Lögberg - 02.04.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.04.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines « \ov u*Sc< ;^s^" For t>\J>Piio*** Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines ÁÖ^ K^;.^^ d . #*»&>*** 'no* For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. APRÍL, 1936 NÚMEÍE 14 Sambandsþingið Vikuna sem leið gerðist það mark- verðast á sambandsþingi, að verka- málaráðherrann, Mr. Rogers, lagð'' fram frumvrp til laga í níu megin- liÖum, er kveður á um fyrírætlanir stjórnarinnar viðvíkjandi úrlausn atvinnuleysisins, og veitir henni heimild til samvinnu við fylki og einkastofnanir, með það fyrir aug um að bæta úr hinum brýnustu þörí um. 1. Gert er ráð fyrir fastbundinni tipphæð á f járaukalögum til styrktar atvinnulausu fólki, í stað þess að stjórnin hafi þar með öllu óbundnar hendur eins og viðgekst í tíð Mr l'.ennetts. Með öðrum orðum, þá fær þingið á ný sitt fyrra fullveldi í þessu máli sem öðrum. 2. Skipun alþjóðarnefndar, er hafa skuli í samráði við stjórnina, yfirumsjón með úthlutun atvinnu- leysisstyrks, þannig að fyllra sam- ræmi náist á þessu sviði en áður var. 3. Akveðnar ráðstafanir í þá átt. að koma sem allra flestu fólki fyrir við sveitabúskap í stað þess að láta það veslast upp ár frá ári á mölinni í borgum og bæjum. 4. Ileimild til stjórnarinnar til þess að semja um bein fjárframlög fylkjunum til handa, sem og uin endurnýjun þess mánaðar tillags, sem nú er í gildi. 5. Heimild til vegagerða og ann- ara mannvirkja með það fyrir aug- um, að skapa atvinnu. 6. Heimild til samningsgerða við félög og einstaklinga í þeim tilgangi, að koma atvinnuleysingjunum að at- vinnu. 7. Heimild til'þess að lána fylkj- unum þær f járhæðir, er þurfa þykir í þann og þann svipinn. 8. Samningar við einkafélög verða að öðlast samþykki þings. 9. Lögin um atvinnuleysisstyrk (Relief Act), nemast úr gildi þann 31. marz 1937- Mr. Rogers lét þess getið, að við lok síðastliðins febrúarmánaðar, hefði tala þeirra, er nutu atvinnu- leysisstyrks, numið 1,310,423. Er það um níutíu þúsundum færra en á tilsvarandi tímabili árið sem leið. Á miðvikudaginn var sló í brýnu milli þeirra Mr. Bennetts og Mr. Gardiners landbúnaðarráðgjafa. Reis þetta út af þvi, að Mr. Gar- diner var ekki sem ánægðastur yfir stjórnarráðssamþykt Mr. Bennetts með tilliti til uppbótargreiðslu þeirr- ar til hveitisamlagsbænda, er hann (ofaði fyrir síðustu sambandskosn- ingar; hélt landbúnaðarráðgjafinn því fram, að jafn viðkvæmt mál sem þetta hefði átt að hafa verið lagt f yrir þing til endilegra úrslita; f auk nokkuð í Mr. Bennett í tilefni af þessu; kvaðst hann ekki taka því með þegjandi þögninni að vera litils- virtur hvað ofan í annað í þingsaln- um; þessu jafnframt vi.ldi hann vekja athygli á því, að Mr. Gardiner væri ekki að þessu sinni að prédika yfir hausamótunum á bændavesling- um (poor rural rustic) í Saskatche- wan ; gerðist nú illur kur í herbúoum Saskatchewan þingmanna sem vænta tr.átti, sem og skoðanabræðra þeirra ýmissa. Mr. Arthur Slaght, liberal (parry Sound), kvaðst hafa veitt því nákvæma athygli og skrif a*S þaí niður hjá sér, að i tíu mínútna ræðu liefði Mr. Bennett notað áttatíu og þnsvar sinnum þetta stutta en eftir- minnilega orð: "Eg." Mr. Ben- nett fyrirliti fátækt og æpti að þeim fátæku. Næst veittist Mr. Bennett að Mr. Ross (Moose Jaw), og bar honum það á brýn að hann hefði viðhaft stórmóðgandi ummæli i sinn garð. "Þér dróguð dfe að sveita- fólkinu í Saskatchewan," sagði Mr. Ross. "Störf þingsins gengi þó al- veg vafalaust greiðara ef fleira væri þar af bændum frá Saskatchewan en lögmönnum, er léki sér við það einkum og sérílagi að kljúfa hár." Lauk svo þessari viðureign með þvi, að vegur Mr. Bennetts þótti lítt vax- ið hafa. Alls eru það $6,000,000, sem stjórnin íeggur til að greiddar verði samlagsbændum til uppbótar þvi verði, er þeir fengu fyrir uppskeru sína 1930. Járnbrautarnicálaráðherrann, Mr. Howe, bar fram i þinginu á fimtu- daginn var, frumvarp til laga, er gerir ráð fyrir þeirri breytingu á ráðsmensku þjóðeignabrautanna, Canadian National Railways, að í stað núverandi fyrirkomulags (Trustee System), komi sjö manna framkvæmdarráð (Board of Di- rectors), er formlega velji for- seta í samráði við stjórnina. Full- yrt er að J. S. Hungerford verði endurKOsinn til forseta. Samkvæmt yfirlýsingu frá Mr. Dunning, f jármálaráðherra, hefir sambandsstjórnin fallist á að lána fylkisstjórninni í Saskatchewan $4,- 000,000 til útsæðiskaupa. Frá Islandi 34,312 íbúar í Reykjavík íbúar Reykjavíkurborgar voru viC manntal, sem fór fram 20—30. nóvember s.l., samkvæmt talninpu siin næst 34,312. Á sama tíma í fyrra var íbúa- talan 33,974. — Mbl. 12. marz. AUKNAR ATHAFNIR I VÆNDUM í fyrri viku áttu þeir fund með sér i Ottawa, Hoti. J. S. McDiar- mid, náttúrufríðindaráðgjafi Brack. en-stjórnarinnar í Manitoba og Hon. T. A. Crerar, innanríkisráðgjafi sambandsstjórnarinnar. Laut sam- talið einkum og sérílagi að væntan- legum yegabótum innan vébanda fylkisins og fjárhagslegum stuðn- ingi af hálfu sambandsstjórnar í þá átt. Lætur Mr. McDiarmid hið bezta af undirtektunum. Munu nú góðar horfur á að lagðir verði á næstunni bílvegir inn í Rice og Herb Lake námuhéruðin. Ennfremur má gera sér góðar vonir um lagningu vegar milli Mafeking og The Pas. 60 klukkustundir i stórhríð og grimdarfrosti Kópasker, 5. marz. Stefán bóndi Jónsson i Möðrudal á Fjöllum lenti í hrakningum mikl- um dagana 16. til 18. f. m. í stór- hríðarbyl á Öræfum, austan Möðru- dals. Sunnudaginn 16. lagði Stefán af stað heimleiðis frá Heiðarseli á Jökuldalsheiði með 5 kindur. Kom hann við í Sænautaseli og liélt síðan áfram. Skall þá á blind- hríð með 17 stiga frosti. Um nótt- ina gerði hann grjótbyrgi fyrir kind- urnar, en hélt á sér hita með að ganga um og berja sér. Á mánudagsmorgun hélt hann á- fram. en týndi kindunum um kvöld- ið. Var hann þá á réttri leið en vörður voru flestar fentar í kaf, og fór hann þá villur vegar og gróf sig loks í fönn og lét þar fyrir ber- ast um nóttina. Á þriðjudagsmorgun reyndi hann að halda í veðrið og hugði það rétta stefnu heim. Þekti sig loks í svo- nefndum Arnardal, en þaðan eru 25 til 30 kólímetrar að Möðrudal. Náði hann um kvöldið beitarhús- um f rá Möðrudal og hitti þar bróð- ur sinn er studdi hann heim. Var hann all þrekaður en ókalinn. Sextíu klukkustundir var hann á ferðinni og hafði ekki annað nesti en hálfa flatbrausköku. —Morgunbl. GEN. R. W. PATERSON LATINN Síðastliðinn fimtudag lézt á Deer Lodge sjúkrahúsinu hér í borginni General Robert Walter Paterson, sextugur að aldri. Hafði hann á hendi hersveitarforustu í styrjöld- inni miklu frá 1914. Mr. Paterson tók mikinn og margvíslegan þátt í verzlunar og athafnalífi þessarar borgar. Var hann um eitt skeið framkvæmdarstjóri Winnipeg Paint & Glass verzlunarfélagsins og einn af stofnendum og meðráðamönnum Xorthern Paint og Northern Soap verksmiðju fyrirtækjanna. TJAST KNÚÐIR TIL SAMNINGSROFA Stjórn Tyrkja hefir sent fram- kvæmdarnefnd Þjóðabandalagsins erindísbréf þess efnis, að þjóðin, að- stöðu sinnar vegna eins og nú horf- ist á, telji sig knúða til þess að koma upp víggirðingum við Dardanella- sund, Bosphorus og Marmarahaf. Tyrkir eru meðlimir Þjóðabanda- lagsins og gerast því sekir um samn- ingsrof, hrindi þeir þessum fyrirætl- unum sínum í framkvæmd. EINIIUGA ÞJÓÐ Síðastliðinn sunnudag fóru fram almennar kosningar til þýzka ríkis- þingsins; lauk þeim með svo mikl- um sigri fyrir Hitler og stefnu hans Rínarhéruðunum viðvíkjandi, að nærri lét að atkvæði þjóðarinnar félli alveg á einn veg. Tala kjós- enda á kjörskrá var 45,428,641, en atkvæíSi greiddu 44,952,476 — 98.79 af hundraði greiddra atkvæða, féllu Hitler í vil. Láta símfregnir þess getið, að ekki sé dæmi til að nokkr- um stjórnmálaleiÖtoga eða þjóð- höftSingja hafi áður veitt verið slík traustsyfirlýsing. Óglæsilegar tölur Fiskaflinn hér á landi fyrstu tvo niánuði ársins er meira en helmingi minni en hann var á sama tíma í fyrra. Fiskaflinn á öllu landinu var 018. inn 1. þ. m. 1917 tonn, miðað við fullverkaðan fisk, en var á sama tíma í fyrra 4718 tonn. Mestur mismunur þegar verstöðv- arnar eru bornar saman nú og í fyrra, og í Vestmannaeyjum. Þar var aflinn á þessum tíma í fyrra orðinn 1126 tonn, en er nú e'.ki nema 244 tonn. Hér í hænum voru komin á Ian,! í fyrra 628 tonn, en nú 193 tonn. A \'estfjörðum er aflinn ekki þriðjungur af þvi, sem hann var i fyrra. Hann var f fyrra 654 tonn. en er nú i6r tonn. Yfirleitt er aflinn mun minni í Öllum verstöðvunum heldur en hann var í fyrra. Fiskafli Norðmanna cr mun mciri nú en í fyrra. Fiskafli Norðmanna er aftur á móti talsvert miklu meiri nú en hann var í fyrra. Hann var orðinn um seinustu mánaðamót 26,250 tonn miðað við hausaðan og slægðan f isk, en var í fyrra ekki nema 17,631 tonn. íslendingar reikna afla sinn í full- verkuðum fiski, en Norðmenn í hausuðum og slægðum fiski. Eru hlutföUTn þar á milli 1:2.y2. Af þessum afla hafa Norðmenn hert 5,093 tonn (2,616) og saltað 14,844 tonn (10,567). Tilsvarandi tölur frá í fyrra eru innan sviga. —Nýja daghl. 5. marz. Bergenska eimskipafélagið ætlar að smíða hraðferðaskip til strand- ferða. Það verður um 2,000 smá- lestir og stærsta farþegaskip í strandferðum við Noreg. Ráðgert er að smíði þess verði lokið sumarið 1937- HON. E. A. McPHERSON. f j ármálaráðg j af i Bracken-st j órnar. Fylkisþingið hefir nú afgreitt fjár- lögin að heita má í því formi, sem Mr. McPherson lagði þau fyrst fram. NÝ HERMDARVERK 1 ETHIÓPIU Símað er frá Addis Ababa þann 30. f. m., að hinn ítalski árásarher hafi þvi nær gereytt með sprengjum borginni Harar, sem var önnur stærsta borgin í Ethiópíu. Sagt er að meginþorri borgarbúa hafi flúið um þær mundir, er hin fyrstu eitur- flugbákn komu í augsýn. FRA MANITORAÞINGLXU Fylkisþingið hefir nú afgreitt fjárlögin ásamt flestuni þeim megin málum, er það hafði til meðferðar. I'vkir Iíklegt að ekki verði Iangt að biða þingslita úr þessu. Þingstörf hafa yfir höfuð gengið greiðlega og samvinna flokkanna verið hin bezta. Þegar fylkisþingsins er minst, eru margir farnir að kalla það "friðar- þingið" í Manitoba. NORÐURALFUMALIN Á þeim vettvangi hefir fátt til tíð- inda borið frá því síðasta blað kom út; er helzt svo að sjá sem þar hvíli sama vafa og tortryggnis þokan yfir öllu, þó f remur megi ef til vill vænta að eitthvað fari samt að rofa til. Síðustu fregnir hniga í þá átt, að Hitler sé með nýtt öryggistilboð á ferðinni, og láti erindreka sinn, Joachim von Rippentroff skila því til Lundúna á næstunni. >-UK VESTURVEGl" Kæri hr. ritstj. Lögbergs, Einar P. Jónson! Það eru nú ekki lengur fréttir, þó eg segi þér að veturinn hér í Vatna_ bygðum hafi verið hæði harður og langur. Eddu-fróðir menn voru farnir að spá Fimbulvetri, sumir lögðu trúnað á, og ekki útséð enn hvernig fer. En skéimmu fyrir mán- aðamót febrúar og marz var vísan sú arna kveðin: Enn er hann að fenna og feykja Fönnum saman! Helju blökkum, hríða-letur I Iristir af klökkum þessi vetur. Brá nú til hlýinda með byrjun marz, og leit vorlega út fram um miðjan mánuðinn. Var þá búið að stinga þessari vísu í salt; en þá sló í kulda um hr'tð og um s.l. helgi i uppihaldslausa ofanhríð og skaf- renning. Haldist nú þetta tíðarfar enn um hríc^, væri gott að þú léðir þesstt húsaskjól i Lögbergi, annars getur þú stungið því undir stól til næsta Fimbulvetrar! Með vinsemd, fak. J. Norman. Ur borg og bygð Mr. J. II. Johnson frá (iimli var staddur í borginni um miðja viku á heimleið norðan frá Dauphin River þar sem hann stundaði fiskikaup i vetur. Mr. Thor Ellison frá Gimli, fram- kvæmdarstjóri Armstrong-Gimli útgerðarfélagsins, kom til borgar- innar í vikunni sem leið. The Junior Ladies' Aid of the First Lutheran Chttrch, Victor St., will hold an "Easter Tea" on Wednesday afternoon and evening. from 3 p.m. to 10 p.m.. April I5th, in the church jwrlors. Details to be announced later. Mr. og Mrs. S. Indriðason og Mrs. Ingibjörg Thorson vilja þakka öllum sem á einn eða annan hátt sýndu samúð og hluttekning við f rá- fall Súsönnu índriðason. Sérstak- lega vilja þau þó þakka Dr. B. I. Brandson og Mr. og Mrs. Victor Jónasson, sem reyndust henni s'-o vel. Mr. G. J. Oleson lögregludómari frá Glenboro, kom til borgarinnar á laugardaginn var og dvaldi hér f ram um miðja vikuna. Mr. Andrés Gislason frá Hayland var staddur í borginni í vikunni sem Iei6. Mr. Jóhannes Baldvinsson frá Glenboro kom til borgarinnar um síðustu helgi. Mr. og Mrs. Benedikt Heiðmann og Mr. Aðalgrímur Heiðmann frá Glenboro, voru stödd í borginni um síðustu helgi. Stórstúku embættismenn og stúk- an Hekla verða í heimboði hjá "Skuld" í kvöld. Búist er við mikl- 11111 mannfagnaði.—G. J. Júlíus Hansen Johnson, sonur iíjarna Johnsons á Lundar, dó þ. iS. marz, að heimili sínu á Lundar, 45 ára gamall. Hann var jarðsung- inn af séra Jóhanni Fredriksson þ 22, marz frá lútersku kirkjunni að Lundar. Júlíusar heitins verCtfr getið seinna. Mrs. Gróa Goodman varð bráð- kvödd að heimili sínu að Lumbr, Man.. mánudagskveldið þ. 23. f. ni. Bróa h. var fædd að Hnausi í Flóa í Árnessýslu, árið 1854. Hún verður jörSuíS frá lútersku kirkjunni að Lundar föstudaginn þ. 3. apríl kl. 1 e. h. Mr. H. B. Skaptason kaupmaður frá Ashern, Man., var staddur í borginni á þriðjudaginn. Mr. Joseph Björn Skaptason. M.Sc, sonur þeirra Mr. og Mrs. H. B. Skaptason að Ashern, Man., leggur af stað suður til Cornell há- skólans í New York núna í viku- lokin, ásamt frú sinni. Þessi ungi mentamaður hóf nám sitt við Mani- tobaháskólann, en lauk námi við há- skólann í Alberta, B.Sc. og M.Sc. prófi í landbúnaðarfræði með hin- um ágætasta vitnisburði. Nú hefir hann fengið prófessorsstöðu við Cornell háskólann (Research De- partment) og gerir ráð fyrir að taka þar doktorsgráðuna í náinni fram- tíð. Alúðaróskir fjölda vina fylgja þessum ungu hjónum til hins nýja lieimkynnis þeirra. I Mr. Paul Bardal hæjarfulltrúi, kom heim síðastliðinn laugardag austan frá Montreal, þar sem hann hafÖi dvalið um hríð í erindum bæj- aríjtjórnarinnar. Mr. F. Ste])henson framkvæmdar- stjóri Columbia Press Ltd., kom beim úr tveggja mánaða ferðalagi ásamt frú sinni, á þriðjudagsmorg- uninn. Fóru þau fyrst vestur á Kyrrahafsströnd, þaðan til Mexic í City og suður um Panama. Nokkra daga dvöldu þau i New York, er úr siglingunni kom, en staðnæmdust svo tim hriís í Toronto hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. John David Eaton. Ferðin hafði að öllu leyti verið hin ánægjulegasta. Þau Stephenson hjón biðja Lögberg að flytja öllum þeim íslenzku vinum, er þau heimsóttu á ferðalaginu, inttL legt hjartans þakklæti fyrir ástúS- Iegar viðtökur. Jón Sigurðsonar félagið, I.O.D.E. heldur næsta fund sinn á heimili Mrs. L. E. Summers, 204 Queens- ton St, River Hights á þriðjudags- kvöldið þann 7. apríl kl. 8. Mr. Ingvar Magnússon f rá Wyn. yard, sem dvalið hefir í Caliento, Man., í vetur, lagfca af stað vestur á miðvikudagskvöldið. Mr. Helgi X'igfússon frá TantaL lon, Sask., hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Skemtifundur þjóðræknisdeildar. innar Frón, sem haldinn var í Good- templarahúsinu síðastliðið þriðju. dagskvöld var ágætlega sóttur, og skemtiskrá fjölbreytt og ánægjuleg. Séra Rúnólfur Marteinsson fór norður til Mikleyjar á laugardaginn var, til þess að jarðsyngja Mrs. Helgu Pálsson, er lézt á sunnudag- inn þann 22. marz síðastliðinn. Sérn Rúnólfur kom heim aftur á mánu- daginn. SKUGGA-SVEINN Leikfélag Sambandssafnaðar í Winnipeg er nú að undirbúa hinn velþekta leik Matthíasar Jochums- sonar, Skugga-Svein. Þetta er eitt af hinum vinsælustu verkum skálds. ins. og hefir ávalt verið vel tekið, þó hann hafi verið sýndur oftar en nokkur annar leikur meðal íslend- inga hér. I tilefni af aldarafmæli Matthías- ar hefir leikfélagið tekið Skugga- Svein til meðferðar á þessum vetri, og er það vel viðeigandi. Til minn. ingar um skáldið var Skugga-Sveinn leikinn í margar vikttr í vetur í Reykjavík, og alt af fyrir fttllu húsi. Það eru nú nokkuð mörg ár síðan hann hefir verið sýndur hér í Win- nipeg, og má þvi búast við að ís- lendingar sitji sig ekki úr færi að njóta ánægjulegrar kvöldstundar mefi því að rif ja upp enn einu sinni sönyvana og æfintýri útilegumann- anna, og ekki sizt, með leikfélaginu að minnast hundrað ára afmælis höfundarins. Skttgga-Sveinn er æfintýra og söng leikur. Eru söngvarnir undir fögrtim lögum og þeir út af fyrir sig eiga hlýjan reit i hjörtum fslend- inga. Ákveðið hefir verið að sýna leik- inn tvö kvöld, miðvikudags- Og fimtudagskvöld þann 15. og 16. apríl. Nánar verður auglýst um leik- inn í næstu blöðttm. B. E. J. Séra Jóhann Fredriksson frá Lundar, var staddur í borginni á þriðjudaginn. Kom hann norðan frá Langruth, þar sem hann flutti guðs. þjónustu á sunnudaginn var.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.