Lögberg - 19.03.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.03.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ 1936 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Claudy og Lin'a létu ekki lengi bíða með að gifta sig, og settust að á hinu snotra og þægilega heimili Locust Hill, sem var endur- málað og skreytt og fylt nýjum húsmunum. Þau voru eins sæl og tvær dúfur í hreiðri, þar til að því kom að Claudy þurfti að fara aftur í sjóherinn, þá vaknaði gamla æfintýra og galsa ástríðan hjá Jacqueline; hún víldi óð og uppvæg fá að fara með honum; um það varð talsverð deila milli þeirra, en til allrar hamingju kom það aldrei fyrir aftur, því í næsta skifti er Claudy þurfti að fara til hers- ins, var kominn svolítill Claudy heima, sem gerði Jacqueline landvistina kærari en að rugga á öldum hafsins með litla angann sinn. Frú Waugh og Marian hjálpuðu Jacqueline og kendu henni að fara með litla angann sinn; þær höfðu og góð áhrif á hana til að leggja niður æskubrekin og verða stilt og ráðsett kona. Skömmu síðar giftu þau' $g Paul og Miriam. Thurston bygði handa þeim afar fallegt og vandað hús á Old Field, en frú Waugh gaf þeim alla húsmunina í það. Það var sannarlega ánægjulegt nágrenni sem þessar ungu fjölskyldur á Dell Delight, Locust Hill og Old Field mynduðu. Tveir aðrir viðburðir skeðu um þetta leyti, í þessu ánægjulega nágrenni. Vesalings saklausa Fanny kvaddi þennan heim og hvarf brosandi til sinna himnesku heimkynna. Það var eitt kvöld um þessar mundir, að Waugh sjóliðsforingi, eftir að hafa notið góðs kvöldverðar og búið var að koma honum þægi- lega fyrir í rúminu sínu, að hann féll í vær- an svefn, sem hann vaknaði aldrei framar af, til að gefa nokkrar fyrirskipanir á sjó eða landi, í þessu lífi. Frú Waugh syrgði hann í tvær vikur. og mintist aldrei á hann öðru vísi en vesalings elsku sjóliðsforingjann. En Henrietta var oi hraust og lífsglöð, til þess að sökkva sér niður í sorg og hugarvíl yfir fráfalli gamla mannsins, enda fór hún brátt að verða þess vör hversu lífið varð henni frjálsara og hversu hún naut sín betur. Nú gat hún lifað og dregið andann frjáls og farið sínu fram án þess að eiga á hættu að vera yfirheyrð eins og glæpamaður. þegar hún fann hvöt hjá sér að rétta einhverjum, sem bágt átti hjálparhönd, sem var hennar mesta yndi. Nú var enginn til að taka fram fyrir gjafmildu hendurnar hennar, enda sýndi hún það með þeirri umönnun og aðstoð, sem hún veitti þeim Jacqueline og Miriam, sem hvor- ugar voru ríkar, ásamt stórgjöfum, sem hún gaf til fátækra og ýmsra mannúðar fyrir- tækja og góðgerðastofnana. Og þó Henrietta væri orðin býsna feit, þá samt sem áður var hún fjörug og frá á fæti. sannur hrókur alls fagnaðar hvar sem hún var. Frú Waugh hafði tekið Jenny gömlu heim til sín. Jenny hafði beðið um að mega ko'ma heim til gömlu húsmóður sinnar, því sig langaði til að enda út d,agana lijá henni, og hún vissi að gamla húsmóðirin sín, sem var bæði góð kona og rík, mundi ekki láta sig neitt vanta meðan rún lifði. Þær voru sannarlega ánægðar gamla hús- móðirin og gamla þjónustustúlkan, þær höfðu aldrei verið hamingjusamari en nú, alla sína daga, þegar þær tóku sér útreiðartúra á gömlu múlösnunum sínum og létu þá lötra á milli nágrannaheimilanna með sig, til þess að eyða deginum hjá Lapwing eða Herb, eða hjá “dúfnaparinu” eins og frú Waugh kallaði Miriam og Paul. Það var frú Waugh hið mesta yndi, þeg- ar hún var búin að safna öllum fjölskyldun- um saman, Thurston og Herb, Claudy og Lapwing og “dúfnaparinu” á afmælisdag einhvers þeirra, eða öðrum tyllidögum, í stóru gestastofuna á Luckenough, og var umkringd hóp af litlum Lapwings, Herbs og dúfum, sem öll eltu hana eins og ungar gamla hænu. Þann- ig liðu elliár frú Waugh í friði og ánægju, meðal vina og aðdáenda.’ Hvað skulum vér segja að skilnaði, er vér kveðjum þau Thurston og Marian? Hann hafði á yngri árum haft dálitla galla, eins og oss er kunnugt, — en að sigrast á göllum sín- um er hinn göfugasti sigur sem nokkur getur unnið, og hann hafði unnið þann sigur til fullnustu. Hann kallaði Marian frelsunar engilinn sinn. Með hverju árinu sem leið, varð ástúð þeirra og innileiki dýpri og sterk- ari og samræmdi hug þeirra, hjarta og áform í einn dýrðlegan samhljóm. Heimili þeirra varð miðstöð allslags menningar, fagurra og göfugra fyrirmynda, sem höfðu betrandi og upplyftandi áhrif á alt nágrennið. Þau eign- uðust mörg og elskuleg böm, sem fengu hið bezta og göfugasta uppeldi, til þess að geta orðið styrkur og stoð sinnar samtíðar. Litlu Angel var ekki gleymt; hún naut ef til vill mestrar umönnunar allrar fjölskyldunnar. í öllu þessu indæla bygðarlagi og nágrenni, var Dell Delight elskulegasta og hamingjusam- asta heimilið. ENDIR Islenzkað hefir G. E. Eyford Mannorðsdómur Eftir Johanne Vogt. Það er ærið dimt inni í stofunni. Gegn- um gluggana kom engin birta, því úti fyrir var grá og þykk þoka, sem byrgði alt, byrgði gasljósið hinsvegar í götunni, hvað þá annað. Ofurlítil glæta kom út um súggötin á ofnin- um, er náði fáein fet fram á gólfdúkinn, sem var þó ónóg til þess að ung persóna við píanó- ið sæist, er lék Chopins sorgarlag með löng- um, samhljóma, viðkvæmum tónum. “Agætt,” er sagt af persónu, sem lá í legubekk í f jarlægasta horninu í herberginu í algerðu myrkri. “Þú leikur ágætlega í kvöld. Það liggur vel á þér, er það ekki? Eg hefi liaft gaman af hljóðfæraslætti þínum. ” “Það er gott, mamma, það hefi eg tekið í arf frá þér. Mér þykir vænt um að sönghæfi- leikar ættar þinnar fylgja mér. Pabbi var ekki söngelskur?” “Nei,” var sagt fremur hörkulega í hominu. “Eg man vel að hann sagði einu sinni, að listfengur bumbusláttur væri sér kærastur. ” “En svo var hann snillingur í lifandi málunum, og þar að auk bókfróður. ’ ’ “Ekki beint bókfróður, en mjög hneigð- ur fyrir pólitík. Hann þýddi útlend blöð jafnóðum og hann las þau, fyrir mig, og las þau með álíka hraða og þau væru rituð á okk- ar máli. Frá honum hefir þú tungumála fimi þína.” “Bn eg hugsa alls ekki um pólitík, eg hata þessa flokka, held samt að eg sé vinstra megin. Það erum við allar ungu persónurn- ar.” “Segðu ekki meira, eg þoli það ekki; ef þú værir eins gömul og eg og hefðir lifað árið ’84 með sögulega svarta blettinn, myndir þú enn sjá uppreistarandann loga líkt og ætt- jarðarástina, þjóðræknina.” “Ó, það er rugl og fjas, held eg. Það sem mér þykir lakast er það, að ungu lista- mennirnir finna þar ekkert hvetjandi orð, enga viðurkenningu gáfnlanna. Við getum ekki eingöngu lifað á leifum gömlu bókment- anna. Um leið og eg, verður að fæðast ný list, svo eg geti fylgst með framförum henn- ar — ekki aðeins að flagga fyrir hina gömlu guði — skilur þú það ekki, mammaf” Nú varð augnabliks þögn. “Eg vildi fegin fylgjast með hinu fjör- uga lífi ungmennanna, ” svaraði hún með hægð, “kunna að svara þér viðeigandi — en eg var hætt að vonast eftir að geta átt barn, þegar eg ól þig — er þess vegna ekki nógu ung til að mótmæla þessu orðagjálfri — já, afsakaðu að eg kalla það orðagjálfur — alt þetta f jas um gömlu guðina. Hagaðu þér eftir nútímans tízku — nýtt tímabil kemur máske ekki fyr en barnabömin þín eru fullvaxin.” “Ó, það eru svo mörg ung öfl í listinni, sem vilja koma í ljós,” sagði Ella; “hinkraðu við — hér eru margir gáfaðir unglingar.” “Ef þeir duga til nokkurs, þá gera þeir vart við sig. Lífvænt fræ festir rætur — á það máttu reiða þig,” svaraði frúin. “Við skulum aftur fara að tala um hljóð- færasláttinn, sem við hættum við áðan,” sagði Ella. “Eg vil ekki kappræða neitt efni oftar en einu sinni í viku. En eg get ekki hugsað mér heimili án hljóðfæra, — það er verra en blóm án ilms.” “Mér finst samlíkingin ekki hrífandi — en þú segir satt — það er aðdáanlegt að geta breytt hugsun sinni í tóna, og það getur þú— en þó ekki alt af — en í kvöld gerðirðu það. Syngdu nú ögn fyrir mig.” “Hvað á eg að syngja, mamma.” “Fallega franska söngvísu, sem á við Chopin.” ‘ ‘ Hana á eg ekki til, en þú skalt fá norska söngvísu — sólsetrið —” “Nei, hún er of dauf í þessu myrkri — við verðum að fá lampann.” Augnabliki síðar kom þernan inn með lampann, sem hvin hafði kveikt á, svo góða birtu lagði um alt herbergið. A sömu stundu stóðu mæðgurnar upp og gengu að borðinu. Frú Kirkner var roskin kona, en Ella dóttir hennar ung. “Hér er bréf til ungfrúarinnar, ” sagði þernan. dró bxtéf upp úr svuntuvasa sínum og rétti henni það. “Þökk fyrir. Dragið blæjurnar fyrir gluggana, Berta, enda þótt andbýlingarnir eigi bágt með að gægjast inn til okkar í kvöld vegna þokunnar. — en sú þoka.” “Hefir ungfrúin látið jólakökurnar í ofn- inn, Berta?” spurði frúin. “Já, já; það er glóandi heitt í eldhúsinu, stóin er rauð af hita.” ‘ ‘ Eg kem þangað strax. Að hver ju bros- ir þú, Ella?” “Bréf frá Petru Sagen, mamma. Hún biður mig að koma á annan í jólum. En ein- lvver verður að vera hér, — það lítur illa út að eg fari. ’ ’ “Nei. Við verðum saman á aðfangadags- kvöldið og allan jóladaginn; það er okkur nóg. Annar jóladagur er alment skoðaður sem liátíðisdagur. Þú mátt fara. Eg held þú hafir gott af því. Þar er víst góð færð og hreint loft.” “Já, Petra skrifar að þar sé ágæt færð. Ó, mamma, mig langar svo til að fara. Það kvað vera embættissetur, að sagt er, fult af gestum. Að eins ættingjar og vinir. Engir viðbjóðslegir eftirlauna-fauskar eða matþeg- ar, sem alstaðar er svo fult af. Hún endar bréfið með þessum orðum: ‘Komdu, jóla- viðurinn er skráþur og ölið sterkt.’ Er það ekki skemtilegt?” “Jú, sannarlega., Þú verður að fara, baniið mitt. Það hefir einhver skuggi eða ó- yndi hvílt yfir þér í haust, sem mér hefir ekki fallið og eg veit ekki af hverju stafar.” “Eg held eg hafi verið dálítið taugaveil. Þessir skammdegismánuðir og þokan leggj- ast þungt á mig. Eg get ekki verið kát. ’ ’ “Ó, það er ekki þokan, hún hefir heldur ekki verið svo tíð. Nei, það er eitthvað ann- að, en — geymdu þitt leyndarmál, ef það er til. Viltu lesa bréfið fyrir mig?” “Lestu það sjálf, það er stutt. ” Frúin tók bréfið, lagaði á sér gleraugun og las bréfið nákvæmlega. EJlla hallaði sér aftur á bak í hæginda- stólnum og horfði eins og dreymandi á móður sína. “Nú, Ijún skrifar þægilega. Eg held eg verði að þiggja þetta heimboð. þó eg sé nokk- uð vandlát í þeim efnum, eins og þú veizt.” “Já, góða. Þið komuð ykkur líka sam- an um þetta í sumar, í hressingarskálanum. Eg })ekki ættina af annara sögusögn — alt göfugt fólk. Þangað er þér óhætt að fara. Eru fötin þín í góðu lagi?” “ Já, eg tek einn sparikjól með mér. Þar verður líklega ekki mikið um samkvæmi. Aðalskemtanirnar verða innan dyra, og það líkar mér bezt. Eg hefi nóg af félagslífi hér í bænum. ’ ’ “Já, auðvitað. Taktu með þér skíðin. skautana og öll þín leikföng — en brjóttu hvorki handleggi eða fætur, mundu það. Eg skrepp nú fram í eldhús.” “Eg hefi hreinsað Msínurnar og brytjað sykraða sítrónuhýðið, ” kallaði Ella á eftir henni. Dyrunum var lokað og EJlla las bréfið aftur. Þar sem hun sat og ruggaði sér í stóln- um, var hún sem menn kalla, snotur stúlka. Ekki mjög há, en beinvaxin, í dökkbláum klæðnaði, sem fór henni vel. Höfuðið fallegt með miklu. dökku hári, sem var undið upp í hnút ofan á höfðinu. Augun stór og grá og augnabrýmar dökkar. Munnurinn var sér- lega fagur, hvort sem hún sat hugsandi eða hún brosti. Hún stakk bréfinu í umslagið, spjenti hendur saman fyrir aftan hnakkann og var gremjuleg á svip. “Það er eins og að berj- ast við náttuglu,” tautaði hún. “Mamma segir satt — eg get sjálf ekki skilið það, og því síður hún. Nei — hverju sem viðrar— henni skal eg hlífa. Eú eg vil—” Dyrunum var lokið upp og frúin kom inn, heit og rjóð í kinnum af hitanum í eldhúsinu. Hún var há vexti, teinrétt og ungleg í lima- burði. Hárið grátt og sat í hnút ofan á höfð- inu. Andlitið laglegt en svipurinn þungur. Æfisaga hennar hafði verið sorgleg — hjónaband. sem á þeim tímum var óuppleys- anlegt með öðru en dauðanum. Eitt af þess- um ættar-dulmálum innan luktra dyra, sem enginn þekti nákvæmlega, en sem eyðiiagði lífsgleði hennar. Þegar maður hennar dó, var hún fertug að aldri. En eftir því sem árin liðu og þessi einkadóttir hennar óx upp, falleg og myndarleg, og þegar tekjur hennar tíföld- uðust við það, að hún erfði auðugan frænda sinn. hrestist hún aftur og fór að taka þátt í félagslífinu. Hún opnaði aftur hús sitt fyrir vinum sínum, sem veittu henni þá skemtun og ánægju er þeir gátu í té látið. “Nú, ” spurði Ella glaðlega, “hvernig gengur það í eldhúsinu?” “Ágætlega. En því ver hlotnast þér ekki að neyta þessara ágætu rétta, af því þú ferð svo snemma.” “Ó, eg kem aftur að viku liðinni. Eg er í rauninni vanafost og kann bezt við mig heima hjá þér, mamma. Hvað hefi eg annars að gera þangað, eg þekki engan.” “Þú ert svo ung og þarft að kynnast fólki, og líta í kring um þig í landinu. Þú hefir gott af því. ” “Er eg svo ung? Bráðum tuttugu og tveggja ára. Að einum vetri liðnum hætti eg við allar danssamkomur og samkvæmi.” “Aldrei hefi eg heyrt slíka vitleysu,” sagði frúin gremjuleg. “Eg var ung þang- að til eg var 30 ára.” “Já. mamma, þín ajskuár tilheyrðu logn- þokutímanum, þegar alt stóð kyrt, nú er fram- förin hraðari og lífið þroskast fyr. Þess- vegna finst manni nú að maður verði fyi gamall. ’ ’ “Gamall, án þess að hafa lifað — án þess að hafa elskað. Nei, góða mín, vertu nú ekki leið á lífinu, þú ert of heilsugóð til þess.” Ella svaraði ekki. “Er hinn ungi Sagen læknir, sonur pró- fastsins eða sýslumannsins! Hann kvað vera göfugur maður,” spurði frúin litlu síðar. “Hans er sonur sýslumannsins, bróðir Petru. Hver hefir talað um hann?” “Það man eg ekki.” “Eg hefi aldrei talað við hann, en séð hann oft á söngsamkomum. Hann kvað vera góður söngmaður. ” “Það er ágætt. Þú munt eiga nokkra glaða daga þar. Eg man eftir því frá æsku- árunum að eg var eitt sinn í heimboði á prestssetri, það var um hvítasunnuleytið—” sagði frúin, hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði fram undan'sér. “Skógurinn var ný-blómgaður og fuglasöngurinn svo óvið- jafnanlega fagur, að eg hefi aldrei heyrt annan ein, og svo þessi löngu sumarkvöld og björtu nætur, alt rann saman í eitt; við höfð- um heldur engan tíma til að skilja þau að — við ungu—” “Var pabbi þar líkaU’ spurði Ella. “Nei, hvernig dettur þér það í hugf” sag'ði móðirin og svipur liennar harðnaði. “Það var nokkrum árum áður en eg kyntist föður þínum,” sagði móðirin rólegri. “Það var áður en eg var tvítug, og eg giftist seint, eins og þú veizt.” “Jæja, haltu áfram að segja frá heim- sókninni á prestssetijinjú. Þú hefir aldrei minst á þetta svo eg hafi heyrt.” “Nei, það er sveitalífssaga, leyndarmál; um þau á maður ekki að tala. ” “Það er leitt, mamma. Heldurðu að eg geti ekki hugsað mér þig sem unga? Þú hefir verið mjög falleg. Hvers vegna geturðu ekki lýst viðburði frá æskuárum þínum?” “Það eiga nútímans börn hægra með — þið eruð miklu opinskárri en við vorum. Þá hékk blæjan fyrir leyndarmálum hjartans — nú er hún brunnin og dyrnar standa opnar. ’ ’ “Svei. Það á ekki við mig,” sagði Elín alvarleg. “Eg veit að eg líkist þér, og þess vegna vil eg virða það, sem þú kallar þín leyndarmál. “Og eg þín.” “Nei, leyndarmál tilheyra ekki nútíman- um, þau þekkjum við ekki, en undirferli er altítt, og lendir oft á sakleysingjum. ” Móðirin leit til hennar með leynd. “Þekkir þú til undirferlis, barnið mitt? Eru mennirnir vondir?” ‘ ‘ Ekki beint vondir — en mér finst oft að við ungu stúlkurnar séum verjulausar og eng- inn til að vernda okkur. Mér finst þetta kanske af því að eg á ekki föður lifandi, og engan bróður. Ó, það væri indælt að eiga eldri bróður, kjarkgóðan og tryggan, sem gæti verndað systur sína þegar þess væri þörf.” “Bræður? Þeir duga ekki til neins, þeir gifta sig, og svo verður systir þeirra þung- ur baggi í augum eiginkvenna þeirra. Það eina rétta fyrir stúlku er að gifta sig þeim manni, sem hún getur elskað; hann sér um hana æfilangt.” “ Já, en hvar finnur maður liann?” “Þú hefir kynst svo mörgum, ungum ög kjarkmiklum mönnum, sem eru vinir þínir, og hafa hælt þér mikið, ef ekki um of.” “Já, eg hefi eignast marga vini, en eg er hrædd um að eg eigi einn óvin. óvinátta er sterkari en vinátta og ást.” “Við hvað áttu, Ella? Þú vekur lijá mér óróa. ’ ’ / “Ekki neitt, í raun réttri. Nei, nú fer eg fram í eldhús og svo hita eg ofninn í her- bergi mínu. Eg á eftir að sauma fáein spor af jólagerseminni minni. ” Dyrnar luktust og móðirin sat ein eftir. “Hvað ætli hún meini með að vera verndar- laus — og svo óvin?” tautaði hún. “Ó, móðirin er samkvæmt náttúrunni aðeins helmingur — elskuð að hálfu leyti — skilin að hálfu leyti — og treyst að hálfu leyti.” Elín var í góðu skapi annan jóladags- morguninn, |)egar járnbrautarlestin flutti liana norður á bóginn. Þokan, sem hvílt hafði yfir Kristjaníudalnum síðustu vikuna, mink- aði eftir því sem ofar kom og hvarf að síð- ustu. Snjórinn þakti engjar og vegi. Hún sat í annarar raðar vagni með bók í hendi. Þar var hlýtt og notalegt, og við og við sendi sólin geisla sína inn um gluggann, og lestarskarkalinn bergmálaði í fjöllunum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.