Lögberg - 06.02.1936, Page 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. FEÍBR.ÚAR 1936
7
Athugasemdir
Svar mitt til Mr. Árna Mýrdal
vid opnu bréfi til mín, er prent-
að var í 31. númeri “Heimsk.”
dagsettu 6. október 1935.
Þegar eg las þaÖ, fanst mér þú,
Mr. Á. Mýrdal, vera farinn að tapa
skilningi. Eg sé ^ð skáldagáfa þin
hefir vaxiö æði mikið. Þá datt mér
i hug vísa, er bróðir minn gerði einu
sinni; hún er svona: ,
“f dag er þessi dagur,
sem drottinn gaf þér og mér;
oss finst hann vera fagur,
en furðulega er magur,
þvi engin vinna er.”
Og þannig er ástatt með mig, að eg
er vinnulaus, tek þvi pennann til að
reyna að skerpa skilningsgáfu þína,
(ef það annars er hægt) og bera á
móti óhróðri þeim, er þú berð á mig.
Þú, Mr. Mýrdal, prédikar evan-
gelium þitt um mig rangt, ósatt alt,
er þú segir að standi í grein minni,
sem prentuð er í Kringlu Nr. 52,
dags. 25. september 1935. Er það
því þinn tilbúningur. Líki eg því við
þá Grímur Ægir hristi buddu sína,
hvar úr kom hnoðri, er stefndi að
Göngu-Hrólfi og mönnum hans.
Tek “Mönduls” belg, veifa honum,
svo vindur sá er þar kemur út, blási
hnoðra þínum til þín aftur.
Ætla eg nú að sýna þér hvar þú
ferð með ósannindi; verð að taka
hréf þitt lið fyrir, svo þeir sem lesa
þetta, sjái hvað skáldmæltur þú ert.
Haugur sá af ósannindum, sem þú
mokar saman, er þú segir að eg
drótti að þér, er svo stór, að furðu
gegnir. Þú ættir sérstakt tignar-
merki fyrir skáldaflug þitt.
Þú byrjar með: “f þessu blaði er
greinarkorn eftir þig, sem er berlega
beint að mér, en ekki að_málefninu
sjálfu, sem þú læst vera að athuga.”
Eg vil benda þér á að ástæðan
fyrir þvi að eg fór að senda þér
h'nu, var engin önnur en sú, að reyna
að fá þig til að hætta ádeiluskrifi
þínu um forseta Bandarikjanna. En
ekki að fara að rífast við þig í
stjórnmálasennu. Eg er enginn
stjórnmálaskúmur (kjaftaskúmur)
Eg sá að bezti vegur var til þín í
opinberu dagblaði eða vikublafSi, ef
áform mitt ætti að bera ávöxt. Held
eg mér hafi lukkast það furðanlega
vel, þar sem þú lofar síðast í bréfi
þínu að hætta ádeiluskrifi þinu á
persónur; þykir mér mikið til koma
hve vel þetta fór. En í bréfi þinu
berð þú á mig óhróður, er eg verð
að svara og geri nú.
“Eigingjarn” segir þú að eg
skrifi. Hvar stendur það í grein
niinni ? Geturðu bent á það ? Eg
álít, eins og flestum verður (ef eg
a að segja nokkuð um það) að þú
1T|unir hugsa fyrst um þinn eiginn
bag, fyr en annara, eða gatslítir skó.
s°lum þínum fyrir sjálfan þig; er
l'að fyrst nú að eg segi þetta. Sé
ebki að það minki þig.
' 1 ’ndirhyggjufullra hvata” er þitt
skáldasmíð, en stendur hvergi í
nunni grein. Eru nú pálstungur
þniar til mín likar og þá tað var
stungið út úr f járhúsum á íslandi:
borið út, klofið, breitt til þurks, svo
hægt væri að brenna því í eldhús-
hlóðum. Ertu nú að bera á glóðina,
væni ?
XTú vil eg biðja þig að opna upp
a gátt skilning skilningsgáfu þinn-
ar, svo þú skiljir orð mín rétt hér
eftir, þvi óvist er eg hafi tækifæri
61 að leiðrétta eða þýða þér meining
orða minna.
Þú álítur að eg kunni bezt við
ni'tt eigið orða-“hrat”, og ætlar því
a,ð hafa það sem fyrirmynd. “Hrat”
a • er kemur af garða-ávöxtum,
ePlutn og sjófangi, er brúkað til
s epnufóðurs og því peningavirði:
synist mér þitt hrat vera verra en
nntt, og því eins verður það verð-
minna, af þvi þú blandar það of-
miklu af ósannindum.
Það má vel vera að setningin hjá
mer; “Náðarsamlega tekið inn," sé
slæm islenzkza; væri vel gert af
>eim, sem rita góð íslenzku, ef þeir
vildu setja í “Lögberg” eða “Heims-
kringlu” aðeins eitt orð um það, t. d.
góð, slæm; þótt orðið “slæm”«’yrðí
þeirra álit, þætti mér vænt um, þá
læri eg ögn.
“Vatt upp hugsanaklukku sína,
setti stóra vísirinn á skífuna,” er
máske klaufalega orðað hjá mér. Er
ekki skífan einn partur af klukku,
svo hún sé nothæf klukka, er sýni
tima dags og nætur ? Eg sé þú skil-
ur ekki að klukka sú er eg á við, er
heilinn í haus þínum, eða sá partur
hans, er framleiðir hugsun þína.
Þetta er sú klukka er eg á við, en
vísirinn eru orðin, sem þú setur á
pappírinn, og þegar í orðum stendur
hámark illra hugsana, þá er vísirinn
á hæsta marki, og þarf þvi bara einn
vísi til að sýna hámark. Þetta orð-
tæki hefi eg oft heyrt notað í tali og
riti. Tók eg það því sem það allra
vægasta, er > ætti við ádeilugreinar
þínar um forsetana, Mr. Woodrow
Wilson og þann núverandi, Roose-
velt.
Þegar þú skrifaðir grein þína um
Mr. Wilson, setti eg nokkur orð á
miða, ætlaði að biðja Kringlu að
færa þér það, en hætti við, af þvi eg
var ekki orðinn borgari í Bandaríkj.
unum. En svo voru aðrar orsakir
því valdandi líka, að eg gerði það
ekki.
Ádeilugrein þín um forseta Wil-
son var strákslega rituð. Hvað hafði
forsetinn gert þér, svo þú færir að
níða hann út og hans verk? Þú
segir að tilefni greinar þinnar hafi
verið grein í Kringlu eftir ri'stjór-
ann, um friðarsamningana og
Bandaríkin. Hvað hafði hann gert
þér? Legg eg sömu spurningu fyr-
ir þig og þú gerir í byrjun bréfs
þíns til mín; mun eg svara því síðar.
Að þú leitir þér allra upplýsinga
um málefni það, er þú, Mr, Árni
Mýrdal, tekur á dagskrá þína, heid
eg að sé bara grobb hjá þér; vil eg
reyna að sýna að svo er víst stund-
um, að það er ekki frá fyrstu hendi
ætíð.
Þú segir: “En margir höfðu nú
samt annað álit á þessari grein. Að
skoðun mín á því málefni væri einn-
ig skoðun meirihlutans sázt bezt á
kosningarúrslitum næsta ár.”
Kosningaúrslitin sönnuðu aðeins
það, að fólkið hugsar ekki sjálft,
fer aðeins eftir því sem atkvæða-
smalar og flokks-berserkir segja á
gatnamótum og i samkomusölum.
Sýndi það er þeir sögðu víst enga
sönnun fyrir því, að forsetinn, W.
Wilson, væri ekki eins góður sem
forseti eftir sem áður. En svo gast
þú ekki vitað um að meirihluti að-
hyltist þína skoðun fyr en kosning-
ar voru yfirstaðnar. Mest vegna
þess að aðeins örfáir fslendingar
lásu grein þína, og þú fórst ekki
sem götuhorna prédikari um landið.
Eg held að allar æsingaræður og rit-
gerðir hafi verið orsök þess hve
margir Bandarikja forsetar hafa
verið myrtir; og svo getur orðið
enn, því bezt að þegja.
Það er satt sem þú segir, að það
er hægara að rífa niður en byggja
upp, því eins mun það vera orsökin
til þess að þú ert að reyna að rífa
niður gerðir forseta þess flokks
sem þú telur þér ekki samboðið að
tilheyra. En sem góður borgari í
Bandaríkjum lætur þú ekki eitt orð
heyra frá þér, hvernig þér lýst bezt
að byggja upp, og miljónera-flokk-
urinn og þeir, sem hanga í þeirra
hala, gerðu ekki það sem þeir gáfu
gert, til að reisa við, eftir því senl
Roosevelt forseti sagði þingmönn-
unum um kvöldið. Báðu stórmenni
þessi hann i guðs bænum að hjálpa
þeim, þeir væru a"ð farast. En þeg-
ar hann hafði rétt við, svo þeir flutu,
þá snérist hjólið. Og nú, Mr. Á.
Mýrdal, sjáið þið hvernig á að fara
að því að byggja upp, og ykkur
vantar nú völdin.
En heyrðu væni, veiztu nokki ð
hvað varð af þessum f jórtán bilicn-
um, sem eitt Seattleblaðið segir að
hafi horfið úr bönkum og sjóöum
Bandaríkjanna á árunum frá 1928
til 1933, og blaðið sagði að enginn
vissi hvar væru. Eg tel sjálfsagt að
þú hafir leitað þér upplýsim.a tun
það.
Svo þú hefir aldrei búist við, að
allir yrðu þér samdóma. Eg tel víst
að það verði ekki heldur hér eftir.
Þegar Mr. Hoover var forseti,
átti eg æði oft orðakast við vin minn,
er líkaði ekki hans stjórn; reyndi eg
að færa alt á betri veg og urðum við
stundum þjarksamir. í lok orða-
sennu brosti vinur minn og sagði að
þa§ væri synd að segja að eg reyndi
ekki að færa alt á betri veg fvrir
Mr. Hoover. Vinur minn var reglu-
legur “gentleman.”
Málkunningi minn hér í bæ gekk
til min á götu og byrjaði að úthúða
Roosevelt forseta, sagði að hann
væri að setja alt á hausinn; skildist
mér hann meina beint norður og nið.
ur. Hann talaði á ensku, og þarna
voru tveir innfæddir Ameríkumenn
við og heyrðu. Eg reyndi að fá
hann til að brúka sitt móðurntál
(þetta var landi) en hann vildi ekki
Svo gekk eg frá honum til að fríja
okkur frá gisting hjá lögreglunm
næstu nótt. Sérðu að þú ert ekki
sá eini, er eg á í þjarki við, út aí ó-
svífni þeirri er borin-, er á forseta
Bandaríkjanna.
Þegar verið var að hampa Mr.
Hoover sem góðu forsetaefni las eg
í einhverju blaði æfisöguna hans,
er hann var í Kína. Átti hún að
sýna og sanna, að hann væri mikil!
stjórnmálaspekingur og því siá'.f-
sagt að fá hann í Hvíta húsið i
Washington sem forseta Bandaríkj-
^anna. Enhvaðskeði? Þú veizt það,
i Mr. Árni Mýrdal, en þagðir.
Eitt blað flutti þá fregn, að til-
drög þessa vonda tíma, sem h.-ifir
; gengið yfir Þandarikjaþjóðina nú,
I mætti rekja til þriggja undanfarandi
forseta í Bandaríkjunum, Mr. Hard-
! ing, Mr. Coolidge bg Mr. Hoover.
I Sé það satt, er stórmerkilegt að þú
; Mr. Mýrdal, skyldir aldrei skrifa
eitt orð um það í Heimskringlu,
löndum þínum til fróðleiks. Þú
hefir af einhverjum ástæðum ekki
! aflað þér upplýsinga um það, því
engum mun detta 5 hug að þú, sem
1 hugsar svo mikið um velferð þjóð-
, arinnar, þegðir um slíkt. Vil eg því
halda að blaðið hafi farið með ósatt,
þar aldrei kom eitt orð frá þínum
penna um það, öll þau ár. Það tók
þig aðeins þrjú ár að sjá vitleysurn.
ar hjá Roosevelt forseta og stóð
ekki á ritdómi og ádeilum frá þér.
Þú segist oft hafa skrifað í blöð-
in síðan grein þin um Mr. Wilson
kom og þar til nú. Eg hefi lesið alt,
. sem þú skrifar í blöðin, en sumt af
j því er of þungskilið fyrir minn
haus; þvi er það vist orsökin að mér
finst sumt af því vera þurmeti. Mig
I minnir það sé indverskur málshátt-
ur er hljóðar svo: “Sá sem veit að
hann veit, og veit að hann veit ekki,
, hann er vitur,” o. s. frv.
Nú kem eg þar að í grein þinni
| og bréfi til mín, hvar þú úthúðar
stjórn Mr. Roosevelts. Þar segir
þú: “Nú læst Roosevelt vera að
efna eitt sinna loforða” og “Fáir
munu þeir, sem ekki sjá hvert stefn-
j ir. — Erfðaskatturinn — stór skatt-
ur.” Og sé það sökum atkvæðanna,
| er hann kunni að ginna frá vinstri
mönnum. Og það sé velferðarmál
stjórnarflokksins er hann láti sig
fyrst varða. Eina loforðið, sem for-
I seti hafi efnt, sé að nema úr gildi
j vínbannslögin. Álit hans var, að
])jóðin gæti að nokkru leyti drukkið
1 sig til velsældar og jafnfran.t notið
, ánægjunnar af svallinu.”
Dásamleg klausa! Hefir forset-
inn, Franklin D. Roosevelt skrifað
^ þér þetta, eða hefir þú talað við
, hann ? Eg er viss um að þér yrði
erfitt um tungutak ef þið mættust,
1 að minsta kosti með svona lúalegum
; ásökunum, sem þú berð á forset-
j ann, Roosevelt; gengur það yfir mig
að þú skulir láta þetta koma úr þín-
1
um penna.
Var annar betri vegur til að reyna
j að stoppa vínsmyglun ? Var það svo
, heilnæmt fyrir þjóðina að halda því
við? Og svo að gefa þeim ótak-
! markaðan tíma, sem voru að brugga
vin, eitrið, úti í skógum, í hellum og
klettaskorun* og hráslagalegum.
kjöllurum. Eitrið er drap á stuttum
tíma, þá er drukku það, þótt ekki
væri nema úr hálf-pela glasi, og
borga stórfé fyrir dropann. Var
þetta ekki orðin æði þungur út-
gjaldaliður á þjóðinni, fyrir utan
öll þau mannslíf er það kostaði, við
að hafa hendur í hári þessara snáða.
Tókstu ekki eftir að ófrelsissvipur
var kominn á þjóðina? Sem sýnis-
horn læt eg hér það sem einn sagði,
er Roosevelt var settur í forsetasæt-
ið og afmáði þessi vínbannslög; tal-
ar- hann fyrir alla:
Guði sé lof, nú getum við etið,
guði sé lof, nú fáum við ketið,
guði sé lof fyrir gráfíkju sekkinn,
guði sé lof fyrir brenrþvíns-
smekkinn.
söguskifti, barið í borðin og drykkj-
arhornum slegið saman. En ekkt
sá eg þig drekka. Nú segir Þór:
“Segðu frá, gestur.”
Nú ferð þú að segja frá manni,
er Roosevelt heitir. Sá eg að það
nafn var óþekt með ásum. Og nú
dregur þú ekki af, verður þú stór-
orður um vandkvæði er fólkið hljóti
af lögum þeiir^ er hann búi til ctg
skipi alþýðu að hlýða. Fn þegar þú
segir frá erfðaskatti og stórskatti og
afámi vinbannslaga, varð svo mik-
ill gauragangur og ólæti í höllinni,
að eg hélt hún mundi hrynja yfir
okkur og við verða drepnir.
Hvað þessi atburður þýðir, get
eg ekki ráðið. Tel eg víst þú, Mr.
Mýrdal, hafir útvegað þér fræði-
Framh. á bls. 8
Á gráfíkjusekks hugmyndinni
stendur þannig: Maður gekk um
götu á Akureyri; kom þar að er«
tveir voru að hnakkrífast, stanzaði,
hélt þeir færi í áflog, en er það varð
ekki, og hann hafði ekki tíma til að
bíða, fór hann. Seinna hitti hann
þann, er honum virtist standa sig
betur í orðasennu þessari. Spyr
hann hvor þeirra hafi unnið. Sá
svarar: Eg stakk að honum grá-
fikju, svo hann hætti. nfl. sagði eitt-
hvað gott, svo hinn vildi ekki meira.
Er það því meiningin að það hafi
þurft heilan sekk af fíkjum til að
vinna sigur á Repl. flokknum. Og
sekkurinn gerði gott verk; hann
vann.
Með opnu bréfi þínu til mín
leggur þú hornsteininn að úlfúð án
ástæðna; er mér sama hvað lengi
hún varir hjá þér sjálfum. Samt
held eg að bezt sé fyrir þig að leggja
frá þér Árna hamar, því þú getur
aldrei orðið annar Þór. Ert ba’-a
ádeilu stórbokki.
Þegar eg var búinn að lesa alt þitt
skrif tvisvar sat eg og var að hugsa
um velferð sálar þinnar. Það hefir
víst komið svefnmók á mig, því sýn
bar mér fyrir augu :
Eg var úti staddur, plássið mér
ókunnugt; þá sé eg hvar þú ferð;
var talsverður asi á þér, hélt eg að
þú værir að fara á stjórnmálafund,
er fjallaði nú um velferð fólksins,
fór því á eftir þér. Af því að þú
varst stórstigur varð eg að hálf-
hlaupa. Alt í einu erum við komnir
á hæð nokkra, sé eg fram undan
stóra byggingu, og að þangað stefn-
ir þú. Sýndist mér hús það gamal-
dags. Þegar við komum þar, stend-
urjötunmenni við útidyr.. Heyri eg
þig spyrja: Hvort eru þeir heima
Óðinn og Þór. Varð mér hverft við.
Jötunmenni þetta segir þeir séu inni
við drykkju, “og ef þú ert vegmóð-
ur, þá gáttu inn, hér er öllum heimil j
gisting, en það eru lög með ásum, I
að gestir þeir er að garði ber, verða
að segja fréttir, ef þeir vita nokkr-
ar.”
Þú ferð inn, eg á eftir; er þér
vísað til sætis utarlega á bekk. Eg
sá að í hásæti við stafn sat stór-
menni, sýndist mér hann góðlegur
á svip. Á aðra hans hönd sat fögur
kona, en á hina hönd hans sat jötunn
stór, var sá dökkur á hörund og
svipur hans harðlegur. Með báð-
um hliðum voru setubekkir alskip-
aðir mönnum, er voru að drekka úr
silfurhornum.
Nú kallar einhver og segir: “Hér
er kominn gestur; kann hann víst
frá einhverju að segja.” Þá kallar
sá er í hásæti var, og segir að færa
gest þenna til sin. Er þér nú fylgt
inn að háborði, fengið þar sæti, og
horn með drykk í sett fyrir þig. Nú
segir sá dökkhærði jötunn (er eg
þóttist vita að væri Þór) : “Segðu
fréttir þær þú veizt, gestur.” Þú
rærð í sæti litið eitt; hélt eg þjg
langaði i burt sem fyrst. Samt
stendur þú upp og ræskir þig og
ferð nú að segja frá, að í mannheimi
hvaðan þú komir sé nú jötunmenni.
er geri hluti þá er áður hafi ekki
þekst. Nú gleyma allir að drekka,
nema þeir Óðinn og Þór; voru það
engir smádropar er Þór svalg. Þú
segir að mannheima jötunn þessi
heiti Ford, búi hann til reiðar, er
fari veröld á enda á einum degi;
varð nú urr í jötnum og sé eg að
Þór gripur undan sæti sínu han ar,
ef hamar skyldi kalla, svo var hann
stór. Sá eg að þér varð bylt við. Ett
svo heldur þú áfram og lofar Ford
fyrir alt hans smíði og hreystiverk.
Verður Þór nú ókyrr í sæti, sá eg
þér bregða og þú breytir unt tón.
Segir þú getir sagt frá öðrum i
mannheimi; muni æsir kannast við
svipað. Nú var drukkið fast við
6EFINS
\
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ.
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Frœið er nákvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
No. 4— ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, ITalf Liong Blood (Large
Packet)
CABBAGE, Enkhuizen (Large
Packet)
CAHROT, Chantenay Half Long
(Large Packet)
OXTOX, Yellow Globe TTanvers,
(Large Packet)
IvETTUCE, Grand Rapids. This
packet will sow 20 to 25 feet
of row.
Sendið áskriftargjald yftar í dag
(Notið þennan seðil)
TAKIÐ ÞESSU K0STAB0Ð1!
x
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur nflmerum,
1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjaid
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðariausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CARROTS, Half Dong Chantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CUCITJIBER, Early Fortune. Piekles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hilis.
IjETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yeliow Globe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, White Pórtugal. A popular white onion for cooking or
pickies. Packet will sow 15 to 20 feet of driil.
PARSNIP, Half Long Guemsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drili.
TOMATO, Eariiana. The standard early variety. This packet will
produce 7 5 to 100 plants.
TURNIP, White Summer Tabie. Early, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 íeet of drill.
FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Halr. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFI L SHADES—8
Regular full size packets. Best and nevvest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTOT Ql’EEN. Pure White.
Five and six blooms on a stem.
WHAT JOY. A Delightful Cream.
BEAUTY. Blush Pink.
SMILES. Salmon Shrimp Pink.
No. 3 COLLECTION-
EDGING BORDER MIXTURE.
ASTERS, Queen of the Market,
the earliest blobmers.
BACHELOR’S BUTTON. Many
new shades.
CALENDULA. New Art Shades.
CALIFORNIA POPPY. New
Prize Hybrids.
CLARKIA. Noveity Mixture.
CLIMBERS. Flowering climb-
•ing vines mixed.
COSMOS. New Early Crowned
and Crested.
EVERLASTINGS. Newest shades
mixed.
GEO. SHAWYER. Orange Pink.
WELCOME. DazDzling Scarlet.
MRS. A. SEARLES. Rich Pink
shading Orient Red.
RED BOY. Rich Crimson.
-Flowers, 15 Packets
MATHIOLA. Evening scented
stocks.
MTGNONETTE. Well balanced
mixtured of the old favorite.
N ASTURTIUM. Dwarf Tom
Thumb. You can never have
too many Nasturtiums.
PETUNIA. Choice Mixed Hy-
brids.
POPPY. Shirley. Delicate New
Art Shades.
ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
Newest Shades.
PARSNIPS, Early Short Round
(Large Packet)
RADISH, ....French ... .Breakfast
(Large Packet)
TURNIP, Purple Top Strap
Leaf. (Large Packet). The
early white summer table
turnip.
TURNIP, Swede Canadian Gem
(Large Packet)
ONION, White Pickling (Large
Packet)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg;, Man.
Sendi hér með $.............sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.:
Nafn
Heimilisfang
Fylki ......