Lögberg - 26.11.1936, Blaðsíða 6
L.ÖUBERG, FIMTUDAGINN 26. NÓVEÍMBER 1936
6
Þræll ArabaKöfðingjans
Skáldsaga eftir Albert M. Treynor.
“Hvernig líður yður, Caverly!” spurði
hann. “Það gleður mig að sjá yður heilan
á húfi. Hvað gerðu þessir þorparar við yður!
Urðuð þér virkilega þræll þeirra! Hvernig
komust þér frá þeimf Eg er einmitt á leið-
inni til þess að grenslast eftir, hvort eg gæti
fundið yður. Eg hugsaði — eg vonaði, að eg
gæti keypt yður lausan.”
Caverly greip fram í og stöðvaði hið
straumhraða mælskuflóð hans. “Þér hafið
sagt frænku yðar, að það hafi verið eg, sem
laumaðist burt, og að þér hafið svo eftir á
orðið að spjara yður, sem þér bezt gátuð,
gegn Túaregunum.”
Eyðimerkurnar eru eins og bræðsluofn,
sem greinir sundur hina sönnu eiginleika
mannanna. 1 glóðheitri sandauðninni, sam-
vistum við blóðheita lögleysingja kemnr innri
maður hins hvíta manns í ljós á annan livorn
veginn. Annaðhvort reynist hann gallalaust
.stál, eða þá blendingur og úrgangshroði.
1 Carl Lontzen var lítið annað en úr-
gangurinn eftir. Hann var af vel virtum ætt-
um og góðum, en Afríka hafði svift skapgerð
hans því nær öllum eiginleikum, nema nautna-
hvötinni einni. Hann var stór vexti og frem-
ur laglegur. Kjálkarnir voru að vísu farnir
að verða heldur þungir, andlitið of blómlegt,
augnaráðið of harðneskjulegt og munndrætt-
irnir of veikir.
Augu þau, sem eigi þora að horfast í
augu við aðra, breiða venjulega yfir eitthvað
sem ekki þolir dagsljósið.
“Nú, jæja, — eigið þér við atburðinn
Jxarna uppi í fjöllunum,” sagði hann og rak
upp stuttan hlátur. “Þar um eru engir til
frásagnar, nema við tveir, og standa því orð
okkar hvert gegn öðru!”
Caverly lyfti brúnum lítið eitt. “Já, það
er nú svo. Milli annara, ef til vill .En ekki
liér, okkar á milli. Við vitum þó, hvernig alt
fór fram, Carl. Þér og eg vitum nákvæmlega,
livor okkar það var, sem lét hugfallast og
laumaðist á stað og skildi félaga sinn eftir,
svo að hann varð seldur í þrælkun.”
“En eg kom þó aftur til þess að sækja
yður,” mælti Lontzen sjálfbyrgingslega.
“Gerðuð þér það? Jæja þá, það getur
ef til vill friðað samvizku yðar. En er sólin
rís með morgni, þurfið þér ekki að gera yður
áhyggjur út af þessháttar, því þá hafið þér
hvorki neina samvizku framar né nokkurn
skapaðan hlut annan.”
Lontzen horfði hvatskeytlega á hann.
“Hvað — hvað eigið þér við?”
“Tagar — Arabahöfðinginn, skiljið þér
—er hér á næstu grösum með áttatíu manns.
Það eru Zouaiar, vinur sæll, og þá vitið þér
á hverju er von, — ofurlítið áhlaup, svo er sú
saga úti. Og þá er okkur öllum lokið.”
“0 — Tagar,” mælti Lontzen sjálfbyrg-
ingslega. “Bg er nú ekki smeikur við Tag-
ar!”
“Þér eruð ekki smeykur?”
Lontzen smelti fingrunum. “Nei, eg
virði ekki Tagar meira en sem svo!”
Nú var það Caverly sem starði á hinn.
“Þér hafið þá breyst töluvert mikið, síðan
við sáumst síðast.”
Lontzen ypti öxlum. Svo settist hann
niður og horfði með mestu athygli á gest sinn.
“Þér munið víst eftir olíu-lindunum, sem við
fundum í Tíbestí,” sagði hann.
“ Jú, æsmilega vel. Eg hefi fylstu ástæðu
til að minnast þeirra.. Það var einmitt þar,
sem Túaregarnir tóku mig.”
‘ ‘ Ef við gætum leitt olíuna niður til sjáv-
ar, værum við á svipstundu margfaldir milj-
ónaeigendur.”
“Það yrði svei mér endaslepp dýrð,”
mælti Caverly kuldalega. “ Miljónamæringar
í kvöld og dauðir á morgun.”
“Nei, hlustið þér nú á mig. Þetta er al-
vara mín. Þér munið víst kald-gosbrunninn,
sem við fundum skamt frá olíulindunum. Þér
funduð þar í brunninum nokkra smáfiska,
sem þér fullyrtuð að héldu sig aðeins í Mið-
Afríku, vötnum og ám.”
“Já, eg man vel eftir þessu.” Caverly
horfði alveg hissa á hann. ‘ ‘ En hvað í ósköp-
unum koma þessir fiskar okkur við núna?”
“Og þér sögðust hafa fundið þessa sömu
fisktegund í öðrum vötnum í eyðimörkinni,
hinum megin við Kafara, ” mælti Lontzen
með ákafa. “Og þér dróguð þá ályktun af
þessu, að margar af landeyjunum í Sahara
fengju vatnsrensli sitt eftir fjölþættu vatns-
æðakerfi neðanjarðar, og að æðar þessar
myndu svo sartieinast í eina meginæð, sem ef
til vill rynni út í Nílelfi.”
“Já, margir jarðfræðingar hallast ein-
dregið að þessari skoðun,” mælti Caverly.
“En hvað um það ?”
“Eg veit líka að þeir gera það margir,”
mælti Lontzen. “Eg talaði fyrir skömmu við
vísindamann, sem fullyrti, að Tíbestí lægi
efalaust í þessu vatnsæðakerfi. Bf maður
hellir einhverju í vatnið þar efra, kemur það
út í Níl. Og nú kem eg aðpví, sem eg ætlaði
að segja,” sagði Lontzen. “Það myndi vera
ógerningur að gera sér nokkurn arð úr olíu-
lindum í Tíbestí, af því að það er ómögulegt
að flytja olíuna út úr eyðimörkinni. Það yrði
með öllu ókleift, að leggja pípur alla þá óra-
leið.”
Caverly hafði nú fundið skó, sem hann
smeygði sér í. Hann hlustaði aðeins með
öðru eyra. “Leysið þér bara ofan af skjóð-
unni, ” sagði hann.
“Olía flýtur ofan á vatni,” mælti Lont-
zen í fræðimannsróm. “Bf við gætum opnað
eina olíulindina í Tíbestí og helt nokkrum
uð fiskinn í, mundi olían renna með vatninu
undir eyðimerkursandinum og út í Nílelfi.
Við gætum svo grafið frárenslisrennu, þar
sem olían kæmi út, og látið hana renna niður
í geysimikinn olíugeymi og dælt henni þaðan
beint í olíuskipin..”
“En livað þér hafið skínandi góðar hug-
myndir,” mælti Caverly. “Það er aðeins
leiðinlegt, að þér skuluð ekki fá að lifa og
sýna, hvernig ?etta hepnaðist fyrir yður.”
“Hversvegna fæ eg ekki að lifa?” spurði
Lontzen tryllingslega,
“Það er eg búinn að segja yður áður,”
sagði Caverly óþolinmóðlega. “Hópur Zoua-
ía liggur á verði og eru tilbúnir að ráðast á
yður í aftureldingu. Getið þér ímyndað yður
að það sé nokkur undankoma—”
“Eg er búinn að segja yður, að eg býð
Tagar góðan daginn,” greip Lontzen fram í.
Hann brosti drýgindalega. “Eg hefi son
höfðingjans með mér hérna í lestinni! ’ ’
“Hvernl” sagði Caverly hissa. “Sjálfan
Sídíann—?”
“Já, Sídí Sassí Kreddache, son Tag-
ars!”
“Já, en hann er í Norðurálfu. Faðir
hans sendi hann þangað, þegar hann var lítill
drengur, til þess að hann skyldi fá uppeldi
hvítra manna. Þrælarnir í Gazim heyra líka
það sem talað er — þehs vegna veit eg þetta.
Tagar hefir alt af verið ásælinn. Hann langar
til að verða höfðingi yfir ættkvíslunum í ná-
grenni sínu. Þess vegna sendi hann þenna
efnilega snáða til Norðurálfu, til þess að læra
þar nýtízku hernaðarlist og koma svo heim
aftur sem fullfær hershöfðingi. Það verður
eins og víti sjálft losni úr böndum, þegar
hann kemur lieim aftur, þessi her-óði náungi,
liingað út í eyðimerkurjaðarinn.”
“Ilann hefir lokið námi sínu og er nú
á heimleið með mér,” mælti Lontzen.
Caverly gaut hornauga til tjalddyranna.
“Þá horfir málið talsvert öðru vísi við,”
mælti hann. ‘ ‘ Þér segið, að Sassí Kreddache
sé með yður, hérna í lestinni?”
Lontzen kinkaði kolli drýgindalega.
“Hann sefur í tjaldinu hérna rétt hjá.”
“Hann er nú orðinn fulltíða maður,”
hélt Lontzen áfram og lækkaði róminn. Svo
glotti hann íbyggilega. ‘ ‘ Eg er smeykur um
að karli föður hans verði allmikil vonbrigði
að stráknum. Eg hitti þennan unga náunga í
París. Hann er hrifnari af skemtununum
þar nyrðra, heldur en af hernaðarlistinni.
Harm langaði ekkert sérlega til að fara heim
aftur. En hann vill gjama verða ríkur —
eins og eg óska líka. Þér skiljið víst — við,
eg og sonur Tagars, göngum í félagsskap um
olíuna.”
Caverly setti totu á munninn og blístraði
lágt. “Nú, svoleiðis. Það er þá á þennan
hátt, sem þér hafið safnað hugrekki í sarpinn
og árætt að koma liingað aftur. Þér eruð þá
undir vernd Saddí Kreddache.”
Kaldhæðnin í málróm hins fór alveg
fram lijá Lontzen. “ Vitið þér leiðina til olíu-
lindanna í Tíbestí?” spurði hann svo for-
málalaust.
Caverly deplaði augunum, en að öðru
leyti sást ekki votta fyrir dráttum eða svip-
breytingu. í andliti hans. “Vitið þér ekki
sjálfur leiðina þangað?” spurði hann.
“Nei, nei!” svaraði Lontzen. “E|g er
að minsta kosti ekki alveg viss um hana. Við
fórum of marga króka, þegar við tveir fórum
þangað.”
“Og yður lá svo á að hlaupa frá mér og
Túaregunum, að þér gáfuð yður ekki tíma til
að átta yður almennilega á stefnunni,” sagði
Caverly góðlátlega.
‘ ‘ Þér hafið alt af verið svo bannsett átta-
vís og ratvís, Caverly,” sagði Lontzen. “Þér
getið eins og ekkert verið fylgdarmaður okk-
ar, eða hvað?”
“ Jæja, það liggur þá svona í því,” sagði
Lontzen brosandi. ‘ ‘ Það var þá þar sem fisk-
ur lá undir steini. Hinn hugrakki björgunar-
maður kom þá ekki til að frelsa félaga sinn,
heldur til þess að fá sér fylgdarmann. ”
“Getið þér þá vísað okkur leið til olíu-
lindanna ?” greip Lontzen fram í.
“ Já.”
“Agætt! Þá er alt í lagi!”
“Hvernig þá?”
“Anægjusvipurinn dofnaði smám saman
á andliti Lontzens. Og augu hans leiftruðu
ískyggilega. “Hvað eigið þér við?” spurði
hann.
“Eg býst ekki við,” mælti Caverly alvar-
lega, “að þér hafið hugleitt nógu rækilega af-
leiðingar þess, ef þér færuð að dæla olíunni út
í vatnsæðanetið undir sandinum. Hafið þér
virkilega hugsað það til hlítar?”
“Eg heíi fullhugsað það alt saman, ”
mælti Lontzen.
“Fjöldi sveitaþorpa í eyðimörkinni á alla
tliveru sína undir þessum vatnsæðum, ” sagði
Caverly. “Eg veit ekki hvort þessi áætlun
yðar yfirleitt er framkvæmanleg. Hún er svo
f jarstæð, að það er ólíklegt að hún gæti hepn-
ast.. En ef þetta svarar kostnaði, þá vitið
þér, hver afleiðingin verður. Drykkjarvatnið
í Sahara verður pestmengað og eyðilagt af
þefjapdi liráolíunni. Landeyjarnar munu
þorna upp og visna af vatnsskorti. Ibúar
þeirra munu kveljast af þorsta. Þorpin munu
eyðast!” Hann leit á Lotnzen og kinkaði
kolli. “ Verði olíulindirnar leiddar út í vatns-
æðakerfið, þá fer eflaust eins og eg nú hefi
sagtyður.”
“Nú, jæja,” sagði Lontzen.
Caverly rétti úr sér á stólnum. “Þér
munduð samt ekki hika við það ? ’ ’
“Hvað varðar mig um það hyski? Ekki
hefi eg beðið það að setjast að hérna í eyði-
mörkinni. ’ ’
“Hamingjan góða, Lontzen, þegar þið
heldri mennirnir farið að beita þorparabrögð-
um, þá gerið þið það svo um munar. Lítur
ungi Sassí Kreddache sömu augum á þetta
mál og þér?”
“Sassí er ekkert hrifnari af þessum eyði-
merkur-blendingum en eg.”
“Blendingum? Eigið þér við Araba og
Bedúína ? Ekki nema það þó! Hvar haldið
þér að maður finni hreinna blóð og óbland-
aðra?”
“Þeirra öld er liðin!” mælti Lontzen
fyrirlitlega. “Villimenn frá tíundu öld eiga
ekkert erindi á tuttugustu öldinni.”
“Þér teljið yður ef til vill þúsund sinn-
um betri en þessa villimenn, sem þér nefnið
svo?” Caverly brosti til gamla félaga síns,
eins og hann væri að horfa á einhvern skrii^gi-
legan hlut, hlut, sem þó samtímis vekti með-
aumkun hans. “Eg býst ekki við, að eg sé
kominn svo langt á þroskaskeiðinu sem þér.
Það er talsvert eftir í mér af manninum frá
tíundu öldinni.”
“Eg er ekki kominn hingað fullar tvö
hundruð mílur út í eyðimörkina, til þess að
hlusta á xnédikanir, ” hreytti Lontzen út úr
sér all-gremjulega. “Eg spyr yður blátt á-
fram—viljið þér vera vegvísari minn til olíu-
lindanna?”
“Þér getið þekt staðinn á klettatindun-
um tveim, sem gnæfa upp í loftið eins og upp-
réttir þumalfingur,” sagði Caverly. Hann
horfði ertnislega á Lontzen. “Það eru 3—4
dagleiðir liéðan tii Gazim, og 5—6 dagleiðir
þaðan til Tíbestí — það er að segja ef þér
farið rétta leið.”
“Eg veit ekki leiðina þangað,” sagði
Lontzen hreinskilnislega. “En þér þekkið
hana. Þér hafið alt af verið svo skolli átta-
viss. Við Sassí getum átt það á hættu að
hringsólast í eyðimörkinni mánuðum saman,
án þess að finna staðinn, en þér getið fylgt
okkur beina leið þangað. Viljið þér gera
það?”
“Nei.”
“Eruð þér genginn af göflunum? Viljið
þér ekki fylgja okkur?”
“Nei.”
Lontzen staulaðist á fætur og rétti nú úr
sér frammi fyrir Caverly. Andlit hans tók
einkennilegum breytingum. Rétt áður mundi
maður hafa sagt fullum fetum, að þetta væri
laglegt andlit, en gremjan hafði nú gerbreytt
því. Hörð og miskunnarlaus augu leiftruðu
nú gegnum þröngar augnarifurnar. Munnur-
inn varð ljótur og ólögulegur, og varirnar
kipruðust grimdarlega. Alt andlitið lýsti nú
lymsku og taumlausri græðgi og gerbreytti
öllum svip mannsins.
“Þér neyðist nú til að gera eins og eg
óska,” sagði Lontzen mjög hægt og lagði á-
herzlu á orðin. “Ef þér gerið það ekki góð-
fúslega, eins. og félagi okkar, verðið þér
neyddur til að fara með okkur eins og þræll.
Eg kaupi yður blátt áfram. Og þá verðið þér
að fy^gja mér sem mín eign. Og þér verðið
þá að vera leiðsögumaður okkar til olíulind-
anna!”
“Nei,” sagði Caverly.
Lontzen dróg djúpt andann, en hann
gætti þess vel að hækka ekki róminn svo hann
heyrðist í hin tjöldin.
“Þá skal eg segja yður hvernig fer fyrir
yður. Hérna með lestinni erum við aðeins
fáir menn, en Tagar hefir margt manna.”
Lontzen var all-hreykinn og frjálsmannlegur
í viðmóti, en augu hans voru hörð og mis-
kunnarlaus. “Bf Tagar ásakar mig fyrir'
það, að hafa tekið við þessum stroku-þræli
hans — hvað get eg þá gert ? Þá verður mér
alveg ómögulegt að hjálpa yður, það skiljið
þér víst ? Hann getur þá farið með yður aft-
ur til Gazim, eða — ef liann vill það heldur—
þá getur hann hérna, beint fyrir augunum á
mér, gert við yður það sem honum sýnist, án
þess að eg geti spornað við því.”
Caverly stökk alt í einu upp af stólnum.
Hann var ekki hærri vexti en hinn maðurinn,
en á þessu augnabliki virtist liann alveg
gnæfa upp yfir hann.
“Þrjótur og þorpari—”
Fyrirlitning og gremja lians olli því að
hann tók svo sterkt til orða. Bn hann komst
ekki lengra.
tJti í næturkyrðinni heyrðist alt í einu
hræðilegur gauragangur, djöfuliega ægilegur
og óvæntur eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Skothríð og hófatramp margra hesta, há-
reysti og ófriðaröskur glumdi við hvaðanæfa:
“Inshalla! Ulla-la-en! Ulla-la-en!”
Tagar Kreddache, ættarhöfðinginn, hafði
ráðist á lestina heilli stundu fyr, en hann eig-
inlega hafði ætlað sér. Nú gerði hann hræði-
lega árás sína í tunglsljósi.
IV.
Gildran.
Lontzen hafði staðið fjær tjalddyrunum
en Caverly, en samt varð hann fyrri að kom-
ast út. Hann þaut af stað í röndóttum silki-
náttfötunum. Caverly hafði aldrei getað
hugsað, að svo þungur maður gæti brugðist
svo hart við. Honum datt ósjálfrátt í hug
hýena, sem reykt hefir verið út úr hýði sínu.
“Hættið þið, hættið þið!” æpti Lontzen.
“1 hamingjunnar bænum, við erum vinir, við
erum vinir!” 1 hræðslufátinu, sem á hann
kom, gleymdi hann alveg að nota þá tungu,
sem flestir eyðimerkurbúar skilja. hina svo-
nefndu sabir.
En í raun og veru stóð það alveg á sama.
Engin mannsrödd hefði getað yfirgnæft eða
smogið í gegnum þenna vítis-hávaða og
gauragang. Það var eins og að hvísla í of-
viðri.
Tjaldstæðið var umkringt af sandhæðum
á alla vegu, og nú rigndi blýhríðinni úr öllum
áttum niður yfir tjöldin og lestarmennina.
Skotleiftrin glitruðu eins og hrævareldar úr
öllum áttum. Kúlurnar smullu á tjalddúkun-
um og sandurinn gusaðist hátt í loft upp.
I tjaldborginni, þar sem rétt áður hafði
ríkt kyrð og friður, var nú alt í ægilegu upp-
námi. Það var eins og hópur af villidýrum
hefði alt í einu sprottið upp úr jörðinni, ýlfr-
andi og grenjandi í ógurlegum tryllingi.
Úlfaldarnir höfðu stokkið á fætur. Gegn-
um skothríðina heyrði maður þjóta í tjóður-
böndunum harðstrengdum, unz þau slitnuðu
og úlfaldarnir þutu af stað inn á milli tjald-
anna, eins og risavaxnir skuggar.
Frá tjaldborginni gullu nú við skot á víð
og dreif. Höfðu ferðamennirnir leitað sér at-
hvarfs á bak við farangur sinn og hnakka og
skutu þaðan.
“ Grið! Grið!” .
Sumir af mönnum Lontzens skutu í sí-
fellu, en aðrir hrópuðu hátt og báðu sér griða.
Hljóð og kveinstafir kváðu við hvaðan-
æfa inn á milli skotgnýsins. Margir þessara
manna höfðu vaknað upp úr illum og ömur-
legum draumum til ennþá skelfilegri veru-
leika.
“Sídí!” Lontzen hnipraði sig saman á
bak við farangurinn og hrópaði hærra en allir
hinir: ‘ ‘ Sídí Sassí! Frelsaðu okkur, Sídí! ’ ’
Tagar kærði sig ekki um að hætta fleiri
af mönnum sínum, en brýn nauðsyn krafði.
Ilermenn hans lágu á dreif í víðum hring
utan í sandöldubrúnunum. Ætlun þeirra var
sú, að drepa sem flesta af lestarmönnunum
niðri í dældinni, því þá gátu þeir á eftir látið
greipar sópa um það, sem dauðinn hafði skil-
ið eftir.
Rétt eftir að Caverly var kominn út úr
tjaldi Lontzens, kom tryltur og stynjandi úlf-
aldi æðandi þvert í gegnum tjaldið, svifti
tjaldduknum sundur og purpaði sundur stög-
in og sleit upp hælana, og síðan þaut skepnan
eitthvað út í buskann með tjaldtætlumar á
bakinu — eins og skip með flakandi seglum
í aftaka ofviðri.
Nú voru dyrnar á næsta tjaldinu rifnar
upp, og kom þar út forkunnar skrautklæddur
maður í silfurprýddum silkiklæðum, sem
glitruðu og glóðu í tunglsljósinu. Þetta var
hngur maður, hár vexti og fríður sýnum,
klæddur í viðhafnarskrúða Bedúínahöfðingja.
Caverly sá gulbrúnt andlit hans undir hinum
gula höfuðbúningi mjúkar varir og þykkar,
þung augnalok og bogið nef og þunt, og hon-
um var þegar ljóst, að hér hafði hann fyrir
sér úlfungann, sjálfan son Tagars, Sídí
Sassí, sem var á heimleið til ættar sinnar.
Lontzen liafði einnig rekið augun í Sídí
Sassí og kom nú hlaupandi. “Sídí Sassí!”
hrópaði hann — “skipaðu þeim að hætta!
Þetta er höfðinginn, faðir þinn. Guð minn
góður, segðu þeim hver þú ert! ’'