Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGrBERG. FIMTUDAGINN 16. JANÚAR 1936 Xögterg GefiS út hvern fimtudag af THE COLXJMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Hveitiverzlunarsamtökin og takmark þeirra Útvarpserindi flutt af L. G. Brouillette 6. nóvember, 1935 Frá fyrstu dösirm hveitiræktúnarinnar á canadisku sléttunum, höfðu allmargir bænd- ur ]>á sannfæringu að höndlun og sala hveit- isins lieyrði alveg eins til búnaðarmálum og framleiðslan sjálf. Með því að bændur höfðu ekki ráð á svo miklu fé, sem til þess þurfti að færast slíka verzlun í fang, fanst þeim sjálfsagt að stjórn- in hlypi undir bagga með framleiðendunum og legði fram fé þessu nauðsynja fyrirtæki til styrktar — og stofnun samvinnu kornhlað- anna í Saskatchewan og Alberta sýndi og sannaði að hér var um enga glæfrastofnun að ræða; fyrirtækið var auðsjáanlega heilbrigt og arðvænlegt. En þrátt fyrir það þótt þessar kornhlöðu- stofnanir sköpuðu nýtt tímabil í sögu búnað- arins, þá voru þær fremur til þess að höndla korn en selja. Næsta og erfiðasta sporið var að geta selt kornið með hagnaði fyrir fram- leiðandann; geta selt það með eðlilegum á- góða, í stað þess að láta óviðkomandi verzl- unarbraskara pranga með það og ráða verð- inu; en láta kostnaðinn yfirleitt falla á herð- ar framleiðandans og neytandans. Að stofna félag sem höndlaði og seldi alt korn, var afar umfangsmikið starf og marg- brotið. En á meðan stríðið stóð yfir var bönnuð prangaraverzlun frá því í maí 1917, þangað til í ágúst 1920 að undantekinni einni viku í júlí 1919, og hagnaður sá, sem bóndinn hlaut af höndlun hveitinefndarinnar 1919— 1920, sýndi greinilega hvað hægt var að gera. Þegar allar tilraunir til þess að endur- vekja hveitinefndina mishepnuðust á hinum erfiðu árum 1920—1923, myndaði allur fjöldi framleiðenda sjálfviljug samtök og stofnuðu hveitisamlögin. Viðurkenning sambands- stjórnarinnar í júlímánuði síðastliðnum um skyldu sína gagnvart sölu og höndlun liveit- isins og skipun hveitinefndar í Canada var annar stórsigur fyrir bændur Vesturlandsins. Við það mikla fyrirtæki að höndla og selja hveiti var það óumflýjanlegt að fá sam- vinnu og aðstoð bæði sambands-.og fylkja- st jórna, og hafa hveitisamlögin komið til leið- ar margs konar umhótum og lagabreytingum til hagnaðar akuryrkjumönnum. Hveitisam- lögin áttu ærinn þátt í lögum þeim, er léttara gerðu mönnum fyrir um samning skuldalúkn- inga; þau áttu sinn þátt í undirbúningi að stofnun canadiska þjóðbankans; þau stucldu lögin um sölu iandsnytja yfir höfuð, sömu- leiðis lögin, er heimilpðu skipun liveitinefnd- arinnar; þau hafa veitt óskift fylgi ýmsum öðrum bótum og breytingum innanlands sem utan, og þau hafa lagt fram krafta sína og beitt áhrifum sínum til stuðnings frjðar með því fvlgi sem þau hafa veitt alþjóðasamband- inu. Síðan hveitisamlögin voru stofnuð, hafa þau orðið að skifta við stjórnir ýmsra flokka bæði í fylkjum og sambandi: bændaflokka, liberal flokka og conservative flokka, og hef- ir það komið í ljós að allir flokkar voru til þess fúsir að líta á málið með sanngjörnum augum þegar þeir sáu að það var alment heillamál; á meðan þeirri stefnu er fylgt sem hingað til hefir átt sér stað er það ljóst að allir flokkar verða viljugir til samvinnu, hvaða stefnu sem þeir annars fylgja. Með því að styrkja þau mál, sem öllum hændum eru hagfeld; með því að styðja stefnur, en ekki flokka; með því að taka saman höndum við aðra bændur um önnur mál, sem þeim eru hugstæð, er það skoðun vor að vér stefnum að því marki sem upphaflega var til ætlast. Yér trúum því ekki að nokkur stjórn neiti sanngjörnum kröfum, sem með rökum eru frambornar “öllum bændum til sameiginlegra heilla; eða ef nokkur st jórn gerði það, þá trú- um vér því ekki að hún yrði langlíf. En vegna þess að einungis er hægt að hafa áhrif á stjórnirnar með öflugum samtökum og sam- vinnu meirihluta bænda, þá er það skylda bænda að halda við samtökum sínum og hopa hvergi né láta bug á sér finna; með því móti einungis geta þeir mætt með nokkurri von um sigur hinum öðrum öflum, sem þeim eru and- stæð og bundin föstum samtökum — öflum, sem fremur láta sér ant um eiginhagsmuni en almenna vellíðan. *Eg hefi þegar farið nokkrum orðum um samvinnufélög eins og vor, og afstöðu þeirra gagnvart öðrum bændafélögum, svo sem til- raunabúsfélögum, rannsóknarfélagi landbún- aðarmálanna og annara stjórnarstofnana í líka átt. En þótt það sé hverju orði sannara sem eitt aðal samvinnufélagið í Quebec hefir sagt: “að það sé virðingarvert að stjórnin hjálpi til þess að láta tvö strá vaxa þar sem eitt hafi vaxið áður, þá er hins að gæta að ábyrgð stjórnarinnar nær lengra en það — hún verð- ur að hafa vakandi auga á framleiðslunni frá byrjun til enda, þangað til afurðirnar eru I höndlaðar og seldar með sem mestum hagn- aði fyrir þann, sem þær framleiðir. Með því að hveitis, sem framleitt er í Vestur-Canada, er mestmegnis neytt utan- lands, þá er það eðlilegt að hveitisamlögin láti sér ant um alheimsmarkaðinn. Þau færa út kvíarnar ]>annig að láta samtaka sinna verða vart ekki aðeins í sínu eigin héraði eða lands- hluta, heldur í öllu landinu og í víðri veröld; því það er sannfæring vor að einungis með meiri og víðtækari samvinnu í stað samkepni verði komið á heilbrigðara fjármála fyrir- komulagi. Af þessum ástæðum er það að eitt aðalat- riði hveitisamlaganna er það að koma á betra samkomulagi og meiri samvinnu við fram- leiðendur og neytendur í öðrum löndum. Með því nú að stjórnir allra hveitilanda hafa hindrað innflutning hveitis fyrir lágt verð, og gert það í því skyni að verja sína eigin borgara fyrir því að þeir neyðist til að selja svo lágt að ekki svari kostnaði, þá ligg- ur það í augum uppi að nauðsyn er á vin- gjarnlegum samræðum milli þeirra þjóða, sem hveiti hafa til sölu og hinna, sem hveiti verða að kaupa. Hveiti, sem haugað er inn í eitthvert land í svo stórum stíl og með svo lágu verði að hveitimarkaður innanlands er í hættu, verður alvarlegt viðfangsefni. Flutningafélögin fagna yfir því, þeim er um það eitt hugað að sem mest sé til að flytja, þeirra áhugi nær ekki lengra, en vér höldum því fram að þeir sem aðallega beri að athuga séu framleiðand- inn og neytandinn. Takmark vort verður að vera það, að framleiða nóg af góðu hveiti handa þeim, sem þess neyta og sjá um að framleiðslan gefi nægilega mikið í aðra hönd. Hvort hveitiverðið er $1.00 eða 50 cents skiftir engu fyrir flutningsfélögin; þau fá jafnmikið hvort sem er; en það munar því fyrir bóndann að hann geti verið sjálfstæður maður fái hann $1.00 fyrir mælirinn, en verð- ur ef til vill gjaldþrota fái hann aðeins 50 cents. Ef hann selur 1,000,000 mæla fyrir $1.00 hvern, fær hann $1,000,000 í aðra hönd, en til þess að fá $1,000,000 fyrir 50 centa hveiti verður hann að selja 2,000,000 mæla — framleiða helmingi meira. Iíveitisamlögin, eins og önnur samvinnu- félög eru aðallega stofnuð og starfrækt í þjón- ustu fjöldans. Vér trúum því að í nálægri framtíð verði hér allsnægtir fyrirliggjandi, og sem fram- leiðendur er hjálpa til þess að framleiða þess- ar allsnægtir er oss ant um að allsnægtunum fylgi sanngjörn miðlun. Til þess að það megi verða hlýtur samvinna að koma í stað hinnar eyðileggjandi samkepni — ágóði fvrir alla. í staðinn fyrir örfáa. Samvinnan ryður sér til rúms nú á dög- um um alla víða veröld. Þegar hún hefir full- komiegá fest rætur skapast, heilhrigð verzlun- arsambönd og vöruskifti milli allra þjóða til hagnaðar fyrir alla. Þá fyrst er upprunnin heillaökl vfir heim allan þegar það skilst að sama vinsemd og hugarþel, sem oft ríkir milli einstakiinga, þarf einnig að ríkja milli þjóða og landa. Málverk af Islandi Inntak greinar þeirrar, sem hér fer á eftir, er úr vikublaðinu Western Producer, og er höfundurinn W. A. McLeod, fræðslu- og útbreiðslustjóri hveitisamlagsins canadiska: “Málverk af Islandi, tuttugu og þrjú að tölu, hafa verið sýnd undanfarandi í helztu borgum Canada og Bandaríkjanna; eru þau eftir Eímile Walters. Dvaldi listamaðurinn freklega hálft ár á Islandi 1934, og eiga mál- verk þessi rót sína að rekja til þeirrar dvalar hans þar; hafa þau hlotið ágæta dóma í stór- borgum sunnan landamæranna, og tvö fræg listasöfn, hafa að minsta kosti aflað sér sýn- ishorna af málverkum Mr. Walters, sem sé Municipal Gallery of Modern Art í Dublin og Luxenbourg-safnið í París. Maður þarf ekki að vera róttækur list- dómari til þess að njóta málverka þessara. Við fyrstu sýn, stóð sá, er línur þessar ritar beinlínis á öndinni, fullur undrunar yfir óvæntum og óvenjulegum viS- brigðum,; hér sýndist alt framundan manni eins og opin bók; engin hula, ekkert mistur; ekkert af þessum venjulega samruna himins og mold- ar út við hinn fjarsta sjóndeildar- hring. í þessu einkennilega lofts- lagi norðursins, skýrist útsýnið svo, að augað getur auðveldlega glöggv- að sig á hvers konar fyrirbrigðum, þó í ómælisf jarlægð sé. Þvi er eins háttað og Vilhjáimur Stefánsson kemst að orði, að á íslandi sjá menn eins langt og augað eygir, án nokk- urrar þeirrar hindrunar, er jafnan fylgir hinu þyngra loftslagi. ísland er' ennfremur eldf jallaland; jarð- skorpa sú, er hylur hraun og kletta, er næfurþunn; þó er gróðrarríki mikið sakir sólauðugs langdegis, og beitilönd góð. Listamanninum hefir tekist meist- aralega til um viðfangsefni sín við- víkjandi veðrabrigðum og jarð- myndun. Drættir hans eru sterkir og dirfskufullir; jafnvel hrjúfir með köflum. Bláfjöllin bera hnarreist höfuð mót heiðum himni og sól; grasið sýnist undarlega eða jafnvel alveg óvenjulega grænt; þó er það ekki grænna en það i raun og veru á a<5 sér, að því er íslenzkum vini minum, er eg hitti á sýningunni, sagðist frá. Listamanninum er sýnt um blöndun lita; enda vafalaust úr nógu að velja með undralandið ís- land að bakgrunni. Málverkið Glazier Blink (jökulblik), er stór- kostlega hrífandi og mikilúðugt. Blaðið Christian Science Monitor, fyrir munn listdómara síns, likir málverkinu við lifandi lýsingu úr sögu norðursins. “Myndin “Apríl-þíða” og “Stór- viðri í nánd,” eru báðar hinar feg- urstu og þrungnar töfrandi litbrigð- um. Tvö málverk af Þingvöllum, hin_ um forna þingstað, þar sem víking- arnir tjölduðu búðir sínar, prýddu þetta einkennilega og jafnvel sér- stæða málverkasafn Mr. Walters.” í niðurlagi greinar sinnar, rekur Mr. McLeod allitarlega hinn marg- þætta listamannsferil Mr. Walters, frá fyrstu tilraunum til fleygrar listar. “Jökulblik” er yndislegt málverk. Vitað er að oft hafi Islendingar vestan hafs lyft þyngra hlassi en því, að kaupa það að listamanninum og koma því fyrir á málverkasafni Winnipegborgar í samkomuhöllinni miklu. ✓ s Mackenzie King (Framh.) Það er þrent, sem að því hefir stuðlað hversu óvenjulega vel King hafa heppnast öll hans opinberu störf. í fyrsta lagi hans miklu stjórnmálahæfileikar; í öðru lagi á- hugi hans fyrir opinberum málum, sumpart meðfæddur áhugi og sum- part vakinn af lestri um æfiferil for- feðra hans, og í þriðja lagi sú regla, sem hann hefir tamið sér, að vera bæði nemandi og kennari í almenn- um mannfélagsmálum. Síðasta atriðið finst mér að beri að leggja á mesta áherzluna, því það er ábærilegra en hin bæði og honum sérkennilegra og einnig vegna þess að það snertir yfirgripsmikla póli- tíska mentun. Aðrir menn hugsa stjórnmál frá heimspekilegu sjónar- miði, eða jafnvel með þeirri stefnu og í þeim tilgangi að verða æfðir bragðarefir og láta krók koma á móti bragði í viðskiftum við and- stæðinga sína. King aftur á móti les og hugsar stjórnmál grandgæfi- lega með opnum augum vísinda- mannsins. Hann skoðar þau sem | aðra fræði er læra eigi og kenna | blátt áfram og samvizkusamlega. | Þegar það er thugað hvernig hendingar einar ráða oft úrslitum pólitískra mála, þar sem algert af- skiftaleysi ræður tímum saman og svo fárra vikna ofsi og æsingar rétt fyrir kosningar; þegar þess er gætt að kosningar eru oft unnar á ein- hverju slagorði þar sem málinu er áfrýjað til hlutdrægni og flokks- fylgis, þá er ekki úr vegi að íhuga mismuninn, sem ætti sér stað, ef menn gerði sér það alment að reglu að hugsa stjórnmálin, skoða þau niður í kjölinn, vigta og mæla og bera saman það sem fram er fært á hvora hlið. Þegar King talar ber einnig mest á hugarfari og framkomu náms- mannsins. Hann talar með skýring- um. Hann talar eins og sá, sem finnur það og veit að hann hefir lesið, lært og skilið, og telur sér skylt að láta aðra verða þeirrar þekkingar aðnjótandi, . sem hann hefir öðlast sjálfur. Hann talar al- veg eins og læknir mundi tala við stéttarbræður sina á læknaþingi. Hann talar aldrei eins og sá, sem yfirburði þykist hafa yfir aðra; aldrei eins og sá, er miklast af ment- un sinni. Hann reynir að láta menn skilja að ekki sé um neinn leyndar- dóm að ræða þegar hann fæst við eitthvert málefni; hann lætur mönn- um þann skilning í ljós að hér sé um efni að ræða, sem allir menn og allar konur með meðal skynsemi geti skilið og dæmt um, ef hugsuninni sé aðeins beitt og tími tekinn til í- hugunar. Öll aðferð hans er tilraun til þess að vekja fólk til hugsunar. Af þessum ástæðum er það að heilmikill persónulegur ávinningur fylgir því að hlusta á King og kvnn- ast honum; vita um alt lífsstarf hans og gera sér grein fyrir því. Mikil mælska, stjórnmálakænska, tilkomumikil framkoma og fegurð —alt þetta er mikilsvert fyrir póli- tískan leiðtoga, en allir þessir kostir heyra einungis til hinum einstaka leiðtoga en geta aldrei orðið eign annara; hann getur ekki veitt þá öðrum og aðrir geta ekki tileinkað sér þá nema að mjög litlu levti, hversu fegnir sem þeir vildu. Öðru máli er að gegna með reglu- bundið og stöðugt nám pólitískra málefna eins og eg hefi tekið fram um King; sú regla er eins og f lestar aðrar reglur, að því leyti að hana geta menn lært og tileinkað sér, og væri það gert alment yrðu menn betur að sér í stjórnmáíum en nú á sér stað, og færari um það að greiða atkvæði samkvæmt viti og skilningi. Eitt f því sem enn er að mestu lega i flestum öðrum löndum, er al- mennur skilningur á almennum mál_ um. ♦ BORGIÐ LÖGBERG! “Á hágöngum” Skyldi nokkur þjóð eiga eins mikla mannskaða- og hrakfallasögu eins og ísland, að meðtekinni stærð lands og þjóðar? Landið, sem er nú lofað mjög í ljóði og ræðu. “íslands óhamingju verður alt að vopni, eldur úr æðum þess, ár úr fjöllum þess, breiðum bygðum eyða.” Svo segir Bjarni Thorarensen. Ef til vill er bezt að láta alt þetta liggja í þagnargildi. Enda leggur Steingrímur Thorsteinsson alt þetta út á bezta veg: “Á samt til blíðu, það meinar alt vel.” Samt mun það tryggast. að standa á varðbergi, þegar um islenzka nátt- úru er að ræða. Er það stór furða hve menn voru íhaldssamir að leggja upp á fjöll og fyrnindi um hávetur litt klæddir og nestaðir. Mér skilst að nú sé nokkur breyting i þess.: efni. En tæplega getur maður lesið um mannskaða að fornu og nýju á íslandi, án þess að manni ofbjóði sá mikli skari. sem hefir farist fyrir ofríki náttúrunnar. Minnist eg viðburðar, sem gerð- ist fyrir hér um bil sextíu árum. Var það ráðgáta og margar getur leidd- ar að þessu. en skýring fékst engin að svo komnu. Það var eitt sinn um veturnætur, að veður voru stilt og færð góð og ísalög um vötn og voga. Þá fýsti hugann að hefjast yfir þröng og þokudrunga sveitarlífsins, pg leita æfintýra og hvíldar innan tómlegra. þögulla og leyndardóms- fullra hdmkynna afréttarinnar. Ekki heldur óhugsandi að kind og kind kynni að vera á stangli, sem ekki hefði fundist í síðustu göngum. Þá tók sig til maður á bezta aldri og göngufrár, þegar bjart var veður og færð góð, og lagði upp í eftirleit; gekk hann við staf ; fylgdi honum fjárhundur hans. einn af þessum ó- brigðulu og þrautseigu hollvættum íslenzkra fjármanna. Gekk hann þann dag að kvöldi, án þess að verða f jár var og náttaði sig í húsi á eyði- býli. bjóst við að láta fyrirberast næstu nótt á sama stað. Snjór var og svipaðist hann eftir slóðum mikinn hluta dags; kom hann að síðustu á slóðir eftir þrjár eða f jórar kindur, ásetti hann sér að ná SANNLEIKUR Forna heimspekinga deildi mjög á um það: “Hvað .. er sannleikur.” í mörgum bókasöfnum nútímans, er marga þykka bók að finna, sem hefir að geyma rök- ræður þessara manna. Einn þessara gömlu garpa, spakhyggjumaðurinn Gorgias, lagði svar sitt fram í spurningarformi: “Hvað er rétt,” spurði hann. “Það, sem vér SÖNNUM að sé rétt.” Og það er sú skýring, sem vér höllumst að. Um alla VERÐSKRÁ EATONS, gætum vér þess að sannleikur skipi það öndvegi, er ekki verði mist sjón- ar af. Nákvæmni í lýsingum er oss ástríða. En þá komum vér að þessu:—vér gerum aldrei yfirlýsingu, nema vér getum SANNAÐ að hún sé rétt. Hver ein- asta vörulýsing verður að hafa staðist vísindalega eld- raun, áður en rannsóknardeild vor heimilar henni sess í vöruskránni. Sérfræðingar gera ekki yfirlýsingar um neitt, fyr én víst er að þær séu sannaðar. Leiki nokk- ur vafi á, gera þeir nýja rannsókn til þess að leiða sann- leikann í ljós, áður en lengra er haldið. Arangur? Sannleikur glitrandi á hverri blaðsiðu ------og hundruð þúsunda manna og kvenna vestan- lands VITA hve trygt það er að kaupa hjá Eatons. VT. EATON CZunm WINNIPEG CANADA Að morgni var bjart og kalt og ó- leyti ólært hér í Canada — og lík- | ákveg;g veður. Snæddi hann af nesti sínu og skildi eftir afganginn;

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.