Lögberg - 31.12.1936, Blaðsíða 1
49. ARG-ANGUB || WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 31. DESEMBER 1936 | NÚMER 53
LÖGBERG ÖSKAR ÖLLUM ÍSLENDINGUM GIFTUSAMS NtARS!
Frá Islandi
Home Thoughts
By Richard Beck
(Translated from the Icelandic by Watson Kirkconnell)
Give me a few stout feathers
To fly'where the wind retreats,
Home o’er the heaving ocean,
For my lieart-blood thither beats.
Fair as a dream unfading
Is the face of that motherland;
Bright is the azure billow
That breaks on her golden sand.
Fjords and the far, high valleys
Enfold me in their embrace;
The humblest flower on their heather
I hail as my own dear race.-
GóÖur árangur
af kornrœkt
Kornræktin á SámsstöÖum varÖ í
sumar fyrir hnekki, bæði af völd-
um þess, hve klaka leysti seint úr
jörð, og vegna stórviðra og votviðra
í haust, svo kornið komst ekki í hús
fyr en í nóvember.
En satnt var árangur sæmilega
góður. Uppskeran varð 90—100
tunnur af byggi og höfrum. Akr-
arnir, sem sáð var í í sumar, korn-
tegundum þessum voru rúmlega 19
dagsláttur.
Klemens Kristjánsson tilrauna-
stjóri frá Sámsstöðum var hér i bæ
í gær. Hafði blaðið tal af honum og
spurði hann um kornrækt hans og
tilraunastarfsemi í sumar.
Frásögn hans var á þessa leið:
—Eg verð að segja, að yfirleitl
gekk mér heldur ver í sumar en
undanfarin ár, segir Klemens.
Kornið, bygg, hafrar og rúgur
þroskaðist þó alt saman vel, og eins
grasfræið. En klaki var í jörð í
ökrunum alt fram í júni. Varð klak-
inn þess valdandi, að kornið varð
gisstæðara á sumum ökrunum en
ella hefði verið.
Sexraðaða byggið þroskaðist i
byrjun september, tvíraðaða bygg-
ið í miðjum september og hafrarnir
frá 7.—15 september. Rúgurinn var
fullþroska um 20. september.
Alt var kornið í ár vel þroskað,
stórt og fallegt.
Ný hyggtegund
Eg hefi, eins og kunnugt er, á
undanförnum árum lagt meginá-
herslu á ræktun sexraða byggs, og
þá fyrst og fremst Dönnes-byggs,
sem nú hefir verið ræktað hér í 14
ættliði. En í sumar reyndi eg nýja
tegund af tvíraða byggi. Er það
dönsk tegund, sem heitir “Abbed
Maja”-bygg. Er ræktað mikið af
byggi þessu í Danmörku, og þykir
það sérlega gott til ölgerðar.
Tegund þessari sáði eg 1. imaí og
náði hún fullþroska rétt fyrir miðj-
an september.
Þykir mér það allmikils virði, 'að
hér skuli vera hægt að rækta bygg-
tegund, sem Danir sækjast eftir að
rækta.
En auk Dönnes-byggsins rækta
eg af sexraða tegundum “Maskin”-
bygg, “Sölen”-bygg og “Holt”-bygg.
Af höfrum rækta eg aðallega
Niðar-hafra og “Favorit”-hafra. En
alls hafði eg i tilraunareitum mínum
í sumar 20 byggtegundir og 14
hafrategundir, er þroskuðust allar
fullkomlega.
V etrarrúgurinn
Eg hefi aldrei haft eins mikið af
rúgi eins og nú, 210 kg. Og þó ó-
drýgðist hann mikið, fauk í ofsarok-
inu 16. sept. Hann var prýðilega
þroskaður. En rúgrækt mín hefir
alt af verið í smáum stil.
En votviðrin i haust gerðu mikið
tjón á korninu. Það náðist ekki í
hús ,fyrri en 4.—10. nóvember.
Sumt af þvi hafði þá verið alllengi
í stórum stökkum. Var það svo
þurt, þegar það var tekið inn, að
hægt var að setja það í poka. En
aftur það, sem var í smáskrýfum,
var svo rakt, að nauðsynlegt var að
húsþurka það.
Af þessum ástæðum var meðal
kornuppskeran á dagsláttu ekki eins
mikil og hún hefir oft áður verið.
Kemur og þar til greina, að helming-
ur akranna voru i ár á nýbrotnu
landi, en þá verður uppskeran alt
að því 1/3 minni, en þegar sáð er i
land, sem áður hefir verið ræktað.
í tilraunareitum hefir uppskeran
orðið alt að því sem svarar 26 tunn-
um af byggi á hektara og 28 tunn-
um af höfrum.
Baunarœkt
Tilraunir nokkrar gerði eg í sum-
ar með bauuarækt, ræktaði bæði
grænar baunir og gular matbaunir,
5 tegundir alls, er náðu fullum
þroska um 10. sept. Uppskeran
varð sem svarar 3—4 tunnur á dag-
sláttu ^f hreinsuðum baunum. Þeg-
ar litið er á, hve baunir eru dýrar,
verður fjárhagslegur ágóði af slíkri
baunarækt sizt lakari en af korn-
ræktinni.
Grasfrœið proskaðist vel
Á grasi sem ræktað var til fræ-
söfnunar, var fræsetning góð í sum-
ar og þroskaðist fræið vel. Fræupp-
skeran fór fram á tímabilinu frá
miðjurn ágúst til byrjun september.
En fræið náðist ekki i hús vegna
óþurkanna, fyrri en í byrjun nóvem,-
ber, og urðu þvi allmikil vanhöld á
því.
Fræuppsktran varð alls 400—500
kg-
Eegg eg megin áherzlu á að rækta
fræ af þessum tegundum: Hávingli,
það tekst sérstaklega vel, túnvingli,
vallarsveifgrasi, mjúkfaxi (bromus
mollis). Auk þess hefi eg tekið
þessar erl. tegundir til fræræktar:
Rögresi frá Jaðri og Strandvingul
(festuca arundinacæa), og hafa
þessar tegundir gefist vel.
Af öllum þessum tegundum hefi
eg, eins og undanfarin ár, valið úr-
valsplöntur til ræktunar og kynbóta,
og athuga hvaða stofnar gefa bezt-
an heyieng.
600 túnrœktarreitir
Við túnræktar tilraunirnar hefi
eg alls um 600 reiti.
Hefi eg m. a. gert áburðartilraun-
ir með síldarmjöl, fiskimjöl, hval-
mjöl og lifrarmjöl.
En reynslan er sú, að allar þess-
ar mjöltegundir eru 2—3 sinnum
dyrari til áburðar en hin venjulegu
tilbúnu áburðarefni.
Þá geri eg tilraunir með mismun-
andi sáningu á grasfræi. Reynslan
sýnir, að bezt er að herfa grasfræ-
ið ofurlítið niður í moldina.
Sáðtima hefi eg reynt á grasfræi
alt frá 14. maí til 17. okt. og komst
að raun um, að grasfræi imá sá á
tímabilinu 14. maí til 30 júní. En
sé seinna sáð, hepnast sáningin ver.
Sé sáð eftir miðjan ágúst má segja
að sáningin komi að sama og engu
gagni næsta ár, en ofurlitlu 3. árið.
Sléttur, sem eru svo síðsánar, verða
að mestu leyti að gróa upp af leif-
unum af þeim gróðri, sem fyrir er.
Tilraunir hefi eg og gert með
mismunandi magn af grasfræi, og
komist að raun um, að í vel undir-
búið land er hægt að komast af með
24. kg. af fræi á hektara.
Yfirleitt hefir reynslan sannfært
mig um, að hér er hægt að rækta
grasfræ, sem gefur eins mikla upp-
skeru og það erlenda grasfræ, sem
hér er mest notað.
Helztu tegundirnar eru þá háliða-
gras, hávingull, túnvingull og mjúk-
fax.
Sé skjólsáð notað, reynist mér
bezt að nota bygg, 100 kg. á hektara.
Tilraunir með rauðsmára hafa
sýnt, að rækta má hér rauðsmárann
svo hann verði ríkjandi planta í
graslendinu 2—3 ár. Betur gefst
mér að hafa smitað en ósmitað rauð-
smárafræ.
- Hér er þá aðalatriði þess,’ sem
Klemens Kristjánsson hefir að
segja af ræktunarstarfi sínu og til-
raunum í sumar. Er óhætt að full-
yrða, að bændur og búalið um land
alt fylgja starfi þessa ötula braut-
ryðjanda með athygli og eftirvænt-
ingu.—Morgunbl. 9. des. *
# # #
r ’
Hornsteinn lagur að
byggingu háskólans
Hátíðahöld stúdenta voru nokkuð
með sérstökum blæ í gær, vegna
þess að lagður var hornsteinn að há-
skólabyggingunni, þeirrar menta-
stofnunar, sem á komandi öldum á
að vera útvörður sjálfstæðis og
menningar þjóðarinnar.
Ekki er minsti vafi á að háskóla-
býggingin er mesta menningarsporið
semi þjóðin hefir stigið, eftir að hún
varð fullvalda. Svo er til ætlast, að
byggingin verði fullgerð árið 1940,
eða einmitt um sama leyti sem þjóð-
in á að taka þýðingarmestu ákvörð-
un um framtíð sína. Spáir það góðu
að þetta tvent skuli falla saman.
Sú athöfn hófst með því að próf.
Alexander Jóhannesson flutti, í
f jarveru háskólarektors, próf. Niels-
ar Dungals, stutta ræðu, og las þvi-
næst upp það, sem skráð hafði veiiö
á bókfell, sem lagt var í blýhylki og
geymist nú um- aldir í hornsteini
byggingarinnar. Er texti bókfells-
ins svohljóðandi:
Hús þetta er reist yfir Háskóla
íslands, og var byrjað á byggingu
þess árið 1936, þegar háskólinn
hafði starfað i 25 ár.
Haraldur Guðmundsson, kenslu-
málaráðherra, lagði hornsteininn 1.
desember 1936, á 25 ríkisstjórnar-
ári Kristjáns konungs X. og Alex-
andrinu drotningar.
Ráðherrar voru þá: Hermann
Jónasson, Haraldur Guðmundsson
og Eysteinn Jónsson.
Forseti sameinaðs Alþingis: Jón
Baldvinsson.
Borgarstjóri í Reykjavík: Pétur
Halldórsson.
fláskólarektor: Níels Dungal.
í byggingarnefnd háskólans: pró-
fessorarnir dr. Alexander Jóhannes-
son, dr. Magnús Jónsson,, Guð-
mundur Hannesson, Ólafur Lárus-
son og dr. Sigurður Nordal.
Uppdrátt hússins gerði húsa-
meistari ríkisins, prófessor Guðjón
Samúelsson.—Úr Morgunbl. 2. des.
* # #
íslending “ útvarpað
með f jarsýni
Eggert Guðmundsson listmálari
verður sennilega fyrsti Norðurlanda
búinn, sem “útvarpað” verður frá
f j arsýnissendistöð.
Á miðvikudaginn ætlar brezka
útvarpið (BBC) að “útvarpa” Egg-
ert frá f jarsýnissendistöð sinni í
London, og um leið mun Eggert
segja frá íslandi i Útvarpið.
Samtímis verður myndum frá
málverkasýningu hans, sem nú
stendur yfir í London, útvarpað frá
f j arsýnissendistöð.
Fjarsýnisstöðin í London tók til
starfa síðastliðið haust. Hefir þeg-
ar verið útvarpað ýmsum atburð-
um, ræðumönnum, er þeir fluttu
ræður o. fl. atburðum, og m. a.
kenslustundum í golf-leik.
# # #
Evnar Kristjánsson fær
sœnska gullmedalíu
Operan í Stuttgart hefir nú haft
frumsýningu á óperunni La Tra-
viata, og fór Einar Kristjánsson þar
með aðalhlutverkið, Alfred. Var
söng hans mjög vel fagnað, og öll
blöðin í Stuttgart lofa hann mikið í
dómum sínum. Segja þau, að rödd
hans sé framúrskarandi fögur.
Eins og áður hefir verið frá skýrt,
söng Einar í Stockhólmi á norræna
daginn, og var Gustav Svíakonung-
ur meðal áheyrenda hans þar. Kon-
ungurinn hefir nú sent Einari
sænsku gullmedalíuna.—Mbl. 2. des.
Frá Edmonton
(23. des., 1936)
Herra ritstjóri Lögbergs!
Tíðarfarið hér um slóðir hefir
verið hið ákjósanlegasta síðastlið-
ið sumar og haust. Dálítið kulda-
kast kom um fyrsta desember og
nokkur snjór, en það varaði aðeins
nokkra daga, svo hlýnaði aftur og
mest allan snjó tók upp, og hefir
þetta blíðviðri haldist upp til þess
tima er þetta er ritað.
Uppskera öll var hér betri en um
mörg undanfarin ár, og verð á öllum
afurðum bænda var miklu betra en
áður hefir átt sér stað. Hagur
bænda yfirleitt er því miklu betri nú
en áður. Ekki hefir þetta góða ár-
ferði fyrir bændur orðið til að bæta
nokkuð hag þeirra atvinnulausu.
Fyrir ári síðan voru atvinnulausir í
Alberta 9,379, en nú fyrsta desem-
ber voru þeir 11,875 * fylkinu. Eru
því fleiri atvinnulausir í Alberta,
en annarsstaðar i Canada. Stjórnin
hér hefir gjört mikið að því að koma
einhleypum, ungum mönnum út á
land tl bænda, og gefur hún dálitla
meðgjöf með þeim mánaðarlega,
eins og var gjört á Islandi fyr á tíð,
með niðursetningum. Þetta fyrir-
komulag mælist mjög illa fyrir, bæði
á meðal hinna atvinnulausu og al-
mennings. Hefir verið gjörð tals-
v^rt uppþot til að mótmæla þessu
fyrirkomulagi; mest hefir kveðið
að því í Calgary.
Ekki hafa allir getað verið á-
nægðir með þetta indæla veðurfar
hér í haust. Kolasalarnir kvarta
sáran yfir þessari tíð, segja, eins og
er satt, að þeirra “business” sé “nil”
nú á dögum. Líka eru veiðimenn-
irnir fyrir norðan (the trappers)
mjög óánægðir, þeir geta ekki vel
brúkað boga sina á auðri jörð. Allir
“rabítar” í sumarskrúða sínum enn-
þá, gráir á lit, en strax og kemur
frost og snjór, þá verða þeir mjalla-
hvítir, og bjórarnir af þeim þá i
miklu hærra verði. Öll önnur veiði-
dýr þar, sem sama lögmáli háð og
“rabítarnir.” Það þurfa að vera
heljar frost og snjór, til þess að loð-
feldirnir af þeirn séu hármiklir og
fallegir áferðar, þá verða þeir verð-
mætastir á markaðinum. Það virðist
vera ómögulegt, jafnvel fyrir Guð,
að stjórna svo öllum líki.
Heilsufar allra landa hér, sem eg
til veit, er i bezta lagi. Flestir eða
allir íslendingarnir hér, hafa haft
atvinnu í sumar og sýnir það, að
þeir liggja ekki á liði sinu, þegar
færið gefst.
Miss Sigríður Johnson frá Lund-
ar, Man., heimsótti okkur í sumar,
var hún að ferðast um bygðir ís-
lendinga í erindum fyrir mánaðar-
ritið “Stjarnan” sem hún er rit-
stjóri fyrir. Var hennar erindi vel
tekið, og fékk hún marga áskrif-
endur fyrir “Stjörnunni.” Miss
Johnson var hér í viku og hafði
fundi á hverju keldi, í fundarsal
Mr. John Johnsons. Eins og kunn-
ugt er, þá tilheyrir hún kirkjudeild
Aðventista, og var hún að flytja
þeirra erindi á fundum þessum.
Ekki held eg að henni hafi orðið
neitt ágengt í þeim sökum. Land-
arnir ganga allir prúðbúnir á sunnu-
dögum hér, eins og áður.
Mr. og Mrs. Ófeigur Sigurðs-
son frá Markerville, voru stödd hér
í borginni, aðeins milli heima, voru
þau á leið vestur til Vancouver og
annara staða á vesturströdinni; þau
bjuggust við að verða þar í eina tvo
mánuði, að skemta sér.
Hér voru lika á ferðinni fyrir
skömimu, þau Mr. og Mrs. Oli
Björnson frá Markerville; stóðu
þau. hér við í nokkra daga.
Héðan hafa flutt sig til Kanda-
har, Sask., Mrs. L. Josafatson og
börn hennar, Theodore, Margrét og
Amie. Er Amie Moore útlærð
hjúkrunarkona og hefir starfað við
Royal Alex. sjúkrahúsið hér i borg-
inni um nokkur undanfarin ár. Alt
þetta fólk tilheyrði og tók mikinn
og góðan þátt í öllum okkar félags-
skap hér í borginni. Það var höggv-
ið stórt skarð í okkar félagsskap
með burtflutningi þeirra. Hugheil-
ar lukkuóskir fylgja þeim öllum frá
vinum þeirra og venzlafólki hér.
Mr. M. Goodman frá Wynyard,
Sask., er staddur hér í borginni, þar
til eftir nýárið. Er hann að heim-
sækja föður sinn, sem hér býr, Mr.
S. Goodman, og tvær systur, þær
Mrs. Carl Johnson og Miss Good-
man.
Hér var líka á ferðinni nýlega,
Miss Kristín Olson, frá Marker-
ville. Var hún að heimsækja föð-
ursvstur sína, Mrs. S. McNaughton.
Þann 13. desember heimsóttu
nokkrir vinir og nágrannar, 16 tals-
ins, þau Mr. og Mrs. A. V. H. Bald-
win, .fyrirvaralaust, í tilefni af því,
að 9. desember varð Mr. Baldwin
86 ára gamall. Er hann elzti ís-
lendingurinn í Edmonton. Hafði
Mr. O. T. Johnson verið kjörinn til
að vera foringi fararinnar, og að
hafa mál fyrir mönnum. Allir fóru
í einum hóp og foringinn í broddi
fylkingar, gekk í húsið formálalaust.
Skýrði hann heimamönnum frá þvi
strax, að flokkur þessi, sem hann
veitti forustu, væri ekki i neinu sam-
bandi við kommúnista, fasista né
nazista, eða neinn annan óeirðalýð,
(Framh. á bls. 8)
HATÍÐLEG KVELDSTUND
Athöfnin í Fyrstu lútersku kirkju
síðastliðið sunnudagskveld, er helg-
uð var eldri deild sunnudagsskólans,
þar sem sungin var jóla-kantatan
“The Birfh of Our Lord” eftir A.
Monestel, var verulega hrífandi og
hátíðleg. Stuttri guðsþjónustugerð
stjórnaði prestur safnaðarins, Dr.
Björn B. Jónsson, en stór og prúð-
legur ungnaennaflokkur söng fyr-
greinda kantötu undir leiðsögn frú
Bjargar ísfeld. Söngurinn tókst
yfir höfuð prýðilega; samhljóman
góð og jafnvægi radda hið bezta.
Frú Björgu fer söngstjórn ágætlega
úr hendi; kom hvarvetna íram ná-
kvæm túlkan ljóðs og lags, auk þess
sem hljótnfall var djarflegt og
skýrt. Einsöngvarar voru þær frú
Sigríður Olson og Helen Blakie;
eru þær viðurkendar afbragðs söng-
konur, og áttu sinn drjúga skerf í
því, hve vel tókst til um kantötuna í
heild. Miss Maria Johnson lék
undir með flokknum á slaghörpu af
næmri samúð.
Allfjölmenn hljómsveit undir
leiðsögn Pálma Pálmasonar, aðstoð-
aði söngflokkinn og fór hið bezta
úr hendi.
Yfir samkomu þessari allri hvildi
mildur helgiblær í nánu samræmi
við anda jólanna.
ISLENDINGUR FÆR
VIRÐULEGT EMBÆTTI
Af nýlegum fregnum frá Ottawa
má sjá, að íslendingurinn Guðmund-
ur Kristjánsson hefir verið skipað-
ur Superintendent of Indian Agen-
cies fyrir hönd sambandsstjórnar-
innar. Mr. Kristjánsson er fæddur
á Islandi árið 1879, en fluttist hing-
að til lands árið 1887 með foreldr-
um sínum; síðustu undanfarin ár
hefir hann verið búsettur í Calgary;
hann hefir starfað í þjónustu sam-
bandsstjórnarinnar í siðastliðin 20
ár; lengst af hjá deild Indíánamál-
efna. Nú er hann stöðu sinnar
vegna fluttur til Ottawa.
PAFINN VIÐ DAUÐANS
DYR
Símað er frá Vaticanborginni
þann 30. þ. m., að sjúkdómur Píus-
ar páfa sé jafnt og þétt að ágerast;
má lesa það milli linanna, að næsta
tvísýnt þyki um líf páfa. Er hann
maður allmjög hniginn að aldri. Á
jóladag útvarpaði páfi ræðu og lýsti
blessun frá sjúkrabeði sínum, þrátt
fyrir það þó læknar vöruðu hann
við slikri ofraun.
HEIMSFRÆGUR BLAÐA-
MAÐUR LATINN
Á jóladagsmorguninn lézt af
hjartaslagi i New York einn allra
viðurkendasti blaðamaður Banda-
ríkjaþjóðarinnar, Arthur Brisbane,
72 ára að aldri. Var hann aldavin-
ur blaðakóngsins ameriska Williams
Randolph Hearst, og reit leiðara fyr-
ir blaðahring hans. Álitlegan skild-
ing hlaut Mr. Brisbane fyrir blaða-
leiðara sína eða lorustugreinar, því
árslaun hans námu $260,000.
FLUGVALAR TIL SPANAR
VERÐA BANNAÐAR
Orð hefir leikið á því, að voldtigt
flugvélafélag i Bandaríkjunum hafi
selt stjórninni á Spáni allmikið
flugvéla, til notkunar i borgara-
styrjöldinni. Roosevelt forseti tel-
ur þetta brot á hlutleysi Bandaríkj-
anna og hefir ákveðið að stemma
stigu fyrir slíkri verzlun með lög-
um.