Lögberg - 03.06.1937, Page 6

Lögberg - 03.06.1937, Page 6
6 LÖdBBBG, FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ, 1937 Þræll Arabahöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. Steinþrepin voru svo mjó, aS eigi gátu nema tveir menn í einu komist upp þau sam- liliða. Caverly þekti skapgerð þessara manna mjög vel. Hann vissi því, að væru þeir á ann- að borð komnir inn í turninn og hefðu þjapp- að sér þar saman svo þétt, að þeir gætu varla hreyft sig, þá myndu þeir ekki skjóta á hann, heldur blátt áfram þokast upp á við, þangað til þeir næðu í hann. Honum var því ljóst, að það myndi alls ekki verða byssukúla, sem endaði æfi hans. Þeir ætluð'u sér að taka hann liíandi, og einasta leiðin, sem þeir gátu kom- ist að honum, var þessi mjóa vindiltrappa. Hér vroru engir stigar til, er þeir ga)tu notað til þess að komast upp á turninn að utan og dytti þeim eitthvað í hug, svo að þeir gætu komist aftan að' honum, — jæja, því fyr væri öllu lokið. ÞaÖ var aðeins spuming um tíma. —Hann var ákveðinn í að verja sig í lengstu lög og selja líf sitt liæsta verÖi. Og ef enginn þeirra tæki það ráð að senda honum kúlu, þá skyldi það verða liátt, verðið, sem þeir þyrftu að gjalda! Caverly læddist út að brúninni á kringl- ótta þakinu og gægðist út jd'ir handriðið. Þaðan að ofan sá hann út yfir mannfjölda, sem við 511 önnur tækifæri hefði veriÖ skemt- un að virða fyrir sér, svo fjölbreytt var sú sjón, er fyrir augu hans bar. Það var eins og litskrúðugt haf af mislitum liöfuðdúkum, glampandi spjótsoddum, sem lýstu í sólskin- inu, og af blaktandi skikkjum og litklæðum, og haf þetta gekk í bylgjum, er mennirnir þutu fram og aftur með mesta óðagoti. Sólin var nú komin upp fyrir sjóndeild- arliringinn, og fuglamir vöknuðu í görðun- um. Kauðgullinn bjarmi flæddi upp yfir himininn, út yfir öldur og dældir eyðimerk- urflákanna og varpaði mildum roða á hina dapurlegu múra Gazimborgar. Allir hermennirnir þarna niðri voru gangandi. ASeins ein manneskja sat letilega á Ijósgráum úlfalda skamt frá turninum, svo nærri, að turnskugginn fell á hana og liuldi hana að nokkru leyti. Búningur þessarar manneskju \rakti eftirtekt Caverlys, og hann virti hana nánara fyrir sér. Það var grann- vaxinn kvenmaður í skrautlega marglitum búningi, og brá gullinni hunangslitaðri slikju á hann. Þetta var búningurinn, sem Nakhla hafði íklæðst til heiðurs honum, er hún kom á fund hans í hásætissalnum mikla og reyndi að tæla hann til að taka að sér höfðingjavald- ið í Mið-eyðimörkinni og þýðast ást hennar. Þetta alt hafði gerst fyrir fáeinum klukku- stundum, en Caverly virtist samt, að mánuðir og jafnvel ár væru liðin síðan. Hann virti hana alveg rólega fyrir sér. Hann kendi hvorki til kulda né reiði í hennar garð. Hún hafði á sinn liátt sýnt honum fulla hreinskilni. Hún hafði sett honum tvenna kosti, og hann haíði valiÖ. Það hafði ekki verið eftir hennar höfði, og var því ekk- ert um það að segja, þótt liún hefndi sín nú. Hún hafði látið andlitsslæÖuna falla á ný, og sat nú í sínum vana-stellingum, bæði leti- lega og yfirlætisl(‘ga í senn. Húu hélt sig utanvert við hávaðasaman hermannahópinn, og virtist enginn þeirra gefa henni hinn minsta gaum. Hún hafði sýniiega aðeins komið til þess að vera viðstödd síðustu leiks- lokin, er hún sjálf hafði valdið. Það var nærri því eins og hún fyndi ó- sjálfrátt til þess, að Caverly horfði á hana. Hún lyfti alt í einu höfðinu, og liann sá, að hún starði á hann gegnum hina þröngu rifu ofan við andlitsslæðuna. Hann svaraði augna- ráði hennar með sínu yfirlætislega brosi, en lirökk svo alt í einu við. Hann starði, eins og hann gæti ekki trúað sínum eigin augum. LTt á milli silkiklæðanna í hinum skraut- lega búningi Nökhlu kom í ljós smágerv brún hendi, og grannur vísifingur gerði bendingu, eins og til að kalla hann niður úr turninum. Og meðan liann stóð kyr og starði á fingur- inn, rétti fingurinn úr sér og benti gætilega ofan eftir strætinu í áttina til hinna opnu borgarhliða, svo beygði fingurinn sig aftur og pikkaði íbyggilega ofan í bakið á úlfald- anum. Caverly fanst allra snöggvast, eins og hjartað hoppaði upp í hálsinn á sér og lemd- ist þar um, svo honum lá við köfnun. Þessi leynilega bending, sem Nakhla hafði gefið honum, gat ekki haft nema eina merkingu. Það hlaut að vera meiningin, að hann ætti að bjarga sér og flýja á ljósgráa úlfaldanum þarna niðri. Á fljótum úlfalda gæti hann vafalaust rutt sér braut gegnum mannfjöld- ann og komist út úr borginni, áður en Gazim- búar kæmust í veg fyrir hann. Hliðin stóðu upp á gátt, þar eð nú var engan óvin framar að óttast að utan, og utan við hliðin lá voldug víðáttumikil eyðimörkin. Þetta var einasta björgunarvonin fyrir hann, og stúlkan hafði bersýnilega hvatt hann til að reyna þetta. Hann starði hálf-glettnislega á konuna, sem sat á úlfaldanum. Hafði Nakhla svona alt í’einu tekið sinnaskiftum? Hafði hún iðr- ast þess á síðustu stundu, að hafa ljóstrað upp um hann ? Hafði hún nú áttað sig á því, að framtíðarhorfur hennar voru ekki sérlega glæsilegar og að líf hennar myndi ekki verða gleðiríkara, þegar Zaad væri orðinn höfðingi í Gazim ? Ætlaði hún sér nú að nota tækifær- ið til þess að flýja frá Gazim með manni þeim, sem hún hafði játað aðdáun sína, í þeirri von, að hann síðar meir myndi sýna henni þakklæti sitt ? Ætlaði hún nú að reyna að bæta úr öllu saman með því að bjóða hon- um tækifæri til að flýja? — WÖa var þetta að- eins gildra, sem hún lagði fyrir hann? Svika- brella, tii þess að ginna hann ofan úr tum- inum, svo að hún gæti komið honum í hendur böðla hans? Hér var úr vöndu að ráða. Hann var í vafa um, hverju liann skyldi treysta. Ætti hann að kjósa þá leiðina, sem Nakhla virtist benda honum á —og það svo reyndist svika- brögð af hennar hálfu, myndi hann tæplega ta svigrúm til að nota sér það skammbyssuskot er hann geymdi handa sjálfum sér, og átti að frelsa hann úr miskunnarlausum höndum böðla sinna. Bn væri Nökhlu full alvara . . . . Hann gat ekki séð andlit liinnar ungu konu. Honum var því ómögulegt að ætla á með nokkurri vissu um raunverulegan tilgang hennar. En úlfaldinn stóð samt þarna albú- inn að taka á móti honum. Borgarhliðunum var enn ólokað, eftir að þau höfðu verið opn- uð upp á gátt fyrir Zaad og mönnum hans. Hún hafði a. m. k. bent honum á leið út úr öngþveitinu, í hvaða tilgangi sem það var • gert. Að vísu gat hann ekki gert sér miklar vonir um að komast á lífi niður úr turninum. Btökkið sjálft var ekki það hættulegasta, heldur hitt, að klifra yfir brjóstvirkið og hanga svo á höndunum augnablik, áður en hann slepti sér og léti sig detta. Á því augna- bliki væri hann tilvalinn skotspónn fyrir hvern þann, sem bara vildi hafa fyrir því að bauna á hann úr byssu sinni, og á svo stuttu færi myndi hann verða sundurboraður eins og sáld af ótal kúlum. En — á hinn bóginn var óneitanlega dá- lítill möguleiki til þess, að þessi fífldjarfa og óvænta flóttatilraun gæti gefið ofurlitla von um undankomu áður en hermennirnir væru búnir að átta sig og ná ábyggilegu miði. Þetta var alt saman að líkindum aðeins fávísleg vonartýra, en það var samt sem áður tæki- færi. Honum var hvort sem var dauðinn vís, ef hann hafnaði því og væri kyr þar sem hann var kominn. Nú skaut morgTinsólin glóandi eldrönd sinni upp yfir sandöldurnar í fjarska. Cav- erly lygndi augunum og starði hugsi í áttina til sólarinnar, sem hann tæplega hafði búist við að sjá aftur. Hefði Múezzíninn nú ekki legið bundinn úiiðri í turnherberginu, myndi liann á þessu augnabliki hafa staðið hér á liá- tindi turnsins og kallað hina trúuðu til bæna- lialds, því nú rann upp stund morgunbæn- anna. En presturinn var forfallaður, og hinir rétt-trúuðu höfðu öðru að sinna en að krjúpa á bæn. Ilugur þeirra var fullur af heift og blóðþorsta. Hann gægðist út um eitt skarðið í múr- brúninni og heyrði í sama bili hróp þaðan að neðan. Tíu-tólf menn komu kjagandi um hallarhornið og báru langan og gildan tré- drumb. Enginn virtist muna bænatímann. Allur þessi ærsla-liópur ruddist í áttina til turnhurðarinnar í því skyni að sprengja hana upp. Alt í einu datt Caverly snjallræði I hug. Það kom yfir hann eins og elding, svo að hann stóð alveg á öndinni. — Sólrisan! —Músezzíninn! — Morgunbænin! — Gæti liann aðeins fengið eina einustu mínútu til umráða, án þess að setið væri um hann, gæti hann komist niður og á bak á úlfaldanum og forðað sér. Hann hálf-svimaði við hugsunina. Hjartað lamdist í brjósti hans, og lionum lá við köfnun. Á þann hátt gæti það tekist. Þarna var tækifærið — hið einasta hugsan- lega! Hann leit aftur á reiðkonuna í skraut- klæðunum. Hún sat grafkyr á sama hátt og áður, kæringarlaus og letileg, og horfði á menninga, sem voru að bisa við trédrumbinn mikla. En hann þóttist finna það á sér, að hún vissi, að hann hefði skilið bendingar hennar. Hún hafði séð, hve forviða hann varð, og nú beið hún aðeins þess, að hann skyldi grípa tækifærið, sem hún bauð honum til að flýja. 1 einu vetfangi var Caverly kominn að loftshlemminum og þeyttist nú ofan vindu- stigann. Hann tók þrjú-fjögur þrep í einu og vopnin í belti hans glömruðu á steinunum. Það mátti ekki tæpara standa. Um leið og hann var kominn alveg ofan stigann, var barið með þvílíku heljar-afli á hurðina að utan, að þykkir plankarnir létu undan í sam- skeytunum. Hermennirnir fyrir utan voru farnir að beita slagtré sínu. Það mundi ekki þurfa mörg slík högg, til þess að hurðin léti undan fyrir fult og alt. Hann horfði á liurð- ina stundarkorn, eins og hann byggist við, að trédrumburinn myndi sjást í gegnum rifurn- ar. Hann gat heyrt hvæsið og másið í mönn- unum fyrir utan og fótaskrjáfið, er þeir f jar- lægðust til að gera nýtt álilaup og hrópuðu til félaga sinna, að þeir skyldu færa sig undan. Jafnvel sterkustu dyr gátu ekki staðist aðra einá heljar árás. Fimm eða sex högg myndu algerlega ráða leikslokum, að því er Caverly bjóst við. Hér var því aðeins Um eina eða tvær mínútur að ræða, áður en hurð- in færi í-mola, og hópur tryltra hermanna myndi ryðjast inn í turninn, og þá gæti liann ekkert viðnám veitt. Örþrifaráð hans var ósköp blátt áfram. Hann varð að ná í hvítu skikkjuna og höfuð- dúk Múezzínans, klæða sig í það og leika lilut- verk prestsins. Enginn vissi neitt um það, hvað af prestinum var orðið, annað en það, að hann væri í turninum ásamt Caverly. Er þeir því sæju hann stíga fram á brún háturnsins og búa sig undir bænakall sitt, rnyndu þeir halda, að alt væri með feldu. Caverly var alls ekki undankomu auðið, án þess að þeir sæju, og bænakall Múezzínans var fastákveðin skipun, sem enginn rétt-trúaður áræddi að ó- hlýðnast. Það var Allah sjálfur, sem kallaði gegnum munn prestsins, og hefndin varð jafn ljúf fyrir því, þó hún drægist íaeinar mínútur. Caverly laut niður yfir hinn bundna mann, sem lá við hliðina á líkbörum Tagars. A meðan Caverly liafði verið uppi í turninum, hafði presturinn stritast við að reyna að losa sig úr böndunum. Honum hafði líka liepnast að losa fæturna, því Caverly liafði ekki gefið sér tíma til að binda hann nógu rækilega; en hendurnar voru enn þá rígbundnar á bakinu. Hann varð því að skera á bandið þar, áður en hann gat náð skikkjunni af prestinum. Múezzíninn glápti a‘gilega framan í hann, er Caverly beygði sig yíir hann. Það voru jafnvel helgispjöll, að kristinn maður skyldi snerta heilaga persónu prestsins. Caverly brosti. Hann beygði sig ennþá betur niður yfir prestinn og skar með hár- beittum rýting sínum á böndin, sem reyrð voru utan um beinabera álfliði hans. í sama vetfangi spratt gamli presturinn á fætur með ótrúlegu snarræði og lipurð lijá jafn gömlum manni. Hann þaut beint á Caverly og reyndi að ná hálstaki á honum. Þá buldi í hurðinni að baki þeim. Brot- hljóð kvað við, og hinir þykku plankar rifn- uðu að ofan og alveg niður úr, og liinn trausti dyraumbúningur losnaði í múmum. Tvö — þrjú högg af sama tagi myndu ríða hurðinni að fullu. Caverly tók það mjög nærri sér, að verða að slá gamla prestinn í rot, en undan því varð nú ekki komist, og svo gerði hann það. Hann lmitmiðaði liöggið á hökuna. Múezzíninn skjögraði og féll svo aftur á bak niður í blómahrúguna hjá börum Tagars. Svo lá gamli maðurinn hreyfingarlaus með opinn munninn og opin, bliklaus augu. Það var ekki hægt að gera þetta betur eða öðruvísi. Nú var presturinn úr sögunni um hríð, og Cav- erly fékk nú til umráða þær íau mínútur, sem hann þurfti á að halda. Hann hikaði ekki eitt augnablik. I flýti færði liann prestinn úr hvítu skikkjunni, sem var embættisbúningur hans. Hann smeygði handleggjunum í hinar víðu ermar og fleygði hyrnunum aftur yfir axlirnar., Svo reif hann af sér skrautlega vefjarhöttinn sinn og setti upp hið óbrotna hvíta höfuðfat prestsins, er skýldi hér um bil öllu andlitinu. Utan við dyrnar heyrðist á ný þungt fótatak. er boðaði nýja árás á turnliurðina. Caverly sneri sér við og hljóp í skyndi upp vindustigann, svo skikkjulöfin blöktu í allar áttir. Aður en hann var kominn alveg upp, buldi næsta höggið á hurðinni, og um leið ráku hermennirnir upp ógurlegt öskur. En Jmð heyrðist ekkert til þeirra ennþá niðri í turninum. Hurðin virtist hafa staðist 'þetta höggið líka. Það þurfti þá líklega eitt eða tvö högg enn, og á meðan var a. m. k. nokk- urra mínútna frestur. Caverly smeygði sér upp gegnum opið í turnloftinu másandi af mæði. Svo dró liann andann djúpt nokkrum sinnum, vafði prest- skrúðanum vandlega að sér og steig fram á turnbrúnina. Flestallir hermennirnir höfðu þyrpst saman fyrir utan turndyrnar og biðu þess þar með mikilli eftirvæntingu, að hurðin skyldi láta undan. Þar næst stóðu þeir með sverð í hendi og hinar þungu byssur sínar tilbúnar. Allir voru þeir áfjáðir í að vera fyrstir til, og það var því með illu, að þeir viku úr vegi fyrir hurðarbrjótunum í hvert sinn, er þeir gerðu nýja árás. Nú höfðu þeir fylkt sér á trjábolinn eins og margir og kom- ist gátu að, og tekið svo langt tilhlaup, að það átti að nægja til fullnaðarúrslita. Caverly stóð frammi við brjóstvirkið teinréttur eins og Múezzíni og blasti við hverjum þeim, er leit þangað upp. Eldrauð morgunsólin varpaði skugga lians langt inn yfir hallargarðinn. Svo lyfti hann höndunum hátíðlega upp yfir höfuð sér og hóf rödd iína með hinu íyrirskipaða bænakalli, svo berg- málið kvað við milli húsanna: “La lllaha lll 'Allah!’’ Þetta var Islams eldgamla ákall til hins milda og miskunnsama alföður. Öldum saman hafði ákall þetta hljómað frá háturnum Mú- hameðstrúarmanna og bænahúsum þeirra! Öldum saman hafði það kvatt hina rétt-trú- uðu til bænahalds, og í auðmýkt og hlýðni höfðu þeir hlýtt kallinu og fallið fram á á- sjónur sínar frammi fyrir hinum almáttuga og miskunnsama Allah. Óteljandi sinnum hafði þetta bænþrungna ákall hljómað út yfir hina voldugu víðáttu eyðimerkurinnar. Dögum og mánuðum saman hafði Cav- erly lilustað á bæna'kall þetta á hinum ýmsu bænastundum dagsins. Hann þekti því allar áherzlur Múezzínans út í æsar og kunni alla bænaþuluna frá upphafi til enda, eins og væri hann sjálfur prestur í bænahúsi Islams. 1 dag kom þessi kunnátta lionum að góðu haldi. Nú valt líf hans á því, hve vel honum tækist að herma eftir liinum gamla presti Gazimbúa. I sama vetfangi og hann hóf upp raust sína á turnbrúninni, \rarð dauðahljóð niðri í hallargarðinum. Þar heyrðist aðeins kliður af sverðum, er voru slíðruð, og byssum, sem lagðar voru niður á steinbrúna. Börn Allah frestuðu hinu blóðuga áformi sínu um hríð og guldu Allah það, sem honum bar. Caverly lyfti höfðinu, svo að slæður höf- uðbúningsins féllu um andlit honum, og fram- hald bænarinnar hljómaði út yfir niður- beygð liöfuð mannfjöldans. “Haya Allah Satah! Haya AUah Fallah!” Nú fleygðu hermennirnir sér á grúfu, og bænasongurinn frá háturninum hljómaði út yfir þá í morgunkyrðinni. Guði*æknishygð hinna rétt-trúuðu er einskonar meðfædd nátt- úruhvöt, er þroskast hefir með þeim öldum saman. Að skammri stundu liðinni myndu þeir snúa sér aftur að liinum veraldlegu mál- efnum, hatrið, hefnigirnin var ekki gleymd —en nú urðu þeir að nota bænastundina vel og rækilega. Þeir féllu á kné á steinstéttina, lögðu vopnin gætilega frá sér, og allra höfuð bfeygðu sig í áttina til hinnar upprennandi sólar, er sveipaði alt skærum morgunroða. Hvert sem litið var, sá Caverly ekki ann- að en lútandi höfuð og bogin bök krjúpandi fólks á bæn. Meðan allsherjar-kyrð ríkti þessa stuttu helgu stund, læddist Caverly yfir að liinni turnbrúninni. Ilann sveiflaði sér út yfir brjóstvirkið og lét sig síga niður í beinum handleggjum. Hann hékk ofurlítið augnablik á blá fingurgómunum. Svo slepti hann takinu. XXV. Úlfaldi Nökhlu. Það sem eftir var af turnhæðinni, þegar Caverly hafði látið sig síga eins langt niður, og auðið var, nam fullum tuttugu fetum niður að steinbrúnni. Hann gaf eftir í hnjáliðun- um, eins og honum var frekast unt, og það heyrðist varla til hans, er hann kom niður. Hann gat haldið jafnvæginu, og áður en nokk- ur bænamannanna er næstir voru, var farinn að furða sig á klæðþytum og hinu mjúka dumpi á steinstéttinni, var Caverly búinn að rétta úr sér og jafna sig og var albúinn til að stíga næsta sporið til flótta og frelsis. Veðhlaupaúlfaldinn beið enn á sama stað fast inni við turnfótinn. Reiðkonan hafði ekki stigið af baki til að biðjast fyrir með hinum. Hún hafði heldur ekki hreyft sig né gert neitt það, er gefið gæti vitneskju um, hvað hann hefðist að, þótt liún hlyti að hafa séð til hans, þegar hann stökk niður úr turninum. 1 stað þess að hrópa upp og segja til hans, eins og Caverly hálfvegis hafði óttast, veifaði hún ákaft með annari hendinni og gaf honum vís- bendingu. Það var svo að sjá, sem Nakhla hefði algerlega skift um hug, og að hún ætlaði sér nú að frelsa hann, þótt liún með því legði jafnvel líf sitt í hættu. I sama vetfangi og liann hljóp í áttina til hennar, keyrði hún úlfaldann á stað. Cav- erly greip báðum höndum á kaf í ullina á hrygg úlfaldans, um leið og hann skeiðaði á stað. Hann hljóp tvö-þrjú skref áfram með úlfaldanum og tók svo undir sig heljarmikið stökk. Hann sveif augnablik í lausu lofti og hékk aðeins eftir á höndunum, en kom svo sitjandi tvovega á bakið á úlfaldanum rétt aftan við hnakkinn. Úlfaldinn frísaði og hentist á stað á harða spretti.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.