Lögberg - 31.12.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.12.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBER 1936 5 FUNDAFERÐ Hftir Einar Sigurfinnsson, Iðu Stórkostlegar breytingar haía orÖið á feröalögum hér á landi seinustu árin, og innan skamrns mun sá gamli siður að ferÖast á hestum til þess að heimsækja vini og vandamenn, algerlega leggjast niður eins og svo marg- ar aðrar fornar þjóðvenjur. En ferðir þessar þóttu jafnan mjög skemtilegar, og er hér lýst einni þeirra. Hann var bjartur og fagur dagur- inn næsti eftir Skeiðaréttir haustið J934- Þennan dag lagði eg snemma morguns á stað í ferðalag ásamt konu minni. Ferðinni var heitið austur í Landeyjar. Þar eru ætt- ingjar og æskuvinir konu minnar og þar er hún fædd og alin upp. Fýsti hana að skoða bernskustöðvarnar og heimsækja frændur og vini. Bær minn stendur norðaustan vert við Vörðufell, skamt þar frá er Stóra-Eaxá fellur í Hvítá. Land- fræðilega séð á jörðin að tilheyra Skeiðunum, en þó er hún talin í Biskupstungnahreppi. Við fórum svo sem leið liggur suður Laxárbakka, fram hjá sand- græðslugirðingunni hjá Reykjum, og sáum til Skeiðarétta. Þar var nú alt kyrt og þögult og ekkert, sem minti á það f jör, sem þar hafði ver- ið daginn áður. Svo héldum við suður Skeið. Þar eru bæir til beggja handa skamt frá veginum, reisulegir og vel bygðir. Alllangt fyrir vestan veginn sézt kirkjan á Ólafsvöllum og bærinn, þetta höfuðból, þar sem Ólafur tvennumbrúni “reisti sér bygð og bú“ á landnámsöld og ligg- ur í Brúnahaugi undir Vörðufelli. Syðsti bærinn á Skeiðum heitir Kílhraun. Þar fórum við heim. Guðmundur í Kílhrauni er góður heim að sækja og gestrisinn eins og fleiri Skeiðamenn, enda tók hann okkur vingjarnlega, leyfði hestun- um að bíta í túninu, en leiddi okkur til baðstofu, þar setn við hvíldum okkur og þáðum góðgerðir. Eftir rúmlega kiukkustundar án- ingu að Kílhrauni lögðum við aftur á stað. Var nú skamt suður i Fló- ann og á aðalevginn austur. Þjórsárbrú, þessi traustlega og fagra hengibrú, tengir saman Árnes og Rangárvalla sýslur. Harðsnúnir stálstrengir eru þandir yfir ár- gljúfrið og bera þeir brúna uppi, en undir þýtur áin kolmórauð með miklum boðaföllum og straumþunga. Skamt fyrir ofan veginn vestan ár- innar var bærinn Þjótandi. Eftir að brúin kom var hann f luttur niður að veginum og stendur nú rétt við enda brúarinnar, og ber sitt forna heiti. Hinum megin sézt uppi á holti nokkuru, örskamt frá ánni, húsa- þyping mikil. Það er Þjórsártún. Þar reisti Ólafur læknir ísleifsson nýbýli skömmu eftir byggingu brú- arinnar, og hefir þar verið ræktað stórt og fallegt tún. Fyrst var þarna aðeins lítið hús, en smátt og smátt var bygt við það kvistir, álmur og útskot í allar áttir, svo að nú er hús- ið engu líkt nema sjálfu sér. Þarna var um tíma mikil gestakoma, al- mennur funda- og samkomustaður, og verzlun. Nú er þetta alt horfið og ekkert eftir nema þetta stóra, einkennilega hús, mannfátt og mannlaust stundum, og svo verks- ummerkin eftir mikið starf og hug- sjónaríka atorku. Sunnan undir húsinu er rósagarðar mjög fallegir. Við héldum áfram austur yfir Holtin og bar ekki til tíðinda. Aust- an til í Holtunum er Rauðalækur. Þar var fyrrum rjómabú. Nú er það lagt niður eins og flest slík bú, en í staðinn er þarna komið kaup- félag. Holtin eru grösug sveit, hæðir með stórum mýraflákum á milli. Austan við Holtin er Ytri-Rangá, tær með lygnum straumi. Á vestur- bakka hennar er stór bær, sem heit- ir /Egissiða. Þar var lengi enda- stöð póstvagnanna frá Reykjavík. Síðar kom brú á Rangá og þá var hún ekki lengur samgöngum til hindrunar. Nú taka við Rangárvellir, þurlend | sveit og vingjarnleg. Eystri Rangá j skilur Hvolhrepp frá Rangárvöllum.. Hún er brúuð þar sem heitir Djúpa- dalur. Þar er sláturhús og fleiri ðyggingar. Austan við Rangá tekur fyrst við Hvolsvöllur og sér nú heim að Hvoli, bæ Stórólfs, hins ramaukna manns. Þar ólst Ormur hinn sterki upp. Á Stórólfshvoli er nú kirkja, skóli, sjúkraskýli og læknissetur, ög er staðarlegt heim að líta. Svo liggur vegurinn hjá Eystri- Garðsauka að Þverárbrú. Skamt þaðan er bærinn Dufþekja, sem áð- ur hét Dufþaksholt. Þar bjó Duf- þakur og eldi grátt silfur við Stór- ólf. Þangað sótti Ormur heyið, eins og frægt er orðið og allir munu kannast við úr þætti hans. Nú komum við að Þverárbrú. Hún er lítið eitt neðar en vaðið var á ánni, á svonefndu Síki. Þar var oft sandbleytuhætt ef nokkuð fór út af réttri braut. Þverá er breið og oft vatnsmikil; því er brúin löng, bygð á mörgum og sterkum trjám, sem rekin eru niður í árbotninn. Á suðurbakka Þverár, skamt frá ánni, er bærinn Hemla. Þar eru mörg og stór hús og staðarlegt heim að líta. Nú héldum við ekki þjóðveginn lengur, heldur stefndum vestur með ánni til Bakkabæja, en svo eru nefndir nokkrir bæir sunnan Þver- ár, og tilheyra þeir Rangárvallasveit, þótt legu sinnar vegna ætti þeir að tilheyra Landeyjasveit. Væri að öllu leyti eðlilegast að Þverá skifti hreppum. Leið okkar lá út Þverárbakka fram hjá eyðibænum Skeiði. Sá bær lagðist í eyði vegna vatnagangs úr Þverá. Næsti bær er Uxahrygg- ur. Allsstaðar með bökkunum hefir sandur og jökulleir fylt alla skorn- inga, svo að alt er rennislétt og mjög grösugt. Hefir Þverá gert hér stór- feldar jarðabætur, en ekki var björgulegt að vera hér eða litast um á meðan jarðabæturnar voru gerð- ar. Vatnið var svo háttí ánni, að hún flóði yfir bakkana með miklumi flaumi og framburði af sandi og leðju. Bæir lögðust í auðn og all- stór hluti sveitarinnar virtist í helj- ar greipum. Svo var hafist handa This advrertisement is not inserted by the Government Líiquor Control Commission. The Commisslon is not rosponsiblc for statements made as to the quality of products advertised og tekið að hlaða í vatnsrásirnar og mesti vatnsaginn náðist af. Og smám saman greru sandleirurnar upp og góð engjalönd urðu fljótt þar. Þegar fjar dregur ánni er mjög blautt og gljúpur jarðvegur. Landið er hallalítið og vantar því afrensli. Skamt suður í mýrinni er bærinn Galtarholt. Þangað var nú ferðinni fyrst heitið. Húsfreyjan þar er upp- eldissystir konu minnar og írænd- kona. Hún heitir Vilborg, en bónd- inn Vaknundur. Dagur var nú að kvöldi kominn og dagleiðin orðin alllöng. Ekki þurfti að biðja gistingar í Galtar- holti; það var eins og við værum að koma heim. Ilestunum var slept í túnið, og alt það bezta, sem til var, i té látið. Þarna vorum við um nóttina og fram á næsta dag. Þá tókum við okkur upp og héldum að Tungu, og fylgdi Vilborg húsfreyja okkur. Tunga er nokkuru sunnar og vest- ar en Galtarholt. Þar býr Ársæll, röskur maður og ráðagóður. Hann hefir að sögn, líklega fyrstu manna, látið tryppi sín reyna reiptog við eina af hö f uðskepnunum,, og þótt merkilegt megi virðast mátti Storm- ur gamli láta í minni pokann fyrir ofurafli tryppanna. Það er og sagt, að Ársæll láti hesta sína ganga í gúmmístígvélum. Kona Ársæls heitir Ragnhildur og er æskuvina konu minnar. Varð með þeim fagnafundur, og ífengum við þarna hinar ágætústu viðtökur. Alllangt suðvestur frá Tungu er hið forna höfuðból Skúmstaðir. Þar bjó fyrrum Sigurður, sem margir munu kannast við sem einn í tölu stórbænda Rangæinga á sinni tíð. Síðan lagðist þessi jörð í eyði um tíma fyrir vatnagang og sand- framburð úr Þverá. En svo flutti þangað Þorvaldur Jónsson frá Hemru í Skaftártungu. Eru nú Skúmstaðir aftur ágæt jörð. Þorvaldur var kunningi minn þegar við vorum báðir í Skaftafells- sýslu og fýsti mig nú að heiimsækja hann. Ársæll í Tungu reið með okkur suður að Skúmstöðum, en þá vildi svo til, að Þorvaldur var ekki heima. Það var þó ekki lakara að hitta húsfreyjuna, því að meðal okk- ar var einnig góð kynning í gamla daga. Llún heitir Ólöf og er talin skörungur, enda af slíku bergi brot- in, þar sem Sveinn læknir og nátt- árufræðingur Pálsson var langafi hennar. Þau Þorvaldur eiga margar dætur, sem sagt er að vinni jöfnum höndum að hinum fínustu kvenleguim hann- yrðum og torfristu og hestatamn- ingu. Næstu nótt gistum við í Tungu. Landeyjar eru umluktar vötnmn að austan, tjorðan og vestan, og út- hafinu að sunnan. Þar er sléttlent og mjög votlent. Landslagið er því sviplaust þegar aðeins er litið á næsta umhverfi. Alt er grasi vafið, en vötnin gera herhlaup við og við með ýmislegum spellvirkjum. Út- sýn til fjalla er hin fegursta, I vestri eru Reykjanesf jöllin og Ing- ólfsfjall. Svo er óslitinn fjallafaðm- irm með margbreyttum litbrigðum og fjarlægðum, unz í austri gnæfa Eyjaf jöll há og tignarleg, og í suð- austri rísa Vestmannaeyjar úr sjó, svipmiklar og fagrar. Til Fljóts- hlíðar sézt mjög vel, og mun mögum sem til hennar lítur úr hæfilegri fjarlægð, verða að taka undir með Gunnari Hámundarsyni: “Fögur er hlíðin.” Já, hún er fögur Fljótshlíðin, og þetta sunnudagskvöld var töfrandi fagurt að líta þangað. Sagði fólkið í Tungu, að nú skartaði hlíðin í sín- um fegursta búningi. Næsta dag fylgdi konan í Tungu okkur að Galtarholti og var komið að kvöldi er þangað kom. Þar gist- um við næstu nótt og vorum nú far- in að hugsa um að halda heim. Um morguninn var heiðviðri og um hádegi voru hestar söðlaðir og lagt á stað. Galtarholtshjónin fylgdu okkur á leið. Var komið að Fróðholtshjáleigu. Þar fekk Val- mundur léðan bát og ferjaði þær konurnar yfir Þverá, en eg fór með hestana yfir ána á svo nefndum Ós- um, fram hjá bænum Móeiðarhvoli, svo lítinn spöl upp með Eystri- Rangá og reið vestur yfir hana á alldjúpu vaði. Hélt eg svo niður með ánni til ipóts við þau, sem á bátnum fóru. Þar kvöddum við Galtarholtshj ónin. Nú var orðið svo skamt að Odda, að eg vildi ekki sleppa tækifærinu að skoða þann fornfræga stað. Nú situr Oddastað Erlendur Þórðarson, sköruiegur maður og talinn afbragðs ræðumaður og góður klerkur á alla lund. Þegar við komum heim að Odda tók frúin á máti okkur af mikilli al- úð og leiddi okkur til stofu. Þar var prestur fyrir og gaf sig þegar á tal við okkur. Að stuttri stund lið- inni var okkur boðið i borðstofu og var þar framreitt súkkulaði og kaffi af mikilli rausn. Mér varð starsýnt á húsgögnin þarna. Þau voru fög- ur og traustleg, í samstiltum, sér- kennilegum stíl. Hafði eg orð á því við prest, að mér þætti þau merkileg. “Þau eru smíðuð af manni hér úr nágrenninu, og hérna inni í stof- unni,” svaraði prestur. Eftir veittar góðgerðir gengu prestshj ónin út með okkur til að sýna umhverfið. Var fyrst gengið upp Gammabrekku. Er hún í hól norðan við staðinn. Þar varð einu sinni til ein perlan í íslenzkri ljóða- gerð, meðan Matthías Jochumsson var þar. Svo skoðuðum við kirkj- maa og kirkjugarðinn. Eftir stutta en ánægjulega dvöl í Odda var lagt á stað og haldið upp Rangárvelli og stefnt að Stóra-Hofi. Sá bær er við Eystri-Rangá, spöl- korn ofar en Djúpadalur. Þar býr Guðmundur Þorbjarnarson, góð- kunningi minn síðan við áttum heima í Skaftafellssýslu, og þá báðir starfandi í Góðtemplarareglunni. En sá félagsskapur hefir meðal annars' þann kost, að hnýtt eru innan vé- banda hans vináttubönd, sem oft reynast haldgóð. Að Hofi bjó eitt sinn Mörður Valgarðsson, kunnur öllum þeim, sem lesið hafa Njálu, en þá bók eiga allir íslendingar að lesa oft og vel. i Degi var tekið að halla er við komum að Hofi. Húsfrú Ragn- hildur var úti stödd og bauð okkur velkomin. Var hestunum slept í túnið, en við leidd til baðstofu. Sagði hún, að þar væri heimilislegra og hlýrra heldur en í gestastofu. Og þarna vorum við um nóttina i bezta yfirlæti. Á Stóra-Hofi er mesti myndar- bragur á öllu. I kring um bæinn er mjög þurlent, og grasgefið tún, fast að húsinu öllum megin. Snotur skrúðgarður er við hliðið, þar sem gengið er heim að húsinu. « Þarna sá eg fleiri vinnuvélar en eg hefi séð á nokkru öðru heimili. Hbíýli eru mjög vistleg; þar er að sjá íslenzka smíði og íslenzkan vefn- að, einnig sútað skinn á gólfum og sætum. Og rafmagnið veitir ljósi i hvert herbergi, ásamt hita til suðu o. s. frv. Þessu lík þurfa og eiga öll sveitaheimili að verða, en hversu langt verður þess að bíða? Ef til vill finnast ráð til að leiða rafmagn án þráða frá stórum orkuverum um hinar dreifðu bygðir, eða á annan ódýran hátt. Það var komið að hádegi daginn eftir er við lögðum á stað heimleið- ZIGZAG 5 Urvals pappír í úrvals bók L1 c [ 1 5' SVÖRT KÁPA Hinn upprunalegi þunni vindl- inga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own’’ nota. BiðjitS um “ZIG-ZAG” Black Cover 2 Tegundir BLA KAPA “Egyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga pappir — brennur sjálfkrafa — og gerir vindling- ana eins og þeir væri vafðir í verksmiðju. Biðjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover is, og vildi þó húsfreyja að við værum þar um kyrt. Var nú haldið sem leið liggur á þjóðveginn hjá Strandasíki. Þar rétt hjá er Strönd, barnaskóli Rang- vellinga. Þegar út yfir Þjórsá er komið er bær skamt frá ánni, sem heitir Skálmholt. Þar fórum við heim, hvíldum hestana og okkur stundar- korn og drukkum þar kaffi. Frá Skálmholti var nú stefnt upp til fjalla. Var þá farið að þykna í lofti og komin rigning um kvöldið, er við náðum heim. Þar með var þessari ferð lokið. Hafði hún að öllu leyti verið skemtileg og upplífgandi. Fátt er meir hressandi eða skemtilegra en að ferðast um fögur héruð á góðum hestum og mega haga ferðalaginu eftir eigin geðþótta. Ó, ferðalífið frjálsa, hve fagnar hjartað þá er gyllir hnúk og hálsa in hýra sólarbrá, segir skáldið, og munu margir sanna það.—Lesbók Morgunbl. Dagbókarblöð Reyk- víkings Sjómenn hafa löngum verið taldir allra manna hjátrúarfylstir, en nú hafa flugmenn einnig fengið þetta orð á sig. Undantekning er þó Ameríku- maðurinn Edward Blockhead, sem hefir fallhlífastökk að aðalatvinnu. Nýlega átti hann að sýna listir sínar á stóru flugmóti. Daginn áð- ur en sýningin fór frami braut hann allar þær reglur, sem hjátrúarfult fólk hefir sett sér til að verða ekki fyrir óhappi. Hann speglaði sig í brotnum spegli og um leið og hann settist að mat sínum velti hann salt- bauknum. Hann gekk undir alla stiga og palla, sem hann sá reista upp við hús og blátt áfram elti svarta ketti til að verða á vegi þeirra. Alt þetta gerði hann til að sanna að hann væri ekki hjátrúarfullur. Sýningardagurinn rann upp og Blockhead stökk út úr flugvél með fallhlíf og gat ekki breitt hana út. Áhorfendur þóttust ekki í nokkr- um vafa um að hann myndi bíða bana. Menn voru ekkert hissa á þessu eftir hvernig hann hafði hag- að sér daginn áður. En Blockhead lifir góðu lífi enn þá. Hann var svo heppinn að detta niður í sandgryf ju, án þess að meiða sig hina minstu vitund. Nú er sagt að hann sé orðinn afar hjátrúarfull- ur. Frægur ræðismaður, sem nýlega hafði verið sæmdur krossi i þriðja skifti, var spurður að því hvernig menn færu að því að fá krossa.— Það er afar auðvelt mál, svaraði ræðismaðurinn. Annan krossinn, sem eg fekk, fekk eg vegna þess að eg hafði áður verið sæmdur krossi. Þriðja krossinn fekk eg vegna þess að eg hfaði fengið tvo áður, og þann fyrsta vegna þess að eg átti engan. Fulltrúi ítala í Olympíunefndinni hefir stungið upp á því að tennis verði ein af þeim íþróttum, sem kept verði um á Olympíuleikjum í framtíðinni. Það er talið líklegt að þetta verði samþykt, enda ástæðu- laust að láta ekki keppa í tennis á Olympíuleikum eins og í hverri annari íþrótt. I grísku læknablaði segir tann- tæknir einn frá sjúklingi, sem hann hefir haft til meðferðar. Sjúklingur þessi hefir 55 tennur. Að öðru leyti er hann hinn hraust- asti, hefir góða matarlyst, tyggvir mat sin prýðilega, eins o^ gefur að skilja, og sefur ágætlega. Aaðeins eitt hamlar honum. Það er full- þröngt mn tunguna í munni hans, og hann á dálitið erfitt með að tala og stamar. Fjöldi sérfræðinga hefir athugað þetta merkilega fyrirbigði,, og þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þetta lagist með tímanum, auka- tennurnar muni hverifa þegar stund- ir líða — tímans tönn muni brátt vinna á þeim. Enskur lögfræðingur hefir kom- ist að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki einn einasti læknir í London, sem hafi lagaleyfi til þess að standa lækningar. Til þess að svo sé, þurfi þeir að fá viðurkenningu biskups, en því hafi þeir allir gleymt. Hinn 28. október síðastliðinn átti “Karl Johan,” aðalgatan í Osló, xoo ára afmæli. Á þeim degi voru liðin 100 ár, síðan stórþingið fól stjórn- inni að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir, til þess að akbraut yrði lögð upp að konungshöllinni. ♦ Borgið LÖGBERG ! ^IMWIMIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM | THOSE WHOM WE SERVE ( IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS |§ BECA USE— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- S ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF §§ THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER §§ WE DELIVER. . = | COLUMBIA PRESS LIMITED | 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.