Lögberg - 30.07.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.07.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines *•£>*• 50* For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines fc»S ^ot d ;«•** ***$£& <*£o* Ajt»w*5o** Drv Cleaning and Laundry 49. ÁRGrANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. JÚLl, 1936 NtJMER 31 Glundroði í stjórnmálum. Enginn flokkur fær ákveðinn meirihluta í Manitoba þinginu Fréttabréf frá Islandi "GUÐS BLÆR" Menn hafa löngum kveinkað undan sársauka, og þegar illa geng- ur, þá er kvartað. Lofgerð manna er ekki æfinlega að sama skapi há- róma, þótt vel gangi, og sitt sýnist og finst hverjum einum. Einn bragsnilUngur raular raunalag á hörpu sína og syngur um það, hve anóðurjörð vor sé "beinaber"; en annar skáldjöfur nær hinum hæstu tónum bjartsýninnar og hefir orð fyrir þjóðina frammi fyrir Guði landsins: "Vér lofum 'þitt heilaga, hcilaga nafn." Það eru jafnan nógir til þess, að tala háróma um ófarnað manna og þjóða. Það er óspart sagt frá þvi, sem illa er gert, sero illa fer og frá erfiðleikum og hörmungum. Á- hyggjur manna magnast og hjörtu manna vanmegnast við vond "tíð" indi" um atvinnuleysi, fjárhags- vandræði, gjaldþrot og hrun, og ýmsar virkilegar eða ímyndaðar skelfingar. — Því má þó ekki gleyma, að á milli hretanna "andar Guðs blær," og sár mannanna gróa. Yfir ísland andar nú "Guðs blær," og sár mannanna gróa. Yfir ísland andar nú "Guðs btær." — Það er gott að geta sagt það og gott að gleðjast yfir ársæld og vonum um batnandi hag manna. —Vorið og sumarið hefir verið gott, það sem komið er. í sveitum landsins hefir gróandinn verið í bezta lagi og nú er sláttur þegar byrjaður hér og þar. Landburður af síld hefir verið við alt Norður- land, svo mikill undanfarið, að á betra verður tæpast kosið. Horfur eru því fremur góðar um atvinnu- líf til lands og sjávar. Karfaveið- arnar eru nýjung útgerðarinnar og hafa þær gefið aukna atvinnu á fleiri stöðum. Sogsvirkjunin er stærsta fyrirtækið í framkvæmdum á landi og vinnur þar nú mikill fjöldi manna. Áhugi er að vakna fyrir nýbýlaræktun og þyrfti að verða gott framhald í þeim efnum, því sjálfsagt getur móðurmoldin frjóa" veitt sonum landsins brauð, ef þess er freistað með hagsýni og heilum hug. — f Reykjavik fer iðn- aður stöðugt i vöxt, og hefir þar orðið mikil breyting síðasta áratug- inn, þó sérstaklega síðustu 5-6 árin. Nýjar verksmiðjur risa stöðugt upp og nýjar iðngreinar þróast. Um nýjar byggingar er alt af töluvert mikið í bænurn og Reykjavík stækk. ar óðum. Strætisvagna-kerfið er nýr liður í bæjarlifinu. Nú er verið að fullgera sundhöllina, nýja leik- húsið gnæfir hátt við himinn og er prýði borgarinnar. Stúdentagarð- inn hefir hún eignast nýlega og undirbúningur er hafinn að veglegri háskólabyggingu. Bálstofa er einn- ig í uppsiglingu, s'vo við fylgjumst svo sem með tímanum. Gestkvæmt hefir verið í Reykja- vík i sumar. Nú koma annanhvern og stundum hvern dag mikil ferða- mannaskip, og erlendir ferðamenn heimsækja landið í þúsundatali. Með merkustu viðburðunum í þeim sökum verður að telja komu dönsku konungsfjölskyldunnar, norræna stúdentamótið, sænsku vikuna, komu sænska stúdentakórsins og ann- arra merkra manna og prófessora frá Svíþjóð. Alt hefir þetta sett sérstakan svip á bæjarlífið síðustu vikurnar, og yfirleitt finst manni vera lif og f jör í hlutunum. — Þrátt Fjallkona lslendingadaginn á Gimli FRÚ BJÖRG V. ÍSFELD, A.T.C.M., ein hin tígnlegasta kona í hópi Islendinga vestan hafs, keniur fram sem táknmynd íslands, eða Fjall- konunnar norður við heimskaut, á Islendingadeginum á Gimli þann 3. ágúst næstkomandi. fyrir erfiðleika undanfarinna ára, og þrátt fyrir alt, sem að kann að vera, verður þó ekki annað fundið en að íslenzkt þjóðlíf þróist jafnt og þétt, fremur heilbrigðum vexti, og sem 'stendur er frá náttúrunnar hendi bjart yfir landi og lýð, og "hér andar Guðs blær." Pétur Sigurðsson. Orðsending til Vestur- Islendinga Eins og kunnugt er voru rímur Og rímnakveðskapur öldum saman ein af höfuðskemtunum íslenzkrar alþýou. Þessari sérkennilegu grein islenzkra bókmenta hefir verið minni gaumur gefinn en vert er, og um rímnagerð eftir i6oohefir sama sem ekkert verið ritað. Eg hefi um allmörg undanfarin ár viðað að mér efni í rit um< rímnakveðskap síðari alda, og er þatS nú komitS vel á veg. Verður þar getið allra skálda og hagyðinga, sem kunnugt er um að ort hafi rímur eftir 1600, sögð á þeim nokkur deili og Iýst rimum þeirra, Eigi er enn fullkannað, hve margir hafa ort rímur á þessu tima- bili, en þeir skifta hundruðum. Meginhluti verka þeirra hefir aldrei verið gefinn út, en mikill fjöldi rímnahandrita er varðveittur í opin- berum söfnura, einkum í handrita- safni Landsbókasafnsins i Reykja- vík. Þó vantar þar alhnarga flokka, sem vitað er um, að ortir hafa ver- ið, og eru sumir þeirra vafalaust glataðir. Þó er eigi loku fyrir það skotið, að enn kunni að vera í eigu einstakra manna rímnahandrit, sem ekki eru til í opinberum söfnum, og hugsanlegt er, að slík handrit séu jafnvel til í Tslendingabygðum> vest. an hafs. Það eru því vinsamleg tilmæli mín til Vestur-íslendinga, sem kynnu að eiga rímnahandrit í fórum sínum eða hafa orðið slíkra handrita varir, að þeir geri mér að- vart vS^ð ^fyrsta tækifæri, ef ske kynni, að á þann hátt kæmi eitthvað í leitirnar, sem glatað er hér heima. Mér þætti t. d. ganran, ef einhver gæti fært mér þá fregn, aiS lengstu rímur, sem ortar hafa verið á fs- landi, Bragða-Mágusarrímur, eftir Jón nokkurn, sem kallaður var "langur", 70 að tölu. væru enn til vestra. Þær hafa eigi fundist hér 'heima, en mér er sagt, að handrit af þeini muni hafa borist vestur um haf. — Eg skal að lokum láta, þess getið, að ef einhver Vestur-fslend- ingur kynni að óska upplýsinga um rímur eða rímnaskáld er eg reiðu- búinn að láta þær í té eftir föng- um. Með kærri kveðju, Finnur Sigurðsson, bókavörður. Utanáskrift: LandsbókasafniÖ, Reykjavík. KONl \XCl R B UETLANDS afhjúpar mmnismerhi cana* dishu þjóðarinnar við Vvmy yfir canadisha hermenn, er þar bera beinin. Síðastliðinn sunnudag afhjúpaði Játvarður Bretakonungur minnis- merki það hið veglega, er þjóðin canadiska lét reisa við Vimy á Erakklandi þeim sonum sínum, er féllu í styrjöldinni miklu frá 1914, og bera beinin í franskri mold. Mannf jöldi mikill víðsvegar að var viðstaddur þessa alvarlegu og há- títSlegu athöfn; þar af 6,000 cana- diskir menn. Ur borg og bygð Messað verður í Árborg kl. 11 cárd. 2. ágúst, og í Riverton sama dag kl. 8 síðd. (ensk messa). Allir boðn. ir velkomnir. 5". Ólafsson. Sunnudaginn 2. ágúst mcssar séra Guðm. P. Johnson í Templarahús- inu kl. 7 e. h. Allir boðnir hjartan- lega velkomnir. ALLAN LEASK SJÓÐUR undir umsjón I.O.D.E. Jón Sigurdson Chapter. Með upphæð sern áður hefir verið auglýst í blöðunum og $10.00 frá Jóns Sigurðssonar félaginu og $2.00 frá II. Guðnason, Arnes, P.O.. er komin upphæð, sem fullnægir. Með innilegu þakklæti, er þá þess- ari fjársöfnun lokið. Mrs. J. B. Skaptason, Mrs. B. S. Benson Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á íimtudaginn þann 6. ágúst næstkomandi. Dr. A. B. Ingimundson verður til viðtals í Riverton Drug Store á þriðjudaginn þann 4. ágúst. Séra Haraldur Sigmar frá Moun- tain, N. Dak., kom vestan frá Ar- gyle á þriðjudaginn, úr kynnisför til ættmenna sinna ogj hélt heim samdægurs. Messur í prestakalli séra H. Sig- mar, sunnudaginn 2. ágúst: Vídalíns kirkju kl. 11 f. h. Péturskirkju kl. 2.30 e. h. í vikunni sem Ieið voru stödd hér í borginni þau Mr. Thordarson og Mrs. Kjartansson frá Amaranth, Man. Messur sunnudaginn 2. ágúst verða ) Mozart kl. n f. h. og í Hól. arbygðinni kl. 2 e. h. Mountain Time. (Messan fer fram í sam- komuhúsi lúterska safnaðarins í Hólarbygðinni). Jakob Jónsson. Séra Jóhann Fredriksson messar í Piney sunnudaginn 9. ágúst á venjulegum tíma. JÓN BJARNASON ACADEMY Gjafir í styrktarsjóð er notaður skal samkvæmt því sem áður hefir verið auglýst, til þess að greiða skatt- skuldina og nieð því losa skólaeign- ina við öll veðbönd: Áður auglýst..........$272.30 Mr. og Mrs. G. S. Grímsson, Red Deer, Alta......... 5.00 Mrs. Steinunn Sveinsson, Red Deer, Alta......... 1.50 Mr. Swanson, Red Deer, Alta. t.oo Halldor Johnson, Wynyard, Sask. .................. 2.00 Samtals.............$281.80 Alúðarþakklæti forstöðunefndar skólans vottast hér með fyrir þess- ar gjafir. Winnipeg 29. júlí, 1936. S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 Bannatyne Ave., Winnipeg, Man. ÞAKKARAVARP Hér með þakka eg af hjarta öll- um þeim kjósendum í St. George kjördæmi, sem greiddu mér atkvæði MISS THELMA GUTTORMSSON SU'iIka þessi lauk nýverið prófi í hljómfræöi og píanóspili við Toronto Conservatory of Music. og hlaut þá hæztu einkunn, seiu nokkrum nemanda i þeirri grein veittist í Manitobafylki. Foreldr- ar hennar eru þau Björn Gntt- ormsson og frú Helga (Kerne- sted) Guttormsson i Winni]>eg. Miss Guttormsson er 17 ára að aldri. i nýafstöðnum kosningum, og sömu- leii^is öllum sem beittu áhrifum sín- um og veittu mér dásamlegt lið á annan hátt til þess að hjálpa því málefni, sem eg berst fyrir til sig- urs. Salóme Halldórson. Mrs. John David Eaton (Signý Stcphenson) frá Toronto, sem dvalið hefir hér í borginni undan- farinn þriggja vikna tima hjá for- eldrum sínum, Mr. og Mrs. F. Stephenson, 694 Victor Street, lagði af stað heimleiðis á þriðjudags- kvöldið var. Með henni fór aust- ur bróðir hennar, Mr. Harald Stephenson verzlunarmaður, er dveljast mun eystra í rúman hálfs- mánaðartima. Séra K. K. Ólafsson forseti kirkjufélagsins lagði af stað vestur til Seattle í býtið á kosnipgadags- morguninn, eftir að hafa ferðast náttfari og dagfari um íslendinga- bygðirnar við Winnipeg og Mani- toba vatn, og lagt sína síðustu bless- un yfir þær Salóme og Ástu og Social Credit kuklið í Manitoba. Breyting hefir orðið á "bus" ferðum til Gimli þann 3. ágúst, þannig, að einungis tvö "bus" fara kl. 8 að morgninum, en hin ekki fyr en kl. 10. Mr. og Mrs. Júlíus Anderson frá Chicago komu til borgarinnar á mánudagirm og dvelja hér í hálfs- niánaðartíma. Með þeim kom Mrs. Sigurður Arnason, ásamt syni sín- um. Mr. George Long, verkfræðingur frá Chicago, dvelur í borginni um þessar mundir, ásamt frú sinni og dóttur. Kom George hingað í heimsókn til föður síns, Mr. Berg- sveins Long. Mrs. Ásgeir Guðjohnsen hefir dvalið um hríð á Lundar, ásamt syni sínum, hjá móður sinni, Mrs. Adam Þorgrímsson. GUÐRÚN JÓHANNA BJERRING Þessi urtga og efnilega stúlka er dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. O. Bjerring, 550 Banning St., og stundað hafði nám við Daniel Melntyre miðskólann, hlaut Is- bister verðlaun við vorprófin fyr- ir frábæra ástundun og náms- hæfileika. Mr. B. J. Lifman, oddviti Bifröst i sveitar var staddur í liorginni á miðvikudagsmorguninn. KOSNINGAÚRSLIT 1 ÝMSUM KJÖRDÆMUM Stjómarmenn (kosnir)— Arthur—]. R. Pitt Birtle— F. C. Bell Carillon—E. Prefontaine Cypress—J. L. Ohristie Dufferin—Dr. J. A. Munn Fairford—Stuart Garson, (kosinn án gagnsóknar) Fisher N. V. Bachynsky Gladstone—William Morton Glenwood—James Breakey Iberville—J. L. Lamont Ivakeside—D. L. Campbell I.a\"erandrye—S. Marcoux Morris—Hon. W. R. Clubb ' Mountain—Ivan Schulzt Russell—Hon. I. B. Griffiths Yirden—R. H. Mooney Stjórnarmenn (á undan)— Dauphin—Robert Hawkins Lansdowne^—M. S. Sutherland St. Boniface—L. P. Gagnon St. Rose—Dane McCarthy Springfield—E. S. Shannon thaldsmenn (kosnir)— Brandon—^George Dinsdale Deloraine—Errick F. Willis Killarney—J. B. Laughlin Manitou—H. Morrison Morden-Rhineland—W. C. Miller Portage la Pairie—W. R. Sex- smith Rockwood—Dr. M. T. Lewis Turtle Mountain—A. R. Welch Winnipeg—R. H. Webb thaldsmenn (á undan) — r>eautiful Plains—Dr. J. S. Poole Kiklonan-St. Andrews — J. Mc- Lenaghen Minnedosa—Dr. E. J. Rutledge Norfolk—J. P. Lawrie Swan River—George Renouf Social Credit (kosnir) — Gilbert Plains—Dr. S. W. Fox Hamiota—N. L. Turnbull Roblin—E. S. Rogers St. George—MissS. Halldorson Social Crcdit (á undan) — Ethelbert—William Lisowsky óháður (kosinn) — W/innipeg—L. St. George Stubbs Óháður (á undan)— Emerson—H. H. Wright C.C.F. (kosinn)— Assiniboia—J. Aiken C.C.F. (á undan) — St. Clements—«H. Sulkers Gimli—F. Wawryko Commúnisti (kosinn) — Winnipeg—J. Litterick.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.