Lögberg - 27.02.1936, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. FEBRUAR, 1936
7
Sigríður Sólrún Sigfússon
Sá, sem þetta ritar var um eitt skeið barnaskólakennari í ís-
lenzku bygðinni i Norður Dakota. Nokkurn hluta þess tima átti
hann heima hjá Sigurjóni og Sólrúnu Sigfússon. Nú eru þau
bæði gengin til moldar, hann fyrir nokkrum árum, hún í síðastliðn.
um mánuði. Mikilla gæða naut hann á því heimili og minnist hann
þeirra stunda með innilegu þakklæti til þessara góðu hjóna.
Sigríður Sólrún Sigfússon var fædd að Spóastöðum í Mið-
firði í Húnavatnssýslu á íslandi, 24. júní 1859. Foreldrar hennar
voru þau hjónin Jón Einarsson frá Núpdalstungu og
Guðrún lllugadóttir Halldórssonar frá Beinakeldu, afkom-
anda séra Snæbjarnar í Grímstungu Halldórssonar biskups
á Hólum. Hún ólst upp með foreldrum sinum. Systur átti hún,
Jóhönnu, er dó ung á íslandi. Árið 1878, giftist Sólrún Sigmundi
Jónssyni, en misti hann sama árið. Einn son áttu þau, Jón Sig-
mundson. Hann er á lífi, kvæntur Kristrúnu Oddsdóttur, ættaðri
úr Borgarfirði. Eiga þau hóp harna og búa að Cherrydale,
Virginia, í Bandaríkjunum. Hann er maðurinn, sem ásamt Sveini
Oddsyni tengdabróður hans fyrst kom með bifreiðar til Islands og
kendi íslendingum að nota þær.
Árið 1883 fór Sólrún með drenginn sinn vestur um haf og
settist að i Norður-Dakota og vann fyrir sér og honum. Hinn
20. jánúar 1893 giftist hún Sigurjóni Sigfússyni frá Krossanesi
i Eyjafirði, athafnamanni miklum. Var hjónaband þeirra hið far-
sælasta. Þau bjuggu lengi vel á landi í Eyford-bygðinni, fluttu
síðar að Mountain, bjuggu þar 11 ár, en fóru þá á föðurleifð
Sigurjóns, vestur af Mountain. Var sú jörð oftast nefnd Krossa-
nes eftir heimilinu í Eyjafirði. Þar dó Sigurjón árið 1921.
Börn þeirra voru:
Sigfús Ingibjörn, kvæntur maður, er stundar málaralist í
Chicago.
Sigurjón Benedikt, er dó úr spönsku veikinni í Bandarikja-
hernum í Camp Custer í Michigan-ríki árið 1918.
Sigurlína, gift Birni Björnson að Krossanesi í Mountainbygð.
Ingibjörg, gift norskum manni, Óla Soli, og eru þau búsett
i Mountain-bygð.
Eftir að Sólrún misti Sigurjón hafði hún heimili sitt að mestu
hjá Sigurlínu dóttur sinni, en stundum hjá hinni dótturinni, Ingi-
björgu. Hún dó á heimili Bjarnar og Sigurlinu, eftir stutta legu,
24. janúar 1936, á sjöunda ári yfir sjötugt. Hún var jarðsungin
að Mountain, af séra Haraldi Sigmar.
Þau árin sem eg þekti bezt til Sólrúnar þarfnaðist heimilið
allra krafta hennar, enda voru þeir lagðir þar fram óskiftir. At-
orkusöm og ósérhlífin var hún í hvívetna. Gestkvæmt var oft á
heimilinu og gestrisnin að því skapi. Boði postulans “stundið
gestrisnina’’ var þar vel fylgt. Bæði heimamönnum og gestum var
Sólrón einstaklega góð.
Hún hafði jafnaðargeð í ríkum mæli, var glaðlynd og góð-
lynd, hafði iðulega spaugsyrði á vörum og lagði jafnan gott til
manna og málefna. Hún vildi öllum gott gera, en engan meiða.
Ástvinum sínum var hún alt í öllu. Gáfur hafði hún góðar. Hún
var kristin kona í lífsskoðun og líferni, trú hugsjónum sínum og
frábærlega trygg. Á seinni árum, þegar heiniilisstörfin voru ekki
eins kröfuhörð, vann hún mikið að því að hjálpa þeim, sem liágt
áttu, sjúklingum og öðrum, enda voru brjóstgæði ávalt sterk í
eðli hennar.
Syrgjendurnir færa innilegt þakklæti Marínu Hjaltalín, fyrir
að annast hina látnu í sjúkdómi síðustu stundanna.
Vel unnu dagsverki er lokið. Virðing, hlýhugur, þakklæti og
elska fylgja Sólrúnu inn á eilífðarlandið.
“Far heil og sæl, því elska, dygð og yndi
á eilíft líf þó skifta sýnist rót.”
R. M.
FROM FREYJA LODGE, DEGREE OF HONOR.
Mountain, N.D.
As our dear departed sister Sólrún Sigfússon was our Charter
Member and has been a loyal and staunch friend for 38 years, we
the Degree of Ilonor sisters want to express our thanks for her
work with us.
She was ever ready to assist the needy and the sick, and pro-
mote the welfare of our Lodge. She will be ’sorely missed with
her kindly, smile and helping hand.
She leaves with us memories of a kind and tender heart, a
wonderful neighbor and a loyal friend. To you, her sorrowing
relatives, we extend our heartfelt sympathy. May you be helped
by the knowledge, that there is a better world beyond, where the
weary are at rest.
“It isn’t far to that other shore
Where loved ones are who have gone before,
Only a step to the border land
Where somebody waits with outstretched liand.”
Þetta starfar af því, að tímarnir eru
nú óvanalega erfiðir, en þó fremur
af hinu, að traust manna er bilað á
flestu. Það er ekki með öllu ástæðu-
laust. Margt hefir verið aðhafst til
þess að veikja trú og traust manna
á einu og öðru, og margt hefir
brugðist vonum manna. Tindarnir
hafa hrunið og þar með hefir hug-
sjónalífið þorrið, og þar af leiðandi
sækja menn lítt á brattann. Það
liggur við að allur þorri manna hafi
mist traust á stjórnum, flokkum og
stefnum, á nágrannanum og sjálf-
um sér, Guði og mönnum, þessum
heimi og öðrum. Menn örvænta um
afkomu sína, afkomu sveita og bæja,
örvænta um afkomu lands og þjóð-
ar, örvænta um þetta líf og annað
líf. Það er leitt að þurfa að lýsa
hinni nýjustu máttleysisveiki félags-
lífsins á þennan hátt, en hún leynir
sér ekki. Hitt er þó eins víst, að
bjartsýnum mönnum dettur ekki í
hug að ganga með dauða vonleysis-
ins í barmi sér, því þeir vita, að það
ber einkum við þegar menn eru
orðnir einstæðingslegir og kvíðafull.
ir. að þeir sjá stigann, sem nær til
hiinins, og finna Guð á hinum ólík-
legasta stað. Þeim menningarheimi,
sem sviksamlega kemur fram við
bróður sinn, finst öft Guð og gæði
lífsins langt í burt, og sem enginn
stigi muni ná þangað, en þegar
kviðafullur maðurinn lokar augum
sínum, þá opnar Guð hjarta hans og
með þvi skynjar hann veginn til lífs-
ins.
Það mun vera óhætt að fullyrða,
að Iíf manna á landi hér hefir tekið
á sig blæ með sterkari litum, en
nokkru sinni áður, nú í háa tið. Það
eru sterk öfl að verki til þess að
binda mönnum þungar byrðar, við-
skiftalífið á við þröngan kost að
búa, mikið hefir verið um storma
og illviðri, er valdið hafa tilfinnan-
legu tjóni og mannskaða, og árferði
mjög óhagstætt. Hálfgerður Sturl-
unga-aldar bragur er á baráttu
manna i þjóðfélagsmálum, og gera
menn þá blaðamensku og bókmentir
oft að eitruðum vopnum sínum við
mannskemdar störfin. En þótt
margan svíði undan rógi og eitruð-
um orðum, þá munu þó þau plóg-
| förin rista grynnra, sem gerð eru af
þeim öflum, er illgresinu sá, heldur
j en hin, sem rist eru af kröftum
j þeim, er starfa í þjónustu mannúðar
1 og mannkærleika. Það mun aldrei
Göjuglyndur; veðlánari
Veðlánarar eru sjaldan taldir
göfuglyndir menn. Þeir eru taldir
aurasálir mestu og þeir eru lastaðir
fyrir sitthvað fleira, enda er at-
vinnugrein þeirra óvinsæl mjög.
Veðlánari nokkur í Englandi, Sem
nýlega er látinn, hefir þó verið gerð.
ur af réttum málmi, því að hann gaf
mestan hluta eigna sinna, eða um
70,000 sterlingspund, til fæðinga- og
barnaspítala í borginni, þar sem hann
hafði grætt fé sitt.
Stillist vindur! Lækki sær!
Hátt er siglt og stöðugt stjórnað,
stýra kantu, sonur kær.
Hörð er lundin, hraust er mundin,
hjartað gott, sem undir slær.
Heill til stranda, Stjáni blái,
stig ádand og kom til mín.
Hér er nóg að stríða og starfa,
stundaðu sjó og drektu vín.
Kjós þér leiði, vel þér veiði,
valin skeiðin bíður þín.
Horfi eg út á himinlána,
hugur eygir glæsimynd:
Mér er sem eg sjái Stjána
sigla hvassan beitivind
austur af sól og suður af mána,
sýður á keipum himinlind.
—Eimreiðin.
Flugna-dómur
Árið 1670 var mjög mikil flugna-
plága i Munster á Þýzkalandi.
Samkvæmt kröfu borgarinnar var
þá flugunum stefnt fyrir hæstarétt í
Munster, sakaðar um ósæmilega
hegðun. En þar eð flugurnar hlýddu
ekki stefnu (eða mættu ekki í rétt-
inum, fremur en Sigríður sáluga),
og svöruðu ekki til sakar, voru þær
dæmdar selcar, sviftar öllum réttind.
um og gerðar útlægar um tíu ára
skeið. Dómurinn er ritaður með
venjulegum laga-“formúlum” og
f lugunum hótað öllu illu!
Stjáni blái
Eftir Örn Arnarson.
hafa verið meiri viðleitni hjá ís-
' ...
| lenzku þjóðinni um mennmgarmál,
j framfarir og umbætur en nú, þrátt
| fyrir alt og alt. Það er mikið um gá-
. leysi og léttúð, en þó enn meira um
! alvöru og festu. Það er mikið um
j skemtanir, meira þó um nytsamlegar
' athafnir. Þð er mikið um óheilindi,
en meira þó um dug og drengskap.
Það er mikið til af vondu á íslandi,
og í öllum heiminum, en meira þó
af góðu. — Guð situr enn að völd-
um.
Reykjavík 23. janúar, 1936.
Pctur Sigurðsson.
Bréf frá Islandi
hversu félagslífið er orðið marg-
brotið, en ekki að sama skapi þrótt.
mikið. Félögin eru orðin mörg,
kraftarnir dreifast og skiftast, póli-
tískir flokkar hlaða múrvegg milli
manna líkt og hin þröngsýnustu og
rétt-trúuðustu kirkjufélög miðald-
anna. Nú er það hinn pólitíski rétt-
TIL IIR. J. T. THORSON
Þingmanns SelkirL kjördæmis.
Heill sé þér vinur að hlauztu það
starf,
sem heiðrar æ minningu þína.
Frá Drotni svo fékstu þann dýrðlega
arf
að drenglyndu verkin þín skina.
Þinn faðir var merkur um mann-
lifsins stig,
sem miðlaði líknandi gæðum;
hann brosir til okkar og bendir á þig,
og blessun þér eflir á hæðum.
Alföður bið eg svo lið þér að ljá;
af líknsömu hjarta það gjörðu,
með kærleik að verma hin vanhirtu
strá
svo viðreisn þaú fái á jörðu.
= { Lifðu með heiðri og lát þina hönd
trúaður þjóðanna, sem líklegastur er leysa burt ánauðargröndin.
til þess að vekja upp að nýju blóð-
ugan rannsóknarrétt og galdrabrenn-
ur. Það fer honum lika vel, sem
grýtt hefir kirkju vanþekkingar-
tímanna fyrir þessar syndir. — Það
mun líka vera óhætt að segja, að all-
mikið ber nú á vonleysi hjá öllum
Drottinn þig styðji, þín staða er
vönd,
ó, slít þú svo óheilla böndin.
Vér árnum þér heilla um æfinnar
stund;
þig aðstoðn miskunin blíða.
Verndi þig drottinn í vöku og blund
þorra manna, og það er átakanlegur : °S ve't' sigurinn fríða.
skortur á gróanda í félagslífinu. 1 Margrét J. Sigurðsson.
II.
Hann var alinn upp við slark,
útilegur, skútuhark.
Kjörin settu á manninn mark,
meitluðu svip og stældu kjark.
Sextíu ára svaðilför
setur mark á brá og vör,
ýrir hærum skegg og skör,
skapið herðir, eggjar svör.
Þegar vínið vermdi sál,
voru ei svörin myrk né hál—
ekkert tæpitungumál
talað yfir fyltri skál.
Þá var stundum hlegið hátt,
hnútum kastað, leikið grátt,
hnefar látnir semja sátt,—
sýnt hver átti í kögglum mátt.
Kæmi Stjáni í krappan dans
kostir birtust fullhugans.
Betri þóttu handtök hans
heldur en nokkurs annars manns.
Norðanfjúkið frosti remmt
fáum hefur betur skemt,
silað hárið, salti stemt,
sævi þvegið, stormi kembt.
Sunnan rok og austan átt
eldu við hann silfur grátt.
Þá var Stjána dillað dátt,
dansaði skeið um hafið blátt.
Sló af lagi sérhvern sjó,
sat við stýri, kvað og hló,
upp í hleypti, undan sló,
eftir gaf og strengdi kló.
Hann var alinn up við sjó,
ungan dreymdi um skip og sjó,
stundaði alla æfi sjó
aldurhniginn fórst í sjó.
II.
Stjáni blái bjóst til ferðar,
bundin skeið i lending flaut.
Sjómenn spáðu öllu illu:
Yzt á Valhúsgrunni braut,
kólgubólginn klakkabakki
kryppu upp við hafsbrún skaut.
Stjáni setti stút að vörum,
stundi létt og grönum brá,
stakk i vasan, strauk úr skeggi,
steig á skip og ýtti frá,
hjaraði stýri, strengdi klóna,
stcfndi undir Skagatá.
/Esivindur lotulangur
löðri siglum hærra blés,
söng i reipum, sauð á keipum,
sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði fyrir Keilisnes.
Sáu þeir á Suðurnesjum
segli búinn lítinn knör
yfir bratta bylgjuhryggi
bruna hratt sem flygi ör,
—siglt var hátt og siglt var mikinn-
sögðust kenna Stjána för.
Vindur hækkar, hrönnin stækkar,
hrímgrátt særok felur grund,
brotsjór rís til beggja handa,
brimi lokast vík og sund.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði beint á drottins fund.
Drottinn sjálfur stóð á ströndu:
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN IvAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Frœið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU K0STAB0Ð1!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blatSitS fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur nfimerum,
1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af >remur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem fitvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin fir nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1,, 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
HF.KTS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CAB.KOTS, Half Dong Chantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CCCHMBEB, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
XjETTTJCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTTJCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Gtiernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 7 5 to 100 plants.
TURNIP, White Summer Tahle. Early, quick-growing. Packet
will sow 2 5 to 30 feet of drill.
FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or AngeX’s Hair. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTET QUEEN. Pure White.
Five and six blooms on a stem.
WHAT JOY. A Delightful Cream.
BEAUTY. Blush Pink.
SMILES. Salmon Shrimp Pink.
No. 3 COLLECTION-
EDGING BORDF.R MIXTURE.
ASTERS, Queen of the Market,
the earliest bloomers.
BACHELOR’S BUTTON. Many
new shades.
CALENDULA. New Art Shades.
CALIFORNIA POPl’ Y. New
Prize Hybrids.
CLARKIA. Novelty M.ixture.
CIjIMBERS. Flowering climb-
ing vines mixed.
COSMOS. New Early Crowned
o riH PrPQtpfl
EVERLASTINGS. Newest shades
mixed.
GEO. SHAWYER. Orange Pink.
WELCOME. DazDzling Scarlet.
MRS. A. SEARLES. Rich Pink
shading Orient Red.
RED BOY. Rich Crimson.
-Flowers, 15 Packets
MATHIOLA. Evening scented
stocks.
MIGNONETTE. Well balanced
mixtured of the old favorite.
NASTURTTUM. Dwarf Tom
Thumb. You can never have
too many Nasturtiums.
PETUNIA. Choice Mixed Hy-
brids.
POPPY. Shirley. Delicate New
Art Shades.
ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
Newest Shades.
No. 4—ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Long Blood (Large
Packet)
CABBAGE, Enkhuizen (Large
Packet)
CARROT, Chantenay Half Ijong
(Large Packet)
ONION. Yellow Globc Danvers,
(Large Packet)
LETTUCE, Grand Raplds. This
packet will sow 20 to 26 feet
of row.
PARSNIPS, Early Short Round
(Large Packet)
RADISII....Frencli ... Brenkfast
(Large Packet)
TURNIP, Purple Top Strap
Leaf. (Large Packet). The
early white summer table
■ turnip.
TURNIP. Swede Canndian Gem
(Large Paeket)
ONTON, White Pickling (Large
Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $............sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.:
Nafn
Heimilisfang
Fylki .......