Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Línes LTOt^^r ,**»&& For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines LÍOt A d iW'Vss»»$5** Dfy Cleaning and Laundry c»T 49. ÁRG-ANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1936 NtJMER 8 FRA SAMBANDSÞINGI UmræSunum um stjórnarboð- skapinn í sambandsþinginu, lauk á fimtudagskvöldið, og höfðu tekið upp margfalt skemri tíma en venja <er til. Mr. J. S. Woodsworth, foringi C. C. P. flokksins, bar fram breyt- ingartillögu, er í sér fól ákúrur í garo stjórnarinnar í sambandi við afstððu hennar til atvinnumálanna; með þeirri tillögu, auk frummæl- anda, mælti Mr. J. Caldwell, C.C.F. þingmaður fyrir Rosetown-Biggar kjördæmið í Saskatchewan. Er til atkvæðagreiðslunnar kom, urðu úr- slitin þau, ao' breytingartillagan var feld með 200 atkvæðum geg 8. Að- e'ns C. C. F. þingmennirnir 7, á- samt Miss Agnesi MacPhail, greiddu tillögu Mr. Woodsworth atkvæði, en a móti Liberalar, Conservativar og Social Credit þingmennirnir frá Al- berta, steytján að tölu. Að því loknu, var aðaltillagan um að við- taka stjórnarboðskapinn, eða hásæt- isræðuna, eins og sumir kalla þal5, samþykt án atkvæðagreiðslu. I megin fjárhagsáætlun þeirri, sem stjórnin leggur fyrir þing, eru útgjöldin áætluð $384,000,000; er það $12,000,000 lægri upphæð en í fyrra. Pjáraukalög verða lögð fram í þingi áður en langt um líður. A föstudaginn tilkynti fjármála- ráðgjafinn, Mr. Dunning, þinginu það, að sambandsstjórnin hefði orð- ið að hlaupa undir bagga með British Columbia fylki og lána stjórninni þar f jórar miljónir og þrjú hundruð þúsundir dala; yrði upphæð þessari varið til endurgreiðslu á ýmsum lán- um fylkisins. sem rétt væri í þann veginn að falla í gjalddaga. Mr. McGeer, borgarstjóri i Van- couver og liberal þingmaður fyrir Vancouver-Burrard kjördæmið. leiddi athygli þingheims að þvi, að í vor sem leið hefði þannig hagað til í Vancouver-borg, að hinar reglubundnu hersveitir, sem þar ættu aðsetur, hefði ekki getað tekið þátt í skrúðgöngu þeirri, sem fyr- irhuguð hefði verið í tilefni af f jórðungsaldar ríkisstjórnarafmæli konungs, sakir skóleysis; kvað hann sæmra miklu að leggja niður allan her, ef stjórnin sæi sér ekki fært að annast um nauðsynlegan útbúna'S honum tíl handa; núverandi stjórn yrði vitanlega ekki kent um það, sem viðgekst í fyrra, sagði Mr. Mc. Geer; en með það fyrir augum að úr yrði bætt, kvaSst hann telja það skyldu sina að vekja máls á þessu atriði. VILL AFNEMA AFRÝJUN MALA TIL HÆZTARÉTT- AR BRETA í ræðu, sem J. B. Coyne, K.C., flutti í félaginu Native Sons of Canada (Winnipeg deild), þann 14. þ. m., hélt hann þvi fram, að frá sjálfstjórnarlegu sjónarmiði bæri nauðsyn til að afnema áfrýjun mála til hæztaréttar Breta. "Vér setjum oss sjálfir lög," sagði Mr. Coyne, "og vér framfylgjum vorum eigin lögum. Því ætti oss ekki þá jafnframt að leyfast, aS Iáta vora eigin dómstóla eiga fullnaðar- ákvæði um það, hvernig lögin beri að skilja?" ÞRJATIU ÞÚSUND 1 FERÐAKOSTNAÐ Fram að þeim tíma, er Bennett- stjórnin fór frá völdum, hafði hún a árinu ,sem leið eytt $30,000 í f erða- kostnað. Einn ráðgjafanna, Mr. Cahan frá Montreal, sá er embætti ríkisritara hafði mcð höndum setti ríkissjóði ekkert fyrir ferðalög sín. Hinir flestir kröfðust álitlegs skild. ings, svo sem Mr. Bennett, er fékk í sinn lilut hátt cá fjórða þúsund (lala. V ínna ser enn tilf rama Strathcona Curling Rink, kendur við Johnson bræður og þá félaga, er sigraði í Canada samkepninni í Toronto 1934, vann sér enn til frama í nýafstaSinni Curling samkepni í Winnipeg. — Frá vinstri til hægri: Marino Frederickson, Lincoln Johnson, J. L. Stewart og Leo Johnson. Vann flokkur þessi Aggregate og Dingwall verb'aunagripina. FYR MA NC VERA ANNRIKIÐ í vikunni sem leið, fór fram- kvæmdarnefnd bændasamtakanna i Alberta fram á það, að eiga viðtal nokkurt við Aberhart stjórnarfor- mann, og ráðuneyti hans. Þetta fór þó einhvern veginn ömurlega út uni þúfur, með því að Mr. Aberhart tjáðist vera svo önnum kafinn, að hann gæti ekki með nokkrum hætti varið neinu af sínum dýrmæta tima til viðtals við þessa blessaða bænda- foringja. ÚTGJÖLD TIL SENDI- SVEITA Samkvæmt skýrslum, sem lagðar hafa verið fram í sambandsþinginu, nam kostnaður við canadiskar sendi- sveitir á árinu sern leið $880,000. Eru í þessari upphæð innifalin fram- lög hinn'ar canadisku þjóðar til Þjóðabandalagsins, Læague of Na- tions. Kostnaðurinn skiftist niður, sem hér segir: Til London $121,510; Washigton, $65,610; Paris, $75,506; Tokyo, $68,019; skrifstofuhald í Geneva, $24,851. Laun hinna ýmsu sendiherra eða erindreka $10,000 á ári, að undanteknum launum Dr. W. A. Riddells, er námu $5,400, auk ferðakostnaðar og skrifstofuhalds. Framlag stjórnarinnar til Þjóða- bandalagsins hljóp upp á $205,569, að viðbættum $10,009, er í sér felur ferðakostnað erindreka hinnar cana- disku þjóðar á fundi Bandalagsins í Geneva, og $3,000 fjárveitingu ti! League of Nations -f élagsskaparins í Canada. SENDIR EFTIR DOUGLAS StjórnarformaSur Albertafylkis, Hon. William Aberhart, hefir gefiS út yfirlýsingu um þaS, aS hann hafi kvatt Mr. Douglas, föður hinnar svonefndu Social Credit hreyfingar. til fundar viS sig um miðjan næsl- komandi mánuð. Mr. Douglas er búsettur i Lundúnum. KOSNING McDONALDS 1 SOURIS KJÖRDÆMI ÚRSKURÐUÐ GILD Þeir dómararnir Prendergast og Richards, er til þess voru valdir af Áfrýjunarétti Manitobafylkis, aÖ kveðfl á um það, hvorum þeirra Mc- I fonalds eða Willis conservativa, bæri réttur til sætis á sambandsþingi fyrir Souris kjördæmið, úrskurðuðu kosningu McDonalds gilda með þriggja atkvæða meirihluta. Ovíst enn hvort Mr. Willis muni skjóta málinu til hæztaréttar eða ekki, þó fremur þyki líklegt, að við svo biiið verði látið standa. Mr. McDonald hefir þegar tekið sæti á þingi. TAKA LAN A ENGLANDI Simað er frá Lundúnum hinn 16. þ. m., að samningar hafi tekist um $200,000,000 lán á Englandi f rönsku stjórninni til handa, milli Neville Chamberlain, fjármálaráðh. Breta, og utanríkisráðherra Frakka, er unnið hefir að undirbúningi lántök- unnar síSastliSinn mánuð. Lán Silfurbrúðkaup I'áls S. Pálssonar, skálds, og frú Ólínu Egilsdóttur. • Bngan vanda veit eg moiri vanda þeim að hugsa í ljóði; reyna að meitla úr málsins bergi mynd, sem yrði nokkrum gróði; eggja fram úr orðsins stáli óð, sem hæfði Línu og Páli. Enga gæfu getur meiri gæfu lífs að njóta saman; sjá í ljóðs og lita myndum langrar æfi ferðagaman. Sigurglöð í sátt við alla, sjá að lokum tjaldið falla. Engir draumar dýpra standa draumum þeim, sem ófust heima; engu |>\ í, scm ættjörð prýddi ykkur reyndist kleift að gleyma; því varð æt'i ykkar beggja íslandslýsing hjartna tveggja. Einar P. Jónsson. þetta er til niu mánaða, og skulu vextir vera 3 af hundraði. Er þetta sögð að vera stærsta lántakan, sem frani hafi farið á brezkum peninga- markaði síðan heimsstyrjöldinni miklu lauk. I). ÍNARAFMÆLIS MINST Siðastliðinn mánudag voru liðin seytján ár frá dánardægri stjórn- málaskörungsins víðfræga, Sir Wil- frids Laurier. í tilefni af því, var lagður fagur blómsveigur á fótstall líkneskis hans á Parliamenf Hill i (htawa. Senator Cairine Wilson, fyrsta kona, sem sæti hlaut í efri málstofunni, kom blómsveignum cá sinn staS i viSurvist Kings forsæt- isráSgjafa, og fjölda þingmanna úr báðum deildum. k Þao' var Mr. King, er hóf frú Cairine Wilson til senator-tignar. SEXTÍU OG FIMM ARA HJÓNABAXD Síðastliðinn laugardag áttu þau Mr. og Mrs. Frederick Kirkham að Saltcoats, Sask., 65 ára hjónabands afmæli. Nefna þau þessi merku tímamót í Iífi sinu "radium jubilee." Mælt er að enn hjóti þau hinnar beztu heilsu. Þing Þjóð. félagsins I'jns og áður hefir verið auglýst i blöðunum, þá hefst hið seytjánda ársþing ÞjóSræknisfélagsins mánu- daginn 24. febrúar kl. 9.30 fyrir há- degi. Það kvöld verður íþróttasýn- ing og skemtisamkoma er sambands- deildin "Fálkinn" stendur fyrir. Séra Philip M. Pétursson flytur erindi og verður söngur og annað fleira til skemtunar. Þriðjudaginn hefjast þingfundir kl. 9.30 að morgni. Það kvöld verður hin ár- Jega miSsvetrarsámkoma deildar- innar Frón. ASal erindið það kvöld flytur séra Jakob Jónsson. Einnig verSur söngur, hljóðfærasláttur og dans, og má búast við ágætri skemt- un hjá deildinni Frón það kvöld. Þingfundir halda áfram fimtu- dagsmorgun og fara embættismanna kosningar fram eftir hádegi þann dag. Um kvöldið verSur almenn samkoma og enginn aðgangur seld- ur. Flytur þar erindi séra B. Theo- dore Sigurðsson. Einnig skemtir þar meS íslenzkum söngvum flokk- ur af ungu fólki undir stjórn Salome Halldórson. Flokkar þeir af ung- um Islendingum er Miss Halldor- son hefir æft undanfarin ár og kom- iS hafa fram á þingum ÞjóSræknis- félagsins, hafa áunnið sér þá hylli að ]'ær samkomur eru æfinlega vel sóttar. Á Miss Halldórsson þakkir skiliS fyrir hið mikla starf, er hún hefir unniS meðal hinna yngri í þessu sambandi. Einnig verður framsögn, hljóðfærasláttur og frum- samiS kvæSi flutt af Dr. Richard Beck. L'ndanfarin ár hafa þingfundir og samkomur veriS ágætlega sóttar og sýnir það að starf ÞjóSræknis- félagsins er metiS. Vonast er til aS margt utanbæjar- fólk sæki þingiS eins og aS undan- förnu og taki þátt í starfi þess Mörg áríSandi mál liggja fyrir þingi og er fólk ámint um að sækja þing- fundi stundvíslega svo störfin geti gengiS greiSlega. B. E. Johnson, ritari. ÍSLENZKA VIKAN I LEEDS Háskólinn í Leeds gekst fyrir því i haust, aS haldin var eins konar íslenzk vika við háskólann. Hefir háskólinn fyrir nokkru sent Morg- unbl. skýrslu um hvernig henni var háttað og fer hér á eftir útdráttur úr skýrslunni: í stóra sal háskólans var haldin sýning á málverkum eftir Eggert Guðmundsson. V'ið opnun sýning- arinnar hélt Sir James Baille ræSu. Mintist hann á aS margir náms- menn frá Leeds hefSu .stundað nám á íslandi og einnig aS tveir íslenzkir stúdentar hefSu dvalið lengi við há- skólann. Sir James sagði ennfremur að það væri vel ráðið að sýning þessi væri haldin undir vernd háskólans, vegna þess hvc margir stúdentar í Leeds stunduðu íslenzk fræði. Mr. Turville-Petre, lektor i ís- lenzku. hélt fyrirlestur um menn- ingarsögu fslands. Bruce Dickins, prófessor í enskri málfræSi og n>jr- rænum fræSum, hélt stutta ræSu. Hann sagði að enginn háskóli í Bretlandi hefði vakið eins mikinn áhuga á islezkum fræðum, eins og háskólinn í Leeds. Mintist hann á að stærsta íslenzka bókasaf n sem til væri í Bretlandi væri í Leeds. I bókasafni þessu væri nú um 9 þús. bækur á nútíma og eldri íslenzku. Værí þetta mest Islendingum siílf- um að þakka, bæði félögum og ein- staklingum, sem gefið hefðu safninu bækur. Sérstaklega mintist pióf. Dickins, hve þau hjónin Margrél og Eiríkur Benedikz hefðu starfað fyrir safniS á íslandi. Yfir þúsund manns sóttu rr.ál- Manitoba-þingið sett Á þriðjudaginn kl. 3 síSdegis, var fylkisþingiS sett af hinum nýja fylkisstjóra, Hon. W. J. Tupper. Dýpri alvörublær hvildi yf ir þing- setningunni aS þessu sinni, en endr- arnær, sakir fráfalls hans hátignar. Georgs hins fimta. Tveir nýir þing- menn tóku sæti sín á þingi, þeir J. R. Pitt fyrir Russell og Edmund Prefontaine. þingmaður Carillon kjördæmis. Megin löggjafarnýmæli þau, sem stjórnarboSskapurinn vikur aS eru þessi: 1. Skipun þingnefndar til þess að endurskoða þjóSvegalögin og bera fram væntanlegar breytingar í þvi sambandi. 2. Frumvarp til Iaga, er heimila skal sveitarstjórnum að framlengja greiðslufrest ógoldinna skatta. 3. Frumvarp til laga, er að þvi lýtur, að gera mvrlendi sem hæfust til grávöru framleiSslu. 4. Löggjöf, er þaS hefir að mark- miði, að hrinda i framkvæmd uppá- stungum þeim hinum margvíslegu. er mælt var með á Ottawa-f undinum síðasta milli sambandsstjórnarinnar og stjórna hinna einstöku fylkja. 5. P.reyting á skaðabótalöggjöf verkamanna. 6. Frumvarp til laga um nýjar fjárhagsráSstafanir viSvíkjandi framræzlu umdæmum fvlkisins. 7. Lagt verður fyrir þing álit þeirrar nefndar. er það verkefni hafði með höndum, að rannsaka brauðframleiSslu borgarinnar. verð- lag brauða og kjör þess fólks, er í brauðgerSarverksmiSjunum starfar. Líklegt þykir að löggjöf þessu við- víkjandi verSi afgreidd á þingi. 8. Breytingar á lögum um barna- vernd, erfSaskrár, kviSdóma, sam- göngumál, o. fl.— verkasýninguna og seldust margar myndir. þar á meSal keypti háskól- inn tvær myndir handa íslenzka bókasafninu. Blöðin gátu þessarar íslenzku •'viku" af miklum hlýleik og skiln- ingi. —Mbl. 24. jar.. HINN ÍTALSKI ARASAR- EER VINNUR STÓRSIGUR A NORÐURVIG STÖÐVUNUM Á laugardagjnn var vann hinn ítalski árásarher sigur mikinn yfir , hersveitum Ethiópíumanna á norð- ur-vígstöðvunum sem liggja í f jall- lendi miklu, sem nefnist Ambra Aradam. HöfSu hinar áköfustu orustur staSiS yfir á svæSum þess- um í sex daga. Er áætlað að Ethi- ópíustjórn hafi haft þarna um 80,- 000 vígra manna, en ítalir um 65.- 000. Mannfallið af hálfu hinna fyr. nefndu er taliS að nema hálfu fimta þúsundi, en sagt að ítalir hafi íT.ist innan við fimm hundruð manns. TléröS þau, sem ítalir náðu á vald sitt í þessari orrahríð. nema þrjú- hundruð fermilum, að því er sím- fregnir herma. FLÖSKUSKEYTI REKUR í KEEDUHVERFI I gær fanst á reka Lóns i Keldu- hverfi, flöskuskeyti, ritaS á rifrildi af sjókorti, yfir hafiS norðan við Síberiu. Á kortið voru dregin stryk, sem virðast eiga að tákna farna leiS, eða ætlaSa, og liggja þau meSal annars inn í sundiS milli eyjanna Xovaja Semlja. A bakhli(S kortsins virðast vera tvö skeyti, eða bréf á tveim tungu- niálum, seni menn ekki skilja, þó er haldið að annaS máliS sé rúss- neska.—Mbl. 26. jan.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.