Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines LÍOtA M* For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines ^S tot a ji- v***,viio** Dl-y Cleaning and Laundry 49. ARG-ANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. JAXCAR 1936 NÚMEE 3 DEILIU A I'JÓÐBANDA- LAGIÐ Sir Roger Keyes, einn af hinum atkvæðamestu flotamála foringjum Breta og þingmaður Xorth Ports- tnouth kjördæmisins, flutti þann 9. P- ni. rætSu í ungmennafélagi einu mnan vébanda kjördæmis síns, þar sem hann deildi stranglega á þjóð- bandalagið fyrir tvíveðrung í al- PJótJamálum. Komst hann meðal annars þannig að orði: "Mér finst bæði ilt og ömurlegt til l'ess að vita, að brezkum æsku- lýð sé talin trú um að þjóðbanda- lagið sé óhjákvæmileg aflstöð heims- f riðnum til verndar, með því að slíkt er einungis hugarburður. Hinar lát- lausu tilraunir Bandalagsins í þá átt að fá þjóð vora til þess að draga úr vopnaviðbúnaði um leið og allar aðrar þjóðir sýknt og heilagt auka her sinn og flota, geta auðveldlega til þess leitt, að komið verði að oss að óvörum, og mörgum vorra ágætu sona, er hin gömlu og úreltu herskip vor hafa innanborðs, verði fórnað í þágu falskra friðarkenninga." JOHN GILBERT LATINN I'ann 9. þessa mánaðar lézt að heimili sínu í llollyvvood í Kali- forníu, kvikmyndaleikarinn heims- frægi, John Gilbert, 38 ára að aldri, fæddur þann 10. janúar 1897 í borg- inni Utah. Hans rétta nafn var John Pringle, en Gilberts nafnið tók hann upp eftir að hann gekk í I' j Ó 11 u s t u kvikmyndalistarinnar. Ranamein hans var hjartabilun. John Gilbert var eigi aðeins frábær sem leikari, heldur þótti hann í hví- vetna hinn mesti æfintýramaður. Fjórum sinnum'hafði hann kvænst og skilið að lögum við allar konur sínar; voru þær allar leikkonur; við þá síðustu skildi hann í siðastliðnum niaímánuði; höfðu þau verið gift í tæp tvö ár; dóttur eignuðust þau, sem nú er níu mánaða gömul, og var hún falin forsjá móður sinnar, er skilnaðarmáli foreldra hennar lauk. FORSETI EFRI MAL- STOFUNNAR Símað er frá Ottavva þann 13. Þ- m., að Senator Walter E. Foster, fyrrum forsætisráðherra í New ''"'unswick hafi verið skipaður for- seti í efr; málstofu sambandsþings- llls- Tekur hann við af Senator B. E. lílondin, er Mr. Bennett skipaði 1 forsetastöðu að afstöðnum kosn- lngum 1930. Mr. Foster veitti for- ustu fylkisstjórninni í New Bruns- \\ick frá 1917 t;i !922, en senators- rign hlaut hann árið 1928. FIMM TIL SEX MALTIÐIR A DAG Howard W. Haggard, prófessor vifc Yale háskólann, ber auðsjáan- •ega engan kvíðboga fyrir því, að f°lk ofeti sig, sem kallað er. Til þess a" Vlnna sér fé og frama, segir pró. f essorinn að menn verði að neyta að "unsta kosti fimm til sex nmltíða á <aR- Þao" sé vísindalega sannað, að "lenn hugsi skýrast og komi mestu 1 verk fyrstu tvo til þrjá klukkutím- *» eftir hverja máltí*, auk þess H'ni það séu hinar skaðlegustu firr- UF að maginn þarfnist hvíldar. Pf VISA . eg snemtna fer á fæur, SJámorgumhlutumbætur, ^tí -7þá erasiö ***» gotter í bók a* líta slr, skrifa ljoð í litið kyer að ollu fögru gefa gætur gleyma næturdofa, bágt eiga þeir, sem biarra „ "jarta morgna Austfirsk kona. "Hlín." FORSÆTISRAÐGJAFI DEYR Hon. Walter M. Lea. Ilinn 10. þ. m., lézt á sjúkrahúsi í Charlottetown, Hon. Walter M. Lea, forsætisráðgjafi á Prince Ed- ward Island, 61 árs að aldri. Hafði hann verið næsta heilsuveill siðustu tvö árin, og stjórnaði kosningahríð sinni i síðastliðnum júlímánuði, sem leiðtogi frjálslynda flokksins í fylki sínu, af sjúkrabeði. Úrslit þeirra kosninga urðu sögufræg, með þvi að frjálslyndi flokkurinn vann þing- sætin öll, 30 að tölu. Tókst Mr. Lea þá á hendur stjórnarforustu fylkis- ins í annað sinn. Nokkurn bata á heilsu virtist hann fá undir haustið og f rman af vetri; sótti hann meðal annars hinn nýafstaðna fund í Ot- tawa milli sambandsstjórnarinnar og stjórnar hinna einstöku fylkja. En nokksu eftir a'ð heim kom af þeim fundi, fékk hann þungt kvef, er snerist upp í lungabólgu, er leiddi til brá'ðs bana. Mr. Lea var á margan hátt sér- kennilegur menningarfrömuSur, og ruddi braut mörgum og mikilvægum umbóta fyrirtækjum innan vébanda fylkis síns: einkum þó á sviði land- búnaðarins ; stuðlaði mjög að ýmis- konar samtökum meðal bænda; kom á fót jarðeplaræktar samlagi og hlynti að margvíslegri samvinnu metS bændum, er jók á velfarnan þeirra; sjálfur var hann fyrirmynd- ar búmaður, og sóttu þangað marg- ir hollar leiðbeiningar viðvikjandi búnaði. Mr. Lea var ákafur eljumaður og hlífði sér lítt, jafnvel þó eigi gengi hann ávalt heill til verks. Með hon. um er genginn grafarveg einn af hinum ágætustu borgurum hinnar canadisku þjóðar. MUNAR UM MINNA Samkvæmt yfirlýsingu verzlunar. ráðgjafans í Ottawa, seldi hveitisölu- nefndin nýja undir forystu James R. Murray, 60,000,000 mæla af hveiti fyrsta mánuðinn eftir að hún tók til starfa. Mest hefir verið um söluna innan takmárka brezka veld- isins, þó Bandaríkin hafi einnig keypt töluverðan slump. ÞRJÚ HUNDRUÐ MANNA FARAST Símað er frá Bogota þann 11. þ. m., að um þrjú hunlruð manns hafi farist þann dag í Colombiaríkinu, af völdum landskjálfta. Stjórnin i Colombia sendi samstundis læknis- hjálp og vistir til þeirra héraða, er harðast voru leikin. Þorkell í Hraundal Eftir Jón Magnússon. Mér þungt er líl's að þreyja, er þú ert frá mér dáin. Til þín mitt klökkva kvæði eg kalla út í bláinn. Þú varst mín sorg, minn sigur, mín sól á liðnum árum, því okkar harmur, Helga, var hamingja í sárum. Við mættumst ein í æsku, þótt engin hermi saga; og þig f'rá þeirri stundu eg þráði alla daga. Mér alt varo þá að engu, sem áður gleði vakti. Og orðlaus ástir mínar eg óf og sundur rakti. Eg reyndi raunir margar, þinn riddara unga og fríða, er sá eg sverði gyrðan um sveitina þvera ríða. Og svo kom sveinninn annar og sveik þig, Helga, í trygðum. Þá fanst mér sólin sortna og sumarið hverfa úr bygðum. Þeir börðust beittum sverðum, uns báðir féllu í valinn. Þá vaknaði í vafa mín von í brjósti alin: Að tjá þér hug minn, Helga, þig heim í bæinn leiða, og umhyggju og ástúð á allan veg þinn breiða. Og loksins, loksins komstu, og lánið við mér brosti, því engin íslenzk kona þér átti fegri kosti. En þú varst sveipuð sorgum, og sál þín gljúp af klökkva. Þín fyrsta ást var eldur, sem ei var hægt að slökkva. Og sál mín brann í sárum, að sjá þig gráta og líða. Eg veit þær undir allar. til æf iloka svíða, Með öðrum helgað hjarta, þú hneigst að mínum barmi, og gafst mér aðeins óminn af öllum þínum harmi. —Flúoir. ASGEIR ASGEIRSSON í bréfi til ritstjóra þessa blaðs, er þess getið, að hr. Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri og fyrrum ior- s;ctisráðherra Islands, hafi nú lokið fyrirlestrahöldum sínum í lianda- ríkjunum. Hefir hann ferðast víða, °g getið sér hvarvetna hinn bezta orðstír; fyrirlestrum hans hefir all. staðar verið tekið hiÖ bezta, og lofs- or^i lokið.á ljúfmannlega fram- konni hans; hefir hann reynst ís- landi heillavænlegur fulltrú hvar seni leiíS hans hefir legið. MetSan Ásgeir stóð við í höfuð- borg Handaríkjanna, átti hann einkaviðtal við Roosevelt forseta, auk þess sem ýmsir ráðgjafanna, svo sem þeir Cordell Hull, utanríkisráð- gjafi, Wallace landbúnaðarráðgjafi og Roper innanríkisráðgjafi, héldu honum veizlur. Mun Ásgeir vera i þann veginn að leggja af stað heim. Þann tima. sem Asgeir hefir dvalið í New York, hefir hann verið gestur þeirra Mr. og Mrs. Emile Walters. MERKUR BLADAMÐUR LATINN Síðastliðið mánudagskvöld lézt að heimili sínu hér i borginni, einn af nafnkunnustu blaðamönnum hinnar canadisku þjóðar, Thomas B. Rob- erton, meðritstjóri dagblaðsins Win- nipeg Free Press, 56 ára að aldri. Lesendur Free Press könnuðust vafalaust bezt við hann af stöfun- um T. I). R., er stóðu undir flestum ritgerðum hans; mun marga reka jninni til frásagnar hans af fylkis- þinginu í Manitoba, er gengu undir nafninu "L;nder the Dome." Var fyndni hans víða viðbrugðið. Mr. Roberton var óvenju glöggskygn á bókmentir; gegndi hann í mörg ár ritdómarastarf i hjá blaði sínu ; þótti hann mildur dómari í þeim efnum, þó skringilega kæmist hann oft og einatt að orði um það, sem honuni fanst rithöfundunum vera áfátt i. Hann var prúður maður og hlýr í viðmóti og aflaði sér fjölda trúnað- arvina hvar sem leið hans lá. PAUL RARDAL. Mr. Paul Bardal, bæjarfulltrúi. hefir verið kosinn i einu hljóði for- maður nefndar þeirrar, er um at- vinnuleysismálin fjallar fyrir hönd Winnipegborgar a yfirstandandi ári. Er þetta virðuleg staða, en jafn- framt ein hin vandasamasta og á- byrgðarmesta innan vébanda bæiir- félagsins eins og nú hagar til. VERÐUR NEÐRIMAL- STOFU FORSETI Símao" er frá Ottawa þann 14. þ. m., að ákveðið sé að King forsætis- ráðherra tilnefni Pierre Casgrain. þingmann Charlevoix-Saguanay kjördæmisins í Quebec sem forseta r.eðri málstofu Sambandsþingsins, er þing kemur saman þann 6. febrú- ar næstkomandi. Mr. Casgrain hef- ir átt sæti á þingi sííSan 11)17. REFSISAMTÖK GEGN ITALIU Símað er frá Lundúnum þann 14. þ. m., að líkur séu til að stjórn Breta beiti sér fyrir þvi, að hert vert5i á refsisamtökunum gegn ítalíu. Er líklegt talið að hinn nýi utanríkisráðgjafi, Anthony Eden, muni krefjast þess að lagt verði strangt bann við flutningi á olíu inn yfir itölsk landamæri. KIPLING SJÚKUR Rudyard Kipling, skáldjöfurinn brezki, var skorinn upp á sjúkra- húsi í Lundúnum siðastliðinn mánu- dag, og er talið tvísýnt um líf hans. Mr. Kipling hélt hátíðlegt sjötugs afmæli sitt fyrir hálfum mánuði; kom liann ásamt konu sinni til Lundúna þann 9. þ. m., og veiktist þar skömmu síðar. \'oru honum veitt bókmentaverðlaun Nobels árið 1907. FRA AFRIKUSTRIÐINU Síðustu fregnir af styrjöldinni milli ítala og Ethiópíumanna láta þess getiÖ, að hersveitir hinna síðar. nefndu hafi unnið sigur mikinn á hinum ítalska árásarher og endur- numið borgina Makale. Er nú h&f- inn hinn mikli, árlegi rigningakafli í Ethiópíu, og má slíkt vel til þess Ieiða, að ítalir fái ekki haldið áfram hernaði mánuðum saman. Er þes^ og jafnframt getiiS til. að til þess geti autSveldlega komið, að þeir verði áður en langt um liður til þess neyddir að semja frið. SOCIAL CREDIT FLOKKURl.X.X í Albcrta kaupir blað. Frá Calgary er simað þann 15. þ. m., að stjórnarflokkurinn í Al- berta, undir forustu Williams Aber- harts, hafi keypt blaðið Calgary Albertan, eina morgunblaðið, sem gefið er út í Albertafylki. Fram- kvæmdarstjórn blaðsins verður þrétt fyrir þetta hin sama og áður. EFTIRIJTSNEFND MEÐ LANUM Á fundi þeim, er staðið hefir yfir í Ottawa undanfarna daga, milli Saml)andsstjórnarinnar og fulltrúa hinna einstöku fylkja í sambandi við fjármálin hefir svo talast til, að skiputS verði nefnd, er eftirlit hafi með öllum lánum fyrir hönd sam- bands og fylkjastjórna, með líku sniði og nú gengst við i Ástrallu. Er ráðgert að nefnd þessa skipi fj.ármálaráðgjafi Sambandsstjórn. arinnar og allir f jármálaráðg.iafar fylkjanna. Svo er ennfremur til ætlast, að forseti Bank of Canada verði ráðunautur nefndarinnar. Xefnd þessi skal fjalla um og kveða a um sérhverjar þær fjármálalegar ábyrgSir, sem Sambandsstjórn kann að ganga í fyrir fylkin. MYNDAR NÝTT RAÐU- NEYTI Hon. Thane A. Campbell, hefir aflagt embættiseið sem stjórnarfor- maður á Prince Edward Island, í stað Walters M. Lea, seni lézt í vik- unni scm leið. Mr. Campbell gegndi embættí domsmálaráðgjafa frá þvi að Mr. Lea myndaði ráðuneyti sitt i júlimánuði siðastliðnum. Hinn nýi stjórnarformaður er 40 ára að aldri, fæddur þann 7. dag júlímánaðar ár- ið [895. Flestir ráðgjafanna eru þeir sömu og í Lea-stjórninni, að undanteknum búnaðarmálaráðgjaf- anum, TTon. William TT. Dannis, sem eigi hefir áður gegnt ráígjafaem- bætti, þó lengi hafi átt sæti á þingi. F.r hann á sjötugasta og öðru atd- ursári. REYKJA VÍK — ÍSLAXD FFTIR 100 ÁR Amerískur rithöfundur hefir tek- ið sér fyrir hendur aíS lýsa borginni Néw York eins og hann hugsar sér hana eftir 50 ár. Áætlanir sinar miðar hann við þær framfarir, sem átt hafa sér stað síðastliðin 50 ár. Með ámóta hraÖa í rás viðburð- anna gerir hann ráð fyrir, að íbúar borgarinnar muni ekki ver8a færri en 50 miljónir. í stað einstakra húsa muni verða komnar geysistórar sanibvggingar, aðallega úr málmi og gleri, alt að 250 hæÖir. Aðal sam- urnar verði ofan vitS húsin, gangstéttir á þökunum, en spor- brautir og flugíeitSir þar fyrir ofan. Loks álítur hann að allur hraði hafi þá færst svo mikið í aukana, að nú- tímamanni veittist erfitt að hugsa sér slíkt. Ýmsir fleiri rithöfundar og hug- vitsmenn hafa reynt að skapa sér mynd af þeim tíma, sem í hönd fer eftir tugi ára. En#sumir þeirra eru svo gætnir að bæta því við, — að ef til vill bendi flestar Iíkur til þess, að mannkynið hafi tortímt sjálfu sér metS eiturþoku, helgeislum eða öðru þvílíku innan næstu hundrað ára. Slíkt er e. t. v. nokkuð mikil svart- sýni, þó að öðru hvoru berist fregn- ir af nýjum uppgötvunum, sem gera mönnum kleift að leggja heil land- svæði í auðn á svipstundu. Einhver h/ugmyndaríkur íslend- ingur ætti að koma með mynd af því Islandi og svo sérstaklega þeirri Reykjavík, sem líkur eru til að til veroi eftir t. d. 50 ár eða 100 ár. Það gæti orðið bæði fróðlegt og skemtilegt — ekki sízt fyrir þá kyn- slóð, sem nú er óborin, en verður uppi árið 1985 eða árið 2035 og langar til að vita hvernig við — for. feður hennar—höfum hugsað okkur hina ókomnu tíma.—Dvöl. FLO TA MA LA I'IXGIÐ I LUNDÚNUM Staðið hefir yfir í Lundúnum undanfarna viku, og stendur yfir enn, fimm velda fundur, er það verkefni hefir með höndum, að kveða á um það hvort tiltækilegt sé að draga að einhverju leyti úr víg- vörnum á sjó. Að fundi þessum standa Bretar, Bandaríkjamenn, Japanir, ítalir og Frakkar. Eftir síðustu fregnum af stefnu l'essari atS dæma, horfist þunglega á um árangur. Þykja Japanir eink- um og sérílagi óþjálir takmörkun flotans viðvíkjandi, og er jafnvel talið líklegt að þeir gangi þá og þeg- ar af fundi og alt lendi í öngþveiti. HITABELTI utaii z'iií (jufuhvolfið. Xafnkunnur enskur vísindamað- ur, prófessor Appleton, hefir komist að því, eftir margra mánaða rann- sóknir, að fyrir utan gufuhvolf jarð- ar er hitabelti, sem menn hafa ekki haft hugmynd um áður. Þar er svo mikill hiti, að hann mundi bræða málma og er loku skotið fyrir drauma mannanna að geta flogið til annara hnatta. Appleton prófessor álítur, að eftir ]'ví sem lengra dragi frá jörðunni, eftir því verði hitinn ír.eiri, alveg þveröfugt við það, sem menn hafa haldið frani áður, að alt af yrði kaldara og kaldara eftir því sem lengra kæmi út i himingeiminn. At- huganir hans eru bygtSar á nákvæm- um mælingum og sendingu raf- strauma upp i háloftin. Stjórn Ethiópiu hefir kært til Þjóðbandalagsins yfir því, að flug- her ítala hafi varpað sprengjum á kirkju TMámanna og orsakað metS ]'ví dauða tíu manna, er hlýdc'u á helgar tiðir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.