Lögberg - 02.04.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.04.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBBRG. FIMTUDAGINN 2. APRIL, 1936 Hög'brrg GeflíS út hvern fimtudag af THE COLUMHIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOft LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö t3.00 urn áriö—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Milli fjalls og fjöru i. Að því var vikið í síðasta blaði, að neðri málstofa sambandsþingsins í Ottawa hefði afgreitt hina nýju gagnskiftasamninga milli Canada og Bandaríkjanna; er líklegt að þeir verði jafnframt afgreiddir viðnámslítið, eða jafnvel viðnámslaust í efri deild, með því að leiðtogi stjórnarandstæðinga þar, Mr. Meig- hen, hefir lýst vfir því, að hVorki hann sjálf- ur né fylgifiskar hans, muni grciða atkvæði á móti þeim ofan í yfirlýstan þjóðarvilja við síðustu kosningar. Ekki kvaðst Mr. Meighen sterktrúaður á langlífi þessara samninga; sagðist jafnvel draga í efa að þeir entust út ])að þriggja ára tímabil, er þeim formlega væri ætlað að standa; hvað sannspár hann reynist, leiðir tíminn að sjálfsögðu í ljós. Það er nú í sjálfu sér ekkert nýtt, þó stjórn þessa lands hafi leitað fyrir sér við- víkjandi gagnskiftum við nágrannaþjóðina syðra; hitt verður samt sem áður að skoðast allmerkur, sögulegur viðburður, er slík við- leitni hefir leitt til fastbundinna .samninga, eins og nú er þegar raun á orðin. Árið 1874 stofnuðu þeir George Brown og Hamilton Fisli til gagnskiftasamninga við Bandaríkin með ákveðinn vilja canadisku þjóðarinnar að bakhjarli; þeim samningum var komið fyrir kattarnef í öldungadeild hins ameríska þjóðþings. Frjálslvnda flokknum í þessu landi var það ljóst, að sjaldan fellur tré við fyrsta högg. 1 kosningunum 1891 gerði liann mál þetta að aðal stefnuskráratriði, en beið ósigur fyrir þrálátan og lævíslegan und- irróður afturhaldsmanna. Hvernig tókst um gagnskiftasamninga Lauriers, er þjóðinni enn í fersku minni. Þjóðþing Bandaríkjanna hafði fallist á samningana að öllu leyti, en Canada hafnaði þeim við kosningarnar 1911. Frá þeim tíma hefir málið ávalt verið á döf- inni, þó ekki hafi af framkvæmdum orðið fyr en nú. Skömmu fvrir síðustu sambandskosning- ar gerði Mr. Bennett tilraun til þess að kom- ast að viðskiftasamningum við Bandaríkin, fyrir atbeina tengdabróður síns, Mr. Her- ridge, er um þær mundir gegndi sendiherra- embætti í Washington fyrir Canada hönd; þær tilraunir fóru alveg út um þúfur. Á móti þessum nýju samningum King-stjórnarinnar hefir Mr. Bennett barist með hnúum og hnjám; verður þetta því furðulegra sem hann hefir sjálfur sagt það í ræðu, að samningarn- ir hefðu ýmsa mikilvæga kosti, er meðal ann- ars kæmi bændum og timburframleiðendum í hag. Bn tilhugsunin um það, að einhver stór- iðjuhöldurinn í Austur-Canada kynni að missa spón úr askinum sínum, hefir orðið honum þyrnir í augum. Hinif nýju gagnskiftasamningar hafa vitanlega ekki verið það lengi í gildi, að reynslan hafi fullsannað kosti þeirra eða van- kosti; þó er það athyglisvert, að í febrúar- mánuði síðastliðnum jókst verðgildi á vöru- flutningi héðan til Band.aríkjanna um hálfa sjöundu miljón dala, borið saman við það sem viðgekst á tilsvarandi tímabili í fyrra. Með þessu virðist því óneitanlega vera stigið Apor í rétta átt, því ekki veitir þjóðinni af að auka viðskifti sín út á við, hvar helzt sem þess er nokkur von. Er þess að vænta, að innilokun- arstefnan í þessu landi, sé nú í þann veginn að syngja sitt síðasta vers. II. Útgáfa íslenzkra blaða í þessu landi verð- ur örðugri með ári hverju, og fer það að von- um; eldra fólkið týnir pðfluga tölunni, og þó fram að þessu hafi jafnvel ótrúlega bæzt í skörðin, þá rekur þó að því að kaupendum fækki; er þetta ýmsum mætum mönnum vor á meðal hið mesta áhyggjuefni. Eins og nú hagar til, er útgáfa blaðanna svo að segja al- veg upp á það komin, að þau verði greidd fvrirfram ár hvert; á þessu hefir samt sem áður oft og einatt orðið tilfinnanlegur mis- brestur. Einn af hinum ágætu íslendingum hér vestra, Sigurður Sigurðsson, kaupmaður í Calgary, bar, ekki alls fyrir löngu í Lögbergi, fram athyglisverða uppástungu í sambandi við framtíð íslenzku vikublaðanna, þar sem hann meðal annars komst þannig að orði: “Mikið væri gaman að hugsa til þess, að allir, sem skulda Lögbergi og Heimskringlu sæi sér fært að borga útistandandi skuldir fyrir sumardaginn fyrsta. Það má segja að það væri hreinn og beinn sáluhjálparvegur, enda lán og gæfuvegur að borga réttmætar skuldir og þess meiri sem efnin eru minni; en hinsvegar ekki minni siðferðisskylda að borga gamlar skuldir en hinar, sem yngri kunna að vera. Það veitir ánægju að standa í skilum við þá, sem maður hefir viðskifti við, og það þó einstakur eigi hlut að máli; í þessu tilfelli verður hún þó margföld þar sem meiri partur þjóðarbrots okkar vestan hafs á í hlut. Það er víst, að margir eru fátækir, og viðskifta- vinir Lögbergs og Heimskringlu ekki síður en aðrir; en mikið má gera þegar viljinn er með. I Þá verður flestum létt að borga litla skuld.” Ummæli þessi eru fyllilega þess verð, að þau séu tekin til fyrirmyndar.— Athygli kaupenda Lögbergs skal hér með leidd að kostaboði því, sem blaðið í ár býður, með tillíti til ýmissa tegunda af fræi. Þó jörð sé enn alsnjóa, fer þess þó ekki að verða langt að bíða unz vor gengur í garð og sáning hefst. Þeir, sem borga Lögberg fyrirfram sem og nýir kaupendur, verða aðnjótandi þeirra hlunninda, er hér um ræðir. Nær þetta til allra jafnt, hvort heldur þeir eru búsettir sunnan eða norðan landamæranna. III. I fyrravor lauk stúdentsprófi við Mani- toba háskólann ungfrú Margrét Anna Björn- son, dóttir Ólafs læknis Björnson og frú Sig- ríðar heitinnar Björnson, systur B. J. Brand- son skurðlæknis. Þessi unga stúlka er um þessar mundir meðritstjóri háskólablaðsins “The Manitoban”. Blað þetta frá 20. marz s.'l., flytur íhyglisverða ritgerð eftir ungfrú Björnson, um brezku skáldkonuna Christínu Rossetti; einkennir ritsmíð þessa skörp inn- svn í viðfangsefnið, ásamt óvenju hressandi stíl. Gott væri að fá sem flest þessu líkt, og betra, frá penna hinnar ungu kynslóðar, af íslenzkum stofni. MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) 1 einni skýrslu sinni kemst King þannig að orði: “Þjóðfélagið er sannarlega í skuld við hinn mikla fjölda fólks, sem leysir af hendi erfiðustu verkin; fólkið, sem verður að strita frá morgni til kvelds; fólkið, sem neyð- ist til þess að vinna erfiðisvinnu þegar það er svo að segja á barnsaldri og áður en því gefst færi á að afla sér mentunar. Vér skuldum þessu fólki hluttekningu og sanngirni. Það má sannarlega ekki minna vera en að því sé veitt tækifæri til þess að þroska hæfileika sína og bæta lífskjör sín. ” Svona tala einungis þeir, sem stjórnast af mannúð og hluttekningu í kjörum annara. “ Alþýðustéttin og vinnulýðurinn, ” sagði hann ennfrtmur, “er mælikvarði menningar- innar og styrkleikans hjá hverri þjóð.” Canada var með fyrstu þjóðum til þess að reyna að takmarka samtök auðfélaga og kom í veg fyrir að þau gætu beitt alþýðuna kúgun. Og það var verkamálaráðherrann, sem þau mál hafði með höndum. King var fyrsti maður hér í landi sem lagði grundvöll að sanngjarnri málamiðlun og hlífðarlausri rannsókn. “Sé sannleikurinn opinberaður, ” sagði hann, “þá knýr almenningsálitið báðar hliðar til sátta á sanngjömum grundvelli. Það er einungis þegar hægt er að levna kjarna deilunnar og snúa öllu öfugt sem mögulegt er að æsa fólk og afvegaleiða það. Fái fólkið að njóta skynsemi sinnar og dómgreindar, þá má venjulega treysta því að það ratar réttar leiðir. Sama er að segja um ráðandi fjár- sýslumenn. Þeir þurfa engar rannsóknir að óttast; ljósið og birtan getur ekki hnekt hag þeirra. Einungis þeir, sem treysta brögðum og myrkraverkum forðast Ijós rannsékna og gretta sig við öllum sáttatilraunum. ” Um sumarið 1910 mætti King sem full- trúi á alþjóða þingi í Locarno á Italíu, þar sem rætt var um notkun hins hvíta brenni- steins við eldspýtnaframleiðslu. Sú tegund brennisteins orsakaði hættulega veiki meðal þeirra, sem í verksmiðjunum unnu. Á næsta þingi bar hann upp frumvarp til laga, sem bannaði notkun þessarar brennisteinstegund- ar í Canada. Hann hafði fyrst rannsakað hvernig þessari veiki var háttað og kom það í Ijós að hún var ægileg. Eitrið barst inn í líkama verkafólksins og olli drepi. Tennurnar losn- uðu og duttu úr því, kjálkarnir rotnuðu smám saman og varð stundum að taka burtu alt kjálkabeinið. King gerði sér hægt um hönd og heim- sótti sjálfur sumt af þessu fólki til þess að geta lýst veikinni og séð þær hörmungar sem hún olli. NoðurlagsorÖ ræðu hans er hann talaði um þetta mál, voru þannig: “Hér hefi eg skýrt fyrir þingheimi nauðsynþess að tekið sé hlífðarlaust í taumana; hér kemur það f ram hví. líkum hörmungum auðvaldið getur komið til leiðar, þegar það fær að fara sínu fram óhindrað; eg hefi hér sýnt það og sannað hversu ó- bærileg eru kjör þessa fólks; hvílíkt tjón og hvílík hneisa það er þjóð vorri að láta slíkt viðgangast. Vér erum hátalaðir og langtalað- ir um það að varðveita landsnytjar þjóðarinnar, en hversu óendanlega meira virði er það þá að varðveita líí og heilsu þeirra manna og kvenna sem vinna þau störf er þjóðin þarf á að halda, hversu óendanlega þyngri skylda ber oss til þess að sjá um vei- ferð og hagsæld hins mikla fjölda, verkalýðsins, sem alt er undir kom- ið.” Þessi lög, sem King barðist fyrir voru ekki komin í gildi þegar Laurier féll 1911, en þau voru sam. þykt síðar af Borden-stjórninni, og var þá Mr. Critters verkamálaráð- herra. — (Framh.). Erum vér að vinna eða tapa ? (Niðurl). Orð min vil eg enda við það at- riði, sem áður er rætt: húslestrana. Má vera að það veki einhverja til umhugsunar um þetta þýðingar. mikla atriði. Vil, eg tilfæra orð tveggja ágætismanna. Biskup Valdimar Briem segir í “Kirkjublaði” 1894, bls. 179: “Þessi siður að lesa daglega hús- I lestur, minsta kosti helming ársins, er sérstaklega íslenzkur siður. Hve | gamall hann er, er naumast hægt að ! segja með vissu. Þessi siður er ; einnig í sjálfu sér mjög fagur.” í hinum ágæta uppfræðsluvísi: I “Foreldrar og börn,” sem séra Ól- afur Ólafsson heflir íslenzkað og samið, segir svo, (bls. 150 og 151) : “Það er fagurt að sjá alt heimilis- fólkið safnast saman að kvöldi hvers dags, er öllum störfum dags- ins er lokið, sjá það með einum huga taka guðsorð sér í hönd, heyra það með einum róm, þakka Guði fyrir vernd hans og varðveizlu, vegsama hann fyrir náð hans, lofa hann fyrir kærleika hans, og biðja um hlífð hans og gæzku framvegis.” Hér er því rétt lýst, hversu fagur siður heimilisguðsþjónustan er, þeg. ar hún fer fram eins og á að veraJ En þessi siður er einnig mjög gagn. legur og þýðingarmikill í knstilegu tilliti. Hver kann að “tjá og tína” alt það gott, er þessi siður hefir leitt af sér, allar þær góðu hugsanir, sem hann hefir vakið, öll þau góðu verk, sem kunna að meira eða minna leyti eiga að rekja upptök sín þaðan, aV.a þá andlegu hressingu, styrk og hug- svölun, sem heyrn eða lestur guðs- orðs við slik tækifæri hefir veitt mæddum mönnum; og að hinu Þyt- inu alt það ilt, er hann hefir aft-.að, allar þær freistingar, sem hann hefir forðað eða hjálpað til að stardast.” Vér ættum því að kosta kapps um að halda þessum sið uppi og það því fremur, sem það er enn þá nauð- synlegra fyrir oss, en aðrar þjóðir, að þessum sið sé vel haldið; þar sem hér er strjálla um opinbera guðsþjónustugerð og erfiðara að sækja kirkju en víðast hvar annars. staðar, einkum á vetrardag. En þvi sorglegra er til þess að vita, að menn skuli vera farnir að slá slöku við þennan gamla og góða þjóðsið á sumum stöðum. En þeir, sem hafa trú á kristindóminum og mætur á honum, þeir ættu að stuðla til þess að þessi siður haldist, þar sem hann er, að hann verði tekinn upp aftur, þar sem hann er þegar lagður nið- ur.” Þannig farast orð þeim mönnmn, sem alment munu taldir meðal hinna mætustu manna meðal hinnar ís- lenzku þjóðar. Hvort munu þessi orð ekki «eiga líka erindi til vor, sem erum fá- mennir, skiftir og dreifðir á þessu meginlandi ? Eg veit að sönnu að þessi gull- fallegi og gullvægi íslenzki siður er nú, því rniður, mjög fallinn úr gildi Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Btida er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG ->n<-->n<--->n<--->n<--->OC-r^>QCIirZ>0<=>0Cr^>0CIIZ30<-LJI>0<---->Q<-->QCZZ30CZI30<----->Q<--->oc^ hjá mörgum, enda eru afleiðingarn- ar að koma æ betur í ljós með ári hverju. Líka veit eg nokkur heim- ili, sem enn halda uppi húslestrum i einhverri mynd. Blessast öll þessi heimili ríkulega á margan hátt. Hér er því atriði, sem er vel þess vert að íhuga og færa sér til bless- unar. Eg blinda mig ekki fyrir sýnileg- um eða imynduðum örðugleikum, sem eru því samfara að koma hús- lestrum á þar sem þeir eru fallnir niður, en þess er eg fullvís, að ef foreldtar eða húsráðendúr tækju sig til að lesa upphátt i guðsorði, að þá myndi þeir yngri láta smám'sam- an skipast við þá viðleitni og verða EATON Auglýsingar Hér birtist stwitt tUvitnun í handbókina sem fengin er þeim til leiðbeiningar, er ábyrgð bera á Eaton auglýsingum: “ Staðhæfingar í auglýsingum, á verð- miðum, vörunafnsmiðum, er bera nafn félagsins, eða annarsstaðar, þurfa að vera alveg nákvæmar og grundvallað- ar á þekkingu, en hvorki á ágizkun, kviksögum né vafabundnum upplýs- ingum.’’ Þessi regla er sérkennileg fyrir Eaton, er krefst þess að sönnunargögnin komi í Ijós, og að hæzta fyrirmynd ábyggi- leikans viðhaldist. Þegar þér kaupið eftir Eaton verð- skrá, þá er yður það að fullu trygt, að sérhver mynd, sérhver staðhœfing við- víkjandi vörum vorum sé vandlega yfirfarvn og endur-yfirfarin fultkomn- ustu nákvæmni vegna. Fyrir oss vakir það, að þeir, sem eftir verðskrá vorri kaupa, verði að því leyti sem frekast er imt, sömu ánægjunnar aðnjótandi eins og þeir væri í rauninni að hand- leika vöruna. Ekkert það er ógert lát- ið, er til þess miðar að viðhalda sann- leiksgildi og mikilvægi hinnar frægu Vesturlandssetningar: “Það er tryggt að kaupa hjá EATON’S ” <^T. EATON C?m1TED C A N A D A >oc=>o zP

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.