Lögberg - 31.12.1936, Blaðsíða 6
í
6
Þræll Arabahöföingjans
Skáldsaga eftir Albert M. Treynor.
Yæri manni kunnugt alt það, sem fram
fór innan þessara ægilegu, giuggalausu múra,
myndi maður fá frumstæða innsýn í villi-
mensku þá og íburðarmikla skraut, er hvarf
heiminum umhverfis fyrir öldum síðan.
Caverly fann til undarlegra andþrengsla,
er hann eygði fyrstu múrtindana rauðu í f jar-
iægð. Einu sinni hafði hann gert þar innreið
sma í þræiahlekkjum. Nú kom hann þangað
í skrautklæðum. fJað var sannarlega munur
á því! Hann var bæði æfintýramaður og vís-
indamaður, og hjartað svall í brjósti hans af
eftirvæntingu um það, er nú myndi bera að
höndum. Nú myndi hann íá að sjá það,'sem
til þessa var ókunnugt. Svo framariega sem
líf lians tæki ekki óvænt skjótan enda, myndi
haxm nú eiga tilveru í vændum, æfiutýralegri
og ótrúlegn, en nokkur hvítur maður á lians
öld hefði haft kynni af.
A þessari þriggja daga leið heim til
(fazim liafði ekkert það komið fyrir, er hon-
um gæti stafað hætta af. Tagar Kreddache
hafði tekið á móti honum sem syni sínum og
hafði til þessa enga ástæðu til þess að tor-
tryggja hann. Tagar var harður í skapi og
stóriyndur og hýsti engar blíðutilfinningar í
brjósti; en þó gat þessi gamli eyðimerkurörn
ekki látið vera að miklast yfir því, er hann í
unga flóttamanninum við hlið sér þóttist sjá
spegiimynd af beztu eiginleikum ættar sinn-
ar. Og af þeim sjötíu, er riðu á eftir þeim
undir hermerkinu með höggormshöfuðin
fimm, var alls enginn, sem þorði að hugsa sér,
að Tagar kynni að hafa skjátlast í því að
þekkja aftur sinn eiginn niðja.
Reiðmennirnir þrír, velríðandi, er sendir
voru til að élta Lontzen voru enn ókomnir.
Tagar hafði búist við þeim aftur fyrsta sól-
arhringinn. Bn nú voru liðnir tveir dagar og
þrjár nætur, án þess að nokkuð fréttist af
þeim, og höfðinginn starði í norðvestur og
varð brúnaþyngri með hverri stundinni, sem
leið, og æstari í skapi. Enginn gat getið sér
þéss til, hvað við hefði borið í eyðimörkinni
fyrir utan sjóndeildarliring þeirra. Eín er
þriðji dagurinn rann upp án þess að nokkuð
fréttist, tók vonin að hreyfast í brjósti Cav-
erlys. Það var hugsanlegt að Lontzen hefði
komist undan þessum þremur, sem sendir
voru til að ná honum lífs eða liðnum.
Það var liðið að sólrisu, er hermennirnir
sáu Gazim í hillingum. Skömmu síðar komu
þeir á hæsta kamb hinnar geysimiklu sand-
öldu, sem umkringdi hinar stóru og frjósömu
vinjar, og nú lá eyðimörkin fyrir fótum
þeirra í dalbotninum í glaða skólskini.
Tvær ævagamlar lestaleiðir mættust hér
rétt utan við anddyri eyðimerkurborgarinn-
ar. Og á liæsta öldukambinum var reist upp
gríðarhátt siglutré, og á efri enda þess var
trékross, og bentu álmur hans í fjórar aðal-
áttirnar.
Á enda álmanna voru festar höfuðkúpur.
Blikuðu skinin beinin í sólskininu, tómar
augnaholurnar störðu út í bláinn, og vara-
laust glott lék um murtnana. Það var óskemti-
leg sjón.
Tagar reið hálfri úlfaldalengd framar
hinum. Hann tók nú í taumana, svo að Cav-
erly kom upp á hlið við hann. Herliðið að
baki þeim hægði óðara á ferðinni.
“Sérðu þá þama,” mælti Tagar og benti
upp á höfuðkúpurnar. “Þeir voru nógu
heimskir til að halda, að þeirra vilji gæti jafn-
ast á við vilja Tagars. Einn þeirra kom
hingað frá Etíópíu, og nú getur hann um alla
eilífð starað suður á bóginn í áttina til fóstur-
lands síns, sem hann aldrei framar mun aug-
um líta. ’ ’
“Hann er fastur í sessi þarna uppi,”
sagði Caverly rólega. “Jafnfastur eins og
hann væri siglingamerki Múhameðs sjálfs.”
Tagar kinkaki kolli ánægjulega. “Já,
þeir sitja allir fastir um tíma og elífð. Hann,
sem horfir í austur, er — eða var — Tebú-
þræll, sem hljóp burt, þegar honum var skip-
að að standa kyr. Nú vísar glott hans ferða-
mönnum leiðina til lands þess, er faðir hans
réði eitt sinn fyrir.
Hann, sem snýr mót vestri, þóttist í lif-
anda lífi vera af Ouled Naii-ættinni. Fyrir
mörgum árum kom hann til mín með nokkrar
dansmeyjar, sem hann vildi selja mér.”
“Hvað gerði hann svo fyrir sér ? ” spurði
Caverly.
“Hann setti upp hærra verð, heldur en
eg sá mér fært að greiða,” mælti Tagar ró-
lega.
“En það er ekkert höfuð á fjórðu álm-
unni,” mælti Caverly eftir ofurlitla þögn.
“Hún bendir til norðurs.”
“Það verður bráðum bætt úr því,” mælti
Tagar og lét tunguna vökva varirnar.
“ Jæja?”
“Þegar Hassan og Núrda og Lorg koma
LÖGBERG, FIMTUDÁGINN 31. DESEMBEjR 1936
aftur af þrælaveiðunum, fáum við höfuð á
fjórðu og síðustu álmuna. Þá fyrst er veg-
vísirinn minn fullbúinn.”
Caverly leit snögt til hliðar á hinn hættu-
lega förunaut sinn, en varðist þó að láta á
því bera.
“Það verður kristinn maður,” sem mun
snúa andliti sínu til norðurs,” mælti Tagar.
‘ ‘ Enda fer bezt á því. ’ ’ Það komu grimdar-
drættir um muim hans og nasir, er hann
liorfði á hina auðu álmu vegvísarans. ‘ ‘ Þræll-
inn sá, sem strauk frá mér, á að hanga þarna
að eilífu. Úlfaldalestirnar, sem hingað koma,
munu fá leiðsögn af tómum, starandi augna-
tóftum hans, er líta í þá áttina, sem liaim
aldrei að eilífu mun fara sjálfur.”
Höfðinginn keyrði nú reiðskjóta sinn
sporunum, og hermannaraðirnar að baki
honum fylgdu fast á eftir á harða brokki.
Caverly reið þög'ull það sem eftir var
leiðarinnar. Hann var í djúpum hugsunum
og hafði vakandi auga á öllu sem fram fór.
En hann leit ekki aftur í áttina til áttavitans
á vegamótunum.
Gazim og umhverfi þess var sannarlega
sú sjón, er gæti glatt þreytta eyðimerkurher-
menn. Þorpið sjálft með gróðurreitunum um-
hverfis fylti mestan hluta vinja þeirra er
lág-u í sveig um sex sjö mílna svæði undir
rauðum sandsteinshæðum.
Aðalhluti þorpsins lá á bökkum lítils
vatns, er var blikandi blátt eins og túrkis
(gimsteinn). Með fram vatninu og í breiðu
belti um þveran dalinn voru fjölda margir
akrar, sem vökvaðir voru með vatnsleiðslum.
Á milli sandhæðanna sáust fagurgrænir blett-
ir hingað og þangað. Það voru döðlupálmar,
fíkju og möndlutré, aldinrunnar og annar
fjölbreyttur gróður. Ofar í brekkunum lágu
vínekrur með löngum röðum af þroskuðum
vínberjum og fjaðurlaufguð tamarindutré
vörpuðu skugga yfir fjarlægsta hluta heima-
haganna, þar sem haglendið var handa hin-
um geysistóru lijörðum, sauðfé, geitur og
úlfaldar.
Aðalborgarhliðið var úr afar gildum
pálmastofnum. Þegar hersveitin nálgaðist,
opnaðist hið mikla hlið, og báðir varðmenn-
irnir fleygðu frá sér rifflum sínum og féllu á
grúfu í sandinn fyrri framan fæturna á úlf-
alda húsbónda þeirra.
Tagar reið fyrstur inn um ytra hliðið, og
Caverly á hæla honum. Einkaþræll höfðingj-
ans og Bó Treves riðu þar næst á áburðar-
úlföldum, og að baki þeim hermennirnir allir
í tveimur röðum.
Rétt innan við ytri víggirðinguna, sem
var hlaðin úr ráuðum sandsteini, var opið
svæði nægilega rúmt til þess, að mörg hundr-
uð úlfaldar gætu lagst þar á hné. 1 rykugum
hliðargötum og í öllum krókum og kimum
var troðfult af fólki, sem kom þjótandi til að
bjóða hermennina velkomna heim aftur.
Það var aðeins liðugur helmingur af her-
mönnum Tagars, sena hafði verið með honum
í leiðangrinum. Þeir, sem heima höfðu verið
til að gæta borgarinnar, þyrptust nú út að
hliðinu til að heilsa félögum sínum. — Að
baki þeim stóðu konurnar — dökkleitar konur
og grannvaxnar, í röndóttum búningi.
í þann svipinn tóku konurnar ekkert til
þess, hvort þær væru biæjulausar eða ekki.
Þær hrópuðu kveðju sína, salaamaleikum, til
höfðingjans, og hljóðuðu hátt af hrifning og
fögnuði. Þar var mesti fjöldi hálfnakinna
barna, sem þyrptust saman fyrir aftan eldra
fólkið, í stað þess að þjóta fram á milli úlfald-
anna, eins og böm myndu hafa gert allstaðar
annarsstaðar í heiminum.
Höfðinginn gaf alls engan gaum að há-
vaðanum og gauraganginum. Hann stefndi
beint að innra hliðinu, sem þegar var opnað
á víðan vegg fyrir honum.
Aftan við innri virkin, sem mynduð voru
úr hluta af þorpinu sjálfu, lá höll Tagars, hið
ævagamla aðsetur Kreddache-ættarinnar.
Það var löng og skuggaleg steinbygging, er
lá að garðinum og vatninu. Framhliðin var
í tveimur hæðum, þakið flatt með brjóstvirki.
Þar voru engir gluggar, en aðeins nokkrar
þröngar skotrifur, sem hægt var að stinga
riffilhlaupi út um. Einasti inngangur í höll-
ina var hvelfdur boggangur með sívölum
tumi fyrir framan.
Tagar og Caverly létu úlfalda sína leggj-
ast á hnén, og áburðarúlfaldarair tveir að
baki þeim gerðu sömuleiðis.
Af sjálfu heimilisfólkinu hafði enginn
komið til að taka á móti hinum mikla höfð-
ingja nema svörtu þrælarnir, sem opnað
höfðu hliðið og lágu nú á grúfu með ennin á
steniflísunum. Bn Caverly þóttist verða var
við einhverja hreyfingu aftan við brjóstvirk-
ið vinstra megin. Og þótt hann varaðist vel
að líta í þá áttina, varð hann þess þó greini-
lega var, að tvö skær kvenaugu horfðu á hann
gegnum grindaverkið.
Vinstri álma hallarinnar var Tagars
allrahelgasta. Þar var móttökusalur hans og
vopnabúr, og þar var einnig kvennabúr hans.
Það var dauðasök að stíga þangað fæti inn
fyrir án þess, að höfðinginn hefði boðið
manni. Var hver sá, er það gerði, að láta
höfuð sitt fyrir sverði böðulsins.
Tagar skeytti engu hvíslinu innan við
rimlagirðinguna. “Nú er Sídí-inn kominn
heim aftur,” sagði hann.
Caverly beygði sig fyrir honum. “Undir
þinni stjórn! ’ ’
‘ ‘ 1 kvöld höldum við samsæti þér til heið-
urs, ’ ’ mælti höfðinginn. ‘ ‘ Fram að þeim tíma
ræðurðu þér sjálfur.”
Hann kallaði á einn þrælanna. “Fylgdu
Sídí Sassí þangað, sem honum hefir verið
búinn staður,” mælti Tagar í skipunarróm.
Caverly fylgdi á eftir negraþrælnum, og
Bó Treves labbaði á eftir honum. Þau gengu
til hægri yfir hlaðið og smeygðu sér gegnum
marga lága ganga, sem voru bæði draugalegir
og fullir af dordinglavefum eins og graf-
hvelfingar. Hér liöfðu eflaust verið framin
ótal hryðjuverk og margskonar ósómi. Eftir
marga króka og snúninga komu þau inn í fer-
hyrnt herbergi með hvelfdu þaki, er líktist
fremur kirkjukjallara en íbúðarherbergi.
Þetta herbergi og tvær dimmar hvelfingar
samhliða því var auðsýnilega ætlað höfð-
ingjasyninum. Sonur eyðimerkurinnar lifir
mestu lífi sínu undir sól og stjörnum; en er
hann byggir sér hús, lokar hann úti bæði ljós
og loft og múrar sjálfan sig inni eins og lík.
Caverly sendi þrælinn á brott og sneri
sér að Bó Treves með kaldhæðnisglotti.
‘ ‘ Þetta er þó æfinlega dálítil umbót frá þræla-
kvíunum,” mælti hann á ensku í fyrsta sinn
þessa þrjá síðustu daga.
Á leiðinni til Gazim liafði unga stúlkan
aðeins yrt á hann, þegar þau vora einsömul.
Nú var hún útslitin og þreytt af ferðavolkinu
og líktist mest skitnu og óþægu bami.
“Má eg nú setjast niður eða á eg alt af
að fleygja mér flatri fram fyrir yður?”
spurði hún.
“Eins og þér sjálfar viljið!” Hann
spyrnti til hennar silkifóðraðum fótkodda.
‘ ‘ Prívat getið þér gert alveg eins og yður sýn-
ist, þó að þér í rauninni þyrftuð þess með að
ganga á námsskeið í kurteisi og undirgefni.”
Hann sneri sér við til að virða fyrir sér
þenna nýja bústað sinn. Herbergið var upp-
lýst af vaxkertum, sem stóðu í silfurstjökum,
er festir voru á veggina. Dýrindis veggtjöld
klæddu steinveggina og loftið, og gólfflísam-
ar voru huldar undir tyrkneskri gólfábreiðu,
sem var svo mjúk og þykk, að maður steig
djúpt spor í liana. Húsgögnin voru mest-
megnis bólstraðir skemlar, koddar og lág-
bekkir, og í einu horninu stóð geysimikill
legubekkur silkifóðraður með djúpfeldum
skrauttjöldum umhverfis.
1 hliðarklefa einum fann hann heilmikið
vopnasafn, reiðtýgi og veiðiáhöld. Þar var
einnig ríkulegt af alskonar fatnaði, silkifatn-
aður, nægilegt til þess, að hann gæti vel haft
fataskií’ti a. m. k. fimtíu sinnum. Tagar
hafði sent hraðboða á undan sér, til þess að
láta undirbúa móttöku höfðingjasonarins,
eins og honum sómdi.
Caverly fór inn í forstofuna og kom það-
an innan skamms aftur til Bó Treves með
ný fataplögg handa henni. Það var lérefts-
kyrtill og treygja með purpuralitum röndum.
“Reynið þetta hérna,” mælti liann, “og svo
verðum við að reyna að finna ilskó, sem eru
nógu litlir handa yður.”
Til hliðar við innganginn að herbergi
höfðingjasonarins var örlítill klefi á stærð
við myndarlegan skáp. Þar inni var rúmbálk-
ur, vatnskanna og þvottafat. Þessi klefi var
sýnilega ætlaður til þess að vera svefnher-
bergi einkaþræls liöfðingjasonarins. Caverly
rétti nú ungu stúlkunni fötin, sem hann hafði
fundið handa henni og virti hana gletnislega
fyrir sér.
“Nú eru víst flestallir hér búnir að átta
sig á yður,” mælti hann, “svo að eg lield, að
þér liéðan af getið farið örugg ferða yðar, án
þess að nokkur gefi yður sérstakan gaum.
Það er ekki siður hrna að horfa á þræla,
heldur horfa fram hjá þeim. En þér getið
samt fengið ley.fi til að nota vatn og sápu.
Væri eg í yðar sporum, myndi eg þvo mér í
framan. Eg verð að segja, að eg skammast
mín fyrir að láta sjá mig með yður.”
Hann sagði þetta gletnislega, en úr grá-
um augum hans lýsti dýpsta samúð og með-
aumkvun. Þessi vesalings stúlka hafði lent
í því umhverfi, þar sem hrottaskapur og
grimd, erfiðleikar og óbærilegur hiti var efst
á baugi. Hún var hér alein á meðal ókunn-
ugra, meira að segja meðal óvina, og hún
skildi ekki einu sinni tungu þeirra, hvað þá
að hún gæti talað hana. Sjálfur gat hann
aldrei gleymt þeirri ömurlegu einveru, er
nærri því hafði yfirbugað hann fyrstu dag-
ana, sem hann var þræll í Gazim. Það var
leiðinlegt að hún skyldi vera svona afundin
og óvingjarnleg. Það myndi hafa létt þeim
báðum marga erfiða stund. En hún reyndi
ekki einu sinni að brosa til hans eða líta vin-
gjarnlega á hann. Hún sneri sér frá honum
án þess að mæla orð og gekk inn í dimma klef-
ann sinn litla, sem nú var einasta athvarf
hennar og hæli.
Arabisk veizluhöld eru ekki á þann hátt,
að maður geti flanað að þeim undirbúnings-
laust. Caverly var þessu svo kunnugur, að
hann bjó sig sérstaklega undir eldraun þessa.
Ilann bragðaði því ekki mat allan eftirmið-
daginn og lagði sig út af stundarkom. Og
þegar merki voru gefin, rétt eftir að myrkrið
var skollið á, um að nú ætti samsætið að byr ja,
var Caverly þegar skrýddur skrautlegasta
klæðnaði sínum, og var nægilega hungraður
til þess að geta boðið út allra mestu og verstu
útvöglunum í Gazim, eins og höfðingjasyni
sæmdi og ríkiserfingja.
Búið var að breiða skrautábreiður á
stóra svæðið undir pálmanum í hallargarð-
iiium, þar sem útsýnið var bezt yfir tjörnina.
Kvöldið var hlýtt, og sætur blómaylmur fylti
loftið. Máninn var fullur og hékk lágt yfir
gráum sandöldukömbunum og varpaði silfur-
flúri yfir jörðina og djúpum skuggum iiing-
að og þangað. Vindurinn ]>aut hægt í fjaður-
krónum pálmanna. Að baki rimlagirðingar-
innar spilaði ósýnileg hljómsveit á gömul,
furðuleg hljóðfæri og blönduðust grannir tón-
ar þeirra saman við hljóðlátt bárugjálfrið við
tjarnarbakkana.
Þegar Caverly og Bó komu saman inn á
hátíðarsvæðið, hvíslaði hann lágt til hennar:
“Eii hve þetta væri yndislegt kvöld til
að róa sér til skemtunar á tjörninni!”
“Með hverjum?” spurði hún kuldalega.
“Svona dásamlegt kvöld er hér um bil
sama, hver það er,” svaraði hann.
‘ ‘ Hinn skrautklæddi Sídí verður víst ekki
í vandræðum með að fá sér hæfilega sam-
fylgd.” Hún leit á hann háðslega. “Þarna
er heilt Harem af konum, sem ætla alveg að
glápa úr sér augun, þarna uppi á svölunum.
“IIuss!” hvíslaði Caverly í aðvörunar-
róm, þegar hann sá höfðingjann með fylgd-
ariiði sínu koma út á svæðið.
Tagar fleygði sér niður á teppi fyrir öðr-
um þverenda svæðisins. Hann skipaði Alí
Móhab á vinstri hönd sér, en Caverly á hægri.
Liðlega hundrað af hermönnum þorpsins
sátu í langri röð, tvöfaldri, á milli trjánna.
Á teppum og fléttimottum stóðu brúsar og
könnur og stórar leirskálar, sem gufaði upp
úr.
Tagar greip ofan í sklálina, sem stóð
fyrir framan hann, og krækti í feitan bita af
sauðarmölum, sem flaut í feitri kjötsúpu með
grænmeti í. Hann stakk þessum stóra bita
u])p í Caverly og sagði:
“Borðaðu og vertu sterkur!”
tlúrraliróp gullu og lófatök glumdu, og
hátíðlegir hollustueiðar höfðingjanum og
syni hans til handa kváðu við. Höndum var
dýft, eins og þær komu fyrir ofan í sjóðheita
súpuna, og svo var kjamsað og tuggið og
sleikt af fingrum, svo að jafnvel vandlátasti
veitandi lilaut að vera fyllilega ánægður.
Milli tuttugu og þrjátíu þrælar sáu um
veitingarnar, heltu í bikarana og skiftu um
skálar og diska. Bó Treves sat að baki Cav-
erly. Henni var orðið það ljóst þessa þrjá
dagana, sem hún hafði dvalið í návist Tagars
og manna hans, í hvílíkri hættu þau Caverly
voru stödd. Líf þeirra hékk á þræði, er slitn-
að gat á hverri stundu. Henni skildist full-
komlega, að hún varð að haga sér nákvæm-
lega, eins og Caverly hafði frætt hana um.
En þessi blákalda alvara, sem nauðbeygði
iiana til hlýðni, vakti einnig allan hinn með-
fædda mótþróa hennar. Það var aldrei nema
mannlegt. Hún leit svo sem nógu auðmjúk
út, er hún sat þarna og rétti Caverly matar-
réttina. En hann sá það á því, hvernig liún
tók á hlutunum, að henni myndi vera miklu
nær skapi að þeyta því öllu saman í liöfuðið
á Tagar og Alí Móhab og honum sjálfum.
Siðvenjan fyrirskipaði eigi, að Tagar
skyldi troða eins miklu í sig og gestirnir. En
hann tók þem mun meira fyrir sig af vín-
föngunum. Spaðaás-skegg hans var í allra
bezta samræmi við þriggja pela silfurkönn-
una hans, sem þræll hans fylti í sífellu. En
þegar ieið á kvöldið, og brúsarnir með pálma-
víni og vínberjabrennivíni gengu tíðara milli
manna, voru a. m. k. fimtíu auk Tagars, sem
höfðu tekið sér ríflega neðan í því.
Hingað og þangað í þyrpingunni var
hirðfíflið Okba á ferli með hrekkjabrögð sín.
Hann smelti tinnu-neista framan í Zúwalla
gamla, um leið og liann leit upp úr vínkrús
sinni, og kviknaði þegar í skeggi hans, sem
var löðrandi, svo bláir logar léku um höfuð
honum. Hlátursköllin glumdu alt um kring,
þangað til einhver steypti úr súpuskál yfir
karlinn og slökti í honum. Zúwalla varð
hamstola af bræði, þreif slíðurhníf sinn og
skakklappaðist á eftir Okba. Og það var að-
eins snarræði Tagars ag þakka, að Okba
komst lífs undan.