Lögberg - 02.04.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.04.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRÍL, 1936 Anti-Kristur Þýzkalands G. E. Eyford íslcnskaði. Svo heitir ritgjörS, er birtist ekki alls fyrir löngu í hinu merka tíma- riti “Current History,” og er eftir belgiskan fræðimann, sem verið hef- ir um langt skeið kennari í frönsk- um bókmentum við háskólann í Edinburg. Það hefir alment verið svo álitið af andstæðingum kirkjunnar, að hin- ar trúarlegu deilur, fyr og síðar, milli hinna kirkjulegu leiðtoga hafi verið háðar um eitthvað, sem þeir vissu ekkert um, og væri fyrir utan alla skynsamlega greinargerð. En í þvi trúarbragðastríði, sem nú á sér stað innan hinnar þýzku kirkju og er að kljúfa hana í sundur, gætu jafnvel ekki hinir nöprustu háðfugL ar látið sér detta í hug, að þeir, sem árásirnar hafa hafið á kirkjuna, viti ekki hvert augnamið þeirra sé, eða að hvaða takmarki þeir stefna. Það er ekki barátta um hvernig beri að skilja og útlista vissar trú- arsetningar, heldur er það barátta, hafin á móti. grundvelli hins sögu- lega kristindóms, sem allar kristnar kirkjur, hvert annað kenningarnafn sem þær hafa tekið sér, hafa bygt á. Það er ekkert tvírætt eða dular- fult um tilgang og stefnu þessarar “kristnu” Nazista kirkju, tilgangur hennar hefir verið ræddur i fjölda bóka og flugrita. Þessi trúarbrögð, eins og aðrar hreyfingar, hafa átt sína forgöngumenn og spámenn, svo sem Pul de Lagarde, einnig sína falsspámenn, svo sem Oswald Spengler, og síðast hafa þau verið útskýrð í þremur bókum, sem eru skoðaðar sem helgirit og guðspjall þessara Nazista-trúarbragða. Þessar helgu bækur þeirra, ef svo mætti að orði kveða eru: Thc Foundation of the Nineteenth Cen- tury, eftir Houston Stewart Cham- berlain ; My Battle eftir Adolf Hitler og “The Myth of The Twentieth Century, eftir Alfred Rosemberg. Engin þessara bóka er skrifuð af þýzkum höfundi. Hinn fyrst nefndi er, ensk-skozkur, annar er Austur- rikismaður, og sá þriðji austan frá Baltiska hafi, og var rússneskur borgari þar til á stríðsárunum. Án þess að hafa svolitla hugmynd um ritverk Rosenbergs, er erfitt að skilja hver er stefna og tilgangur þessara nýju túarbragða. Alfred Rosenberg er engu síður athyglisverður á sínu sviði, en Hilter á sínu, en miklu mentaðri og miklu færari af eigin ramleik að halda fram sínu máli. Hann er ennþá á bézta aldri, og heldur einni hinni áhrifa- og þýðingarmestu stöðú í Nazista-stjórninni, sem umsjónar- maður þess, sem leyfilegt er að ber_ ist inn i landið eða út úr því af frétt- um, auk þess er hann aðal ritstjóri hinnar miklu stjórnar blaðakeðju, Voelkische Boehachter. Sökum þess- arar embættislegu afstöðu sinnar, fá öll hans ritverk sérstaka útbreiðslu. og hafa afarmikil áhrif. En fyrir utan þessa embættislegu stöðu sína, er Rosenberg slyngur rithöfundur, og ákafur trúarbragðalegur ritdeilu- maður, og meira en það; hann virð. ist vilja vera alt i senn: trúboði, kostuli og kirkjufaðir. Undir eins og Hitler var kominn til valda, var hann sendur til Eng- lands til þess að boða þar Naz- ismann, en hvernig sem honum hef- ir gengið sú ferð, þá er það vist að það var hans fyrsta og síðasta trú- boðsferð þangað. Síðan hefir hann gefið sig mest við útbreiðslu hinna nýju Nazista-trúarbragða á Þýzka- landi. Rosenberg hefir skrifað margar bækur, flestar árásarrit á Bolshe. vismann og Gyðingdóminn; en sú bók er hér um ræðir og mest áhrær- ir hin nýju trúarbrögð er The Myth of the Twentieth Century, og er hans stærsta ritverk. Þessi bók gengur næst bók Hitlers My Battle, í því að móta hugsunarhátt og lifs- skoðun hinnar nýju þýzku þjóðar, þó þækur þessar séu að mörgu leyti eins ólíkar í anda, eins og Mattheus. ar og Jóhannesar guðspjöll, The Myth, er hvorki sjálfsæfisaga né nein sarrífeld söguleg frásögn. Henni er ætlað að vera ópersónuleg og hlutlaus; hún er aðallega kenni- setningaleg og sem slík fram úr öllu hófi öfgafull. Þessari 700 blaðsiða bók er skift i tvo aðal parta. Fyrri parturinn er árásarfullar ritdeilur um trúarbrögð yfir höfuð; síðari parturinn er sam. dráttur, eð» summa allrar þeirrar heimspekilegu flækju, sem hin nýja Nazi-trú er bygð á. Það væri ekki ótrúlegt að þessi bók yrði jafn ó- skiljanleg og óskynsamleg fyrir al- menning til lesturs, eins og hin þýzka “metafisik” hefir ávalt reynst. En þrátt fyrir það þó efnið sé ekki sem aðgengilegast, hefir bókin verið græðgislega eftirsótt af hundruðum þúsunda æstra Nazista á Þýzka- landi. Andstæðingar hafa nefnt Rosen- berg “Anti-Krist” Þýzkalands, sem hann í inngangi bókarinnar Mytli, mótmælir stranglega, og lætur sem hann taki sér afar nærri að vera brennimerktur sem slikur. En eftir bókinni að dæma, ef það orð er tekið í bókstaflegri merkingu, þá virðist það ekki að vera mjög ósanngjörn lýsing, því Rosenberg er í sannleika hinn bitrasti óvinur formbundins kristindóms. Hitt er satt að hann þykist hafa einhverja veika og óljósa aðdáun á persónuleika Krists; en hann segir að persónuleiki Krists hafi verið a/fskræmdur og gerður óþekkjanlegur af ofstækisfullum Gyðingum, svo sem Mattheusi og efnishyggju fræðimönnum svo sem St. Páli, afrikönskum lögfræðing- um svo sem Tertullian og kynblend- ingum svo sem St. Augustine. Vér mættum vel spyrja, hvað eftir væri af hinum sögulega Kristi, ef byrjað væri á þvi að 'fleygja burt Mattheusar guðspjalli og Krists- fræði St. Páls og St. Augustines. Rosenberg gerir enga tilraun til að gera nokkra grein fyrir sinni skoðun á persónuleika Krists; þegar nánara er að gáð, þá virðist ekki annað e^tir en Nazi-Kristur fæddur i Galíleu af ammoritiskum norræn- um foreldrum, stór og sterkur á- rásar sinnaður byltingamaður, sem kom í heiminn, ekki með frið, held- ur með sverð. Rosenberg hafnar ekki einungis persónuleika hins erfikenningalega Krists, heldur er hann, ef hægt væri. meiri andstæðingur kristinnar kirkju en Nietzsche. Jafnvel hinn hreini, hugsjónalegi Kristur, segir hann, helfir verið afmyndaður af páfum og jesúitutn. Hinn upphaflega bylt- ing Lúters og Kalvíns hefir að engu orðið innan hinna lútersku og kal- vinsku kirkna, segir. Rosenberg: þessi andlega þrælkun, sem kirkjan hefir haldið þjóðunum í alt fram á þennan dag, hefir verið hreint dráp og lömun hinna göfugu norrænu hugsjóna og anda. í gegnum alla bókina setur Roen. berg trúna á Óðin og Sigfried, and spænis því sem hann kallar trúna á Róm, Wittenberg og Geneva. Hann setur hinn norræna haka-kross, tákn “sólguðsins” gegn hinni, sem hann kallar dapra líking hins kristna kross. Hann setur það, sem hann kallar hina lifandi trú á “kyn og blóð” á móti þvi sem hann kallar “hin ósönnu, siðspillandi, þjóðernis. drepandi trúarbrögð á alheimsanda og ibræðralag mannanna. Hann set- ur trúna á ofurmennið á móti trúnni á hinn óstyrka og undirgefna. Hann setur þýzkar dygir, svo sem heiður, hreysti, frelsi, á móti hinum, sem hann kallar dáðlausar kristnar dygð- ir, svo sem auðaumkun og ölmusu- gjafir, sem hann segir að allir heið- arlegir Germanir finni til að hangi sem lamandi ógn yrfir hinum nor- ræna ættbálki í Evrópu. Rosenberg álítur að trúarbrögð allra hinna sögulegu, kristnu kirkna, undantekn- ingarlaust, hafi valdið óslitinni aft- urför og hnignun og trúin hafi vsrið “þnélatrú.” Rosenberg heldur þvi fram að sú kenning sagnfræðinganna, að sið- menningin hafi átt upptök sín á há- sléttunum i Asiu og hafi breiðst þaðan suður og norður, austur og vestur, sé algeriega röng. Hann seg_ *ir að siðmenningin hafi breiðst út frá einum miðpunkti og aðeins i eina átt, það er frá norðri til suðurs. Hann segir, að fyrir 4,000 árum eða meir. hafi það verið hinn norræni germanski stofn, sem sæðinu hefir menningarfrömuðir heimsins. “Hve- nær og hvar sem vér lítum á sögu fornaldarinnar eða nútímans, hvar sem vér sjáum blómstur menningar- innar hafa þróast, þá er það hir.n germanski stofn, se msæðinu heíir sáð. Aftur á móti, þar sem hnignun og afturför hefir átt sér stað, hefir það stafað af því að hinir norræmi eiginleikar hafa ekki ifengið að nióta sín, eða verið spiltir og saurgaðir aí áhrifum lægri og ógöfugfi kyn- flokka, svo sem Afríkumönnum, Alpines, Gyðingum og Svertingj- um.” Rosenberg telur að til séu ómót- mælanlegar visindalegar sannanir fyrir þvi, að á frumsögulegu tíma- bili hafi verið stöðugur straumur germanskra ættbálka norðan af Skandinaviu, austur og suður eftir Asíu og hafi þeir sett á stofn ríki og siðmannað þær þjóðir er þeir komust i kynni við, svo sem Ind- verja, Persa, Grikki og Gyðinga. Og svo aftur á fyrri öldum hins kristna tímabils, hafi stöðugur flutningur hinna germönsku ættbálka yngt upp öll lönd hins rómverska keisaradæm. is, og alt fram á þennan dag eru af- komendúr þeirra 200,000 gotnesku fjölskyldna, sem fylgdu Theodósiusi hinum mikla og settust að fyrir sunnan f jöll, hraustasti og göfugasti hluti hinnar ítölsku þjóðar. Síðar á 10. og 11. öld var og stöð_ ug innrás norrænna víkinga suður á bóginn, sem lögðu undir sig Skot- land, Frakkland, Rússland, Sikiley og Sýrland. Þannig eru það alstað- ar og æfinlega hinir germönsku yfir_ burðir og göfugu eiginleikar, serr aL staðar hafa komið á skipulagi, þar sem stjórnleysi og ómenning rikti, glætt þar ljós menningarinnar er myrkur grúfði yfir. Það voru Ger_ rranir, sem sköpuðu guði Indverja og Persa, forn-Grikkja og nútíma Evrópu; þeir stofnuðu ríkin, inn- blésu skáldin og sömdu lögin. Heimspekingar og sagnfræðingar halda þvi alment fram, að þróun hinnar nýrri menningar hafi verið hægfara og reikul og hafi aðeins miðað áfram í stuttum áföngum frá þvi hið kristna tímabil hófst, fram til endurvakningar timaibilsins (Re- nascence) og frá þvi til upplýsingar timabilsins á 18. og 19. öld. Rosen- berg neitar þeirri sögulegu skýringu með öllu og reynir að Jullvissa oss um að slikur skilningur sé með öllu rangur. Hann heldur því fram að það sem vér höfum kallað menning. arlega þróun, hafi ekki verið annað en ein óslitin villa út frá norræni dáð og sannindum. Oswald Spengler, sem einu sinni var spámaður Nazistanna segir að hin svokallaða vestræna menning. hafi verið í eðli sínu “hnignun Vesturlanda.” Hugsjón Rosenbergs er það, að vér hverfum til baka um 2000 til Seytjánda ársþing þjóðrœknisfélagsins Skýrsla féhirðis deildarinnar Frón Inntektir— í sjóði 31. des. 1934. .$ 52.28 1935 — Innkomin fé- lagagjöld yfir árið.. 1()0.35 Innt. fyrir Fróns-mót 200.05 Frá Þjóðræknisfél. .. 40.00 $392.68 Útborganir— Kostn. við Fróns-mót $ 93.62 Keyptar bækur .................. 25.09 Borgað fyrir bókband 32.03 Gjöf til jarðskjálftasj. 10.00 Húsaleiga fyrir fundi deildarinnar ......... 33.03 Húsaleiga bókasafnsins 60.03 Til hirðingam, J. B. skóla ......................... 6.00 Innköllunarlaun...... 10.05 Frímerki......................... 1.75 Útborgað fyrir máln- ingarefni..................... 10.55 Eldsábyrgð á bókasafni félagsins...................... 2.20 Borgað Þjóðræknisfél. hálf félagsgjöld .. 50.17 í sjóði 12. des. 1935.. 58.16 $392.68 $392.68 Yfirskoðað og rétt fundið 14. des. 1935. Á. P. Jóhannson Walter Jóhannson Skýrsla bókasafns Fróns fyrir 1935. Inntektir— Meðlimagjöld .... . ..$ 26.25 Gjafir til safnsins. 6.30 • í sjóði i byrjun árs .08 Útgjöld—• Til bókavarðar . .. $ 24.00 Fyrir nýjar bækur 3.35 I sjóði núna 5.28 $32.63 $32.63 önnur útgjöld hafa verið greidd úr deildarsjóði. Bækur safnsins 13. des. 1935 eru 1,012. Gefið safninu á árinu 49 bundnar bækur. Borgað fyrir bókband á 53 bókum $32.00. Borgað fyrir nýjar bækur á árinu $28.41. Memlimir í safninu 52. Safnið aukið að verðlagi á árinu $109.41. Það hafa verið lánaðar út á árinu 3,500 bækur. F. Kristjánsson. Yfirskoðað og rétt fundið 14. des. 1935. Á. P. Jóhannson Walter Jóhannson Skýrsla fjármálaritara Fróns fyrir 1935. Innheimt á árinu í meðlimagjöldum $100.35. Meðlimir í félaginu eru 136; 12 af þeim eru nýir meðlimir. Tekið á móti af Tímaritinu 100 eint. Útbýtt.........................94 ’’ Óútbýtt........................ 6 ” I. Stefánsson, fjármálaritari. Yfirskoðað og rétt fundið 14. des. 1935. Á. P. Jóhannson Walter Jóhannson Dr. Rögnvaldur Pétursson lagði til og Dr. Richard Beck studdi, að skýrslan sé þökkuð og bókfærð. Samþykt. Wynyard, Sask"., 21. febr. 1936. Mr. B. E. Johnson, ritari Þjóðræknisfélags ísl. í Vesturheimi. Kæri vin: Starf deildarinnar “Fjallkonan” í Wyn- yard, hefir ekki verið viðburðaríkt þetta síðasta ár. Fundir og samkomur hafa verið færri en vanalega, er það kannske að nokkru leyti að kenna hinni afarerfiðu tíð, er hefir verið hér í haust og vetur, því það er jafnaðarlega sá tími sem menn eiga einna þægilegast með að sinna félagsmál- um. Fimm fundir hafa verið haldnir á ár- inu, auk nefndarfunda. Samkomur hafa verið fjórar auk íslendingadagsins. Hefir deildin jafnan umsjón með þeim degi, en nýtur þó jafnaðarlega aðstoðar ýmsra góðra íslendinga, er utan deildarinnar standa. Vill deildin af heilum hug þakka slíka hjálp og velvild öllum, er hafa látið hana í té. Mörgum mun hafa þótt það leiít, að vegna regns og illfærra brauta, varð að fresta íslendingadags hátíðahaldinu hér um vikutíma. Leiðinlegast þótti okkur að missa af ræðu Dr. Richards Becks, sem, sem hafði lofað að tala hér á íslendinga- daginn, en gat ekki beðið. Var þó að nokkru leyti bætt úr því með því að Dr. Back flutti erindi hér að kveldi þess sama dags, en áheyrendur voru eðlilegæ miklu færri en annars hefði verið. Vil eg, fyrir hönd deildarinnar, þakka Dr. Beck fyrir það erindi, og alla góðvild. Einnig vil eg, fyrir hönd deildarinnar, þakka þeim séra K. K. Ólafssyni, Birni Hjálmarssyni og Þorvaldi Péturssyni, er allir fluttu ræður á íslendingadeginum, þeirra ágætu erindi, og síðast en ekki sízt, frú Sigríði Þor- steinsson er söng með sinni hljómfögru rödd svo marga af okkar kærustu íslenzku söngvum. Á síðastliðnu ári andaðist að heimili sínu í Dafoe, Jón Ásgrímur Reykdal. Saknar deildin þess ágæta félaga og vottar hér með konu hans og börnum innilega samhygð. Félagatalan mun hafa að mestu leyti staðið í stað á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu féhirðis, eru félagar 42. í stjórnarnefnd félagsins eru þeir sömu og í fyrra. Nokkuð hefir verið keypt af bókum fyr- ir bókasafn deildarinnar þetta síðasta ár, og auk þess voru deildinni gefnar nokkrar bækur, er Mr. og Mrs. Raguel Johnson frá Wynyard höfðu átt. Þakkar deildin af heilum hug þá vinsamlegu gjöf. Hér er aðeins stiklað á steinum, en eg vona að fulltrúi deildarinnar, er að þessu sinni er séra Jakob Jónsson, fylli í eyð- urnar. Eg vil svo að endingu, fyrir mína eigin hönd og deildarinnar, óska þinginu og félaginu allra heilla og blessunar. Með vinsemd og beztu óskum, Jón Jóhannsson. Á. P. Jóhannsson lagði til og Th. Thor- steinsson studdi, að skýrslan sé þökkuð og bókuð. Samþykt. Guðmann Levy lagði til og S. W. Mel- steð studdi að 7. lið dagskrár sé frestað til að gefa milliþinganefndum tækifæri að klára skýrslur sínar. Samþykt. Fjármálanefnd: G. Levy lagði til og Dr. R. Beck studdi, að forseti skipi þriggja manna fjármálanefnd til að starfa um þingið. Samþykt. Tilnefndi forseti þá Á. P. Jóhannsson, Ána Eggertson og S. W. Melsted. Þigmálanefnd : Kosnir voru til að starfa í þessari nefnd yfir þingið þeir séra Guðm. Árnason, Dr. Richard Beck og Thorsteinn Thorsteinsson. 8. liður dagskrár: Otbreiðslumál. Séra Guðm. Árnason lagði til og B. Finnson studdi, að þriggja manna nefnd sé sett í málið. Samþykt. Forseti skipaði í nefndina Dr. R. Beck, Dr. R. Pétursson og frú Guðbjörgu Sigurðsson. 9. liður: Fjármál. Dr. R. Pétursson lagði til og Á. P. Jó- hannssón studdi, að þessu máli sé vísað til f j ármálanef ndar. 10. liður: Fræðslumál. Samþykt var að forseti skipi þriggja manna nefnd. I nefndina setti forseti séra Guðm. Árnason, Jón Janusson og séra Jakob Jónsson. 11. liður: Samvinnumál. S. W. Melsted lagði til og Dr. R. Beck studdi, að forseti skipi þriggja manna nefnd í málið. Samþykt. Skipaði forseti Soffonías Thorkelsson, Á. J. Jóhannsson og Dr. Rögnvald Pétursson. 12. liður: Otgáfa Tímarits. Dr. R. Beck lagði til og Mrs. I. Good- manson studdi, að forseti skipi þriggja manna nefnd. Samlþykt. I sambandi við útgáfumálíð tók Á. P. Jóhannsson til máls. Bað hann fólk að veita athygli auglýsing- unum í Tímaritinu og láta auglýsendur í ritinu ganga fyrir með viðskifti. 1 nefndina skipaði forseti Dr. R. Beck, séra Jakob Jónsson og Elínu Hall. 13. liður: Bókasafn. Á. P. Jóhannsson skýrði frá starfi sínu og tilraunum á íslandi að fá stjórnina þar til að sjá um að Þ jóðræknisfélaginu yrði sent ókeypis eitt eintak af hverri bók, sem gefin væri út á Islandi. Gerði hann sér vonir um að málið mundi fá góðan byr hjá stjórninni. Las liann bréf er hann hafði samið til stjórnarinnar og fram- vísaði á síðasta sumri. B. E. Johnson lagði til og Mrs. M. Byron studdi að þriggja manna nefnd sé skipuð í þetta mál. Samþykt. Skipaði forseti í nefndina Á. P. Jóhannsson, séra B. Theodore Sigurðsson og S. W. Mel- sted. 7. liður: Skýrslur milliþinganefnda. Dr. A. Blöndal las skýrslu íþróttamála- nefndarinnar og er hún seg fylgir The Millennial Hockey Competition, sponsored by the Icelandic National League, was staged at Selkirk, Man., March 7-8. Teams entered in this com- petition were: Selkirk, Arborg, Gimli and from Winnipeg, Maple Leafs, Pla-Mors, Cardinals and Falcons. Six games were played, three the first night and three, in- cluding semi-finals and finals on the second night. The Gimli Hockey Club was declared the winner of the competition and became the custodian of the Millennial Trophy for a period of one year. The Hockey Competition this year was on the whole successful and interesting,— good sportmanship and keen rivalry being the predominating note. The paid attend- ance, however, was no better than in former years, and expenses were neces- sarily higher. After the games the participating teams were invited to a banquet and dance pro- vided by the people of Selkirk, and at which the Selkirk Club acted as host to the visiting teams. This was a fitting climax to *n interesting competition. On this occasion the Millennial Thophy was officially presented to the Gimli Club by Dr. Blondal on behalf of the Icelandic National League. At tliis time the Trustees would like to publicly thank the many splendid men and women who helped so materially to make this effort a success. We wish to thank Mr. Skinner, owner of the Selkirk HoClcey Rink, for the reasonable rates he charged for use of the rink and his helpful co- operation in every respect. We wish to thank Mr. B. Kelly of Selkirk who so cheerfully gave of his time and that with- out compensation, for looking after our interests in the matter of collecting tickets. We wish to thank Mr. Gordon Skinner, who acted as a second referee and without pay. Also we wish to thank Mr. Carl Thorlakson, our official tiine keeper, and Mr. Ben Baldwin in an advisory capacity —both of whom cheerfully gave of their time and energies in the interests of the games. And lastly, we wish to thank the People of Selkirk for their splendid dis- play of good will. Trustees: A. Blondal Th. S. Thorsteinsson. Millennial Hockey Thophy Fund. 1934 —• Balance handed over by W. Johannson $ 18.50 Ad. and Falcon program 1935 .................$ 3.00 Chartering of Buses to Selkirk .............. 4.30 Referee C. Fridfinnson.. 6.00 Repair of Trophy and name plate................ 8.50 Telephone calls.............. 2.12 Refund to Cardinals, 8 players at 25c............ 2.00 Expenses incidental to competition .............. 5.00 Ad. in Falcon Program 1935 ..................... 3.00 Receipts from games .. Net balance ...... 13.53 28.95 $47.45 $47.45 A. Blondal, Walter Jóhannsson lagði til og B. Finn- son studdi, að skýrslan sé viðtekin með þökkum og bókuð. Samþykt. 16. liður: Minnisvarðamál. Dr. R. Pétursson lagði til og Guðmann Levy studdi, að þriggja manna þingnefnd sé sett í málið. Samþykt. Las ritari fjárhagsskýrslu í sambandi við minnisvarðann, er hér fylgir: Landnema minnisvarðinn á Gimli. Samskot— í sjóði frá fyrri nefnd $ 93.90 Frá Þjóðræknisfél. .. 100.00 Almenn samskot .... 634.16 Alls........................ $828.06 Útgjöld— Til Th. Borgfjörðs .. $749.35 O. S. Thorgeirsson .. 4.50 Columbia Press......... 6.20 Birks-Dingwall......... 5.00 3 ferðir til Girnli .... 6.75 771.80 Á banka.......... 56.26 $828.06 $828.06 S. Jakobson G. L. Jóhannson. Dr. R. Beck lagði til og B. Finnson studdi, að skýrslunni sé vísað til fjármála- nefndar. Samþykt. Skipaði þá forseti í nefndina Dr. A. Blöndal, séra B. Theodore Sigurðsson og Jón Janusson. 17. liður: Ný mál. Forseti skýrði frá að öll ný mál yrðu að koma til sín skriflega og mundi hann svo framvísa þeim til þingmálanefndar. Var þá dagskrá á enda og gerði séra Guðm. Árnason tillögu og A. Skagfeld studdi, að fundi sé frestað til kl. 10.00 að morgni. Samþykt. Að kvöldi þess 24. febrúar var fjölmenn skemtisamkoma undir umsjón sambands- deildarinnar Fálkinn. Aðal ræðuna flutti séra Philip M. Pétursson. Einnig fór fram íþróttasýning framsögn, söngur og hljóðfærasláttur. Forseti samkomunnar var Ben. Baldwin. Var samkoman vel sótt og fór hið bezta fram. Hófst þingfundur að nýju kl. 10 að morgni þess 25. Var fundarbók lesin og samþykt með tillögu frá Á. P. Jóhannsor., studdri af Jakobi Jónssyni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.