Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 2
o LÖGBEIIG, FIMTUDAGINN 10. SEPTEMBER, 1936 NÍUNDI FUNDUR Kl. 1.30 e. h. sama dag. Sunginn var i fundarbyrjun sál-murinn 21, “Virztu, GuÖ, aö vernda og styrkja vora þjóð og gef oss friÖ.” Fyrir lá, á ný, 6. mál á dagsskrá: Fjármál. Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagÖi S. J. Sigmar fram þessa skýrslu: Fjármálanefnd kirkjuþingsins leyfir sér að leggja fram eftir. fylgjandi tillögur: (1) Að féhirðir kirkjufélagsins greiði $400.00 úr kirkju- félagssjóði í sjóð erlends trúboðs eins fljótt og ástæður leyfa, samkvæmt samþykt þeirri, er gjorÖ var á síðasta kirkjuþingi. (2) AÖ samanlögð ársgjöld safnaða kirkjufélagsins í kirkju- félagssjóð séu eins og að undanförnu, $600.00. (3) Að fjárbeiðni milliþinganefndar í ungmennamálunum sé vísað til framkvæmdarnefndarinnar. (4) Nefndinni virðist það mjög.æskilegt að söfnuðir kirkju- félagsins reyndu til að auka tillög sin í trúboðssjóðina báða, ef á- stæður heima fyrir gjöra það mögulegt. (5) Nefndin vill ennfremur benda á það, að það væri heppi- legt að stofna sérstakan útgáfusjóð ef þess væri kostur. (6) Að þetta þing votti yfirskoðunarmönnum kirkjufélags- ins, T. E. Thorsteinson og F. Thordarson. innilegt þakklæti fyrir það mikla og vandasama starf, er þeir hafa leyst af hendi, án end- urgjalds. S. J. Sigmar Mrs. S. IV. Sigurgeirsson Wm. Sigurdson Snœbjörn S. Johnson A. R. Johnson. Skýrslan var tekin fyrir lið fyrir lið. 1. liður, 2., 3. og 4. liður allir samþyktir. Um 5. lið urðu allmiklar umræður. Loks gerði S. O. Bjerring þ.á tillögu, er dr. B. B. Jónsson studdi, að fyrir framan “útgáfu- sjóð" komi orðið “sálmabókar.” Var breytingartillagan borin undir atkvæði og feld. Var liöurinn siÖan, óbreyttur, borinn undir atkvæði og feldur. 6. liður var samþyktur. Var síðan skýrslan, með áorðinni breytingu, borinn undir atkvæði og samþykt. Þá lá fyrir 10. mál á dagsskrá: Ensk þýðing á lögum kirkjufclagsins og frumvarpi til safnaðarlaga. Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði séra B. Theodore Sigurðsson fram þessa skýrslu: Fimtugasta og annaö ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Veáturheimi Haldið í Árbarg, Manitoba, 18. til 22. júní 1936. Samþykt var að taka skýrsluna fyrir lið fyrir lið. 1. liður var samþyktur. \ ar skýrslan og málið í heild sinni síðan rætt af fjöri og áhuga. Að því búnu voru 2., 3., 4. og 5. liður allir samþyktir. Skýrsl- an síðan í heild sinni samþykt. Málið þar með afgreitt á þessu þingi,— Þá er hér var komið, var timi til kominn að slíta fundi, en séra N. S. Thorláksson bað um leyfi að mega flytja erindi, ev mundi vara í hér um bil 10 mínútur. Var það leyft í e. hlj. með samróma samþykki þingmanna í sætum sinum. Flutti þá séra Steingrímur skörulegt, stutt erindi, er hann nefndi: “Þarfasti þjónninn.” Sagðist hann velja erindinu þetta nafn, er verið hefði fyrirsögn á vel þektum fyrirlestri um íslenzka hesta, með sérstöku augnamiði. Uér ætti hann við Sameininguna, er nú væri 50 ára gömul, og hefði þjónað kirkjufélaginu þannig i hálfa öld. Var erindið hið bezta. Óskaði fyrirlesarinn, að blaðið kæmist inn á hvert íslenzkt heimili hér vestra og skoraði á þingmenn, að styðja að því, að það mætti verða. Mintist einnig á að stækka blaðið því nóg væri af góðu efni í það að láta. Að þessu loknu var sunginn sálmurinn 42, “Mitt höfuð, Guð, eg hneigi,” og fundi síðan slitið kl. 6:15 e. h. Næsti fundur, sem er trúmálafundur þingsins, var auglýstur á sunnudagskvöld kl. 8:30 e. h,-— * * * Ungmennamót fór fram í kirkju Árdalssafnaðar á laugardags- kvöld, þ. 20. júní, og hóf st um kl. 8 e. h. Byrjaði það með því að forseti kirkjufélagsins skýrði frá, að það væri orðin venja á kirkjuþingum, að helga eitt kvöld þingsins starfsemi unga fólksins. Kallaði hann síðan á séra E. H. Fáfnis, formann milliþinganefndar í þvi máli, og bað hann ráðstafa þessu móti og fyrirkomulagi þess, eftir þeim reglurn, er fyrirhugaðar mundu vera. Skýrði þá séra E. H. Fáfnis frá, að forseti Ung- mennafélags Ardalssafnaðar, Gissur Elíasson, yrði forseti mótsins og bað hann taka við stjórn þess. Var þá byrjað með því að séra S. Ólafsson flutti bæn. Að því búnu sungu allir sálminn 89, “Syng Guði dýrð, hans dýrkeypt hjörð,” og fundarforseti flutti stutt ávarp um mótið og fyrirkomu. lag þess. Þá spilaði Baklur Guttormsson píanó sóló, og að því búnu kallaði forseti á séra E. H. Fáfnis til að syngja sóló. Skýrði séra Egill frá, að í kirkjunni væru stödd hjón ein, búsett í Árborg, er hann ætti meira að Jiakka en öllum öðrum vestanhafs fyrir það hvað sér hefði gengið að verða að manni. Þessi hjón væru Mr. og Mrs. Árni Bjarnarson. Ætlaði hann því að syngja tvö lög, er þau hjón hefðu valið honum til að syngja. Söng hann þá fyrst “Um sumardag er sólin skín” og síðan “Blessuð sértu sveitin mín,” en Miss Maria Bjarnason, dóttir hjóna þessara, spilaði undir á píanó. Þá kom næst fjórraddaður söngur, er fjórir ungir menn sungu, þeir Herman og Thór Fjeldsted og Gissur og Marinó Elíasson. Við hljóðfærið var Mrs. S. A. Sigurðson, organisti Ar- dalssafnaðar. Að því búnu flutti séra B. Theodore Sigurðsson ræðu á ensku, en þeir Fjeldsteds-bræður sungu tvísöng. Að tvísöng þeim lokn- um flutti séra H. Sigmar íslenzka ræðu. Þá spilaði Jóhannes Pálsson fíólín-sóló, og svo aðra, og var heimtur fram til að spila þá þriðju. Við hljóðfærið var Baldur Guttormsson. Þeir ungu menn báðir kirkjuþingsmenn Geysissafnaðar. Þá flutti dr. E. T. Horn ræðu um erfiðleika unga fólksins í Japan, en séra Egill söng sönginn: “Going Home.” Endaði mótið með því að allir risu úr sætum og sungu fyrsta versið af enska, fræga sálminum: “Abide With Me.” Var þá klukkan orðin um 10:40 e. h. Samkoman tókst afbragðs vel. Ræður, ;söngur og hljóðfærasláttur alt í bezta lagi, og sumt af því leyst af hendi með frábærri list, og öll hlutverkin unnin með svo góðri kunnáttu, að unun var á að hlýða. Aðsókn var feiknamikil. Var það einróma álit áheyrenda, að mótið hefði verið frábærlega ánægjulegt. Mcssur og skcintimót. Sunnudaginn þ. 21. júní fóru fram messur i öllum kirkjum og -söfnuðum Árdals prestakalls. Voru aðkomuprestar tveir og tveir á hverjum stað, annar fyrir altari en hinn sté í stólinn. Seinni part dags var skemtimót að “Iðavöllum” í Breiðuvík. Stýrði því séra K. K. Ólafson, eftir tilmælum sóknarprests. Fóru þar fram bæði söngur og stuttar tölur, er aðkomnir kirkjuþings- menn og gestir fluttu. Að því búnu þáðu gestir mótsins rausnar- legar veitingar í samkomusal Breiðvíkinga. Var fjöldi manns i þessari för. Veður var hið inndælasta og tókst skemtirhótið hið ákjósanlegasta. SJÖUNDI FUNDUR Þ. 21. júní, kl. 8.30 e. h. Þetta var trúmálafundur þingsins. Byrjað var með því að forseti lét syngja sálminn 76, “Þinn andi, Guð, til Jesú Krists mig kalli,” en séra G. Guttormsson flutti bæn. Umræðuefni fundarins var “Þörfin á trúarlegri og siðferðis- legri vakning.” Flutti séra Jóhann Bjarnason inngangsræðuna með skrifuðu erindi, er hann las upp. Að þvi búnu fóru fram umræður um málið, er voru bundnar við 5 mínútur hver, samkvæmt sam- þykt fundarins. Tóku þá til máls séra G. P. Johnson, Jón S. Gillis, séra Jóhann Friðriksson, dr. B. B. Jónsson, séra G. Guttorinsson, séra K. K. Óiafson og Magnús Sigurðsson, sem ekki er kirkju- þingsmaður, en talaði með leyfi forseta. Héldu umræður áfram þar til kl. 10:13 e. h. Var þá sam- þykt að slíta fundi. Sunginn var sálmurinn 245: “Gegnum hættur, gegnum neyð,” blessan lýst af forseta og fundi síðan slitið. Næsti fundur fyrirhugaður kl. 9 að morgni næsta dag.— ÁTTUNDI FUNDUD Þ. 22. júní, kl. 9 f. h. Fundurinn hófst með guðræknisstund undir umsjón séra G. P. Johnson. Gjörðabók 5., 6. og 7. fundar lesin og staðfest. Samkvæmt núverandi þingreglum lágu fyrir kosningar em- bættismanna. Fór kosning forseta, skrifara og fáhirðis fram án útnefndinga, eins og reglur mæla nú fyrir. Gæzlumenn kosninga voru tilnefndir þeir Baldur Guttorms- so, Jón H. Johnson, Jóhannes Pálsson og Thos S. Halldórson. Þá var gengið að því að kjósa forseta. Við fyrstu atkvæða- greiðslu hlaut séra K. K. Ólafson 44 atkv., séra H. Sigmar 10, dr. B. B. Jónsson 2, séra R. Marteinsson 1 og séra E. H. Fáfnis 1 atkv. — Var séra K. K. Ólafson þá lýstur réttilega endurkosinn forseti kirkjufélagsins fyrir komandi ár. Þá fór fram kosning skrifara. Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlaut séra Jóhann Bjarnason 55 atkvæði, séra E. H. Fáfnis 4, séra Sigurður Ólafsson 1 og séra H. Sigmar 1 atkv. Var séra Jóharyi Bjarnason þá lýstur réttilega endurkosinn skrifari kirkjufélags- ins fyrir komandi ár. Þá fór fram kosning féhirÖis. Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlaut S. O. Bjerring 57 atkvæði og séra Sig. Ólafsson 1 atkv. Var S. O. Bjerring þá lýstur réttilega endurkosinn féhirðir kirkju- félagsins fyrir komandi ár. Þá lá fyrir kosning vara-forseta. Tilnefndir voru séra H. Sigmar og séra Sig. Ólafsson. Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlaut séra Sigurður Ólafsson 41 atkv., en séra H. Sigmar 21 atkv. Var séra Sig. Ólafsson þá lýstur réttilega kosinn vara-forseti kirkjufélagsins fyrir komandi ár. Vara-skriíari var endurkosinn í e. hlj., séra E. H. Fáfnis. Vara-féhirðir var endukosinn í e. hlj., A. C. Johmson. Þá fór fram kosning í framkvæmdanefnd, er skipi þá nefnd með forseta. Kosnir voru: séra H. Sigmar, séra Sig. Ólafsson, séra E. H. Fáfnis, séra B. Theodore Sigurðsson, S. O. Bjerring og séra Jóhann Bjarnason. í Betel-nefnd voru endurkosnir, í e. hlj., til þriggja ára, þeir dr. B. J. Brandson og dr. B. H. Olson. Ráðsmaður kirkjubyggingasjóðs var endurkosinn, í e. hlj., S. O. Bjerring. Yfirskoðunarmenn voru endurkosnir í e. hlj., þeir T. E. Thorsteinson og F. Thordarson. Þá var kosin ungmennafélaga milliþinganefnd. Voru fimrn tilnefndir en nefndin þriggja manna nefnd. Kosið var á seðlum. Hlutu kosningu Jieir séra E. H. Fáfnis, Ásgeir Bardal og H. Sigmar, Jr. Þá lá fyrir, á ný 1. mál á dagsskrá: H eimatrúboð. 1 sambandi við það mál las séra Sig. Ólaf sson upp bréf frá F. O. Lyngdal, á Gimli, er snertir heimatrúboð kirkjufélagsins. Að þvi búnu lagði séra Sigurður fram fyrir hönd þitignefndar í heimatrúboðsmálinu, Jiessa skýrslu: Nefndin í heimatrúboðsmálinu lýsir ánægju sinni yfir þvi spori, sem íslenzku söfnuðirnir í Saskatchewan-fylki eru nú að stíga, með því að sameina sig um prestköllun. Nefndin leyfir sér að benda á hve óviðeigandi það sé að prestar, séu ráðnir frá ári til árs í senn, og telur það fyrirkomulag hafa hindrandi áhrif á framtök í safnaðarstarfi. Einnig álítur nefndin að þriggja mánaða fyrirvari muni heppilegri, en sex mán- aða, er breyting á prestsþjónustu á sér stað hjá söfnuðum. (1) Nefndin leggur til, að séra K. K. Ólafssyni sé borgaður ferðakostnaður til starfs á þessu sumri, eftir samkomulagi við fólk á prestlausum svæðum. (2) Að framkvæmdarnefnd sé falið að annast heimatrú- boðsstarfið á árinu, og noti til þess þá starfskrafta, sem fyrir hendi eru, eftir því sem efni og ástæður leyfa. (3) Að söfnuðir og einstaklingar séu hvattir til þess að styrkja heimatrúboðið eftir því sem að unt er. Jónas Th. Jónasson Björn S. Johnson W. G. Hillman S. Ólafsson. Var málið rætt allmikið og af áhuga. Tóku margir til máls. Loks gerði dr. B. B. Jónsson þá tillögu, er studd var af mörgum, að nefndarálitið sé samþykt í einu lagi. Var það samþykt, og málið þar með afgreitt á þessu þingi. Þá lá fyrir, á ný, 5. mál á dagsskrá: / Útgáfumál. Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði J. J. Vopni fram þessa skýrslu: Háttvirti forseti:— Útgáfumál vor eru nú, sem svo margt annað á tímamótum. Þar sem nýi timinn er í undirbúningi að taka við af því sem nú er og verið hefir. Vor þjóð í þessu landi er af eðlilegum ástæðum á hraðri ferð inn í þá heild, sem á sínum tima mun verða til. Nefndin finnur til þess að brýn þörf er á, að kirkjufélag^ vort gefi út á prent á ensku, eitthvað það, sem gæti tengt saman þessi tímabil, svo að óslitið samband mætti takast. Þó sjáum vér oss ekki fært að leggja fyrir þetta þing tillögu i þessu máli, en viljum fela framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins mál- ið á hendur til yfirvegunar og mælast til þess að hún taki ákvarð- anir til afgreiðslu á næsta þingi. Nefndin mælir með tillögum þeim, er hér fara á eftir: (1) Að Sameiningin sé gefin út óbreytt og seld á einn doll- ar árgangurinn. (2) Ráðsmaður blaðsins hefir starfað dyggilega að út- breiðslu og innköllun blaðsins að undanförnu. Nefndin hefir á- stæðu til þess að vona að það starf beri ávöxt í nálægri framtíð. Vér mælum með því að Mrs. B, S. Benson sé vottað þakklæti þingsins og endurkosin. (3) Að ráðsmanni Blaðsins sé veitt umboð og er hér með veitt umboð til þess að nema burt $132.00 af ógreiddum skuldum fyrir blaðið, samkvæmt skýrslu, er hann hefir lagt fyrir þingið Jiví viðvíkjandi. (4) Að kostaboð þau, er samþykt voru á þingi 1934, við- víkjandi innköllun fyrir blaðið standi óbreytt. Að þingið þakki ritstjórum blaðsins og mæli með að þeir séu endurkosnir. (6) Að framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins sé falin útgáfa gjörðabókar þingsis að öllu leyti. (7) Að framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins sé falið að láta sérprenta samþyktir síðasta kirkjuþings, “Kristindómur og mann. félagsmál,” og ráðsmanni Sameiningarinnar sé falið að annast um útbreiðslu þess meðal allra safnaða kirkjufélagsins. (8) Að féhirðir kirkjufélagsins geri hitt hið ýtrasta til þess að selja Minninðarritin og Gjörðabók þessa þings og leiti sér að- stoðar hjá leikmönnum og prestum í öllum söfnuðum voru-m. (9) Að með því að Sameiningin hefir nú verið innbundin frá byrjun, þá leggjum vér til að kirkjufélagið gefi Jóns Bjarna- sonar skóla eintak af blaðinu, bundið í bækur af hæfilegri stærð, frá byrjun, þegar kringumstæður leyfa. Einnig að ráðsmaður Sameiningarinnar auglýsi í blaðinu, að bækur þessar fáist fyrir $25.00, innbundnar frá byrjun. Og annað slikt innbundið safn sé gefið háskóla Manitoba til The Olson Islandic Library. Á kirkjuþingi að Árborg, Manitoba, 22. júní 1936. Johfí J. Vopni B. T. Benson Sigríður Tergesen H. J. Helgason Wm. Jónas Sturlaugson. Skýrslan var tekin fyrir lið fyrir lið. 1. liður var samþyktur. 2. liður sömuleiðis 3., 4., 5., 6., 7., 8. og 9. liður allir samþyktir. Var skýrslan síðan borin undir atkvæði i heild sinni og samþykt. Var málið þar með afgreitt af þinginu. Þá var sungið fyrsta versið af sálminu 253, “Ó, þá náð að eiga Jesúm,” og fundi síðan slitið klukkan rúmlega 12 á hádegi. — Næsti fundur fyrirhugaður kl. 1.30 e. h. sama dag. Nefndin, sem skipuð var í þessu máli, leyfir sér að leggja fyrir Jiing eftirfylgjandi álit:— Nefndin finnur til þess, að þörfin, hvað enska þýðing á lög- um kirkjufélagsins snertir, hefir vaxið með hverju ári. Vér finn- um einnig að fjárhags kringumstæður kirkjufélagsins leyfa það ekki að ráðist verði út i stórt útgáfumál í þessu sambandi. Vér leyfum oss þarfafleiðandi að leggja til, að þriggja manna milliþinganefnd sé sett til þess að annast yfirskoðun og þýðing á lögum kírkjufélagsins og að sú yfirskoðuð þýðing verði lögð fyrir næsta kirkjuþing. W. C. Christophérson Mrs. W. E. Bell J. Halldorson Baldur Guttormsson B. Theo. Sigurðsson. Skýrslan var borin undir atkvæði og samþykt. Kosnir í nefnd þá, er skýrslan leggur til að sjái um þýðinguna, voru þeir dr. B. B. Jónsson, séra N. S. Thorláksson og séra R. Marteinsson. Þá lá fyrir 11. mál á dagsskrá: Afstaða kirkjufclagsins við mannfélagsmál. Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði dr. B. B. Jónssön fram þessa skýrslu: Nefndin skýrskotar til umræðna þeirra, sem átt hafa sér stað hér í þinginu og vonast til að áhrif af þeim berist út um bygðir. í öðru lagi skýrskotar nefndin til samþyktar þeirrar, er gjörð var á síðasta kirkjuþingi. Hún leggur til að sú isamþykt sé enn talin gilda sem aðstaða kirkjufélagsins við mannfélagsmálin, en telur jafnframt sjálfsagt, að kirkjufélagið geri sér æ ljósari grein fyrir hinni miklu skyldu, >sem nú hvílir á kristnum mönnum, að beita anda og kenningu Krists til umbóta og viðreisnar í mannfé- laginu með það sifelt fyrir augum að fyrirheiti Krists um Guðs- ríki hér á jörðu rætist um síðir. Sérstaklega er skorað á prestana að halda uppi boðskap Krists um bræðralag manna og alheimsfrið. B. B. Jónsson H. J. Helgason. Var skýrslan lesin og síðan borin undir atkvæði og samþykt í e. 'hlj. Á meðan beðið var eftir hlutverki úr höndum þingnefnda, er voru í þann veginn að ljúka störfum sínum, fékk Snæbjörn S. Johnson leyfi til að minnast á fjármál, með sérstöku tilliti til f jár- framlaga kirkjufélagsins til kristniboðs í útlöndum. Óskaði ræðu. imaður að sjá þau fjárframlög meiri en nú væri. Mælti hann með að ræða dr. E. T. Horn, um trúboðsstarfið í Japan, væri birt i íslenzkri þýðing, ef unt væri. Þá var tekið fyrir 13 mál á dagsskrá: Bindindi. Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði séra E. H. Fáfnis fram þessa skýrslu: Nefndin i bindindismálinu leyfir sér að bera fram eftirfarandi tillögur til þingsályktunar: (1) Þinginu eru augljósir þeir straumar óhamingju, sem vínnautn og vínverslun öll veitir yfir okkar mentaða heim og finnur til þess að flóð þeirrar óhamingju er gagnstætt og hindrar útbreiðslu sannrar kristni og kristindóms. (2) Þingið votta þakkir sínar öllum þeim félögum, bæði í Canada og Bandarikjum Norður Ameríku, sem unnið hafa að efl- ingu kristilegs siðgæðis og útrýming vínnautnar úr mannfélagi voru og óskar þeim blessunar í starfi sínu. (3) Þingið skorar á presta sína, að flytja vakningarorð, er hvetji og laði hugi allra manna og kvenna til starfs, málinu til stuðnings og eflingar, Ennfremur að safnaðarfólk alt láti sig málið sem mestu varða. Að sunnudagaskólarnir helgi einn sunnu- dag á ári, bindindismálinu, líkt og “Temperance Sunday" í öðrum kirkjum. (4) Þingið biður vara-skrifara sinn að skrifa 'hinum helztu bindindisfélögum Canada og Bandarikjanna um þingsályktanir þessar, svo ályktanir þessar .megi verða þeim til uppörfunar og hvatningar. V. Björn Melsted Rósa Thorstcinsson E. H. Fáfnis Skýrslan var tekin fyrir lið fyrir lið. 1. liður og 2. báðir sam- þyktir. Um 3. lið urðu allmiklar umæður, en var siðan samþyktur. 4. liður var samþyktur. Nefndaálitið siðan i heild sinni samþykt, og málið þar með afgreitt á þessu þingi. Þá lá fyrir 12. mál á dagsskrá: Prestafundir. Fyrir hönd þingnefndar i því máli lagði Jónas Th. Jónasson fram þessa skýrslu: (

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.