Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER, 1936 Högíjerg Gefið út hvern fimtudag af T H E COLUMBIA PRES8 L I MITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerS $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “Stoðir samfélagsins” Leikfélag Sambandssafnaðar sýndi ný- verið þenna lærdómsríka óg sjpekiþrungna leik Henriks Ibsen; leiksýning þessi var hrak- .smánarlega sótt, og mun aðgangseyrir ekki liafa nándar nærri hrokkið fyrir óumflýjan- legustu útgjöldum; verður þetta Islending- um hér í borg til lítils sæmdarauka; gerð hefir verið tilraun til þess að réttlæta þetta óafsak- anlega áhugaleysi almennings með því, hve nær var komið jólum, er leiksýningin fór fram; slík viðbára fellur um sjálfa sig. Og þó tekið sé fult tillit til kreppunnar og tak- markaðra peningaráða manna á meðal. þá verður ekki um það deilt, að daglega sé varið drjúgum skildingi til aðgangs að óverulegri og innihaldsrýrari “myndum” en þeim, sem Henrik Ibsen bregður upp í “Stoðum samfé- lagsins.” Það er ekki heiglum hent að sýna svo leikrit Ibsens að vel sé; og óneitanlega var það í næsta mikið ráðist af Leikfélagi Sam- bandssafiiaðar að taka sér fyrir hendur sýn- ingu jafn umfangsmikils leiks og “Stoðir samfélagsins” eru. Sýningar á leikritum Ibsens verða engu auðveldari fyrir það, þó einhver lítilsigldur pennaflysjungur glopri því út úr sér eða næstum falli í stafi, eins og nýlega var gert, yfir því, hve létt það sé(að sýna leiki hans; þessa aldramatískasta ádeilu- víkings norrænnar leikritagerðar. Ekki er listinni þjónað með þess konar fleipri. Hverju er þá verið að þjóna? Máttarstoðir þjóðfélagsins hafa á öllum öldum verið að meiru eða minna leyti sýktar og sýrðar; eigi aðeins á tímabili því, er Ibsen var uppi á, og tekur sér fyrir hendur að lýsa; þær eru það, illu heilli, enn þann dag í dag, þó nekt sína hylji þær ef til vill með öðrum litum en þá gekst við. Ibsen hatast við óheil- indin í þjóðlífinu og segir hræsninni vægðar- laust stríð á hendur. Við niðurlag á íturhugsaðri ritgerð um leikrit Ibsens frá 2. þ. m., eftir dr. Beck, er þannig komist að orði um áníinstan leik: “Stoðir þjóðfélagsins” bera að vísu kennimörk þeirrar tíðar, sem þær spruttu upp úr og sum þau deilumál, sem þar eru meginþættir, eru nú til lykta leidd. Eigi að síður á leikrit þetta erindi til vor nútíðarmanna, því að eðli manns er næsta samt við sig nú sem á öld skáldsins; hinn andlegi þroski svo seinfara. — Eigin- girni, þröngsýni, hræsni og hverskonar heimska sitja enn alt of víða í öndvegi, svo að framsæknir og fr jálshuga menn — sann- ir hugsjónamenn — eiga í sífeldu návígi við þá féndur einstaklingsþroskans og þjóðfélagslegrar þróunar. Enn er víðast brýn þörf á að hleypa fersku lofti inn í þjóðfélagið, bæjarfélögin og býli einstaklinganna. Orð Ibsens og á- minning standa því í fullu gildi. “Andi” sannleikans og frelsisins — það eru stoðir þjóðfélagsins.” Þegar tekið er fult tillit til allra að- stæðna, óhentugs og þröngs leiksviðs, fjölda leikenda á leiksviði í einu, og þá ekki sízt þess, hve leikendur allflestir erij önnum hlaðnir við dagleg störf, og hafa þar af leiðandi einungis getað sint æfingum í hjáverkum, verður ekki annað sagt, en jafnvel ótrúlega vel tækist til um sýningu leiksins, þó vitanlega væri ýmsu ábótavant og allir leikendur ætti ekki að sama skapi vel heima á leiksviðinu; enda sumir hverjir víst komið þar fram í fyrsta sinn.— Af leikendum, sem öðrum fremur báru leikinn uppi, ber að telja konsúl Karstein Bernick (Ragnar Stefánsson); langt og erfitt hlutverk, sem leyst er prýðilega af hendi frá upphafi til enda. Ragnar er marghæfur leik- ari, sem lifir sig inn í viðfangsefni sín þó ólík séu og fjarskyld; slíkt gera aðeins þeir einir, er yfir eiga að ráða meðfæddum leikara hæfi- leikum. Konsúlsfrú Betti Bernick (frú Krist- ín Johnson), lék íilutverk sitt af næmum skilningi, og svo gerði einnig Lona Hessel (Miss Elín Hall). Dína Dorf (Miss Fanney Magnússon) var ágætlega leikin og frú Rum- mel (Miss Þóra Magnússon), einnig dável. Frú Guðrún Eiríksson hafði með höndum hlutverk Mörtu Bernick, og brá víða fyrir í leik hennar þó nokkrum hæfileikum til tján- ingar. Að leik Ragnars Stefánssonar undan- teknum, voru kven-hlutverkin drjúgum betur af hendi leyst en karlmannanna; þó verður ekki annað sagt en þeir kandidat Hilmar Tönnesen (Þorvaldur Pétursson); Ánn skipa- smiður (Björn Hallson) og aðjunkt Rörlund (Thorleifur Hanson), færi sæmilega með lilutverk sín. Gaman var einnig að litla drengnum ólafi Bemick (Friðrik Kristjáns- son); framkoma lians á leiksviðinu eitthvað svo undur hreinskilnisleg og blátt áfram. Jó- hann Tönnesen (Hafsteinn Jónasson) óeðli- lega kaldrænn elskhugi, og Krap ráðsmaður (Guðmundur Jónasson) óþarflega flóttaleg- ur, eins og hann væri í hálfgerðum vandræð- um með hvert hann ætti að horfa; mun hann vera nýsveinn á leiksviði.— Vonandi verður þessi lærdómsríki leikur sýndur á ný áður en langt um líður; ætti þá leikfélaginu að verða endurgreitt eitthvað af ómaki sínu og fyrirhöfn. Það yrði saga til næsta bæjar, ef það sýndi “Stoðir samfélags- ins” fyrir hálftómu húsi í þriðja sinn.— Vert er að þess sé getið, að leiktjöld voru hin fegurstu og útbúnaði á leiksviði yfir höf- uð haganlega fyrir komið. Flughöfn í Winnipeg Þeir, sem ant láta sér um viðgang flug- málanna í þessu landi, taka vafalaust þeim tíðindum með fögnuði, að samkvæmt samn- ingi milli bæjarstjórnarinnar í Winnipeg og St. James og sambandsstjómarinnar í Ot- tawa, sé nú fengin fyrir því full trygging, að Winnipegborg fái nýtízku flughöfn, og að hún verði þar sem nú er kallað Stevenson Field eða Stevenson flugvöllurinn. Og þó fram að þessu hafi verið eitthvað skiftar skoðanir um staðinn, þá munu menn nú orðn- ir nokkurn veginn á eitt sáttir um það, að þegar alt kemur til alls, muni tæpast vera um hentugri stað að ræða í grend við Winnipeg- borg. Víst er nú orðið um það, að flughöfnimii verði séð fyrir drjúgum meira landrými en því, sem Stevenson flugvöllurinn tekur yfir, og að komið verði þar upp veðurstofu og nýj- um og hagkvæmum skrifstofubyggingum. Vitanlega er það margt fleira, sem koma verður til greina í sambandi við hina nýju ílughöfn en það, sem nú hefir nefnt verið; mestu varðar þó það, að sá skriður er kominn á málið, að ætla má að flughöfnin verði full- ger áður en langt um líður. Vel mönnuð nefnd hefir verið sett í málið hlutaðeigandi stjómarvöldum til aðstoðar, og má þess vænta, að hún sýni af sér æskilega rögg við- víkjandi fjárhagshlið þess og starfi með fullri fyrirhyggju að undirbúningi þess og framkvæmd á einn og annan hátt. Vel sé þeim, er beitt hafa sér fyrir það, að hrinda þessu nauðsynjamáli í skjóta framkvæmd. Hátíðakveðjur Jólin eru að ganga í garð á ný; þessi und- ursamlega, eina hátíð, sem fær er um það að varpa af oss áhyggjunum og láta oss taka höndum saman sem bræður; þessi hátíð, er svo er yfirgripsmikil að innviðagildi, að hún ein getur opnað augu vor fyrir raunveru bræðralagsins og hinnar sönnu heimilisham- ingju. Þeir af oss, sem tengdir eru daglega ó- rjúfandi starfsböndum við móðurmoldina og hina göfgandi landbúnaðariðju, finna ekki ó- sennilega öðrum fremur til þess, hve jólin eru nátengd bændabýlunum; engin stétt í þessu landi skilur betur anda jólanna, ánda sam- vinnunnar og bræðralagsins, en hin drengi- lega bændastétt; hún kann að fagna jólunum og tileinka sér boðskap þeirra; ekki í dag, heldur á morgun líka. Landbúnaðarráðuneyti Sambandsstjórn- arinnar í Ottawa, sem hefir það hlutverk sér- staklega með höndum, að vera opinber mál- sÝari kjarnastéttar þjóðfélags vors, grípur hér með tækifærið til þess að áma bændum og búalýð þessa lands giftusamlegra hátíða, friðar og farsældar um alla ókomna tíð. HON. JAMES G. GARDINER, landbúnaðarráðherra DR. G. H. BARTON, aðstoðar landbúnaðarráðherra Ottawa, í desember 1936. Orðsending til vina minna Vinir mínir eru dreifðir vítt út um þetta mikla meginland beggja megin landamær- anna; eg næ ekki til þeirra betur á annan hátt en þann, að senda þeim í fámæltri þökk hjart- ans kveðju mína í tilefni af jólafagnaðinum og því hinu nýja ári, er senn verður hringt inn, og gera það í dálkum Lögbergs. Sú hin víðfeðma samúð, sem eg úr öllum áttum hefi orðið aðnjótandi, geymist í safni þeirra minja er hvorki mölur né ryð fær grandafð. Með alúðarkveðju, yðar einlægur, Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs. Tíundu jólin mín Veturinn 1887-8 var einn sá harÖ- asti og lengsti, sem eg man eftir á íslandi, þá kyngdi niður snjó snemma í október, og sem ekki tók algjörlega fyr en 9 vikur af sumri, eða um 20 júní, og rétt á eftir hvarf hafísinn, sem legið hafði landfastur í 4 mánuði, fyrir öllu Norður-, Austur-, og Vesturlandi; samt varð ekki fjárfellir það ár, en vanhöld mikil á búpeningi. Þá komu þíðviðri fyrir jólin og þerrir, sem kallaður var fátœkra þnrkur, svo hægt væri að þvo og hreinsa klæði manna og húsakynni fyrir jólin, sem allir hlökkuðu til og kölluð var fæðingarhátíð frelsar- ans. Foreldrar mínir bjuggu þá í Við- vík á Digranesi, sem liggur fyrir opnu hafi; þar er ákaflega brima- samt, svo brimlöður og froða fauk langt upp á land, í stórviðrum. Upp af víkinni var langur og djúpur dal- ur, nærri 4 mílur enskar á lengd, en fyrir dalsbotni var þverfell, svo dalurinn var í laginu sem djúpt trog, sem þó vantaði einn gaflinn i, grösugur og skjólsæll var sá dalur, en fremur snjóþungur á vetrum. Það var rekasælt í Viðvík, af út- lendum trjávið. Sagt var mér að -hann kæmi frá Ameríku, og mun það rétt hermt; mikið af rekaviðn- um var ágæt fura, og ferkantaðir eikarbjálkar, sem ekki vaxa í Nor- egi, en berast með hlýja golf- straumnum frá austurströnd Ame- ríku. Þegar góðviðri kom fyrir jólin, hljóp eg með öllum fjörum til að tína upp alt, sem fémætt fanst sjó- rekið, sérstaklega var eg beðinn að leita uppi allan birkibörk og næfur, til að brenna í öllum bænum og bað- stofunni; það gjörði svo ilmandi lykt í húsunum, sem öll voru með torfveggjum og rakasæl í illviðrum og úrkomutíð. En kvenfólkið á ís- landi hafði gott lag á að prýða hí- býli sín fyrir hátíðir, en mikið starf var það, því fyrir utan að þvo alla baðstofuna, sem oft var mjög erfitt verk, og öll föt manna varð að sníða og sauma eða prjóna, hverjum manni á heimilinu nýtt fat, því ann- ars gat hann lent í jólaköttinn, sem álitið var hættulegt, og engin góð húsmóðir hætti á slíkt. Öllum voru gjörðir nýir skór úr Sauðskinni eða selskinni, oftast af svörtu skinni, með hvítum elti- skinns-bryddingum og í þá látnir illeppar prjónaðir úr ullarbandi, út- flúraðir litfögrum rósum. Ó hvað það var þægilegur og hlýr fótabún- aður, sérstaklega inni við, og íéttir á fæti i langferðum. Æfinlega sendi faðir minn í kaup- stað fyrir jólin, á^Vopnafjörð, sem var dagleið í burtu, og man eg glögt að æfinlega var keypt kaffi, sykur, tóbak og ein flaska af brennivíni, fáein pund af hveitimjöli og rúsín- ur í jólakökuna. Alt annað sælgæti var heimafengið. Bróðir minn, sem var 10 árum eldri en eg, fór þá flest- ar sendiferðir fyrir heimilið; var þá byrjaður að bíta í munntóbak og bauð mér að bragða á. Mér er enn minnisstætt hvað tóbakið var bragð- ilt, og hét því að láta það aldrei inn fyrir mínar varir, og hefi efnt það. En svo kom nú aðfangadagur jóla, með öllum sínum.usla; þá feng- um við börnin bara okkar morgun- verð, en urðum að bera inn nógan eldivið og vatn til jólanna, svo sem minst þyrfti að vinna á hátíðinni. Strax eftir hádegi var kallað á okk- ur börnin inn í baðstofu og við öll þvegin frá hvirfli til ilja og látin hafa fataskifti, klædd í nýja sokka og brydda skó. En af því dagur er •stuttur í skammdegi á Islandi var rökkur komið kl. 4, svo við fórum að gæta að hvort ekki sæjust jóla- sveinar. Þeir voru sagðir viðsjár- verðir óþægum börnum, svo eg hafði heldur skömm á þeim, og fór ekki mikið fram úr bænum, eftir að fór að dimma, og varaði hin börnin við því, og hepnaðist allvel að halda þeim í skefjum, því við vorum öll myrkfælin. Grýla var þá lifandi og oftast á ferðalagi. Leppalúði var heldur ekki seztur að fyrir fult og alt. Eg var þá búinn að læra tvö grýlukvæði, sem eg man vel enn; annað eftir Eggert Ólafsson, en hitt held eg ort af Bjarna Gissurarsyni presti að Þingmúla um 1700. Þegar dimma tók óskuðum við eftir að farið yrði sem fyrst að skamta jólamatinn, en þá varð amma mín fyrir svörum og sagði að aldrei mættu kristnir menn eta mat á aðfangadag jóla fyr en búið væri að lesa guðsorð, og þakka Guði fyr- ir að senda oss Jesús í heiminn, því hann fæddist á jólanóttina. Eg var snemma spurull þegar eg var strákur, og spurði ömmu hvern- ig stæði á því að eg mætti ekki fá eina laufaköku að eta. Hún hafði svarið á reiðum höndum og sagði að einu sinni hefði verið uppi sauða- maður, sem Glámur hét, og vildi fá fylli sína að eta á aðfangadag jóla, en húsfreyja kvað það ekki krist- inn sið, heldur ættu allir að fasta þann dag. Glámur tók því illa og kvaðst vilja fá mat sinn og engar refjar, óg svo fékk hann matinn og fór til sauðanna, en kom aldrei aft- ur. Og hvað varð' af honum? Tröllin tóku hann, sagði amma, og kendi okkur vísuna: « Jólasveinar einn og átt ofan komu af fjöllunum; í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,— fundu þeir Jón á völlunum; en Isleif hittu þeir utangátta og ætluðu að færa hann tröllunum. Þetta sefaði okkur í bráðina, og við báðum ömmu að segja okkur fleiri sögur; hún kunni þær svo margar og sagði þær svo vel, að við trúðum hverju orði í þeim. En loksins voru svo ljósin kveikt og allir komu inn. Amma tók guðs- orlabækurnar og valdi jólasálmana og allir sungu sem gátu. Svo las amma langan lestur, já of langan, því eg var orðinn svangur. En þetta var svo ríkur siður og fallegur, að engum datt i hug að brjóta hann. Vorið eftir flutti faðir minn bú- ferlum í Gunnólfsvík, en amma og afi ekki fyr en ári seinna. Þá var mér skipað að taka við að lesa hús- lestra, þó mér þætti að hörð kárína, en eg las aldrei fyr en kl. 9 á kvöld- in, jafnvel þó jól væru. Hverjum manni var skamtað þá út af fyrir sig og svo mikið, að það dugði til jóladagskvölds, og tel eg það góðan sið og mætti enn vera í gildi, því hann sparaði konum mik- ið ómak. Jólasiðir munu hafa verið hinir sömu hjá föður mínum, eins og tíðkuðust á Austurlancþ, því hann ólst upp hjá séra Sigurði Gunnars- syni á Hallormsstað i 19 ár (þeir voru systrasynir) og þótti alt bezt sem hann gjörði, enda var hann (S. G.) talinn einn hinn merkasti maður Austurlands sinnar tiðar (sbr. P. Melsteð, Th. Thoroddsen). Jólamaturinn var súr svið af feitum sauðum, lundabaggar og reyktir magálar, pottbrauð, laufa- brauð og nýtt kúasmjör. Kaffið var hitað seinna á vökunni, og drukkið óspart með jólabrauðinu, og seint farið að sofa, en aldrei mátti snerta spil þá helgu nótt, en á jóla- dagskvöld var spiluð vist, alkort, púkk og svarti Pétur, o. fl. Á jóladagsmorgun vöknuðum við snemma, því veður var gott og gang- færi einnig. Kaffi var hitað og drukkið, en hver át sínar leifar frá kvöldinu áður, því nóg var til. Amma las húslesturinn í Jóns Post- illu áður en nokkur fór út úr húsi, og allir sungu sem gátu, hver með sínu nefi, en sálmalögin voru gamal- dags, eitthvað í ætt við Grallara- lögin gömlu. Þá var þó byrjáð að syngja nýju sálmalögin í kirkjum og heimahúsum, en illa var eldra fólkinu við þá tilbreytingu. Fjórum árum seinna var keypt orgel í Skeggjastaðákirkju og maður send- ur til að læra orgelslátt. Það mætti mótspyrnu í söfnuðinum; einn bóndi var svo berorður, að harin, á safnaðarfundi, óskaði eftir að það herjans orgel væri róið út á haf og sökt í sjó. Eg var staddur á þeim fundi, það var fermingarvor mitt, og man að það var hlegið dátt að karlinum fyrir. Á jóladagsmorguninn fékk eg það eftirlæti í fyrsta sinn á æfinni að fara til messu með eldra fólkinu, og tekið rikt fram við mig, að vera siðlegur. Leiðin lá yfir stutta hefði, mig minnir það væri talinn þriggja tíma gangur; fjöldi fólks kom til kirkju, og allir gangandi, því gott var hjarn. Jón Halldórsson messaði og margir sungu. Mér var það alt nýtt, en setti ekki á mig ræðu prests, en hlakkaði þvi meira til að kynnast ungu piltunum á mínu reki og fá að reyna mig við þá í glímu, krók og kappleikjum, eftir messu, enda byrjaði þá skemtunin. Eg fékk að vera nóttina eftir í Höfn, þar voru fleiri drengir, sem eg mátti skemta mér með um jólin. En slík unun og tilbreyting frá þvi að dúsa alla tíð í Viðvík, afskektum bæ. Það sinn sá eg í fyrsta sinn dansað eftir har- moníkuspili, og þótti mér skrítinn leikur. En alt vakti það hjá mér góðar og unaðslegar endurminning- ar, þvi það var helgiblær yfir öllu. Sigurður Baldvinsson. Frá Edmonton (18. des. 1936) 1 Heimskringlu frá 9. des., arkar Mr. B. Thorláksson í Markerville, Alta., í annað sinn út á ritvöllinn. í þetta sinn hefir hann strykað yfir öll stóru orðin, sem voru svo áberandi í hinu fyrra ritsmíði hans. Strax í byrjun verður hann svo ærzlafullur og óðamála, að hann dettur um tærn- ar á sjálfum sér, ogum leið gleymir hann málefninu, sem hann auðsýni- lega hefir ætlað sér að rita um, nfl. svar til mín. Svo þegar hann er búinn að koma sér aftur á laggirnar, þá tekur hann til að hundskamma fyrverandi liberala og U.F.A. stjórn- irnar hér ö Alberta, fyrir það að sökkva fylkinu í þá skuldasúpu, sem það er nú í. Eg hefi aldrei haldið uppi neinni vörn fyrir ráðsmensku þessara stjórnarflokka hér í fylkinu. Ekki hefi eg heldur með einu orði reynt til að gefa núverandi stjórn neina sök á þessum kröggum, sem fylkið er í; er því þetta skvaldur í Mr. Thorláksson úti á þekju. Eg skoraði á Mr. Thorlákson að hrekja með rökum eitt einasta atriði í því sem eg hefi ritað um Social Credit stjórnina í Alberta. Þetta hefir hann auðvitað ekki treyst sér til að gera. Mr. Thorlákson er að geta þess til að eg fái minn fróðleik um Social Credit úr “Edmonton Bulletin,” og “The Labor News.” Eg kannast við það, að eg les “The Bulletin” en ekki “The Labor News,” því það er hálft annað ár síðan það blað hætti að koma út. Eg ber of mikla virðingu fyrir lesendum Lögbergs, til þess, að bera á borð fyrir þá nokkurt persónulegt pex við Mr. Thorlákson. Læt því hér staðar numið. S. Guðmundson. Jólaósk um sanna gleði án áfengis- nautnar á jólunum, og næsta nýári. Við heyrum mikið nú á dögum, hvað það er æskilegt að halda uppi “hófdrykkju.” Við heyrum að mynduð séu “hlófdrykkjufélög” í þeim tilgangi að koma á bindindi með hófdrykkju; frá sjónarmiði “bruggara” að þetta sé aðal og eina ráðið til að minka drykkjuskap. En reyndin og óhrekjandi sann- leikurinn er sá, að áfengisnotkun verður vanaástand, sem leiðir til eitur-notkunar. Þeir, sem trúa á hófsemdardrykkju, verða óhjá- kvæmilega að hlýða á. vísindalegar sannanir, sem skýra þeim þann sannleika, að nautnin eykst við þrá- falda notkun. Þessi sannleikur verður því meir áreiðanlegur, þegar kemur til vana- nautnar á eitri eða deyfandi efnum. Uppþornun í lifrinni (Cirrhosis) eða drykkjubrjálsemi (Delirium Tremens) eru ekki nauðsynlega aðal afleiðingar ofdrykkjúnnar, iheldur byrja þær veiklanir með hófdrykkj- unni. Allir ofdrykkjumenn og kon- ur voru fyrst þófdrykkjufólk. Mörg af okkur hafa lifað nógu lengi til þess, að sjá og reyna nóg til að sannfæra okkur um það, að hvorki ætterni, mentun, menning, viljakraftur né skiljanlegir yfirburð- ir er nokkur ábyrgð fyrir því að hófdrykkja leiði ekki til raunalegra afleiðinga oft og tíðum'. Það vonda er sérstaklega hættu- legt, þegar það er klætt í fallegan búning, og sérstaklega þegar það kemst inn hjá þeim, sem halda á- byrgðarstöðum í lífinu, og þeim,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.