Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. SEPTEMBER, 1936 Hjöfitjerg GeflB út hvern fimtudag af THE COLUMRIA PRES8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO 53.00 urn driS—Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limííed, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Safnaðarafmœlis minát SíSastliðinn sunnudag var hátíðlegt hald- ið hálfrar aldar afmæli Vídalíns safnaðar í North Dakota; hófst hátíðarhaldið með guðs- þjónustu í kirkju safnaðarins, er tveir prestar tóku þátt í, þeir séra K. K. Ólafsson forseti kirkjufélagsins og séra Hans B. Thorgrím- sen; mælti séra Kristinn á enska tungu, en séra Hans á íslenzku; söngur mikill og hátíð- legur. Að aflokinni guðsþjónustugerð, streymdu kirkjugestir og fjöldi annars fólks til Akra, þar sem siegið var upp veizlu mikilli í sam- komuhúsi þorpsins; mun nærri láta að komið hafi þar saman um 5 hundruð manns; skemti- skrá fjölbreytt og veitingar hinar ríkmannleg- ustu. Forseti Vídalínssafnaðar, hr. Tryggvi Anderson, setti samkomuna og bauð gesti vel- komna með stuttri en prýðilegri ræðu, en að því bónu tók prestur safnaðarins, séra Har- ahlur Sigmar við veizlustjórn, og fórst hið ljúfmannlegasta úr hendi. Til máls tóku |>ví næst Guðmundur Ejn- arsson, séra Hans B. Thorgrímsen, séra N. S. Thorláksson, er sérstaklega helgaði mál sitt starfsemi kvenfélags safnaðarins, séra K. K. Ólafson, J. S. Gillis, séra Haraldur Sigmar (hvatningarorð til ungmenna), Bjarni Dal- sted og Einar P. Jónsson. Með söng skemti stúlknakór úr söfnuðinum, séra Hans og börn hans, og Mrs. Sigmar, er söng tvo einsöngva, annan á íslenzku en hinn á ensku. Auk þess var sunginn fjöldinn allur af íslenzkum þjóð- söngvum inn á milli annara atriða skemti- skrárinnar. Er hér var komið skemtiskrá reis hr. Tryggvi Anderson úr sæti og mintist þess með einkar hlýlegum orðum, að einmitt þenna sama dag ætti séra Sigmar tíu ára prests- þjónustu afmæli í North Dakota; væri sókn- arbörnum hans ljúft að minnast þess og vildu því vinir prestshjónanna sýna þeim með gjöf- um, er hann nú afhenti, verðskuldaðan virð- ingarvott; var ræðu Mr. Andersons tekið með fögnuði miklum, en þau hjónin þökkuðu hvort um sig gjafirnar og þá góðvild alla, er til grundvallar lægi. Séra Haraldur er í hópi vorra ágætustu og þörfustu manna; hreinlundaður, góðvilj- aður og ræktarsamur um starf sitt í hvaða formi sem er. Um prestskonuna má það endurtaka, er mælt var um Bergþóru forðum, að hún sé drengur góður. Heimili þeirra Sigmars hjóna er regluleg fyrirmynd; vermi- reitur, helgaður kærleika, góðvild og gleði. Alveg óviðjafnanlegt ánægjuefni var það, að horfa á, hlusta á, og tala við sr. Hans, þenna glæsilega en aldurhnigna aðalsmann, er enn má haukfrár kallast, þrátt fyrir áttatíu og þrjú aldursár. Nautn var líka í því, að veita athygli séra Steingrími áttræðum, ið- andi af lífsgleði og fjöri. Mikið eiga þeir skapara sínum að þakka, er þannig horfast í augu við níunda áratuginn og keikir bíða at- lögunnar hinstu; samferðásveitin á mikið að þakka líka.— “Veiztu vinur hvar verðug lofdýrðar gestrisnin á guðastóli situr? Vér förum aldrei svo um hinar yndislegu bygðir Islendinga í North Dakota, að þessar ljóðlínur Sigurðar Breiðfjörð rifjist ekki upp í huga vorum, þó þær vitaskuld geri það víð- ar.— Dakotabygðirnar áttu við raman reip að draga í sumar vegna ofþurka; uppskera varð víðasthvar þar af leiðandi rýr; lengi vel var þar því dapurlegt um að líta. Nú upp á síð- kastið gerði steypiregn, er varð þess vald andi, að jörðin er iðjagræn í hvaða átt sem litið var, hagar góðir og nýgróður mikill, þar sem fyrir hálfum mánuði sázt ekki stingandi strá. Það var engu líkara en með byrjun yfirstandandi mánaðar væri sjálft vorið að ganga þarna í garð með grátvakin gróðrar- mögn í fangi sínu. Lækningar á ríkiskoátnað Úr borg og bygð Eftir G. B. Reed, prófessor við Queens háskólann. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Ef það kemur fyrir að hjúkrunarkonurn- ar eða læknarnir verða vör við sjúkdóm eða veiklun í einhver ju barninu, sem ekki sé hægt að lækna þar, þá er barnið tafarlaust flutt á aðalheilbrigðisstöðvarnar eða á spítala. Sér- staklega er þetta gert, tafarlaust, ef um sótt- nauna veiki er að ræða. Læknarnir á barnastöðvunum vinna í fé- lagi og samráði við verksmiðjulæknana, að því er snertir heilsusamlegt fyrirkomulag og eftirlit með heilsu mæðranna. Sjálfir eiga þeir að líta eftir heimilum og húsakynnum, sem börnin koma frá, er þeir hafa undfr sinni umsjá. Skólalæknar og hjúkrunarkonur við skól- ana hafa sams konar skyldum að gegna við- víkjandi börnum á skólaaldri. Sökum þess að börnin á alþýðuskólunum hafa venjulega tvær máltíðir í skólunum sjálfum, er það miklu auðveldara á líússlandi en annarsstaðar að líta eftir heilsu þeirra. 1 viðbót við reglulegar læknaskoðanir á vissum tímum eru ýmsar reglur, sem fram- fylgt er stranglega og undantekningarlaust; þar á meðal er bólusetning og innspýting við barnaveiki og skarlatssótt. Allar hinar stærri stofnanir, allir spítal- ar, öll heilsuhæli og allar sjúkrastofnanir eru með svipuðu fyrirkomulagi og annarsstaðar, að því undanskildu að þetta er alt rekið á ríkiskostnað; allir kennarar, læknar og þjón- ar á ríkislaunum og læknishjálp endurgjalds- laus. Sumir sérfræðingar eru til viðtals og ráðlegginga í fleirum spítölum en einum; sumir skurðlæknar verja öllum tíma sínum í þeim sérstaka spítala, sem þeim er úthlut- aður. Fyrirkomulagið sem hér tíðkast, þar sem læknar verja afgangstíma frá sínum prívat lækningum til þess að vinna á spítölunum end- urgjaldslaust, þekkist ekki á Rússlandi. Spítalabyggingum fjölgar þar óðfluga; fjöldi ágætra spítala hefir verið reistur á ör- fáum síðastliðnum árum í bæjum, þorpum og borgum. Sérstaklega hefir þetta verið í stór- um stíl í borgunum Kraká og Leningrad. Ilinn mikli spítali, sem nú er verið að reisa í Moskva verður éinhver fullkomnasta stofn- un í heimi sinnar tegundar. Arið 1931 voru 5.3 sjúkrarúm fyrir hvert þúsund borgarbúa, og 0.7 sjúkrarúm fyrir hvert þúsund á lands- bygðinni. Sumar lækningastofnanirnar á Rússlandi eru sérstæðar og hvergi annarsstaðar til í víðri veröld. Og það er einmitt á þessum sérstæðu stofnunum sem Rússar byggja sín- ar glæsilegustu framtíðarvonir um aukna heilsu og hreysti þjóðarinnar. Ein þessara stofnana eru fæðingarstofnanirnar. Aðal- atriðið við þær er fólgið í því að með fyrir- lestrum, auglýsingum og myndum eru tilvon- andi mæður vandar á það að koma þangað snemma, bæði vegna sjálfra sín og barnanna. Þær njóta því miklu víðtækara og lengra eftirlits en konur í öðrum löndum. 1 borgum og þorpum sýna skýrslur að allur fjöldi kvenna notar sér þessi hlunnindi; og það kemur aldrei fyrir að nokkurt barn fæðist annarsstaðar en í spítala (noma ein-stöku sinnum af tilviljun). Kona, sem vinnur ervið- isvinnu fær tvo mánuði fría áður en barnið fæðist, og aðra tvo eftir að það er fætt, og er henni borgað fult kaup fyrir allan tímann. Þær, sem létta vinnu stunda fá sex vikna frí fyrir og sex vikna eftir, einnig með fullum launum fyrir allan tímann. 1 einum spítalanum í Leningrad, þar sem öll börnin í því héraði eru fædd, sézt það í skýrslunum, að ekki hafa dáið nema 0.2 af hverju hundraði mæðranna. A Enþ-landi á Wales hefir mæðradauðinn vaxið á síðast- liðnum tíu árum frá 0.38 til 0.45 af hundraði. Framh. « OFHAR SKEMTANASKATTUR Símfregnir láta þess getið, að á verka- mannadaginn síðasta hafi á fjórða hundrað manns látið lífið í Bandaríkjunum, mest- megnis af völdum bílslysa, og fólk þetta, all- flest, hafi verið að skemta sér, eins og menn segja. Þetta er langt of hár skattur manns- lífa fyrir eins dags skemtun. Bifreiðar eru einkar handhæg og ánægjuleg samgöngutæki; en snúist þær upp í helreiðar, fer mesta gam- anið af. Ekki er þess getið, að orðið hafi hér í landi tilfinnanlegt tjón vegna bílslysa þenna áminsta dag, og er það vel. Gjafir til Ólafsons barnanna. Sveinbjörn Björnsson, Walhalla, N. D., $5.00; Frá ónefndum í San Diego, Calif., $2.00; Kvenfélag Vídalins safnaðar, Akra, N.D., $10.00. Með kærum þökkum, J. S. Gillis. Laugardaginn, 5. -sept., voru þau C'harles Wfesley Ross og Margaret Christiana May Johannesson, bæ'Öi til heimilis í Winnipeg, gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður í Winnipeg. Laugardaginn, 5. sept., voru þau Roy Alfred Atwood og Edith Alice Johnson, bæði frá Transcona, Man., gefin saman í hjónaband af séra Runólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður í Trans- cona. Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni í Árborg, þann 5. sept., að heimili Mr. og Mrs. Sig- mundur Jóhannsson, Jóhannes John. son og Júlía Kirk Bjarnason, bæði til heimilis að Fiskilæk við Árborg, og verður framtíðarheimili þeirra þar. Gjafir til Betel í ágúst 1936. Mr. J. H. Hannesson, Cavalier, N.D., $2.00; Mr. James C. Berg, Old England, Man., $1.00; Mr. Sveinn Sveinsson á Bétel, $50.00; Ónefnd vinkona Betel i Alberta, $5.00; Mrs. Jakobína Anderson, Grosse Isle, Man., $1.00; Ónefnd vinkona í Árnesbygð, $2.00; Kven- félag Herðubreiðar safnaðar, Lang- ruth, Man., $25.00; John Johnson, 7i6-7th St. Brandon, Man., $10.00; Mr. og Mrs. Jo-hn Sigurdson, Box 766, Blaine, Wash., í minningu um Helgu og Kristján Ólafsson, $25.00. 1 nafni Stjórnarnefndarinnar þakka eg fyrir þessar gjafir, J. J. Swcmson, féhirðir. 601 Paris Bldg., Wpg. JON BJARNASON ACADEMY Gjafir í styrktarsjóð er notaður skal, samkvæmt því sem áður hefir verið auglýst, til þess að greiða skattskuldina, og með þvi losa skóla. eignina við öll bönd. Áður auglýst ..............$299.40 Dr. Stefán Einarsson, John Hopkins University, Balti- more, Md.................. 20.00 Þ. A. Þ., Winnipeg................ 2.25 Mrs. G. Suðfjörð, Church- bridge, Sask............... 1.00 J. S. Arnason (R.K.G.S.) Foam Lake, Sask............ 2.00 J. & G. Sigurdson, Powell River, B.C................. 5.00 Marteinn Jónsson, Van- couver, B.C................ 5.00 $334-65 Fyrir ofangreindar gjafir vottast hér með alúðarþakklæti forstöðu- nefndar skólans. Winnipeg, 5. september, 1936. S. W. Melsted, gjaldkeri, 673 Bannatyne Ave., Winnipeg, Manitoba. A FMÆLIS- VEIZLA Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar minnist hálfrar-aldar afmælis sins -tneð veizlu í fundarsal kirkj- unnar næsta mánudags-kvöld 14. þ. m. Býður það þangað öllum með- limum safnaðarins, og þeim öðrum, er þar telja sitt kirkjulega heimili. Fjölbreytileg skemtun verður á samkomunni. Verður hér um veru. legt vinamót að ræða. Byrjar kl. 8. Ragnar E. Eyjólfsson og Winni- fred G. Graves, bæði frá Steep Rock, Manitoba, voru gefin saman í hjónaband af dr. Birni B. Jónssyni að 774 Victor St., þriðjudaginn 1. september. Mr og Mrs. Halldór Bjarnason, Victor St., eru nýlögð af stað í heimsókn til tengdasonar og dóttur í Davidson, Sask. The SUPERIOR Service OUR ADMITTANCE STANDARD — DAY CLASSES IS GRADE XI (Supplements Allowed) A STRONG FACULTY The superior service of the following “Success” instructors and officers is of definite significance to prospective business students: D. F. Ferguson, President and Principal; G. H. Laughton, Mail Course Supervisor; J. G. Grant, C.Á., Head of our Day and Evening Accountancy and Secretarial Departments; Rita Good, B.A., P.C.T., Head of Shorthand Speed Department; Eva Hood, P.C.T., Head of Shorthand Theory Department; Loa Eyrikson, Head of Typewriting Department; J. C. Way, Field Service Rep- resentative; Blanche Mclntyre, M.A., Head of English Depart- ment; Mary Rae, Shorthand Department; Mabel Anderson, B.A., P.C.T., Shorthand Department; Louise McDonald, P.C.T., Short- hand Department; Paul Faurschou, Bookkeeping Department; W. S. Roland, B.S.A., Bookkeeping Department; A. Gorling, Pen- manship Department; Nancy Whyte, B.A., English Department; Sylvia Price, B.A., Typewriting Department; Loretto Klasen, B.A., Secretarial Department; Irma Malcom, B.A., Employment and Personality Development Departments; Florence Kellett, B.A., Comptometer, Elliott Fisher and Dictaphone Departments. ALL OUR FINAL EXAMINATIONS ARE INDEPENDENT OF THE COLLEGE The Board of Examiners of The Business Educators’ Associa- tion of Canada sets all graduation examinations for this College. The Board is appointed by the Association and has full charge of all matters pertaining to setting, marking and reporting the graduation examinations for all Colleges affiliated with the Association. DAY SCHOOL LIMITED TO 500 STUDENTS If The Success Business College had set its 1936 maximum en- rollment quota at 400, many of our students would have been obliged to wait for six months or longer to enroll in our classes. In 1936 the demand for Success Courses has been so great that our classrooms had to be enlarged in order to accommodate our students. In March- of this year 503 students were attending our Day Classes and our combined Day and Evening attendance exceeded 700. This College secures its large patronage through its ability to provide thorough instruction, broad courses, and efficient service to students and employers. A WIDE RANGE OF COURSES Most of the following “Success” courses qualify for a Gradua- tion Diploma of The Business Educators’ Association of Canada: (1) Shorthand, (2) General Stenographic, (3) Civil Service Stenographic, (4) General Office Training, (5) General Secre- tarial, (6) Executive Secretarial, (7) Business Administration, (8) Accounting, (9) Dictaphone, (10) Comptometer, (11) Elliott Fisher. Special subjects may be taken, if desired. Credit is allowed for subjects covered in High School and University. Personality Development is taught in all Day Classes. APPROXIMATELY 500 PLACEMENTS IN 1936 is the Record of Our Employment Service Supply and demand regulate employment conditions, and, there- fore, no school can guarantee to place its students; but a good school will seriously endeavor to place every graduate and worthy undergraduate. For the benefit of our graduates and undergraduates, we oper- ate a Placement Bureau which registers students who are quali- fied for various types of positions, and introduces them to business opportunities. There is no charge to the business public nor to the student for this service. Fall Term Now Open Our system of individual instruction permits new students to start at any time and to commence right at the beginning of each subject. TUITION DAYSCHOOL $15.00 A MONTH EVENING SCHOOL $ 5.00 A MONTH Office Open for Registrations Every Day Till 6 p.m. AND MONDAY AND THURSDAY EVENINGS TILL 10 O’CLOCK Enroll Early PHONE — WRITE — CALL PERSONALLY Portage Ave. at Edmonton St. Phone 25 843 WINNIPEG Phone 25 844

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.