Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBEBG. FIMTUDAGINN 24. DESEMBER, 1936 Þræll Arabahöfðingjans Skáldsaga, eftir Albert M. Treynor. Skellihlátur glumdi við í hermannahópn- um. Hyllingarhrópin g-ullu við á ný, og sverðin sungu undir. Zouaiarnir kuimu að taka gamni, pó að það gengi út yíir þá sjálí'a. Deir hlógu aí' öllu iijarta og skemtu sér, þar sem það þrátt fyrir ait var enginn skaði skeð- ur. Höfðinginn varð fyrstur ,til að setja upp alvörusvipinn á ný, og þá sljákkaði þegar gáskinn í hinum. “Hn hvers vegna varst þú ekki nær- staddur, þegar þessi smávægiiegi árekstur vaið í nótt? Þú hefðir getað kallað til okkar og sagt til nafns þins, og þá hefðirðu sparað okkur alla fyrirhofnina 1H— “Eg hafði sent lest mína liálía dagleið á undan mér aö næsta áfangastað,’’ mælti Caverly. “Eg nam sjálfur staðar ásamt þræli mínum til ao njóta svefns og hvíldar, meðan síðdegishitinn var mestur. Eg held, að fjand- inn hafi farið í úlfaldana! Þeir slitu sig lausa og þutu út í buskann. Eg og þrælsnáð- mn minn urðum þvi að iabba á stað totgang- andi. Ug þegar við loksins komum á áfanga- staðinn, þa var þar umhorfs, eins og þér er bezt kunnugt. Hópur nraustra hermanna hafði komið þangað a undan mér,” bætti Caveriy við al- variega. “Ug þegar eg sá, hvernig umhorfs var, datt mér ait í einu í hug, að það hlyti að vera þú, sem þarna haiðir verið að verki. Siðan fylgdi eg hinni breiðu slóð þinni, og nú er eg hmgað kominn, faðir minn!” “bastu uka slóðina eftir einn stroku- úlfalda í ’ ‘ spurði Tagar. . Caveriy kmkaði kolli. “Já, en eg taldi lík tylgdarmanna minna, og fann þá alla. Var þetta iaus úifaldif” “Nei. Það var maður á honum. Hann var þræii minn. Kristinn maður! ’ ’ Gremja Tagars og heift ætlaði aiveg að kæfa hann. “liann fiúði úr herstöð minni og ruddist síð- an gegnum heimannaraðir mínar á bráðfljót- um úlfalda. Þrír af beztu reiðmönnum mín- um eru nú að elta hann.” • Einmitt hér var sú hætta fólgin, er Cav- erly hafði óttast mest. Það fór hrollur um hann, er honum varð litið í augu Tagars. Næðu þeir strokumanninum, og það sannaðist að það væri eigi þræll höfðingjans, myndi næst verða til að svara: Hvað er orðið af hvíta þrælnum? Ug þá myndi tortryggni Tagars þegar beinast að manni þeim, er þótt- ist vera sonur hans. Það var því algjörlega undir öriögum flóttamannsins komið, hvort þessi grímuleikur Caverlys og Bó ætti að hepnast eða ekki. Ug allur hugur Caverlys flaug út á eyðimörkina til flóttamannsins, og hann óskaði þess innilega, að honum mætti verða undankomu auðið. Heiftaræði Tagars hafði nú sljákkað. Augu hans leiftruðu eins og stál. “Hvar er Hússeán prestur, sem var kennari þinn?” spurði hann. “Hússein er dáinn.” “Jæja!” Tagar var fljótur að móðgast. ‘ ‘ Ug mér hefir ekki verið tilkynt það. ’ ’ “Hússein dó fyrir skömmu í París á Frakklandi. Eg lagði sjálfur af stað, til að færa þér fréttirnar munnlega. Var ekki mál til komið að eg kæmi heim aftur, faðir minn?” Tagar svaraði því engu, en gekk hring- inn í kringum hinn nýkomna og virti fyrir sér vöxt hans og vaxtarlag frá hvirfli til ilja. ‘ ‘ Þú hefir svei mér vaxið! ’ ’ mælti Tagar. “Þú ert orðinn hár vexti, drengur minn!” “Vonandi að viti líka, ” sagði Caverly. “Við fáum nú að sjá það. Hefirðu lært nokkuð til vopnaburðar ? ” “Eg hefi lært mikið.” “Við fáum nú að sjá það líka,” mælti Tagar þurlega. “Til að byrja með skal Ali Móhab kenna þér, hvernig úlfaldariddari hagar sér við reiðdýr sitt. Við skulum vona, að þú verðir námfús.” “1 þeim efaum þarf eg engrar kenslu við,” svaraði Caverly. “Ekki það?” Tagar lyfti brúnum. “Hafa þeir úlfalda þar sem þú hefir verið?” “Marga úlfalda.” “í þessari París?” “Já, í dýragarðinum, þar hafa þeir úlf- alda. ” “Ug þú hefir riðið á þeim?” “A hverjum degi,” svaraði Caverly. “Og þú heldur að úlfaldi, sem riðið er í dýragarði, sé samskonar dýr og sá úlfaldi, sem riðið er á víðavangi, þar sem sjóndeild- arhringurinn einn er takmörkin. ” “CTfaldi er alt af úlfaldi, hvar sem hon- um er riðið,” svaraði Caverly. Kuldaglotti brá fyrir í augum Tagars sem allra snöggvast, og hann deplaði augun- um háðslega til skeggkarlanna, sem stóðu umhverfis hann. Mennirnir voru of kurteisir til þess að hæðast opinberlega að syni liöfðingja síns, en af liinum íbyggilega augnakasti, er þeir sendu hver öðrum, mátti greinilega skilja, að þeim virtist ekki hyggilegt af hinum unga manni, að gorta af því, er hann bar ekkert skynbragð á. En Caverly kerti hnakkann og horfði lítilsvirðingaraugum út yfir hópinn. “Færið mér riffil, sveðju, fullan yatnspoka og tvö skothylkjabelti,” mælti hann í skipunarróm. “Hvað ætlarðu að gera með þessa hluti?” spurði liöfðinginn. “Við fáum nú að sjá,” svaraðl Caverly og beið. Þrír—fjórir mannanna gengu nú fram. Einn þeirra rétti honum skothylkjabelti, sem Caverly spenti um herðar sér. Svo var vatns- belgur festur á bakið á honum, rétt ofan við þar sem beltin gengu í kross. Þriðji maður- inn rétti honum riffil með löngu hlaupi, sem hann fleygði á bak sér, og sá fjórði rétti hon- um tíu feta langa sveðju. Haria nú, ’ ’ mælti Caverly, ‘ ‘ færið mér nú fljótasta úlfaldann, sem hér er. Beislaðan, en hnakklausan. ” Tveir menn hlupu á stað út að tjóðurlín- unni og komu aftur að vörmu spori með há- fættan úlfalda skjóttan, með bálhvít lymsku- leg augu. ^‘Ilefir sonur höfðingjans yfirstjórnina í fjarveru höfðingjans sjálfs?” spurði Cav- erly. “Ef liann reynist þess verður,” svaraði Tagar og virti fyrir sér allan undirbúninginn með hýrum augum. “Ef svo er,” mælti Caverly í ákveðnum ,róm, “eiga þeir, sem ríða á eftir höfðingja- syninum, að ríða á sama hátt og haga sér eins og hann. Geti þeir það ekki, verða þeir að sitja heima hjá kvenfólkinu. ” Hann rak upp hást skipunaróp, eins og úlfaldarekamir eru vanir að gera. Með vinstri hendi greip hann um beislið, en hægri liendi, er hann hélt sveðjunni í, greip hann á kaf í ull úlfaldans, sem hljóp af stað með vaggandi göngulagi. Caverly, sem hafði all- an herbúnaðinn að bera, hljóp með hlið úlf- aldans. 1 fjórða skrefi tók hann undir sig stökk, spratt rösklega í loft upp og kom sitj- andi tvovegu á úlfaldahrygginn. Haim rak svo hnén í síðurnar á úlfaldanum og hleypti honum á sprett upp sandbrekkuna, sveiflaði sveðju sinni og rak upp tryllingslegt heróp Zouai-anna. Er hann kom upp á sandölduhrygginn, sneri hann úlfaldanum við, án þess að lægja sprettinn, og hleypti honum á stökk ofan brekkuna aftur. Hann stöðvaði reiðskjótann fáein skref framan við tjald Tagars og stökk léttilega af baki án þess að láta úlfaldann fyrst leggjast á hnén. Ræningjalýðúrinn rak upp hátt fagnað- aróp. Caverly litaðist um. og virti fyrir sér þessi döku andlit, er gláptu forviða á hann, og allra snöggvast brá fyrir heiftarglampa í bláum augum hans. Hann sá hinn sneypta, klofstutta Mansor og hinn slæga Zúwalla og marga aðra, er hann hafði enga ástæðu til að unna. Það reyndi sennilega á þolrifin, áður en liann hefði lokið öllum reikningsskilum við -Zouai-kynstofninn. Hið hörkulega andlit Tagars var nærri broshlýtt. “Þetta var svei mér ekki illa af sér vikið, sonur sæll,” mælti hann. “Kann eg þá að ríða úlfalda?” “Það kantu. En til eru ýmsar aðrar listir. Iíefirðu lært að fara með nokkur vopn ?’ ’ “Já, riffil og skammbyssu,” svaraði Caverly. ‘ ‘ Eg var nú líka að hugsa um hin þögulu vopn. Til dæmis vopn það, er hvíslar, en er þó ægilegast allra.” Tagar greip up skeftið á hinu stutta bogsverði sínu, og dró það til liálfs úr slíðrum. “Þetta vopn, sem er alda- vinur okkar.” ‘ ‘ Eg hefi lært að beita hinum granna og beitta stingkorða, sem maður rennir í gegnum óvini sína, ” mælti Caverly. “Jæja?” Nú brosti Tagar. “En hár- beitt eggin er þó skæð.” Hann klappaði í hendurnar. “Færið mér einhverja smámuni, avo að eg geti sýnt Sídíanum, hvað eg á við.” Einn mannanna ruddi sér braut gegnum þyrpinguna og rétti Tagar lófafylli af græn- um gulaldinum. “Gott!” mælti Tagar. “Farið frá!” Hann dróg bogsverð sitt úr slíðrum, fleygði sítrónunum upp í loftið, þremur alls. ,,Svo leiftraði bogsverðið þrisvar sinnum eld- snögt, svo að tæpast varð fest auga á, og sítrónurnar féllu til jarðar, klofnar sundur í miðju, hver á fætur annari. Þetta er laglega af sér vikið,” mælti Caverly, og hermennirnir lömdu saman vopn- um sínum í viðurkenningarskyni, — “ en það mætti einnig beita sverðsoddinum. ” Caverly leyndi dálitlu kuldaglotti. Það var sannarlega furðulegt, hvernig örlögin gátu látið að haldi koma alla þá tækni og leikni og þekkingu, sem maður viðar að sér á lifsleiðinni. Ekkert af því fer forgörðum. Fyrir tíu-tólf árum liafði Caverly verið sam- tíða frönskum riddaraliðsforingja í herstöð nálægt Azrak, og þessi herforingi hafði verið snillingur í að skilmast með korða. Kvöld og morgna mánuðum saman, höfðu þeir Caverly og herforingi þessi æft sig í skilmingum í gamalli námu skamt frá fjallaborginni. Þá haf'ði Caverly lagt stund á þetta sér til nauð- synlegrar dægrastyttingar, og ef til vill til að halda sér í hreyfingu, meðan flestallir hinir á herstöðinni voru að deyja úr leiðindum og aðgerðaleysi. Caverly var ætíð vanur að vinna með lífi og sál að því, er hann tók sér fyrir hend- ur. Skapgerð hans var þannig farið. Ug nú reyndist það sannleikur, að tími sá og þrótt- ur, sem hann hafði lagt í skilmingarnar, var ekki á glæ kastað. Hann dróg nú rólega. hið oddhvassa og granna bogsverð sitt úr slíðrum. Síðan tók hann þrjár af sítrónum þeirn* er Tagar hafði fleygt frá sér, og fleygði þeim allhátt upp í loftið, hverri á fætur annari. Hreyfingar lians voru svo snöggar, að áhorfendur gátu varla fest auga á blikandi sverðinu eða arm- beygjum hans. Svo sló hann saman hælum og sýndi Jieim sítrónurnar þrjár, sem þrædd- ar voru í röð upp á sverðsoddinn, er hann hafði rekið gegnum þær allar saman. Tagar brosti nú hróðuglega. Nú voru tilfinningar hans augljósar. Þessi ungi mað- ur var virkilega sá Sídí, sem hann hafði vænst svo lengi. “Eg er nú samt þeirrar skoðunar, að eggin sé betri,” mælti hann ákveðið. ‘ ‘ En eg treysti meira á oddinn. En það skiftir auðvitað minstu, faðir minn, þegar * við snúum bökum saman.” Fagnaðarlirópin glumdu á milli tjald- anna eins og þrumugiiýr í kyrðinni: “Heill, lieill! Heill Sídí Sassí! Heill, Tagar liöfðingi!” Caverly skeytti hrópunum engu. “Eg liefi gengið langt, faðir minn,” mælti hann. “Má eg, með þínu leyfi, ganga til tjalds míns?” “ Já, far þú að sofa!” mælti Tagar. “Hvert tjaldið er mitt?” “Tjaldið við hliðina á mér. Þú færð tjald Alí Móhabs.” Tagar steig til hliðar og rakst þá á Bó Treves, er hafði staðið í skugga, án þess að nokkur gæfi henni gaum, og hafði verið þög- ull vottur að því sem gerðist. Er Tagar varð þess var, að þetta var þræll, er stóð fyrir honum, varð hann hamslaus af bræði. “Úr vegi, hundurinn þinn!” Hann sveifl- aði handleggnum og gaf ungu stúlkunni utan undir, svo að small hátt við. Caverly stökk fram. Blóðið þaut upp í kinnar hans. Hann áttaði sig skjótt og stilti sig, þótt lian*i ætti örðugt með að láta vera að ráðast á höfðingjann. Hann sneri því við blaðinu og lét bræði sína bitna á Bó Treves. “Klaufabárðurinn þinn! Snautaðu inn í tjald mitt og búðu um mig!” Aður en nokkur Zouaianna yrði var við reiðina og þóttasvipinn á andliti stúlkunnar, iagði Caverly báðar hendur yfir andlit henni og ýtti henni aftur á bak inn í tjaldið. Ug með sömu sjálfstjórninni sneri hann sér aftur að Tagar. “ Allah varðveiti þig!” mælti hann stilli- lega, og er hann hafði látið tjaldskörina falla á eftir sér, gat hann ekki stilt sig um að bæta við — “ og snúi þig úr hálsliðnum eiturkvik- indið þitt!” Bó Treves stóð við tjaldsúluna á miðju gólfi í ljósbjarmanum af fimm kertum, sem héngu í stjökum. Það var rauð rönd þvert vfir kinn hennar og munn, og á kinnum henn- ar sást votta fyrir tárum. En er Caverly kom inn, þurkaði hún sér um augun og horfði á hann köldum heiftaraugum. “Eg tók vel eftir því, að þér sögðuð þetta síðasta svo lágt, að hann gat ekki heyrt það,” sagði hún í þeim tón, að það var eins og hún þeytti framan í hann dýpstu fyrirlitningu sinni. “ Já, var ]>að ekki sniðugt af mér?” “Yður—!” Hún lagði þvílíka áherzlu á þetta eina stutta orð, eins og væri það kröft- ugasta skammaryrði. “Að hugsa sér, að karlmaður skuli geta staðið rólegur og horft á, að þorpari hagi sér svona við konu! Ug svo skríðið þér meira að segja,f fyrir honum eftir á! Já, þér hafði svei mér ástæðu til að vera hnakkakertur. Þetta var djarfmann- lega af sér vikið. Þér eruð svei mér karl í krapinu!” “Þér verðið að so'fa fyrir utan tjald- dyrnar mínar,” tilkynti hann henni rólega. “Hér rignir mjög sjaldan, þér fáið lilýtt teppi, og svo er gaman að liggja úti og glápa á stjörnurnar. Maður verður að haga sér eftir landsvenjum, og það er þrælsskylda yð- ar að hnipra yður saman eins og hundur við tjalddyr húsbónda síns.” Hann leit á hana þreytulega og sagði: “Eg veit fyllilega vel, að það stappar næst landráðum að láta ungfrú Treves fá rokna löðrung, án þess að grípa í taumana. En menningarsiðir vorir og kurteisisvenjur gilda ekki hér á þessum slóðum. Eg veit ekki hvað þér hafið ætlast til að eg gerði. Gefa honum á hann í staðinn — eða hvað ? Blessaða barn, þurfið þér endilega. að vera svona kvenleg. Getið þér ekki leikið hlutverk yðar, þó að það gangi nærri yður? Það eni engin önnur ráð, eins og þé^ vitið.” Boadicea Treves leit út fyrir að vera of skynsöm stúlka til þess að láta dutlunga. og þverúð stjórna framkomu sinni. En liún var tilfinninganæm og örgeðja. Hún bar í brjósti þetta ósveigjanlega stærilæti, sem hreinrækt- uðum skapgerðarmönnum er svo eiginlegt, og það er háskalegur eiginleiki. Ug það er líka fátt. sem æsir svo huga manns, sem að vera sleginn á munninn. Hefðu andlitsdrættir hennar eigi verið svo fagrir og fullkomnir, gæti maður freist- ast til að segja, að hún liefði skælt sig fram- an í hann. “Og þér hétuð einu sinni kapteinn Cav- erly. Mig minnir meira að segja, að þér haf- ið hlotið verðlaunapening fyrir framúrskar- andi afrek og hugrekki í orustu gegn Tyrkj- um.” Caverly varp öndinni. “Já, liver myndi trúa því?” “Það hlýtur að vera misskilningur,” mælti hún. “Já, það er það líklega.” “Eg hefi aldrei haldið að maður, sem áður hefir verið djarfur og hugrakkur, gæti nokkurn tíma orðið að gungu og bleyðu. En samt virðist það vera svo.” “Þér liafið alveg rétt að mæla. Flestir karlmenn eru bæði hugrakkir og bleyður. Það ,er ekki hægt að treysta þeim. Aðra strind- ina ganga þeir berserskgang og bíta í skjalda- rendur, en liitt veifið leggja þeir niður skott- ið. Það veltur alt á því, hvaða mat þeir hafa fengið í miðdegisverð, eða hvort þeir yfir- leitt liafa fengið nokkurn miðdegisverð eða ekki.” Eftir ofurlitla þögn sagði hann: ‘ ‘ Þegar þér hniprið yður saman í sandinum fyrir ut- an tjalddyr mínar, þá skuluð þér grafa dá- litla holu fyrir annari öxlinni á yður og aðra fyrir mjöðminni. Þá verður maður ekki eins stirður og lemstraður, þegar maður vaknar.” Hann fleygði til hennar ábreiðu úr ú!f- aldaull, settist svo niður á gólfið með kross- lagða fætur og fór að draga af sér stígvélin. “Reynið að sofa, ef þér getið,” mælti liann, “það kemur nýr dagur að morgni.” An þess að líta við honum tók Bó tepp- ið á handlegg sér og gekk út úr tjaldinu. Caverly sat lengi og starði á tjaldskörina á eftir henni, og augu hans, er áður höfðu ver- ið köld og kærulaus, leiftruðu nú af aðdáun og blíðu. VIII. Höllin í eyðimörkinni. íbúar eyðimerkurþorpanna í nágrenninu töldu Gazim algerlega óvinnandi borg, er gæti boðið óvinaárás byrginn, þótt þeir skiftu þús- undum. Múrveggirnir, lileðslugarðarnir og turnspírurnar höfðu sennilega verið alda- gamlir, þegar fyrsti höfðinginn af Kredd- acheættinni braust þar inn og gerðist einvald- ur yfir þeim hluta eyðimerkurinnar. Gazim-vinjarnar og eyðimörkin á alla vegu umliverfis borgina eru enn þann dag í dag ókunnir blettir á landabréfum þeim, er Norðurálfumenningin hefir gera látið af Norður-Afríku. Á víð og dreif um hina geysimiklu eyðimörk Saliara, eru óefað mörg önnur þorp og eyðimerkurborgir, sem jafnast á við Gazim og Khadrim, án þess að nærliggj- andi menningarþjóðir liafi ef til vill heyrt þeirra getið. Hafi nokkur hvítur maður kom- ið inn í Gazim á undan Caverly, má telja víst, að hann hafi aldrei sloppið þaðan aftur, og hafi því ekki getað frætt neinn um staðinn. Einhverstíma kemur að því, að allir leyndardómar Sahara verði afhjúpaðir og öllum kunnir. En þess verður óefað langt að bíða. Frakkar í Algier hafa áætlað, að leggja járnbraut þvert í gegnum Sahara, frá norðrí til suðurs. En brautaspor þetta í öllum sín- um mikilleik verður þó aðeins örmjótt stryk, og báðum megin við það munu ókannaðir leyndardómar Sahara ná eins og áður út að yztu mörkum sólrisu og sólarlags. Til þessa hafði Caverly aðeins séð Gazim úr holunum í þrælagarðinum. Og hann hataði af öllu hjarta þá skytnu og grimipúðugu til- veru, sem hann hafði þar orðið að reyna. Og samt sem áður hafði hann orðið snortinn og hrifinn af þeirri steinhörðu, glóandi fegurð, sem hvíldi yfir eyðimerkurborg þessari, og þeim miðaldasvip og skrauti, er einkendi íbúa hennar. Meðan hannvar þræll, hafði hann oft dauðlangað til að geta litið inn í höll Tagars; en þar var öllum óviðkomandi stranglega bannaður aðgangur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.