Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.02.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. FEBRUAR 1936 7 Islenzkur œfintýra- maður (Framh. frá bls. 3) ekkja Jóns Jónssonar frá KollstaSa- gerði. Guðmundur þar í þingum við Sigríði dóttur Sesselju. Áttu J>au barn saman. Fleiri launbörn mun hann hafa átt á þeim árum, þó þess verði hér ekki framar getið. Sumarið 1867 var Guðmundur hjá hvalveiðamönnunum amerísku á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Þar voru um 20 íslendingar um sumarið, meiri hlutinn af þeim drykkjumenn og draslarar, sem voru þó dugandi menn að öðru leyti. Einn af þeim hét Óli Finnbogason, Vopnfirðing- ur, montinn og mikill á lofti, en heimskur og lítilmenni. Óli hélt af_ tnæliveizlu sína um sumarið, og veitti þá löndum sínum og samverkamönn- um rausnarlega. Þá kvað Guð- mundur: Emn er hér maður okkur með i verki °g engan betri vin er hægt að fá, hann er sem Gunnar hetjujafninn merki, hann er sem Njáll, ef vitið reynir á. Öli hann heitir og er norðurþjóða ættblómið mesta sem að stendur nú. Honum vér allir ættum virðing bjóða, í eining segja: Húrra, lifi þú! Guðmnndur kemur úr siglingum. Það var á milli 1875 og 1880, hvert árið man eg ekki, að Guð- mundur Hallgrímsson kom snemma um sumarið frá Danmörku til Seyð- isfjarðar, og fór þangað aftur um haustið. Meðan hann dvaldist heima, fór hann upp á Hérað að sjá ættingja sína og kunningja, og var hvarvetna vel tekið. Hann var vel klæddur, kunni frá mörgu að segja, þar eð hann hafði þá verið sjómaður árum saman, búinn að fara viða og sjá margt. Var líka vel tölugur og hafði ærna skynsemi til að gera frásagnir sínar áheyrilegar og skemtandi. Eg var þá veitinga- maður á Fjarðaröldu. Var Guð- mundur hjá mér nokkra daga um haustið að hiða eftir =kipsferð til T'anmerkur. Sagði hann mér frá ýmsu, þó nú sé margt ar því gleymt. Ekki veit eg hvar Guðmundir hefir verið, eða hvað langt hefir lið. ið frá því hann var á Vestdalseyri, sem fyr er getið, og þar til hann sigldi. En af Akureyri fór hann að áliðnu sumri, eða um haust, sem há- seti á skipi, sem fór til Kaupmanna. hafnar. Var hann þá svo gjör- snauður, að fjögur mörk (kr. 1.33) var öll hans peningaeign er hann steig á Iand í Danmörku. Guðmundur kemst t kynni við “ekkju’” En ekki hafði hann lengi dvalið í Kaupmannahöfn, er hann komst í kynni við ríka ekkju, sem hélt þar hús ásamt dóttur sinni gjafvaxta. Tók ekkjan hann að sér, veitti hon- um kost og klæði ríkulega. Kvaðst hann hafa verið hversdagslega í frakka, með hvítt brjóst og pípuhatt og úr i vasa. Lifðu þau konan og Guðmundur eins og hjón um vetur- inn, og hafði hann aldrei fyr átt slíka æfi, Lét hún sem sér þætti ákaflega vænt um hann. Þó skildist n’.ér á Guðmundi að dóttirin og hann hefði einnig verið góðkunug. en það mátti sú eldri ekki vita. Þannig leið veturinn eins og í Ijúfum sæludraumi fyrir Guðmundi, °g fram á sumarið. En svo vissi hann ekki fyr til en sú uppgötvun dundi yfir hann eins og þr*uma úr alheiðu lofti, að maður konunnar kom heim. Hann var skipstjóri á storu barkskipi, og hafði verið í 1 esturindíaferð svo missirum skifti. Guðmundur þorði þá ekki að vera þar lengur. Skildi hann í snatri við þær mæðgur og fór til sjós. Hafði hann oft verið í Englandi. Lét hann drjúgt yfir þvi við mig, að hann væri þar trúlofaður ríkri stúlku, og mundi helzt fara þangað frá Dan- morku við allra fyrsta tækifæri. / sjávarháska. \ orið, eða seint um veturinn næsta áður en Guðmundur kom til Islands, var hann háseti á sænsku skipi með timburfarm. Fengu þeir aftaka slæmt veður svo dægrum skifti. En er veðrinu var heldur farið að slota, en sjórót allmikið, lentu þeir í náttmyrkri upp á blind- sker. Laskaðist skipið mikið og sat fast á skerinu. Þegar birti af degi séu þeir til lands. Það var í Svíaríki. Sagði skipstjórinn að hann ætlaði að reyna að komast til lands á skipsbátnum. því að það væri skylda sín að láta hlutaðeigandi yfirvald vita um strandið, og helzt ef unt væri að fá það til að koma með sér út á skipið. Var það lögskipuð regla til þess að geta með fullum rétti krafið um L- byrgðargjald fyrir skipið og farm- inn. “En ekki má skipið vera mann- laust meðan eg er í landi,” sagði hann, “því að þá er það alveg úr minni umsjá, og gæti hver sem vildi lýst það sína eign. En nú er það svo lagað, að eg hefi ekki vald til að skipa neinum sérstökum að vera eftir. En eg horga þeim ió spesíui (64 krónur), sem tekur það að sér. Eg kem til baka eins fljótt og mögu- legt er, máske í kvöld, en sjálfsagt snemma á morgun.” Allir þögðu og leit út sem enginn vildi sinna þessu tilboði og fríja svo skipstjórann vandræðum. Sagði Guðmundur að sér hefði sýnst það löðurmannlegt, og ólíkt gömluni ís- lendingum, sem fúsir voru að leysa vandræði annara, og öfluðu sér þannig f jár og frægðar meðal frarn. andi þjóða, svo hann sagði við skip. stjórann, að sér væri sama þótt hann yrði eftir. Þá glaðnaði yfir skip- stjóra og kvað hann það vera drengi- lega mælt. Síðan fór skipstjórinn og menn hans til lands, en Guðmundur var einn eftir. Þegar kom lengra fram á daginn bataði veðrið og lægði sjó- rótið. Jafnframt minkaði ruggið á skipinu, svo Guðmundur var von- góður og hughraustur. — Nóg var þar af mat og drykk, og með því að hann hafði engu öðru að sinna en að láta sér liða eins vel og hægt var, þá tók hann sér ríflegan skamt af hvorutveggja, einkum af víninu, kvað og söng og var hinn kátasti, unz hann sofnaði út af seint um kvöldið. Milli heims og helju. Snemma morguninn eftir vaknaði Guðmundur. Var hann töluvert rykaður, en tók þó fljótlega eftir því að skipið ruggaðí miklu meira en daginn fyrir. Hvarf úr honum víman og reis hann á fætur sem skjótast og leit til veðurs. Var vindur allmikill og sjógangur, og þess engin von að bátar kæmi úr landi í því líku, eða jafnvel verra sjólagi. Sagði hann að sér hefði nú ekki farið að litast á blikuna, og það því frekar sem sjórótið versn- aði er á daginn leið, ekki að harin væri hræddur, en áleit að þetta væri sjálfskaparviti. Hann sá að skips- botninn lestist, meir og meir svo sumt af trjáviðnum flaut út, en brimskaflarnir köstuðu skips. skrokknum til og frá. Litla lyst hafði hann á mat um daginn, en enga á víni. Sagðist hafa hugsað sér að taka hverju sem að höndum bæri með óskertum sönsum og karlmanns hugrekki. Um nóttina var veðrið hér um bil hið sama, en eftir þvi sern skips- skrokkurinn léttist og brotnaði meira varð ruggið enn stórkostlegra, svo hann tók það til bragðs seinnihluta nætur, að hann batt sig við stór- sigluna, svo hvort hann yrði dauður eða lifandi, að þeir er fyrst kæmu þar gæti séð, að hann hefði drengi- lega og svikalaust leyst af hendi sitt hlutverk. Um morguninn snemma fór að lygna og brotsjóana heldur að lægja. Var Guðm.undur þá mjög þjakaður og illa til reika, en varð þó heldur vonbetri eftir því sem lengra kom fram á morguninn. Fyrri hluta dags kom skipstjóri úr landi á stórum bát, vel liðuðum. Varð hann glaður er hann fann Guðmund lifandi, og lét hjúkra hon- um eftir beztu föngum. Hvernig fór um skipsflakið veit eg ekki, en Guð- mundur var með skipstjóranum á landi um hríð. Fékk hann það er honum var lofað og vel það. Sk'Iclu þeir sem vinir, En það sagði Guð- mundur að þess háttar hlutverk skyldi hann ekki taka að sér annað sinni, hvað sem í boði væri. Flagð undir f 'ógru skinni. Eitt sinn lá skip, sem Guðmund- ur var háseti á, inni í höfn. Ætla eg það væri i Hollandi. Þar var stór bær; nafn á honum man eg ekki, óvíst að Guðmundur hafi nefnt það. Hann fékk leyfi um daginn að vera í landi. Varð honum víðförult. Hitti hann á leið sinm unga stúlku, mjög gjörvulega og ljómandi fallega. Áttu þau tal sam- an, og samdist svo með þeim, að ef hann kæmi um kvöldið til hennar, mundi hann geta fengið að vera urn nóttina. Er nú ekki að orðlengja það, um kvóidið fer Guðmundur í beztu föt- in sín og í land, á fund stúlku sian- ar. Tók hún honutn tveim höndum. Hún hélt til í góðu herbergi. Virtist honum hún gáfuð og i allri fram- komu hin skemtilegasta. Veitti hún honum vel og leið svo kvöldið i góð- um fagnaði fram að háttatíma. Þá afklæddist Guðmundur og fer upp í rúmið. Stúlkan fer einnig að af- klæða sig. Spyr hún Guðmund hvort hann vilji ekki að hún gefi honum glas af víni áður en hún fari upp i rúmið. Guðmundur játar því. Svo hellir hún á glas og réttir honum. Drekkur hann úr því athugalaust og j hefði hann aldrei verið neinn ó- knyttamaður. (Handr. í Lbs. ritað 1917) —Lesb. Mbl. Ot í hött Framh. frá bls. 5 Palli og Stína eru gömul, góð hjón á Akureyri. Sonur þeirra bygði þeim nýtt hús. Húsið kalla menn Palistína. 1 velþektu húsi á Seyðisfirði er húsbóndinn ríkulega skeggjaður, svo er skrifari hans og aðstoðarmaður. Húsið kalla Seyðfirðingar (í laumi) Skeggjastaði. Vinur minn í Reykjavík bygði sér fallegt hús þar sem áður stóðu hin frægu fjós Eggerts Briems. Sagðist hann hafa orðið að grafa upp flór- inn. Sér til huggunar sagði hann mér (í trúnaði) að hann kallaði húsið Flórída. Það sem þeir leggja fyrir vini sína heima er svo ríkmannlegt og myndarlegt og dýrt að mér varð einu sinni að orði að eg mundi borga fyr- ir þennan túr eins lengi og eg lifði, því hér eftir gæti eg ekki verið þekt- ur fyrir að bjóða vinum minum hið algenga “stöff” okkar hér — átti eg hér við hin finu vín og whiskies. Þá sagði einn — og hann var viður- I kendur gleðimaður — “Gerðu bara ætti félagið að verða þess megnugt, að auka bókaútgáfu sína frá því sem hún hefir verið í ár, og væri vel við eigandi, að fólk streymdi í félagið á þessu ári, sem er 150. ár höfustað- arins sem kaupstaðar. Ársgjaldið er aðeins 6 krónur. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Georg Ólafsson bankastjóri (form.) Guðni Jónsson mag. art. ritari, Steindór Gunnars- son prentsmiðjustjóri gjaldkeri og meðstjórnendur Matthias Þórðar- son fornmenjavörður, Ólafur Lár- usson prófessor, Pétur Halldórsson borgarstjóri og Sveinn Jónsson kaupmaður. En formaður fulltrúa- ráðs er dr. Jón Helgason biskup. —Fálkinn. 7 ’ ' -v 7' r | e;ns G„ v;g — i£ttu skrifa það hjá fanst vimð gott, en svo vissi hann jn, “ V estur-1 slendingar ! ekki um sig meira, fyr en morgun- . inn eftir að hann raknar úr rotinu. . Þykist hann nú sjá alt eftir á, að I stúlkan hafi gefið sér svefnlyf í j víninu og aldrei farið upp í rúniið. Þóttu honum þetta laklegar góð- ! gerðir, en ætlar samt að klæðast, áður en hann verði fyrir meiri hrakningum. En þá sér hann að föt þér!’ Getum við “bitið” þetta? G. T. A. Landnám Ingólfs Félagið Ingólfur, sem stofnað er í þeim tilgangi, að safna og gefa út hans eru öll horfin, skófatnaður, úr söguleg skilríki um landnám Ing- , °S peningar. Þykist hann nú ærið ólfs Arnarsonar, hefir nú gefið út illa settur á nærklæðum einum. Fer ^ fyrsta rit sitt. En áður hefir það samt að skygnast um herbergið og haldi hér sýningu á gömlum Reykja- I finnur þar i fataskáp dökklitan ' víkurmyndum (í Barnaskólanum) kvenmannskjólræfil. Vefur hann kjólnum um sig og kemst svo út á I götu. Þetta var utarlega i borginni, j og svo snemma að morgninum, að umferð var nær engin á götunum. j Komst hann út á skip svo lítið bar I á, og án nokkurrar hindrunar. “Það | stóð heldur ekki á löngu,” sagði Guðmundur, “því að eg hljóp eins ; og vitlaus maður.” | Guðmundur fór seinna um daginn að finna lögregluna í borginni. og haft skuggamyndasýningar á sams konar myndum, með skýring- um á þeim. Þetta fyrsta hefti í safni til sögu landnáms Ingólfs flytur 128 bls. af hinni fróðlegu lýsingu Skúla land- fógeta á Gullbringu og Kjósarsýslu. Er þar margvíslegan fróðleik að finna um þessar sýslur, eins og þær voru fyrir nálægt hálfri annari öld, og furðu ítarleg athugun á ýmsu, sem ætla mætti að látið væri liggja 1 Sagði hann alt af létta, hvernig með milli hluta í slíkri lýsingu, svo sem sig hefði verið farið, og af því hann 1 . var svo heppinn, að hann vissi nafn- ið á götunni og töluna á húsinu, þá gat lögreglan fundið húsráðandann dýralífi og náttúrufyrirbærum, t. d. mismuni flóðs og fjöru á ýmsum stöðum. Má yfirleitt segja að höf- undurinn láti sér ekkert óvið- að máli. En stúlkuna fundu þeir j komandi, jafnvel segir hann til um, ekki. Maðurinn þóttist ekkert vita að i sýrublöndu sé einn hluti sýru nm þetta, og vildi helzt engu góðu hafður móti 11 af vatni og er það til til svara. Þó fór svo að lokum að marks um, hve ítarlega hann lýsir hann kom með fötin og úrið, en peningarnir fengust ekki. Maðurinn j sagði að það væri engin sönnun fyr- j ir því að hann hefði haft neina pen- I i'iga með sér, og það varð Guð- mundur að láta sér lynda. Það taldi Guðmundur víst, að hún jhefði verið búin að fara svona með | fleiri en sig, og ef til vill verið í I þjónustu húsráðandans. En tíð- j rætt varð honum um það, hvað hún I hefði verið skemtileg í viðmóti og | ljómandi falleg, þótt hún væri sann- 1 kallað flagð að reyna. Jón Sigurðsson vildi fá æfisögu Guðmundar. Það eru likur til að Jón sál. Sig- urðsson forseti hafi eitthvað heyrt ! af æfintýrum Guðmundar, því Guð- mundur sagði mér, að Jón hefði boðið sér 30 spesíur (kr. 120.00) j fyrir æfisögu sína, eins rétta og sanna að öllu leyti og honum væri i framast hægt að muna. Það fylgd ineð tilboði Jóns sem sjálfsagt, að væri haldið leyndri, eins og Guðmundur vildi a- sogunm mörg ár kveða. Hann sagðist fyrst og fremst ekki hafa nent að sitja við að semja æfi. sögu sína, og svo hefði sér fundist að hrin væri naumast þess virði. Samt hálf sá hann eftir þvi, að hann tók ekki boði Jóns, sem líkle.ga hefir ímvndað sér að hann hefði verið miklu verri maður, en hann væri í raun og veru, því þó hann hefði ver. ið brokkgengur að ýmsu leyti, þá lifnaðarháttum fólks. Er lýsing þessi því ótæmandi fróðleiksnáma um aldarfar og ástæður þess hluta þjóðarinnar, sem lifði í Gullbringu- og Kjósarsýslu á þeim tima, sem lýsingin fjallar um. Sérlýsingu hinna einstöku sókna i umdæminu Iýkur þar, sem hann er að byrja að lýsa Reykjavíkursókn, sem þá taldi aðeins 6 jarðir, nfl. Skildinganes, Arnarhóll, Revkjavík, Effersey, Sel og Hlíðarhús. “Á þessum 6 jörðum búa 8 bændur, að meðtöldum kaupmanninum og for- | stöðumanni fangahússins, 24 hjá- leigubændur og 59 þurrabúðarmenn að meðtöldu starfsfólki klæðaverk- smiðjunnar. Alls verður það 91 fjölskylda. En mannfjöldinn i sókninni var árið 1781: 394 og búfjárfjöldinn sama ár: 69 kýr, 1 kvíga, 1 naut, 2 kálfar, 20 ær, 9 sauðir, 106 hestar, hryssur og ótemj- ur.” Um útgerðina segir svo: “Arið 1780 var sjór sóttur um vetrarvertíð á bátum úr sókninni sjálfri, 10 fer- æringum og 25 tvíæringum. Áhöfn þeirra var 60 heimamenn, 6 Austan- menn, 17 Sunnlendingar og 7 Norð- lendingar.......Alls nam veiðin 14,040 fiskum; verða það 78 skp. harðfisks.” — — Félagið Ingólfur á mikið og þarft verk fyrir höndum. Um framkvæmdir þess fer vitanlega eftir því, hversu margir gerast fé- 'lagsmenn. Með sæmilegri þátttöku I almennings i Reykjavík og nágrenni GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er náhvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI! Hver gamiill kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (1 hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auld. Allir pakkar sendir mðttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroit, Dark Tted. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CAKKOTS, Half Bong Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CTJCTJMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. hETTlJCE, Grand Itapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONION, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, Wliitc Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PTJMPKIN. Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 26 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TURNIP, Wliite Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Halr. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—XF.W BEAUTIFUL SHADES—8 Regular full size packets. Best and ntwest shades in respective color elass. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTET QUEEX. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WF.LCOME. DazDzling Scarlet. WHAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOIjA. Evening scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. the earliest bloorners^ MTGNONETTE. Well balanced BACHELOR’S BUTTON. M’any mixtured of the old favorite. CALENDULA: New Art Shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom CALIFORNIA POPPY. New Thumb. You can never have Prize Hybrids. to° many Nasturtiums. CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy- CLIMBERS. Flowering climb- brids. ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New COSMOS. New Early Crowned Art Shades. and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. mixed. Newest Shades. No. Q—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large PARSNIPS, Early Short Round Packet) (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large « Breakfast Packet) TURNIP, Purple Top Strap CARROT, Chantenay Half Long Ix.af, (lÆrf?6 Packet). The (Large Packet) early white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet) packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Pickling (Large of row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMTTED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ................................................. Heimilisfang ......................................... Fylki ................................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.