Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 16. JANCAR 1936 ið var mesti hjassi til gangs og sigldi litið nær vindi en hliðliyr. Sjór varð fljótt úfinn og rismikill svo öldurnar veltu því á ýmsa vegu. Þoku sló yfir sjóndeildar- hringinn svo landið hvarf. Far- þegarnir veiktust af sjósótt. Hjálmar var sá eini af íslending- um, sem ekki veiktist af þeim kvilla. Það kom sér líka betur í svona löguðum kringumstæðum, því alt þetta sængurfólk, karlar jafnt og konur mæijdu sjúkum vonaraugum til hans, því allir þurftu að fá kalt vatn að drekka eftir hverja uppsölu-kviðu, og svo stundum heitt vatn i kaffi— þeir sem höfðu lyst á því. Hjálm- ar var því á stöðugum faralds- fæti við það að hlvnna að þessu sængurfólki. Og svo var nú kið- nn (geitin); hún var ein í tölu þeirra, sem Hjálmar þurfti að hirða. Iikki hafði hún veikst af Sjósótt, en margan knéskítinn hafði hún hlotið samt þarna í skipslestinni, þegar öldurnar köstuðu því á ýmsar liliðar; en undarlegur þótti henni þessi sí- feldi ókyrleiki á þessari jörð sem hún stóð nú á. Hún mintist þess ekki að hafa nokkurntíma áður orðið var við aðra eins slcelli og hristing þegar hún gekk til grasa með henni mömmu sinni upp um Vallendis brekkurnar fyrir ofan hæinn í Fornhaga í Hörgárdal. Þarna stóð hún, þungt hugsandi um kjör sín í þessari breytilegu veröld. Yfir þessum hugsunum hristi hún höfuðið og velti vöng- um. En jafnan virtist glaðna yf- ir svip hennar þegar hún sá Hjálmar koma með rúg í fötu tvisvar á dag, til að gefa henni svona rétt til smekkbætis með fornhaga töðunni, um leið og hann injólkaði hana. Þetta vas vinur sem i raunum reyndist, hef- ir hún kannske hugsað. Sjóferðalag þetta gekk frá- munalega seint. Skipinu mátti líkja við troghera sem ekið er eftir þýfi. Það stakst á ýmsa enda yfir öldurnar, virtist höggva í sama fari svo dögum skifti. Eftirfarandi vísur lýsa þessari sjóferð að nokkru leyti: Veðrin skiftust altaf á með ýmsu móti, ofsastorm og ölduróti, út á þessu breiða fljóti. Eftir þriggja vikna volk í veðra tóni, upp skaut loks með ensku fróni andlitinu á Bolaljóni. Þrátt fyrir þessa lýsingu menn ekki halda að altaf stormar og mótvindar, því daga var blíðviðri og still há batnaði farþegunum sjc ln svo þeir skreiddust úr 11111 sinum upp á þilfar skij þar var andrúmsloftið. mei lletra en niðri í skipinu. I ’0ftið væri heiðríkt og skygr lezta sást hvergi til lands; an8t og augu eygðu sást e Ileina himin og haf. Það anuálsvert hvað þetta sjófer ^ekk ömurlega og seint, því tuttugu og eins dags hafvis . ’ að siglt var norður Eyjaf lnn undan dalablænum, skipið hafnarmynninu í H Englandi. Þar mætti því skip sem dró það inn á ha bryggjuna. Stór hópur b uia tar staddur niður við s har sem skipið lenti, líklef að skoða farþega þess, að ln °g yfirlit, og eitt var víst a J>au augu, sem þar voru s hvíldu á þeim og farangri þ< En fagnaðar halelúja yfjr þc gestakomu heyrðist ekki frá jnanns vörum fvr en Hjá 'oni UPI> úr skipinu með he’ 1Indir handleggnum og geit •andi á eftir sér. Tvær he ,IUr virtust gleðjast mest Komu l>essa ferfætlings. var eins og þær hefðu heim 'omið skyldmenni sitt úr 1 .með þesu danska skipi. Þai Ut ,að l>essar frúr ættu 1 Í' 'Þe,SSari ferfætlu, svo f g kiT “í Við bana með k konur^- BÚðar Þ spurðu hvort geitllu og hvað hún æU i’f" £im ogaðk^ au hana fyrir eitt pund sterling sem svarar 5 dolIUrum. ^ vandaðist málið llm h . hvorug frúin kunni að mi og kiða setti þvert bann fyrh með dómsúrskurði horna s og klaufa, og öðrum illum látum, að enskar frúar-höndur væru að þukla um brjóstin á sér. Báðu þær nú Hjálmar að leiða hana þangað, sem þær áttu heiinili og mjólka hana meðan hann dveldi þar, og gerði hann það. Tíu daga voru þessir íslenzku farþegar í Hull. En þegar Hjálm- ar fór þaðan var hann búinn að kenna þessum frúm að mjólka geitina og spekja hana svo að hún sýndist una því vel þó enskar hendur strykju greivörtur henn- ar. Vel og tafalaust gekk þessu ís- lenzka fólki ferðalagið frá Hull til Toronto, Ont. Þangað var ferðinni heitið, og ferðapassarn- ir sögðu hingað, og ekki lengra. Þó jiessi fámenni fslendinga- hópur væri nú komin til Toronto var samt úr mörgu vöndu að ráða. Það stóð þarna peninga- laust, húsaskjólslaust, mállaust á enska tungu, og úrræða lítið. Sumrinu var farið að halla; haustið hafði gert skógi og engi aðvart um komu sína með því að slá rauðbleikum farfa á lauf og stör. Þessi bending náttúrunn- ar minti alla á það að liúsaskjóls þarfnaðist lúinn ferðamaður. Fyrst fóru því einhverjir að leita að því og knýja á hurðir Tor- onto Flosa til bjargarráða úr þessum vandræðum. ,Úr þessum leiðangri komu þeir bráðlega aft- ur, glaðir og erindislokum sínum fegnir. Einhver Toronto-höldur leit á þessa innflytjendur eins og strandmenn, minti þá með hjálp- semi sinni á Svínafells fornaldar- bóndann íslenzka, útvegaði þeim húsnæði og leysti vel úr því vand- ra'ði þeirra. Fáum dögum seinna fengu karlmennirnir vinnu við að saga og kljúfa stórtré, sem feld höfðu verið og afkvistuð árinu áður. Þau skyldu bútuð niður í fjögra feta lengdir, og klofin í hæfilega parta fyrir minni sagir. Daglaun voru gohlin fyrir þessa vinnu einn dollar og fimmtíu sent á dag, miðað við tíu klukku- tíma. Verkstjórinn lagði þeim til sagir, axir, fleyga og sleggjur, en sjálfir þurftu þeir að fæða sig. Vinnan hófst og verkið vanst furðu vel. Sumir af þeim höfðu sagað heima og kynst því verki þar. Dálítið var þeim tor- veldara að sveifla skógar-öxunum rétt, svo þær veittu viðnum sem þyngst högg. En fleygana og sleggjurnar handléku þeir eins og þaulvanir skógarmenn. Sum af þessum trjám voru það stór að viðurinn úr þeim klofnum mæld- ist tvö hundruð teningsfet. Þessi vinna entist í sex vikur, og að loknu þvi starfi voru hvort- tveggju ánægðir. Verkgefandinn hrósaði vinnumönnunum fyrir dugnað, og kapp við vinnuna, og þeir honum fyrir rétt viðskifti. Hjálmar var í Toronto þennan fyrsta vetur sinn í þessu landi. Vorið 1874 fékk hann vinnu við stóra múrbyggingu sem byrjað var að byggja þar, og segir hann að vinna sín við það húsbákn hafi enst nærfelt í þrjú ár. Á þessu tímabili lærði hann múr- steinshleðslu til fullnustu, fékk Sveinsbréf og múrmeistara merk- ið sitt, sem hann á enn og geymir sem minningargrip. 21. júlí 1874 giftist hann ungfrú Friðriku Jónsdóttir frá Skinnalóni á Mel- rakkasléttu, áður nefnd hér að framan. Þau voru gefin saman í hænum Orillia í nánd við Tor- onto. Presturinn sem gifti þau hét A. Stewart, en hjónabands- vottar þeirra voru Gunnar Ein- arsson og Sigriður Jónsdóttir. Hjálmar og kona hans bjuggu i Toronto í 15 ár við góðan efna- hag. Störf hans þar lutu flest að handverki hans (múrsteins- hleðslu). Það mætti vel segja svo, að steinarnir yrðu Hjálmari að brauði, eftir að hann lærði iessa iðn. Marga daga segist hann hafa lagt 1000 múrsteina og fengið 15 dollara i laun fyrir lað á dag. Stundum hafði hann vinnu hjá stjórninni við það, að leiðbeina ýmsra þjóða innflytj- endum, sem voru að leita sér að heimilisréttarlöndum þar i ná- grenninu. Gekk oft töluverður tími í þá leit, það ferðalag var erfitt og seinfarið um veglausa stórskóga, flóa og foræði. Flestir af þessum landkönnurum höfðu bagga á bökum sínum, svp sem tjöld, mat og nauðsynlegustu verkfæri—axir og rekur. Alt þetta gerði ferðalagið torsótt og dagleiðir stuttar. Svo þegar þar var komið, sem fylgdarmaðurinn sagði þeim að landið væri óunnið, lilu þessir innflytjendur sínum augum hver á kosti þess. En fleiri voru þeir þó, eins og jafn- an vill verða, sem þóttust sjá annmarkana glegst. Skógarnir virtust þeim helzt óvinnandi, jarðvegur grunnur og sendinn, og engjalönd lág og vot. Nokkrir tóku þar heimilisréttarlönd að nafninu til, en flestir af þeim undu þar lítt hag sínum og fóru þaðan eftir stutta dvöl eitthvað lengra vestur í Canada eða til Bandaríkjanna. Eitt sinn var Hjálmar látinn fylgja nokkrum samlöndum sín- um (íslendingum) í eina af þess- um landskoðunarferðum. Fóru þeir viða um allstóra landspildu sem var óunnin. En það fór fyrir þeim líkt og K. N. sagði: “Þeir fundu hvergi land út á landi.” Þeir hurfu því frá að leita leng- ur að því sem þeir fundu ekki, en snéru nú aftur til baka á leið til Töronto. Þeir létu Hjálpiar skilja á s a m t a 1 i sínu við hann, að upphaflega hefði það verið áform þeirra að flytja til Bandaríkjanna og væri sú fyrir- ætlun óbreytt enn, þrátt fyrir það þó þeir hefðu leiðst út í þessa landskoðunarferð, fyrir áeggjan stjórnar - agentsins í Toronto. Þeir sögðust eiga frændur og vini búsetta í Bandaríkjunum, sem hefðu hvatt þá til að flytja þang- að, ef þeir færu til Ameríku. Hjálmar sagðist skilja þetta vel. Sagði þeim þó að Canada stjórn- in ætlaðist til þess að þeir sem keyptu farbréf frá agentum henn- ar og flyttust til Canada á henn- ar skipum og farkosti, yrðu þegn- ar Canada en ekki Bandaríkj- anna. Þeim hefir víst skilist eitthvað ófrelsi felast í þessum orðum og svöruðu því að þeir væru frjálsir menn, og ætluðu sér að ferðast undir því flaggi, hvert sem þeir færu. Skamt frá borginni Toronto komu þeir að vatninu Ontario. Þar lá við hafnarbryggju eimskip ferðbúið til borgarinnar Duluth í Bandaríkjunum. Með því vildu þessir íslenzku landskoðunar- menn kaupa sér far þangað. Hjálmar sagði þeim að fara til Toronto fyrst og tala við stjórn- ar-agentinn þar, um þessa fyrir- ætlun sína, segja honum eins og væri, að þeim hefði hvergi í þessari landskoðunarferð litist svo vel á landið, að þeir vildu eyða heimilisrétti sínuin á það. Myndi hann þá ráðleggja þeim það bezta sem hann gæti áhrær- andi landskoðun annarsstaðar í fylkinu, eða þá að öðrum kosti skifta sér ekkert af því hvert á land þeir færu'. Sjálfur sagðist hann ekki geta leyft þeim að fara suður yfir landamærin, án þess að þeir töluðu fyrst við yfir- mann sinn, stjórnar-agentinn í Toronto, sem hefði sent sig sem fulltrúa sinn í þessa landskoðun- arferð með þeim. En landarnir svöruðu honuin því, að þeir tækju fararleyfin hjá sjálfum sér, án þess að sækja þau til agenta eða nokkurra þeirra þjóna. Við það skildi með Hjálmari og þeim. Þeir fóru með skipinu til Duluth, en hann til Toronto. ViQ þessi er- indislok sín undi Hjálmar hið versta. Vissi að hann myndi fá hellisteypu af skömmum hjá yfir- inönnum sínum fyrir að sleppa þessum innflytjendum suður fyr- ir landamærin. Þegar hann kom til Toronto fann hann strax ag- entinn, sem spurði han nað því, hvar mennirnir væru sem hefðu farið með honum í landskoðun- ina, og hvað margir af þeim hefðu merkt sér lönd. Hjálmar sagði honum, að þeim hefði ekki litist svo vel á landið að þeir hefðu viljað eyða rétti sínum á þau. Þá er að senda þig með þeim eitt- hvað annað, þangað sem landið er óunnið, mælti agentinn. Hjálmar sagði honum þá að þess- ir fylgifiskar sínir hefðu óvægir viljað prófa sundið með skipi sem hefði farið til Duluth og væru á leið þangað núna. Þess- ari óvæntu frétt reiddist agentinn ákaflega svo hann stökk úr sæti sínu og spurði: Hvað sagðirðu inaður—hvað sagðirðu? Fornir til Duluth, komnir til Duluth. Er mögulegt að þú skiljir það svo, að stjórnin borgi þér peninga fyrir það, að smala bezta þjóðflokkn- um sem flytur til Canada —- ís- lendingum — burt úr ríkinu? Hjálmar sagðist hafa reiðst þess- ari óþyrmilegu orðahnútu en þó mikið minna en búast hefði mátt við, af því maðurinn, sem þó var fokreiður, hefði verið svo drenglyndur, að láta íslendinga njóta sannmælis um það, að vera bezti þjóðflokkur, sem flyttist til Canada. Hjálmar sagði honum að þessir menn hefðu farið frjáls- ir úr föðurlandi sínu, borgað far- gjöld sín að fullu, komið til Can- ada sem frjálsir inenn, kysu því að vera frjálsir að því, hvort þeir vildu heldur eyða dögum sínum í faðmi Bandaríkjanna eða Can- ada. Um peninga þá, sem stjórn- in borgaði sér fyrir þetta land- skoðunarvastur skyldi hann vera sem fáorðastur; þeir hefði aldrei verið annað en hundsbætur, jafn- að saman við öll þau illþrif og ó- inök, sem hann þvrfti að leggja á sig í þessum útlegðar-ferðalög- um; hann hefði góða atvinnu við handverk sitt þar i borginni og þyrfti ekkert að sækja til þeirra að neinu leyti. Hjálmar segist hafa ætlað að fara burtu af þess- um samtalsfundi, og verið kom- inn fram að skrifstofudyrunum. Þá hafði risið úr sæti sínu aldr- aður maður, mjög höfðinglegur og góðmannlegur, talað til sín og sagt: bíddu mín, Jalmarson; farðu ekki héðan reiður, Jalmar- son. Hjálmar segir að orð þessa hógværa manns hafi strax hrund- ið frá sér allri þykkju. Hann virtist tala til okkar beggja, og hóf mál sitt þannig. Eg er ykkar elztur og ætti þá líka að vera ykkar reyndastur. Mér hefir jafnan virzt hægð og lipurð vinna betur saman í öllum starfs- málum en ofsi og gorgeir. Ef þið viljið veita þessum orðum mínum áheyrn, þá takið það fyr- talda tvent í félagsskapinn með ykkur við störf ykkar, en kastið hinum tveimur út — þau ættu aldrei að fá húsaskjól hjá siðuð- um mönnum. Þessi fáu orð höfðu þau áhrif á þá Hjálmar og agentinn, að þeir skildu vel sátt- ir. Hjálmar hélt áfram störfum sínum í stjórnarinnar þágu, þeg- ar þess þurfti, og fékk töluverða kauphækkun. Þess er áður getið hér að fram- an að Hjálmar og kona hans bjuggu við góð efni i 15 ár í Tor- onto. Hann vann inest að hand- verki sínu, húsasmiði lir múr- steini þar í borginni og víðar, stundum suður í Bandaríkjum; eitt sinn var hann sendur til New York. Með þremur skozk- um múrsmiðum þar, hlóðu þeir 80 feta háan kirkjuturn fjórkant- aðann, hlóðu sinn kantinn hvor. Þessi kirkja stendur í einu fjöl- farnasta strætinu í þeirri miklu borg (Wall Street). Sukksamt þótti Hjálmari lífið þar, þó dvölin væri stutt. Á þeim árum sem Hjálmar og kona hans bjuggu í Toronto fæddust þeim fimm börn af sex, sem þau eignuðust og verða þau talin hér: Stefán Sigurjón, nú í North Dakota; Anna Sesselja, gift Alfred Haines, Detroit Lakes; Jón ísak, var nokkur ár búsettur í Pine River, Man. og hafði þar Verzlun, vinnur nú sem eftirlits- maður stjórnarinnar við skóg- gæzlu fyrir eldi og fleiru það á- hrærandi, kona hans heitir Hólm- fríður Guðmundsdóttir bónda ná- lægt Walhalla, N. Dak.; Hjálmar Walter, lézt í stríðinu mikla; eitt barn mistu þau nýfætt. Arin sem þau bjuggu í Toronto voru víst mjög fáir íslendingar búsettir þar. Þeir að vísu komu þangað sem innflytjendur en héldu svo lengra vestur í landið, þangað sem samlandar þeirra, frændur og kunningjar frá gamla landinu voru þá búsettir. Marg- ir fóru til Nýja íslands og svo til North Dakota og Minnesota og viðar. Þeir, sem fyrst fluttu vest- ur, voru forystusauðirnir; í þeirra sporaslóð runnu svo hin- ir, sem á eftir koinu. Þjóðrækn- is-taugin og íslenzka tungan vildu sem lengst lylgjast að innan vé- banda al-íslenzkra bygðarlaga að unt væri. Þó þeim Hjálmari og konu hans liði vel efnalega þar sem þau voru, og væru bæði búin að læra enska tungu og kynnast mörgu góðu hérlendu fólki, þá virtist þeim samt þau þarfnast einhvers sem þau gætu ekki veitt sér þar í borginni, nema að- eins stund og stund á sínu eigin heimili. Það var íslenzka tung- an. Hún heyrðist aldrei töluð á strætum eða gatnamótum Tor- Framh. á bls. 5. Business and Professional Cards SURGEONS ------------------------—j Dr. P. H. T. Thorlakson 20 6 Medlc&l Arts Bldg. Cor Or&h&m ok Kennedy Ste Phonee 21 2XS—21 144 Res. 114 QRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Taisimi 23 739 Viðtalsttmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Sfmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. DRUGQISTS DENTISTS DR. T. GREENBERG Dentlst Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 61 46S Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS HÓTEL 1 WINNIPEG SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 -277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG “Wlnnipeff'a Down Town HoteV 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functlons of all kinds Ooffee Shoppe F. J. FALL, Manager ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST., WINNIPEG paegileffur og rólegur bústaður < miSbiki borgarlnnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; me8 baðklefa |3.00 og þar yflr. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guesta Corntoall ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarsty MAIN & RUPERT WINNIPEO J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af ÖHu tægi. Phone 94 221 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 9 6 411 806 McArthur Bldg. REV. CARL J. OLSON Umboðsmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist íslendingum greið og hagkvæm viðskiftl. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phojne 21 841—Res. Phone 37 7 69 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfrsmur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talsimi: 601 662 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparif* fólks. Selur eldsábyrgð og bif„ reiða ábyrgðir. Skrlflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrlfst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan viO St. Charles Vér erum sérfræðingar í öllum greinum hárs- (tg andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræðingar. SÍMI 25 070 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Isienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Helmilis 33 321 H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Stmlð og semjið um samt&lstlma DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba PHYSICIANS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Pbonc 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talslmi 26 68 8 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.-—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE Talsími 42 691 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.—Sími 30877

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.