Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.12.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER, 1936 5 sem af sjálfsáliti og þekkingarleysi reyna að lyfta hófdrykkjunni upp á hæÖ fagurra lista og mannfélagsins hæstu hyllu. Því fólki, sem gjörir það, mætti lýsa með orðunum sem meistarinn sagði: “Veit sé þeim, sem hneyksli veldur.” Enginn vjill vita af sínum ná- komnu' falla fyrir áhrifum Bakkus- ar. Því þá að leiða annara vini og ættingja í þá freistni? Hugsið um ]>að um jólin, fslendingar, þá finnið þið rétta jólagleði. Ef þið hugsið meira um velferð annara, og eruð sjálf fyrirmynd í því, sem er rétt og gott og Guði þóknanlegt á jól- unum, þá verða ykkar jól sönn gleðijól. Þess óskar af alhug ykkar ein- lægur, A. S. Bardal, S.T. Dagbókarbloð Reykvíkings örugt ráð við gigt þykist norsk bóndakona hafa reynt. Hún var orðin nær örkumla af þessari veiki. En eftir að hafa sofið í birkilaufi um nokkurn tíma varð hún heil heilsu. Heillaráð þetta hafði hún fengið hjá sjómanni einum. Hvort laufið á að vera visið eða nýtt, fylg- ir því miður ekki sögunni. Ungur tónsmiður í Noregi, sem samið hefir nýjan “slagara,” hefir svarið þess dýran eið, að nái lagið ekki heimsfrægð, skuli hann ganga á höndunum frá Þrándheimi til Osló. Sú vegalengd er 420 km., svo að pilturinn mun þykjast sigurviss. Um daginn var giftingarauglýsing í dagblaði einu í Vínarborg, sem ekki er í frásögur færandi. Það merki- lega var, að auglýsandinn fékk tíu þúsund “umsóknir.” Nú á hann úr vöndu að ráða, sá góði maður. í Hellas eru lagaákvæði um það, hve konur megi ganga stuttklæddar. Engin grisk eiginkona má, vera i pilsi, sem er styttra en svo, ,að það nái 35 cm. niður fyrir hné, og reynd- ar gildir saman lagaákvæði fyrir all- ar stúlkur, sem komnar eru yfir 14 ára aldur. "Uífið byrjar, þegar maður er 45 ára,” heitir klúbbur, sem nýlega hef- ir verið stofnaður í New York. Konur einar eru í klúbb þessum, og eiga þær að vera 45 ára gamlar eða þar yfir. Ennfremur skuldbinda þær sig til þess að segja áv^lt rétt til um aldur sinn. Það er sagt, að alt að 20 miljónir dollara hafi verið í umsetningu um forsetakosningarnar í Bandaríkjun- utn. Einn maður vann í veðmáli 750,000 dollara, og var það sú hæsta upphæð, sem einn einstakur maður vann um það leyti. 1 * Og að lokum sagan um Skotann, sem átti heima í London. Þar hafði hann búið árum saman, en var svo boðin ókeypis ferð til Aberdeen og notaði tækifærið til þess að sjá æskustöðvar sinar. Þegar hann kom aftur til London sagði hann eftir- farandi sögu: —Það má undrum sæta, hve nísk- ir mennæru í Aberdeen. Eg keypti mér vindil í búð og bað um eld, en það fékk eg ekki, nema eg borgaði 1 penny fyrir stokkinn. Eg varð þannig að ganga alla leið þangað sem eg bjó, því að eg hafði gleymt eldspýtnastokknum minumí frakka- vasanum. —Morgunbl. RÆKJU VERKSMIÐJA Á ISAFIRÐl Rækjuiðnaðurinn á ísafirði gíng- ur miklu betur en jafnvel hinir bjartsýnustu þorðu að vona, og hafa allar hrakspár orðið að engu. Öll framleiðsla rækjuverksmiðjunnar er þegar seld fyrir sæmilegt verð. Hafa rækjurnar aðallega verið seldar i Danmörku, en eins og kunn- ugt er vann Guðmundur Hagalín að því að finna þeim markað, er hann dvaldi í Danmörku í sumar, en einn- ig hefir töluvert selst til annara landa. Verksmiðjan hefir fengið margar sannanir fyrir því, að framleiðslan líkar vel þar sem hún hefir verið reynd erlendis, og hafa af þessum ástæðum verið aukin eins og hægt er afköst verksmiðjunnar. Sex bátar stunda nú rækjuveið- arnar frá Isafirði ,og gengur veiðin vel. Þessi nýi atvinnuvegur hefir þeg- ar bætt úr mikilli þörf fyrir aukna atvinnu, og eiga ísfirðingar heiður- inn af því að hafa fyrstir ráðist í þennan atvinnuveg, og Fiskimála- nefnd og stjórnarvöldin fyrir að hafa stutt hann með ráðum og dáð. —Alþbl. 24. nóv. G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOÓDERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfenglsgerð í Canada This advertisement is not inserted by the Government L.iquor Control Commlssion. The CL>minisslon is not rosponsiblo for statpments minlp ns to tho quitlity of products advertlsod Hvað segja Skotar um Island og Islendinga Runólfur Stefánsson fyrverandi skipstjóri dvaldi í Glasgow á Skot- landi um það 'leyti, sem Esja hafði fastar áætlunarferðir í sumar milli íslands og Skotlands. Hann hafði mörg og góð tækifæri til að kynnast skoðunum Skota á þessum ferðum og landi okkar og þjóð, og segir hann frá því, er hann fékk að vita, í eftirfarandi grein. Gerir hann og tillögur um fyrirkomulag þessara ferða í framtíðinni. Grein Runólfs Stefánssonar fer hér á eftir: I fyrsta skifti í sögunni hófust áætlunarferðir milli Islands og Skot- lands siðastliðið sumar. Það var e. s. Esja, sem hóf þessar ferðir. Þessar ferðir voru fremur tilraun en ákveðin siglingaleið, og það verð- ur að hafa það í huga þegar dæmt er um árangurinn eða gróðann af ferð- unum. Ferðir þessar tókust langt fram yfir allar vonir, en það þakka eg I fyrst og fremst þeim góða skilningi, j sem Skotar sýndu þessari tilraun ^ okkar, en þeir líta á okkur sem vini og frændur. Undirbúningurinn að þessum ferðum var af allra hendi minni en æskilegt hefði verið. Tími var og of naumur, bæði hér heima og eins hjá afgreiðslu skipsins í Skotlandi. Þetta hljóta allir að afsaka í byrjun. Ekkert fé var fyrir hendi til aug- lýsinga; en auglýsingar á slíkam ferðum eru afar nauðsynlegar eins og allir geta skilið. Enginn nxaður með hejilbrigðri skynsemi gat búist við því, að þess- ar ferðir gætu borið sig eða skilað gróða, þegar á fyrsta ári. Skipið er afar lítið í samanburði við þau far- þegaskip, sem til Glasgow koma, flest frá 3—20 þúsund tonn. Var Esju því ekki veitt mikil athygli hjá slíkum risaskipum, eins og skiljan- legt er. Margir sögðu við mig, að lítil væri hún, en falleg, og allir, sem komu um borð í hana, dásömuðu hve alt væri þar fágað og hreint. Það fólk, sem eg hafði tal aí eftir fyrstu og aðra ferðina, lét mjög vel yfir ferðalaginu. Og þó að skipið væri j lítið, dróg það úr óttanum, er fólk- inu var sagt, að hún væri í strand- ferðum vetur, sumar, vor og haust. Eg mundi því ekki óttast að láta Esju halda áfram*þessum ferðum, næsta og næstu sumur, þó að eg myndi hins vegar óska, að hægt væri að hafa stærri skip í förum milli Islands og Skotlands. Og sjálfsagt er að halda áfram upptekn- um hætti með Esju næstu 2—3 árin, þar til við getum fengiiLstærra skip og full reynsla er fengin. Esja hefir það tram yfir stærri skipin, að hún er lipur og þæg í öll- um snúningum, og sjóskip er hún með afbrigðum. Eg get ekki látið hjá líða að fara nokkrum orðum um skipshöfnina á Esju og ummæli Skota um hana og aðbúnað allan á skipinu á ferðun- um. • Eg hafði mörg og góð tækifæri í sumar til að hafa tal <if því fólki, sem ferðaðist hingað með skipinu. Skozka ferðafólkið sannaði það, sem eitt sinn var sagt um Esju, og á- höfnina á henni, að þar væri einn hugur og ein hönd. Alt lauk fólkið upp einum munni um það, að skips- höfýin væri prýðilega mentuð, fram- úrsharandi hjálpfús og kurteis og öll aðhíynning og framkoma þannig, að í ijaun og'veru þyrfti ekki að biðja úm neitt, heldur væri eins og þjón- ustufólkið alt vissi, í hverju tilfelli, hvers óskað væri. Og allir fengu sama vitnisburð, alt frá yfirmanni skipsins, skipstjóranum, til létta- drengsins. Sama róm gerði ferða- fólkið að matnum, bæði um borð í skipinu og eins í landi. Eg fullyrði að þetta, einmitt þetta, er bezta auglýsingastarfsemin, sem við getum rekið fyrir okkar þjóð. Skozka ferðafólkið sýndi líka á áberandi hátt þakklæti sitt. Eftir að það kom heim og þegar Esja var stödd í höfn, var það alt af að bjóða starfsfólkinu heim til sín og fór jafnvel með það í langar ferðir út fyrir borgina i bílum. Það vildi sýna þakklæti sitt með þessum hætti. Eg fullyrði það, og tala þar af eigin reynslu, að fastar áætlunar- ferðir milli Islands og Skotlands á sumrum geta borið hinn mesta og glæsilegasta árangur. Það er hægt að fá tugi þúsunda af Skotum til að fara hingað til lands i ferðir, sem eru vel skipulagðar og ekki of dýr- ar. Ferðir þessar á að miða við tekjur millistéttafólks. Ýmislegt langar mig að benda á, sem gera mætti til að auka ferða- mannastrauminn hingað frá Skot- landi og eins til að gera ferðafólk- inu á sjónum ferðina skemtilegri: Á ferðum skipsins þarf að vera einn leiðsögumaður fyrir farþegana. Hann þarf að vera sögufróður um gamla tímann og landfræðingur. Skotar þeklíja nokkuð til sögu okk- ar og líta á sig sem frændur okkar. Milli ferðanna, meðan skipið dvelur í Glasgow, gæti hann flutt fyrir- lestra um land og þjóð, og eg full- yrði, að hann mundi fá geysimarga áheyrendur. Maðurinn þarf að vera vel mentaður í sögu Skota, ekki síð- ur en okkar. Eg veit að þessi tillaga mundi hafa hin undraverðustu áhrif, og vildi eg mælast til, að landkynnir færi að undirbúa þetta nú þegar fyrir næsta sumar, fá einhvern til dæmis til að taka þetta starf að sér og undirbúa sig undir það. Þá kem eg að fisksendingunum, en Esja flutti til Glasgow í hverri ferð fisk á skozkan markað, og var fiskurinn seldur í Glasgow og víðar. Fiskurinn var ágætur og öll með- ferð á honum frá skipinu var í alia staði prýðileg. Bar fiskurinn frá Vestmannaeyjum þó af í alla staði, jafnvel svo að orð var á gert. Nokkurn tíma tók það í fyrstu ferð skipsins að fá affermingar- yfirmanninn til þess að skilja það, að brýn nauðsyn bæri til þess, að fiskurinn kæmist allur í land á fyrsta degi eftir komu skipsins, svo að hægt væri að selja hann allan næsta morgun. Viðkomandi yfir- vald virtist ekki álíta, að fiskurinn þyrfti að sæta annari meðferð en aðrar vörur; en þá kom til skjalanna bráðduglegur fiskikaupmaður, Mr. W. A. Eddie, og gat kipt þessu i lag hjá stjórnarvöldunum, en þó varð nokkuð af fiskinum að bíða eftir uppskipun til næsta dags. Og þess vegna var ekki hægt að selja hann fyr en 2—3 dögum eftir að skipið kom. Þetta varð þó ekki til baga nema í jxetta eina skifti. Mr. Eddie mun hafa getið sér hins besta orðs- tírs hjá öllum Islendingum, sem honum hafa kynst, en hann hefir keypt mikið af fiski frá Akranesi, Vestmannaeyjum og eins héðan úr Reykjavík. Runólfur Stefánsson. —Alþbl. 26. nóv. IN LÖVING MEMORY of my sister, Emma Damelson, died December 26th, 1936 By G. Bertha Danielson, Scandinavia, Man. It leads beyond a purple misty hill, The winding road to mamory’s lovely vale; There bygone days live sweet and joyous still; And love and lilting laughter cheer the dale. And there, beyond the purple misty hill, Death cannot come, for all things live for aye; Past hopes and joys return the heart to fill, There with your loved you stroll along life’s way. Ah, yoti are gone, but memory brings you near, Your little act of live, they live again For those you loved, and bring them needed cheer. No moment sweet is ever lived in vain. It leads beyond a mystic dark divide, The narrow road to angels’ realms above, Where ’mid the glories of the other side, We hope to meet again the ones we love. You are not dead, for death is trans- formed life To higher destinies of service there, In realms of peace, afar from earthly strife, Wliere you are happy in God’s loving care. And I? Ah, there is work for me to do; A life to live; I may not weep nor pine; It was God’s will; a crown he gave to you, I still must serve, ere he will give me mine. JÓLAVERS I hæðir lyfti eg huga mínum herrans til, sem léttir pinum; leið þú mig um lífsins stig; gef eg forðist illa anda oft sem reyna mér að granda; einn Guð prísa á eg — þig. Nú upp rennur nóttin jóla, nú út springur lítil fjóla, fegurst allra í heimi hér. Lífsins stjarnan líknar blíða ljótum frá oss hrindir kvíða, — helgum drotni heiður ber. Blessaður Jesús, barnið hreina, bótin þú ert allra meina, heilagur á himni og jörð; sigra náðir synd og dauða, sýkn er fengin kvala og nauða; þér æ syngjum þakkargjörð. Ekkert getum án hans vilja, öll vér hljótum það að skilja, mannlegt ekkert megnar ráð frelsarans verk að fella niður, frelsarinn oss alla styður, fyrir hans kross er fengin náð. Dýrð sé Guði á himna hæðum, hann oss miðlar ótal gæðum; fast þó syndum sofum í er hans náðin óþrjótandi, er hans miskunn sívakandi, — friðarljósi fögnum því. Margrét J. Sigurðsson. CHRISTIAN RIMSTAD ritaði í “Politiken” nýlega fyrsta ritdóminn um hina nýútkomnu bók Gunnars Gunnarssonar, — “Graa- mand.” — Segir hann, að bókin muni verða til þess, að treysta ennþá betur orðstír Gunnars. Hann segir að bókin sé frábærlega vel samin, og kunni rithöfundur þá list, að blása lífsanda í hverja persónu. Sag- an sá dramatisk að efni til, og komi lesendum í náin kynni við mikinn fjölda fólks á íslandi á löngu liðn- um öldum.—Alþbl. DÝRT ÞEKKINGARLEYSI Nýlega var kaþólski presturinn í Pirmasens í Rhenpfalz dæmdur í 200 marka sekt eða 20 daga fangelsi, ef sektin yrði ekki greidd. Orsökin var sú, að hann hafði ekki flaggað á fæðingardegi Hitlers og það upp- lýstist í réttarhöldunum, sem urðu út af því, að hvorki hann, ,systur- dóttir hans, orgelleikarinn eða um- sjónarmaður kirkjunnar, vissu neitt um það hvenær Hitler ætti afmæli. Business Cards Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlegra um alt, sem að ílutningum lýtur, smáum eða stðrum. , Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími 35 909 FOR CHRISTMAS A beautiful Pastel Picture of Canadian Scenery An ideal present for the folks back home. From 50c up OTríbe ^aðtel ^tubio 894 PORTAGE AVE. REDPATHBAKERY hefir nú á boðstðlum hinar frægu Lineoln Doughnuts, búnar til 1 hinni nýju Lincoln Doughnut vél, þeirri einu I vesturbœnum. Yður mun falla bragðið I geð. 555 SARGENT AVE. Viðtökutœki sett upp Túbur prðfaðar ðkeypis Öll vinna ábyrgst GENERAL RADIO SERVICE 625 SARGENT AVE. Winnipeg, Man. Sími 80 661 DR. W| A. MILLER Dentist Office Phone 39 929 Res. Phone 39 752 22 CASA LOMA BLOCK Winnipeg, Man. OLD COUNTRY WATCH maker 30 ára æfing S aðgerðum við úr og klukkur. Kjörkaup á endur- bættum úrum og klukkum. Llta út eins og nýjir hlutir. H. MacAULEY 730 PORTAGE AVE. 4 STAR MEAT MARKET 646 SARGENT AVE. Phone 72 300 Quality Meats Lowest Prices in City We peliver For Free Estimates and Tube Testing Call DORFMANS Radio Service Weekdays Phone 23 151 Night and Holiday 55 194 Gramophones Repaired 614 WINNIPEG PIANO BLDG. Winnipeg, Man. — We guarantee to teach you: Latest Fox Trot and Waltz Tap, Ballet of~Acro ARTHUR E. SCOTT MISS M. MURRAY 514 WINNIPEG PIANO BLDG. (5th Floor) Phone 2 8 544 for appointments i v ' PERMANENT WAVES Croquignole Push-Up Heaterless * Method $1.50 UP Includes Shampoo, Hair-Cut and Finger Wave Marcel, Finger Wave, Hair-Cut, Shampoo, ^etc., 25c each McSWEENEY’S BEAUTY PARLOR 609 SARGENT AVE. Phone 25 045 (Open Evenings) Chesterfield House Fððrun húsgagna, stoppun og að- gerðir, er sérfræðingar leysa af hendi. Opið á kveldin. 639 PORTAGE AVE. Slmi 33 362 GEORGE HAHR, eigandi Yður er vinsamlegast boðið að heimsækja THE GIFT SHOP JAS. B. McBRYDE & SON Jewellers 415 % PORTAGE AVE. (Gegnt Power Bldg.) þar sem þér munuð finna viðeig- andi brúðkaupsgjafir, verðlauna- gjafir fyrir spilasamkepni, og gjafir, sem eiga við öll tækifæri I félagsltfinu. Opið frá kl. 9 f. h. til 6 e. h. og á laugardagskvöldum Minniét BETEL / —r* I erfðaskrám yðzur!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.