Lögberg - 31.12.1936, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBEE 1936
Högberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COEUMBIA PfiESS L I MITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjúrans:
EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 um drið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The
Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Þáttarlok
Tjaldið er í þann veginn að falla við lok
síðasta þáttar í litbrigðaríkri og hádrama-
tískri viðburðasýningn slokknandi árs. Leik-
sviðið er veröldin öll; leikendur forustumenn
manníélagsmálanna; áhorfendur allur al-
menningur. Leiksviðsútbúnað og leikstjórn
hefir haft með höndum Tími konungur enn
sem fyr.
Misjöfn skil liafa leikendur gert hlut-
verkum sínum og fer það að vonum; þannig
hefir það æfinlega gengið til frá upphafi.
vega, því bæði er nú það að misjafn skilning-
ur er lagður í sjálf viðfangsefnin, auk þess
sem jarðvegurinn til sannmáts af hálfu á-
horfenda er hvergi nærri eins móttækilegur
og vera ætti. Glöpin eru sjaldnast öll á aðra
hlið en ágætin á hina.
Yið áramótin, sem nú fara í hönd, eins
og reyndar við flest eða öll önnur tímamót í
lífi vor mannanna, er margs að minnast og
margs að sakna; margir hafa kvatt vini sína
hinstu kveðjunni; aðrir heilsað nýjum vinum
í fyrsta sinn. Að heilsast og kveðjast; það er
lífsins saga. Slíkt alt er í samræmi við tor-
ráðin tilverurök, og verður eigi um þokað.
En þegar stofnað er til bræðravíga svo sem
viðgengst á Spáni, verður viðhorfið nokkuð
á annan veg; þar eru það sjálfskaparvítin,
villandi barátta um völd og vegsemdir, sem
stofnað hafa til f jörráða við heila þjóð, undir
yfirskyni frelsis og mannréttinda.
Við róttæka íhugun harmsögunnar á
Spáni, kemur ósjálfrátt fram í hugann vísa
Jóhanns Sigurjónssonar:
“Bak við mig bíður dauðinn,
ber hann í hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
heltan fullan af myrkri.”
Svona er myrkramenning tuttugustu ald-
arinnar; vitfirring og myrkur, í stað kross-
göngunnar miklu og göfgandi frá myrkri til
ljóss!
Til raunaþáttanna á leiksviði líðandi árs
verður að telja Abessiníu-deiluna og innlim-
un þeirrar umkomulitlu og óupplýstu þjóðar
í draumóraveldi Mussolinis hins ítalska. A-
takanlegt og eftirminnilegt verður úrræða-
leysi Þjóðabandalagsins viðvíkjandi meðferð
málsins og spáir ekki góðu um framtíð þeirra
samtaka, er mannkynið hafði bygt friðarvon-
ir sínar á. Hrei-n og bein andleg gjaldþrot á
sviði mannfélagsforustunnar hafa sjaldan
verið skýrar skráð á söguspjöld en þau, er í
sambandi standa við ofbeldið gegn Abessiníu-
mönnum.
Til stórra og einstæðra tíðinda á hinu
hverfanda ári teljast að sjálfsögðu konunga-
skiftin á Bretlandi og þær aðstæður, vafa-
laust fleiri en sú, sem mest var á orði höfð,
er til grundvallar lágu. Frá sölum Sökkva-
bekks skýrist það sérstæða mál alveg vafa-
laust á sínum tíma betur, en tök eru nú á.
Til lýsihnattanna, eins af fáum, á himni
þeim, sem meðferð mannfélagsmálanna spegl-
ast í, verður að teljast endurkosning Boose-
velts forseta í Bandaríkjunum í haust er leið;
þar varð það ábærilegt hlutverk Bandaríkja-
þjóðarinnar að vísa veginn og standa vörð
um lýðræðis- og frelsishugsjónir mannkyns-
ins; þar opinberaðist alþjóð manna á dásam-
legan hátt raunverugildi hinnar sönnu og
einbeittu mannfélags forustu. Jafntímis því
sem Norðurálfuþjóðir brugga launráð og
skjalla hinn “vopnaða frið,” situr Roosevelt
forseti friðarþing amerískra þjóða í einni af
höfuðborgum Suður-Ameríku.-------
Vér, sem hið mikla meginland Norður-
Ameríku byggjum, hvort heldur sem um
Canada eða Bandaríkin ræðir, höfum gilda á-
stæðu til þess að fagna yffr því, þrátt fyrir
ýmiskonar erfiðleika, að hafa notið hinnar
óumræðanlegu blessunar innbyrðis friðar og
góðviljaðrar afstöðu út á yið. Vér getum
horft á tjaldið falla í sátt við Guð og menn!
Fjarst við sjónbaug eygjum vér fyrstu
ljósdregla hins mikla, komandi dags, nýárs-
dagsins 1937. Vér skulum fagna honum,
ganga til móts við hann eins og sæmir djarf-
huga mönnum af tápmiklum, íslenzkum
stofni.
Að svo mæltu ámar Lögberg Islending-
um beggja megin Atlantsála gæfu og Guðs
friðar á ári því, sem nú fer í hönd!
Áramótakveðja til íslands
Eftir prófessor Richard Beck.
Margvíslegar eru þær raddir—og ekki
allar blíðmálar—sem berast að hljómnæmum
íslenzkum eyrum á þeim áramótum, er nú
standa fyrir dyrum. Þungar sem brimsog við
klettaströnd eru herdrunurnar yfir Atlants-
haf og Kyrrahaf frá blóðugum bræðravígum.
Grátþrungnar, líkt og neyðaróp dmknandi
manna, stíga stunumar frá brjóstum þúsund-
anna, stjúpbörnum mannfélagsins, sem sitja
með tóman disk við nægtaborð þess.—“Öll
skepnan stynur.”
Eigi láta þær raddir ósnortinn' neinn
þann son norðursins, sem “elskar allar þjóð-
ir, «r allra manna bróðir’’ meir en að nafni
til. En sé hann sannborinn sonur síns norð-
læga heimalands, heyrir hann einnig sem
þýtt undirspil ölduróts tímans, raddir ætt-
lands og erfða, hjalandi blíðmál minninganna
—“Islands lag.”
Svo fer oss vafalaust mörgum heimaöld-
um Islandssonum og dætrum við þessi ára-
mót, ]Tegar vér stöndum á krossgötunum og
leggjum hlustir við röddum líðandi stundar.
“Islands lag” ómar oss skært í eyrum.
Þakklátum huga minnumst vér hollra
uppeldisáhrifa ættlands vors, og vildum feg-
in eiga meira af skapi Hergilseyjar bóndans,
sem ekki vildi ódrengur gerast, og Kletta-
fjallaskáldið lýsti svo eftirminnilega:
“Því sál hans var stælt af því eðli sem er
í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt,
sem fóstrar við hættur — því það kennir þér,
að þrjózkast við dauðann með trausti á þinn
mátt,
í voðanum skyldunni víkja .ei úr,
og vera í lífinu sjálfum þér trúr.”
Jafn ræktarsömum huga minnumst vér
ættmenna og ættþjóðarinnar norður þar, og
viljum leggja hönd að því, að byggja sem
traustast hrúna yfir hafið milli Islendinga
beggja megin Atlantsála. En vér erum þess
jafnframt minnug, að eigi brúarsmíð sú, að
heppnast til frambúðar, verður brúin að
byggjast frá háðum endum. Máttarviðir
hennar eru gagnkvæmur skilningur, víðfeðm
samúð og bróðurhugur.
Því réttum vér hlýja hönd til kveðju yfir
hafið til Islandsstranda við þessi áramót, og
segjum með skáldinu (D. Stef.):
“Við biðjum öll um bættan þjóðarhag.
Við blessum hvern, sem vinnur þreyttum
höndum.
Við hyllum þann, sem högg af öðrum ber.
Við hötum þann, sem tjón vill öðrum vinna.
Vargur er sá, er vébönd heilög sker
og virðir einkis frelsi bræðra sinna.”
Oss er það hugstætt, að ættjörðin megi
það eitt af oss frétta, að henni sé sæmdar-
auki fremur en hið gagnstæða. Jafnsatt er
hitt, að oss eru engar fregnir hugþekkari en
góðar fréttir af Islandi. Því er það einlæg
nýársósk vor, að heimaþjóð vor megi eignast
í auknum mæli:
“Trú, er sólseturs
silfurnámu
metur sem morgungull.
eldmóð eilífrar
íturhyggju
konungs, er krossinn bar.”
(G. Friðj.)
Hvers eiga þeir að gjalda?
• • ^ *
Þó milt væri að vísu veðrið um nýafstað- I
in jól og gott umferðar, gat manni ekki annað
en runnið til rifja að sjá bréfbera póststjórn-
arinnar á ferð og flugi allan liðlangan jóla-
daginn. Hvers áttu þeir að gjalda? Því
máttu ekki þessir þjónar hins opinbera njóta
heimilishamingjunnar við arinn jólanna, eins
og þeir aðrir, er sömu eiga húsbændurna?
Hið opinbera, eða ríkið sjálft, ætti að
vera nærgætnasti vinnuveitandinn. Og þó
gaman sé að fá kveðjuspjöld frá vinum sín-
um um jólin, er ánægjan ofgreidd með því,
að varna einni stétt mannfélagsins, annari
fremur, frá því að njóta samvista við ástvini
sína, og það á sjálfan jóladaginn.
Draumóra-bréf
til ritstjóra “Löghergs”
Humbug Bay, við Winnipegvatn
g. désember 1936.
Kæri ritstjóri Lögbergs!
Nú á þessum síðustu títnum, þeg-
ar kóngar og keisarar eru að kom-
ast í mát, og alt vort riki leikur á
reiðiskjálfi út af ástamálum og alls
konar öðrum stórmálum, þá finn
eg hvöt hjá mér til þess að setjast
niður við matborð i fiskimannakofa
norður í óbygð, langt frá siðmenn-
ingu og sætleika kvenna, til þess að
skrifa þér nokkrar línur, mér til af-
þreyingar, en þér og öðrum til leið-
inda, því að mér finst í rauninni að
eg megi alveg eins rita og rugla eins
og aðrir, nú á þessari öld stórastíls
og stórviðburða.. Reyndar hefi eg
ekki frá neinum stórtíðindum að
segja, þessi miði á hvorki að vera
fréttabréf né’ stjórnmálaleiðari; eg
skrifa þetta aðeins til þess að láta
alla þá vita, sem hafa séð mig lif-
andi, að eg er ennþá lifandi, og hefi
það embætti á hendi að halda við
lifinu í ellefu bráðfjörugum og
harðsnúnum fiskimönnum; við er-
um því tólf með sjálfum mér, og
minnir þessi tala mig á lærisvein-
ana í Gyðingalandi forðum, sem
voru fiskimenn, og urðu sumir
þeirra að síðustu rithöfundar og
guðspjallamenn, og lifa enn á vör-
um margra. Reyndar segir sagan að
einn þeirra hafi svikið meistara sinn
og tekið sitt eigið líf, þegar hann sá
hvaða afleiðingar svikin höfðu.
En svikin eru enn þann dag í dag
að endurtaka sig í ýmsum myndum,
eg t. d. vaknaði nýlega við þann
vonda draum, að eg skulda “Lög-
bergi’’; eg legg því hér með þrjá
dali, sem eg bið þig, ritstjóri góður,
að afhenda gjaldkeranum, og sjá til
þess, að blaðið verði sent áfram til
Kristjáns föður míns á íslandi;
hann hefir gaman af að lesa vestur-
íslenzku blöðin, og sjálfsagt margir
fleiri heima. Við, sem erum svo rík-
ir að eiga þrjá dali í vasa og kunn-
ingja eða ættmenn á gamla landinu,
erum, að mínu áliti, ekki of góðir
til þess að láta þessa dali ganga til
annars hvors blaðsins hér vestra, og
slá með því tvær flugur í einu höggi,
sem sé að styrkja blöðin og gleðja
kunningja vora austan hafs. Blöð-
in hér eru að berjast hinni góðu bar-
áttu — þau eru að viðhalda íslenzku
þjóðerbi — en eftir því sem mér
skilst, er fjárhagur þeirra mjög
erfiður, vegna vanskila kaupend-
anna. En það er hugboð mitt, að
eitthvað rakni fram úr þessari
kreppu áður en langt líður, a. m. k.
ættu akuryrkjubændurnir að verða
færir um að borga Lögberg og
Heimskringlu þegar hveitimælirinn
fer yfir hálfan annan dal, og segi
eg nú þetta áður en það kemur fram,
til þess að menn trúi því þegar það
er komið fram. En reyndar hefi eg
ekki annað fyrir mér í þessu en það
sem mig dreymdi í haust norður á
vatni. Mér þótti að hr. Ásm. P. Jó-
hannsson, góðkunningi vor, kæmi til
mín og segði: “Jæja, Stefán minn,
það er bara ein leið fyrir hveitið —
hún er upp.’’ Þetta var í byrjun
september, hveitið var þá fyrir neð-
an einn dollar mælirinn, en fór á
stuttuim tíma upp eitthvað um 18
cents mælirinn, og á víst eftir að
fara miklu hærra. Eg lagði strax
trúnað á drauminn, ekki sizt fyrir
það, að hr. Á. P. Jóhannsson er á-
byggilegur og mikill f jármálamaður,
og til gamans lét eg hann vita um
drauminn strax og eg fékk ferð til
Winnipeg. Og nokkrum dögum síð-
ar dreymdi mig að eg væri að lesa í
einhverju' ensku blaði um hveiti-
markaðsfréttirnar, og verður þá
fyrir mér efst á blaði talan 169, og
ræð eg þann draum fyrir því að
hveitið eigi eftir að fara upp í einn
dollar og sextíu og níu cents, en hve-
nær það verður, hefi eg ekki enn
fengið að vita, Eg er nú ekki að
biðja menn að leggja trúnað á þetta
þótt eg trúi því sjálfur, og ætla ekki
að hvetja menn til þess að .fara í
hveiti-brask, en eg ætla þó að taka
það fram, að draumur, sem mig
dreymdi í febrúar í fyrravetur kom
nákvæmlega fram.
Eg þóttist vera kominn inn í afar-
stórt bakarí, þar sem mikið var af
alls konar brauðtegundum. Eg sá
engan mann, en alt í einu sé eg afar
stórt naut, sem var lokað þar inni,
en eftir nokkra stund rekur það
hausinn út um glugga og niður
jörðina, sem var laufgræn, og fer
að bita. Eg sagði hinum og öðrum
drauminn, og réði hann svo, að
hveitið myndi hækka í verði þegar
kæmi eitthvað fram á sumarið, eða
þegar jörðin væri orðin laufgræn.
Það vita nú allir, að hveitið tók að
hækka i verði síðastl. sumar, þegar
útlitið fór að verða ískyggilegt með
uppskeruna vegna þurkanna. Til
skýringar vil eg taka það fram, að
kauphallar-braskarar hafa naut
(bull) sem tákn styrkleika eða upp-
ferðar í markaði, en bjarndýr
(bear) tákn niðurferðar. Það lík-
lega muna margir eftir kauphallar-
hruninu mikla haustið 1929. Það
var í september það haust, að eg var
á ferð norður á Winnipegvatni á
litlu vélskipi. Eg svaf í lestinni á-
samt nokkrum fiskimönnum, sem
eg ætlaði að matreiða fyrir norður
frá um haustið. Mig dreymdi þá
ógurlegt bjarndýr, og varð svo
hræddur í svefninum að eg rak upp
hátt hljóð og vaknaði eg við það og
allir hinjr, sem sváfu í kringum
mig, og fóru þeir að spyrja, hvort
eitthvað gengi að mér, en eg sagði
blátt áfram að mig hefði dreymt
stórt og grimdarlegt bjarndýr. Eg
býst við að eg hefði reynt að nota
mér þennan draum, ef eg hefði ver-
ið í umsvifamiklu kauphallarbraski.
Hveitiverðið á kauphöllinni í Win-
nipeg hrapaði þá eftir nokkra daga
um 14 cents mælirinn. Þá var
björninn að koma til sögunnar, og
allir vita hvaða usla hann gerði
næstu mánuði og misseri þar á eftir.
Áður en eg lýk þessu, ætla eg að
birta enn einn stiittan draum, sem
mig dreymdi um miðjan október
1935. Mér þótti að verið væri að
jarðsetja Jón Sigurðsson forseta og
frelsishetju Islendinga. Mér leið
illa í svefninum yfir því að svo mik-
ill og góður maður skyldi vera aus-
inn moldu og allir viðstaddir voru
daprir og alvarlegir á svip. Það er
ekki víst að þessi draumur hafi
nokkra merkingu, — eg vona að
minsta kosti að hann merki ekki það
að íslendingar eigi eftir að tapa
fengnu frelsi eða fjárforráðum.
Það er til þýzkur málsháttur, sem
segir, að draumar séu froða eða
hjóm, en eg hefi oftar en einu sinni
rekið mig á það, að sumir draumar
eru alls engin froða eða hjóm. Þeir
hafa verið mér stundum aðvörunar-
eða eggjunarefni, stundum hrygðar-
eða fagnaðarefni, en um eðli þeirra
læt eg mér hæfari menn rita.
Að svo mæltu óska eg öllum Is-
lendingum gleðilegra jólahátíða og
dýrðlegs og draumaríks nýárs!
Virðingarfylst,
Á. B. Kristjánsson.
“Drotning íslenzkra
trjáa” fallin
27. nóv.
Reynitréð fræga í Nauthúsagili
undir Eyjafjöllum er fallið. —
Fréttaritari útvarpsins að Brúnum
segir það hafi brotnað niður við rót
sennilega í ofviðrinu 18.—19. þ. m.
Reynitréð í Nauthúsagili var
merkast allra skógartrjáa á Islandi
og stundum nefnt Drotning ís-
txwmm
lenzkra trjáa.—
Fréttastofan hefir átt tal við
Einar Sæmundssen, skógarvörð um
tré þetta, og fer hér á eftir frásögn
hans:
Tréð stóð tæpt á barmi Nauthúsa-
gils og slútti fram yfir gilið, sem
var 15—20 metra djúpt. Hefir því
sauðfé ekki náð að bíta lim trésins
og hefir það hlíft því, einkum í
æsku. Tréð var margstofna, eins
og títt er um reynitré, en aðalstofn-
arnir voru þó tveir. Óx annar ská-
halt upp á við og teygði sig fram
yfir gilið og var hann um gVz metri
á lengd og 150 cm. að ummáli niður
við rót. — Hinn stofninn hafði lagst
út af þvert yfir gilið. Hafði hann
sennilega bognað undan snjóþyngsl-
um. Brúaði hann gilið, þannig að
limið nam við barminn hinum meg-
in gilsins, og eru dæmi til þess að
gengið var á greinum þess yfir
gljúfrið. Þessi stofn var 10 metrar
á lengd og neðst um 150 cm. að um-
máli. Naut hann mikils skjóls og
var afar þroskamikill og var breidd
laufkrónunnar um 15 metrar. —
Auk þessara tveggja stofna voru
margir minni stofnar. Einn þeirra
var 90 cm. að ummáli niður við rót,
en 3—4 aðrir voru 30—60 cm. —
Mælingar þessar gerði Ragnar As-
geirsson og hefir hann meðal ann-
ara ritað um tréð.
Reynitré þetta var mjög veður-
barið, en ákaflega þróttmikið og bar
af öllum íslenzkum trjám sakir
stærðar, auk einkennilegra staðhátta
á vaxtarstað trésins. Vegna snjó-
þyngsla og storma hafa nokkrir
stofnar brotnað af trénu, en flest-
ir fyrir löngu. Nálægt siðustu alda-
mótum brotnaði'einn slíkur stofn af
trénu og var greinin niðurhöggvin
klyfjar á 6 hesta.
Líklegt er að það hafi átt tals-
verðan þátt í þroska trésins, að neð-
ar í gilinu er fjárhellir og hefir
sauðfé frá Stóru-Mörk legið þar frá
ómunatíð og safnað þar taði, en
niður í þetta fjárbæli hefir tréð
teygt rætur sínar og dregið þaðan
næringu.
Aldur trésins veit enginn með
vissu, en vafalaust er það hátt á ann-
að hundrað ára gamalt. Koefoed
Hansen, fyrverandi skógræktar-
stjóri áleit það um 200 ára gamalt,
enda telur hann reynitré ná hér
hærri aldri en annarsstaðar á Norð-
urlöndum.
Þjóðtrúin hefir átt talsverðan þátt
í að vernda þetta tré, því almenn trú
var í nágrenni þess, að tréð mætti
ekki skerða, að viðlögðu tjóni, er af
hlytist.
Reyniviðarhríslan í Nauthúsagili
er ættmóðir margra trjáa. Laust
fyrir síðustu aldamót tók Guðbjörg
húsfreyja í Múlkaoti litla grein, sem
vaxið hafði upp af fræi, sem fallið
hafði af trénu, og gróðursetti hana
heima hjá sér í Múlakoti, en út af
þeirri hríslu eru komin öll reynitré
í garði hennar í Múlakoti. Árið
1911 tók Árni bóndi í Múlakoti smá-
hríslur um 10 cm. háar í nágrenni
trésins og gróðursetti heima hjá sér
og er sú hæsta nú 8 metra hátt té.
Þá hefir og verið tekið af trénu og
afkomendum þess i Múlakoti mikið
fræ og hefir því verið sáð viða um
land.—Vísir 28. nóv.
Til allra vorra íslenku vina í Veátur-Canada
sendum vér óskir um
Gleðileg Jól og Anœgjuríkt og Farsælt Nýár
,Um hátíðaleytið, engu síður en á öðrum tímum, skuluð þér
halda heimilum yðar hlýjum með því að nota beztu tegundir
canadiskra kola.
Biðjið eldsneytissala yðar um
GLOCOAL
ROSEDALE
eða STAR
GREAT WEST COAL CO. LTD.
míL
Brandon
Regina
Calgary
Weyburn
Saskatoon
Winnipeg
Mí