar. Þar held eg að eg hafi verið gripinn mestum geð- hrifum. Eg var svo heppinn, að mér hafði verið fenginn bústaður hjá dönskum hjónum. Þau eiga heima i skrauthýsi mitt á milli I París og Versala. Maðurinn heit- ir Smith-Petersen og er verkfræð- ingur. Hann er dóttursonur prof. Jul. sál. 4'homsen í Kaupmanna- höfn. Þessi góðu hjón báru mig á höndum sér, vildu alt fyrir mig gera og hvergi hefir mér liðið betur en hjá þeim. í París sat eg hádegisveizlu hjá sendiherra Dana og fslend- inga, Oldenburg, hinum mætasta manni; var og í boði hjá Verrier prófessor, sem hefir mikinn á- huga á Norðurlandafræðum — einnig íslenzkum og er mikill vinur dr. Guðm. Finnbogasonar. Æfintijr —En komust þér þá ekki í neitt æfintýr í heimsborginni? —Jú, við getum kallað það því nafni. Og sú saga er þannig: Seinna sunnudaginn, sem eg var í París, bað erkibiskup Svía mig og finskan biskup, að að- stoða Sig við prestvígslu. Átti hann að vígja ungan sjómanna- prest til Skandinavisku kirkjunn- ar í Grimsby. Eftir það sátum við veizlu. Kom þá til mín prestur og spurði mig hvort hann mætti ekki kynna mig konu prestsins, sem við vorum að vígja. Eg hafði auðvitað ekkert á móti því. Og svo kemur hún til mín og segir á híeinni íslenzku: —Komið þér sælir, herra bisk- up. Þá rak mig í rogastans. Kom nú upp úf kafinu að þetta er ís- lenzk kona, Helga Guðbjartar- dóttir, Helgasonar, frá Flateyri í Önundarfirði. Hún hefir verið hjúkrunarkona og dvalist í Eng- landi 12—13 ár. Þar mun hún hafa kynst manni sínum, sem heitir Abrahamsson. Hún tal- aði íslenzku eins og hún hefði aldrei út fyrir landsteinana kom- ið. Eg spurði erkibiskup Svía hvort hann hefði vitað, er hann bað mig að aðstoða við prestvígsluna, að prestkonan væri íslenzk. Hann hvað nei við, og þótti þetta mjög einkennileg tilviljun. Frá Ferðalaginu —Hvernig er að ferðast á meg- inlandinu núna? —Því fylgja ýmsir erfiðleikar, einkum vegna peninga. Og þrátt fyrir alla þá kurteisi, sem við mætturn í Þýzkalandi, var einna verst þar að þessu leyti. Þar er ekki annað að fá en hin svoköll- uðu ferðamörk og verður maður að skila afganginum við landa- mærin, þegar úr landi er farið. En tollskoðun er mjög lítil, og get eg varla sagUað eg þyrfti að opna ferðatösku mína alla leið- ina. / Brussel Á heimleiðinni fórum við yfir Brussel. Hafði forstöðunefnd mótmælendakirkjunnar í Belgíu beðið norrænu fulltrúana að koma þar við. Þarna vorum við í tvo daga. Notuðum við tímann eins og unt var til að skoða heimssýninguna og þótti mér hún stórfengleg. , Forstjórar dönsku og sænsku sýningardeildanna sögðu mér báðir, að varla hefði komið sá dagur fyrir í sumar, að menn hefði ekki spurt: Hvar er íslenzka sýningin? Seinni daginn i Brussel sat eg veizlu hjá Krag, sendiherra Dana í Belgíu. Hann mun vera í móð- urætt 5. maður frá Jóni Eiríks- syni konferensráð, dóttursonur Kammerherra Luttichau, sem var kvæntur Malvínu dóttur sonar- dóttur Jóns Eiríkssonar. —Mbl. 22. nóv. Jakob konsúll var að leggja syni sínum Hfsreglurnar. “Sonur minn,” sagði hann, “tveir eiginleikar eru hverjum manni nauðsynlegir, og það er lítillæti og sparsemi.” “Auðvitað, pabbi,” svaraði son- urinn, “og hvað mér viðvíkur, þá er eg mjög sparsamur með lítil- lætið, og lítillátur með sparsem- ina.” f íslenzkum skóla kom eftirfar- andi atvik fyrir: Einum kennar- anna sinnaðist allmikið við einn nemandann, í tíma, og segir hann með allmiklum þjósti: “Þér ætt- uð að láta klippa af eyrunum á yður, þau eru alt of löng sem mannseyru.” “Ágæt hugmynd,” svaraði nem- andinn, “og þér gætuð fengið partana og bætt við eyrun á yður, því að þau eru of stutt sem asna- eyru.” Business and Professional Cards PHYSICIANS amd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 21 834--Office tímar 4.30-6 Pbone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON J Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 205 Medlc&l Arts Bldg. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta Cor. Grah&m og Kennedy Sta Phones 21 218—21 144 kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE Talsimi 42 691 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Naddlceknir Viðtalstlmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET 218 Sherburn St,—Sími 30877 Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma | DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsími 23 739 Viðtalstímar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Sími 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrceOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEQ Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res.v51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður s& beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsiinl: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.8. 96 7 57—Heimas. 33 3 28 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 96 411 806 McArthur Bldg. HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum ve&tan viO St. Charles Vér erura sérfræðingar I öllum greinum hárs- og andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræðingar. SÍMI 25 070 REV. CARL J. OLSON Umboðsmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist Islendingum greið og hagkvæm viðskifti. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phorne 21 841—Res. Phone 37 759 HÓTEL l WINNIPEG \ ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG Pœgilegur og rálegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; me8 baðklefa $3.00 og þar yflr. Agætar málttðir 40c—60c v Free Parking for Ouests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Toum HoteF 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, ConventlonB, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FA.LD, Manager CorntaaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddlr. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEG SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.