Lögberg - 30.07.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.07.1936, Blaðsíða 6
c / LÖGKBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ, 1936 Sir Gordon og Laurie Stewart “Jú, en það sem þurfti til þess, fanst ekki,” svaraði eg-. “Pig hafði í raun réttri enga stúlku séð, sem eg gat elskað —> að minsta kosti ekki þá. ” “Hafið þér seinna fundið slíka per- sónu?” spurði hún. “Þér verðið að afsaka mig, það er mitt leyndarmál. Eg get aðeins sagt að eg teldi mig lánsaman, ef eg gæti náð ástum hennar.” “Góða mín,’” heyrði eg frú Vann hvísla að Laurie, ‘ ‘ eg held að Sir Gordon sé ástfang- inn af hinni yngstu ungfrú Salter; það yrði gott fyrir hana.” En Laurie vissi betur. 12. Kapítuli. Það var eins og að ætla sér að veiða vilt- an fugl. Stundum hélt eg að eg væri búinn að ná henni, en á sama augnabliki var hún þotin frá mér, en hún vissi að eg elskaði hana. Ef það væri ekki tilfellið, því var hún þá að .forðast mig ? Af hverju hafði traust og vin- átta okkar snúist upp í óframfærni ? Skeytti hún nokkuð um mig? Eg vonaði það, en hafði þó enga sönnun að styðjast við. Hún gat líka roðnað gagnvart öðrum, og orsökin til þess að hún forðaðist að finna mig aleinan gat verið sú, að hún vissi hve vænt mér þótti nm hana. Þegar eg leit á mál efni þetta frá þeirri hlið, varð útlitið fremur dökt. Vonin hvarf brott. En svo kom hiin aftur, og livíslaði að mér að gugna ekki. Aldrei lét eg mér detta í hug að aðalstign mín eða auður hefðu nokkur áhrif á hana. Við vorum nú búin að vera meira en mánuð á eyjunni, og Atkinson var orðinn von- daufur. Brauðið var nærri búið, kvenfólkið var orðið þreytulegt, og við höfðum enga von um frelsun. Þessi eyja hlaut að liggja fyrir utan þá stefnu, sem skip voru vön að halda, því við sáum aldrei neitt þeirra. “Það liggur líklega fyrir okkur að deyja hér,” sagði ungfrú Salter einn daginn, og fyrsta hugsunin mín var, að eg vildi heldur deyja með Laurie en lifa án hennar. Eftir því sem eg kyntist henni meira varð eg þess var að hún var að upp- lagi glaðlynd, fjörug og fyndin. Hún hlaut að hafa þjáðst mikið á skipinu, af því hún varð að dylja sitt eðlilega lundarfar. Þegar eg heyríji fyrst til hennar hinn hreina, hjartanlega hlátur, varð eg alveg hissa. eLaurie, sem eg hafði ávalt áður séð lamaða af hræðslu, þögula og ógæfusama, hló nú eins og fjörugt, glaðlynt barn. Við töluðum aldrei um hinn voðalega við- burð áskipinu. Við mintumst á skipið og skipst jórann, en aldrei sem eiginmann Laurie, ekki mintumst við heldur á hræðslu hennar við sjóinn, né þunglyndi hennar á skipinu. Nú var hún öll önnur, kát og fjörug, ánægð, rjóð í kinnum og miklu fegurri. Einn daginn var hrópað hátt: “Segl, segl!” Við drógum upp hyíta fánann okkar,' og á meðan stóð kvenfólkið með tárvot augu og biðjandi — allar nema Laurie, sem þaut inn í þéttan trjárunna strax og hún heyrði hrópið. Við kölluðum eins hátt og við gátum, en það heyrðist ekki til skipsins, sem hélt á- fram. Skipið hvarf, kvenfólkið var veinandi og grátandi, en eg fór að leita að Laurie, ‘hún stóð við hinn enda runnans, yndislega fögur. Þegar hún sá mig, blóðroðnaði hún og slepti blómavendinum, sem hún hafði týnt; en svo áttaði hún sig og kom til mín allfeimnisleg. “Sáu þeir fánann okkar? Korha þeir á land að sækja okkur?” spurði hún. “Nei,” svaraði eg, “þeir tóku ekki eftir okkur.” Mér til stórrar undrunar broti hún, í stað þess að tárfella eins og hinar stúlkurnar, brosti svo unaðslega að eg varð utan við mig af ánægju að sjá þessa fegurð. “Þér eruð ekki hryggar?” sagði eg, “og held þér séuð jafnvel glaðar yfir því að þeir sáu okkur ekki af skipinu. Ó, Laurie, þér eruð svo glaðar.” Eg flýtti mér til hennar í því skyni að taka hendur hennar og halda þeim föstum, en hún skausts svo fljótlega burt, að eg vissi naumast hvað af henni varð. En bros henn- ar og roði flutti mér hina mestu ánægju. Hin- ar stúlkurnar grétu og veinuðu; hvernig gat hún glaðst yfir því að vera á þessari eyju, nema með því að elska einhvern? Við fund- umst ekki aftur fyr en við dagverðinn, og þá leit hún aldrei á mig. Það var leiðinlegasti tíminn sem við höfðum átt saman, kvenfólkið var svo þögult og þunglvnt, vonbrigðin voru þeim svo erfið. “Eg vil heldur vera án vonar, en verða fyrir svo þungum vonbrigðum, ” sagði ung- frú Salter. Það vildi svo til að Laurie leit í augu mín, og mér fanst þau segja mér, að eyjan, sem öðrum fyndist svo leiðinleg, væri henni sönn Paradís. Eg ásetti mér að fá að tala við Laurie þenna dag, hún gat ekki reiðst því, hún varð að skilja mig. Hvar gat eg nú fundið hana? Líklega hjá frú Vann. Já, þar fann eg hana, hún sat og talaði við hina sorgbitnu konu, sem nú var laus við alt dramb og allan hroka, af og til felcli hún líka tár af söknuði yfir hinum framliðna manni sínum, sem hún hafði mist. Menn ■rða að afsaka mig, að eg fann upp á yfir- hylming; þegar maður er gagntekinn af ást, er maður ekki ávalt jafn varkár með orð sín. Eg sagði Laurie, að hins vegar á eyjunni hefði eg fundið hvít blóm og gylta ávexti, þau væri svo indæl, að hún yrði að koma og sjá þau. Hún vildi það ekki, kvaðst vera þreytt og sig langaði til að vera kyr hjá frú Vann, en hún leit hörkulega til hennar. “Góða m'm, fyrst Sir Gordon biður yður, verðið þér að fara; á þessari einmanalegu, leiðinlegu ey, verðum við að sýna hvort öðru velvild og geðþekni.” Eig sá að Laurie var enn ófús til farar- innar, en hún þorði ekki að neita, hún var svo >n við að hlýða. Hún stóð upp og sagði: “Já, Sir Gordon, ef þér viljið það, þá >kal eg koma með yður, en eg get ekki verið lengi í burtu.” Það tók nú ekki langan tíma að búa sig undir skemtigöngu, undir okkar kringum- stæðum, því lítið af fötcim höfðum við með okkur frá skipinu; en Laurie var ávalt fögur í mínum augum, og þó eg aldrei liti á klæðnað hennar, vissi eg að hann fór henni vel og var indæll. Þegar við höfðum gengið spottakorn, sagði hún: “Eg sé ekki neitt af hvítu blómunum né gyltu ávöxtunum, Sir Gordon, hvar eigum við að leita þeirra?” ‘ ‘ ó, Laurie, Laurie, verið þér ekki svona miskunnarlausar; þér hljótið að hafa séð hve oft eg hefi reynt að ná tali af yður—hve inni- lega eg hefi þráð að fá að tala við yður vitna- aust. ’ ’ Hún gekk hratt án þess að segja eitt orð, í andlit hennar var blóðrautt og hún horfði til jarðar. “Hvers vegna eruð þér svona harðar við mig? Hvað hefi eg gert, sem bannar yður að líta á mig og tala við mig?” “Eg horfi á yður,” svaraði hún hræðslu- lega. “Nei, það gerið þér ekki. Þér horfið á blómin, trén, himininn, grasið og andlit ann- ra—en mér lítið þér ekki við.” “Jú, eg er alveg viss um að eg geri það Sir Gordon. ” “Horfið þér þá til mín núna, Laurie, að eins eitt augnablik.” “Nei, það vil eg ekki,” svaraði hún rösk- lega. “Hvers vegna ekki?” “Það get eg ekki sagt yður, Sir Gordon. ” Eg tók hendur hennar. Hún dró þær ekki að sér, en roðnaði enn meira, en fölnaði svo. “Laurie,” hvíslaði eg, “elskulega Laurie, þér vitið að eg elska yður — þér hljótið að vita það — segið aðeins eitt ein- asta orð. Mér þykir svo innilega vænt um yður, mín heitt elskaða Laurie, að eg gæti dáið fyrir yður.” Hún stóð alveg kyr; kringum hana voru hin indælustu blóm, og fuglarnir sungu yfir höfuði hennar; hún var svo fögur, svo ung og sakleysisleg þar sem hún stóð. Eg gat ekki ráðið við mig —eg laut niður og kysti hana; hún leit út sem dreymandi barn. Það vakti hana, hún losaði sig með hægð úr faðmi mínum. “Laurie,” hrópaði eg, “ eg elska yður af öllu hjarta, og eg bið yður um að verða kona ún.” Þá gerði hún það, sem hgn hafði aldrei gert áður, hún snéri sér að hafinu, lyfti hendi sinni, benti á það og sagði: “Þér eruð gleyminn — þér ættuð ekki að tala um ást til mín svona snemma, og svo nærri gröf mannsins míns.” “En Laurie, hvaða áhrif hefir }>að? Eg ætla ekki að segja eitt einasta ilt orð um hann, en hann var ekki góður við yður, og þér elskuðuð hann ekki. Fyrirgefið mér, en er það ekki satt, að yður þótti ekki vænt um hann?” “ Jú, það er satt, eg elskaði hann ekki,” svaraði hún með hægð, og talaði fremur til sín sjálfrar en til mín. “En hann var þó eiginmaður minn. ” “ Já, elsku Laurie, við skulum bæði virða minningu hans. Þér elskuðuð hann ekki, Ijaurie, en eg vona að þér elskið mig ofurlítið —og að þér seinna elskið mig meira. ’ ’ “Ekki ennþá, ” sagði hún skjálfrödduð. “Eg er nýlega sloppin úr klóm dauðans, og hann er dáinn. Þér ættuð ekki að tala til mín um ást, Sir Gordon.” ‘ ‘ Eg má til að gera það. Eg ber virðingu fyrir sorg yðar, en eg verð að segja yður frá minni einlægu ást á yður. Eg verð að segja yður, að eg elska yður takmarkalaust — að eg el þá von að þér viljið einhverntíma verða kona mín—að mín innilegasta ást er að lifa fyrir yður. Þér viljið ekki neita þessari ósk minni, Laurie?” Hún hvíslaði “nei,” en það er sú lægsta hvíslan, sem eg hefi heyrt á æfi minni. ‘ ‘ E(g skal ekki tala meira um þetta núna, en viltu ekki gefa mér það loforð, kæra Laurie, að verða kona mín þegar sorgarárið er liðið?” “ Jú, eg lofa því, Sir Gordon.” Eg knéféll fyrir framan hana og kysti hendur hennar. “Eg skal elska þig meðan eg lifi. Eg •Val verja þig fyrir allri sorg, öllu mótlæti Þú skalt verða ljós lífs míns. Ó, Laurie, nve nilega eg elska þig. ” “Og nú ekki einu orði meira, ” sagði hún, og lagði litlu fingurna sína á varir mínar. “Ef þú heldur þannig áfram, þá munu jafn- vel fuglarnir í loftinu skilja leyndarmál okk- ar. ” Eg stóð upp og bað um einn koss — sem borgun fyrir eins árs bið, en hún neitaði mér um hann, og það hefir máske verið rétt gert af henni. 13. Kapítidi. “Innilegri ást verður ekki lýst með orð- um”—segir eitt skáldið, og það er heilagur sannleiki. Eg samþykti að samband okkar skyldi geymt hjá okkur tveim—enginn annar skyldi geta komist á snoðir um það, við skyld- um vera svo varkár í umgengni okkar. Það var bæði gleðjandi og kveljandi, að hlusta á orð hennar, en að sjá hana aldrei líta á mig, það reyndi afaramikið á þolinmæði mína. Engum af félögum okkar kom til hugar að nokkurt samband ætti ætti sér stað milli okk- ar. Frú Vann hélt að eg væri ástfanginn af hinni yngstu ungfrú Salter, en Laurie og eg issum betur. Mig dreymdi jafnvel á daginn nú orðið, að skip mundi koma og flytja okkur heim, og svo seinna, þegar sorgarárið væri liðið, hve •’laður eg yrði að ná ást minnar indælu brúð ir, sem eg svo flytti til Egremont, þar sem hiin ætti að vera húsmóðir. En hvað eg þráði að skipið kæmi til að bjarga okkur, og þó fanst mér veran á eyj- unni yndisleg í návist hennar. Laurie og eg orum sjaldan saman, en eitt kvöld um sólar- lagsbilið, þegar hafið var eldrautt, var flest, af kvenfólkinu farið að leita að skjaldböku eggjum. Frú Vann bað Laurie mína að sitja já sér, en það varaði aðeins skamma stund, ,’í hún var þreytt, og vildi heldur leggjast it af og sofna. Þegar hún gerði það, læddist haurie burt og við fundumst. Hún ásakaði mig um það, að eg gætti nnar ivalt, héldi vörð um hana, en loks hætti hún þessu. Við urðum samferða niður ð sjávarströndinni. Eg sagði henni að mér þætti vænt um að hún gæti losnað við þessa sjóhræslu, að hún ætti heldur að hugsa um ókomna gæfuríka daga. Bylgjurnar ultu að landi, og eg sá ekkert óttavert við hafið, loftið var heiðríkt og bjart. “Gröf,” sagði hún með alvarlegri og angurværri rödd, “að eins gröf, sem alt gleypir. Hve margir röskir menn og fagrar, eðallyndar konur eru ekki í þessari gröf. I þessum heimi er meira af því hræðilegra en ngra. ” ‘ ‘ Kæra Laurie mín, þú hefir verið ógæfu- öm, annars gætir þú ekki hugsað þannig. Eg >;et sagt þér um höf, sem flytja gull á land, i- sem aldrei et stormur eða hættulegt óveð- ■r; eg get líka sagt þér frá tilveru margra tersóna, sem aldrei urðu fyrir sorg né J)ján- ugum, eins og þeim, sem þú hefir orðiíi fyrir. Eg hefi oft ætlað að spyrja þig, Laurie, en eg hefi ekki vogað það. Þú mátt nú ekki neita að segja mér sannleikann í þetta skifti, hvað var það, sem kom þér, svo ungri, svo fallegri .svo smekkvísri sem J)ú ert, til að giftast Hard- ross skipstjóra, sem ])ú segist þó aldrei hafa elskað — hvernig skeði það að J)ú, sem ert svo hrædd við sjóinn, giftist manni, sem var bundinn við að vera ávalt á sjón.um?” “Þér finst það má.ske undarlegt,” sagði hún, “en eg skal segja þér það. Það var ekki spurt um ást—eg held að minsta kosti að J)að hafi ekki átt sér stað. Eiríkur — vesalings Eiríkur, sem druknaði — hélt sig afar ást- fanginn af mér, og það vildi þannig til. Faðir minn, Allan Stewart, bjó við St. Romas, fall- egur bústaður við sjávarsíðuna og ágæt höfn. Ilann er ná mjög gamall maður; liann var 50 ára þegar eg fæddist. Móðir mín var mikið yngri en hann, en ávalt mjög lieilsulítil. Við þrjú bjuggum saman og leið ágætlega. Eg gekk í skóla, og þar eða heima hjá okkur voru margar góðar bækur, las eg mikið í þeim. Eins og eg sagði, leið okkur vel, en frá því eg var ofurlítil, var eg alt af hrædd við sjó- inn. Þegar eg gekk mér eitthvað til skemt- unar, fór eg ávalt inn í skóginn eða um engj- arnar, sjóinn forðaðist eg alt af, hann var í mínum augum ímynd svika og táldrægni. Eg Iiataði hann af því að hann var svo rólegur, eg gat ómögudega liðið sjávarhljóðið. Tilvera okkar var ótrufluð, og eg fór aldrei langt fra heimilinu, sem mér þótti svo vænt um; blómin í litla garðinum okkar voru mér sem systur og bræður, fuglarnir voru vinir mínir. Aldrei liðum við af kvíða eða sorgum, að því undan- teknu að mamma var ávalt lasin. Eg ætla nú ekki að lýsa fyrir þér fallegu skógunum, víðáttumiklu engjunum og ökrun- um, bröttu liæðunm og fögru görðunum; enn fallegri voru hinir dýrðlegu morgnar, rólegu, döggríku næturaar; um alt þetta þótti mér svo innilega vænt. Faðir minn fékk árlega lífeyri frá stjórninni, sem hann hafði unnið fvrir í mörg ár. Hann var ekki mikill, en við komumst vel af og vorum ánægð þangað til einn daginn, þegar eg kom heim eftir sólar lag og hafði tínt burkna og ýms önnur grös í skóginum. Eg var svo hress af útiverunni, að- cins ofurlítið þreytt, og drakk teið glöð og ánægð yfir tilveru minni. “Kyrðin í húsinu var svo mikil, svo há- tíðleg og óyanaleg, að eg fyltist kvíða. Eg ætlaði að ganga til herbergis föður míns, en áður en eg kom þangað inn, heyrði eg grát- ekka og stunur í honum — hann, sem eg aldrei hafði séð gráta. Gamall vinur föður míns liafði komist í vandræði, og faðir minn fékk lánaða peninga gegn veði í lífeyri sínum, til • ð hjálpa lionum, fékk J)á lánaða með l)ví skilyrði að J)eir skyldu verða borgaðir á á- kveðnum degi. Nú var borgunartíminn kom- ' inn; vinur pabba gat ekkert borgað, og hafði því farið úr landi með leynd — pabbi var eyðilagður maður, vonlaust eyðilagður. “Við verðum að flytja í fátækrastofn- anina, Laurie,” sagði hann, “að minsta kosti .-g og mamma þín, máske ])ú getir unnið fyrir J)ér. Þú mildi guð, að eg skyldi steypa mínu einkabarni í þessa ógæfu.” Það var beiskur sannleiki, þetta laglega, litla heimili með svo mörgum kærum smámunum, varð nú að selja. “Þremur dögum áður en salan átti fram að fara, sem faðir minn óttaðist. svo mikið, t'om Ilardross skipstjóri til að tala við hann. Þeir liöfðu fundist einhversstaðar fyrir inörgum árum síðan, og skipstjórinn, sem var á einhverju ferðalagi, kom inn á höfnina í St,. Romas og vildi tala við föður minn. Frá því að hann kom inn úr dyrunum, liorfði hann stöðugt á mig. Hann hlustaði með vingjarn- legri samhygð á frásögn föður míns um ó- gæfuna sem yfir vofði. ’ ’ “Þér þurfið 1500 pund til þess, að kom- ast úr þessum vandræðum?” spurði hann. “Eg gæti eins vel beðið um 15. miljónir,” sagði faðir minn. “Þegar Hardross skipstjóri fór út, lagði hann hendi sína á höfuð mitt og sagði: “Þér viljið gera hvað sem er til J)ess, að faðir yðar gæti fengið þessa peninga?” spurði hann. Eg leit á dökka andlitið hans og kvaðst vilja gera Jiað. “Eg skal ekki fara burt frá St. Romas,” sagði hann, “eg hefi áformað nokkuð. Faðir yðar liefir veðsett 5 ára lífeyri sinn til að fá peninga; eg held eg geti frelsað hann frá eyðileggingu — eg ætla að koma aftur. Verið þiðsæl.” . “Daginn eftir kom hann aftur; þá var faðir minn alveg utan við sig, og eg efaðist, um að hann gæti lifað einn dag enn, jafn sorgmæddur og kvíðandi sem hann var. Eg sat við rúmið, sem hann lá í, þegar skip- stjórinn kom inn. Hann lagúst á knén til þess, að eiga hægra með að tala við föður minn og sagði: “Gamli vinur, eg bæði get og vil hjálpa yður. Eg skal borga þessi 1500 pund, ef þér gefið mér Laurie dóttur yðar fyrir konu.” Þetta var alt, Gordon, það var ekki talað um að biðla til mín, sem svo er nefnt. Elg vissi varla hvaða þýðingu það hafði að vera kona manns; mér hafði aldrei komið til hugar að yfirgefa heimilið, og nú — ferðast á sjónum, og lifa ávalt hjá Jiessum dökka, alvarlega manni. Faðir minn leit til mín meðaumkunar augum. ‘ ‘ Heyrir þú, Laurie ? ’ ’ sagði hann. “ Já, eg heyri ])að, og er fús til þess,” svaraði eg. Hann tók mig í faðm sinn, og tár hans féllu á andlit mitt. “ Guð blessi þig, góða barnið mitt,” sagði hann. “Eg hefi alt af r-eynt að vera sjálf- stæður, og að lifa í fátækrahælinu hefði deytt mig. ” Eg man það nú, að hvorki faðir minn eða skipstjórinn virtust gefa J)ví neinn gaum hvern þátt eg tók í þessu. Þeim hefir víst fundist það sjálfsagt að eg færi að óskum þeirra. Peningarnir voru borgaðir, faðir minn var nú laus við sorg og armæðu, og nú fyrst skildi eg hvað eg hafði gert. Gift.ingin átti strax að fara fram; eiginmaður minn var skipst.jóri á “Water Queen,” og átti sem slík- ur að fara til Indlands. Eg varð að fylgja honum á ]>essu ferðalagi. Móðir mín horfði alvarlega á mig. ‘ ‘ Eg vona þú verðir gæfu- rík, Laurie,” sagði hún, “en þetta skeður alt svo skyndilega, með svo sorglegum hraða. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.