Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. SEPTEMBER, 1936 5 Dr. Jón biskup Helga- son sjötugur Sjötugsafrnæli hans var 21. f. m., og á hann aS mörgu yfir aS líta glæsilegan starfsferil. Hann verÖur ungur kennari viÖ Prestaskólann og hefir þá jafn- skjótt vísindastarf, sem ekkert lát hefir orðiÖ á síðan, heldur sífeld vaxandi sókn og stendur hvaS hæst nú. Rétt fyrir þetta afmæli hans kemur út eftir hann mikiÖ og ágætt rit um Hannes Finnsson Skálholts- biskup, og telja ýmsir fremstu vís- indamenn vorir þaS einhverja beztu bók hans. En áSur hafa veriS prent. uS eftir hann 21 rit og sum þeirra mjög stór, t. d. Almenn kristnisaga í IV bindum, auk fjölda ritgjörSa og blaSagreina, m. a. í “VerSi ljós” og “Nýju kirkjublaSi,” sem hann var ritstjóri aS um skeiÖ. Þannig er biskupinn tvímælalaust meSal af- kastamestu rithöfunda og vísinda- manna sinnar samtíSar á Islandi. GuSfræSisdeildin mintist þessa á aldarfjórÖungsafmæli Háskólans 17. f. m. með því að útnefndna hann heiðursdoktor í guSfræÖi hér viS Háskólann, og fylgdu þessi ummæli doktorskjörinu: “Um meir en 40 ára skeiS hefir dr. theol. Jón Helgason biskup unn. ið guSfræðileg vísindastörf bæSi sem kennari og forstöSumaður Prestaskólans, prófessor við guS- fræðisdeild Háskólans og biskup landsins. Eru þau störf svo mikil og ágæt og þjóðinni til slíks sóma utan lands og innan, að guðfræÖis- deildin vill sérstaklega minnast þeirra á 25 ára afmaéli Háskólans og þakka með hæsta heiSri, sem hún ræður yfir.” Sama dag var biskup kosinn heið. ursfélagi Bókmentafélagsins á aSal. fundi þess. Auk þess sem biskupinn hefit þegar reist sér með rithöfundar- starfi sínu óbrotgjarnan minnis. varSa í aldir fram, þá hefir hann unnið fjölmörg nytjastörf önnur, sem verða ekki rakin í stuttri grein, en menn hugsa til með þakklæti á þessum timamótum í æfi hans. Læri- sveinar hans minnast ágæts kennara, skemtilegs og fjörmikils, öruggs talsmanns samvizkufrelsis og víð- sýnis í trúmálum, og eldra safnaS- arf.'dk hér í Reykjavík prédikunar- starfs af eldmóSi og krafti á 2. ára. 1 ug. Og allir hlióta aS viÖurkenna frábæra iðjusemi og dugnað bisk- upsins og aS honum kippi um hvort- tveggja í kynið til afa síns, séra Tómasar Sæmundssonar. Þegar biskup tók við síÖasta em- bætti sínu, dáðist hann mjög aS því, hve alt hefSi veriS í mikilli röS og reglu hjá fyrirrennara snum, Þór- halli biskupi. En hiS sama segja þeir um starf hans sjálfs, sem bezt þekkja til. Hann hefir vísiteraÖ alt landiS og safnaS fádæma fróSleik um kirkjur og kirkjueignir, enda er óvíst, að nokkur núlifandi manna standi honum framar aS þekkingu á sögu þjóðarinnar. Á yfirreiSum sínum hefir hann einnig unnið þaS verk, sem enginn biskup hér á landi hefir orðið til á undan honum. Hann hefir gjört uppdrátt af öllum kirkj. um landsins, og er þaS hiS merki- legasta safn. Ýmsir prestar hafa haft hug á því, aS þær myndir yrðu gefnar út á þessu ári i heiðursskyni við biskup, en þess er því miÖur enginn kostur sökum þess, hve út- gáfan myndi verða dýr. Hefir rit- stjórn “Kirkjuritsins” því fariS þess á leit við biskupinn, að ritiS mætti birta smárn saman ýmsar af mynd- um hans, og fengiÖ góðar undir- tektir. Stjórn Prestafélags Islands gjörði biskupinn aS heiSursfélaga þess á sjötugsafmæli hans, og hafði um það þessi orS: “Stjórn Prestafélags Islands sendir ySur herra biskup dr. theol. Jón Helgason hugheilar árnaðarósk. ir sínar á sjötugsafmæli yÖar. Jafn- framt minnist hún þess, aS þér áttuÖ frumkvæSi aS stofnun félagsins, og þakkar velvild yðar og störf í þágu þess frá upphafi til þessa dags. Hef. ir félagsstjórnin því á fundi sínum þann 16. þ. m. kjöriS yÖur heiðurs- félaga Prestafélags íslands. Ujn leið og félagsstjórnin leyfir sér aS tilkynna yður þetta, vill hún láta í ljósi þá innilegu ósk, aS ySar megi enn lengi viS njóta og biÖur GuS aS blessa ófarin æfiár yðar.” Undir þá ósk vill “KirkjuritiS” taka. Heill og gifta fylgi biskupi aS hverju starfi. Asmundur Guðtnundsson. —KirkjuritiS. Glatt á Gimli-Hjalla MiSvikudaginn 2. september var sannarlega glatt á Hjalla aS Gimli. Til veglegs samkvæmis hafði verið efnt í tilefni af því aS hin vinsælu hjón Gísli og Ólína Benson höfSu þá veriS í hjónabandi í aldarfjórS- ung. SamkvæmiS fór fram í sam- kvæmishúsi bæjarins og var þvi stjórnaS af séra Eyjólfi Melan. Allar athafnir þessa gleðimóts fóru fram undir borSum og voru þar aS íminsta kosti um hundrað manns. Séra Melan heilsaSi heiðursgest- unum, silfurbrúðhjónunum, og á- Kornverzlun og lágmarksverð BlaSiS “Western Producer” gerir aS umtalsefni þann 3. september ákvörSun sambandsstjórnar um lágmarksverS á hveiti og skoSanir bænda á málinu og kemst þannig aS orSi: “Það hefir eigi aðeins valdið mörgum bændum, heldur og þeim, sem þeir kusu á þing, sárum vonbrigSum, er þaS varð heyrinkunnugt, aS stjórnin vildi heldur láta að óskum korn- verzlananna og annara kyrstöðuafla þeirra á tncðal, en hlusta á raddir skipulagðrar akuryrkju.” Allar dylgjur í þá átt, aS kornverzlunarfélögin, eða nokkur hluti þeirra, hafi gert tilraunir í þá átt, aS hafa áhrif á stjórnina eða hveitisölunefndina í sambandi viS S7/2 cents lágmarksverð á hveitimælirinn, eru STADPAUSAR MRÐ ÖLLU. Áhugi hveitiframleiSenda og kornsölumanna viSvíkjandi verÖinu, stefnir aS sama marki. VelferS kornverzlananna er samfléttuS velferð framleiSendanna. ÞaS er síSur en svo að kornverzlanirnar hafi hag af lágu verSi. Stjórnin ein getur ráðið, og á að ráða því, hvaSa verð hún setur meS hliSsjón af því tapi, sem hún getur beSiS í því fali, aS heimsframleiÖsla hveitis lækkaSi að verðgildi. Kornverzlanirnar hafa sýknt og heilagt haldið því fram, aS nauÖsyn bæri til, aS framleiðandan- um yrði rétt hjálparhönd, er um væri aS ræSa uppskerubrest eSa óhæfilega lágt verÖ. Þær hafa verið mótfallnar því, að þannig lagaÖ verS yrSi fastsett, er leiddi til þess aS canadiskt korn kæmi til framboðs eSa útflutnings á hærra verSi en því, sem viSgengst á heimsmarkaðinum, meÖ því að slíkt mundi: (a) leiÖa til taps á markaÖi og takmarkaSrar sölu; (b) safns ofmikilla hveitibyrgSa; (c) taps bæSi fyrir framleiSanda og skattgjaldanda, og (d) óheilbrigSrar og kostnaÖarsamrar fram. leiSslu af hálfu keppinauta. Með hinum opna markaSi fyrir canadiskt korn, verður hag- ur framleiðenda bezt trygSur. Þetta liggur kornsölumanninum engu síSur en framleiSandanum þungt á hjarta. HeiÖarlegur skoðanamunur getur ávalt átt sér staS viS- víkjandi því hvaSa lágmarksverS skuli valiS. En fyrir ósannar dylgjur ætti hvergi að finnast húsrými. Local Line Elevators varpaði þau meS fögrum og vinsam- legum orðum. KvaÖ hann þau stödd á tímamótum, þar sem tvö ljós lýstu þeim: annað aftur í fortíÖina —í lönd minninganna, hitt inn í ríki framtíðarinnar, þar sem vonirnar eiga heima. - Afhenti hann þeim hjónum veglegar gjafir fyrir hönd vina og vandafólks. Séra Rúnólfur Marteinsson, sem hafði gift þessi hjón fyrir tuttugu og fimm árum, ávarpaSi þau og flutti skemtilega og fagra ræðu, einkum stílaSa til silfurbrúðgumáns. Sá er þetta ritar átti heima á næsta bæ viS brúÖurina á íslandi, þegar hún var unglingur og mælti hann nokkur orS í hennar garS. Frú Ólafía Melan ávarpaÖi silfur- brúShjónin skörulega og las upp á- varp frá afa sínum, Jóni Jónssyni frá Grund. Frú Sveinsson, forseti kvenfélags SambandssafnaSar, las ávarp til brúSarinnar, en séra Melan afhenti þeim hjónum, auk gjafanna, skrautritaS ávarp, eftir Helgu Árna. son á Oak Point; var það frábær- lega vel af hendi leyst. Séra Melan las bréf frá þeim Mr. og Mrs. S. Pálmason í Winnipeg og skeyti frá Dr. og Mrs. Summer- ville, ennfremur skeyti frá GuSjóni Jónssyni frá Grund, sem er í Cali- forníu. BorS voru listilega skreytt og veit- ingar rausnarlegar og minni brúS- hjónanna drukkiS í appelsínusafa. Fór þetta samsæti fram meS mestu rausn og leyndi það sér ekki aS silfurbrúÖhjónin njóta bæði vin. áttu og virðingar. Einlægni til þeirra skein út úr hverju andliti. AS endingu talaði silfurbrúðgum- inn nokkur orS, sérstaklega vel og látlaust. AS sjálfsögðu verSa á- vörpin bæði birt í blöðunum. Sig. Júl. Jóhannesson. Grettissundið og mataræði íþróttamanna. Bftir Jónas Kristjánsson, lækni Eg hefi ekki átt þess kost aÖ kynnast þjálfun íþróttamanna, er þeir æfa sig undir afrek í einhverri tegund íþrótta, er gerir miklar kröf. ur til þreks og þols. En nýlega gafst mér kostur þess aÖ vera sjónarvott- ur, er Pétur Eiríksson, unglingspilt- u úr Reykjavík, þreytti Grettis- sundiÖ úr Drangey aS Reykjum á Reykjaströnd. Pétur Eiríksson er þrekvaxinn ungur maður innan við tvítugt, þétt- ur á velli, og áreiÖanlega þéttur í lund. Er hann æfður sundmaSur, og hefir æft nokkuS sund í köldum sjó. Mér er það síöan ljóst, að þessi sundþraut gerir ekki svo mjög kröf- ur til vöSvaafls og þols, sem hins aS standast kuldann. — Enda getur leiðin úr Drangey ekki talist löng. Erlendir <sundmenn hafa synt marg- falt lengri leiS í hlýjum eÖa heitari sjó. Sjávarhitinn var 10 stig á Celcius. Svo lágur hiti veldur mikilli útguf- un og kælingu likamans, þrátt fyrir mikiS vöSva erfiði í svo langan tíma sem fullar 4—5 stundir. SundmaSurinn gerði svo sem ‘vit. aS er þær ráðstafanir til þess að verjast ásókn kuldans, að hann smurði sig meÖ lanolini og klæddist síðan skjólfötum. En auSsýnt var, aS þessi útbúnaður nægSi ekki. SundmaSur var 5 stundir og 19 min. útur í sjónum, og var, er hann náði landi, yfirkominn af kulda svo mjög, að eg tel slíka ofkælingu stórhættu- lega heilsu og lífi. Þannig var púls ófinnanlegur á úlnliSnum. MeSvit- und var sljó, og vöðvaafl nálega þrotiS. SvipaS hafSi veriS um Erling Pálsson, er áður hefir þreytt þetta sund, og var hann þó skemri tíma í sjónum. Eg tel því aS hvorugur þessara sundgarpa hafi int af höndum afrek Grettis, og njóti þeir þó fyllilega sannmælis um afrek sín. BáSir þessir menn eru fræknir sundmenn, en kuldann hafa þeir ekki þolaS á við Gretti, og voru þó sennilega betur búnir en hann. Höfðu þeir þó aS ýmsu leyti betri aSstöðu en Grettir. Þeir hofÖu ör. ugga fylgd og leiÖbeiningu um stefnu, og áttu vissa'von hjálpar, ef þeim fataðist sundiS einhverra or- saka vegna. Grettir gat engrar slikrar hjálpar vænst, þó hann þyrfti við, og gekk einn og óstuddur til bæjar aS Reykjum. Sennilega hefir Grettir synt most á bringusundi. BringusundiS veitir sundmanni, aS minni hyggju, auS- veldara aÖ halda réttri stefnu á sundinu. Jafnframt blotnar höfuS sundmanns minna, og veldur minni höfuðkælingu, heldur en við skriS- sundið, þar sem höfuð sundmanns er mjög í kafi. Pétur Eiríksson synti alla leiðina á skriSsundi. Hygg eg; að sú sund- aðferð reyni minna á vöSvaþol, en hún veitir sundmanni erfiSara aS halda réttri stefnu á löngu sundi. En í einu atriSi hygg eg þó aS sundmenn vora hafi brostið á viS Gretti í undirbúningi undir sundiS. Eg hygg aS þeir hafi ekki gætt þess, aS mataræðið hefir sína mesta þýð- ♦ Borgið LÓGBERG! ingu sem hitagjafi, og aS þeir, sem ætla sér aS standast mikla raun af völdum kulda, verSa að velja sér rétt fæSi, ekki aÖeins á meðan raunin stendur, heldur og miklu lengri tíma áÖur. íslenzkum húsmæSrum í sveit var þetta vel kunnugt. Þær létu fjár- menn, og þó sérstaklega beitarhúsa- menn, sem stóðu yfir fé alla daga og oft í harSneskju og hríSarveSrum, hafa fæði, sem var betri hitagjafi en tíðkaSist um þá, sem síSur höfSu þess þörf. HúsmæSrum þótti skylt aS sjá um, aS fæði þeirra innihéldi meiri feiti, annaS hvort feitt kjöt eða smjör, heldur en annara. Beit- arhúsamenn voru að jafnaÖi ókul- vísir. Var þá talaÖ stundum um skjólgóðan mat, þ. e. mat, sem var góður ‘hitagjafi. Meðan sjósókn á róSrarbátum átti sér staS hér á landi, var þess getiÖ um marga sjómenn, aS þó þeir reru snemma dags, neyttu þeir ekki ann- arar fæðu áSur, en aS þeir fengju sér vænan sopa af þorskalýsi. Entist þeim þó bæði hiti og þrek til róðurs, þó þeir hreptu á stundum harÖan barning. FæSi allrar alþýSu á íslandi er mjög á annan veg háttað nú á síSari áratugum. ÁSur lifði islenzk al- þýSa mest á eigin framleiðslu. Nvt er aSalinnihald fæðunnar aðflutt. Nú drekka menn kaffi sér til hita, og er slíkt skammgóSur vermir. FæSi alþýðu ekki sízt í kaupstöS- um, er að allmiklu leyti f jSrvi snautt. Meginafl fæðunnar er brauðmatur, alloft, eða jöfnum höndum úr hvítu hveiti, meS jafn f jörvisnauðu smjör. líki. Yfir höfuð má með sanni full- yrða, aS meginið af aSfluttum fæSutegundum er gæða og fjörvi- snauð fæða, sem veitir líkamanuin Frah. á bls. 7 ANOTHER WIN FOR "DOMINION BUSINESS COLLEGE! Miss GWYNETH BELYEA, stu.lert for five months at The DOMÍNION BUSINESS COLLEGE. won second place in the All-Canada Champion- ship Typewriting Contest held at The Toronto Exhibition on Wednesday, September 2nd, 1 936. It pays to at- tend the College whose students excel! JOIN NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE On THE MALL and at ST. JAMES, ST. JOHN’S and ELMWOOD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.