Lögberg - 03.06.1937, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.06.1937, Blaðsíða 4
M LÖíJBEBG. FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ, 1937 Ílögbetrg Gefið út hvern fimtudag af T H E COLUMBIA P RE 8 8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. TerO $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Mr. Baldwin dregur sig í hlé Það hafði legið í lofti um nokkurt skeið. að Stanley Baldwin myndi láta af ráðuneytis- forustu á Bretlandi, skömmu eftir að krýn- ingu núverandi Bretakonungs yrði lokið; þetta er nú komið á daginn; hann stýrði hin- um síðasta ráðgjafafundi sínum á fimtudag- inn var. Mr. Baldwin hefir þrisvar sinnum haft stjórnarfomstuna á hendi; tók fyrst við henni árið 1926, er verkfallið mikla stóð yfir. Ekki sigldi hann ávalt sléttan sjó, fremur en títt var um samtíðarmenn hans á sviði stjórn- málanna. Ólíklegt er það, að Mr. Baldwin verði nokkru sinni sakaður um flasráð; hann fór aldrei óðslega að neinu, og bjó jafnaðar- legast yfir ýmsum þeim hyggindum, sem í hag koma; hann hefir notið trausts þjóðar sinnar flestum stjórnarformönnum hennar fremur, og hefir hann þó aldrei komist í nám- unda við ýmsa þeirra að mælsku, né þeim öðrum hæfileiknm, er valda skjótri hrifningu. Brezka þjóðin er fastheldin við fornar venj- ur; það er Stanley Baldwin líka, og þessyegna var ekkert, eðlilegra en það, að alt félli í ljúfa löð um samvinnuna. Stanley Baldwin stendur nú rétt á sjö- tugu; hann hefir verið auðugur að fé alla æfi; erfði eftir föður sinn Baldwin-stjálverksmiðj- urnar miklu, auk þess sem hann gaf sig jafn- an við umsvifamikilli búsýslu; einkum svína- rækt. Þegar Mr. Baldwin fyrst náði kosningu til þings, var hann fjörutíu og eins árs að aldri; síðan hefir hann ávalt átt sæti á þingi og aldrei tapað kosningu; var faðir hans lengi þingmaður fyrir sama kjördæmið. Nú tekur Mr. Baldwin við jarlstign og hlýtur sæti í lávarðastofu brezka þingsins. Samtímis Mr. Baldwin víkur Mr. Ramsay MacDonald jafnframt úr ráðuneytinu, og sezt, að því er símfregnir herma, í helgan stein; honum var einnig boðin jarlstign; liann hafnaði því boði, og bar því við, að hann teldi það ekki æskilegt fyrir son sinn, Malcolm, sem nú hefir með höndum ráðgjafaembætti sjálfstjórnarþjóðanna brezku, að hann að sér látnum, yrði til þess knúður að taka sæti í lávarðastofunni. Neville Chamberlain, sá er um nokkurt skeið hafði-á hendi fjármálaráðgjafa embætt- ið, hefir tekið við ráðuneytisforustu af Mr. Baldwin. Hann er sextíu og átta ára gamall, kominn af höfðingjaætt í marga liðu. Góðs viti Þeim til ofurlítillar hjartastyrkingar og ef til vill hugsanlegrar sálubótar, er bitið hafa sig inn í þá kórvillu, að hér með oss sé alt komið á heljarþrömina viðvíkjandi ís- lenzkri tungu og íslenzkum þjóðræknismál- um, þykir hlýða að athygli sé leidd að nýaf- stöðnu æskulýðsþingi lúterska kirkjufélags- ins, sem háð var fyrir nokk'rum dögum í Argylebygðinni. Mannamót þetta var prýði- lega sótt, og ber þeim, er viðstaddir voru saman um, að það hafi verið í alla staði hið virðulegasta. Fundarstörf fóru fram jöfn- um höndum á ensku og íslenzku. Á öðrum stað hér í blaðinu, eru birt tvö erindi, sem glæsileg ungmenni frá Árborg, þau Mr. Thor Fjeldsted og Miss Maria Bjarnason, fluttu á íslenzku á móti þessu; era bæði erindin talandi vottur þess hvers íslenzk æska vestan hafs megnar, sé ekki hræddur úr henni kjarkurinn. Skynsamlegra og lík- legra til þrifa virðist óneitanlega það, að tala kjark í æskuna fremur en það gagnstæða. Alvarleg mistök Fyrir nokkrum dögum fluttu dagblöðin hér í borginni fregnir af atburði, sem vakið hefir alvarlega athygli manna á meðal og það ekki að ófyrirsynju. 1 öndverðum aprílmán- uði síðastliðnum, létu stjórnarvöld þau, er innflutningsmálin hafa með höndum, taka fastan Pólverja nokkurn, og ákváðu að gera hann landrækan, eða með öðrum orðum, að senda hann heim til Póllands. Maður þessi á konu og fjögur börn; örðugt liafði honum veizt, eins og reyndar fleirum, að komast að fastri atvinnu, þó víst sé að hann tæki hverri þeirri vinnu, er bauðst; lítilsháttar styrks af hálfu þess opinbera varð þessi fjölskyldufað- ir að leita annað veifið; en þegar hann var tekinn fastur var hann kominn að vinnu, sem líklegt þótti að til frambúðar yrði talin. Vinir þessa gests canadisku þjóðarinnar hlutuðust til um það, að mál hans yrði rann- sakað eða tekið til yfirvegunar í konungsrétti. Manitobafylkis. Nú hefir sá réttur kveðið upp þann úrskurð, að maður þessi hafi ólög- lega verið hneptur í varðhald, og skyldi hann þar af leiðandi látinn laus. Mistök þau af hálfu innflutningsvald- anna, er hér virðast auðsæilega hafa átt sér stað, mega undir engum kringumstæðum end- urtaka sig. Úrskurður kveðinn upp Flestum stendur það vafalaust í fersku minni, liverja útreið hin og þessi löggjafar- nýmæli Rocsevelts forseta fengu af hálfu hæztaréttar Bandaríkja þjóðarinnar, síðustu tvö eða þrjú árin, þar sem alt átti að vera í ósamræmi við stjórnarskrána. Nú hefir hæztiréttur samt sem áður alveg nýverið, kveðið upp úrskurð um það, að hinn nýi og víðfeðmi lagabálkur Roosevelts og Demo- krata um samfélagslegt öryggi Bandaríkja- þjóðarinnar, Social Security Act, sé í öllum megin atriðum bygður á stjómskipulegum grundvelli, og þessvegna sé ekkert því til fyr- irstöðu, að lögunum verði hrundið í fram- kvæmd. Samkvæmt fyrirmælum þessara laga, er stjórninni heimilað að gefa út fimtíu biljónir dala' af ríkisskuldabréfum, er skoðast skuli sem hyrningarsteinn að samfélagslegum öryggissjóði. Þingfréttir Annað ársþing ungmennasambands Ilins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi kom saman í Argylebygðinni dagana 22.-24. maí, 1937. Hófst það með kveldverði í samkomuhúsinu á Brú. Settust þar að máltíðinni eitthvað tuttugu og fimm erindrekar frá Winnipeg, Selkirk, Árborg, Upham, Akra og Argyle og eitthvað sjötíu og fimm gestir. Bauð séra Egill H. Fáfnis og Haraldur Björnsson, forseti ungmenna- félagsins á Brú, gestina velkomna. Ásgeir Bardal, forseti sambandsins, tók og til máls. Þar á eftir var stiginn dans til miðnættis og kyntust gestirnir hver öðrum. Sunnudaginn var messað í öllum kirkj- unum. Töluðu þar ungmenni. Á Baldur ungfrú Ingibjörg Bjarnason frá Winnipeg og Þór Fjeldsted frá Árborg, á Grund, ungfrú Vera Johannsson frá Winnipeg og Eggert Erlendson frá Hensel, á Brú ungfrú María Bjarnason frá Árborg og Jón Nordal frá Brú og í Glenboro ungfrúrnar Josephine Olafson frá Árborg og Bernice Baldwin frá Winnipeg. Fyrsti þingfundur hófst í kirkju Baldur- safnaðar eftir hádegi á sunnudaginn. Flutti séra Bgill Fáfnis erindi er hánn kallaði “Christ Calls Youth,’> og vakti það fjörugar umræður er héldust í hartnær tvo tíma. Tóku þar mörg ungmenni til máls, og var þetta hin ánægjulegasta stund. Þá óku erindrekar og gestir til Grund, þar sem ungmennafélögin á Baldur og Grund framreiddu kvöldverð. Sunnudagskvöldið var samkoma í Grund- ar kárkju. Skemtiskrá var f jölbreytt, söngur og ræður. Töluðu þar Norton Anderson frá Selkirk og Eyvi Anderson frá Baldur og mæltist vel. Þingfundur hófst aftur mánudagsmorg- uninn í kirkju Glenborosafnaðar. Helztu mál á dagskrá þingsins voru þessi: Breyting- ar á grundvallarlögunum, útgáfa blaðs, sam- tök meðal félaga, afstaða þingsins til ýmsra mála og kosning embættismanna. Afréð þingið að ráðast í það að gefa út blað og var nefnd skipuð í það mál: Norma Anderson, Una Hillman, Thos. E. Oleson, Bernice Bald- win, Norton Amderson, María Bjarnason. Urðu talsverðar umræður um samvinnu fé- laga. Séra Egill Fáfnis vakti máls á að æski- legt væri að koma á stofn “retreat” þar sem ungmenni gætu komið saman og rætt andleg mál, o. s. frv. Einnig talaði hann máli “.Pocket Testament League” og taldi æski- legt að sem flestir gengi í þann félagsskap. Því miður var tíminn svo naumur að ekki var hægt að gera þessum mál- ura þau skil er átt hefði að vera. Þinghlé varð kl. tólf og bauð ung- mennafélag Glenboro-safnaðar öll- um erindrekum og gestum til mið- dagsverðar. Á þingfundi eftir há- degið fór fram kosning embættis- manna. í gömlu framkvæmdar- nefndinni voru forseti, Ásgeir Bar- dal; vara-forseti, Haraldur Sigmar; skrifari Tryggvi Oleson; vara-skrif- ari, Snjólaug Sigurdson; féhirðir Jón Sigurðsson ; Heimir Thorgríms- son, Eyvi Anderson, Byerg Benson, Steini Herman og Vera Johannson. Þessi voru kosin á þessu þingi: Forseti, Vera Jo*hannsson; vara- forseti, Eggert Erlendsson; skrifari Tryggvi Oleson; vara-skrifari Giss- ur Eliasson; féhirðir, Jón Hjalmar- son; vara-fóhirðir, Josephine John- son ; Norton Anderson, Eyvi Ander- son, Ásgeir Bardal, Jósephine Olaf- son, Bergthora Einarsson. Árnaðaróskir bárust þinginu frá tveimur prestum, séra Sigurði Ól- afssyni og séra Haralcíi Sigmar. T. O. Erindi flutt þ. 23. maí á þingi Ung- mennasambands hins lúterska kirkjufélags, af Maríu Bjarnason Eg vil byrja mál mitt með einu litlu versi úr barnabæn eftir Matt- hías Jochumsson: “Ó, faðir gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, unz alt það pund er Guð mér gaf eg gdf sem bróður arf.” Mér finst þetta vers eiga svo vel við unglingafélagsskapinn okkar, því er það ekki markmiðið, sem við stefnuim að, að læra að vinna sam- an, að styðja þá sem veikari eru fyrir; vera góðir og nýtir borgarar, sem getum tekið við þeim lífsstörf- um, sem okkur eru ætluð, og vera stoð og “styrkur stafur” vina okkar, sem eru búnir að þola erfiði lífsins í öll þessi ár, sem við höfum verið að vaxa upp. Lífið er æfintýri og það er hlut- verk okkar unglinganna að gjöra það að skemtilegu og fallegu ælfíntýri í vinnu og leik — sem okkur yngra fólk tekur svo við, þegar við eld- umst. Þegar fljótt er á litið, þá finst okkur ekki vera svo mikið verkefni fyrirliggjandi, en við nánari athug- un þá finnum við að það er bæði mikið og á mörgum sviðum sem unglingarnir geta komið fram til góðs. Eg las nýlega bók eftir Stanley High, “Todays Youth and Tomor- rows World,” og segir hann á meðal annars frá ungum mönnum og kon- um, sem hafa fundið svo mikilvæg verkefni í lí'finu, en á sama tíma svo æfintýrarík. Eg leyfi mér að nefna tvö ung- menni, er hann segir frá: Amy Louise Fisher varð hjúkr- unarkona, en henni fanst ekki að vanaleg hjúkrunarstörf vera nógu æfintýrarík, svo hún fór út úr bæj- arlífinu til fjallanna í North Caro- lina og nú er hún stöðugt á ferðinni á milli fátækra og þuúfandi frá Dutch Creek og Bailey’s Camp, til Clarks Creek og Valle Crucis. Hún stundar börn í taugaveiki, þau sem þarfnast innsprautinga og þau sem eru vanþroska, og alt af er hún ein á ferð í hvaða veðri og færð sem er. Svo er Max Gentry. Hann var fótbolta-leikari á háskólanum. Eftir stríðið mikla fanst honum að læknis- starfið gæti verið æfintýraríkara, svo hann tók sig upp og fór til Chungking, bæjar er 1200 mílur upp með Yangtze-fljótinu, 500 mílur frá næstu járnbraut og jafn langt frá öllum þægindum, en með um 800,000 íbúa. En þar skortir ekki æfintýr- in. Litli spítalinn ’hans, meðala- kistan og uppskurðar verkfaérin hans hafa opnað honum hurð að æfintýrum fleiri en einn maður kemst yfir. En þetta er nú kannske heldur langt farið til að sækja dæmin. Við skulum koma nær heimahögum. Við getum ekki öll orðið að hjúkr- unarkonum eða læknum og farið langt í burt til að leita æfintýra og gæfu, en við getum, ef við bara setj- um okkur það, fundið nóg æfintýri i hvaða verki sem við höfum á hendi. Skólakennarinn fær unga byrj- endur, kennir þeim að stafa og skrifa, og dag frá degi sér hann hve börnin þroskast undir umsjón hans. Er það ekki æfintýri? Garðyrkjumaðurinn sáir á vorin, vatnar og heldur illgresinu úr garð- inum, og i lok júní fara blómin að springa út. Er það ekki æfin- týri ? Og svona væri hægt að telja upp margt og margt ef tíminn leyfði. Eg vil hafa fyrir ykkur annað vers, sem mér finst eiga vel við, æfintýri lífsins. “Ó, faðir gjör mig ljúflings lag, sem lífgar hug og sál, og vekur sól og sumardag en svæfir storm og bál. Fólk, sem vinnur á opinberum stöðum, sem mætir daglega fjölda fólks, tekur eftir því hve misjafn- lega liggur á hverjum einstakling, og hvað eitt lítið bros getur brætt mik- inn is og kulda úr viðmóti þess, sem brosað er til, og er það ekki marg- falt léttara að brosa heldur en að vera þungbúinn? Jú, vist er það; og imér finst það vera partur af æf- intýrinu í hvert sinn og einhver bros- ir á móti mér sem hcfir komið inn þungbúinn. Bros er eitt af því dýrmætasta, sem við eigum til, en samt er það eign, sem hægt er að brúka daginn út og daginn inn, ár eftir ár, og aldrei gengur til þurðar. Eftir því sem við eldumst skilj- um við betur sannleika þessara orða: “Vekur sól og sumardag en svæfir storm og bál.” Þegar stonrn- ur er í sál, þegar okkur finst alt gtuxga ö f ugt, gef ur e i t tjb ro ?|b r eyt t þv í öllu og mint á sól og sumar. Ó, faðir gjör mig sigursálm eitt signað trúarlag, er afli blæs í brotinn hálm, o^ breytir nótt í dag.” Unglinga félagsskapurinn okkar er í upphafi stofnaður i sönnum kristilegum anda, og er helgaðnr þvi að kenna unglingunum að vinna saman i bróðurhug, láta sem mest gott af sér leiða, og það er á svo margan hátt sem við getum gert lí'fið bjartara — verið nokkurs konar sigursálmur, og látið ljós skína út frá okkur eins og vitar, til að breyta nótt í dag. En trúin er aflgjafinn, sem hjálpar okkur til þess alls, og án kristilegs anda, ná ekki ungmennafélög sínum rétta til- gangi. Þótt við eigum stundum við erf- iðleika að stríða á ferð okkar í gegn- um lífið, þá er það bara til að gjöra æfintýrið skemtilegra, eins og eitt okkar góða, íslenzka skáld segir: Hvar á dygðin helzt sín laun? Hún á þau í hverri raun. Iðka dygð, þá áttu víst, ólán hvert í blessun snýst. Mjótt er mundangs- hófið 25. maí, 1937, var safnaðarfund- ur haldinn í Selkirk, sem sótt munu hafa nálægt 100 manns, fleiri þó konur en menn. Efnið sam fyrir fundinum lá var að sóknarprestur- inn séra Theodore Sigurðsson til- kynti söfnuðinum að embættistíma sínum hér yrði lokið 30. júní n.k. Þá las prestur nokkurn kafla úr bréfi Páls þar sem postulinn talar kröftuglegast um gildi kærleikans og svo bæn á eftir. Forseti las uppsagnarbréfið og við það var ekkert að áthuga. Trausti ísfeld flutti þarna einarðlega ræðu og bar mál sitt skörulega fram; þar andaði hálfgerðum kulda til séra Carls Olsonar, en þó fremur til vina hans, sem meta hann að verðleik- uím. Einn fundarmanna kvaðst álíta þetta hirtingarræðu og ekki með öllti vansalaust, þessvegna leyfi eg mér að koma fram með fáeinar athuga- semdir. Kveðjusamsætið, sem séra Carli var haldið 26. apríl og ræðumaður fór ekki mjúkum orðum um, var undirbúið af hreinum og einlæguim ásetningi fyrir vel unnið starf séra Carls um undanfarna átta mánuði. Menn og konur luku alment lofsorði á embættisfærslu hans, án efa vegna þess að hann átti það ifyllilega skil- ið. Hann fór margoft í vetur gang- andi milli heimilanna, og engu siður til þeirra veiku og fátæku en hinna, hvort sem þeir sóttu kirkjuna eða ekki, og sýndi alstaðar það sama, hreint og ljúfmannlegt viðmót. Þetta er ekkert oflof og verður aldrei frá honum tekið. Ræðumaður benti á það, að ekki hefði mprgum verið boðið að taka þátt í samsætinu, heldur gengið fram hjá heimilunum. Það er rétt, að i samsætinu voru ekki yfir 50 menn og konur, en ekki komu þó allir sem boðnir voru; það er sagt að orsakir liggi til als, og því neitar- enginn, að svo sé. Á sumardaginn fyrsta var fjöl- menn samkoma hér og þar talaði séra Carl nokkur orð um það mál- efni sem er sannleikanum samkvæmt og sæmandi hyerjum heiðvirðum manni að tala um og ekki annað en það, sem skeð hðfir og skeður enn þann dag í dag og skeður á allri ó* kominni tíð, að maður festi sér konu. En á hina hliðina er við- kvæmnin stundum svo veik og hvik eins og skarið og leiðir menn út í gönur, misskilning og öfgar, en rennur svo í sína réttu farvegi þeg- ar frá liður. Reynslan er fyrlr löngu búin að sanna þetta, og allir sem nenna að hugsa og athuga skilja það. Eg ætlast til að þessar fáu línur verði ekki þess valdandi að særa til- finningar nokkurs manns eða konu ; en því imótmæli eg að fram hjá nokkru heimili hafi verið gengið af óvildarhug, til að taka ekki þátt í samkvæminu, sem að framan er nefnt og það er eins satt að seglum verður að haga eftir vindi, því veðr- ið er jalfnan reikult ekki síður en athafnir okkar mannanna. Selkirk 27. maí, 1937. Sveinn A. Sknftfrld. Sutnsstaðar í Englandi er það sið- ur að kasta gjöfum og peningum ofan í gröf hins látna við jarðar- förina. Eitt sinn var verið að grafa mann og voru margir Englendingar við jarðarförina og köstuðu peningum í gröfina. Þar var og staddur Skoti nokkur. Vildi hann ekki vera minni en aðrir, skrifaði ávisun upp á 20,000 pund, sem hljóðaði á nafn hins látna og fleygði henni í gröfina. Baðmullin kemur til liðs K.ONA, sem hefir glögt auga fyrir fallegum klæðnaði, en verður jafnframt að hafa hlið- sjón af takmörkuðum peninga- ráðum, getur auðveldlega ver- ið hugdjörf í ár. Vegna þess að baðntullin — tvímælalaust, ódýr baðmull—er nú í hæztu tizku hverja klukkustund dags- ins eða á kveldin, og þegar þér veljið bómullarföt, þá eruð þér að velja yður fallegasta efnið í allar tegundir íata og þeim tilheyrandi. Og þetta er aðeins ein af hin- um mörgu tízkutegundum, sem veita konum þess kost að ganga vel til fara, án þess að ganga nærri sér peningalega. í dag, nægir góður smekkur í viðþót við dálítið af nákvæmri fyrir- hyggju, til þess að vera eins vel til fara og þér æskið. Ef til vill get eg orðið yður til aðstoðar við val sumarfatn- aðarins, sem þér eruð að hugsa um. Sendið mér línu (að sjálf- sögðu með nákvæmri lýsingu á útliti yðar!) — og mun eg fús- lega svara öllum fyrirspurnum og bera fram uppástungur. —Eg er hér vegna þess. EATON’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.