Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.09.1936, Blaðsíða 6
G LÖGrBERO, FIMTUDAtílNN 17. SEPTEMBER, 1936. I Garðurinn hennar Marits “Lektor — lektor Bauer!” Ungur maður með veski undir liandleggn- um nam staðar og sneri sér við. “Viljið þér tala við mig?” spurði hann undrandi, þegar hann sá hver kallaði til hans, og eitthvað sem líktist brosi, brá fyrir á hin- um alvarlegu andlitsdráttum. “Já, afsakið, hr. lektor, að eg kallaði til yðar, en þér genguð svo hratt, að mér var ómögulegt að ná yður, má eg verða sam- ferða?” Tveir stúdentar gengu fram hjá. heils- uðu og litu um öxl. “Hum, Due og bókaormurinn samferða, sjaldgæft að sjá, hefir eitthvað að þýða, þú!” “Já, máske Due hafi fengið samvizkubit og ætli að skrifta,” sagði hinn hlæjandi. “Ætli þar sé enga víxla að fá fyrir vin- áttuna; eg veðja. “Due svaf illa í nótt . . . . en svei, sagði hann — með ríkan föður, hvað gerir það?” “Kvelur hitinn yður* Due, þér virðist vera svo þjáður?” spurði Bauer lektor. Due dró andann eins og hann væri að kafna. “ Það er óvanalega heitt í maí,” sagði hann. Þeir voru mjög ólíkir þessir tveir menn. Fyrir Bauer var hver dagur mikils virði. Stúdentarnir kölluðu hann bókaorminn, en allir litu aðdáandi til hins alvarlega, duglega unga manns. Að hann var kominn svo langt, jafn ungur, öfimdaði enginn hann fyrir; því allir vissu að hann hafði brotið sér braut með litlum efnum. Arnold Due og fáeinir aðrir, forðuðust hinn fátæka, unga lektor. Due hafði þar á móti alt af pepninga- pyngju sína fulla, sem hann var örlátur að tæma handa félögum sínum, er sóttust mikið eftir samvistum hans þess vegna. og smjöðr- uðu við hann í meira lagi. Due tók eftir því að Bauer liorfði á hann spyrjandi og rannsakandi. “Hvernig gat mér hugsast að halda mér föstum við þenna ísjaka, ” hugsaði hann, “hvað veit hann um unga menn og lífið; hann hefir eflaust fæðst gamall.” “ Elf eg get hjálpað yður á einhvern hátt, segið þá frá því hiklaust, það er alt af bezt,” sagði Bauer alúðlega. ‘ ‘ Eg veit ekki hvort þér getið skilið mig. Þér eruð svo rólegur og alvarlegur, svo sterkur og óhultur um sjálfan yður. Eg get ekki hugsað mér mögulegt að þér látið freista yðar.” Hann leit niður fyrir sig, honum fanst eins og hann yrði að fara úr fötunum og standa nakinn frammi fyrir þessum vand- látu augum. Hann leitaði eftir tækifæri tiJ að komast burt. En Bauer sagði alvarlega: “Eg skil, að yður líður illa; og ef þér haldið að eg geti hjálpað yður, þá vitið þér líka að þér megið treysta mér. ’ ’ Þér eruð göfugmenni að öllu leyti, Bauer lektor. Já, eg er illa staddur, sokkinn niður í skuldir. Það eru ekki skraddarar né skó- smiðir, það er spilaskuld.” Hann roðnaði og fölnaði á víxl, og leit ekki á Bauer. “Eg ætla ekki að afsaka mig, en Ilagen, Binge og öll sú klíka, hefir haft slæm áhrif á mig. Fyrst vann eg, það hvatti mig, og þegar eg tapaði, áleit eg, að eg mundi vinna aftur, en eg tapaði meiru og meiru. I gærkvöldi komst vitleysan á hæsta stig. Vinge hafði gesti — við drukkuð mikið — þar var líka kvenfólk.” Bauer lét brún síga. “Ungar, saklausar stúlkur?” spurði hann hörkulega. “Ó-nei, það verða þær nú naumast kall- aðar, en þær hvetja — léttúðin vex.” Bauer hreyfði sig óþolinmóðlega. Due sá það og áttaði sig. “Faðir minn er mjög frjálslyndur, ” sagði hann eftir augnabliks þögn. “Ráðspakari maður er exki til, en þeg- ar hann álítur það við eiga, getur hann verið eins þverúðugur og hafur. Nú er svo komið, að eg get ekki fundið neitt áform til að fá föð- ur minn til að borga, án þess að—” “Þér verðið að vera alveg hreinskilinn gagnvart föður yðar,” sagði Bauer rólegur. “En hvað á eg þá að gera? Nú grunar mig að faðir vilji ekki hjálpa mér. Mamma er annars vön að Jijálpa, en nú er upphæðin of stór. ” Bauer hugsaði sig um. “Ef þér viljið verða samferða heim, þá getum við talað um þetta í ró,” sagði hann. “Heim til yðar?” í huga sínum sá Duo fátæklegan afkima uppi undir }>akinu í einum jaðri bæjarins. Látum svo vera, hugsaði hann kæruleysislega, en furðaði jafnframt á því, hvað hefði komið sér til að gera Bauer lektor að trúnaðarvini sínum. “Eigum við að fá okkur bifreið?” Bauer brosti. “Eg hefi ekki efni til þess, og þér heldur ekki, eins og stendur. ” “Sporvagninn þá. ” “Bf þér viljið það. Eg er annars vanur að ganga; eg kann bezt við það og hefi auk þess gott af því.” Due kom ekki með fleiri mótmæli. Hann furðaði annars á því, hvernig fátækt fólk gæti fundið gleði í lífinu. “Það er annars merkilegt, hve mikið gagn maður getur haft af því að ganga í þess- um stóra bæ. Það koma svo margar hugs- anir, svo margar gátur, sem maður reynir að ráða,” sagði Bauer. “Eins og eins konar undirsöngur við ‘hávaðann og vagnskröltið, ” bætti Due við. , “Það truflar mig ekki.” “Ó-nei, jafn sterkur andi og yðar getur eflaust dregið saman . . . búið þér héma?” sagði hann. Þetta kom óvænt. Fegursta deild bæjar- ins var það ekki, en virðingarvert var það samt. Bauer gekk út á rönd gangstéttarinn- ar og leit upp til þriðja gólfs, svo gaf hann bendingu og bros lék um varir hans. Þrjá stiga upp, Bauer opnaði, og ung persóna kom á móti þeim. “Gunnar, en hvað þú ert seinn — eg hefi beðið.” Hún varð feimin og stóð kyr, eins og barn, sem ekki er vant við gesti. Hún var líka næstum því barn. Due fanst hann hefði aldrei séð neitt jafn nett og yndislegt. Ljósi kjóllinn fór svo vel beinvaxna líkamanum, og ljósu flétturnar láu eins og blómsveigur um fallega höfuðið. “Systir mín, Marit Bauer. Stúdent Due, ’ ’sagði Bauer þegar hann kynti þau. Hún rétti Due hendi sína og brosti svo tælandi, að hann gleymdi hvers vegna hann var þar. Þeir töluðu stundarkorn um hitt og þetta, svo stóð Bauer upp. “Komið þér, Due, við skulum spássera í Marits garðinum meðan hún hjálpar Maren mcð að bera á borðið.” “Garðinum!” sagði Due, liann hafði ekki tekið eftir neinu auðu svæði þar. Bauer opn- aði dyrnar að næsta herbergi, og undrunar- ópið sem Due æpti, kom báðum systkinunum til að hlæja hátt. Þetta var líka undravert herbergi, með gluggum til suðurs. Þar voru margir og grænir balar hingað og þangað, með stjúpblómum, þúsundkæti og mörgum öðrum blómum. Þar voru gangstígir með pálmum, rósum og ýmiskonar jurtum, smekk- lega niðurraðað, þar voru barkarbekkir og hér og hvar héngu fagurlitaðir, japanskir ljósberar. Hið undarlegasta voru máske veggirnir. Þar voru hinir fjörlegu litir vors- ins, beitiland með mörgum kúm — þarna bóndabýli, barn og hundur að leika sér — hér var ás, fjall, rennandi lækur og einmana birki- tré — alt með vorsins og sumarsins fögru litum. . “Eg — eg skil þetta ekki, eru veggirnir málaðir?” spurði Due. “Já,” sagði Marit, eldlegur áhugi flutti roðann fram í kinnar hennar. “Mér var í marga daga bannað að koma í garðinn. Ei- ríkur lokði sig inni allan daginn. Einn dag- inn sagði hann svo, að eg mætti koma inn. Eg get ekki lýst tilfinningum mínum; garð- urinn minn hafði nú engin takmörk. Nátt- úran var nú komin hingað með sléttlendi, skóga, fjöll og firði, dýr og manneskjur — ó, hve yndislega rík eg var orðin. Eg get setið hér tímunum saman, undrandi yfir þess- um myndum. ” “Hver er Eiríkur?” spurði Due. “Br hann málari?” “Ekki beinlínis,” sagði Bauer. “Hann er læknir, og hefir síðustu tvö árin dvalið í Frakklandi með frænda sínum. Það er svo margt á þessum hryllilegu tímum, að sjá og læra fvrir lækni.” “Er hann vinur yðar?” “Já, mjög góður vinur. ” “En húseigandinn, ” sagði Due, “levfir liann þetta?” “Ó, hann er mjög elskulegur,” sagði Marit og roðnaði. “Þér sjáið, að vatnið get- ur ekki komist inn, við höfum séð um það . . . og húseigandinn er Eiríkur.” “Marit er alin upp úti á landi,” sagði Bauer. “Hún er hrifin yfir fegurð náttúrunn- ar, og þegar það varð nauðsynlegt fvrir hana fyrir fáum árum síðan, að flytja hingað til mín, datt okkur þetta, Eiríki og mér, í hug, að gera henni heimilið eins viðfeldið og mögu- legt væri.” “Og svo hin indæla hugsun Eiríks, að flytja náttúruna hingað inn,” sagði Marit. Due fann alt í einu einhverja óvild gegn þessum lækni. “Þér hljótið að sakna hans mikið, ungfrú Bauer?” “Ó, yður grunar ekki hver hátíð það er fyrir okkur tíunnar, að fá bréfin hans; en—” andlit hennar varð alvarlegt. “Eg finn oft til kvíða yfir því, að honum hafi viljað eitt- hvað til.” “Eg hefi sagt þér, Marit, að Eiríkur tekur ekki þátt í stríðinu, hann heldur til í sjúkrahúsunum,”sagði Gunnar blíðlega. “ Já, eg veit það,” sagði hún kyrlát, “en blöðin tala um púðurkúlur og sprengikúlur, sem fleygt, er til sjúkrahúsanna, og gagnvart loftskipum eru þau aldrei óhult.” Marit gekk inn í borðstofuna. “Nú,” sagði Gunnar, “vil eg ráðleggja yður að skrifa föður yðar, og segja honum hiklaust frá öllu. • Þér vitið bezt, hvort þér getið líka sagt honum, að þetta skuli aldrei endurtekið. ’ ’ “Þér þekkið ekki föður minn, Bauer. Hann getur verið afar vandlátur og harður, þegar hann vill það.” “Þér segið að hann sé mjög frjálslyndur við yður — verðskuldar hann þá ekki traust yðar ? Faðir getur fyrirgefið að sonur hans breytir heimskulega, en aldrei, að hann með ásetningi segi ósatt.” Due þaut á fætur. “Eg ráðlegg yður aðeins, eins og eg í líkum kringumstæðum hefði gert,” sagði Bauer fast. Due rétti honum hendi sína. “Þökk fyrir, eg skil yður, í kvöld skrifa eg pabba.” Marit kom og bauð þeim að neyta matar. Það voru ekki margir réttir, en alt var indælt og aðlaðandi. Eftir kvöldvei’ðinn lék Marit á hljóðfæri, og þau sungu saman, þangað tiJ nemendur Gunnars komu, sem hann kendi heima hjá sér. Marit og Due gengu inn í garðinn. ‘ ‘ Eg get ekki sameinað þetta heimili með yður og Bauer,” sagði hann. Hún leit spyrjandi á hann. “Hvers- vegna ekki?” Hann varð dálítið feiminn. “Eg hélt að Bauer hefði það takmark, að komast upp á efstu rim vísindastigans, Jiraðara en allir aðrir. Auk þess liélt eg að hann væri fá- tækur.” “Ef þér álítið að allir séu fátækir, sem ekki hafa fulla pyngju af peningum, þá erum við fátæk. En mér finst margt meira virði en peningar.” “Getur verið,” sagði Due, “en það gágn- ar ekki í hversdagslífinu. Sé einhver svang- ur, gleymist það ekki við að heyra hljóðfæra- slátt, lesa bækur, eða horfa á blóm. Sé mag- inn tómur, deyr hugmyndaaflið bráðlega.” Hún leit á hann stónim, spyrjandi aug- um, svo hristi hún höfuðið. “Eg veit ekki hvað það er,” sagði hún, “því eg hefi aldiæi verið svöng.” Svo liló hún. “En eg skil nú hvers vegna Mia notar sömu afsökunina, þeg- ar liún vill fá mat.” “Hver er Mia?” “Lítil stúlka, sem bróðir minn fann eitt sinn grátandi á götunni, og sendi hana upp til mín til að fá mat. Síðan kemur hún alt af og segir: “Bróðir yðar sagði það, hann sá—” “Raunar,” sagði hún hugsandi, “það sem eg meina, er, að Gunnar finnur mesta ánægju í vinnunni, eins og nú með drengina þarna inni.” Due skildi aðeins, að hann og hún stóðu sitt hvoru megin við ókleift gil, en hvort þeirra stóð hentugra megin, gat hann ekki á þessu augnabliki vitað. Þegar hann kom heim þetta kvöld, skrifaði hann föður sínum. Myndin hennar Marit með garðinn sem um- gerð, stóð fyrir innri sjón hans; þessvegna sagði hann sannleikann eins og hann var. En þegar hann var búinn að lesa það, varð hann efandi. Það er ekki nauðsynlegt að senda það strax, hugsaði hann; dálítil umhugsun um málið getur ekki skemt. Það óþægilega kemur ávalt nógu snemma. Hann huggaði sig með því, að hann hafði þó skrifað. Hann kom aftur til systkinanna, og fékk þar alúðlegar móttökur. Sú eina persóna, sem ekki líkaði heimsóknir hans, var Maren, hin gamla barnfóstra þeirra, sem nú annaðist heimilið fyrir þau. Hún hafði ekkert sér- stakt að finna að honum, vissi aðeins, að hxín kunni ekki við hann, og þessvegna gat hún heldur ekki sagt neitt við Gunnar eða Marit. Aðeins einu sinni sagði hún með varkárni: “Hann Eiríkur var nú allur annar en þessi.” Due varð að lokum neyddur til að senda bréfið, og eitt kvöldið kom hann allhnugginn upp til þeirra. Meðan Maren var að bera á borðið, sagði hann Bauer, að faðir sinn ætlaði að koma til bæjarins að fáum dögum liðnum. ■ “Eg get ekki neitað því, að eg kvíði fyrir því,” sagði hann. “Það skilur eflaust faðir þinn,” sagði Gunnar huggandi. “Já, pabbi er í rauninni ágætur maður, en hann getur líka verið þver.” “Allra beztu manneskjurnar hafa oft þenna galla. ” “Ó, þér steingervingar, hafið þér nokk- uru sinni orðið ástfanginn, Bauer?” Bauer hló. “Líf mitt hefir verið bundið um of við vinnu til þess,” svaraði hann ró- legur. “Ilamingjan góða!” sagði Due, og klappaði höndum saman með skringilega ör- vilnuðum svip. “Eg get ekki talið allar mín- ar atlögur. Alvarlegasta tilviljanin mín, var sú fyrsta. Eg var sextán ára, og varð ákaf- lega ástfanginn af okkar nýju mjaltastúlku. Hún var frá Þelamörk, og hét Ingibjörg. Eg lá vakandi um nætur og reyndi af öllu megni að yrkja kvæði, eg rannsakaði alls konar bæk- ur, til þess að geta þetta, en alt varð gagns- laust gagnvart þessari fögru Ingibjörgu. Svo gerði eg árás á kastala hennar — fjósið. Hún rak mig út og hló að mér. En sökum þess fór ást mín vaxandi. Einn morgun, þeg- ar liún stóð og var að mata kálfa, kom eg aftan að henni, en liún sá mig ekki, og alt í einu lagði eg handleggina um háls hennar og kysti hana. Eg var jafnhár þá eins og núna, en hún var lítil. Eg fann til sællrar ánægju, en hún varð stutt. Á sama augna- bliki Íét hún fötuna á básinn og eg fékk snopp- ung, fyrst á aðra kinnana og svo á liina. “Sneypstu út,” byrjaði hún, en varð trufluð af háltrasköllum — og þar stóð pabbi með tveimur ókunnum mönnum. Hann hefir svo mikla ánægju af að sýna öðrum fjós og hest- hús, sem heimsækja liann. Eg læddist burt eins og hundur, sem hefir verið barinn. Mamma varð afar reið, þegar pabbi sagði frá þessu. Að leyfa sér að berja mig — son mömmu. Mamma hefir víst álitið, að Ingi- björg ætti að skoða ást mína sem heiður fyrir sig. Hún krafðist þess, að Ingibjörg yrði rekin, en þá reiddist pabbi, og sagði að Ingi- björg skyldi vera þar, eins lengi og hún vildi, og ef hann heyrði einu orði meira um þetta, skyldi þessi framhleypni strákur verða bar- inn af honum líka. Niðurstaðan varð sú, að eg var sendur til frænda míns í Kristjaníu. Litlu síðar giftist Ingibjörg ökumanninum. Bg varð utan við mig af sorg, og sór að hefna mín á ökumanni. Þau eru enn á heimili pabba og mömmu.” # # * “ Hvers konar félag er það, sem þú hefir hér inni?” þrumaði óðalseigandinn Due. “Dikka frænka segir, að þú hafir ekki heim- sótt þær í fleiri vikur, og heldur ekki hefir verið mögulegt að liitta þig í herbergi þínu. ” ‘>Ef þú vilt vera hreinskilinn, pabbi, þá finst þér heldar ekki, að það sé mjög við- feldið hjá Dikku frændu.” Faðirinn strauk hendinni um höfuðið. “Helen segir—” “Ó, pabbi — þú mátt ekki ásaka Helenu fyrir að hún sé segulmögnuð. ” “Nei, frænka áleit líka, að aðdráttaraflið kæmi frá öðrum.” Ilann leit yfir gleraugun á son sinn. Arnold ypti öxlum, en svaraði engu. “Jæja, þú vilt ekkert segja, drengur minn, eg verð þá sjálfur að rannsaka þetta.” Aftur leit hann rannsakandi yfir gler- augun. Arnold þaut á fætur. “Rannsaka hvað —hvar — við hvað áttu?” hrópaði hann á- kafur. “Pabbi—” ‘ ‘ Þú verður að flýta þér, drengur, annars kemur þú of seint til fyrirlestursins. Við finnumst á Grand til dagverðar. Vertu sæll!” # # # Óðalseigandi Due leitaði í öllum vösum sínum. Hvar lét eg heimilistilvísanina, sem Helen gaf mér? Ung stúlka, sagði hún. Hún og bróðir liennar hafa oft sézt í félagi með Arnold; hann er eflaust yfirburða ástfang- inn, sagði Helen. Yfirburða ástfanginn — já, eflaust —strákhnokkinn . . . Kvenfólk er nú ekki skapað til annars en að eyðileggja.'— “Konan, sem þú gafst mér,” sagði Adam— já, þú Adam; þær hafa nú ekki breytt eðli sínu til muna, síðan á þínum dögum, það er áreiðanleg't. Eli við verðum að haga okkur, eins og Adam gerði, og kenna guði um þetta. Hann hefir hlotið að vita hver niðurstaðan yrði, þegar liann skapaði Evu.— Loksins fann hann heimilistilvísanina; hann fékk sér bifreið og bjó vel um sig í henni, en hann var ekki mjög ánægður yfir þessu áformi. Jæja, það er þá hér; á þriðja lofti, sagði Helen. Hann bað ökumanninn að bíða, og stóð efandi fyrir utan dyrnar. “Hum — jé —hum. Til hvers er nú Helen að grafa á annara manna landi? Kvenfólk skiftfr sér( af öllu — dreypir eitri tortrygðarinnar í blóðið. Setjum nú svo að þetta fólk hrindi mér á höfuðið ofan stigann? Það væri ef til vill sanngjarnt.” Hann snéri sér við. Nei, eg vil ekki gera mig að fífli. Arnold er nú held- ur ekki hvítvoðungur, og verður nú í þetta eina skifti að gæta sín. Mæður eru svo und- arlegar. Þetta, að berjast fyrir afkvæmi sínu, er eðli allra lifandi skepna, alla leið frá manneskjunni til hins minsta orms. En nú ætlaði hann að leysa úr þessu, þá gæti Aletta gengið um kring nöldrandi og ckki talað í heila viku . . . svo fengi!— Hann hafði næstum dottið um litla stúlku, sem var að aka sér upp stigann. Hann greip í hana. “Barn, getur þú ekki gengið!” hrópaði hann ilskulega. “Jú, það get eg vel; en það er skemti- legra að ganga þannig. Allir geta gengið þannig niður stigann, en enginn gengið þann- ig upp nema eg, ’ ’ sagði hún mikillát. “Já, og ganga svo á höfðinu ofan stig- ann einhvern daginnJ’ “Ó-nei,” sagði hún hlæjandi; það var líka hlátur í dökku augunum, þegar hún bætti við. “Það voruð þér, sem voruð nærri dott- inn . . . að hugsa sér, ef þér hefðuð dottið. Eg er viss um að stiginn hefði brotnað, jafn digur og þér eruð.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.