Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. SEPTEMBER, 1936 3 Soffía Guðmundsdóttir Johnson 1858—1935 Þessarar merkiskonu ber a8 minnast þó nú sé liÖiS rúmt ár frá andláti hennar. Hún lézt 17. júli 1935, að heimili sínu í Wynyard, Sask. IlafÖi hún til aÖ hera líkamlegt og andlegt atgerfi og mannkosti, er skipuðu henni framarlega í fylkingu hjá samferðafólki sínu á lífsleiðinni. Hún hét fullu nafni Soffía Hansina. Var fædd að Nesi í Aðalreykjadal í Suður-Þingeyjiarsýslu 22. febr. 1858. For- eldrar hennar voru þau Guðmundur Ólafsson söðlasmiður og kona hans Halldóra Sveinsdóttir, er þar bjuggu. Guðmundur var sonur séra Ólafs Guðmundssonar, er síðast var prestur að Hjaltabakka í Húnavatnssýslu og fyrri konu hans Þórkötlu Torfadóttur, hálfsystir Þorleifs Þorleifssonar eldra i Líjarnar- höfn, er varð þjóðkunnur fyrir lækningar sinar og dulskygni.— Halldóra Sveinsdóttir var dótturdóttir séra Skúla Tómassonar í Múla og uppfóstruð af honum. Soffia fluttist þriggja ára gömul með foreldrum sínum vestur í Húnavatnssýslu, en þar bjuggu þau á Ytra-Hóli á Skagaströnd. Misti Soffia þar móður sina sex ára gömul. Varð hún þá fyrir því láni að vera tekin til fósturs af jómfrú Sigriði Arnasen, systur Arnórs sýslumanns Árnasonar, hinu mesta valkvendi. Ólst Soffía upp hjá henrií að Gunnsteins- stöðum í Langadal, og naut þar atlætis og umhyggju eins og hjá beztu móður. Naut hún verklegrar og bóklegrar tilsagnar langt fram yfir, það sem þá tíðkaðist í sveitum, enda mintist hún ætíð fóstru sinnar með þakklæti, ástúð og virðingu til dauðadags. Arið 1885 giftist Soffia Ragúel Jóhannssyni. er þá var ekkjumaður, dóttursonur Guðmundar Ketilssonar. \’ar Ragúel þjóðhagasmiður og stundaði þá iðn meira og minna alla æfi. Fluttust þau til Ameríku 1887, ásamt Sigurrósu dóttur Ragúels af fyrra hjónabandi, er þá var ellefu ára. Settust þau fyrst að í Garðarbygð í Norður Dakota, en fluttust þaðan til Grafton í sama ríki árið 1890. Voru þar til heimilis þar til 1905, að þau fluttu til Mozart í Saskatchewan. Öll þessi ár istundaði Ragúel iðn sína með góðum árangri. Tóku þau góðan þátt i félags- lifi íslendinga í Grafton og beitti Soffía sér bæði í Kvenfélagi og söfnuði með mikilli alúð. Er þau fluttust til Canada, tóku þau heimilisréttarland í nánd við Mozart og bjuggu þar blóma- búi þar til 1918, að þau seldu jörðina og fluttu til Wynyard. Bjuggu þau þar ætíð síðan. Lézt Ragúel nokkrum árurn á undan konu sinni. Nutu þau hinna sömu vinsælda og virðingar hér og áður hafði fylgt þeim. Ráðdeild, útsjón og fyrirhyggja auðkendi sambúð þeirra Ragúels og Soffíu. Þau voru mjög samhent í sjálfstæðisvið- leitni sinni og komust ætið vel af. Reyndust ætíð mjög nyt- samir meðlimir, í því mannfélagi er þau tilheyrðu. Þeim varð ekki barna auðið, en Sigurrós dóttir Ragúels uppólst 'hjá þeim til fullorðinsára og naut þar bezta atlætis. Giftist hún Jóni G. lfergmann, bróðursyni séra F. J. Bergmanns, en misti hann á þessu ári. Voru þau búsett í Blaine, Wash. Til fósturs tóku þau einnig stúlkuliarn annað og gengu i foreldra stað. Er nafn þeirrar kjördóttur Lulu May, af írskum ættum, nú Mrs. A. E. Cook í Eagle Rock, California. Mun Soffía hafa minst þeirrar ástúðar, er hún naut hjá fóstru sinni og viljað sem bezt endur- taka þá sögu gagnvart fósturdóttur sinni. Var mjög kært með þeim mæðgum og minnist Mrs. Cook fósturforeldra sinna með þakklátum kærleika fyrir ást og umhyggju, er alt vildi láta í té. Af systkinum Soffiu eru á lífi ein alsystir, Skúlína Sever- son, i Grafton, N. Dak., og tvær hálf-systur, Ingilijörg Good- manson i Winnipeg og Gróa kona Hannesar Guðjónssonar bónda við Wynyard. Soffía var gædd góðri greind, var gjörvileg og atkvæða- mikil i framkomu, glaðvær í viðmóti og trygglynd að upplagi. Hún þjáðist í fleiri ár af sjúkdómi þeirn, er leiddi hana tii dauða, en bar krossinn sem hetja og mælti aldrei æðruorð. Hún var einlæg trúkona og guðrækin. Margir minnast hennar sem raungóðrar konu, er sýndi tygð bæði mön’num og málefnum. Bæði í Mozat og Wynyard tók hún góðan þátt í kvenfélags- starfi og var í miklum metum. Hún var jarðsungin frá kirkjunni í Wynyard en lögð til hinstu hvíldar i grafreit i nánd við hennar fyrra heimili við Mozart. Frændi hennar, séra K. K. Ólafsson (þau voru syst- kynabörn) talaði yfir moldum hennar. Er ættarkjarna sveita- fólksins hætta búin? Eftir Jón Gauta Pétursson. gerfi, þá er skýring þess eðlilegust sú, að útsog gáfufólksins úr sveit- unum hafi byrjað' miklu síðar hér en þar. Sú “þróun” gerðist þar hægt og smámsaman, — svo hægt, að henni virðist ekki hafa verið veitt eftirtekt. En við — þessi kynslóð, sem sér kvikmyndavél timans snúast með hundraðföldum hraða við það, sem áður gerðist, sér á stuttri manns æfi meiri breytingar og byltingar en áður verða á öldum, — okkur á ekki að sjást yfir djúptækar byltingar á þjóðlífinu, sem gerast óðfluga að okkur ásjáanda. IX. Nú kann margur, sem þetta les, að hugsa sem svo: Líklega er þetta alt satt og rétt, — en verður nokk- uð gert því til varnar, að þetta útsog ættarkjarnans í sveitunum haldi á- fram, og erum við þá nokkru bætt- ari, þó við horfum opnum augum á framkvæmd þessa skapadóms? Því er miður, að engin gagngerð ráð eða einhlít verða fundin til að sporna gegn því, að þessi straumur haldi á’fram. Til þess er hann í of sterkum tengslum við alla fram- vindu þjóðskipulagsins. Þó er vitn- eskjan um, hvað í raun og veru er að gerast í þessu efni, í sjálfu sér ein hin helzta vörn. ef hún gæti orð- ið almanna-eign. Hún myndi' ekki einungis geta haft áhrif á ráða- breytni þess fólks, sem á milli þess að velja að halda bólfestu í sveitun. um eða flytja burtu, heldur og á tilverknað annara, sem skilning hafa á menningargildi sveitalifsins fyrir þjóðina. Það kann að vísu að reynast svo, að þeir hafi rétt fyrir sér, sem halda því frami, að íslenzkt sveitalíf skapi ekki framar neinn sjálfstæðan þátt í andlegri menningu þjóðarinnar, sem beri sérstakan svip af sveitlífi. En svo framarlega sem sveitafólksins bíður annað göfugra og nærtækara menningarhlutverk en að verða “model” mismunandi andríkra skáldsagnahöfunda að spé_ myndum, þá mun öllum viðsýnum mönnum skiljast, að það varðar alla þjóðina jafnt, að sveitirnar geti haldið áfrara andlegu samstarfi við aðrar menningarstöðvar i landinu, þar sem veitt er og þegið á víxl. Alt, sem er -því til stuðnings, að ríkara menningarlífi geti orðið lifað i sveitum landsins, veitir sérstaka viðspyrnu útsogi þess fólks þaðan. sem þeim er mest tjón að missa. Til þess má telja skóla og aðrar menta- stöðvar, samgöngubætur og annað, sem gerir mönnum kleift að nálgast hverir aðra, þó dreift búi nokkuð; híbýlab'ætur, sem mönnum er ekki efnaleg ofraun undir að standa o. s. frv. Ennfremur aukna sjálfsstjórn sveita og héraða, því jafnframt og það styður og styrkir hið þegnlega saraband þeirra. sem í bygðunum búa, veitir það viðfangsefni í hugsun og starfi ýmsum þeim, sem finna hæfileikum sinum og starfskröftum litið verkefni búið á ættstöðvunum. Straumur tírnans hefir að vísu urn sinn hnigið á þá sveif að draga, eða “centralisera” forstöðu og frann kvæmd opinberra mála, á einn og annan hátt, undir ríkisvaldið. Þó ■það geti haft kosti á ýmsa grein, myndi mörg þau verkefni vera bet- ur komin í höndum sveita og héraða, sem sérmál þeirra, og þá því frem- ur, ef starfsframkvæmdin sjálf yrði þeim til menningarauka. En undirstöðuskilyrði þess, að sveitunum haldist á fólki, og þá fyrst og fremst því fólki sínu, sem f jölhæfast er og bezt gert, er að þar verði sæmilega lífvænleg skilyrði til efnalegrar afkomu og sambærileg við aðrar atvinnustöðvar í landinu. Andleg menning getur hvorki skap. ast né haldist lifandi í starfi, þar sem menn hafa rétt til hnífs og skeiðar, eða varla það, og eru sí- þreyttir af striti og efnahagsáhyggj- um. Starf og strit er mönnum holt, en þó því aðeins, að það beri laun sín í sér. En alt andlegt menningar. starf krefst nokkurra tómstunda og þess atvinnuskipulags, að þeir, sem þar geta verið í fararbroddi, megi við því að fórna öðrum allmiklu af tíma sínum, án annars endurgjalds en þess, sem felst i meðvitundinni um að vinna óeigingjarnt starf til almennings heilla. Til viðnáms því útstreymi úr sveitunum, sem kynstofni þeirra og menningarlífi í framtíðinni stafar mest hætta af, verður því fyrst og fremst að vinna að jafnvægi í at- vinnukjörum og ytri skilyrðum þar, við það sem annarsstaðar er í land- inu. Hversu að því megi stuðla er of fjölþætt mál til að rakið verði sundur í þessu sambandi. Hér hefir einungis verið sýnt fram á, að nauð. syn þess er ekki eingöngu af fjár- hagsiegum stæðum. —Eimreiðin. STYRKIR TAUGAR OG VEITIR NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar skerpir rnatarlyst, hressir upp á melt ingarfæri, stuðlar a5 værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna S meðal í 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað fæst 1 öllum lyfja- bflðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan Srang. ur. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. “ Eg er vegurinn ” 1 Lögbergi 27. ágúst, 1936, er grein, með yfirskriftinni “Krishna- murti,” undirrituð af Ingibjörgu Lindal, Wynyard, Sask. Greininni er beint til almennings, þykist eg því eiga þar í minn þátt til svars. Það.er þrent, sem kemur mér til að tala um þetta mál og andmæla greininni. Fyrst, villuljósið, sem haldið er á.lofti fyrir fólki í grein- inni. Annað, áhugi og auðsjáanleg einlæg trú 'höfundar á þetta mál. Þriðja, nauðsynin stærsta og mest knýjandi, sem liggur 'til andsvars gegn henni, og sem sífelt liggur fyr- ir framan oss, sem köllum okkur kristin. í áminstri Lögbergsgrein, er oss ■sagt frá Hindúanum Krishnamurti, sem nokkurs konar nýrri jarðlífs- stjörnu, er lýst geti vegi manna svo eigi skeiki um skref. Lýsir greinar. höfundur því, með mörgum orðum hve hugsjónir þessa manns séu dýrar og heitir á menn til fylgdar honum af miklum móð. Höfundur fninnist einnig á' dr. Annie Besant, fóstru hans og held- ur henni mikið fram. Höfundur lýsir Krishnamurti þannig, að hann sé maður, sem lifi “heilögu og lýtalausu lifi.” “Krish- namurti er þrátt fyrir það bara mað- ur, enginn yfirnáttúrlegur andi, heldur ekki eingetinn, eða getinn af hdilögum (andia, eð(á nein sárstök sending frá hæðunum, hingað komin til að burttaka allar mannanna synd. ir.” Þetta er nú í rauninni alveg óþörf klausa. Engum skynbærum manni eða konu, sem ígrundar mál sitt reglulega vel og athugar mál þessa manns, dettur það í hug, að hann sé eingetinn. Svo blendin er kenning hans. Aðal útdrátturinn úr kenningum Krishnamurti, samkvæmt áminstri grein, er þessi: Enginn getur tekið í burtu annara syndir. Maðurinn verður sjálfur að finna veginn til lausnar. Að maðurinn sé í fjötrum sinna eigin takmarka. Trúarbrögð og helgisiðir séu hækjur. Óstuddir og óháðir “öilu” eiga menn að nálg- ast fullkomnunina með heiibrigðu og göfugu líferni í veganesti. Þetta lítur ákaflega aðgengilega út á pappírnum. Það þarf bara að vera óviti, sem: les, til þess að hafa augnabliks yndi af því. Um annað gagn ræðir ekki hér. En um mikið stærra tjón en nokkrum hefir enn tekist að mæla, ræðir, ef nokkur trú- ir þessu. Eftirtektarverð er ein setningin í þessum kafla málsins: “Krishna- murti vill vera ljósið og vitinn á veg. inum, en hattn getur ekki. gengið veginn fyrir neinn.” (Leturbr. gerð af R. K. G. S.) Það vantar því æði rnikið á hjá þessari leiðarstjörnu. en víst er ástæða til að gleðjast yfir því að höfundur finnur nokkur tak. mörk á honum. Um dr. Annie Besant er það að segja, að hún var gáfaður gruflari. Lagði niður kristna trú og tók upp Hindúatrú. Það má vel vera, að hún hafi verið eins væn kona og I. L. segir, en um óskeikulleik hennar, sem leiðtoga er ekki hægt að segja neitt annað en það, að ekk- ert í máli hennar, hefir maður heyrt eða séð, er bendi til stærri eða göf- ugri hugsjóna en sú trú kennir, er hún lagði niður. Að Englendingar séu upp með sér af henni, eins og I. L. segir okkur, er ekki skýrlega tekjið fram. Á meðal miljóna er alt af hægt að finna aðdáendur og áhangendur fyrir nærri hvaða vitleysu, sem ein. jhver kemur upp með. Englendingar eru manna viðsýnastir um alls kon- Fyrir þrjátíu árum... 1906 — 1936 Fyfir þrjátíu árum var stofnað bændafélagið The Fanmers’ Comþany, er óx upp í The United Grain Growers, Limited. Nafnið, The United Grain Growers, var tekið þegar fé- lagið, 1917, rann saman við The Alberta Farmers’ Co- operative Elevator Company. Upp af smáum vísir hefir félagið vaxið, jafnt og stöðugt, og, ávalt vcrið barnda eign, upp í hið mikla kornverzlunar fyrirtæki. Nú hefir United Grain Growers sem næst 450 kornlyftur út um sveitir i Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Hafnar-kornlyftan í Port Arthur heldur 5,500,000 bushel- um og sú í Vancouver 2,600,000 bushelum. Til viðunanlegra viðskifta sendið korn yðar til r UNITED GRAIM growers Þ Aðalskrifstofa—Hamilton Bldg. WINNIPEG SIMI 98 221 ar lífsskoðanir. Frelsið.er partur af eðli þeirra og uppeldi og fyrir það hafa þeir lagt út marga dropa af blóði og mikið fé. Þeir færu því vart sem heild, að gera rag út úr þvi hverju einhver einstaklingur trúir. Hitt má benda á í þessu sambandi, að ekki hafa Eng- lendingar dáð dr. Annie Besant svo mikið, að þeir ‘hafi vilja feta í henn_ ar fótspor trúarbragðalega, því ærið kostar það þá að reyna að halda vernd yfir smælingjunum, sem Búddatrúin heldur i áþján. Skal hér svo úttalað um dr. Annie Besant að þessu sinni. Það álit Krishnamurti, að mað- urinn sé í “fjötrum,” er ekkert ný kenning. Síður en svo. “Fjötur syndarinnar” er orðtak, sem kristin kirkja hefir notað frá upphafi vega. Smbr.: “Laun syndarinnar er dauð ; en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú Drotni vorum.” Róm. 6,23. Mér þykir lijdegt að mátturinn í nafni Krishnamurti verði farinn að minka ærið löngu áður en þessi orð líða undir lok, svo vel hafa þau staðist aldanna nið, hingað tiþ Tíu laga boðorð Móse voru flutt mannkyninu langt inn í myrkum öldum. Þau standa góð og gild enn, þó við höfum öll frá byrjun brotið þau, eins og Móses braut fyrstu steintöflurnar, fyrir sinn og annara veikleika. Jesús Kristur endurtók kenning- una og fullkomnaði, er hann sagði: “Þú skalt elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllutn huga þínum.” Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð. En hið annað er líkt, þetta: “Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig . Matt 22, 37, 39. Hér er talað um sál og hjarta. Það er ódauðleikinn. Hér eru gerð. ar þær stærstu kröfur til göfgis, sem nokkurntima hafa verið gerð- ar, og sem hægt er að gera, því þær innibinda ótakmarkaða uppfylling. Af þessu sézt að það er eitthvað annað en hann Krishnamurti sé frumlegur, þegar hann er að tala úm ódauðleika mannsins. Kraftur og uppfylling þeirra. C>rð hans öll lánuð beint eða óbeint úr heilagri ritningu, þar sem um nokkur orð að marki er að ræða. En kenning- in öll, hans, er næsta föl og mögur á svip, borin saman við kenningu Meistarans frá Nazaret, mannkyns- frelsarann Jesú Krist. Og glósurnar allar, sem gerðar eru að kristinni trú, í grein I. L., verða að litlu, þeg. ar hann, hinn eingetni sonur föð- ursins kemur á sjónarsviðið, nær sem er og hvar sem er. 1 gegnum alla hina kristnu kenn- ingu, bæði í Gamla og Nýja Testa- mentinu, gengur það eins og rauður þráður, að verið er að hef ja menn- ina. Þar sem þjónar kirkjunnar láta úti kenninguna með fullri ein- lægni og nokkrum krafti, þá sýnir það sig enn i dag og í sögu raun- veruleikans, að Guðs orð bregst ekki. Það sýnir sig líka að mann- legleikinn er veikur, að hann ræður miklu í eðli manna. Páll postuli sagði: “Hið góða, sem eg vil, það geri eg ekki, en hið vonda, sem eg vil ekki, það geri eg.” Hér lýsir sá mikli maður per- sónulegum ástríðum sínum. £ál hans þráir að komast nær guðdómn- um en hann sjálfur orkar. Hvað Guðs kraftur hóf sál hans, sézt bezt á lífsgildi rita þeirra, sem eftir hann liggja og því, að hann lagði glaður lifið í sölurnar fyrir kenninguna. Pétur postuli segir: “Hann bar sjálfur syndir vorar upp á tréð, til þess að vér skyldum, dánir frá synd. (Framh. á bls. 7) >ocnz>o<~r~>o<zi^oc—>o<-7^o<~~r~>oczi>oci=^>oczr3o<-~Tr>Q Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGBAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.