Lögberg - 02.04.1936, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRIL, 193G
Mannorðsdómur
Eftir Johanne Vogt.
“Nei, það er þungt, drepandi þungt,”
sagði sýslumaður. “Við borðið hérna er það
loítslag, sem eg ekki þekki. Lifandi, lævís
eldur einhversstaðar. “
“Eða gaddfrosnar undirstöður, “ sagði
John.
“Máske falskur ís,’' sagði læknirinn og
helti í glas sitt og lillu.
“Fals hefnir sín á falsaranum,” sagði
Ella. “Það er gamalt og áreiðanlegt orð-
tak.’’
“Spásagnarleg orðtak,’’ sagði læknirinn,
og klingdi glasi við E!llu.
“Eg ætla að mæla fyrir minni unga gests-
ins okkar,” sagði sýslumaður alúðlega. “Sem
guðdóttir kennarans, finst mér að þér séuð
einnig í ætt við mig, að minsta kosti hefði eg
glaður staðið við hlið kennarans, sem guð-
faðir — en nú, þegar eg sé yður fullþroskaða,
svo myndarlega og fagra, býð eg yður vel-
komna og óska að þér kunnið við yður hér.”
“Get það naumast, ” hugsaði Ella, en
vildi ekki líta á ungu mennina með fölsku
grunsemina.
“Eg verð að skýra betur orð mín um
dansinn, ’ ’ sagði Frich. ‘ ‘ Eg átti við að dans-
tími kvenfólksins ætti að vera stuttur, þær
ættu snemma að snúa sér að öðru — t. d. að
hjónabandinu, þá—”
“Já, það bezta er nógu gott,” hrópaði
Petra drembilega, “ en á meðan sá siður gild-
ir, að karlmennirnir flytja bónorðið, verðum
við að fá leyfi til að skemta okkur meðan við
bíðum. Heldur þú ekki, Ella, að hver og ein
ung stúlka myndi vilja fá sitt eigið heimili,
þegar hún er tvítug, ef hún mætti velja!”
“Jú, svo fátæk kynni henni að finnast
liún vera, eða svo léttúðug, að það gæti aldrei
of dýrt orðið. En annars held eg að á þeim
aldri hafi hún nóg að gera við að fullkomna
sjálfa sig. Hér norður frá kemur fullkomn-
anin seint.”
“Já, þið bæjarstúlkurnar talið ávalt um
að vinna og vinna. Eg veit ekki hvort þið
gerið það, en hér í sveitinni er lífið hagkvæm-
ara—heilbrigðara,” sagði Petra.
“Og í sveitirnar skal maður sækja konur
sínar, ” sagði Frich hlæjandi, “þá geta borg-
irnar sjálfar átt sinn oflærða vermihússgróð-
ur. Hann fellir fræ meðan hann er að full-
komnast.”
“Þökk fyrir. Þetta var snildarlegt,”
sagði Ella. “Borgarstúlkumar krefjast
einskis betra, hr. Frich.”
“En að fella fræ! Það getur ekki verið
meining yðar, ungfrúT”
“Eitt glas enn, sem verði ykkur að
góðu,” sagði sýslumaður.
“Betra að fella fræ, en að vera tekin af
óguðlegri hendi,” sagði Ella, að nokkru leyti
til Petru, um leið og hún ýtti stólnum undir
borðið.
“Nú skulum við fá okkur góðan miðdags-
dúr,” sagði læknirinn. “Komdu Rasmus,
það er kyntur ofninn uppi. Kennarinn vill
máske koma með okkur! Það er ágætur legu-
bekkur uppi handa yður. ”
“Nei, eg er svo hræddur um þær ungu, að
eg vil helzt vera niðri hjá þeim,” sagði kenn-
arinn.
“Gerið þér það ekki, góði,” sagði Elín.
“ Við getum mjög vel verið án herranna. Yið
Petra fáum okkur trúnaðarsamtal á legu-
bekknum í hominu.”
‘ ‘ Svei! Trúnaðarsamtal milli kvenna er
það versta sem eg þekki,” sagði Frich og
gretti sig. “Það er þá sem margmælgin lifn-
ar, og af henni er nóg til.”
“Gættu sjálfs þín, sagði Halvor við
svínið,” sagði Elín hörkulega.
Frich sneri sér við, hugsaði sig um og
settist svo við ofninn. “Eg ætla að lúra hér,
Viktor. ”
“Nei, komdu,” sagði læknirinn. “Nær-
vera þín eyðileggur alt trúnaðarsamtal rökk-
ursins — skilurðu það ekki!”
“Farðu. Hér er svo hlýtt og notalegt;
eg sofna bráðum.
Hinir fóru, en Petra flutti sig til Frichs
og fór að tala um sveitamálefni, sem Ella
skildi ekki.
Ltlu síðar gekk liún að píanóinu.
“Er mér óhætt að spila, Petra, ofur-
lágt?”
“Já, gerðu það, þá vakna drengirnir, en
til herbergis pabba hevrist ]>að ekki.”
Elín byrjaði á blíðum sönglögum —
Suomis og Solveigar. Það varð þögn í ofn-
króknum. Samtalið liætti, en hljóðfæraslátt-
urinn hækkaði. Hún var ósjálfrátt komin inn
í hugsjónadrauma Schumanns, svo hún
gleymdi öllu — gremju, bakmælgi, stað og
tíma. Hún hélt sig vera heima.
“Ágætt, ágætt, ” hljómaði bak við hana í
glöðum róm.
Hún vék sér við.
“Eruð það þér, læknir? Eg hefi líklega
vakið yður?”
“Já, en sú synd er yður fyrirgefin sök-
um hins aðdáanlega hljóðfærasláttar. Fyrst
heyrði eg hann í gegnum svefninn eins og í
fjarlægð, aðdáanlegan, en svo vaknaði eg, og
þegar eg hafði áttað mig, vissi eg hver fram-
leiddi hann og flýtti mér ofan. Mér er hljóð-
færasláttur svo ksér.”
“Spilið þér sjálfur?”
“Ofurlítið, já. Eg liefi píanó í stofunni
minni, en eg hefi ekkert lært. Þegar eg var
barn, hugsaði enginn um að kenna mér það,
og seinna varð eg eingöngu að gefa mig við
náminu. Hljóðfæraslátturinn er mér ekki
aðeins nautn, hann er mér líka hvíld. Þegar
<>g kem heim þreyttur og daufur, er lítilfjör-
higur hljóðfærasláttur nægur til að lífga mig
við. En yðar spil er aðdáanlegt. Þér eruð
mjög hljómlistarnæm.”
“Móðurætt mín hefir verið mjög söng-
hæf, svo eg hefi ekkert að gorta af. Það er
arfur. ”
“Það er fagur arfur; virði miljóna.”
“Nei, nú hefir þú fórnað þér nógu lengi,
læknir, fyrir það sem Holberg kallar léttvægt
heimskurugl; komdu nú, spilaborðið er til-
búið,” sagði Frich og studdi hendinni á öxl
Viktors.
Læknirinn hrökk við — lét brýr síga, en
stóð svo upp með hægð og fór.
‘ ‘ Þér skuluð einhvern tíma verða að bæta
úr því sem þér sögðuð um heimskurugl, hr.
kandídat,” sagði Ella með bitru brosi.
“Bæta úr ábyrgðarlevsi.”
“Ábyrgðarleysi? Við hvað eigið þér?”
“Þér eruð ekki ábyrgðarfull fyrir söng-
hæfileikum yðar, sögðuð þér áðan — líklega
heldur ekki fyrir töfrabrosi yðar — það er
vamtanlega arfur líka — til að trylla — trylla
hvern sem vera skal—”
Síðustu orðin hvíslaði hann.
“Stóðuð þér á hleri?”
“ Alls ekki; en eg get ekki gert við því, að
eg hefi—”
“ Asnaeyru?”
“Þér eruð bitrar, ungfrú.”
“Ekki eins og þér verðskuldið.” Hún
liorfði fast á liann. Hann roðnaði, sneri sér
undan og gekk að spilaborðinu.
Ella sat kvr, en þar eð enginn bað hana
að spila stóð hún upp.
“Hérna er eg ,telpa mín,” sagði kennar-
inn, sem kom inn. “Hefir nokkur misboðið
þér?”
“Nei — hvernig dettur þér í hug að
spyrja um hvort nokkur hafi misboðið
henni,” sagði Petra áköf. “Hún hefir leikið
fyrir okkur sín fegurstu lög, og mennirnir
bafa eytt handa henni sínu fegursta hrósi.
Eins og Frich segir, er hún um of dekruð, og
verður að fá sína aðdáun hér eins og í höfuð-
borginni.”
Ella horfði undrandi á hana þar sem hún
sat rjóð í kinnum og með dökkan glampa í
Ijósbláu augunum sínum. Er hún afbrýðis-
söm? Hamingjan góða. Eg er fallega stödd.
En hún má vera alveg óhrædd.
“Ó, mín vegna má hún leika á hljóðfæri
eins mikið og hún vill,” sagði kennarinn, og
settist. við spilaborðið. ‘ ‘ Eg vil heldur hlusta
á rang framboraa grísku, þó leitt sé, heldur
en alt þetta hanagal á píanó. ” ,
Ella gekk að kaffiborðinu, þar sem Petra
og ungfrú Ödegaard sátu ásamt John, er var
að spauga og stríða ungfrúnni.
“Þér komið með mér til Sandwicheyj-
anna, ungfrú, þegar eg fer þangað. Þér getið
ekki neitað því að yður lízt vel á mig. ”
‘En John þó. Nei, það verður einhver
önnur úr nágrenninu, sem fer með yður. En
verið þér kyr heima, þá skal eg koma og vera
ráðskona.”
“Þér að koma til mín? Nei, þá yrði
konan mín afbrýðissöm. Ef til vill ætti morð
sér stað. Sína ástarloga má maður ekki taka
inn á heimilið, þá verður bruni.”
“Talið þér ekki svona, góði John. Eg
veit ekki hvað ungfrú Kirkner má hugsa.”
“Eg?”sagði Ella og hló glaðlega, þegar
John reyndi að leggja handlegginn um mitti
ungfrúnnar. “ Já, eg verð að trúa staðreynd-
inni. ”
“ Þetta á sér stað um allar hátíðir,” sagði
Petra. “John biðlar alt af til Ödegaard.”
“Eða til kaffisins,” sagði ungfrúin. “Á
eg ekki að koma með dropa, John?”
“Jú, jú — fjóra eða fimm bolla getur
maður drukkið af kaffinu yðar, slíkt kaffi
finst ekki innan sjö konungsríkja. ”
“Eg brenni líka kaffið á hverjum degi,
svo það sé nýtt, hressandi og ilmandi.”
“Brennið það mín vegna, ungfrú. Ó,
það er þó sannarlega inndælt.”
“Eg held þú ruglir of mikið, John,
komdu og taktu spilin mín, eg þarf líka
kaffi, ” kallaði Frich frá spilaborðinu.
“ En það er fyrir mig sem hún brennir,”
svaraði John hlæjandi. “ Verið þér nú trygg-
ar við mig, Ödegaard, og látið þér ekki Frich
tæla yður. Aðeins einn koss enn á gamla
hnakkahárvöndulinn. ’ ’
Allir hlóu, og þetta glaða spaug hresti
Ellu, svo hún varð hæfari til að mæta kring-
umstæðunum. Svei, þarna kom Frich, það
fór hryllingur um hana.
“Komdu Frich,” sagði Petra. “Það er
ofurlítið pláss á milli okkar Ellu.”
‘ ‘ En ungfrú Kirkner gerir sig eins breiða
og hún getur, svo eg kemst naumast fyrir, og
verð því að afþakka þessa ánægju.”
‘ ‘ Hér er heldur ekkert pláss, ’ ’ sagði Ella
hörkulega. “Voruð það ekki þér sem stung-
uð upp á að spila? Hvers vegna hættið þér?”
“ Af því eg þrái kaffi frá fallegu höndun-
um liennar Ödegaard.”
“Það er aðeins John sem hefir leyfi til
að spauga við mig,” sagði ungfrúin kulda-
lega.
“Svei, en hve köld þér eruð.”
“Sjiaug fer yður heldur ekki vel,” sagði
Elín.
“Þér kjósið heldur alvöru? Verði yðar
vilji, ungfrú Kirkner. Ungfrú Petra, má eg
biðja yður um einn bolla af kaffi?”
Petra gaf honum kaffi.
Kandídatinn dreypti á kaffinu, reykti
smávindilinn sinn og svaraði aðeins já eða
nei við öllum löngu sögunum hennar Petru.
Ella fann að hann horfði á sig, sem henni
kom illa, og faldi sig því bak við Petru.
Ellu varð nú litið að spilaborðinu, og var
það einkum hið myndarlega og fagra andlit
læknisins er vakti athygli hennar. Hann var
hár og þrekinn maður.
Hann hlýtur að líkjast móður sinni, hann
er sá eini dökki af börnunum. John og Petra
líkjast föðurnum. Það er eitthvað áhuga-
vert við hann, til hans má eg leita hjálpar ef
eg þarf, auðvitað sem læknis. Hann er alvar-
legur og þögull. og það líkar már.
Á sama augnabliki fleygði læknirinn spil-
unum og leit upp. Augu þeirra mættust, en
Elín leit undan og roðnaði.
Nú mundi hún eftir orðum Frichs: “Það
er þig sem á að veiða núna.” “Ó, eg vildi
að eg væri heima,” varð henni á að segja.
Petra snéri sér við undrandi. “Elín,
dreymir þig? Líður þér illa hér?”
Elín hló. “Eg var að hugsa um mömmu,
hún er svo einmana þegar eg er ekki heima.”
“Komdu nú og vertu glöð,” sagði Petra.
“Segðu mér hvar þú hefir kynst Frich?”
“1 höfuðborginni mætast menn ávalt,
ungfrú Petra,” sagði Frich ákafur.
“Eg kem til borgarinnar eftir jólin, það
er dálítil umbreyting,” sagði Petra.
“Fjörugt og fallegt andlit utan úr sveit,
er einmitt það sem við viljum sjá. Eg kem og
finn yður tvisvar á dag, ungfrú Petra.”
‘ ‘ Talaðu ekki illa um Kristjaníu-stúlkurn-
ar, þær eru sannarlega fallegar,” kallaði
John frá spilaborðinu.
“Tekurðu kónginn minn?” hrópaði
kennarinn á sama augnabliki. “Frich, kom-
ið þér hingað, John er óþolandi, hann er að-
eins hæfur fyrir kaffiþvaður. ”
“Taktu við spilunum mínum, Frich, ”
sagði læknirinn. “Eg er syfjaður.”
Læknirinn settist við píanóið og fór að
reyna að spila Solveigar-söng, en alt af skorti
einn tón. Ósjálfrátt raulaði EHíji lagið fyrir
hann, og nú náði hann tóninum. Aðeins nokkr-
ir samhljómar í bassanum og það dugði. Kyr-
látur söngur, sjálfum honum til skemtunar,
það vissu menn.
Elín sat og leit í blað, en veitti hverjum
tón athygli. Samtalið var orðið hávært, svo
enginn veitti Viktor athygli.
Nú hvílir hann sig, hugsaði Ella. Það
er eitthvað hrífandi við hans spil. Undar-
legt. Eg hefi aðeins talað við hann í fimm
mínútur og þó finst mér eg þekkja hann betur
en aðra, sem eg hefi þekt árum saman. Það
hlýtur að vera samhygð sem veldur þessu.
ITún stóð upp og gekk inn í hliðarher-
bergið; aflangt herbergi með hengilampa
neðan í loftinu. Þar stóð borð þakið af dag-
blöðum og mánaðarritum. Hún flutti stól að
borginu og settist. '
Ilér var hreint loft og svalt, en inni heitt
og þrungið af tóbaksreyk.
Litlu síðar komu læknirinn og Petra
þangað. “Situr þá hérna, Ella, alveg ein-
mana?”
“ Já, eg hefi ofurlítinn höfuðverk, og hér
er svo viðfeldið og notalegt.”
“Finst þér það? Hér er fyrirkomulagið
eftir pabba gamaldags skoðun.”
“Mér líkai- sú skoðun, hún er ágæt.”
“Mér sömuleiðis,” sagði læknirinn fjör-
lega. “Lítið þér á eirstunguna yfir legu-
bekknum. Komið þér hingað, ungfrú Kirkn-
or. Hún sýnir Alexander í tjaldinu hans
Daríusar. Takið þér eftir svipnum á hverju
einasta andliti. Hún er svo vel stungin, ef-
laust eftir einhvern af gömlu snillingunum.
Hiín er það eina, sem eg virði nokkurs á heim-
ilinu. Þessa mynd hefi eg skoðað og rann-
sakað síðan eg gat klifrað upp á stól — þess
vegna hefir pabbi ákveðið að eg skuli eiga
liana, ef eg nokkurn tíma eignast heimili.”
Ilann lét lampann á borðið.
“Heyrðu Petra,” sagði hann lágt, “eg
hefir lofað Lovum lækni að mæta honum á
Aaby kl. 7. Gunnar er mikið veikur. Get eg
tekið mjóa sleðann og Stellu, án þess að fá
leyfi hjá pabba?”
“Ó, taktu breiða sleðann, þá getum við
Ella orðið samferða. Ödegaard hefir líka
körfu, sem hún ætlaði að senda Gunnhildi. ”
‘ ‘ Það er naumast hyggilegt, vegurinn er
langur og dimt úti,” svaraði læknirinn hik-
andi.
“En hvað þú ert undarlegur, Viktor, þú
ert annars vanur að biðja okkur að verða
samferða. Og dimt, segir ]>ú—” hún dróg
gluggablæjuna til hliðar — “Líttu út — það
er bjart tunglsljós og þriggja stiga kuldi að-
eins. ”
“Ungfrú Kirkner er þess utan ekki vön
slíku ferðalagi, eins og þú veizt----”
Hann leit til Elínar.
“Eg er óvön tóbaksreyk og dálítið ilt í
höfðinu. Ferskt loft mundi vera ágætt — og
þess utan ferð í tunglskini.”
“Komið þið þá,” sagði læknirinn ákafur.
“En við skulum halda því leyndu, annars
verður svo mikið þvaðrað. Komið þið til mín
við eldhúsdyrnar, svo förum við eftir götunni
bak við liúsið, og enginn veit neitt fyr en við
komum aftur.”
“Ó, hvað það verður gaman,” sagði Ella.
“Eg skal vera tilbúin að mínútu liðinni.”
Litlu síðar sátu þær í sleðanum og óku af
stað.
“Ó, hvað það er indælt,” sagði Ella.
“Trén lirímbúin. Þau hafa líka skreytt sig
fyrir hátíðina. ”
“Og hlustaðu á bjöllurnar, þær era nýj-
ar, Viktor. Pabbi gaf Stellu þær í jólagjöf.”
“Já, þær eru ágætar,” sagði læknirinn.
‘ ‘ Færðin er líka góð. Yður er ekki kalt, ung-
frú Kirkner?”
“N'ei, mér líður ágætlega. Loftið kælir
mig svo vel.”
“Það er líkaskömm að reykja í stofunni.
Þú hefir vanið okkur á það Petra, en eg skal
hér eftir tempra það.”
“Eg veit að þú ert á sömu skoðun, Ella.
Er það ekki skemtilegra að hafa bræðurna
niðri í stofunni, þá sjaldan þeir eru heima, en
að fela þá í reykingarklefanum? ”
“Jú, jú,” sagði Blla. “Mér þykir leitt.
að eg mintist á tóbakið. Eg reyki stundum
smávindil þegar eg er annarstaðar en heima.”
“Þarna komstu með það, Ella. Þú mátt
því kveikja í vindlinum þínum, Viktor, eins og
þú ert vanur.”
“Nei, eg vil ekki reykja núna, því eg verð
að fara inn til veiks manns — og þeir eru svo
næmir fyrir allri lykt.”
‘ ‘ Þér stundið lækningar í sveitinni líka ? ’ ’
sagði Ella. “Er það ekki erfitt?”
“Nei. Læknir verður alt af að vera
læknir, hvar sem hann er staddur, og undir
livaða kringumstæðum sem er. ”
“ Já, eg er yður að öllu leyti samþykk,”
sagði Ella.
“Þarna er Lovum læknir,” sagði Petra,
greip taumana og ók með ofsahraða fram hjá
þonum.
Læknirinn hrópaði á eftir þeim:
“Skammist þér yðar, ungfrú Petra. En eg
vil fá jafnaðarbót —----”
“Fáðu mér taumana,” sagði Viktor
hörkulega. “Þú ert svo trylt. Það var ekki
])ér að þakka, að við duttum ekki út úr sleðan-
um. Eg get ekki liðið þess konar gárungs-
liátt. ”
“Svei, þetta var að eins jólagaman.
Stella þekkir taumhaldið mitt og fer ekki í
neinar gönur með mig. Varstu hrædd, Ella?”
“Já, ])ú veizt að eg er svo huglaus.”
“Þarna sjást ljósin í Aaby,” sagði Petra.
Þau óku nú að dyrunum og Lovum læknir
á hæla þeim.
“Þér verðið einhvemtíma fyrir óhappi
með þetta tryppi, ungfrú Petra,” sagði hann.
‘ ‘ Sneypið þér mig ekki; eg er komin í ó-
náð hjá herra bróður mínum og meira þoli
eg ekki í kvöld.”
A sama augnabliki kom gömul kona út. á
pallinn með Ijósbera í hendinni.
“Góðan daginn, Gunnhildur,” kallaði
Petra. “Hvernig líður Gunnari?”
‘ ‘ Eg veit það ekki. Læknirinn verður að
dæma um það. Nei, Viktor er líka. Það er þó
gott.”
“Já,” sagði Lovum. “Fjögur augu sjá
betur en tvö. Ei; það ekki gott að Viktor
kom?”
Þeim var nú fylgt inn í ferkantað her-
bergi, með gluggu á tveim hliðum. Lampi á
borðinu, og nægur hiti.