Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.08.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. AGCST, 1936. Hógtjcng Gefið út hvern ftmtudag af THE COLUMBIA PRE8S LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LÖ6BERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verf) <3.00 um áriO—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limííed. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Maður, sem vert er að minnaát Þeir eru engan veginn svo fáir, Islend- ingarnir í hinum strjálu nýbygðum vorum vestan liafs, er auðsýnt hafa stofnunum vor- um beggja megin hafsins ra'ktarsemi og ör- læti. Sumra þeirra hefir lítillega verið getið, þó hinir séu vafalaust margfalt fleiri, er tóm- læti samferðamanna hafa hlotið að launum. Einn þeirra manna, er sannað hefir höfð- inglega í verki rækt sína við íslenzkt mann- félag í tveimur heimsálfum, er bændaöldung- urinn Guðni Brynjólfsson, er dvalið hefir langvistum í Lögbergs og Þingvallasveitun- um í Saskatchewan. Þessi ágæti og yfirlætis- lausi maður er fæddur á bænum Kálfhaga í Kaldaðarneshverfi í Árnessýslu þann 27. dag febrúarmánaðar árið 1856. Foreldrar hans voru þau hjónin Brynjólfur Bjarnason frá Laugardælum af hinni merku Laugardælaætt, og Ingibjörg Jónsdóttir Álfssonar úr Saiul- víkurhreppi í sömu sýslu; voru þau merk og mæt hjón; efnahag þeirra var þó þann veg farið, að Guðni fór ekki varhluta af harðrétti í uppvextinum; lærði hann ungur að vinna fyrir sér jöfnum höndum við sjósókn og sveitastörf; síðan hefir honum, ef svo má segja, aklrei sloppið verk úr hendi. Arið 1895 kvongaðist Guðni og gekk að eiga Jóhönnu Magnúsdóttur ættaða úr Rang- árvallasýslu; var hún ekkja. Jóhanna lézt árið 1932, og höfðu þau hjón þá verið þrjátíu og níu ár í farsælu hjónabandi. Guðni Brynjólfsson lét í haf frá íslandi þann 17. júní árið 1893, og lenti í Quebec, eftir rúma mánaðar útivist. 1 Winnipeg dvakli hann svo fram í nóvembermánuð það sama ár, er hann tók sig upp og flutti til Lögbergs og Þingvalla nýbygðanna í Saskatchewan, þar sem heimili hans hefir staðið jafnan síð- an. Þeim hjónum farnaðist vel og komust, í góð efni; trygð þeirra við íslenzkan ættstofn og íslenzkt mannfélag einkendi jafnan athafn- ir þeirra. Guðni skar heldur ekki við nögl sér, er til þess kom að færa íslenzkum mannúðar- stofnunum fórnir. Árið 1917 sendi hann berklavarnarhælinu á Vífilsstöðum 1,000 krónur, og ekki alls fyrir löngu sæmdi hann elliheimilið Betel á Gimli $1,000 gjöf. Þeir eru ekki allir, sem gefa, er .kunna að gefa. Guðni Brynjólfsson kann að gefa; mannúðarmálin hafa ávalt verið honum liug- stæðust, og þessvegna voru það vitaskuld fyrst og fremst mannúðarstofnánirnar, er hann fann sér skvlt að styðja. Guðni Brynjólfsson er maður gerhugall og hleypidómalaus; hann er bjarttrúaður, víðsýnn og þjóðrækinn maður í hinni sönn- ustu og fegurstu merkingu þess hugtaks. Guðni Brynjólfsson var einn þeirra mörgu, er heimsóttu Island í tilefni af Al- þingishátíðinni 1930 og leituðu þangað and- legrar næringar. Nýtt sönglagahefti I landnáminu íslenzka norður við Fljótið, þar sem á Unalandi heitir, örskamt frá River- ton bænum, festi rætur, þroskaðist og dó á bezta skeiði, einn hinn fjölgáfaðasti Islend- ingur vestan hafs, er sögur fara af, Gunn- steinn Eyjólfsson, sagnaskáld og sönglaga höfundur, Norðmýlingur að uppruna. Ekki verður út í þá sálma farið hér hvar hann í rauninni væri sterkastur á svellinu í listrænni vi&leitni sinni; hann var næsta jafnvígur á það flest, er hann fékst við. Smásögur hans, sumar hverjar, eru prýðilega sagðar og hitta vel í mark; þó hefir ritstjóri þessa blaðs það ■inhvernveginn á meðvitundinni, að ef Gunn- steini hefði enzt heilsa og líf, myndi hann ekki ósennilega hafa náð sér betur niðri og rist dýpra í tónum, en á sviði skáldsagnagerðar- innar. Ekki alls fyrir löngu tóku börn Gunn- steins heitins sig saman um að safna í heild nokkrum af sönglögum hans og gefa þau út; nú hefir þessu verið hrundið í framkvæmd og ber það drengilegan vott um lofsverða rækt- arsemi. Ýms lögin í þessu prýðilega hefti, svo sem “Mig hryggir svo margt, sem í hug mín- um felst,” og “Eg uni á flughröðu fleyi,” hafa þegar haslað sér varanlegan völl í með- vitund íslenzku þjóðarinnar, og hin gera það vafalaust líka, er almenningi veitist kostur á að kynnast þeim. Islenzkri söngmenning er ákveðinn gróði að þessu nýja safni. Samkvæmt auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, fæst þetta sönglagahefti Gunnsteins bókaverzlun O. S. Thorgeirssonar, 674 Sar- jent Ave., og hjá dóttur tónskáldsins, frú 'órdísi Thompson í Riverton. Heftið kostar ' fallegri kápu $1.25. Minni Islands AÐ IÐAVELLI, HNAUSUM, 1. AG. 1936. Eftir Dr. Thorberg Tkorvaldson. llerra forseti, herrar mínir og frúr,-*- Það er mér mikil ánægja að vera staddur hér að Iðavelli á þessum hátíðisdegi íslenzka þjóðarbrotsins vestan hafs. Þessi bygð er, ’ield eg, íslenzkari en nokkur önnur íslenzk nýlenda. Það væri því ekki mögulegt að vel.ja stað í þessu landi sem væri betur til þess fallinn að halda íslenzka þjóðhátíð. Þar að auki er það ætíð hátíðisdagur fyrir mig, þeg- ar eg heimsæki þetta bygðarlag. Það eru nú rétt 36 ár síðan eg sem unglingur lagði af stað frá Nýja íslandi. Mér finst eg ætíð kominn eim þegar eg kem til baka. Forstöðunefnd þessa dags hefir sýnt mér nikla sæmd með því að bjóða mér að mæla fvrir minni Islands. Þessi samkoma er hald- n fyrst og fremst til þess að minnast Islands. Sú minning hlýtur að taka sérstakt tillit til ess fólks sem hér er samankomið og sem er if íslenzku bergi brotið. Eg er viss um að, hjá hverjum á sinn hátt, snertir ísland sér- •staklega næma strengi í tilfinningum okkar allra. Fyrir þá, sem voru fæddir á Islandi og ’om lifðu þar barns- og unglingsárin er það máske nóg að nefna Island, til þess að setja í stað ólgandi haf tilfinninga í sambandi við æskudrauma og æskuvonir þeirra. Eða má- ske er mynd sú sem nafnið Island kallar fram af íslenzku sveitinni okkar, af “bláfjalla fjallageimi með heiðjöklahring,” af “hlíð- inni fríðu,” af “skrauti fossa og f jallshlíða,” af liinni “nóttlausu voraldar veröld þar sem víðsýnið skín,” nóg til að fylla hjörtu þeirra með sárri þrá og söknuði. En svo eru þeir sem ekki lifðu æsku sína i íslandi, en sem hafa haft þá ánægju að heimsækja ættlandið. Það kann að vera að Fjallkonan hafi ekki náð eins sterkum tökum á tilfinningum þeirra, að íslenzka skáldlistin og lýsingar skáldanna af náttúrufegurð Is- ands hafi ekki gagntekið þá eins og ef þeir hefðu lifað unglingsárin á Islandi. En sam't er eg viss um að landið og þjóðin geymist í 'iuga þeirra sem einstæð mynd, sem snertir næmar tilfinningar þeirra en nokkur önnur mynd sem hugurinn getur framkallað. En hvað um flest yngra fólkið, sem hér er í dag, sem aldrei hefir séð Island! Hvaða strengi snertir orðið ísland í hjörtum þeirra? Efalaust getur þeirra tilfinningasamband við tsland ekki haft nema að litlu leyti sömu upp- tök og hinna flokkanna, sem eg hefi minst á. En eg álít, og fyrir mínu áliti hefi eg að parti mína eigin reynslu, að orðtakið Island setji á stað tilfinnngar sem auðkenni þau einnig sem íslendinga, þótt þau að öðru leyti séu í fylsta skilningi borgarar þeirra nýja fósturlands. Þó að aðalsamband okkar, sem eldri er- um við' Island sé í gegnum tilfinningalíf okk- ar, þá hlýtur aðalsamband hinnar nýju ís- lenzku kynslóðar í þessu landi að vera í gegn- um þekkingu hennar á Islandi. Og því finst mér að það ætti að vera aðal markmið allrar íslenzkrar þjóðræknis viðleitni hér, og þar með tel eg íslendingadagshald, að styrkja þetta þekkingarsamband hinnar uppvaxandi kvnslóðar við fsland, við íslenzka sögu og ís- lenzka þjóð. Þessvegna ætla eg nú að tala sérstaklega til þeirra af álieyrendunum, sem eru fæddir í þessu landi og vona að eldri kyn- slóðin misvirði þetta ekki. Hver okkar sem les fornsögumar ís- lenzku, hver okkar sem í ungdæmi hlustaði á sagnir úr nútíðar íslenzku þjóðlífi, hefir veitt því eftirtekt hve sterka trú Islendingar, bæði að fornu og nýju, höfðu á því erfðalögmáli að eiginlegleikar hvers manns væru þeir er hann tæki í arf frá forfeðrum sínum, að ekki væri hægt að búast við manndómi meðal niðj- anna, ef forfeðurnir ekki hefðu sýnt af sér manndóm, að það kæmi aldrei svanur úr hrafnseggi. 1 fornsögunum er það þessvegna a>tíð fyrsta spursmálið hvert að einstakling- urinn sé ættstór, hvort hann geti talið til ætt- göfugra frænda. Hugmynd þessi náði bæði til andlegs og líkamlegs atgerfis. Nú víkur því svo við, að nútíðar vísindi hafa komist að .sömu niður- stöðu og forn-lslendingarnir; meira flð segja er hægt, undir vissum kringumstæðum, að reikna út ná- kvæmlega í hvaða hlutföllum vissir eiginlegleikar ganga í erfðir. Auð- vitað kemur arfleifðin vanalega fram í flóknari mynd. Það er samt tvent í þessum visindalegu ályktun- um, sem eg vildi minnast á. Niðj- arnir geta ekki erft eiginlegleika, nema að forfeðurnir hafi haft þá til að bera, og möguleikinn að erfa yfirburði í rikum mæli veltur að mestu leyti á því i hve ríkum mæli forfeðurnir hafa átt þá. Góð lífs- skilyrði geta aðeins hjálpað ein- staklingnum til að þroska þá eigin- legleika sem honum eru meðfæddir, en geta ekki framkallað eiginleg- leika nema að einstaklingurinn hafi erft þá frá forfeðrum sínum. Stundum máske finst okkur, sem höfum alist upp og fengið alla okk- ar inentun i þessu landi, að við séum alveg canadisk, að samband okkar við Island og íslenzka þjóð sé til- viljun ein. En ef við tökum til greina þessar ályktanir nútíðar vís- inda, ályktanir, sem eru viðurkend- ar um allan hinn mentaða heim, þá finnum við að þann dýrmætasta arf sem við eigum, þann eina arf sem er nokkurs virði, höfum við erft frá íslandi og íslenzkri þjóð, og að framtíð okkar í þessu landi er undir því kornin hve vel sá arfur er notað- ur undir lifsskilyrðum þeim, sem Canada býður. En máske við spyrjum: Er and- leg arfleifð okkar þess konar að við getum verið stolt af henni ? Á fyrstu dögum íslendinga vestan hafs voru máske fáeinir, sem efuðust um það, og sem vildu helzt ekki vera þektir sem íslendingar. Nú held eg sá hugsunarháttur sé alveg horfinn. Höfum við þá sem Vestur-lslend- ingar sýkst af þröngsýnu þjóðernis- drambi, þeirri sýki, sem nú virðist þeyta stórþjóðum heimsins áfram til nýrrar styrjaldar? Eða höfum við nú haft betra tækifæri til að meta andlega arfleifð okkar á móts við arfleifð annara þjóða? Eg álít að árangurinn hafi orðið sá síðari. Eg vil því taka til íhugunar, með sérstöku tilliti til erfða. og fram- þróunar-kennniganna, á hve traust- um grundyelli þessi hugmynd sé bygð, að þjóðararfleifð okkar ís- lendinga sé að minsta kosti eins göfug og nokkurrar annarar þjóðar. (Framh.) Þess verður getið sem gjört er Af þvi eg býst við að ýmsir ai lesendum íslenzku blaðanna hafi gaman af að frétta hvað er á dag- skrá i hinum dreifðu bygðum ís- lendinga, vil eg nú gefa Lögbergi fregnir úr þjóðlífi þessa héraðs hin síðustu missiri. Félagslíf hverrar sveitar er þýðingarmikið málefni, þvi það er samvaxið siðferði og háttum fólksins, og ekki sizt ungu og uppvaxandi kynslóðarinnar. Frá byrjun ársins voru við og við haldnar dansssamkomur og spila- samkomur á kvöldin, til að gleðja fólk í skammdegis og kulda-kyr- stöðunni, sem ávalt er fremur þvingandi. En seint í marzmánuði, þegar vetrarvertíð lauk, héldu fiskimenn- irnir okkar — þessir ungu ofurhug- ar, sem. berjast hart við óblíðu nátt- úrunnar — fjölmenna samkomu og veizlu þar sem allir voru velkomnir að gleðja sig með þeim á þeirra kostnað. Það var virt að verðleik- um og drengjunum fagnað af vin- um þeirra og vinstúlkum, eftir góða vertíð og langa útivist á Manitoba- vatni. Snemma í vor kom hingað söng- sveit sunnan úr Bandaríkjum, þeir eru hjarðsveinar (cowboys) mjög rómaðir og draga ætíð að sér fjölda fólks, sem þykir hrífandi að dansa eftir svo fögrum söng. Nokkrir ls- lendingar spila í flokknum; víðast hvar þykja þeir liðgengir. Sá flokk- Borgarabréf Ábirgðaskírteini Eignabréf THE Verðmæt bréf sem þessi ættu ekki að vera geymd heima, þar sem hægt er að stela þeim, eða þau geta brunnið, eða glatast sak- ir óvarfærni. — Geymið þau í ÖRYGGIS- SKÁP YÐAR í næsta útibúi The Royal Bank of Canada. Eitt slíkt örugt hólf er í rauninni einka ör- yggishólf, sem þér eigið, gert af stáli og geymt á banka. Það er öruggur staður fyr- ir skjöl yðar vegna þess að enginn annar getur opnað hann. Forstjóri Royal Bank útvegar yður með ánægju eitt þessara hólfa. Kostnaðurinn er smávægilegur — minna en cent á dag. ROYAL BANK O F CANADA Eignir yfir $800,000,000 ur kemur hingað árlega og fær góð- Eg var fjarstaddur því hófi, og get ar viðtökur. því ekki greint það nánar. Sunnudaginn 21. júní hélt Sam- bandssöfnuðurinn á Lundar veglegt gullbrúðkaup fyrir hjónin öldruðu Sigurjón Jónsson og konu hans, bæði ættuð frá Hafnarfirði á Is- landi. Þau hjón eru mjög vinsæl, og hafa búið hér um 40 ár, með sæmd og heiðri, enda kom mikill fjöldi fólks saman til að gleðja gömlu hjónin á þeirra 50 ára heiðursdegi, og færðu þeirn að gjöf góða gripi; gullúr og góða klukku. Hinn prúði prestur, séra Guðmundur Árnason, stjórnaði samkvæminu og flutti minningarræðu og nokkrir fleiri tóku til máls að árna þeim heilla. Tveir hagyrðingar fluttu þeim kvæði, herra Vigfús Guttormsson stjórnaði fjölmennum söngflokk, sem hann hefir æft í sumar, 32 mönnum og konum, sem sungu prýðilega fögur islenzk þjóðlög. Vigfús er fjölkunnugur og listfeng- ur .söngstjóri, það get eg hiklaust fullyrt. Kvenfélagið “Eining” hélt svo rausnarlega veizlu brúðkaupsgest- unum, og settu brúðhjónin í önd- vegi að norrænum. sið, með börn sín og vini til beggja handa. Öll var sú athöfn “Eining” til sóma. • Snemma í júlí sóttu oss heim og settu hér þing fulltrúar íslenzku kvenfélaganna i Canada; bæði kven- félögin hér, “Björk” og “Eining,” höfðu mikinn viðbúnað og létu sér á allan hátt ant um að hinir göfugu gestir, hefðu bæði gleði og ánægju af heimsókninni. Að endingu var eins og fyrri daginn slegið upp stór- veizlu i skógarlundinum hjá kirkj- unni, undir beru lofti. Þar var sannarlega yndislegt kvöld, glaða tunglsljós og svalur andvari og hressandi skógarilmur í garðinum, en söngflokkur undir stjórn Vigfús- ar söng alt kvöldið norræn kvæði, af hug og sál. Þá kom mér í h.ug það sem Matthías Jochumsson orti fyrir munn agentsins frá Ameriku: “Þar finst engum æfin löng, allir teljast jafnir, og verða loks með svásum söng í silfurkistum grafnir.” Síðan hefir Sambandssöfnuður hér á Lundar, ásamt kvenfélaginu “Eining,” haldið einum af sínum safnaðarbræðrum fagra minningar- hátíð, silfur-brúðkaup. Það voru hjónin Ingimundur Sigurðsson og Ásta Jóhannsdóttir Straumf jörð; um nafn Jóhanns hvílir helgiblær hér í vatnabygðum, því hann var af- bragðsmaður í hvívetna, en fyrir skömmu látinn. Hjónunum Ingimundi og Ástu voru gefnir fríðir gripir til minja. Ekki má ganga fram hjá íþrótta- mótunum; þau byrjuðu hér 25. maí og stóðu yfir í 2 mánuði; þau hafa eitt samband með sér á þessari braut, nefnilega Oak Point og Gypsumville járnbraut, þó sóttu fleiri flokkar hingað til að keppa um verðlaunin, sem voru frá 30-60 dollarar á hverjum stað. Eitt slíkt íþróttamót var hér á Lundar 9. júlí, og var fjölsótt, þrátt fyrir megnan sólarhita; þar var að- dáanlegt að horfa á ungu kynslóðina skemta sér við margskonar íþróttir og Ieiki og gleðja sig á milli þátta, við gullnar veigar. Þessir dagar eru sérstaklega börn- unum eftirsóknarverðir, þar fá þau frían aðgang og frelsi til að taka þátt í öllu, sem fram fer, og úrval af alls konar góðgæti, og þau sýndu það líka hérna, að þau voru góðs verð, siðgæðið var svo gott, að eg gat leikið mér með þeim allan dag- inn, en átti að sjá um að siðareglum þeim væri fylgt, sem forstöðunefnd dagsins setti. Eg horfði á úrslitaleik beztu Base- ball flokkanna; þeir háðu 14 hildar. leiki, og annar þeirra náði aðeins 1 marki, sem leit út fyrir að væri til- viljun, svo voru þeir jafnir; annar sá flokkur var íslendingar frá Siglu- nesi, en hinn frá Winnipeg, líkl. úr- val úr öllu fylkinu. Þeir, sem þekkja þann harðfenga og listhæfa leik, geta eigi annað en dáðst að slikri útkomu, enda hróp- uðu báðir húrra hvor fyrir öðrum, og náttúrlega allir aðrir íþróttamenn er þar voru staddir. Enginn maður sást ölvaður þann úag, og ekkert slys varð hér, og iná það gott heita, því bjórinn fossaði allan daginn til miðnættis; eg var viðstaddur útgönguathöfnina, og þurfti engan mann út að styðja, þeir fáu, sem Bakkus hafði sigrað voru heim leiddir af bræðrum sínum. Þegar er rökkva tók var opnaður danssalurinn og hljóðfærasveitin seiddi að sér ungmeyjaskarann, og ekki :stóð á ungu mönnunum að nota tækifærið að kjósa sér dansmey, og svífa þar í Sjafnardraum um sal- inn og stíga dansinn eftir marg- raddaðri músík, þar til næsti dagur heilsaði með nýjum kröfum. En minningin unaðslega er eftir; þvi getur margur sagt eins og Sig- uður Breiðfjörð: “Þegar eg tók í hrunda hönd með hægu glingri, fanst mér, meðan eg var yngri, eldur loga á hverjum fingri.” 3. ágúst, 1936. Sigurður Baldvinsson, Lundar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.