Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JAJSTtTAR 1936 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Ferðalagið og það sem kom fyrir okkur í gærkveldi, hefir verið meira en þú máttir við, elsku barnið mitt; þú lítur svo ósköp J)revtulega út; þú hefðir átt að sofa og hvíla J)ig lengur, eftir ferðina, “ sagði hr. Wil- coxen með svo innilegri hluttekningu. er hann stóð upp og gekk á móti henni og rétti henni hendina og leiddi hana til sætis þar sem bezt íór um hana, nálægt arninum. Hans stilta, góðmannlega framkoma og kærleiksríka hjartalag, sem ávalt og alstaðar einkendi hann, náði um stund yfirhöndinni á hinum mildari tilfinningum í hjarta Miriam. Yar það mögulegt að slíkur maður væri sekur um glæp, eins og hún hafði íátið sér til hugar koma að gruna hann um? Nei, nei! Það var óhugsandi! Hver drátt- ur í andliti hans, hver hljómbrigði í málróm lians, hvert einasta lundareinkenni hans, mælti ákveðið á móti því að slíkur maður hefði framið hræðilegan glæp. En svo komu henni í hug sannanirnar— þessar óheilla sannanir,—og hún var eins og ó milli heims og helju af efa, þegar hún sett- ist í stólinn, sem hann leiddi hana að. “Hringdu eftir morgunverðinum, Paul! Litla ráðskonan okkar hressist þegar hún er búin að drekka sér bolla af heitu og góðu kaffi. ” Miriam vildi ekki láta það sjást að liún væri ekki eins og hún átti að sér, hún stóð því upp og færði stólinn sinn að borðinu, og byrj- aði með skjálfandi hendi að raða niður boll- unum og láta sykur og mjólk í þá. eins og hún var vön. Hún gerði það mestmegnis til þess að komast hjá því að hún yrði frkear spurð um hvað að henni gengi; og hvernig gat hún svarað spurningum og hverjum gat hún trú- að fyrir þessari hræðilegu gnmsemd, sem lá eins og píslarfæri á hug hennar og hjarta? Hún reyndi við morgunverðinn og allan daginn, að vera sem stiltust, og láta sem minst á sér bera. En mundi hún geta leynt hugarástandi sínu fyrir hinni föðurlegu og ka'rleiksríku umhyggju hr. Wilooxens, til lengdar? Þetta sama kvöld, eftir kvöldverð. er hr. Wilcoxen var genginn til herbergja sinna og þjónustustúlkan hafði bætt brenni á eldinn á arninum og gert að ljósinu á lamp- anum og var gengin úr stofunni, voru þau Miriam og Paul þar ein eftir. Miriam sat öðrumegin við stofuborðið og grúfði sg ofan í sauma sína, en Paul sat hingumegin og var að lesa í bók; hann lagði bókina skyndilega frá sér. stóð upp og settist á stól við hlið Miriam, og fór að tjá henni hversu mjög og innilega hann elskaði liana og hversu sér lægi velferð hennar á hjarta, og hann beiddi hana að segja sér hver væri orsökin fyrir hugstríði hennar og hrygð. Hún hvítnaði upp og varð sem nábleik í andliti meðan hann talaði, og sagði í ákafri geðshræringu: “ó, Paul. Paul, í hamingjunnar bænum, spurðu mig ekki um það!” “Blsku Miriam mín; hvernig hugsarðu? Eg verð að fá að vita það.” “Ó, Paul. Paul! Eg er leiksoppur í hendi forlaganna, sem hafa dæmt mig til þess að verða verkfæri í hendi sér. til að steypa þeim öllum í hörmungar og eyðileggingu, som elska mig mest og hafa verið mér beztir, og sem eg elska mest allra.” “Eílskan mín. þú ert veik og þarft að skifta um verustað fyrir tíma; það skal ekki standa á því að veita þér það, elsku Miriam,” sagði hann og reyndi að hugga hana með sinni viðfeldnu lipurð og góðvild, sem honum var svo eiginleg. Það var eins og hrollur færi um hana, og titrandi andvarp steig upp frá brjósti hennar. og — “Ó, Paul, Paul!” var alt sem hún gat sagt. 0 “Er það eiðurinn, sem þú vanst Jjegar þú varst barn, sem>þjáir þig svona mikið. Mir- iam? Reyndu að gleyma honum; þú getur ekki fullnægt honum; það sem ómögulegt er, getur ekki heldur verið skylda.” “Ó, Paul! Gefi himininn að .það sé ó- mögulegt! eða J)á að eg væri dauð.” “Miriam! Hvar eru }>essi bréf, sem }ní ætlaðir að sýna mér?” “Ó, spurðu mig ekki um þau, Paul! Ekki enn})á! ekki ennþá! Eg þori ekki að sjá þau. Hver veit um hvað þau eru ? Hver veit nema að þau sanni hinn hræðilega grun! Þau geta líka ef til vill gefið bendingu um aðrar líkur. ’ ’ sagði hún eins og utan við sig. “Náðu bréfunum og lofaðu mér að sjá þau, elsku Miriam.” sagði hann í ákveðnum róm. Hún stóð upp með veikum burðum og gekk út úr stofunni og eftir svo sem fimtán mínútna burtveru kom hún aftur með bréfa- böggul í hendinni. “Þetta innsigli hefir etíki verið brotið upp síðan móðir mín setti það á,” sagði Miriam og opnaði böggulinn. Það sem fyrst varð fyrir henni var lítið blað úr dagbók, sem skrifað var á hið örlaga- þrungna stefnumót, en hafði hvorki dagsetn- ingu né undirskrift. “Þessi miði.” sagði hún hrygg í huga, “fanst í kjólvasa Marian, sem hún var í síð&st er hún var stödd á Luckenough, en hún skifti um kjóla áður en hún fór út að ganga þetta ógleymanlega kvöld, sem hún dó. Og möðir mín trúði því staðfastlega að hún hefði farið til fundar við þann. sem bréfið hefði skrifað.” Paul tók miðann til sín o skoðaði hann með hinni mestu gaumgæfni. Eftir því sem hánn virti miðann lengur fyrir sér, brá hann litum og hvítnaði upp í andliti og krampa- kendur óstyrkur fór um lfkama hans; hann brá hendinni einu sinni eða tvisvar yfir augu sér, eins og hann væri að reyna að glöggva sig á einhverju. og hélt svo áfram að horf'a á miðann. sem hann hélt í hendi sér; hann starði með eins og stirðnuðum augum og hálf- opnum munni, alveg orðlaus og óttasleginn á blaðið. sem liann hélt á. Miriam glápti á hann yfirkomin af hræðslu og að síðustu hrópaði hún upp: “Paul, Paul! Hvað gengur að J)ér? Þú lítur út eins og þú sért orðinn að steini við að horfa á Jænnan miða. Ó. Paul, ertu að verða veikur?” “Miriam, þekti móðir þín þessa rit- liönd??” spUrði hann í hásum og næstum ó- heyranlegum málróm. “Nei!” “Hafði hún nokkurn sérstaklega grun- aðan?’ ’ “Nei!” “Þekkir J)ú nokkurn, sem þú hefðir grunaðan?” “Nei! Hg var barn að aldri, Jregar eg sá Jretta blað, og eg hefi aldrei séð það síðan. ” ‘ ‘ Og ekki núna þegar þú fékst mér það ? ’ ’ “Nei, eg leit ekki á skriftina. ” “Það er mjög undarlegt að þú skyldir ekki skoða rithöndina. ef ske kynni að þú þektir hana. áður en þú fékst mér það. Því gerðir J)ú það ekki? Þorirðu ekki að skoða skriftina, Miriam? Því líturðu undan? Mir- iam ,ansaðu mér — þekkirðu skriftina?” “Nei, Paul. eg þekki hana ekki; þekkir þú hana?” “Nei, nei! Hvernig ætti eg að þekkja hana? En segðu mér, Miriam, því líturðu svona undan? Þú talar í svo breyttum mál- róm; segðu mér hvað þér er í hug. Segðu mér J)að hreinskilnislega. í eitt skifti fyrir öll. Hefirðu grun um hver muni hafa skrifað bréfið?” “Ilvernig ætti eg að geta haft grun um það ? Hefir þú nokkurn grun um það, Paul ?” “Nei, nei! Hverslags fjarstæða; eg hefi engan grun um það.” Það var eins og þau þyrðu ekki að tala, né líta hvort framan í annað; það var ekki ástæðulaust að þau, eins og reyndu að kom- ast hjá því að segja mikið. því þjáning og ótti hafði sett mark sitt á andlit þeirra beggja; þau voru jafnvel hrædd að hevra hvort annars málróm; þau fundu að mál- rómur þeirra.var holgóma, daufur og hljóm- laus. “Það er ómögulegt! Eg hlýt að vera vit- laus, að láta mér detta aðra eins fjarstæðu í hug. — Vissir þú hvort Marian var í innilegu vináttusambandi við nokkurn sérstaklega?” “Nei, engan utan fjölskyldunnar, nema ungfrú Thornton. ” “Utan fjölskyldunnar! — utan hvaða fjölskyldu?” “Okkar, auðvitað.” “Var — eg meina að segja — var það mögulegt, að bróðir minn liefði verið kunn- ugur henni?” “Elg veit ekki; eg sá Jiau aðeins tvisvar saman. Því spyrðu að því, Paul?” “Það gerir ekkert til. Miriam. Eg var viti mínu fjær að láta mér detta í hug—” “Hvað var það. Paul?” “Það er svo undarlega líkt — líkt — Því horfirðu svona á mig, Miriam?” “Eg er að reyna að komast að hvað þú meinar með þessum sundurlausu orðum. Hvað er það, se(m er svo undarlega líkt, Paul?” “Ó, eg meinti í andlitsfalli.” “Ó, já, þér finst það; það mun vera — og í persónuleika líka; og stundum eru for- lögin lík; en við vorum að tala um rithöndina á bréfinu, Paul.” “Ó, vorum við að því? Já, það mun hafa verið. Eg er ekki alveg með sjálfum mér, Miriam; eg held að eg hafi sökt mér of mikið niður í að rannsaka þessa skrift. og gleymt sjálfum mér. Eg er eitthvað utan við mig, en J)ú skalt ekki taka þér það nærri. Viltu gera svo vel og rétta mér þessi útlendu bréf, elsk- an mín.” Miriam var að velta þeim fyrir sér, og skoða þau; en hún virtist ekki hafa löngun til að lesa nokkurt orð í þeim. “Paul,” sagði hún, “eru ekki átta ár í vor síðan bróðir þinn fór til Skotlands til þess að sækja þig?” “ Jú; en því spyrðu að því?” “Fór hann ekki til Glasgow?” “ Jú; en hvað um það?” “Voruð þið ekki saman þar í marz og apríl 182—*?” “Jú; en hversvegna? Því er þér svo um- hugað að vita það?” “Það er vegna J)ess, að öll Jæssi bréf til Marian eru póstmerkt í Glasgow í marz og apríl 182—.” “Lofaðu mér að sjá,” sagði hann og greip bréfaböggulinn úr hendi hennar, með svo skjótu viðbragði að vart auga á festi; hann opnaði fyrsta bréfið sem fyrir honum varð, og rendi augunum með leifturhraða yfir línurnar. Hálf-niðurbælt liljóð, eins og knúið fram af óbærilegri þjáningu og kvöl. kom yfir hinar fölu varir hans og stórir svita- dropar pressuðust út á enni hans. Hann , böglaði og kreisti saman bréfin í hendi sér. eins og óafvitandi, starandi hálfbrostnum augum út í bláinn. og sagði með hljómlausri röddu: “1 hamslausri ofsageðshræringu, reiði, afbrýði — er mögulegt að hann hafi orðið viti sínu f jær um augnablik, og— Eu að hann hafi framið morð af ásettu og yfirlögðu ráði; nei, aldrei, aldrei, aldrei!” “Paul, Paul! talaðu við mig. Segðu mér hvað þú hugsar um Jietta. Þetta er búið að búa um sig í liuga mér um lengri tíð. og eg rís ekki undir þessari þögn og óvissu lengur. Hvað er í þessum hréfum? Ó. segðu mér það strax, Paul. Talaðu; J)ví þegirðu; því ans- arðu mér ekki. ó talaðu, Paul; hjartað er að springa í brjósti mínu!” ITann ansaði henni ekki, en sat hreyfing- arlaus eins og vofa, en þó með hörkulegum i ákvörðunarsvip á andlitinu, sem var litlaust og afmvndað af óbærilegri þjáningu. “Paul, Paul!” hrópáði Miriam og stóð á fætur og staðnæmdist fyrir framan hann. “Paul, talaðu við mig! Þú lítur svo afskap- lega illa út; eg get ekki horft á þig; það gerir alveg út af við mig. Talaðu, Paul; í hamingj- unnar bænum talaðu. Þó þú getir ekki sagt mér nema lítið núna. Eg veit það alt, Paul, eða næstum alt. Fyrir nokkrum vikum dundi þetta yfir mig eins og reiðarslag! Það gersamlega bug- aði mig um stund; en eg stóðst það! En þú, Paul — þú! Eg er hrædd að sjá hvernig þú lítur úr! Talaðu við systur þína, Paul! Tal- aðu við konuefnið þitt.” Hann virtist ekki gefa henni neinn gaum. Hún var yfirkomin og fanst eins og hún vera allslaus og af öllum yfirgefin, og stæði á grafarbakkanum, eða að hún væri að missa vitið. En hvernig sem henni leið. þá gat hiín sízt þolað að sjá Paul eins og hann leit út. Hún gerði því eina tilraunina enn, til þess að vekja hann af þessum dvala. “Fáðu mér bréfin aftur, Paul, eg get kanske komist að meiningunni í þeim.” Hann ansaði henni engu orði, svo hún revndi með hægð að ná bréfunum úr liendi hans. 4 En er hún snerti bréfin. þaut hann upp og fleygði þeim í eldinn. Miriam brá skjótt við, hljóp að eldstæðinu og kafaði með höndunum inn í logann og náði bréfunum; þau vorU sum dálítið sviðin. en ekki eyðilögð. Iíún fékk nokkur brunasár á hendurnar. en hún lét ekki sársáukann hindra sig frá að ná bréfunum. Paul horfði á hana þegjandi, en leit út eins og hann hefði ómótstæðilega til- hneigingu til að hrifsa bréfin úr hendi henn- ar og fleygja þeim aftur í eldinn. Hún sá það og sagðj: “Nei, nei. Paul; þú ætlar þó ekki að beita mig ofbeldi til þess að ræna mig þessum bréf- um. sem eg verð að gæta sem helgidóms. ’ ’ Paul var í efa livað hann ætti að gera, og leit óhýru auga til bréfaböggulsins. “Gættu heiðurs þíns og sóma. Paul, á þessari óskaplegu reynslustund, ” sagði Mir- iam; gættu heiðurs þíns og mannorðs, þó alt annað fari.” “Hvað ætlarðu að gera við þessi bréf?” spurði hann. með miklum óstyrk í röddinni. “Geyma þau eins vel og eg get, fyrst um sinn. ” “En síðar ?” “Eg veit það ekki.” “Miriam. þú reynir að fara í kringum að svara spurningu minni. Viltu lofa mér einu?” / * “Hvað er það?” “Lofaðu mér því að gera ekkert með þessi bréf. þar til þú hefir betri sannanir. ” “Eg lofa þér því. ” Að svo mælti tók Paul kerti í hönd sér, kveikti á því og gekk út úr stofunni. eins og hann ætlaði að ganga til svefnherbergis síns; en þegar hann kom út í forstofuna lagði hann niður kertið og slökti á því, og flýtti sér út í ferskt næturloftið, eins og hann væri að kafna. Nóttin var lygn og köld, himininn heiður og alstirndur, snjórinn á jörðinni var harð- frosinn. Það var hressandi fögur vetrarnótt. Undir öðrum kringumstæðum hefði hið heil- næma. hressandi næturloft og stjörnudýrðin hrifið huga lians til aðdáunar og heimspeki- legra liugleiðinga; en nú fanst honum eins og loftið væri þykt og kæfandi, og hinn stjörnu- heiði himinn ömurlegur. Hinn hræðilegi grunur um að bróðir hans væri glæpamaður. hafði Jivert á móti vilja lians og öllum skynsamlegum rökum. smeygt sér inn í meðvitund hans, og nísti hjarta hans með miskunnarlausu heljartaki. Hann þekti rithönd bróður síns á bréfunum, ög svo innihald bréfanna, sem voru á frönsku. var þess eðlis að þau gáfu ómótmælanlega til kynna frá hverjum þau voru; þau sögðu frá veru lians á Englandi og því sem fvrir augun bar, og því sem hann tók þátt í meðal menta- manna J)ar, sem Paul kannaðist svo vel við; þau voru umfram alt svo innileg og logandi af ástarþrá. En þegar Paul liugsaði til þess, sem skeð hafði heima, þá var eins og allir við- burðirnir mynduðu eina óslitna keðju af sönn- unum á móti bróður hans, og hann fór að rifja upp í huga sér hin ýmsu fyrirbrigði, er stóðu í sambandi við þetta mál, syo sem hina skyndilegu breytingu sem varð á Thurston þennan óheilladag, þegar Marian var myrt. og hafði alt af haldist síðan—þetta ólæknandi þurlyndi.—þá var og grunsamt um hversu mikið hann liafði þurft að flýta sér til að komast í burtu. undir því yfirskyni að hann þyrfti strax að sinna stórum viðskiftamálum í Baltimore, sem aldrei var minst á síðar. Þá þessi dularfulla burtvera hans alla nóttina frá afa sínum. þegar hann var að deyja; háttalag', sem aldrei hafði fengist nein skýr- ing á til þessa dags; liið hrakta og ömurlega útlit hans, þegar hann kom heim morguninn eftir; þessi lamandi söknuður og harmur; sá vani hans að loka sig inni á hver ju vori, þann dag sem bar upp á dánardag Marian — og að síðustu öll bréfin. Á meðal þessara bréfa, og J)áð sem varð fyrst fyrir honum, var bréf- ið, sem Thurston hafði skrifað Marian, til J)ess að reyna að fá hana til að fara til Frakk- lands með. sér, og var oft minst á giftingu þeirra í því bréfi, í sambandi við kröfu hans um að hún kæmi með sér. Þrátt fyrir það þó hann setti öll Jæssi at- vik í sambandi hvert við annað, datt honum ekki í hug að halda að glæpurinn hefði verið framinn af yfirlögðu ráði. — J)að lilaut að hafa viljað til sem slys eða óviljaverk í augnabliks æsingu milli elskendanna. sprott- inni af afbrýðissemi eða einhverjum sárum vonbrigðum þeirra á milli. Hann hélt að hann væri að komast á slóðina, til })ess að gera sér grein fyrir þessu hörmulega slysi. “Kannske liún hafi ekki viljað fara með lionum til Frakklands. og hann hafi svo í einhverju ofboði ætlað að neyða hana til þess, en mislukkast, og undir slíkum kringumstæð- um mist vald yfir sér—mist vitið sem nöggv- at. Þetta virtist sem skýring á öllu því sem skeð hafði og virtist svo dularfult í framferði hans daginn og nóttina, sem morðið var framið, og morguninn eftir.” Hann hugsaði um þetta fram og aftur, yfirkominn af hugstríði og angist, og sorgin og óttinn tóku hug hans og hjarta heljar- tökum. Og Miriam sór móður sinni, í banaleg- unni, að gera alt sem hún gæti til þess að finna glæpamanninn og fá hann dæmdan til að líða maklega hegningu! Mun liún nú — getur hún staðið við þetta óskaplega loforð sitt? Getur hún kært velgerðamann sinn fyrir morð, liann. sem hefir verið henni sem elskulegur faðir og bróðir? Getur liún rétt út hendi sína til þess að hrinda honum ofan af hátindi frægðar og virðingar niður í hyl- dýpi forsmánar og dauða? Nei, nei, það má ekki koma fyrir, þetta loforð verður að vera brotið, það verður að komast hjá því; rétt- lætið, ef það J>á er réttlæti, verður að víkja, alt verður að víkja úr vegi. alJ. alt, verður að vera gert til þess að verja mannorð og heiður bróður okkar! Ef hann hefir syndgað, hefir hann þá ekki margfaldlega iðrast? Hefir hann ekki liðið? Hvaða rétt hefir hún, næst- um sama sem barnið hans, til að kæra hann og fá lionum hegnt, jafnvol með lífláti? “Mín er hefndin, — eg vil endurgjalda,” segir Drottinn. Nei, Miriam má til að bregðast })essu grimma loforði. Hún verður, hún verð- ur, hún verður að gæta þess með skynsemi, að leiða ekki dauða og eyðileggingu yfir okkur öll. Eg skal koma í veg fyrir að hún geri það; eg skal finna ráð til þess að telja um fyrir henni og þvinga hana til að hætta við þetta óttalega áform sitt. Eg skal knýja fram allar hennar beztu og göfugustu tilfinningar, eg skal setja henni fyrir sjónir þakklætis- skvlduna við bróður okkar; eg skal vekja meðaumkunar tilfinninguna í brjósti hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.