Lögberg - 19.03.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.03.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 19. MARZ 1936 3 Dánarminnin g Þíinn 2i. janúar síðastliðinn, var kvaddur á burt einn af elztu, íslenzku samferöamönnum okkar hér, Þorgrimur Arn- björnsson. Hann var fæddur á ÞorvaldsstöÖum í BreiÖdal, S. Múlasýslu, i. júní 1851. Foreldrar hans voru Arnbjörn Sig- mundsson og Guðný Erlendsdóttir, bæði ættuð af Austurlandi. Föðurættin er hin svonefnda Geitdalsætt, orðlögð fyrir þjóðhaga smiði. Guðmundur í Geitdal, föðurbróðir Þorgríms sál., var talinn beztur gullsmiður á Austurlandi á sinni tíð; og faðir hans var mesti hagleiksmaður, — smiðaði t. d. fyrstur manna hólka á íslenzku orfin, sem á þeim tímum þóttu stórar umbætur. (Sbr. endurminningar Árna Sigurðssonar, “Á Breiðdal fyrir 60 árum.”). Þorgrímur sál. átti níu bræður og eina systur; á lífi eru, einn bróðir, Guðmundur ísberg í Manitoba, Can., og systirin, Elín Björg, á íslandi. Tíu ára misti hann föður sinn, og yarð að fara til vandalausra. Ólst hann þannig upp á ýmsum stöð- um, við mismunandi kjör og aðbúð. — Sjálfur sagði hann svo frá að sér hefði verið gefið lamb, þegar hann var fermdur. Síðar hefði hann svo selt kindina — borið þessar fyrstu inn- tektir sinar um tíma í vasanum, en að lokum keypt fyrir þær sín fyrstu smíðatól, og nokkrar spýtur, — smiðað litla "greiðslu- bakka,” og selt þá. —Árið 1880 fór hann til Kaupmannahafnar, nam þar smíðar í tvö ár, en fluttist svo þaðan til Ameriku. í Grayling, Mich., var þá dönsk nýlenda; þar settist hann að og stundaði handiðn sína. Eftir fjögur ár fór hann til Islands, kvæntist Sólveigu Halldórsdóttur frá Haugum i Skriðdal, og fluttust þau sama ár til Ameríku, 1886. Næstu seytján árin bjuggu þau hjónin í Grayling, en fluttu til Seattle, Wash. 1904, og hafa átt heimili síðan þar sem íslendingar hafa mest haldið hópinn hér í borg. Heimilið hefir ætíð verið sjálfstætt vel og vinsælt mjög. Þeim Þorgrími ög Sólveigu varð fimm barna auðið. Af þeim lifa þrjú — Rose Carter í Los Angeles, Calif.; Karl, í Ketchi- kan, Alaska, og Thora Hines, í Seattle. Hin síðastnefnda hefir búið hjá foreldrum sínum i elli þeirra og verið þeim alt í öllu,— er við skrifstofustörf, fjölhæf og mikilsmetin kona. Öll eru börnin vel gefin. Þorgrímur sál. stundaði smíðar alla æfi, og var með af- brigðum vel látinn, sökum verklagni, vandvirkni og trúmensku. Einnig var hann persónulega svo vinsæll sökum gætni sinnar og glaðlyndis þess er honum var meðfætt. Allir sem kyntust honum muna ótal hnyttin tilsvör hans og fyndni, sem var jafn óþvinguð og hún var stundum óvænt. Hann var rólegur í framkomu, smár að vallarsýn, — og svo hraustur alla æfi, að vart kendi hann sér meins. Atvinnu sína stundaði hann til þess hann var hálf áttræður; eftir það fór þreytan að segja til sín. Síðustu tvö árin sat hann að mestu við arineldinn, — lá rúmfastur eina viku og fékk rólega burtför. 1 ellinni naut hann hinnar beztu umhyggju, því ekkja hans er ein af þessum óviðjafnanlegu íslenzku heimilismæðrum, sem af- koma innflytjandans í Ameríku er að stóru leyti að þakka. Heimilið var Þorgrími sál. fyrir öllu — því fórnaði hann um- hyggju sinni og kröftum. Þar hefir og jafnan margur notið gestrisni og alúðar. Útförin var 25 jan., að viðstöddu fjölmenni. Fyrst flutti séra K. K. Ólafson mjög viðeigandi ræðu á íslenzku, og Gunnar Matthiasson söng. Þar næst kvöddu hinn látna, samkvæmt sín- um siðvenjum, félagsbræður hans úr Royal Arch Masons regl- unni, sem hann hafði tilheyrt i fimtíu og f jögur ár. Síðan fór fram greftrunarathöfn Christian Science kirkjunnar, er hann einnig tilheyrði. Það sakna allir, sem þektu hann, þessa hægláta, glaðlynda og dagfarsgóða hagleiksmanns. Seattle, 12. marz, 1936. Jakobína Johnson. ekki vanar neinni stygð, enda sá eg smærri börn í stórum hópum tala við fuglana og) gefa þeim fæðu. Sunnanvert í Tjörninni eru hólmar og þar halda vanir sig, voru þeir fagrir og rólegir og algerlega hag- vanir, að þvi er mér virtist. Eink- um virtist tjörnin fögur til að sjá, bæði frá Tjarnargötunni, en einnig frá Suðurgötu, en sú gata er uppi í hæðinni fyrir vestan Tjörn,ina,— fyrsta stræti vestanvert við Tjarnar- götuna, sem liggur á sjálfum bakka tjarnarinnar.— Þeir, sem erlendis hafa dvalið um 30 ár, eða jafnvel miklu skemri tíma en það, geta vart gert sér fulla hug- mynd um breytingarnar, sem orðið hafa í Reykjavík. En sérilagi ber mikið á þeim niður við höfnina. Fyrir ekki stærri höfn að vera, en Reykjavik er, er hún mjög “mod- ern” og nýtizkuíbragur á öllum verk- um og verkfærum er lúta að hleðslu og affermingu skipa. Nú sér mað. ur ekki lengur þreytta og niður- dregna fólkið, er áður vann að upp- skipun. Er það vissulega góð breyt- ing frá því sem áður var. I fyrirlestri sínum “Lífið í Reykjavík,” minnir mig að Gestur heitinn Pálsson segi, að það, sem aðkomumaður fyrst taki eftir i Reykjavík, séu skólapiltar og hanar. Sennilega hefir það átt vel við það tímabil er skáldið hafði í huga. — Um aldamót og næstu árin þar á eft- ir held eg að vissulega hafi borið meira a skutu-sjomönnunum en nokkrum öðrum. Og stundum, þeg. ar að þilskipin voru í höfn, voru þeir hávaðasamir og oft, því miður, undir áhrifum víns. svo að mjög En oft tíðkast það að fólk gengur eftir miðju stræti ekki síður en á gangstéttunum. Bilaumferð er mik- il, og er aftna tekur skki síður, því Reykvíkingar ganga ekki að jafnaði í kvöldheimsóknir sínar, heldur eru bílar notaðir, enda þótt ekki sé langt að fara. Sökum þrengsla á götun- um finst framandi manni oft að hann sé staddur i miklu stærri borg. Hestanna gætir ekki mikið í Reykjavík, sjást þó t. d. á sunnu- dögum, því ýmsir tiðka enn þann forna sið að lyfta sér upp á hest- baki. En hversdagslega ber litið á að hestar séu notaðir — helzt þó fyrir mjólkur og kolavögnum. Yfir. leitt virtust þeir fallegir og báru þess merki að vel væri með þá farið. Meðan eg dvaldi í Reykjavík átti eg tal við Englending, sem hafði dvalið þar nokkrar vikur; kvaðst hann víðförull vera, og til marga landa hafa komið. “Hér í Reykja- vik,” sagði hann, “hefi eg ekki séð neinn, sem leit út fyrir að vera beiningamaður, engan hefi eg held- ur séð illa til fara, ekkert óhreint barn. Virðist mér að langt megi leita að hafnarbæ, er þetta má með sanni um segja.” Hygg eg þau orð sönn vera. Reykjavík á eftir að stækka að stórum mun, — að sönnu er hún nú þegar orðin ofstór, frá sumu sjónarmiði skoðað. Ef litið er til baka er vöxtur hennar furðulega mikill. Hún verður jafnan hjarta- punktur landsins og mikið er heill landsins undir affarasælum vexti og viðgangi hennar komin. Bið eg að vöxtur hennar verði þjóðinni hollur. í hug koma orðin úr ljóði ortu um aldamótin síðustu, og þau bænar- orð vil eg af heilum hug gera að mínum eigin orðum. “Reykjavík, rísi þín frægð við röulskin komandi tíða. Menning og manndáð og vit merki þitt beri sem hæst.” (Guðm. Guðmundsson). Frá Edmonton áberandi var. Sérílagi bar mjög á þessu i vetrarvertíðarlok; var þá stundum dálítið sukksamt á götun- um. Fínir gátu þeir ekki talist að ytra útliti skútukarlarnir margir hverjir, enda var hversdagslíf þeirra um borð þrotlaus barátta — hunda. lif, er átti fáa sólskinsbletti í sér fólgna. En þeir voru margir “góðir inn við beinið” þilskipa-sjómennirn. ir þeirra tíma — og margir þeirra voru ágætis sjómenn, og sumir beztu drengirnir, sem eg hefi mætt á lífsleið minni voru í hópi þeirra. Og karlmannlegir voru þeir margir hverjir — og ágætir þegar að á reyndi, — beztir þegar í krappan dans var komið. — Og fínir voru þeir á betri “gallanum,” svo eg við- hafi gamalt sjómannamál. Glæsilegustu mennina á íslandi nú, tdja margir sjómannastéttina vera, og trúi eg því vel að svo sé. Sú litla kynning, sem eg hafði af sjómannastéttinni, fer öll í þá átt, j bæði að því er togara-sjómenn og íslenzka farmenn á milliferðaskipum snertir. Þetta mun nú mega teljast útúr- dúr, frá umtali um Reykjavík, en sannleikur er það nú sem til forna, að sjómannastéttin á mikinn þátt í velmegun íslands, og hún mótar enn sem fyr lífið í Reykjavík; og mörg álitlegustu og stærstu prívat-hús í Reykjavík eru eign skipstjóra og annara, er teljast til sjómannastétt- arinnar. Þegar aftna tekur er fjörugt og fólksmargt á götum Reykjavíkur. Eg hefi áður á það minst, að um- ferðin er óregluleg, og er það að sumu leyti orsakað af því að flestar einkum eldri göturnar, eru þröngar. 9. marz, 1936. Herra ritstjóri Lögbergs: Af tíðarfarinu hér er það að segja, að þessi vetur er sá kaldasti og snjóa mesti, sem gamlir menn hér muna eftir. Veðurrannsóknastofan hér segir þetta sé sá kaldasti vetur sem hafi komið hér í síðastliðin 50 ár. Það má heita að þessi hörku- frost hafi verið síðan um jól. Hjarðmenn í Suður-Alberta hafa orðið fyrir tilfinnanlegum skaða af falli á sauðfé og gripum úr kulda og fóðurskorti. Seinasta febrúar breyttist tíðin, og kom þá milt veður og sólskin, og hefir það haldist við síðan. Snjór hefir mikið þiðnað, svo alt er að fara á flot í vatni. Mr. J. P. Jóhannson, sem um tíma lá veikur á spítala, eí kominn heim aftur, og er á góðum batavegi. Mr. Jóhannson>er meðeigandi i félaginu McKay and Johannson, sem starf- rækir tinsmíðaverkstæði og alt þar að lútandi, hér í borginni. Mr. og Mrs. S. D. B. Stephanson frá Eriksdale, Man., voru hér á ferðinni um mánaðamótin, þau voru á heimleið vestan frá hafi, þar sem þau hafa verið að skemta sér um tíma. Mr. Stephansson var um eitt skeið ráðsmaðbr “Heimslkringlu”, en rekur nú verzlun við Eriksdale, Man. Eins og ákvarðað hafði verið, þá var þorrablót haldið hér þann 11. febrúar og fór það vel fram. Sök- um þess hvað frostið og kuldinn var mikill um það leyti, þá varð að- sóknin ekki eins mikil eins og ann- ars hefði orðið. Skemtiskráin var þannig: 1. Ávarp forseta — C. Gottfred 2. “Ó Guð vors lands” — Piano Solo — Miss Lillian Reinholt. 3. Ávarp Fjallkonunnar — Miss Laufey Einarson. 4. Ensk ræða — S. Sigurjónsson. 5. Acrohatic Dancing — Norma Johnson. 6. Dutch Dance — Lulla Johnson. 7. Piano Solo — Miss Lillian Reinholt. 8. Shirley Temple — impersona- tion — Margret Hinrikson. 9. Modernistic Tap Dance — Miss Eloise Alderdice. 10. Vocal Quartette—H, Stibbards, R. Shawin, S. Sigurjónsson, A. Chaw. Þetta er í fyrsta sinn, sem Fjall- konan hefir látið sjá sig í Edmon- ton, með tveimur hirðmeyjum sín- um og íslenzki fáninn, sem blakti yfir leiksviðinu í þetta sinn. Þetta tvent setti alvarlegan, íslenzkan blæ á mótið. Fjallkonan var í íslenzka skautbúningnum, í hvítum kyrtli með skaut og bláan möittul með hvítan kant. Hirðmeyjarnar tvær, sín á hvora hlið, voru Miss Þórdís Árnason, á samfellu, og Miss Lucile Ögmundson, á peysufötum. Fjall- konan flutti vel samið ávarp á ís- lenzku, sem var sérstaklega stílað til okkar sem búum “i skjóli hinna voídugu Klettafjalla í Ameríku.” Mr. S: Sigurjónsson, forseti Is- lendingafélagsins “N o r ð u r 1 j ó s" flutti ræðu á ensku, sem skýrði frá uppruna þorrablóta, og í hvaða til- gangi það væri nú haldið svo víða á meðal íslendinga. Það væri gjört til að halda íslendingum saman og glæða hjá þeim vilja og löngun til að leggja sem mesta rækt við þjóð- erni sitt, móðurmál sitt og íslenzk fræði. Margt fleira sagði ræðu- maðurinn þessu viðvíkjandi, sem var orð í tima talað, en of langt mál að skýra frekar frá því hér. Stjórnmál. Ekki ætla eg að verða margorður um stjórnmálin i þetta sinn. Eg vil aðeins geta þess að litlar likur eru til þess, að nokkurt Social ^ Credit fyrirkomulag komist í fram. I kvæmd á þessu þingi. Þau frum- j vörp, sem stjórnin hefir lagt fyrir | þingið, gera ráð fyrir auknum skött- um á almenningi, og um leið þverrar kaupgeta þeirra. Eins og allir vita, er þetta þvert á móti stefnuskrá Social Credit flokksins. Þeir lofuðu að lækka útgjöldin á almenningi og auka kaupgetu þejrra. Major C. H. Douglas hefir sagt upp vistinni, sem ráðanautur stjórn- arinnar. Hann segir að þar seni stjórnin hafi valið fyrir ráðanaut sin auðfræðinginn og auðvaldssinn- an R. J. Magor, sem auðvaldið i Austur-Canada hafi sent þeim, þá séu ekki neinar líkur til þess að þeir muni taka til greina neitt af sínum tillögum, sem hljóti að verða al- gerlega í mótsögn við þær tillögur, sem þeir séu að nota frá Mr. Magor, því sjái hann ekki neinn veg fyrir sig að geta orðið þeim til gagns. Hann hefir bent stjórninni á að stefna sú, sem stjórnin hefir nú tekið, samkvæmt tillögum Mr. Magor, sé algjörlega ámóti stefnu- skrá Social Credit. Líka varar hann I þá við að hlusta ekki um of á til- lögur Mr. Magors. Þegar þessi uppsögn frá Major Douglas kom fyrir þingið, þá urðu snarpar umræður út af því; and- stöðuflokkarnir heimtuðu að fá frekari upplýsingar frá Major Douglas viðvikiandi þessari upp- sögn; heimtuðu líka að fá öll bréf og skeyti sem hefði farið á milli stjórnarinnar og Major Douglas frá þeim tima, sem Aberhart stjórnin kom til valda, en stjórnarformaður- inn neitaði að gera það. Samt kall. aði hann alla f lokksmenn sína á fund með sér, til að ræða frekar um þetta mál. Alt sem almenningur hefir fengið að vita um hvað þar fór fram, er það að forsætisráðherrann sendi Major Douglas strax skeyti þess efnis að hann tæki til baka upp. sögn sína og yrði kominn til Ed- monton 30. marz, stjórnin æskti þess að hafa hann þá á fundi með sér. Ekki er komið neitt svar frá Major Douglas þessu viðvíkjandi, þegar þetta er skrifað. Aberhart forsætisráðgjafi sagði í stólræðu, sem hann flutti í gær- kveldi, að þeir skuli með Guðs hjálp koma hér á fót Social Credit fyrir- komulaginu með tíð og tíma, eins og þeir hafi lofað að gera, hvort heldur sem Major Douglas hjálpi til þess eða ekki. Það virðist svo sem hann sé farinn að tapa trausti á lindarpennanum, sem hann þóttist geta gert alt með um kosningaleytið. i Y. Guðmundsson. Business and Professional Card ■ 1 PHYSICIANS cmd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimill 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 2.30 tll 5.30 e. h. Heimili: 638 McMlLLAN AVE. Talslmi 42 691 ■ J Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medic&l Arts Bldg. Cor. Grahun og Kennedy Sts. Phonee 21 21*—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViBtalstlml 3—5 e. h. 218 Sherburn St,—Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlcelcnir 41 FURBY STREET Phone 36 137 SlmiS og semjiS um samtalstlma DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 739 ViBtalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur löpfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. *P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslcnxkur XögfrcxBingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRUGGISTB DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tsienxkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEO Gegnt pósthfislnu Slmi 96 210 HeimlUs 33 32* Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPBO DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave, Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um fit- farir. Allur fitbúnaCur sá beztl. Ennfrsmur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrlfstofu talslml: 86 607 Helmilis talsiml: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hfis. Út- vega peningalán og eldsábyrgO &f öllu tægl. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 9 07 CONFEDERATION LIFB BUILDING, WINNIPEQ Annast um fasteignir manna. Tekur aO sér aO ávaxta sparlfi fólks. SelUr eldsábyrgO og blí- reiöa ábyrgOir. Skriflegum fyrlr- spurnum svaraö samstundis. Skrif8t.s. 96 7 57—Helmas. 33 323 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan viö St. Charles Vér erum sérfræOingar I öllum greinum hárs- œ andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræOingar. SÍMI 25 070 REV. CARL J. OLSON UmboÖsmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLA.GIÐ ábyrgist íslendingum greiO og hagkvæm viOskifti. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phone 21 841—Res. Phone 37 769 HOTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEQ pœgilegur og rólegur bústaóur ( miöbiki borgarinnar. Herbergl $.2.00 og þar yflr; meB baOklefa $3.00 og þar yflr. Agætar máltíOir 40c—60o Free Parking for Guests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEO "Winnipeg’s Down Toum Hoter 220 Rooms with Bath B&nquets, Dances, Conventlons, Jinners and Functions of &11 klnds Coffee Shoppe F. J. FA.LL, Hanager Corntoall ^otel SEYMOUR HOTEL Sérstakt verO á viku fyrir námu- 100 Rooms with and without og fiskimenn. bath KomiO eins og þér eruO klæddlr. RATES REASONABLE J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. Phone 28 411 277 Market St. | MAIN A RUPERT WINNIPEO C. Q. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.