Lögberg - 02.04.1936, Blaðsíða 7
LÖŒBElRG, FIMTUDAGINN 2. APRÍL, 1936
7
Mál, sem miklu varðar
í marzmánuði síðastliðnum átti “Sameiningin”, málgagn
Hins ev. lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, fim-
tugsafmæli. Sé það satt, sein enski málshátturinn segir, að at-
hafnakafli æfiskeiðsins hefjist um fertugt, þá ætti “Samein-
ingin” fimtug að vera upp á sitt bezta. Þó er það síður en
svo sé.
Eins og oss öllum er ljóst, þá hefir kreppa undangeng-
inna ára sorfið mjög að á hinum ýmsu sviðum; nær þetta ekki
hvað sízt til blaða og tímarita, sem gefin eru út á tungumál-
um fámennra þjóðflokka, er land þetta byggja.
GetunJ vér, þjóðræknar íslenzkar konur og þjóðræknir
íslenzkir menn, er lúterska trú játum, sætt oss við það að
“Sameiningin,” sem staðið hefir af sér fimtíu ára storrna og
strauma landnámserfiðleikanna og lagt fram sinn holla skerf
til menningarmála vorra, verði að hætta útkomu? Eða vilj-
um vér vakna til meðvitundar um það, hve ómetanlegt gildi
málgagn vort hefir haft og ætti enn um langt skeið að hafa
meðal hinna dreifðu nýbygða vorrá sunnan og norðan landa-
inæranna.
Meðlimir kirkjufélags vors þurfa að láta sér skiljast, að
Sameiningin sé þeirra eigið málgagn, og að framtíð hennar
sé undir stuðningi þeirra og samúð komin.
Fimtíu ára ai'mæli Sameiningarinnar ætti að verða með-
liinum Kirkjufélagsins, mönnum og konum, ómótstæðileg
hvöt til þess að fylkja sér um hana, greiða andvirði hennar
fyrirfram og útvega henni nýja kaupendur og styrkja með
því viðleitni hennar í þarfir kristindóms og íslenzkra þjóð-
ræknismála vor á meðal.
Vingjarnlegar aðfinslur á þvi, sem ábótavant kann að
vera útgáfunni viðvíkjandi, verða þakklátlega teknar til
greina með það fyrir augum, að bót verði ráðin á.
Hefjist handa áður en það er um seinan. Hefjið samtök
í sérhverri islenzkri bygð, Sameiningunni til útbreiðslu og
eflingar.
Fyrir hönd útgáfunefndarinnar,
Mrs. B. S. Benson, framkv.stj.
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Or fréttabréfi að
heiman
Uerra ritstjóri Lögbergs:—
Fyrir nokkrum dögum barst mér
bréf frá einum af mínum gömlu
vinum á íslandi, skrifað 14. fébrúar.
Þó það sé stílað og sent til mín per-
sónulega álít eg það sé þess eðlis,
að það mætti gjarnan koma fyrir al_
menningssjónir.
Það er ekki mitt að dæma efni
bréfsins; aðrir geta það, ef þeim
sýnist svo. Nafni þessa vinar míns
held eg leyndu af því eg hefi ekki
heimild til að birta það, en eg vil
aðeins taka það fram, að það má
fullkomlega trúa því sem þar er sagt
því það kemur.frá manni sem vilj-
andi ekki vill tala eða skrifa ósatt
orð.
En megnirðu’ ei börn þin frá vondu
að vara
og vesöld með ódygðum þróast þeim
hjá,
aftur i legið þitt forna þá fara,
föðurland, áttu og hníga í sjá.
B. Th.
Calgary, Alta., 20. marz, 1936.
S. Sigurðsson.
* * *
Um almennar fréttir verð eg eitt-
hvað að skrifa; þú sérð þær mark-
verðustu í vestanblöðunum, auk þess
tel eg likur til að þú sjáir fleiri eða
fsérri hinna ísl. blaða; tel líkur til
að þú viljir fylgjast með því helzta
sem hér skeður.
Fjárhagsleg alfkoma alls fjöld-
ans af atvinnurekendunum bæði til
lands og sjávar er mjög erfið, sama
er hjá hinni vinnuþiggjandi stétt,
því atvinnuleysið er mikið, og þá er
afkoman ekki betri hjá ríkissjóði, alt
á kafi í skuldafeni hjá hvorutveggja,
atvinnurekendum og ríkissjóði, —
sama er að segja um afkomu bæja-
og sveitafélaga. Þessir f járhagslegu
örðugleikar ríkissjóðs stafa ein-
göngu af óstjórn ríkisstjórnarinnar.
sem hefir bruðlað með ríkisfé án
nokkurrar fyrirhyggju. Er’fiðleikar
atvinnurekenda stafa mikið af verð-
falli á ísl. afurðum og ósanngjörn-
um kröfum vinnuþiggjenda og verk-
föllum, sem hafa gert báðum aðilj-
um stórtjón. Slæm afkoma vinnu-
Þiggjenda stafar mikið af hinum ó-
sanngjömu kröfum þeirra, því
vinnuveitendur hafa kipt að sér
höndum með alla vinnu, sem unt
he'f'r verið, því framleiðslan hefir
ehki þolað kröfurnar, hvar við at-
vinnuleysi hefir myndast; auk þess
er óhófleg eyðsla manna í allskonar
munað, t. d. s.l. ár seldi áfengis-
verzlunin vín fyrir um 3y2 miljón
krónur. Þetta er ótrúlegt, en samt
er það satt. Til viðreisnar landbún.
aðinum var stofnaður á ríkissjóðs-
kostnað hinn svonefndi Kreppu-
lanasjoður,* sem hefir veitt bændum i
lánsfé, eftir að eignir þeirra hafa
verið virtar til peninga, veðskuldir
greiddar en meiri eða minni hluti ó-
veðtryggra skulda sumpart tapast,
einhver hluti þeirra borgaður, sem
svo orsakaði að þeir sem töpuðu
komust í ennþá meiri fjárhagslega
erfiðleika og urðu vanskilamenn við
sína lánardrotna. Þrátt fyrir kreppu.
lánin þá eru bændur, mikill fjöldi
þeirra, í fjárhagslegum örðugleik-
um; afurðir bústofnsins eru ekki
svo miklar að nægi fyrir vöxtum og
afborgunum lánanna, sköttum og
öðrum útgjöldum, sem eru afar mik-
il, óhjákvæmilegum reksturskostn-
aði og daglegu viðurværi. Þeir
bændur, sem er mestur hluti bænda.
stéttarinnar, sem vinna að búrekstri
sínum aðeins með sinni eigin vinnu
og ibarna sinna, meðan þau eru að
komast á fullorðinsárin — svo
flykkjast þá í kaupstaði og sjávar-
þorp — komast betur af en hinir,
sem stærri bú hafa, og verst að
kaupa vinnukraftinn. Það sem
styrkir bændur nú er það, að allur
fjöldi þeirra hefir stækkað, sléttað
og afgirt túnin og gert þau véltæk.
svo þau gefa nægilegt fóður fyrir
bústofn þeirra. Afkoma þeirra, sem
búa svo nærri kaupstöðum að þeir
geta selt mjólkina daglega mundi
verða svo góð að lífsviðurværi gæfi
þeim, ef þeir væru frjálsir með söl_
una, en því er ekki að heilsa; þeir
verða að selja hana i gegnum hið
svonefnda sölusamband, sem kostar
þá 15 til 15 aura á líterinn, þ. v. s.
fá 24 til 36 aura fyrir literinn, sem
er seldur fyrir 40 aura. (Þetta er vist
aðeins í Rvík og Hafnarfirði sem
kostnaðurinn er svona mikill). Menn
hafa þó fengið undanþágu frá þessu,
mega selja sjálfir sína mjólk, en
verða samt að borga sölukostnað i
sambandið — hið svonefnda verð-
jöfnunargjald, sem nemur með dýra-
læknisskoðun um kr. 120.00 á hverja
kú, yfir árið, til mjólkursamlagsins.
Sama er að segja með skyr og
rjóma; salan verður að ganga gegn,
um sölusambandið; sama er með
kjöt, nema stórgripakjöt, það má
ekki selja nema gegnum kjötsölu-
sambandið, sem hækkar verðið til
neytenda og lækkar verð til fram-
leiðendanna. Alt eftir heimildum frá
Alþingi. Svona er frjálsræðið orð-
ið takmarkað á fslandi.
Út úr landinu má engar vörur
selja nema með fengnu leyfi eða
gégnum sambönd, sem stjórnin hef-
ir skipað. Peninga fyrir seldar af-
urðir til útlanda, á að afhenda geng-
isnefndinni og miðlar hún svo
kaupm. eiríhverjum hluta þeirra til
umráða. Til hvaða lands vörurnar
skulu sækjast, hefir hún hönd i
bagga með. Engar vörur frá út-
löndum má panta, nema með leyfi
innflutningsnéfndarinnar, sem svo
ákveður frá hvaða landi skuli kaupa.
Innflutningurinn er svo takmarkað-
ur að hinar allra nauðsynlegustu
vörur fást ekki nema af mjög skorn-
um skamti; t. d. húsabyggingavörur
hefir iðulega vantað, svo vinna hefir
stöðvast um lengri eða skemri tima,
í hálfgerðu óstandi, t. d. þakjárn,
þakpappi og málningavörur o. f 1.,
svo hálfbygð hús hafa legið undir
skemdum. Hráefni til iðnaðar hafa
einnig verið svo takmörkuð að menn
hafa orðið að takmarka framleiðsl-
una og það á allra nauðsynlegustu
tegundum, t. d. skófatnaði o. f 1., og
eykur þetta atvinnuleysi í landinu.
Innflutningshöft á vörum til lands-
ins eru sem sagt til afartjóns fyrir
kaupmannastéttina og allan almenn_
ing, atvinna kaupmanna rýrnar svo
að útlit er fyrir að rnargir verði að
hætta að verzla, og þeir sem reyna
að halda áfram verða að minka
fólkshald, svo að fjöldi verzlunar-
manna verða atvinnulausir, auk
þessa þá verða þær vörur, sem
kunna að fást mjög mikið dýrari en
ella, því bæði er það, að því minni
sem salan er því hærra hundraðs-
gjald þarf að taka af því sem selt
er, svo og hitt að vörur verður að
taka ifrá þeim löndum, sem nefndin
tiltekur, án tillits til verðs eða gæða,
t. d. frá ítalíu og Spáni, sem bæði
eru verri og dýrari en frá Englandi
eða Damnörku. Þess skal getið að
mestur hluti þess, sem inn fæst flutt
fær Samband ísl. kaupfélaga leyfi
fyrir innflutningi á, og kaupmenn
þar með ibeittir misrétti.
Alt hið ríkjandi vald er i höndum
Framsóknarflokksins, þ. v. s. kaup-
félaganna og sósíalista, sem svo
vinna í sameiningu að því að drepa
alla sjálfsbjargarviðleitni einstakl.
ingsins. Allir eru píndir með alls-
konar gífurlegum sköttum, sem
Iagðir eru á menn og atvinnufyrir-
tækin, án tillits til þess hvort þau
hafa gefið arð eða valdið fjárhags-
legu tjóni, og hvort menn eiga
nokkuð eða ekkert af því fé, sem
fyrirtækin eru rekin með. Sem sagt,
| það er stefnt að því að reita allar
fjaðrir af öllum, sem eiríhverjar
hafa, gera alla að öreigum, vanskila,
mönnum og undirokuðum þrælum,
gera svo allan rekstur atvinnulífsins
I að opinberum rekstri, láta bæjarfé-
lögin reka sjávarútveginn, láta
sjálfseignarbændur a'fhenda ríkinu
I jarðir sínar til eignar og gera svo
I bændur að leiguliðum ríkissjóðs,
gera alla verzlun landsins að eins-
j konar ríkisverzlun. Frumvarp til
laga hér um, hafa verið flutt á Al-
þingi, en ekki náð fram að ganga
| seim komið er, nema með ríkisein-
okun á einstöku vörutegundum, t. d.
1 tóbaki, vínföngum, raforkutækjum,
bilum, hjólhestum, kartöflum o. fl.
Afkoma útvegsmanna er i heild-
^ inni mjög erfið; það má segja að
! allur f jöldi þeirra sé í f járhagsleg-
I um örðugleikum, sem orsakast af
aflatregðu á s.I. árum sem og slæmri
sölu afurðanna, ósanngjarnri kaup,
og kjarakröfu þeirra, sem að fram-
leiðslunni vinna, bæði á sjó og landi.
Hin vinnandi stétt er alt af að gera
harðari kröfur, þrátt fyrir verðfall
afurðanna.
Hér í Reykjavík hefir undanfarið
staðið yfir verkfall sjómanna, sem
er nú af létt, en aðeins tveir vélbát-
ar farnir á veiðar, því bæði er það,
að útlit með sölu á fiski og verð
hans er svo á huldu, að útgerðar-
menn eru mjög hikandi með að gera
út, svo og hitt að f jölda þeirra vant-
ar rekstursfé til að liggja með fisk.
inn óseldan, sumt máske alt árið.
Enginn vill kaupa hann upp úr salti,
eins og áður hefir verið. Verkfallið
náði ekki til togaranna. Þeir selja
nú afla sinn ísaðan i Englandi. I
Vestmannaeyjum er nú sjómanna-
verkfall og hefir staðið lengi. Það
er sá tími kominn sem vertíð vana-
lega er byrjuð. Hvenær linnir, er
ekki unt að segja. Sökum hinna
mjög viðtæku viðskiftahafta urn
mikinn hluta Evrópu, veit enginn
hvað unt er að gera. Stöðvun fisk-
veiða veldur ekki eingöngu atvinnu.
leysi sjómanna, heldur einnig land-
vinnumanna; vinna við fiskinn í
landi veitir mjög mikla atvinnu,
körlum, konum og unglinguim, sem
annars ekkert ha’fa að gera.
Þrátt fyrir það, að bæjarfélög
kosta, með tilstyrk ríkissjóðs, stór-
fé til atvinnubóta, þá er atvinnuleysi
mikið i landinu, verða því bæði bæja
og sveitafélög að verja miklu fé til
fátækraframfæris; til þess að geta
það verður að taka lán á meðan
bankarnir lána þeim þessa verðlitlu
seðla, sem aðeins er innanlands
gjaldeyrir.
Aðal orsökin til okkar fjárhags-
legu erfiðleika er óefað hin ógæti-
lega fjárstjórn hins opinbera og
sumra einstaklinga. Síðan 1927
hefir Framsóknarflokkurinn verið
við völdin og var einn 1920-1924.
Árið 1924 tók Sjálfstæðisflokkur-
inn við stjórn landsins; þá skuldaði
ríkissjóður í útlöndum um 18 milj.
kr., en þegar hann fór frá, 1927,
voru þær komnar niður i 12-13 milj.
en síðan 1927 hafa þær, í höndum
Framsóknarflokksins, komist upp i
um 40 mil j.; þar eru þær nú.
Greiðslur vaxta og afiborganir til út-
landa eru því um 4 milj. árlega, sem
er um 1/11 hluti af útfluttum af-
urðum landsins. Innflutningshöftin
eru sökum skuldar rikissjóðs og
bankanna í útlöndum — gjaldeyris-
örðugleikar. — Á stjórnarárum
Jónasar Jónssonar frá Hriflu voru
bændur af honum hvattir til að veð.
setja jarðir sínar fýrir lántöku til að
hyggja steinsteypuhús á jörðum
| sínum, hjá flestum svo óþarflega
1 stór áð mikill hluti þeirra er ónot-
1
I aður og óupphitaður, þó vetrarhörk_
j ur séu; hús þessi eru þeim svo fjár-
hagsbyrði að þeir geta ekki undir
| risið. Hann — Jónas — lét byggja
gagnfræða. og búnaðarskóla víðs-
' vegar um landið, langt um fram
fjárhagslega getu okkar og þarfir,
auk þess sem byggingarnar kostuðu ;
I valda þær ríkissjóði gífurlegs árlegs
kostnaðar með rekstri þeirra og við_
haldi. Síðan 1927 hafa verið stofn-
uð fjöldamörg embætti með óþarf-
lega miklu starfsmannahaldi og virð-
ast mörg að öllu óþörf ; á þessar jöt.
ur hefir svo stjórnin raðað sínum
fylgifiskum, sem í mörgum tilfell-
um eru lítt hæfir til starfsins, til að
kaupa sér fylgi þeirra og pólitískan
stuðning, alt á ríkissjóðs kostnað.
Nú er Alþingi nýlega sett, ríkis-
, stjórnin hefir lagt fram fjárlaga-
. frumvarp fyrir 1937, með 16 milj.
útgjöldum, með öðrum orðum,
sköttum og gjöldum, sem nema á
hvert höfuð, þar meðtalin börn.
gamalmenni, sjúklingar og þurfa-
^ lingar, um kr. 140.00. Hvað Alþingi
j gerir við frumvarp þetta skal engu
sem hefir það hlutverk að bjarga
nauðstöddum skipum og bátum,
biðja skip að leita þeirra sem vantar
eða í nauðum eru stödd. Það hefir
björgunartæki á mörgum þeim stöð-
um sem mest er hætta á að skip
strandi, björgunarskála og skotlínur,
og hefir það bjargað f jölda manns-
lífum; það nýtur styrks úr ríkis-
Framh. á bls. 8
EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS
NOTIÐ NUGA-TONE
pau hin ýmsu eiturefni, er setjast atS
I líkamanum og frá meltingarleysi stafa,
verða að rýma sæti, er NUGA-TONE
kemur til sögunnar; gildir þetta einnig
um höfuðverk, o. s. frv.
NUGA-TONE vísar óhollum efnum á
dyr, enda eiga miljónir manna og
kvenna þvl heilsu sina að þakka.
Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE í
ábyggilegum lyfjabúðum.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL, —
bezta lyfið, 50c.
! uim spáð. Þetta er þungur skattur
á jafn fátæka þjóð.
| Þess skal getið að verklegar fram-
l kvæmdir hafa verið miklar bæði af
| ríkisstjórnar, bæjarfélaga og ein-
1 staklinga hendi, en flest sem ríkis-
| stjórnin hefir gert, gefur engan arð,
j en þar ámóti mikil úrleg útgjöld,
nema ef vera kann síldarverksmiðj.
úrnar; þær eru tvær á Siglufirði,
ein á Raufarhöfn, ein í Krossanesi,
I ein á Sólbakka við Önundarf jörð.
Auk þess eiga einstakir menn slikar
verksmiðju, tvær á Siglufirði, eina
við Eyjafjörð, eina á Hesteyri og
eina á Reykjafirði. Brýr hafa verið
bygðar yfir öll vatnsföll og ár, sem
nausyn er á; símakerfi komið um alt
landið á annas og í afdali. Brýrnar
hafa að nokkru leyti verið bygðar
fyrir ríkisfé og að nokkru leyti á
kostnað hlutaðeigandi sýslufélaga.
Síminn er sjálfstæð stofnun, sem ber
sig f járhagslega. Bílvegir eru lagð-
ir um alla aðalvegi um land alt, að
nokkru lagðir fyrir ríkisfé og
nokkru leyti á kostnað sýslufélag-
anna, nema aðalþjóðvegirnir, þá hef-
ir ríkissjóður kostað. Vitar og sjó-
merki eru komin á öll annes og inn_
siglingaleiðir til hafnanna, kostað af
rikisfé. Útvarpsstöð er í Reykjavík,
sem daglega flytur innlendar og út.
lendar fréttir frá öllum álfum
heimsins, hljóðfæraslátt, söng, sög-
ur og sagnir, tungumálakenslu, veð.
urathuganir, fræðandi fyrirlestra og
margt fleira. Útvarpsnotendur eru
um 12,000 á öllu landinu. Útvarpið
er sjálfstæð stofnun, sem á að be.ra
sig sjálf f járhagslega. Að visu
stendur ríkissjóður i ábyrgð fyrir
lánveitingu til útvarps og símakerfis.
Almennings og einstaklings fyrir_
tæki eru mörg og mikil. Slysa-
varnafélag var stofnað fyrir nokkr-
um árum, stofnað með gjöfum, á-
heitum o. fl. úr einstaklings vösum,
GEFINS
1
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Frceið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (t hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEISTS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbáge.
CABROTS, Half Ixing Ohantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of rcmr.
CUCTJMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
IjETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONIOK, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, Wliite Portugal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will eow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 75 to 100 plants.
TURNIP, White Summcr Tabie. Eariy, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FLOWER GARDEN, Surjiri.se Flower Mixture. Eaeily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTT7T QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink.
Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet.
WHAT ,TOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink
BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red.
SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets
EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented
ASTERS, Queen of the Market, stocks.
BACHFLOHSbBUrTON Many MIGNONETTE. Well balanced
BACHELOKS BUIION. Many mixtured of the old favorite.
new shades.
CALENDULA. New Art Shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom
CALIFORNIA POPPY. New Thumb. You can never have
Prize Hybrids. to° many Nasturtiums.
CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy-
CLIMBERS. Flowering climb- brids.
ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New
COSMOS. New Early Crowned Apt Shades.
and Crested.
EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
mlxed Newest Shades.
No. 4—ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Long Blood (Large PARSNIPS, Early Short Ronnd
Packet) (Large Packet)
CABBAGE, Enkhuizen (Large RADISH, ....French ... Breakfast
Packet) (Large Packet)
„ . _ „ _ TURNIP, Purple Top Strap
CARROT, Chantenay Half Long Ix!af. (LarR6 Packet). The
(Large Packet) early white summer table
ONION, Yellow Globe Danvers, turnip.
(Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem
LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet)
packet will sow 20 to 25 feet ONION, Wliite Pickling (Large
of row. Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $.........sem ( ) ára áslcriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.:
Nafn .................................................
Heimilisfang .........................................
Fylki ................................................