Lögberg - 03.06.1937, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.06.1937, Blaðsíða 3
LföGrBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚNl, 1937 3 getur gengið, þegar að hún hefir ekkert annað til að styðjast við en úfirlæti og reikningteskap einstak- lings hugvitsins. Þessi íslenzki kennimaður, sem verið hefir prest- ur þjóðkirkjunnar til skamms tíma, er reiðubúinn til að sópa i burtu dygðum forfeðranna, þar á meðal trúhneigðinni, leyndardómum trúar- bragðanna — í stuttu máli, flestu þvi, sem þjóð hans hefir verið kært og heilagt, án þess að hafa meiri hugmynd um hvert að það leiddi þjóðina eða hvað ætti að koma i staðinn, en hvaðan að laans eigin meðvitund er runnin, eða hvert að hún fer. Eg gæti haldið áfram ná- lega út í það óendanlega að benda á breytingarnar, sem hinn nýi timi hefir flutt irneð sér, en í sambandi við hina breyttu andlegu aðstöðu vora ætla.eg að benda á tvær lífs- skoðanir áður en eg hverf 'frá þeirri hlið málsins og biðja menn að at- huga þær í ró og næði hvor þeirra að þeir haldi að hafi heillavænlegri áhrif á mannlífið yfir höfuð; hvor þeirra sé fegurri eða feli í sér full- komnari þroskaskilyrði. Önnur þeirra er tekin úr kvæðinu “Skil- málarnir, eftir skáldið listræna Þorsteinn Erlingsson og hljóðar þannig: “Ef þér ei ægir æfra djöfla upp- hlaup að sjá, og .hverri tign að velli velt, sem veröldin á, og höggna sundur hverj stoð, sem himnana ber; þá skal eg syngja sönginn minn og sitja hjá þér.” Hin er tekin úr Pílagrímarnir í Rínardalnum éftir Sir Bulwer Eytton. Trevylyan er á ferð sér til afþreyingar; hann mætir fagurri og yndislegri mey, sem ásam.t föður sínum er einnig á ferð í Rínardaln- um sér til heilsubótar. Stúlkan, sem Geirþrúður heitir, var tæringarveik, en þrátt fyrir það heldu þau Geir- þrúður og Trevylylan hugi saman, trúlofuðust og unnust heitt. En hviti dauðinn leit með köldu miskunnar- leysi á æskuvonir þeirra og hreif hana úr örmum elskhugans og það er lýsing þess skilnaðar, sem eg bið yð- ur að hafa hugfasta hins vegar. Hún er sett fram í fáum orðum og hljóð- ar svo: “Umvafin örmuim kærleikans varpaði sakleysismeðvitund hennar og himnaríkis fullvissan ljósi og yl á síðustu augnablikin.” Eg hefi orðið nokkuð langorður um hina breyttu aðstöðu manna í líf- inu, frá því sem áður var, og er það eðlilegt, því hún er aðal viðfangs- efnið, sem framundan liggur — aðal meinið, sem að oss sverfur. Það er lum, sem svift hefir miljónir manna atvinnu, dregið fólkið saman í þétt- skipaðar og þröngbýlar borgir, svift það sjálfræði og sjáífstæði, fylt það kvíða og óvissu fyrir afkomu og lífs- möguleikum komandi ára og sett allar tilraunir mannanna í það öng- þveiti sem þeir hafa aldrei orðið áð- ur að mæta. Það er því sízt að furða þó að menn leiti fyrir sér, þó að menn berist með Ihinum ýmsu hugar- og tilraunastraumum, sem ætíð eru einkenni kringumstæðna og aðstöðu slíkrar, sem nú umkringir menn, en spursmálið er hvort að úr- lausnina sé að finna í breyttum stjórnmálastefnum eða nokkrum ytri tilraunum manna — hvort hún er ekki róttækari og vandfundnari en allar slíkar yfirborðsstefnu breytingar geta verið. Eins og bent hefir verið á, þá htífir athafnalíf vort alt að undanförnu miðaðað þvi, að gjöra mennina að verkfæri í höndum framleiðsluvísindanna— ó- sjálfstæð, ósjálfbjarga og úrræða- laus verkfæri. Mennina sem þó eftir hlutarins eðli eiga að vera og hljóta að vera aðalatriðið. Ef þeirri stefnu er haldið áfram, þá liggur ekkert annað framundan en algjört manndómsrán og glötun. Það verður að hefja manninn und- an þrældómsoki þvi, sem á hann er búið að leggja og reisa hann upp í hefðarveldi það, sem honum ber sem skyni gæddri veru. Fyrri en það er gjört komumst við aldrei út úr ó- göngum þeim og erfiðleikum, sem umkringja oss, né heldur getum við mennirnir átt von á, að ná því þroskastigi, sem oss er ætlað af skaparanum. En hvernig má þetta verða? Það má verða á þann hátt, að gjöra mennina sjálfa að æðsta og háleit- asta viðfangsefni vísindanna. Þeir hafa orðið aftur úr i kapphlaupinu um framleiðsluaukning, vélavísindi, auðsákefð og sællifissvakk, en þeir verða ekki aðeins að standa vinnu- vísindunum jafnframt, heldur fram- ar. Það verður að taka hreinustu og björtustu vísindaljósin sem til eru og snúa þeim >frá iðnaðarfyrir- tækjunum, en að mönnunum með oðrum orðum læra að þekkja nienn- ina, þarfir þeirra og þroskamögu- leika. Mönnum finst ef til vill að ó- þarft sé að tala um þekkingarleysi á mönnum vegna þess að hinum eða þessum finst að hann þekki svo eða svo marga út í yztu æsar. En það er öðru nær en svo sé. Að vísu hef- ir læknisfræðin kent mönnum mikið um likama mannsins, bygging hans, áhrif þau, sem hann verður fyrir undir mismunandi kringumstæðum, hreysti hans og hrörnun, o. s. frv., en um sálarlif mannanna vita lækn- arnir og allir aðrir sára lítið enn sem komið er, þroskun þess og undir hvaða kringumstæðum að það nýtur sín bezt. Hinar veiku hliðar þess og hvernig þær verða styrktar. Sam- ræmi sálarinnar við líkamann, eða þroskaskilyrði sálar og líkama í sameiningu. í fáum orðum: menn vita ekki hvernig á að fara að vernda heilbrigða sál í hraustum líkama — ala upp heilsteyptar konur og menn. Það verður máske aldrei á valdi manna að ná því takmarki, en mikið má gera til að kynna sér það jafn- vægi, ef menn ganga að því með öðrum eins krafti og þeir hafa geng- ið að vélaframleiðslunni, og þegar þeir eru komnir eins langt á leið með þekking sína á mannlegu inn- ræti, eðli og þroskaskilyrðum og þeir eru nú á liinu verklega, þá er að sníða hin ytri kjör þannig, að mennirnir geti notið hæfileika sinna og lífsfegurðar í sem ríkustum mæli, hvað sem liver segir og hvað sem það kostar. Tveir Skotar voru saman á bað- staðnum og lentu í deilu um það, hvor þeirra gætu verið lengur í kafi. Þeir veðjuðu sínum shillingnum hvor og fengu haðverðinum pen- ingana. Erfingjarnir kröfðust peninganna. HUDSON'S BAY This advemsemeni is not mserted by Government Llquor Control Commfsslon The Commfssion ls not responuit le for s4atements made as to quality of products advertlscd Frá Edmonton (24. maí, 1937) Herra ritstjóri Eögbergs:— Tíðarfarið hefir verið hið ákjós- anlegasta, það sem af er sumrinu. Nægileg votviðri til þess að allur jarðargróður er hinn blómlegasti, Vöxtur á ökrum bænda er um tvær til þrjár vikur á undan þvi sem vanalegt er, á þessiun tima árs. Hingað kom til borgarinnar Mrs. Margaret McKeon, R.N., frá Miss- oula, Montana, til að 'heimsækja móður sina, sem hér býr, Mrs. I. Johnson og fleira skyldfólk sitt, sem hér á heima. Sagði Mrs. McKeon að það hefði vakið eftirtekt sina á leiðinni hingað, hvað hér hefði ver- ið allur jarðargróður grænni og lengra á veg kominn en í Missoula, er hún lagði þaðan af stað. • Mrs. J. T. Jóhannson, setn hefir verið veik á sjúkrahúsi um nokkurt skeið, er nú á góðum batavegi, og búist við að hún komi heim aftur þessa dagana". Eins og ákvarðað hafði verið þá hélt íslenzki klúbburínn hér sumar- málasamkomu á sumardaginn fyrsta, sem var mjög vel sótt. Til skemtunar var “Progressive Whist,” svo dans á dftir. Eíka var dregið um vandaða sessu, sem Mrs. A. V. H. Baldwin gaf félaginu. Hlaut Mrs. Baldwin fyrstu verðlaun á iðnaðarsýningunni í fyrra sumar fyrir þessa sessu. Það sem kom inn fyrir sessuna, um sex dollarar, var látið ganga í sjóð félagsins. Mrs. G. Gottfred hlaut happdráttinn. Fyrir dansinum spiluðu Mrs. Sandy McNaugJhton, Jack McNaughton og Óli Benediktsson; kaffi og veiting- ar eins og 'hver vildi, var borið fram eftir að hætt var að spila. Allir skemtu sér vel. Næsta samkoma klúbbsins verður “picnic” um 17. júni. Annan maí kom fólk saman, um tuttugu manns, í húsi Mr. John Johnsons, í tilefni af því, að þá varð Mr. Johnson 76 ára gamall. Var þessi heimsókn gjörð fyrirvaralaust. Svo hafði verið ákveðið að S. Guð- mundsson skyldi stýra þessu sam- sæti, og tók hann því fyrstur til máls. Ávarpaði hann aftnælisbarnið aldraðaimeð nokkrum orðum, árnaði honum til lukku og blessunar i fram- tíðinni. Næstur tók til máls sonur afmælisbarnsins O. T. Johnson, og eftir að hann hafði mælt nokkur viðeigandi orð til föður síns, þá las hann upp frumort kvæði til föður síns, og læt eg það fylgja þessuin bergi samtímis þessum línum. Þessir tóku einnig til máls, A. V. H. Baldwin, J. G. Hinrikson, S. Goodiman, S. Johnson. Allar þess- ar ræður báru vott um samúð og vinarþel sem þeir báru til afmælis- barnsins. Þegar allir höfðu tgkið til máls sem vildu, þá afhendi forsetinn Mr. Johnson göngustaf, með nokkr- um viðeigandi orðum, að gjöf frá þessum vinum hans, sem hér væru til staðar, í minningu um þessa heim- sókn. Var fangamark Mr. Johnsons greypt á silfurhring, sem var settur á stafinn. Gat ræðumaður þess, að þó þessi gjöf hefði ekki mikið verð- mæti, þá samt fylgdi henni velvild til hans og lukkuóskir frá öllum þeim, sem hér ættu 'hlut að máli. Þá stóð Mr. Johnson á fætur og þakk- aði öllum ifyrir komuna og gjöfina, setn sér væri sérlega kærkomin, und- ir þessum kringumstæðum. Margt fleira sagði ræðumaðurinn, þvi honum er liðugt um tungutak; okk- ar helzti ræðumaður hér. Svo þegar þessu var öllu lokið, þá báru kon- urnar fram kaffi og veitingar eins og hvern lysti. Eins og öllum er kunnugt hér um slóðir, þá var Mr. Johnson hinn mesti athafnamaður hér í Edmonton. Rak hann hér fasteignasölu um nokkur ár, bygði fjöldamörg hús, og tvö stórhýsi, Riverview Apts. og Hekla Block. Er Hekla Block vönduð “brick”- bygging og ein af beztu fjölskyldu "apartments” í borginni. Nú er Mr. Johnson hættur við alt það umstang og að mestu leyti seztur í helgan stein, og hvílir sig nú eftir langt og umsvifamikið dagsverk. Eg ætla ekki að skrifa neitt um stjórnmálin hér í þetta sinn. 7. júní verðitr íylkjsþingþð kallað saman áítur, og þá á þingnefnd sú sem kosin var að hafa til "Social Credit ! Act” til að leggja fyrir þingið. For- 1 seti þessarar nefndar er nú í London ' til að fá liðveizlu Major Douglas við ! að semja þetta frumvarp með nefnd- inni. Eftir því sem frést hefir frá ! Eondon, þá eru ekki líkur til þess að Major Douglas komi hingað, eu J hann nnáske sendi þeim einhvern annan i sinn stað, er helzt átlit íyrir nú. Ef ekkert frumvarp kemur frá ' þessari nefnd, þegar þingið kemur aftur saman 7. júní, þá verður eitt- hvað sögulegt að frétta. Hvort Mr. 1 Aberhart tekst að taka aftur upp á dagskrá þingsins þetta vanskapaða, pólitíska heilafóstur sitt, þegar ekk- ert annáð er fyrir hendi, er ekki óhugsanlegt. Annað sem getur kom- ið fyrir er það að Aberhart-stjórnin neyðist til að segja af sér og stofni til nýrra kosninga. Þetta kemur strax í ljós þegar þingað kemur saman. N. Guðmundson. Pabbi ^ (Sjötíu 0g sex ára) Hér á svinnan horfum rekk! Hetjur kvnnast frægar, seztir inn á sagnabekk sögur finnum nægar. Samanslegið efni úr æfi dregið þáttum. Bragi segir sögu trúr sönnum megindráttum: Fæddur krói koti í, kátur hló á beði, lífsmagn bjó í bóli því, blessun nóga léði. Seinna rann um heimahlað hnokkinn glannalega. Krota vann með bleki á blað; . bar sig mannalega! Fjalla í sala þökum þaut þýður, svalur straumur; \ æskubala óf í skraut inndæll smaladraumur. Ættarláði unna skal, anda dáð í stappar; pabbi þáði þrek í dal þar sem áðu kappar! Sigldi ’ann ungur út í lönd, öldur stungust háar; Islancls klungur-klettaströnd hvarf í bungu sjávar. Yínlands fámenn víðflæmi vildi sjá og kanna; “kom og sá og sigraði” sonur bláfjallanna. Bogna hætishót ei kann, hár þó ætíð grána. Ellin græti aldrei hann eða væti brána. 1. maí, 1937. O. T. Johnson. PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office'tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœíSingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viötalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusimi — 22 261 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson Viötalstfmi 3-5 e. h. 218 SHBRBURN ST. Sfmi 30 877 DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation hy Appointment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO BARRISTERS, SOLICITORS, ETC H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 9 4 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaöur Fyrir fslmdingat Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sími 94 742 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lílckistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fastei^nasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aö sér að ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL, 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarmnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Guests Fagnaðarmót að Lundar Stórkostlegur niannfögnuður fór fram að Lundar io. f. m. Söfnuð- ust þar bygðarbúar saman úr öllum áttuim í tilefni af þvi að Númi Hjálmarsson læknir og kona hans höfðu verið þar í tíu ár. Hefir hann reynst þar hinn ágætasti maður bæði sem læknir og drengur. Samsætið fór fram i lútersku kirkjunni en séra Guðmundur Áma- son stjórnaði því. ETn þetta veglega samkvæmi verð- ur sjálfsagt ritað ítarlega alf ein- hverjum heimamanni, en þetta er að- eins stutt frétt og fáorð. Auk forsetans töluðu þessir: Ágúst Magnússon sveitarskrifari, Kári Byron sveitaroddviti, Skúli Sigfússon fyrverandi þingmaður, Jón Halldórsson, Guðmundur Jóns- son frá Vogum, póstmeistarinn frá Oak Point, enskur maður, og Sig. Júl. Jóhannesson. Frú Olson flutti einkarfallega ræðu stílaða til konu Dr. Hjálmarssons og lét 'hún litla stúlku afhenda henni stóran og fagran blómavönd Ifyrir hönd allra kvenfélaga bygðarinnar. Frú G. Finnbogason frá Winni- peg söng tvo einsöngva, en hópur karlmanna söng alt kveldið á milli ræðanna. Vigfús Guttormsson stjómaði söngnum, en Dóra Gutt- ormsson var við hljóðfærið. Mörg bréf og heillaskeyti las fbr- setinn frá fjarverandi vinum og venzlafólki; þar á meðal alllangt og I hjartnæmt bréf frá foreldrum lækn- isins, Finnboga Hjálmarssyni og konu hans í Winnipegosis. Þeir Dr. Brandson og Dr. Thorláksson höfðu báðir sent bréf með fagurlega stíl- uðum heillaóskum; var það sérstak- lega gert að áherzluefni í bréfi Dr. Brandsons hversu mikið lán það væri bygðinni að hafa jafn sam vizkusaman lækni og Hjálmarsson væri. Skrautritað ávarp á ensku og ís- lenzku var heiðursgestunum afhent af forseta samkvæmisins, ásamt sjóði, sem safnað hafði verið. Þau læknishjónin þökkuðu fyrir hvort i sínu lagi. Sagði frú Hjálm- arsson, að þrátt Ifyrir það þótt hún fyndi að hún ætti það ekki alt skilið sem um sig hefði verið sagt, þá væri hún samt áreiðanlega eins stolt í kvöld og Englandsdrotning hefði verið krýningardaginn. Að þessu var gerður hinn bezti rómur. Mannfjöldinn var svo mikill við þetta tækifæri, að kirkjan var troð- full og fjöldi fólks utan dyra. Var hljóðberi settur upp til þess að þeir gætu einnig notið ræðanna, sem úti voru. Þegar skemtiskráin var enduð, var sezt að borðum í Goodtemplara- húsinu við rausnarlegar veitingar. Að því búnu var borðum svift og dans hafinn. Dr. Hjálmarsson er óvenjulega vel látinn maður í umdæmi sínu; enda sýndu bvgðarbúar það með ein- lægri hluttöku í þeún heiðri og þeirri viðurkenningu, sem þeir sýndu hon- um við þetta tækifæri. S. /. /.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.