Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 10. SEPTEMBER, 1936 Snjóflóð Ejtir Kristma/nn Guðmundsson. Bóndinn á Klettum stóð úti á túni og svipaðist um. Það var kyrt veður, molluhríð, en hvinur var í fjöllunum og boðaði ofviðri. Langt niðri í dal sást til gangandi manns. Asmundur, bóndinn á Klettum, þekti hann. Þetta var Bárður, einkasonur hans, sem þenn- an vetur var í búnaðarskóla niðri í dalnum. Eftir liálfa klukknstund mundi hann Vera kominn heim — rétt í þann mund er jólahá- tíðin átti að hef jast. Klukkan var nú bráðum orðin sex og öll- um heimilisönnum var lokið. Bóndinn á Klettum brosti ánægjulega — nú ætlaði hann að ganga inn og fara í spari- fötin. En áður en hann gerði það fanst hon- um að hann yrði að fara út í brugghúsið og ná í eina eða tvær flöskur af “landa.” Son- urinn var nú fullorðinn, svo að hann gat vel þoláð eitt eða tvö staup. Hann á*tti líka að taka við búinu næsta vor. Á meðan Asmundur rendi á flöskurnar, hugsaði hann um framtíð sonar síns, og þá kom áhyggjusamleg hrukka milli brúna hans. Ungur bóndi verður að eignast konu, og áreiðanlega voru þær ekki margar stúlkurn- ar í sveitinni, sem mundu neita því að verða húsfreyja á Klettum. En eftjr því sem Ásmundur vissi bezt, hafði Bárður þegar valið sér konuefni. Það var fóstursystir hans, fegursta konan í hér- áðinu, hún Lína Sólmundardóttir. En hún var einkennilega undarleg stúlka. Það var ekki víst hvort hún vildi piltinn eða ekki. Og eftir því sem Asmundur fékk bezt séð voru horfurnar ekki góðar. Hún hafði víst gleymt því að hún var fátæk stúlka, og tekin þangað í gustukaskyni þegar foreldrar hennar dóu, og að hún hafði verið alin þar upp eins og heimilisbarn. 1 æsku höfðu börnin hvorugt mátt af öðru sjá, og honum sjálfum hafði þótt vænt um telpuna, og í rauninni talið það sjálfsagt að þau skyldi giftast. Hún Lína var af gömlum og góðum ætt- um, enda þótt foreldrar hennar væri fátækir. En sonurinn á Klettum átti að eignast nóg handa þeim báðum. Og einmitt þess vegna sárnaði Ásmundi það hvað hún var eitthvað treg. Það voru nú víst tvö ár síðan að hún varð köld og kæru- laus gagnvart Bárði, alveg eins og hún vildi ekki sjá hann framar. Máske lagaðist nú alt um jólin. Hann liafði ekki orðið var við það að hún hefði lagt ást á neinn annan. Á leiðinni heim til bæjarins staðnæmdist Ásmundur. Hvaða gauragangur var þetta? Það var engu líkara en verið væri að mala í óhemju stórri kvörn uppi í hlíðinni. Þá fölnaði Ásmundur. Já, það lá við að hann misti flöskurnar. Snjóflóð var að koma. Það hafði hlaðið niður snjó í viku, og í gær hafði rignt, svo að öll hlíðin fyrir ofan Kletta mátti lieita ein gljá. Þarna höfðu snjóflóð komið áður, en aldrei hafði Ásmund- ur séð annað eins snjóflóð og nú braust þar fram, og stefndi beint á bæinn. Hvínandi, æðandi kom niður fjallið geysilegur snjó- mökkur og skriðan sópaði með sér grjóti úr fjallinu, stækkaði og stækkaði og skildi eftir kolsvarta rönd þar sem hún fór yfir. Asmundi varð fyrst hugsað til sonar síns. Hann sá að Bárður hafði tekið eftir snjóflóð- inu og tók til fótanna. En það var engin von að hann kæmist heim, því að brátt myndi bær- inn hverfa í kaf undir snjóflóðinu. Eina vonin var að Bárður gæti náð hestliúsinu niðri á túninu, það var hlaðið úr torfi og varla hætta á að það félli, að minsta kosti var það jafn traust og bærinn. Bara að Bárður gæti nú komist þangað! Það var auðséð að honum liafði dottið það sama í hug, því að hann hljóp eins og fætur toguðu í áttina tii hesthússins, vissi að hann átti fótum sínum fjör að launa, en færðin var þung. Nú varð Asmundur að flýta sér að kom- ast í bæinn. Drunurnar frá snjóflóðinu hækk- uðu alt af og voru orðnar eins og reiðarslög, en jörðin skalf og nötraði undir fótum As- mundar. Það var engu líkara en dómsdagur væri kominn. t bæjardyrunum staðnæmdist hann snöggvast og horfði út um hálflokaðar bæjar- dya*nar á son sinn hlaupandi upp á líf og dauða að hesthúsinu. Hann átti enn langt eftir. Yfir öxlina á Ásmundi horfði ung stúlka út í gegnum bæjardyrnar. Asmundur skeytti því engu, örvílnun greip hann. Þetta var vonlaust — drengurinn átti alt of langt eftir til hesthússins. I sama bili lék allur bærinn á reiðiskjálfi. Það brakaði og brast í þökum og veggjum. Og á samri stundu skeltist bæjarhurðin aftur, rétt fyrir framan Ásmund. Þung druna heyrðist, eins og hún kæmi upp úr, iðrum jarðar. Svo lækkaði hún og hvarf, en myrkur og kyrð varð í bænum, eins og hann hefði sokkið í afgrunn niður. —Heldurðu að hann hafi náð hesthús- inufvar hvíslað hljótt og angurvært að baki Asmundar. —Nei, er það þú, Lína, sagði Ásmundur og hrökk við. — Nei, eg er hræddur um að hann hafi ekki náð þangað — og svo hefir verið erfitt að opna dyrnar.— Þetta datt honum nú fyrst í hug, og þá fanst honurn öll von vera úti. Það gat verið að Bárður hefði komist að hesthúsinu, en það var hreint ekki víst að hann hefði getað opn- að hurðina og lokað henni á eftir sér. —Við skulum koma inn, Lína. Það var þögult í gömlu baðstofunni. Vinnumennirnir sátu hver á sínu rúmi og biðu þess að húsbóndinn segði eitthvað. 1 súðinni hékk olíulampi og blakti ljósið á hon- um. Asmundur settist á rúm sitt og studdi hönd undir kinn, eins og hann væri að hugsa sig um, eða biðjast fyrir. í]llin var nú að færast yfir hann. Konuna hafði hann mist í hittifyrra, og síðan hafði hann ekki verið eins og hann átti að sér. Hann hafði treyst því að með vorinu myndi hann fá búið og jörðina í hendur ypgri og styrkari kynslóð. Eftir nokkra stund réttist hann í sætinu og svipaðist um baðstofuna. Það var eins og hana hefði náð jafnvægi aftur. Vinnufólkið gaf honum gætur í laumi — það vissi hvað honum leið. —Berið jólamatinn inn, stúlkur, skipaði Asmundur. Við verðum þó að halda hátíð- leg jól. Og maturinn var borinn inn í stórum leir- skálum. Að vanda var það kjötsúpa með róf- um á jólanóttina. Sem betur fór hafði súpan verið fullsoðin áður en snjóflóðið skall á bæn- um og eldinn varð að slökkva. Auk súpunnar fékk fólkið hingikjöt, flatbrauð, sperðla og annað góðgæti. Ilver settist á sitt rúm og borðaði þar, og Lína gekk á milli og helti heimabruggi í glösin jafnharðan og þau tæmdust. Hún var há og vel vaxin stúlka, ljóshærð og létt undir brún vanalega, en nú var hún alvarleg og þögul. Það var vant því að vera glatt á hjalla á Klettum á jólunum. Húsbóndinn var híbýla- prúður maður og sonur hans ekki síður. Auk þess sparaði Ásmundur aldrei heimabruggið, þótt hann vildi helzt að menn drykki í hófi á jólanóttina. En nú var ekki sagt eitt orð meðan á máltíð stóð, og ekki heldur á meðan þau Ásmundur og Lína úthlutuðu jólagjöf- unum. Hver maður fékk tvö stór kerti og auk Jiess einhverja aðra gjöf, svo sem sokka, vasaklút, trefil og þess háttar. Hver maður stóð á fætur og þakkaði fyrir sig með handa- bandi og kossi, eins og siður var, en allir þögðu. Svo voru jólaljósin kveikt og jóla- sálmar sungnir. Á hverjum rúmstuðli stóð logandi kerti, svo að það var bjart og hátíð- legt í baðstofunni. En allir voru í daufu skapi. Allir sátu hljóðir og hver hugsaði sitt. Fólkið var ekki í neinum iífsháska, að minsta kosti ekki fyrst um sinn. Bærinn var traust bvgður og hann fór ekki að hrynja þótt nokkrar smálestir af snjó legðust á haníi. Og nóg var loftið, því að húsin voru mörg og stór og innangengt milli þeirra allra. Matur var líka nægilegur, en það var ekki hægt að komast í fjósið til að mjólka kýrnar og gefa þeim, og hver gat ætlað á hvenær nágrann- arnir vrðu varir við snjóflóðið og kæmi þeim til bjargar?— Þetta voru þó smámunir móts við óviss- una um það, hvernig Bárði hefði reitt af. Hafði hann komist inn í hesthúsið eða eigi? ()g hafði hesthúsið staðist snjóflóðið? Þegar jólalesturinn hafði verið lesinn í húspostillunni og seinasti sálmurinn sunginn, lagðist enn lamandi þögn yfir baðstofuna. Húsbóndinn fól aftur andlitið í höndum sér. Lína fór fram í eldhús. Alt í einu varð öllum litið upp í senn. Lína hafði komið inn í baðstofu með reku í hendi. Ásmundur leit undrandi á hana og spurði livað hún aúlaðist fyrir. —Það er ekki til nema ein reka innan- bæjar, mælti Lína með áherslu, en ef við hjálpumst öll að, þá getum við grafið okkur göng út að hesthúsi, því að við vitum upp á hái' hvar þess er að leita. Asmundur horfði undrandi á fósturdótt- ur sína. —Áttu við það að við eigum að grafa göng niður að hesthúsi? Lína kinkaði kolli. Asmundur stóð á fætur og eitthvað, sem líktist brosi, lék um varir hans. —Þú veist ekki hvað þú talar um, heillin góð, sagði hann. Það væri að minsta kosti viku verk og þá----------, en það væri ef til yill reynandi að grafa sig upp úr fönninni. Nú fserðist líf í fólkið. Allir töluðu í einu. Auðvitað ætti menn að grafa sig út! En að engum skyldi detta þetta fyr í liug! Ef þeir kæmust út, þá hlyti þeir að geta fundið hesthúsið. Og þá var hispurslaust byrjað á verkinu. Menn skiftust á að moka. Alla nóttina var unnið hvfldarlaust. Þeir rákust á stóra steina og urðu að sveigja göngin til hliðar við þá, og sperra við þá svo að þeir hryndi ekki niður og eyðilegu alt. Lína Sólmundardóttir var með. Hún stóð þar með flösku og glas og gaf piltunum hressing-u þegar þeir þreyttust. En hún var annars hugar. Hún var að hugsa um hann, sem lá nú máske limlestur og stirðn- aður skamt frá þeim. Hún skildi það nú; að væri hann dáinn, myndi hún aldrei framar á æfinni líta glaðan dag. Og hún iðraðist þess innilega hvað hún hafði verið kuldaleg í hans garð að undanförnu. Því að hún elskaði Bárð, hún fann það nú, að hún hafði alt af elskað hann. Henni hafði aðeins sárnað það, að þeir fegarnir höfðu talið það alve g sjálf- sagt að hún skvldi verða húsfreyja á Klettum. Þeir hefði þó að minsta kosti getað grenslast eftir því hvað hún sjálf vildi. Bárður hafði meira að segja aldrei haft svo mikið við að biðja hennar; hann hafði látið eins og það væri ákveðið að þau skyldi giftast. Ástúðlegur og góður hafði hann alt af verið, og hún þekti engan mann jafn nær- gætinn. En hún var þó ekki eign hans, enda þótt hún væri fátæk og umkomulaus stúlka. Það var hinn gamli ættarmetnaður, sem kom upp í henni. Og þótt hún iðraðist þess nú, fanst henni samt að hann hefði getað beðið sín eftir gömlum og góðum sið. Um dagmál komst fólkið út. Hvert á eftir öðru skreiddist það upp úr snjógöngunum og svipaðist um. Það var ófögur sjón, sem við aug-ym blasti. Snjóflóðið hafði farið yfir alt túnið og langt niður í dal. í]n nú var ekki tími til að hugsa um það. Enginn mátti unna sér hvíldar fyr en hest- húsið var fundið og grafið upp. Menn voru ekki sammála um það, hvar hesthússins væri að leita. Það var heldur ekki gott að segja það með missu, þegar menn urðu að fara eftir minni, því að snjóflóðið hafði skeflt yfir alt, hóla og lautir. Það var áreiðanlega hrein tilviljun, ef þeir skyldi rekast á húsið þar sem þeir byrjuðu að grafa. En eftir ýmsar bolla- leggingar fram og aftur kom þeim J)ó saman um hvar þeir skyldi reyna að finna liúsið. Og þar grófu þeir djúpar grafir í fönnina með stuttu millibili. Eftir nokkra stund kom til þeirra hópur manna af öðrum bæjum með rekur og járn- karla. Fyrst óskaði hver öðrum gleðilegra jóla. Svo var talað um snjóflóðið. Gestirnir fengTi hressingu af heimabrugginu, og svo tóku allir til starfa. Þeir höfðu unnið þarna all-lengi og marg- ar grafirnar voru orðnar djúpar og stórar. Þá kom alt í einu reka upp úr skaflinum skamt þaðan. Lína rak upp óp og allir stukloi upp úr gröfunum og- spurðu hvað gengi á. En þá sáu þeir líka rekuna; henni var snúið og ósýnilegar hendur drógu hana niður í skafl- inn aftur. Og rétt á eftir stakk dökkhærður maður kollinum upp um gatið, sem rekan hafði gert. Hann horfði í kringum sig, en dagsbirtan blindáði hann. Svo sá hann fólk- ið, sem glápti undrandi á. Þá rak hann upp hlátur og braust upp úr skaflinum. —Komdu með flöskuná, Lína, þetta hefir verið ljóta gamanið. Það var ekki fyr en mennimir sáu að hann saup á flöskunni, að þeir áttuðu sig, og hrópuðu dynjandi húrra. Ásmundur á Klettum gekk fram og faðm- aði son sinn að sér. Hann táraðist af fögn- uði. Þau Lína hjálpuðu Bárði á fætur, því að hann var enn nokkuð stirður. # # # Skömmu seinna sátu þau Bárður og Lína tvö ein í litla loftherberginu hans. Þú hefir átt óskemtilega jólanótt, vesl- ingur, sagði hún og strauk blíðlega um kinn hans. —Skyldi þér hafa liðið betur? mælti hann gletnislega. Og á eg að segja þér hvað eg var alt af að hugsa um á meðan eg var að grafa mig upp úr fönninni í nótt ? E'g vann J)ess dýran eið, að kæmist eg lífs af og' hitti þig lifandi, þá skyldi eg ekki vera í Jæssari ó- vissu lengur. Þú hefir ekki verið vingjarn- leg við mig upp á síðkastið, en þó hefir mér alt af fundist að þér ])ætti vænt um mig. Og ]>ess vegna verðurðu nú að svara hispurslaust því, sem eg spyr þig um: Yiltu verða konan mín, Lína? Eg skal reyna að vera þér alt af góður — eins góður og eg get verið. —Já, já, já, fyrst þú hefir hug til að bera upp bónorðið, ]>á skal eg segja þér, að eg elska þig af öllu hjarta. Um kvöldið var haldln trúlofunarveizla á Klettum. Þá höfðu vinnumennirnir grafið göng niður að heimabrugginu, og það varð meiri fögnuður í bænum en nokkur mundi eftir. Arni Óla, þýddi. —Lesb. Morgunbl. VONIR ,SEM LIFA (Smásaga) Eftir Axel Thorsteinson Þegar farið er inn á afréttarlöndin kring- um Hvítavatn, úr vesturlireppunum er um tvær leiðir að velja. Önnur liggur yfir liraun og melabreiður alt frá því, er komið er í mynni Hvítadals, og er víðast ógreiðfært, nema á melunum. Hin liggur vestar og eru ])á þræddir gamlir götutroðningar, víðast á grónum eyrum. En hvor leiðin sem farin er blasir sama fegurð við sjónum til beggja handa. Vestan Hvítár er hver múlinn öðrum fegurri, grasi vaxnar eyrar handan árinnar og milli þeirra og hlíðajaðranna gömul tún, því að þarna voru góðar jarðir fyr á tímum, en eru fyrir löngu kornnar í eyði og nú notað- ar sem afréttir. Inst í dalnum gnæfir Græna- i'jall, vaxið grænleitum mosa upp á koll, en að austanverðu eru einnig múlar, sumir grónir allangt upp eftir hlíðunum. En sumstaðar, á milli þeirra, eru gamlir útbrunnir gíg'ir, og raunar hingað og þangað um dalinn allan og því þéttari, sem innar dregur. Og víða eru vikurhólar ýmislega rauðir, innan um grá- svartar melöldur og grasi vaxna geira. Klífi menn einhvern vikurhólinn eða múlann, sézt vítt yfir, inn til jökla og út á sjó,.þar sem eyj- arnar sumstaðar mynda samfeldan garð, að því er virðist í f jarskanum, fram undan lágri mýraströndinni. En öll hin mikla og sérkennilega fegurð þessa litauðga lands veldur því eigi, að ferða- manninum gleymist gömlu túnin vestan ár- innar, sem nú eru bithagi fvrr stóðhross og sauðfé, og vart sér votta fyrir bæjarrústum eða túngarði. Þarna lifðu mepn, störfuðu, vonuðu — öld fram af öld, unz bæirnir lögðust í eyði, einn af öðrum, á dögum harðinda og mann- skæðra farsótta. Þarna voru lönd þeirra, sem fóru á brott, af því að vonir þeirra dóu. Við vorum allmörg í flokki, sem lögðum leið okkar um þessar slóðir, og var förinni heitið að Hvítavatni. Var þetta á miðsumri og veður hið bezta, sólskin og blíða og ilmur úr hverju grasi. “Þarna er ])ó búsældarlegt,” sagði ein- hver í hópnum. “Þetta voru ágætisjarðir,” sagði bónd- inn, sem var fylgdarmaður okkar og öllu- kunnur ]>arna og' líka sögu gamla tímans. “En sagan endurtekur sig, þótt tímarnir séu breyttir ,og allar aðstæður manna. Fólkið flýr sveitirnar og fjallabæirnir leggjast tíð- um í eyði fyrst. ” Svo datt þetta tal niður og mér varð star- sýnt á grænan blett neðarlega í einum múl- anum að austanverðu dalsins. Féll lækur all- vatnsmikill að norðanverðu við hann beint niður múlann og var foss í honum í gljúfur- skorningi rétt við túnjaðarinn. “Þarna er víst gamalt tún,” sagði ein- hver okkar. , “Þarna er enn búið,” sagði fylgdarmað- ur okkar, “cn hús öll eru lágreist og þó traust og snotur. Gljúfrasel heitir kotið og' hefir þar verið sæmilega búið svo langt sem eg man.” Eg leit aftur á litla græna blettinn þama uppi í hlíðinni. Og mér varð starsýnna á hann en áður. Því að þarna bjó fólk, sem eg þekti dálítið, en hafði þó aldrei séð. Og eg ásetti mér að spyrja fylgdarmann okkar nán- ara um kotið og þá, sem þar bjuggu, er heim til hans kæmi um kveldið, þar sem okkur var gisting ætluð. Þarna var þá gamli bærinn öldruðu hjón- anna, sem eg þekti, en ekki hafði augum litið, og búið til heila sögu um í huganum. Valgerður hét hún, húsfreyjan, og það var í rauninni hún, sem eg þekti, því að luin hafði skrifað mér bréfið, sem eg eitt sinn fékk frá þeim. Það var svar við viðskiftabréfi, en það var kafli í því, sem eg hefi aldrei glevmt, en hann var á þessa leið: “Við erum nú tvö ein hér í gamla bæn- um okkar, — börnin eru löngu komin út og suður. Á veturna eru bækurnar okkur til mestrar ánægju. Og svo eru alt af einhverj- ar vonir, sem lifa. ” —Þau höfðu búið þarna alla sína búskap- artíð, sagði leiðsögumaður okkar mér um kveldið, er við vorum komin heim til hans,— en hann bjó í miðsveitinni — eftir unaðslega ferð inn að Grænafjalli við Hvítavatn. Og börnin höfðu farið út og suður, eins og í bréf- inu stóð, en gömlu hjónin héldu trygð við fjallabýlið sitt, en heilsa beggja var tekin að bila. Erfiðleikarnir höfðu aukist, ár frá ári eftir að þau voru orðin ein, og loks átti að selja jörðina á nauðungaruppboði fyrir all- mörgum árum. En því var afstýrt. Og um líkt leyti kom einn sona þeirra heim frá sjón- um með ungan son sinn. Hann leitaði lieim með hann, er kona hans var nýlátin, á þær slóðir, þar sem hann sjálfur hafði troðið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.