Lögberg - 17.09.1936, Side 1

Lögberg - 17.09.1936, Side 1
49. ARG-ANGUS || WINNTPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER, 1936. NÚMER 38 » FAGNIÐ 1 LAND5 % TJORA NUM I ÞUSUNDATALI A MANUDAGI NN A GIMLI! Margháttaður undirbúningur hafinn að móttökuhátíðinni á Gimli á mánudag- inn kemur, þann 21. September Fjölmennar nefndir að verki úr Winnipeg, Gimli, Bifröál og Selkirk, er skift hafa með sér átörfum. Tólf menn kosnir í allsherjar framkvœmdarnefnd Haldnir hafa verið tveir fundir í Jóns Bjarnasonar skólanum, fyrir tilmæli J. T. Thorson, þingmanns Selkirk kjördæmis og forseta ÞjótL ræknisfélagsins. Á fundurn þess- um mættu eftirgreindir menn, er aS undirbúningi málsins starfa fyrir hönd íslendinga í Winnipeg: Ásmundur P. Jóhannsson Árni Eggertsson Jón J. Bíldfell Hannes Pétursson Ólafur Pétursson Gísli Jónsson Rögnvaldur Pétursson G. S. Thorvaldsson Dr. B. B. Jónsson Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Dr. M. B. Halldórsson Séra Philip Pétursson J. B. Skaptason Th. S. BorgfjörS P. S. Pálsson Paul Reykdal Stefán Einarsson Dr. B. J. Brandson Hjáknar A. Bergman Dr. A. Blöndal Dr. P. H. T. Thorlakson Dr. Jón Stefnásson W. J. Lindal J. Walter Johannsson GuSmann Levy Paul Bardal A. S. Bardal Victor B. Anderson Sigurður Melsted Séra Rúnólfur Marteinsson P. Stephenson Dr. B. H. Olson A. C. Johnson E. P. Jónsson Soffonias Thorkelsson Thorvaldur Pétursson. Úr J>essum hópi var kosin fjögra inanna nefnd, þeir Dr. B. B. Jóns- son, Hjálmar A. Bergman, J. J. Bíldfell og Dr. Rögnv. Pétursson, til þess að eiga sæti og starfa í tólf manna nefndinni í samráði við J. T. Thorson og bygðarlaganefndirnar í Nýja íslandi og Selkirk. 1 þessari nefnd eiga sæti, auk þeirra fjögra, sem nú hafa tilgreindir verið, B. J. Lifman og Sveinn Thorvaldsson, af hálfu sveitarinnar Bifröst; C. P. Paulson, B. N. Jónasson, Th. Thordaráon og Guðmundur Féldsted fyrir hönd Gimlibæjar og sveitar og séra Carl J. Olson og R. S. Benson sem fulltrúar frá Selkirk. I fjárhagsnefnd eiga sæti— Ásmundur P. Jóhannsson Hannes Pétursson A. S. Bardal Flutningstæk j anef nd— Ásmundur P. Jóhannsson Th. Borgfjörð Dr. B. H. Olson. Söngnefnd— Dr. B. H. Olson Dr. A. Blöndal J. Walter Johansson. Frá Islandi Maður druknar við bryggju i Siglufirði Skipstjórinn af vélbátnum “Sval- an,” frá ísafirði, féll út af Tynes- hryggju á Siglufirði í fyrrinótt, og druknaði. Skipstjórinn hét Finnur Guð- mundsson frá Görðum í Önundar- firði, raaður um fertugt. Hann var á leið um borð í skip sitt, er slysið vildi til Fyrir þremur árum vildi til líkt slys þarna á sama stað, er skipstjór. inn á varðbátnum “Ingimundi gamla,” féll út af bryggjunni um nótt og druknaði.—Mbl. 22. ágúst. # # # 10 togarar eru hættir síldveiðum í gær slotaði nokkuð veðrinu, sem verið hefir fyrir Norðurlandi und- anfarna daga og sem hamlaði síld- veiðum. Mörg skip fóru út á veið- ar þegar í gærmorgun, en urðu engr. ar síldar vör. Talsverður sjógangur er enn fyrir Norðurlandi og búast því sjómenn ekki við að síldin sé komin upp, þó hún sé fyrir í sjónum. Tíu togarar eru nú hættir síld- veiðum og eru þar með taldir 4 tog- arar, sem byrjaðir eru karfaveiðar, en það eru Kveldúlfstogaramir Þór- ólfur, Snorri goði og Gulltoppur, og togarinn Brimir frá Norðfirði. Togararnir, sem alveg eru hættir veiðum og annaðhvort eru lagðir af stað suður eða komnir, eru: Hannes ráðherra, Ólafur og Hafnarfjarðar. togararnir Rán, Hauganes, Sviði og Júní. Með b.v. Ólafi, sem fór í gær frá Djúpavík áleiðis til Reykjavikur, fóru um 50 farþegar, síldarvinnu- fólk, sem unnið hefir þar í sumar. —MW. 22. ágúst. # # # Mikil karfaútgerð ívœndum Útlit er fyrir að margir íslenzkir togarar muni stunda karfav^iðar að afloknum síldveiðum, sem að öllum líkindum eru að verða búnar að þessu sinni. Eins og áður hefir verið frá skýrt, eru þrír af togurum Kveldúlfs þegar byrjaðir karfaveiðar og leggja upp í verksmiðjuna á Hesteyri. Hafa þeir verið að veiðum' undanfarna daga á karfamiðunum á Halanum, en afli hefir verið tregur, enda slæmt veður. Auk þessara skipa stunda nú karfaveiðar frá Patreksfirði tveir togarar og frá Norðfirði einn. Alls stunda því nú 6 íslenzk skip karfa- veiðar hér við land og má búast við, að fleiri bætist í hópinn bráðlega. Þannig hafa staðið yfir samning- ar um, að tvö skip frá Alliance og fjögur frá Kveldúlfi stundi veiðar fyrir ríkisverksmiðjurnar á Siglu- firði. En enn hefir ekki verið geng. ið frá samningunum. Þá munu og tvö til þrjú skip stunda karfaveiðar frá Sólbakka. Karfamiðin, sem “Þór” fann um daginn fyrir Austurlandi, hafa enn ekki verið reynd til fullnustu. Tog- arinn “Brimir” frá Norðfirði er nú að leita fyrir sér á þeim slóðum. Ef karfamið reynast auðug fyrir Austurlandi, má búast við að tveir togarar fari á veiðar frá Seyðisfirði og leggi upp í nýju síldarverksmiðj- una þar, sem verður tilbúin um mán- aðamótin. Áætlað er, að ríkisverksmiðjurnar greiði kr. 5.25 fyrir karfamál komið til Sigluf jarðar, og kr. 4.00 til Sól- bakka en til þess þurfa verksmiðj- urnar að fá styrk frá Sigluf jarðar- bæ og ríkinu. En þvi miður er al- veg óráðið enn hve margir togarar muni stunda karfaveiðar í sumar og í haust þar sem enn er ekki gengið frá samningum við ríkisverðsmiðj- urnar. Mbl. 22. ágúst. * * # Reykjavík fær tíu þús. krónur í afmælisgjöf Reykjavíkurbær var íánum skreyttur á þriðjudaginn í tilefni af 150 ára afmælinu. Veður var heldur hryssingslegt inest allan daginn, en við og við skein þó sólin. Hátíðasvipur var á bænum og götuumferð mikil af spariklæddu fólki. 9 Hátíðahöldin hófust um morgun- inn með messu í dómkirkjunni og messaði séra Friðrik Hallgrímsson. Lúðrasveitin “Svanur“ lék á Austur- velli kl. 2 og var þar fjöldi manns saman kominn. Kl. 3 gekk mann- f jöldinn upp á Arnarhól og þar söng Karlakór Reykjavikur nokkur lög. Lúðrasveit Reykjavíkur lék á Austurvelli kl. 5 og að því loknu söng Karlakór K.F.U.M. á Arnar- hóli. Mikill mannfjöldi hlustaðí á skemtanir þessar. Maður einn hér í bwnum, sem ekki vill láta nafns getið kom á fund borgarstjóra og afhenti honum 10 þús. kr. að gjöf til bæjarins. Gefandinn mælti svo fyrir að fénu skuli á sínum tima skift jafnt milli byggingu ráðhúss og kirkju hér í bænum. Ríkisstjórnin kom í heimsókn til borgarstjóra til að óska honum til hamingju með afmælið. Einnig komu í heimsókn sendiherra Dana og þýzki ræðismaðurinn. Heillaskeyti bárust viða að m. a. frá konungshjónunum, Norges By- forbund, Berdal, Nissen og Thore- sen, Seyðisf jarðarkaupstað, Nes- kaupstað, sýslumanni Þingeyinga, sýslumanni Skaftfellinga, Lands- bankanum, póst- og símamálastjóra, Voldugur söngflokkur karla og kvenna syngur við móttöku- fagnaðinn á Gimli Blandaður kór úr Winnipeg, sem að standa söngflokkar beggja ís- lenzku kirknanna, karlakór íslend- inga og Icelandic Choral Society, sem hefir verið æfður undir forustu Mr. Paul Bardals, fer til Gimli og syngur þar við móttökufagnaðinn á mánudaginn í tilefni af komu land- stjórans, lávarðar Tweedsmuir. Syngur flokkur þessi þjóðsöngvana Ó Guð vors lands, O Canada og þjóðsönginn brezka, God Save the King. Eykur þessi söngflokkur mjög á hátíðabrigðin. Lávarður Tweedsmuir Verzlunarráði íslands, Fél. isl. stór- kaupmanna, Fél. ísl. matvörukaup- manna í Rvík. Hinu ísl. prentara- félagi, Páli Einarssyni hæstarértar- dómara, (fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur), oddvita Eyrarbakka. o. fl.—Mbl. 20 ágúst. * # # Rúmlega 100 skip stimda reknetaveiðar frá Siglufirði Yfir hundrað vélbátar stunda nú reknetaveiðar frá Siglufirði. Reri allur flotinn, sem stundar rekneta- veiðar í fyrradag og kom að í gær. Fengu flest skipin góðan afla, sum yfir hundrað tunnur. Allur reknetaflotinn fór út aftur í gær. Á mánudaginn voru saltaðar á Siglufirði 2276 tunnur af rekneta- síld og reru þó ekki nema um 40 bátar af 100 vegna óhagstæðs veð- urs. Hæstan afla fengu Ingólfur 145, Hrönn 140, Erlingur 110, Bára 100. í sunnudaginn voru saltaðar á Siglufirði 3366 tunnur af rekneta- sild. Hæstan afla hafði Bára, 163 tunnur. Síðan í miðjum ágústmánuði hefir nær ekkert fengist af síld i herpinót fyr en í vikunni, sem leið, að litilsháttar varð vart síldar aðal- lega austur á Þistilfirði. Á sunnudaginn komu Ólafur Bjarnason með 253 tunnur og Hug- inn Hafnarfirði með 203 tunnur af herpinótasíld til Siglufjarðar og er það síðasta herpinótasíld, sem sölt- uð hefir verið á Siglufirði. Nokkur herpinótaskip komu til Raufarhafnar með dálítnn afla s.l. laugardag og sunnudag.—Mbl. 26. ágúst. # * # Blöðin Politiken, Tidens Tegn og National Tidende hafa öll flutt lang- ar greinar um Reykjavík í tilefni af 150 ára afmæli borgarinnar og lýsa þeirri hraðfara þróun, setn orðið hefi í Reykjavík á síðustu áratug- um.—Mbl. 20. ágúst. Dr. Vilhjálmur Stefánsson Landkönnuðurinn heimsfrægi, Dr. Vilhjálmur Stefánsson, dvelur, sem kunnugt er, á íslandi um þessar mundir, í erindum amerísks flugfé- lags, sem er að rannsaka skilyrðin fyrir væntanlegum flugsam'böndum milli Ameríku og Norðurálfunnar, um ísland. Á sunnudaginn var, flutti Dr. Vilhjálmur erindi yfir ríkisútvarp íslands. Sumt af því mátti greina yfir stuttbylgjuviðtæki í Winnipeg. Dæmdur í árs fángavist Blaðamaðurinn enski, George Mc- Mahon, sá er í sumar sem leið, var tekinn fastur og sakaður um bana- tilræði við hans hátign Játvarð Bretakonung, hefir verið dæmdur til eins árs fangavistar. I réttinum bar hann það, að erlend stjórnar- völd hefði boðið sér þó nokkurt fé, til þess að skjóta konunginn. Tólf manna móttökunefndin hélt fund á Gimli á þriðjudagskvöldið og komst niður á eftirgreinda ‘hátíðar- skrá:— Samkoman hefst stundvíslega kl. 11.45 f. h. Forsæti skipar bæjarstjórinn á Gimli, Mr. C. P. Paulson. Verður fólk þá að vera til staðar. Land- stjóra mætt við inngönguhliðið i Gimli Park. Frá hliðinu inn að ræðupalli verður raðað skólabörn- um með fána í höndum. Fólki, sem átt hefir heima í bygðinni síðan 1877 eða lengur, verður skipað í fylkingu við ræðupall, og þarf því að vera komið í tæka tið.— j 1. Skólabörn, undir stjórn kenn- ara sinna, syngja O Canada. 2. Landstjórinn ávarpaður á ís- lenzku. Ávarp það les Dr. Björn B. Serstök farþegjalest fer frá C.P.R. stöðinni í Winnipeg til Gimli á Mánudaginn kemur Lestin fer frá Winnipeg kl. 9.30 á mánudagsmorguninn, og leggur af stað heim frá Gimli kl. 4 e. h. Fargjald fram og til baka $1.20. Lestin kemur við í Selkirk, Winnipeg Beach og Húsavík. Fargjald fram og til baka frá Selkirk 70c, Winnipeg Beach 50c og Húsavík 25c. Hálft far fyrir börn innan 12 ára. ÍTALIA KAUPIR CANA- DISKT HVEITI 1 STÓRUM STIL Á þriðjudaginn var keypti ítalia 2,000,000 mæla af canadisku hveiti. Hveitiverzlun ein í kornmiðlarahöll Winnipegborgar annaðist um söluna. EMBÆTTA OG SÝSLANA VEITINGAR Sambandsstjórnin hefir, sam. kvæmt lögum siðasta þings, fengið umráð yfir Bank of Canada. í hina nýju framkvæmdarstjórn bankans hefir stjórnin skipað Robert Mc- Queen, prófessor í hagfræði við Manitobaháskólann og Robert G. Coote, fyrrum sambandsþingnmnri Sameinaða bændaflokksins í Alberta. Rekur hann bú í grend við Nanton í Albertafylki. Til fylkisstjóra i Saskatchewan hefir verið skipaður Hon. A. P. Mc- Nab, fyrrum ráðherra opinberra verka, en í Alberta Philip C. H. 1 Primrose frá Edmonton. I framkvæmdarráð Canadian National Railways, 'hafa verið skip- aðir H. J. Symington, K.C., og R. J. Moffat. Meðal þeirra, sem skip- aðir hafa verið í hið nýja útvarps- ráð, eru þau L. W. Brockington í Winnipeg, formaður, og Mrs. Nellie McQlung, rithöfundur í Victoría, B. C. KING FORSÆTISRAÐ- HERRA SÆKIR FUND ÞJÓÐBANDALAGSINS Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, forsætisráðherra, lagði af stað áleið- is til Geneva hinn 12. þ. m. til þess að sitja þing þjóðbandalagsins. I för með honum var verkamálaráð- herrann, Hon. Norman Rogers. Jónsson. Sama ávarp les í enskrí þýðingu, Sveinn Thorvaldson, M. B.E. j 3. Blandaður kór frá Winnijieg syngur, Ó Guð vors lands. 4. Landstjórinn ávarpar mann- söfnuðinn. 5. Söngflokkurinn syngur á is- lenzku. 6. Gestir kyntir ríkisstjóra. 7. Sungið Eldgamla ísafold og God Save the King. Skemtiskrá slitið stundvíslega kl. 1 e. h., og landstjóra þá fylgt til dag- verðar.— Móttökustaðurinn verður fánum skrýddur eftir föngum. í nefnd til þess að semja ávarpið til landsstjór- ans, voru kosnir þeir Dr. Rögnvald- ur Pétursson, Dr. Bjöm B. Jónsson og Hjálmar A. Bergman, K.C. Sundurliðuð skrá yfir móttöku- fagnaðinn á Gimli á Mánu- daginn kemur

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.