Lögberg - 31.12.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.12.1936, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 31. DESEMBER 1936 Jón Thoráteinsson HÓTELSTJÓRl Þessi mæti maður lézt á Almenna sjúkrahúsinu í Winni- peg, miðvikudaginn 9. sept., síSastl., 69 ára að aldri. Hann hafði orðið fyrir slysi (beinbroti) nokkrum dögum áður og J>að ásamt heilsubilun, sem hafði þjáð hann í meir en ár, leiddi hann til bana. Til Canada kom Jón þegar hann var 'um tvítugt, fátækur að efnum eins og fleiri, sém fluzt hafa hingiað, en vinnufús og með sterka löngun til að hafa sig áfram. Hann settist að í Winnipeg og fór skömmu síðar að vinna hjá Patrick Shea, bruggara. Þar byrjaði Jón sem vökumaður, en þegar hann hætti var hann orðinn vélastjóri á verkstæði Sheas. Patrick Shea og fólk hans fékk miklar ínætur á Jóni og hélt alt af vin- áttu við hann. Það sæmdi hann dýrum og vönduðum gjöfum og sýndi á ýmsa aðra vegu, að það hefði mikið uppáhald á Jóni. Um aldamótin byrjaði Jón á reiðhjólaverzlun á Portage Ave. Hann var lipur og áreiðanlegur í öllum viðskiftum og fór svo brátt að hann hafði yfrið nóg að gera og efnaðist vel. Árið 1913 flutti Jón til Gimli, keypti þar Como Hotel og bjó þar til dánardægurs. Jóni þótti vænt um Gimli-bæ. Hann hafði oft gaman af að segja frá því að hann varð til þess fyrstur Winnipeg íslend- inga að, byggja sumarbústað á Gimli. Vegir voru oft illir yfir- ferðar á þeim árum og samgöngur því frekar erfiðar. En Jón hafði trú á þvi að Gimli-bær næði með tímanum vinsæld sem sumarbústaður fyrir fólk í Winnipeg, og kom það á daginn. 1 nokkur síðustu ár æfinnar var Jón bæjarráðsmaður á Gimli, og gegndi hann því starfi, eins og öllu öðru, sem hánn tók sér á hendur, með ráðdeild og dugnaði. Jón Thorsteinsson var skýrleiksm'aður mikill; hann hafði yndi af bókum, var vandur að vali þeirra og las sér til gagns. Flestir Islendingar eiga bókasafn; það er eitt einkenni þeirra. BókaSafn Jóns var ekki stórt, en það var vandað. Hann var ágætlega heima í fornsögunum og ljóðelskur með afbrigðum; lét enda oft fjúka i kviðlingum í sínum hóp. Kærkomnari gjöf en góða bók, gat Jón alls ekki fengið. Skapgerð Jóns heitins var slik að gleðin og góðvildin héld- ust þar ávalt í hendur. Hann Var örlátur maður og höfðing- legur og taldi það sína æðstu sælu að færa vinum sínum og sifjaliði hverjar þær fórnir, er hann var megnugur til. Þetta var honum svo eðlilegt að vinstri höndin vissi sjaldn'ast um hvað hin hægri gerði. Jón var tvíkvæntur; fyrri konan hét Anna en hin síðari Guðrún. Með fyrri konunni átti hann tvö börn, þau Guðmund verksmiðjueiganda í Winnipeg, og Kristínu (Mrs. G. Knight) í Sault Ste. Marie. Af seinna hjónabandi eru Anna, gift Harry Feir að Gimli og Jónína Murray, einnig búsett á Gimli; Guðrún og Gestur, bæði dáin fyrir nokkru. Uppeldissonur Jóns er próf. Skúli Johnson, kennari við Manitoba háskólann. Um það leyti að Jón flutti til Gimli, misti hann seinni konu sína, og höfðu dætur hans, þær Mrs. Feir og Mrs. Murray, á hendi með honum búsforráð jafnan síðan. Þær reyndust hon- um ástríkar og nærgætnar og stráðu yl og birtu á æfibraut hans til hinztu stundar; enda lét hann sér aðdáanlega ant um hag þeirra og barna sinna allra. Jón Thorsteinsson var prúður maður í fasi og fríður sýn- um, andlitsdrættir reglulegir, augun gletnisleg en jafnframt góðleg. Hann var ekki hár maður vexti en þéttbygður og sam svaraði sér vel. Við, sem áttum því láni að fagna að kynnast Jóni og eiga hann að vini, geymum í heiðri minningu hans. Það fór saman hjá honum að vera góður borgari, góður íslendingur og góður maður. J. G. J. Píslarvœtti Péturs og Páls postula (Fraimh.) V. Haustið 66 fór Neró keisari til Grikklands og stóð sú för fram á vor 68. En ekki litni ofsókninni gegn kristnum mönnum fyrir þvi. Þeir atburðir, sem sagt verður frá hér á eftir, gjörðust einmitt á meðan hann var í burtu, eða “á dögum stjómendanna,” eins og Klemens rómverski ritaði Korintumönnum 30 árum síðar. Kemur það einnig heim við umsögn Híerónýmusar kirkju- föður, sem var um skeið ritari hjá Damasusi páfa og þaulkunnugur skjalasafni hans, en hann telur dán- arár postulanna tveimu árum síðar en Seneku, eða 67. Að lokum tókst lögreglu Róma- borgar að ná postulunum á sitt vald. Engar sagnir eru til um það, með hverjum hætti handtaka þeirra varð. Það er jafnvel óvíst, að hermenn- irnir hafi haft upp á fylgsni þeirra og handtekið þá þar báða saman. Hitt er fult eins líklegt, að þeir hafi verið teknir hvor í sínu lagi, þar sem þeir hafa verið að störfum fyrir söfnuðinn, og þá Páll fyr. Því að eftir 2. Tím. að dæma, virðist fangelsisvist hans hafa verið nokk- uð löng, enda var vandfarnara með rómverska borgara en aðra fanga. Það er ekki að efa, að síðari fagnavist Páls í Róm hefir verið ólíku strangari en hin fyrri. Þá dvaldi hann í eigin leiguhearbergi, tók á móti öllum þeim, sem komu inn til hans, og prédikaði um guðs- ríki og fræddi um Krist tálmunar- laust. Nú var hann svo geymdur í dýflissu, að vinur hans frá Austur- löndum varð að gjöra langa leit að honum áður en hann fyndi hann. Hann var hafður í fjötrum eins og illræðismaður, og því lengra sem leið, því berara varð hvert stefna myndi. Þeir fóru að hverfa frá hon- um, sem áður höfðu þjónað honum “Kreskes er farinn til Galatiu,” skrifar hann úr varðhaldinu, “og Títus til Dalmatíú.” Það hafa ver- ið kristniboðsferðir., En Demas yfirgaf hann “af þvi að hann elskaði þennan heim” og vildi ekki hætta lífi sínu lengur í þjónustu postulans. Lúkas einn var eftir hjá honum. Það hefðu orðið daprir dagar öðr- um en þeim, sem lífið var Kristur. Páll ritar Tímóteusi, vini sínum og starfsbróður í Efesus, og biður hann að koma til sin og taika Markús með. Hann biður einnig um bækur sínar að austan, hann ætlar söfnuð- unum þann arf, og möttulinn sinn langar hann til að fá fyrir veturinn. Hann veit, hvað að fer. Ýmsar myndir líða honum fyrir hugarsjón- ir. Hann sér hátíðahöld, sem' lýkur með því, að dreypifórn er færð. Hann sr hermann, sem kippir upp hælum og tjaldsúlu, vefur saman tjald sitt og leggur upp á nýjan á- fanga. Hann sér kappleikavöll, sem verður sífelt stærri og stærri, unz hann nær alla leið frá upprás sólar til endimarka vestursins. Kristnir skarar keppa fram, boðberar guðs- ríkis á jörðinni. Við markið stend- ur hann, sem verðlaunin veitir — Kristur. “Það er nú svo komið,” skrifar hann, “að mér verður fórn- að eins og dreypifórn, og tíminn er kominn, að eg taki mig upp. Eg hefi barist góðu baráttunni, hefi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari, en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem elskað hafa opinberun hans.” A bak við þennan dýrlega bréfkafla, sem vér eigum síðastan frá hendi hins getið um leið. Eina fullnægj- andi skýringin á því er sú, að þeir hafi liðið í senn píslarvættisdauða fyrir trú sínia. 1 öðru lagi helgar kristnin þeim sama messudag, 29. júní. Sumir ætla að vísu, að þá hafi bein þeirra verið flutt til “húss Péturs” við Katakomburnar á 3. öld, en hitt er sennilegra, að dagurinn sé í raun og veru ártíð þeirra. Því hefir erfi- kenningin haldið fram, og í þessum efnuim hefir henni trauðla skeikað. Missir beggja höfuðleiðtoganna í senn hlaut að greypast í minni safn aðarins í Róm. Hitt hefði aftur á móti verið ástæðulaust fyrir hann, hefði hvor postulanna átt sína ár- tíð, að færa þær til sama dags. En sé dánardagur beggja 29. júní, þá er ártalið ákveðið um leið, 67, því að “dagar stjórnendanna” náðu ekki yfir neinn annan 29. júní, eins og sjá má af því, sem áður hefir verið sagt. Það var eðlilegt að stjórnendurn- ir héldu áfram stefnu keisarans gegn kristnum mönnum, og úr því að þeir . , höfðu náð forystumönnum þeirra, , , , , . | þa la beint við að þeir hroðuðu mah ■ 4 «, 1 , •— /, 1 y-1 « 4 4—, / I , , 4— n t 4* /, O C 'v I *-v-« 1 i undiröldu enduróma frá 22. Sálipi, sem Jesús hafði í huga á deyjandi degi, og frá Fáðirvorinu. Svo beið hetjan frá Tarsus dauða sins eða réttara sagt hins nýja lífs. Pétur postuli var síðar fangelsað- ur og skemri dýflissuvist hans, en verri. Það þurfti ekki langan mála- rekstur né heldur var vandgert við fiskimann austan úr Galíleu. Eg hefi komið í myrkrastofuna, þar sem hann hefir að líkindum verið geymdur. Hún er við Capi- tolium og Forum Ramanum og var þar aðalfangelsi Rómaborgar lengi. Hið efra er nú “Fangelsiskirkja Péturs,” en um 12 fet niðri í jörð- inni er dýflissa. Hrjúfir múrveggir eru á allar hliðar, en steinhvelfing yfir. Þrep eru niður að ganga, en fyrrum voru fangarnir látnir síga i’áls — til þess höfðu þeir fult vald — og reyndu áð ganga milli bols og höfuðs kristninni í Róm með því að taka báða af lífi í senn. Pétur postuli var leiddur til af- töku á stað þann, er Naumachia nefnist, rétt hjá Óbeliska Nerós, að því er segir í fornri heimild. Er svo núnar til tekið, að það hafi verið milli tveggja smásúlna. En þessar súlur hafa verið til marks um beygj- una á hringbrautinni, sem vagnar urðu að taka í kappakstri, og má teljá það nokkdrn veginn víst, að aftökustaðurinn hafi verið á hring- leikasviði Nerós á Vatikanhálsinum. Óbeliskinn hefir verið færður til og stendur hann nú á miðju torgi Pét- urskirkjunnar. En á staðnum var fyrst reist basilika og altari henn- ar sett sem næst þeim bletti, er Pét- mður um luku. Niðn gjorðust um , , , , | ur let hf sitt. Nu hvelfist Peturs- langan aldur hrylhlegir atburðir. . • , • •,, ,. , , , Jkirkjan mikla yfir honum. Þar Þar voru samsærismenn Catilinu , . . , , , . , r .._ _ ,, 1 hafði verið reistur kross og sast kyrktir hver af oðrum. Þar let , . * _ ,, , . , °, . , , T, , , , . I langt að, þvi að dyrlegt viðsym er Marius svelta Jugurtu 1 hel. Þar r , . v - , « . . , .. . . „ „ r . . af þessum stað um Romaborg. I riti beið Vercingetonx Gallaforingmn frá miðri 2. öld stendur þessi frá- sögn um aftökuna: “Þegar Pétur kom að krossinum, mælti hann: Úr því að drotni mínum Jesú Kristi, sem var hafinn á kross, er hann kom af hirrini á jörð, hefir þóknast að kalla mig með sama hætti frá jörðu til himins, þá á höfuð mitt að snúa til jarðar, en fæturnir mót himni. Eg er ekki verður þess að hanga eins á krossinum og drottinn minn. Snúið krossinum við. Þá sneru þeir við krossi hans og festu fætur hans að ofan, en hendur að neðan.” Þessi a frásögn hefir af mörgum verið talin helgisaga, en ekki er víst, að svo sé. A. m. k. getur Seneka þess, að hann hafi séð margskonar krossa, og að á sumum þeirra hafi höfuðin snúið niður. En hvað sem um það er, þá mun hún lýsa rétt auðmýkt Péturs og hvernig hann hugsaði til sam- fundar við drottin sinn fyrir hand- Og þar var Simon Bar-Jónas kyrkt- ur, sá er varði Jerúsalem lengst árið 70. Geigvænleg þögn grúfir yfir þessari dimimu gröf, og það er eins og fúlt loftið sá blandið skelfingum. Hugurinn hopar undan skuggunum, sem stíga fram, og vill út, í sólskin- ið, eða inn í einhverja af kirkjum borgarinnar. Dýrlegir helgidómar líða fyrir innri augu og þau mæna þangað. En er þessi ógnum þrungni staður ekki einnig helgidómur, þótt hann hljóti að greypast einn sér i minningunni ? Hér var fyrsti fanginn á pislarferli Símonar Pét- urs með drotni sínum. “Herra,” hafði hann sagt forðum “með þér er eg reiðubúinn að fara bæði í fang- elsi og dauða.” Nú stóð hann við þau orð. Hvílíkt bænarmál og hve brennheit tár hafa snortið þessa köldu steina. Hann hefir ekki framar hrokkið upp af svefni við .. * , . _ , _ , ... . „, r , , TT an jarðarmyrkrin. Þegar dauðastnð asokumna: Simon, sefur þu. Hann , , , ,,, , , . r. .1 hans var a enda, var lik hans tekið gat svarað hugrór spurmngunni: Elskar þú mig? “Herra, þú þekkir alt, þú veizt, að eg elska þig.” Það leið óðum að því, að spádómsorð Jesú við hann tækju að rætast: “Sannlega, sfannlega segi eg þér: Þegar þú varst ungur, gyrtir þú þig og gekst hvert sem þú vildir; en er þú eldist, muntu útbreiða hendur þínar, og annar mun gyrða þig og fara með þig þangað, sem þú vilt ekki.” Krossinn beið hans, VI. Líflátsdagur þeirra postulanna, eða hinn nýi fæðingardagur, eins og sagt var oft um píslarvotta, mun hafa verið hinn sami, 29. júni árið 67. Að því hníga tvenn rök. í fyrsta lagi þau, að órofaþættir ofan af krossinum og lagt í gröf skamt frá. Með Pál postula var farið út fyr- ir múrana. Hann þurfti ekki sem rómverskur borgari að þola smánar- dauða í augsýn múgsins. Fáir menn fóru með hann vestur eftir Via Os- tiensis, sem liggur til hafnarbæjarins Ostia, beygðu þeir svo af veginum inn á mjóa götu og námu staðar við 3. mílusteininn frá Róm, undir furu- tré. Engin orð Páls á deyjanda degi hafa geymst til vorra daga. Hann hefir ef til vill gengið þögull í dauð- ann. Hann hrepti þann dauðdaga, sem þótti samboðinn rómverskum borgurum. Höfuð hans féll fyrir sverði. Dreypifórnin var færð, sem hann hafði sagt fyrir. Honum var tengja saman nöfn þessara postula, búin gröf ekki langt þaðan, i stein- r* t ♦— I • ,1 4— , , ,r 4- «4 4-» 4 4 4- „__ _ ___ í ... sterkari og traustari en annara i kristnisögunni. Og þó störfuðu þeir hvor á sínu sviði að kristniboð- inu, Pétur meðal Gyðinga og Páll heiðingja. Þeir eru aðeins síðast nánir samverkamenn í Róm nokkura mánuði. Það eitt hefði ekki nægt til þess að binda þá í slíkt bræðra lag í hugum kristninnar, einstætt og óhagganlegt, svo að varla var unt að nefna þannig annan, að ekki væri lögðu stæti, Via Valentiniana, skamt frá Tíber. Þar hafa kristnir menn jarðsett hann. Nú rís Pálskirkjan mikla og fagra á þeim stað. VII. Minning'ardagur þessara atburða í kristninni er 29. júní. En nú er ekki lengur sungin Pétursmessa og Páls í kirkjunum um land alt þann dag. Nú biður landslýður ekki framar þeirrar bænar, sem eg sá krotaða víða á veggi í elztu sala- kynnum Rómaborgar: Pétur og Páll, biðjið fyrir oss. Það kann að vera gróði í vissum skilningi, 'eins og það var holt yfirleitt að losna við dýrlingadýrkun kaþólskp kirkjunn- ar. En þó fór þá talsvert af hveiti með. Vér mættum vel og ættum að halda þeim Pétri og Páli hátíð í hjartanu minningardag þeirra, post- ulunum mestu og píslarvottunum. Vér verðum ríkari við það. Því að það er satt, sem einn frumherji siða- skiftanna með þjóð vorri sagði: “Helga menn á fólk að taka sér til fyrirmyndar i kærleika og trú. Dæmi h^lgra manna eru hinir réttu helgu dómar.” Ásmundur Guðmundsson. —Kirkjuritið. Vingjarnleg rödd að heiman Borgarfirði 11. nóv. 1936. Kæru Borgfirðingar! Enn þá vil eg halda uppteknum hætti og senda ykkur nokkrar lín- ur vestur yfir hafið. Fyrsta og helzta bréfsefnið eru mínar beztu vinarkveðjur til ykkar allra Borg- firðinga, sem alið manninn vestan hafsins og sömuleiðis allra þeirra íslendinga, sem þar búa og eg veit nokkur skil á. Nú er bjartur og sólríkur hrein- viðrisdagur, himininn Itteiður og ekkert ský á lofti. Fjöll og hálsar blika fannhvít i sólarljómanum, en láglendið með snjódílum, en autt að mestu. Vegna þess að slíkir dagar hafa þótt fágætir í haust, verð eg að byrja bréfið með því að minn- ast þessa bjarta dags, áður en eg minnist storma og stórrigninga, sem gengið hafa yfir í haust. En þótt hausthret þessi hafi orsakað hér yms óþægindi og vinnutafir, hafa ekki hlotist hér til sveita tjón, svo talist geti, af ofviðrum eða vatna- vöxtum, en á því hafa Vestfirðing- ar og Norðlingar fengið að kenna i stórum stíl. Sumarmánuðirnir til ágústloka, voru ljómandi góðir, að örfáum dög- um undanskildum. Töður náðúst laufgrænar í hlöður og urðu í góðu meðallagi að vöxtum. Meginhluti heyskapar er nú af ræktuðu landi. Engjaheyskapur varð endasleppur, því frá byrjun sept. og fram yfir réttir, kom varla þur dagur. Fjöldi bænda hefir nú steyptar súrheys- tófstir og fyllir þær með háartöðu i haustrosunum, koma því óþorkar ekki þeim bændum að tjóni, sem geta umflúið þá með hey á þennan hátt. Yfirleitt eru bændur hér vel' undir vetur búnir hvað snertir hey og önnur þau aflaföng, sem standa í sambandi við jarðargróður. Ekk- ert sýnist standa fyrir því að íslenzk mold skili því öllu með fullum vöxt- um, sem henni er trúað fyrir. En jafnvægið imilli afurða verðlags og vinnulauna hefir nú gengið úr skorðum og af þvi leiðir að sveita- bændur, sem ætla að hafa margt í takinu, fara halloka hvað fjárhag- inn snertir. Mislingar gengu hér yfir í vor og sumar. Vegna þess að það var um hábjargræðistímann, voru þeir slæm- ur gestur, en mannskæðir voru þeir ekki í þessu bygðarlagi, en samt þegar á alt landið er litið, hafa þeir höggvið nokkur skörð og lagt að velli fólk á bezta aldri. Ýmsir hafa getað varið sig fyrir þeim, einkum þeir, sem í afdölum búa. Er það sumra skoðun að slíkar ráðstafanir séu lika varhugaverðar, því af reynslunni er það séð, að börnin komast, yfirleitt, léttast út af þeim. Einn bóndi í Hálsasveit, Sigurður Bjarnason í Hraunsási, sem nú er kominn hátt á sjötugsaldur, hefir sloppið við mislinga þar til í sum- ar. Lögðust þeir svo þunga á hann, að tvísýnt var um líf hans og lá hann lengi sumars, en mun þó loks vera búinn að ná sér. Nú fyrir tveim árum gaus upp skæð lungnapest i sauðfé Jóns bónda Hannessonar í Deildartungu. Jón var einn f járríkasti bóndi í hér- aðinu, átti á 7. hundrað fjár. Lungnafar þetta var þá strax svo stórvirkt, að það drap imeginþorra þessa fjár á einu ári. Var margra ráða leitað, en ekkert dugði. 1 fyrra vetur fór veiki þessi að gera vart við sig á ýmsum bæjum, og benti þá alt til þess að hún hefði breiðst út frá Deildartungu. En nú í sum- ar virðist hún vera komin í algleym- ing. þyí féð hefir hrunið niður, eink- um fé Reykdæla. I fyrstu leit á Arnarvatnsheiði, urðu þeir menn, sem heiðina leituðu til Fljótstungu- réttar, að lóga 40 f jár, sem ekki gat gengið til bygða. Auk þess láu dauðar kindur eins og hráviði, víðs- vegar um heiðar og hálsa. Siðan féð kom í bygð hefir það hrunið niður á mörgum bæjum. Hefir þessi veiki nú breiðst út um allar efribygðir héraðsins, beggja megin Hvítár, en allra skæðust er hún, enn sem komið er, í Hálsasveit, Réykholtsdal, Flókadal, Bæjasveit og Hvítársíðu. Flest lömb komu heilbrigð af fjalli, en fjöldi bænda hefir lógað þeim í flesta lagi, af ótta við þennan vá- gest, sem er nú þegar búinn að leggja helming sauðfjár ýmsra bænda að velli, en hjá stöku bónda miklu meira. Er ekki annað sýnna, en hér sé áður óþekt landplága á ferðinni, sem bændurn stendur ógn af og það ekki að ástæðulausu, þar sem sauðf járræktin er sterkasti þátt- urinn í landbúnaðinum. Nú í haust er veikin komin í Húnavatnssýslu, en þangað hefir hún borist með fé úr liorgarfirði. Hefir nú prófessor Níels Dungal tekið þessa veiki til rannsóknar, en um árangur af þeirri ranrisókn er enn óvíst. Margs er til getið um það, hver sé rót til þessar- ar veiki. Lungnaormar hafa lengi þekst sem fjársýki, en aldrei með slíkum ofsa, að þeir hafi drepið fé hrönnum saman. Ein er sú tilgáta, að karakúl-hrútur, frá Þýzkalandi, sem kom að Deildartungu haustÆi áður en veikin kom þar upp, hafi flutt hana. Hrútur þessi var að sumra sögn, lungnaveikur, fór þó á fjall, en heimtist ekki um haustið. Hér eru rniklar likur, sem vekja sterkan grun, sem ekki er þó hægt að sanna. Til þess að geta staðið undir því efnatjóni, sem af fjársýkinni leiðir, eru bændur að auka kúabúin og fjölga hrossum. Ennfremur er kartöflurækt aukin af fremsta megni og fleira matjurta. Þá eru hænsni á hverjum bæ og gæsir eru nokkuð víða aldar. Meðan jörðin gefur af sér slíkan gróða, sem nú á undanförnum árum, er ekkert hallæri að óttast, þótt eitthvað gangi skrikkjótt annað veifið. Það er góðæri síðustu ára og öll þau lífs- þægindi, sem áður voru óþekt, en nú eru fengin í ótal myndum, sem að miiklu leyti hefir útrýmt þeirri nýtni og nægjusemi, sem hér var áður ríkjandi, og sem fólkið undi vel við meðan ekki þektist annað betra. En þetta er aðeins önnur hlið lífsins, því fólkið lifir ekki á einu saman brauði. Á skóluin og andlegri hressingu fyrir æskulýðinn er nú enginn hörgull, þar sem auk margra barnaskóla og heimiliskenn- ara eru tveir skólar fullskipaðir í héraðinu, bændaskólinn á Hvann- eyri og héraðsskólinn í Reykholti. Á Hvanneyri skeðu þau tíðindi í vor, eins og eg hefi áður skrifað, að Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri, lézt, og var að honum mesti sjónar- sviftir, bæði fyrir heimili og hérað. Hann var einn glæsilegasti héraðs- H B C,, The Government LJquor Control Commisslon is not responslble for any statements made herein as to the quallty of the liquor re- ferred to.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.