Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1936 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Angel sat í ruggustólnum sínum með snæhérann sinn í kjöltunni, sem hún var búin að vagga í svefn, og beið þess að Marian veitti þessu fyrirbrigði eftirtekt. Marian hélt áfram að skrifa af kappi, bara leit upp stöku sinnum, til að brosa til litlu Angel. A borðinu sem Marian sat við, lá bunki af kvöldblöðun- um, en hún hafði ekki gefið sér tíma til að líta í þau; en til þess að geta lokið við skjal, sem hún var að skrifa, þurfti hún að glöggva sig á hverjir það væru, sem hefðu vfirumsjón með landeignum ríkisins, svo hún tók upp eitt blaðið til j)ess að líta á auglvsingu frá nefnd- inni og glöggva sig á nöfnum nefndarmann- anna. Þegar liún var að líta yfir blaðið, kom hún auga á fyrirsögn, sem næstum stöðvaði blóðið í æðum liennar. Blaðið féll úr hendi liennar og liún hneig niður í stól og greip báðum höndum fyrir andlit sér og nötraði eins og strá. Angel litla, sem alt af hafði augun á henni, lagði snæhérann sinn hægt frá sér, og læddist svo undur hægt til Marian og horfði undrandi, en svo barnslega sakleysislega, og með svo innilegri samúð og undrun á hana. Marian rankaði við sér og strauk með hönd- unum um enni sér, eins og hún væri ósjálf- rátt að átta sig á, hvað hefði komið fyrir og reyna að gera sér einhverja gi-ein fvrir því. Iiún lét hendurnar falla máttlausar í kjöltu sér og sat þannig eins og milli heims og helju nokkur augnablik, en hún náði brátt valdi yfir tilfinningum sínum og laut niður og tók upp blaðið og las hina löngu frásögn, sem var mestmegnis getgátur og staðlausar ágizkanir. Sagan byrjaði með að segja frá því að hr. Tliurston Wilcoxen hefði verið tekinn fastur og sakaður um morð. Sagan var rakin að mestu levti frá því Marian hvarf, til hinna síðustu uppgötvana, sem leiddu til þess að hr. Wilcoxen var tekinn fastur, með mörgum viðaukum, getgátum og beinum lygasögum. Meðal annars fylgdi það sögunni að líkami þessarar ógæfusömu stúlku hefði rekið upp nokkrum mílum neðar með víkinni, en þar sem hún var myrt; og að fiskimaður nokkur heíði fundið líkið og í miskunarskyni komið því í jörðina. Sagan endaði með því að lýsa hversu rólegur og ókvíðinn að hr. Wilcoxen var, undir svona voðalegri ákæru. Já, og því var bætt við að hann léti í Ijós algerða fyrir- litningu fyrir þessari ákæru og virti hana einu sinni ekki þess að bera vörn fyrir sig. “Það eru engin undur þó þetta hafi vak- ið ótta og skelfingu. Tilræðið gekk mér nær hjarta en hnífsstungan sjálf, og ekkert í al- heiminum hefði getað sannfært mig um hans glæpsamlega tiltæki, nema tilfinningin af hnífsstungunni! Og þó er mér alveg ómögu- legt að gera mér grein fyrir því. Hann hefir verið algjörlega viti sínu fjær! Og nú þegar þetta áformaða og ímyndaða glæpaverk er komið upp, tekur hann því með kaldri þögn og fyrirlitningu! Æ, æ, er þetta þá ávöxtur- inn af margra ára þjáningu og sjálfsafneitun hans, iðrun og samvizkubiti? sem eg hefi gert mér svo miklar vonir um að myndu frelsa sál hans og gera hann að nýjum og betri manni! En hvað sem því líður, þá verð eg að bjarga honum!” Hún stóð á fætur í skyndi, hringdi á þjón- inn og gaf skipun um að ætla sér tvö sæti í póstvagninum, sem legði af stað fyrst næsta morgun, til Baltimore. Því næst gekk hún lengi um gólf, til þess að reyna að sefa hinar æstu tilfinningaöldur, sem risu í sál hennar og blossuðu upp sem óviðráðandi ástríðu- eldur. Alt til þeirrar stundar, að hún las þessa óskaplegu frétt í dagblaðinu, hefði Marian ekki fyrir nokkurn hlut í heiminum viljað láta hana vita um að hún væri á lífi; og þeim mun síður viljað fara á fund hans. Nei, hún áleit slíka samfundi jafn óeðlilega eins og ó- mögulega. Henni hafði aldrei dottið í hug eitt augnablik, að koma honum fvrir sjónir. Iíún hafði vakað yfir gerðum hans, og árlega sent stórar peningaupphæðir til góðgerða- stofnana hans, án þess að láta síns nafns get- ið; hún gladdist svo innilega yfir iðrun hans og góðverkum, sem hún vonaði að yrði til stórrar blessunar, bæði fyrir hann og aðra. En nú höfðu atvikin breytt svo áformi henn- ar, að það var alveg óhjákvæmilegt fyrir hana að gefa sig til kynna fyrir honum. Hún á- kvarðaði sig til að fara til hans. Hún varð að bjarga honum! Hún varð að fara til hans og tala við hann — hann, sem hún hafði von- að að sjá aldrei framan í þessu lífi! Þessar hugsanir ætluðu jafnvel að verða ofurefli fyrir hennar sterka hjarta og hógværa lund- erni; en þrátt fyrir það sem hún áleit skyn- samlega ástæðu, og beint á móti ákvörðun hennar sterka vilja, braust nú fram sem ó- stöðvandi stórflóð, hennar heita en svo lengi niðurbælda æskuást, svo lirein, einlæg, sterk og fórnfús, gegnum líkama hennar og sál, og ljómaði upp alla tilveru hennar, eins og brennigeisli frá sjálfum höfundi lífsins. Skuggar þess liðna liurfu; hún mintist einkis ills, ekki einu sinni þess er kom fyrir á strönd- inni við víkina. Hún mundi aðeins sælu- stundirnar, þegar liún gekk með honum með- fram sjónum, eða gegnum hinar grænu og angandi skógarbrautir. Þessar endurminn- ijigar fyltu hjarta hennar svo óumræðilegum fögnuði, að hún varð eins og frá sér numin og óviðráðanleg löngun og þrá greip hjarta hennar heljartökum. En mitt í þessari hug- aræsingu fagnaðarins smeygði sér önnur hugsun inn í meðvitund hennar — efabland- inn ótti við það að nurta honum aftur. Hún fann það með sér að hún gat gleymt öllu mót- læti og sorgum jtess liðna; og til þess að gera þá tilfinningu að órjúfanlegri vissu, lagði hún hendurnar á brjóst sér og vegsamaði Guð fyrir það að hann hefði ekki sett fyrirgefn- ingunni nein takmörk, — nei, á vegum hans voru allar íeiðir opnar til fyrirgefningar, og hjarta mannsins gæti óaflátanlega fyrirgefið — já, fyrirgefið án allra takmarka. En hvernig mundi Thurston mæta henni? Hann, sem hafði liðið harmkvæli og þjáning- ar iðrunarinnar, því skyldi hann ekki fagna. Því skyldi hann ekki hoppa upp af gleði yfir því að óhappaverkið, sem hann ætlaði að výma í augnabliks brjálæði, hefði ekki náð til- ætlun sinni. En þjáning hans og iðrun var sprottin af samvizkubiti, en ekki af ást. Nei, það má búast við að hann fagni ekki yfir að sjá hana, nema eins og hagkvæmt vitni á hentugum tíma. Undir eins og þessar hugs- anir höfðu náð yfirráðum í huga hénnar, þá ósjálfrátt framkölluðust allar hinar bitru og sorglegu endurminningar hins liðna í huga hennar og kollvörpuðu öllum þeim vörnum, sem hún hafði bygt upp með trú, von og kær- leika, og angist og ótti krömdu sál hennar, svo hún titraði eins og strá í vindi. Hún laut höfði á bringu sér og læsti saman höndunum, eins og hún héldi í eitthvað dauðahaldi, og gekk fram og aftur um gólfið — hún háði biturt stríð — stríð við sjálfa sig og þær á- stríður, sem gerðu uppreisn móti ást hennar — hún reyndi að sefa þetta brimóða öldukast hugsananna, og komast í skapsmunalegt jafnvægi, og ná fullri sjálfsstjórn og valdi yfir hinum æstu tilfinningum sínum; og að síðustu bað hún í djúpri einlægni: “Ó, Faðir! regnið fellur og flóðið kemur, og ofviðrið æðir og hrjáir mína veiku sál, lát mig ekki bugast; gef mér styrk!” Og hún hélt áfram að ganga um gólf, reyndi að biðja Guð um stvrk til að standast þessa ægilegu raun. Smátt og smátt náði hún valdi yfir hinum æstu hugsunum sínum, og að síðustu sigraði hún, og friður og ró fylti aftur hennar göfuga og kjarkmikla hjarta. Angelica litla lá fram á stólbríkina á ruggustólnum sínum og horfði með djúpri samhygð og undrun á Marian og hverja henn- ar hreyfingu, hún hafði aldrei áður séð hana svona undarlega og óróa. Marian leit til hennar og ásakaði sig fvrir að hafa gleymt barninu og ekki einu sinni hugsað um að kalla eftir kvöldverðinum hennar. Hún hringdi borðklukkunni og bað þjónustustúlkuna um að bera inn til þeirra mjólk og brauð. Að lokinni máltíðinni tók hún Angel í faðm sér og settist í ruggustólinn með hana í kjöltu sér og söng í undur blíðum og mildum tón, fögur kvöldvers, sem færðu væran svefn yfir barnið, og henni fullan frið og ró. Snemma næsta morgun voru þær Marian og litla Angel ferð- búnar og búnar að koma sér fyrir í fvsta vagninum sem lagði á stað til Baltimore, á- leiðis til St. Marys. Klaustrið Betlehem var ekki einungis reglulegt nunnuklaustur, heldur miklu frem- ur skóli fyrir ungar stúlkur og hjúkrunar- liæli fvrir munaðarlaus börn, en það var einn- ig viðlaga heimili, hjúkrunar systranna, sem fóru út í heiminn til þess að hjúkra og hjálpa, og eftir langa kærleiksþjónustu komu heim í klaustrið sitt aðeins til að deyja, útslitnar á sál og líkama, eftir alls lags þjáningar og fófnfærslu, sem þær höfðu lagt á sig við hjúkrun sjúkra og bágstaddra. Og þegar dauðinn kallaði eina úr Iiópnum, var óðara einhver reiðubúin að taka upp starfið, þar sem hin burtkallaða varð frá að hverfa; og það voru oft ungar, liraustar og lífsglaðar katólskar stúlkur, sem af frjálsum vilja snéru frá lífssæld og glæsilegri framtíð, til þess að lielga líf sitt og krafta kristilegri kærleiks þjónustu, lifa í fátækt og strangri sjálfsaf- neitun. Theresa var meðal ötulustu og fórnfús- ustu allra systranna í klaustrinu, þó yngst væri. Hvort systir Theresa hefir leitað at- hvarfs í klaustrinu vegna löngunar til að hafa sig út úr hávaða lífsins, og slíta af sér öll bönd, sem eðlilega tengja æskuna við lífið, og fórna sér fyrir himininn, er mikið vafamál; það er öllu líklegra að það sem dróg hana þangað liafi verið einhver uppreisn í hug hennar, lífsleiðindi, vonbrigði, sorg, iðrun eða trúarbragðaleg æsing — eitthvað af þessu eða alt þetta hefir í gegnum aldirnar verið orsökin sem fylt liefir hin katólsku klaustur í öllum löndum, ungum stúlkum í blóma æskunnar og manna, sem staðið hafa á hátindi valds og virðinga; og þá engu síður hinn káfasta, ófyrirleitnasta, lífsglaðasta og fjörugasta álf, sem nokkru sinni hefir stigið dans á vetrarísum í mánaskini á heiðskírri nótt — það var systir Theresa.— Vesalings Jacqueline! Það er er ekkert vafamál; það er um hana, sem vér erum að tala. Hún hafði ekki haft neitt ag sínum fyrri galsa og kæti í frammi, síðan daginn sem hún vann fyrsta klaustur-heitið, og þeg- ar hún var spurð hvaða vemdardýrðling hún kysi sér, svaraði hún: St. Theresa, því hún treysti henni bezt til að skilja sig og sína liðnu æfi, sem sjálf hafði verið mesti bófi og kærulaus vanstilingar skepna, áður en hún fékk þá flugu í höfuðið að gera vinum sínum bvlt við, með því að ganga í klaustur og ger- ast heilög nunna. Vesalings Jacqueline sagði þetta mjög hátíðlega, og í mestu einlægni, en þessi lýsing hennar á lieilagri Theresu lét ekki vel í eyrum nunnanna, og álítu þær að hún væri að draga dár að helgri Theresu með þessari mælgi, og til að láta hana komast að raun um hvað slíkt meinti, voru henni settar sérstakar skriftir og uppálagt að lesa sjö iðr- unarsálma sjö sinnum á dag, í hegningarskyni fyrir hin óvirðulegu ummæli, sem hún hafði um heilaga Theresu, þar til að hún væri búin að helga hug sinn hinu göfuga áformi sínu. Jacqueline var treg til að undirgangast þenn- an úrskurð, en lét þó að lokum tilleiðast, þó með mótmælum, því hún gat ekki séð að orðin í þessum iðrunarsálmum Davíðs, sem hann hafði átt að setja saman í angist og örvænt- ingu, eftir að hafa framið níðingslegan glæp, stæðu í neinu sambandi við sig eða svöruðu að neinu leyti til hennar liðnu æfi. Systir Theresa, sem var yngst,, gáskafylst og óstýri- látust varð brátt ötulust, einlægust og hug- uðust þeirra allra. Henni leiddist hinn langi bænasöngur og guðsþjónustur og gat ekki varist að geyspa ámátlega, en þegar um eitt- hvert kærleiks- og miskunarverk var að ræða, sem krafðist mikillar áreynslu, sjálfsfórnar og hættu, var systir Theresa fyrst til að bjóða sig fram, og vílaði ekki fyrir sér nokkrar hættur eða áreynslu. Henni var klausturlífið óljúft, en hún stilti sig sem bezt; stundum gripu hana þunglyndisköst, æsing eða gamla gletnis-tilhneigingin, en þess á milli gladdi hún sig við að hugsa um vel hepnuð líknar- störf, sem hún hafði næstum fórnað lífi sínu fyrir og lagt sig í ótal hættur. Manneskjurnar eru að því leyti líkar loftslaginu, að sumar eru rólyndar og breyt- ast lítt við aðköst sorgar og mótlætis. Aðrar eru örari og léttlyndari, sem geta notið gleð- innar og ánægjunnar, hvar sem hana er að finna, eins og fugl á grein, og lifað í sælli gleymsku, þar til að eitthvert smáatvik snert- ir “þetta ósýnilega band, sem bindur oss öll saman,” og vekur minnið; og minningarnar rísa upp með afli stormsins og umturna öllu jafnvægi hugans, og manneskjan hugsar — ef hún getur hugsað — að hjartað muni springa á hverju augnablikinu. En storm- urinn fer hjá, og manneðlið, í staðinn fyrir að bugast er endurnært, og fagnar að nýju sólargeislunum og fuglakliðnum. — Ljós eftir myrkur, gleði eftir sorg, — og lífið heldur áfram í sínu órjúfanlega sambandi við nátt- úruna. Þannig var farið með Jacqueline, að því viðbættu að hennar hugstríð var meir en sorg, — það var sár og skerandi iðrun, sem stöðugt lá þungt á hjarta hennar. Hún hafði ekkert samvizkubit út af forlögum Dr. Grim- shaw, sem var beint honum sjálfum að kenna, en það voru afdrif Marian, sem hún ásakaði sig fyrir, — það, ef hennar gáskafulla óað- gætni hefði orðið valdandi hinu hörmulega slysatilfelli um dauða Marian! Það var um- hugsunin um þetta, sem nærri því var búin að gera vesalings Jacqueline brjálaða af iðfun og ásökun. Grimshaw var gleymdur, en Marian gleymdist ekki, tilhugsunin um að hafa orðið henni að slysi nagaði óaflátanlega hjartarætur liennar. Þannig liðu árin, að þrátt fvrir bænir og beiðni vina og ættingja, og brennandi ást hennar til Claudy, að hún snéri frá vinum, auðlegð og ást og endurnýj- aði klausturheit sitt, grátandi á hverju ári, um einlífi, fátækt, hlýðni og að verja æfinni til þjónustu hinum fátæku, veiku og óupplýstu, í þeirri von að með því mætti henni auðnast að bæta fyrir misgerðir sínar, og draga úr ásökunum samvizkunnar, og öðlast frið. Jacqueline vildi vinna klaustur-eiðinn fyrir alla æfi, og taka á sig svörtu andlitsskýluna, en abbadísin dróg stöðugt úr því. Hún var ung, og öll tækifæri lífsins fyrir framan hana; hún varð að bíða mörg ár þar til að hún gtigi það spor, sem ekki varð stigið til baka, án meinsæris. Svo niðurstaðan varð sú, að hún vann klausturheitið frá ári til árs. Þegar hér er komið sögunni var Jacqueline að út- enda sjöunda árið sitt í klaustrinu, og hún var búin að gefa abbadísinni til kynna að það væri ósk sín, eftir svona margra ára undirbúning og sjálfsafneitun, að vinna ldausturheitið fyrir lífstíð og bera svörtu blæjuna. Abba- dísin hafði loksins tekið all-líklega undir þessa marg-ítrekuðu beiðni. Nokkrum dög- um síðar, er dyragæzælununnan gamla, móðir Marta, var að líta eftir og vökva blómunum í blómsturpottunum, sem stóðu í röð innan við girðinguna, sem var þvert yfir forstofuna, að ytri forstofuhurðinni var hrint- upp heldur harkalega, og ungur maður í undirsjóliðs- foringja búningi kom inn með miklum asa og staðnæmdist við girðinguna. Hann bar hend- ina upp að hattinum og heilsaði þessari gömlu nunnu, eins og hún væri yfirmaður hans í hernum, og sagði með ákefð: “Madama, ef þú vilt gera svo vel, — eg óska eftir að fá að sjá frú, — já, þú veizt Iiverja eg meina, býst eg við, — frænku mína Jacqueline. ” Dyragæzlununnan vissi vel hverja hann átti við, því liún liafði séð Claudy nokkrum sinnum áður koma þangað, svo hún svaraði: “Þú meinar líklega, ungi maður, hina dygðugu dóttur, sem er á heimsins máli köll- uð frú Grimshaw, en á máli trúarinnar, systir Theresa?” “Tra-la-la — fvrirgefðu, móðir, já, eg óska eftir að fá að sjá hana undir eins. Get eg fengið það!” “Vor kæra systir Theresa er einmitt núna að búa sig undir að taka upp svörtu blæjuna. ’ ’ “Hvað!” sagði Claudy, með eins mikl- um hrolli og viðbjóði, eins og honum hefði verið sagt að hún ætlaði að taka inn bráð- drepandi eitur. “Já, taka upp svörtu blæjuna, og eftir það fær enginn að sjá hana.” “En madama góð, — býsna ákveðið erindisbréf hingað, sem fólk er ekki vant að virða að vettugi. Hefirðu nokkum tíma heyrt talað um “stefnu,” móðir góð!” Nei, hún vissi ekkert hvað það var, en hún hélt þó hálfvegis að það mundi vera eitt- hvað alvarlegt, því eftir litla umhugsun sagði hún “Bg skal senda eftir abbadísinni. ” Hún gekk nokkur skref aftur á bak, til nunnu, sem inni var, og sagði henni að kalla á abbadís- ina; hún kom bráðlega, og Claudy sagði henni erindi sitt. “Farðu inn í setustofuna, herra minn, og þar getur þú fengið að tala við systur Theresu.” Claudy var gefið merki að smia til hægri handar og fara inn um hliðardyr inn í setu- stofuna; þrjár hliðar þessarar stofu voru eins og vanalegir veggir í herbergi, en f jórða hliðin var járngirðing í staðinn fvrir vegg. Hinum megin þessarar girðingar var Jacque- line, svo hvít og mögur, eftir langar innilok- ur, föstur og bænahald, klædd svo afskræmi- legum búnipgi, að hún var óþekkjanleg öllum, nema augum ástarinnar. Hjá henni stóð abbadísin. Claudy gekk að girðingunni. Jacqueline rétti magra hendina út á milli rimlanna, til þess að heilsa honum. Claudy leit á abbadís- ina, horfði því næst rannsakandi augum á Jaoqueline, leit því næst á abbadísina og sagði: “Madama, mig langaði til að tala fáein orð einslega við frænku mína. Get eg fengið leyfi til þess!” “Já, velkomið, ungi maður; systir Ther- esa er frjáls. Það var fyrir liennar tilmæli að eg kom hingað með henni.” “Eg er þér mjög þakklátur, kæra frú — það sem eg þarf að tala um við systur Ther- esu er viðvíkjandi heimildarmálum annara; annars hefði eg ekki beðið þessa, sem þú hef- ir svo göfuglega veitt-,” sagði Claudy alveg hissa. Abbadísin lmeigði sig og fór burtu. Claudy horfði á Jacqueline með ásakandi augnaráði. “Ætlarðu að gerast nunna, Lina!” “Já. 6, Claudy, Claudy! því komstu hingað til að rugla hugsunum mínum og á- formum! Ó Claudy, í hvert skifti sem þú kemur til þess að sjá mig, þá ruglar þú öllum mínum liugsunum. Þú hefir enga hugmynd um hversu margar bænir og sálma að eg verð að fara með, þangað til eg hefi komist í hug- arfarslegt jafnvægi aftur; og í þetta skifti er það miklu verra en nokkru sinni áður. Elsku. elsku Claudy! Sankta María, fyrirgefðu mér, eg meinti ekki að segja það — eg ætlaði að segja bara Claudv — sjáðu hvernig þú kemur mér til að syndga með orðunum! Því vildir þú láta móður Etenne fara í burtu!” “Svo eg gæti talað við þig einsamla. Því er þér svo ógeðfelt að tala við mig, Lina! Hvað hefi eg gert á hluta þinn! Hvers á eg að gjalda, að þú skuUr yera mér ,svon_a frá- hverf!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.