Lögberg - 30.07.1936, Blaðsíða 12

Lögberg - 30.07.1936, Blaðsíða 12
12 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 30. JÚLI, 1936 ♦ Ur borg og bygð ♦ Dr. Roman Bernhard William Wengel og Dr. Aldis Eleanor Thor- lakson voru gefin saman í hjóna- band í Fyrstu lútersku kirkju miÖ- vikudaginn 22. júlí. Vigsluna fram. kvæmdi Dr. Björn B. Jónsson. Mr. Frank Thorolfson var við hljóS- færið og Mrs. Pearl Johnson söng. Kirkjan var prýdd sem til hátíðar. Öll var athöfnin hin hátíðlegasta. Ríkmannleg og fjölmenn veizla var haldin á eftir í Picardy-veizlusaln- um á Broadway. Héldu svo brúð- hjónin á stað til New York og sigla þaðan með nýja skipinu “Queen Mary” til Norðurálfu. Framtíðar heimili þeirra verður í Winnipeg. Gefin voru saman í hjónaband hér í borginni á miðvikudaginn í vik- unni sem leiÖ, þau Stefanía Johnson, dóttir Guðmundar Johnson bónda að Vogar, Man., og Sigfús Holm frá Beresford Lake, Man. Mannalát Látinn er að heimili sínu á Gimli þ. 13. júlí s.l., Sigurður steinsmiður Sveinsson, frá Þórustöðum í Gríms. nesi, 77 ára að aldri. Flutti vestur um haf árið 1912. Var þrígiftur. Þriðja kona hans er SigríÖur Guð- rún Ingimundardóttir, frá Mörk í Vogum. Lifir hún mann sinn. Dóttir þeirra er Inga Matthía, kona Antons bónda Sigurðssonar í Silver Bay. Sonur hans af fyrra hjóna- bandi er Óskar 'SVeinsson í Seattle. Systkini á lífi, eru Eyjólfur smiður Sveinsson hér í borg, Jóhannes úr- smiður Sveinsson, á Seyðisfirði, Rannveig og María, báðar ekkjur á íslandi, og Mrs. Þórey Erlendsson, ekkja Guðmundar heitins Erlends- sonar, á Gimli. Bróðir systkina þessara var Einar gullsmiður Sveinsson, á Gimli, látinfn fyrir ör- fáum árum. — Sigurður vann að iðn sinni, steinsmíði og múrara- störfum, í fjöldamörg ár. Vann við fyrsta stórvirkið á íslandi, Ölfusár. brúna, í tvö ár. Það stórvirki, er ráðist var í fyrir stórhug og frá- bæran dugnað Tryggva Gunnars- sonar, markar, sem kunnugt er, tímamót í framfarasögu Islands. Sigurður Sveinsson var mætur mað- ur, dagfarsprúÖur, geðfeldur og vin- gjarnlegur, innilega trúaður maður og göfugur í hugsun. Jarðarför hans fór frarm með húskveðju á heimilinu og með útfararathöfn frá kirkju Gimlisafnaðar, þ. 16. júlí. Þeir séra O. B. Gerhart og séra Jó- hann Bjarnason töluðu þar báðir. Margt fólk þar viðstatt. Mun Sig- urður hafa notið góðhugs og vin- sælda hjá öllum þeim er hann þektu. Rósa Dalmann, fædd í Garðar- bygð 15. maí 1883, andaðist á heim- ili sínu suður af Garðar, 7. júlí. Hún var dóttir Páls og Elísabetar Dalmann frá Brattagerð i Jökuldal á íslandi, sem lengi bjuggu i GarÖ- arbygð og dóu þar bæði. ' HafÖi Rósa alla æfi átt heimili á búgarði foreldra .sinna suður af Garðar Hún var jarðsungin frá heimilinu og Garðar kirkju fimtudaginn 9. júli. Séra H. Sigmar jarðsöng. Sigurjón Júlíus Jónasson fæddur að Mountain, N. Dak. 8. júlí 1888, dó í sjúkrahúsi í Grafton, N. D., 7. júlí. Hann var sonur Jóhannesar læknis Jónassonar og konu hans Bjargar, sem bæði voru frá Eyja- firði á íslandi. Þau bjuggu lengi hér í bygÖ en eru látin fyrir nokkr- um árum. Július giftist á unga aldri. Hét kona hans Siorína Skaro. Eignuðust þau tvær dætur, en önn- ur dó í æsku, hin, Mrs. Blake Basher, lifir föður sinn. Mrs. S. J. Jonasson lézt fyrir mörgum árum. Júlíus sál. var jarðsunginn frá heimili sínu vestan við Mountain og kirkjunni á Mountain laugardag- inn 11. júlí. Séra H. Sigmar jarð- söng. Margrét Arason, ekkja Sveins Arasonar, sem lézt hér árið 1914» dó á sjúkrahúsi í Drayton, N. Dak., 7. júli. Hún var af SuÖurlandi á íslandi. Hún var sjötug að aldri. Hún var jarðsungin frá kirkjunni á Mountain fimtudaginn 9. júlí. Séra H. Sigmar jarðsöng. Anna Mýrdal kona Einars Mýr- dal við Garðar, N. Dak. dó á heim- Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SKU4.UÐ PÉR AVALT KALLA UPP SARGENT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Mgr. Til Islendinga! ili þeirra Mr. og Mrs. John H. Johnson í grend við Garðar 8. júlí. Hafði hún dvaliÖ á því heimili nokkur síðustu árin. Anna var frá FáskrúðsfirÖi á íslandi og fæddist 20. ágúst 1847. Auk eiginmanns- ins eftirlætur hún tvo syni og einn fósturson. Hún var jarðsungin frá kirkju GarÖar-safnaðar föstu- daginn 10. júlí. Séra H. Sigmar jarðsöng. ----------- Ingibjörg Eiríksson, ekkja eftir Ásmund sál. Eiríksson á Garðar, N. D., lézt á heimili sínu i Garðar 8. júlí. Hún var fædd 29. júlí 1857. Hún hafÖi meitt sig í haust og var mjög þjáð. Foreldrar hennar voru Þorbergur Guðmundsson og Guð- björg Ögmundsdóttir frá Firði í Seyðisfirði. Ingibjörg var jarÖ- sungin frá heimili sínu og GarÖar- kirkju laugardaginn 11. júlí og lögð til hvíldar við hlið móður sinnar i Vidalinsgrafreit. Séra H. Sigmar jarðsöng. Árni Jónsson dó 12. júlí á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. qg Mrs. Th. Sigurdson, norður af Hallson, N.D. HafÖi hann átt þar heimili nokkur síðustu árin. Hann eftirlætur konu sína, Matthildi Páls- dóttur, og átta uppkomin börn, auk þess mörg barnabörn. Árni sál. fæddist 20. febrúar 1851. Hann var frá Eyvindará í Eiðaþinghá i SuÖur- Múlasýslu, og kom til Ameríku 1883. Hann var jarðsunginn frá kirkjunni á Hallson, N.D., á mið- vikudaginn 15. júlí. Séra H. Sig- inar jarðsöng. Harold Earl Ajiderson, sonur Mr. og Mrs. Tryggvi Anderson við Hensel, N.D., dó á mánudagsmorg- uninn 13. júlí, á heimili .foreld-ra sinna við Hensel, N.D., eftir stutta legu. Hann fæddist i Hensel-bygð 4. nóv. 1915. Hann var jarðsunginn frá heimilinu og Vídalínskirkju miðvikudaginn 15*. júlí. Auk sókn- arprestsins, séra H. Sigmar, töluðu við jarðarförina séra N. S. Thor- láksson og séra K. K. Ólafson. Guðrún Ólafsdóttir Smith frá Hvammi í Eyjafirði, dóttir Ólafs Guðmundssonar og SigríÖar Jo- sepsdóttur, sem fædd var 20. júní 1843, andaðist á heimili Mr. og Mrs. Valdimar F. Ólafson í Eyford bygð. j inni í N. Dak., 17. júlí. Hafði hún dvalið-á því heimili, fyrst hjá Ólafi. sál. bróður sínum og konu hans, og 1 síðar hjá börnum þeirra, síðan 1922. Þá dó maður Guðrúnar, Jón Jóns- son (Smith). En áður áttu þau hjón heima í Garðar, N. D. Höfðu þau hjón eignast sjö dætur en þær eru allar látnar. Guðrún var jarð- sungin frá Ólafsons heimilinu og kirkju Garðarsafnaðar mánudaginn 20. júlí. Var hún lögð til hvildar við hlið eiginmanns síns í grafreit Garðarsafnaðar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Vér fögnum því ávalt, er þér komið inn í búð vora og þökkum yður viðskifti liðins tíma. ALFATNAÐIR VORIR OO YFIRHAFNIR eftir máli, sem kosta aðeins $20. til $25. eiga engan sinn líka í öllu hinu canadiska veldi. Stóryrt yfirlýsing en engu að síður rökfrœðilega sónn! R. J. McLean Ltd. MAIN at MARKET Sími 26 632 Sigurlaug Jónsdóttir ekkja' eftir Stefán Benediktsson landnáms- mann á Bakka við Riverton, andað- ist að heimili sínu, 88 ára og nærri 7 mánaða gömul, þann 18. júlí s.l. Sigurlaug var dóttir Jóns Sig- urð^sonar og Sigþrúðar Sigurðar- dóttur konu hans, búandi í.NjarÖ- vík í Borgarfjarðarhreppi í Norð- ur-Múlasýslu. Hún var fædd 6. desember 1847, ' Njarðvík. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum þar til 1880, að hún þann 17. júlí, giftist Stefáni Benediktssyni bónda á Bakka. Árið 1886 fluttist hún ásamt eiginmanni og fjölskyldu til Ame- ríku, átti hún ávalt heima á Bakka og varði dvöl hennar þar um 50 ár. Hjónaband þeirra Stefáns og Sig- urlaugar var barnlaust, en þau ólu upp að öllu leyti Guðlaugu Björgu, dóttur Gísla Jónssonar bróður síns, ólu þau u'pp Sigurlaugu Guðríði Sigurðardóttur (Mrs. Eysteinn Eyjólfsson), en hún er einnig bróð. urdóttir hinnar látnu konu, dóttir Sigurðar bróður hennar. Hin látna (Mrs. Oddur Andrésson) ; einnig var góð kona og yfirlætislaus. Oft á fyrri árum hafði rún stundað ljósmóðurstörf og hepnast vel. Góðvilja gagnvart öðrum átti hún í ríkum mæli. Traustið til Guðs var orkulind og styrkur æfi hennar. Hún naut ágætrar umönnunar af hálfu húsfreyjunnar og alls heim- ilis fólksins á Bakka, en Mrs. Bjarnason á Bakka er systurdóttir hinnar látnu, því Guðríður kona Þorv. á Bakka var systir Sigur- laugar heitinnar. Þessarar öldruðu konu er sárt saknað af öllum skyld- mennum og vinum, er notið höfðu ástúðar hennar. Jarðarförin fór fram þann 21. júlí að viðstöddu mörgu fólki bæði á heimilinu og í lútersku kirkjunni. Sóknarprestur jarðsöng. S. Ó. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGBNT AVE., WPO. Minniát BETE.L ✓ 1 erfðaskrám yðar ! AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hœfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office IIAFIÐ ÞÉR SVEFNRÍJM 1 BILNUM? Sparið hótelgjöld á ferðum yðar í sumar. Sérfræðingar í árekstrar aðgerðum. AUTO BODY WORKS Burnell & Portage Winnipeg, Man. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stór- um. Hvergi sanngjarnara verð. Helmili: 691 SHERBURN ST. Síml: 36 909 HAROLD EGGERTSON lnsurwnce Counselor NEW TORK LIFE INSURANCE COMPANY Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Wlnnipeg Office Phone 93 101 Res. Phone 86 828 Býflugnaræktendur ! Veitið athygli ! HIVES — SUPERS — FRAMES FOUNDATION Sendið vax yðar til okkar, 24c I pening- um, 27c I vöruskiftum. Skrifið eftir 1936 verðskrá. Alt handa hýflufjnarwktenduvi. Andrews & Son Co. PORTAGE AVE. AT VICTOR Winnlpeg Úr, klukkur, gim.iteinar og aOrir akrautmunir. Giftingaleyfisbréf 447 PORTAGE AVE. Slml 26 224 ÍSLENDINGADAGURINN HNAUSA, MAN. - - 1. ÁGÚST 1936 Byrjar klukkan 10 árdegis. Aðgangur 25c fyrir fullorðna og lOc fyrir börn innan 12 ára. Ræðuhöld byrja kl. 2 eftir hádegi MINNI ISLANDS Dr. Thorbergur Thorvaldson Kvæði: Guttormur J. Guttormsson MINNI CANADA Dr. Rögnvaldur Pétursson MINNI NÝJA ISLANDS Séra Sigurður Ólafsson Söngflokkur undir stjórn Mr. P. Magnús IÞRÓTTIR (aðeins fyrir Islendinga): Hlaup fyrir unga og gamla. Langstökk, Hopp-Stig Stökk, Egg- lilaup fyrir stúlkur, 3 Fóta-Hlaup, íslenzk Fegurðar- glíma, Baseball samkepni milli Arborg og Riverton. Kaðaltog milli giftra og ógiftra manna. DANS 1 HNAUSA COMMUNITY HALL Yerðlaunavals klukkan 9 Þessi héraðshátíð Nýja íslands verður vafalaust ein tilkomumesta útiskemtun Islendinga á þessu sumri. Þar koma saman, þann dag, bændur og búalið úr öllum bygðarlögum þessa elzta landnáms þeirra. Þar mætast vinir og frændur á norrænni grundu: “Iðavöllum” við Breiðuvík, víða að úr bygðarlögum Islendinga vestan hafs. — Allir boðnir og velkomnir! Ðr.S. E. BJORNSON, forseti G. O. Einarsson, ritari ÍSLENDINGADAGURINN é í Wynyard, Sask. Mánudaginn 3 ágúst 1936 Kl. 1 e. li. á sýninarvellinum:— Séra Jakob Jónsson flytur ræðu fyrir minni Is- lands, en S. W. Steinsson skólastjóri fyrir minni Canada. Mrs. J. S. Þorsteinsson syngmr nokkra einsöngva, en við almennan söng aðstoðar pró- fessor S. K. Hall. Kvæði eftir T. T. Kalmanv erð- ur lesið upp. Kl. 3-5 e. h.: Hlé — Frjálsar íþróttir og leikir f}rrir unglinga. Kl. 5 e. h.:, “Dollaraprinzinn, ” gamanleikur í fjórum þáttum, eftir Benjamín Einarsson, verður leikinn í sýningarskálanum undir umsjón Arna Sigurðs- sonar. Kl. 9 e. h.: Dans norður við vatn. — Hljómsveitin “Round-up Rangers” frá Winnipeg spilar. Aðgangurinn að útiskemtuninni með sjónleiknum kost- ar 35c fj’rir fullorðna og 20c fyrir unglinga 10-15 ára, en að dansinum 35c. Veitingar selja kvenfélagið “Framsókn,” kaffi og skyr, í samkomusal Sambandskirkjunnar, og Ung- mennafélagið, svaladrykki, ávexti o. fl., á vellin- um og Mr. V. Baldvinsson við dansinn. Þar sem tími er afmarkaður fyrir hvert atriði skemt- unarinnar, eru menn hvattir til þess að koma stund- víslega. STUDY BUSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroP. NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTANCY BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMKNT DEPARTMENT places graduates regularly. D0MINI0N BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.