Lögberg - 03.06.1937, Blaðsíða 1
50. ÁRGANGUK
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ, 1937
NÚMER 2-2
KOSIN í HASKÓLARAÐ
Mrs. P. H. T. Thorlakson
Við nýafstaðnar kosningar til há-
skólaráðsins i Manitoba, var Mrs.
P. H. T. Thorlakson kosin með
miklu afli atkvæða; á hún þessu
samkvæmt sæti í háskólaráðinu
næstu þrjú árin. Mrs. Thorlakson
er útskrifuð í heimilis hagfræði af
Manitoba háskólanum árið 1919.
Nafn hennar, áður en hún giftist
skurðlækninum víðþekta, Dr. P. H.
T. Thorlakson, var Gladys Marie
Henry; hún er hin mesta atgerfis-
kona, og má því óhætt vænta mikils
góðs af starfi hennar í þessari veg-
legu ábyrgðarstöðu.
ARSLOKAHATífí JÖNS
BJARNASONAR SKÓLA
A fimtudagskvöldið þann 27. tnaí
siðastliðinn fór árslokahátíð Jóns
Bjarnasonar skóla fram í Fyrstu
lútersku kirkju við mikla aðsókn.
I hátíðarprógramminu tóku þátt,
skólastjórinn séra Rúnólfur Mar-
teinsson, James Gillies, Miss Snjó-
laug Sigurdson, Jack Brown, Lillian
Griffiths, A. R. Magnússon, kennari
við skólann og próf. Jóhann G. Jó-
hannsson, er flutti aðalræðuna.
FRÖKEN IIALLDÓRU
BJANNADÓTTUR
FAGNAD 1 WINNIPEG
í tilefni af konut fröken Halldóru
Bjarnadóttur, var haldin samkoma í
Fyrstu lútersku kirkju síðastliðið
inánudagskveld, að tilstuðlan mót-
tökunefndarinnar. Mrs. Finnur
Johnson, sem forsæti á í móttöku-
nefndinni setti samkomuna með
prýðilegum ávarpsorðum, og kynti
hinum mörgu samkomugestum
fröken Halldóru. Dr. Rögnvaldur
Pétursson ávarpaði samkomuna fyr-
ir hönd Þjóðræknisfélagsins og bauð
hinn góða gest velkominn, en Dr.
Björn B. Jónsson þakkaði fröken
Halldóru erindi það um ísland, er
hún flutti; sagðist ræðumönnum
hið bezta. Frú Sigríður Olson
skemti með einsöng, og er ó-
þarft að taka það fram, að hún
hreif áheyrendur sína eins og hún
ávalt gerir. Miss Snjólaug Sigurðs-
Son var við ihljóðfærið. Ragnar H.
Ragnar lék á piano tvö voldug tón-
verk, hreint og beint með ágætum.
Fröken Halldóra bar á sér raun-
verulegan Fjallkonublæ, er hún reis
úr sæti í hinum glæsilegá, íslenzka
íaldbúningi og flutti erindi sitt;
framkoma hennar var aðlaðandi og
látlaus; má slíkt hið sama í raun og
veru uim erindi hennar segja. Það
var auðheyrt á öllu, að hún lét sér
ant um að segja satt og öfgalaust
frá högum og lífsviðhorfi íslenzku
þjóðarinnar, stefnum þeim og
straumum, er mest yrði vart; eink-
um og sérílagi þó því, er lifnaðar-
háttum viðkom, þvi um flokkadeil-
ur stjórnmálanna eða fjármál,
kvaðst hún sem fæst vilja segja.
Enga dul dró fröken Halldóra á það,
T. D. PATTULLO,
forsœtisráðgjafi í British.
Golumhia.
Frjálslyndi flokkurinn í British
Columbia vinnur glæsilegan kosn-
ingasigur á þriðjudaginn. Pattullo-
stjórnin endurkosin með miklu afli
atkvæða. íhaldsmenn, C.C.F. og
utanflokka frambjóðendur fengu
aðeins örfá sæti, en Social Credit
flokkurinn ekki eitt einasta.
að heiimaþjóðin ætti við ýmsa erfið-
leika afli að etja; hitt gæti hún samt
sem áður staðhæft, að þjóðin mundi
fórna öllu, fara alls á mis, sjálfstæði
sinu til varðveizlu. Þetta þótti á-
heyrendum góð tiðindi; sennilega
beztu tíðindin að heiman. *All-ítar-
lega rakti fröken Halldóra þróunar-
sögu þjóðarinnar yfir síðasta
mannsaldurinn, og mátti af því
glögglega sjá 'hve framfarirnar liafa
orðið því nær óútmálanlega marg-
þættar.
Að lokinni hinni auglýstu eða
reglubundnu skemtiskrá, var sam-
komugestuim boðið til ágætra veit-
inga í fundarsal kirkjunnar, þar sem
þeim gafst kostur á að taka í hönd
fröken Halldóru og bjóða hana vel-
■komna. Á öðrum stað hér í blað-
inu eru auglýstar þær samkomur, er
fröken Halldóra heldur á næstunni
út um nærliggjandi, íslenzkar ný-
bygðir.
Heimilisiðnaðarsýning
Frk. Halldóru Bjarnasdóttur
Ákveðið hefir verið, að haldið
Verði Silver Tea í Eatons Assembly
Hall á 7. gólfi Eatons búðarinnar á
næstkomandi föstudag, þann 4. júní
frá kl. 2:3o til 5130, og að þar fari
fram sýning á þeim tegundum heim-
ilisiðnaðar og hannyrða, er fröken
Ilalldóra flutti með sér að heiman.
Segir hún þar gerla frá því, er að
hverjum og einum hlut sérstaklega
lýtur. Fröken Halldóra hefir með
sér f jöldann allan af fögrum og sér-
kennilegum munum, sem telja má
víst að íslenzkan almenning fýsi að
sjá. Má því alveg vafalaust gera
ráð fyrir mikilli aðsókn. Svo á það
líka að vera, því hér er um þjóð-
ræknislegt metnaðarmál að ræða.
SIGRUN ANNA
JÖIIANNSSON, B.A.
Þessi gáfaða stúlka er frá Gimli.
Hún hlaut við nýafstaðin háskóla-
próf í Manitoba, gullmedalíu þá,
sem kend er við Dr. Fletoher, að-
stoðarmentamálaráðherra Manitoba-
fylkis. Er medalían veitt fyrir
Diploma í Education, hæzta einkunn.
Frá Islandi
Guðm. Björnsson fyrv.
landlœknir látinn
Guðmundur Björnsson fyrverandi
landlæknir lézt að heimili sínu 'hér í
Reykjavík, við Amtmannsstíg, i
fyrrinótt.
Guðmundur sál. fékk hjartaslag
fyrir nokkrum árum og hafði aldrei
fengið lieilsu síðan. Siðustu mán-
uðina hafði hann þjáðst af krabba-
meini.
Morgunblaðið mun síðar minnast
þessa þjóðkunna, mæta manns —
Morgunbl. 8. maí.
# # #
Slys af dynamit-sprengju
Tuttugasta og sjötta f. m. vildi
það slys til í Skóganesi í Gaulverja-
bæjarhreppi, að dynamit hvellhetta
sprakk í'höndum 15 ára pilts, sem
var að fikta við hana. Við spreng-
inguna tók framan af þrem fingrum
og var læknis vitjað, sem bjó um
meiðslin til bráðabirgða.
Tveim dögum síðar var drengur-
inn fluttur til Eyrarbakka til frek-
ari aðgerða en þar lézt hann í svæf-
ingu af hjartaslagi. Drengurinn
hét Þórariim Magnússon Öfjörð.
Sextán ára systir drengsins meidd-
ist nokkuð við sprenginguna en ekki
hættulega.
Foreldrar barnanna voru ekki
heima þegar slysið vildi til.—Mbl.
8. maí.
* * #
Innan fárra daga verður
hyrjað að girða sýktu svæðin
Bráðlega verður byrjað að vinna
að uppsetningu girðinga þeirra, sem
ætlaðar eru til varnar gegn út-
breiðslu borgfirszku f járpestarinnar.
í gær var girðingarefni skipað út í
dráttarskipið Magna og fer hann
með það til Borgarness í dag. Það
er ætlað í þann girðingararminn,
sem liggja skal sunnan við aðalsýk-
ingarsvæðið, úr Borgarfirði í
Skorradalsvatn og úr Skorradals-
vatni 'fram til jökla. — Á laugar-
daginn verður byrjað að ráða menn
í girðingarvinnuna og verður þá
þegar byrjað að setja þessa línu upp,
að svo miklu leyti, sem unt er vegna
snjóalaga og klaka. Nyrðri línun-
um er enn ekki hægt að byrja á
vegna snjóalaga. — N. dagbl. 30.
sept.
# # #
Fyrirætlanir á sviði
skógrœktarinnar
Nýja Dagblaðið hefir leitað sér
upplýsinga hjá Hákoni Bjarnasyni
skógræktarstjóra um fyrirætlanir á
sviði skógræktarinnar hér á landi.
—Það væri hægt að fylla mörg
blöð, ef eg færi að segja frá þeim
fyrirætlunum, sagði Hákon, en það,
sem mér liggur hvað þyngst á hjarta,
er aðallega tvent. Hið fyrra er það,
að sem fyrst verði unt- að ala upp
svo mikið af trjáplöntum innan-
lands, að okkar eigin þörfum sé
fullnægt, og hægt sá að leggja niður
allan innflutning á þeim.
Skógræktanfélagið hefir sem
stendur á hendi allan innflutning
THOMAS LEONARD
BRANDSON, B.A.
Thomas lauk Bachelor of Arts
prófi við Manitoba háskólann nú í
vor. Hann er sonur þeirra Dr. og
Mrs. B. J. Brandson.
VALBORG NIELSEN, B.A.
Miss Valborg Nielsen er fædd hér
í borginni þann 22. dag september-
mánaðar árið 1916. Foreldrar henn-
ar eru þau Mr. Charles Nielsen,
starfsmaður við pósthúsið i Winni-
peg, og frú Solveig Þorsteinsdóttir
Nielsen. Þessi unga og efnilega
stúlka lauk B.A. prófi við háskóla
Manitobafylkis' nú í vor með loí-
samlegum vitnisburði; lagði hún
öðru fremur sérstaklega stund á
stærðfræði. Hinir mörgu vinir
•Tennar og frændur, árna henni
framtíðarheilla.
trjáplantna og við gerum okkur alt
far um að flytja einungis inn þær
trjátegundir, sem líkindi eru til að
hér þrífist. Hitt vekur aðeins tál-
vonir hjá fólki, að útvega þvi plönt-
ur, sem aldrei vaxa úr grasi. En
það verður ekki fyr en eftir nokk-
ur ár, að 'hægt verður uð leggja
þennan innflutning niður. Trjá-
plöntur eru venjulega ekki söluhæf-
ar fyr en þær eru orðnar 4—5 ára
gamlar, en það eru aðeins tvö ár
síðan eg gat farið að stækka hina
innlendu græðireiti og fjölga þeim.
Nú hefir græðireiturinn á Hall-
ormsstað verið stækkaður og nýjum
reiti verið komið upp í Múlakoti í
Fljótshlíð. í ráði er að bæta öðr-
um við á næsta sumri og þannig
verður haldið áfram.
Áður fengum við 7—8000 trjá-
plöntur á ári hverju frá Hallorms-
stað og Vöglum, í vor verða þær
jafnvel ekki nema 6—7,000. Það
sem á vantar til þess að bæta úr
brýnustu þörfunum, verðum við að
fá erlendis. Eg geri ráð fyrir, að
það verði um 25,000 plöntur. En
að vori fáum við, ef vel árar, a. m.
k. 16,000 úr eigin reitum. Og úr
því vona eg, að plöntufjöldinn geti
fast að þvi tvöfaldast á hverju ári
og þá fáum við 1 miljón plantna til
sölu árið 1945.
Verðið á plöntunum verður jafn-
framt lækkað, svo allir geti gróður-
sett af kappi.
Eg veit, að það er um alt land
mikill áhugi fyrir gróðursetningu
trjáplantna og við, sem við skógrækt
fáumst, höfum jafnvel orðið að
halda aftur af fólki vegna þess, að
við höfum ekki getað séð því fyrir
nægum plöntum. En þegar nóg
verður af ódýrum trjáplöntum,
munuð þér verða var við, að skrið-
ur kemst á skógræktina.
Hitt áhugamálið er að girða og
friða sem flesta skógarteigana, og
líka örfoka lönd i því skyni að græða
þau upp að nýju. En við eigum í
því efni við erfiða aðstöðu að búa,
því fjárveitingin til skógræktarinn-
ar er lág. En eg býst samt við, að
innan skamms muni verða unt að
friða og reyna að græða stór land-
flæmi eins og Þjórsárdal og t. a. m.
svæðið ofan við Biskupstungur.—
N. dagbl. 30. apríl.
* * *
Kantötukór Akureyrar
söng í fyrradag kl. 2 síd. í “Gamla
Bíó” fyrir troðfullu húsi í 5. sinn
á sex dögum. Var hrifning áheyr-
KJARTAN INGIMUNDUR
JOHNSON, M.D.
Hann er fæddur i Grunnavatns-
bygð 14. okt. 1910. Foreldrar Einar
og Oddfríður Johnson. Kjartan
ólst upp og gekk á barnaskóla á
Lundar. Útskrifaðist þaðan úr mið-
skóla 1928 og fluttist þá með for-
eldrum sínum til Winnipeg þar sem
þau hafa búið hjá Stefáni syni sín-
um síðan. Kjartan innritaðist við
háskólann 1929; útskrifaðist sem
læknir 1937. Á tvo bræður, Stefán
E. og Bergthor Emil. Er Kjartan
ráðinn við almenna spítalann til eins
árs, en hygst að leggja fyrir sig sér-
fræði i barnasjúkdómum eftir það.
enda engu minni en fyrsta kvöldið,
og hefði orðið að tvítaka viðfangs-
efnin hvert af öðru, ef söngstjór-
inn hefði ekki tilkynt að það væri
ekki mögulegt, af því að hljómsveit-
in væri tímabundin. Þó lintu menn
ekki látum við Gunnar Pálsson og
Hrein Pálsson, unz þeir höfðu end-
urtekið einsöngslögin.
Að loknum hljómleikunum stóðu
áheyrendur lengi og klöppuðu og
hrópuðu á söngstjórann, en þegar
hann kom fram á- stjórnpallinn,
kvaddi Sigfús Halldórs frá Höfn-
um sér hljóðs, og inælti þessum orð-
um:
Björgvin Guðmundsson!
Fyrir tuttugu og sex árum fórstu
heiman úr sveitinni þinni, vestur um
haf, fátækur og umkomulaus, til
þess að leita þar þess 'færis, sem þú
sást ekki hér heiimn til þess að þjóna
köllun þinni með mætti þínum og
megni, sem þú trúðir á ekki síður
en köllunina.
Tuttugu árum síðar snerir þú aft-
ur heimleiðis, fátækur eijn að fé, en
ekki lengur umkomulaus, því að nú
stóðu að baki þér góðvild og virð-
ing þriðja hluta allra íslendinga, sem
lífs eru á þessari jörð. Rúmu ári
síðar fögnuðum við, sem þá vorum
á Akureyri, þessu tónverki þínu,
eins og því hefir nú verið fagnað
hér. Eftir þann sigur hefði ef til
vill imátt ætla að fullnægt væri þeirri
heimþrá, sem öll tuttugu árin, sem
þú varst utan, hafði verið einn
meginþáttur lífs þíns, þrátt fyrir
hlýhug þinn og þakklæti í garð
Vestur-lslendinga og landsins mikla,
sem i félagi veittu þær færið, sem
þú leitaðir. Þó var í raun og veru
ÚLAFVR ^I’erVRSSON.
M.Sc.
Ólafur lauk Master of Science
prófi við Manitoba háskólann í vor.
Hann er sonur Dr. Rögnvaldar Pét-
urssonar og frú Hólmfríðar Pét-
ursson.
ekki nema hálfnað haf fyrir tilfinn-
ingum þínum, að þær gætu talið þig
alkominn heim, því að ekkert land er
til fullnustu unnið fyr en unninn er
höfuðstaðurinn. En viðtökurnar,
sem borgarbúar hér hafa veitt þér
og flokki þínum í söngsalnuim og
annarsstaðar, hljóta að reka þig úr
skugga um það, að nú ertu sannar-
lega kominn heim.—N. dagbl. 30.
sept.
# # #
Framhoð
Sjálfstæðisflokkurinn hefir lýst
yfir þessum framboðum til viðbótar
við þau, sem áður hefir verið skýrt
frá:
I Rangárvallasýslu: Jón Ólafsson
bankastjóri, Pétur Magnússon
bankastjóri.
í Gullbringu- og Kjósarsýslu:
Ólafur Thors.
í Snæfellsnessýslu: Thor Thors.
í Austur-Húnavatnssýslu: Jón
Pálmason bóndi.
f -
í Norður-Múlasýslu: Árni Jóns-
son frá Múla og Sveinn Jónsson,
Egilsstöðum.
í Vestur-Skaftafellssýslu: Gísli
Sveinsson sýslumaður.
Jafnaðarmenn hafa lýst yfir þeSs-
um framboðuimi: ‘
I Austur-Húnavatnssýslu: Jón
SigurðssOn, erindreki.
I Eyjaf jarðarsýslu: Erlendur
Þorsteinsson, skrifstofustjóri síldar-
útvegsnefndar og Barði Guðmunds-
son, þjóðskjalavörður.
í Gullbringu- og Kjósarsýslu:
Sigfús Sigurhjartarson. kennari.
I Vestmannaeyjum: Páll Þor-
bjarnarson kaupfélagsstjóri.
í Borgarfjarðarsýslu: Guðjón B.
Baldvinsson, bóndi.
í Arnessýslu: Ingimar Jónsson
skólastjóri og Jón Guðlaugsson bif-
reiðarstjóri.
—N. dagbl. 5. maí.
VIÐSJAR i EVRÖPU
Flugher stjórnarinnar á Spáni
varpaði sprengjum á þýzka herskip-
ið "Deutchland,” þar sem það lá í
höfn, og orsakaði með því dauða 24
manna, auk þess sem 69 særðust
meira og minna. Vegna þessa at-
burðar varð stjórn Þjóðverja óð
og uppvæg, og sendi herskip til
Almeria hafnarbæjarins og lét skjóta
niður öll varnarvirki. Horfur um
frið eru taldar næsta tvísýnar, þó
vera ntegi að fram úr ráðist á betra
veg. Bretar og Frakkar telja lík-
legt að komast megi að samningum
við Þjóðverja, er fyrirbyggi heims-
stríð, en vantreysta Mussolini; láta
óljósar símfregnir þess getið, að
hann sé reiðubúinn til þess að senda
óvígan her til Spánar til liðs við
árásarfylkingar Francos.
EINAR ARNASON, B.Sc.
Hann er sonur þeirra séra Guð-
mundar Arnasonar og frúar hans
að Lundar, og lauk í vor prófi í raf-
fræði við Manitoba-háskólann.