Lögberg


Lögberg - 03.06.1937, Qupperneq 7

Lögberg - 03.06.1937, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 3. JÚNl, 1937 7 Hallur Olafsson Hallson Fæddur l(i. ágúst 1853 — Dáinn 27. marz 1937 Hallur Ó. Hallson var imætur maður. Fæddur og uppalinn í hinu söguríka Rangárþingi, en ættaður bæði af Austurlandi og suÖvesturhluta Þingeyjarsýslu. Halls-nafniÖ og Ólafs á víxl í fjölmennri ætt forfeðra hans. \'<iru sumir af þeim prestar og þjóðkunnir menn, hinir bændur i hinni betri röð þeirrar stéttar. Tiltölulega ungur maður t'luttist Hallur til Seyðisfjarðar. Þar giftist liann árið 1884. Kona hans var Guðrún Kristjana Björnsdóttir (venjulega nefnd hinu síðara nafni eingöngu), fædd á Suðurlandi árið 1864. Kona með margþætta og merki- lega hæfileika. Stóð hún rétt á tvitugu er þau giftust og var ellefu árum yngri en maður hennar. Varð hjónaband þeirra bæði lánsamt og hið ástúðíegasta. Til Vesturheims fluttu þau hjón árið 1902. Bjuggu um nokkurra ára skeið i Silver Bay, við Manitoba-vatn, og farnað- ist vel. Fluttu siðan búferlum á simærri ábýlisjörð, í grend við Gimli, en tóku sig svo upp þaðan og fluttu til Calilforniu. Áttu þau þar heima í býsna mörg ár. Voru þau þar í nábýli við Björn son þeirra, er þangað hafði flutt fyrir allmörgum árum. Annar sonur þeirra er Ólafur verzlunarmaður í Ericks- dale, listrænn maður, er ýmsir kannast við. Með þeim Halls- sons hjónum var frá fyrstu æsku sonardóttir þeirra, þeim báðum frábærlega kær, og eins og þeirra eigið barn, Magna Ingibjörg Ólafsdóttir, nú lækniskona, Mrs. (dr.) Pluimmer, í borginni Oakland í Californíu.— 1 veðurblíðunni og búsældinni þar suðvestur leið þeiin Hallsons hjónum ágætlega Þau eignuðust brátt nýtt og fallegt heimili. Gátu sint störfum er voru bæði þeim hentug og sæmi- lega arðsöm. Samfélagið með ástvinum og mörgum öðrum vin- um, er þau eignuðust, var hið ákjósanlegasta. Aðeins eitt var að: Islenzkt Ifélagslíf var þarna mjög svo takmarkað. Sér- staklega söknuðu þau þess, að geta ekki sótt íslenzka guðsþjón- ustufundi. Áttu bæði lifandi og vakandi trú i hjarta. Höfðu innilegar mætur á FrelSara mannanna og fagnaðarerindi hans. Leiddi þessi skortur á fullnæging trúarlífsins til þess, að þau hjón fóru að hugsa til burtfarar úr Californiu. Kom loks að þvi, að þau seldu eignir sínar þar og fluttu aftur til Gimli, sumarið 1931. Reistu þau sér þar þegar laglegt og vandað hús og undu hag sínum hið bezta.— En nú fór þó brátt heilsu Halls að smáhnigna. Aldurinn, var að færast yfir hann. Attræðisárið var óðum að nálgast. Sjónin var að bila. Sumurin á Gimli við vatnið og skógana grænu, voru þó bæði hressandi og skemtileg. En Manitoba vetrarnir fóru að verða honum erfiðir. Þolið var ekki það sem það áður var. Svo höfðu þau hjón orðið eins og afvön hinu kalda loftslagi, i gegnum alLmargra ára veru í Californíu. Loks afréðu þau að hverfa burt úr vetrarríki Manitoba. Fluttu þau alfarin til Palo Alto í Californíu, haustið 1935. Þau Hallssons hjón hafa æfinlega verið vinsæl, hvar sem þau halfa verið. Þar sem þau settust nú að höfðu þau áður verið. Bæði Björn sonur þeirra, kona hans og börn, og margir aðrir tóku við þeim feginshendi. Húsið, er þau höfðu áður búið í, keyptu þau til baka. Leið þeim nú eins vel og hægt var að vonast eftir. Þau höfðu komist á ný í milda loftslagið i Californíu á hentugri tíð, rétt mátulega til að sleppa við frostin snörpu í Manitoba, veturinn 1935-6.— Sjón Ilalls hélzt furðanlega við eftir að hann komst í hlýja loftslagið aftur. Til hins siðasta hafði hann nægilega sjón til að komast allra sinna ferða, eins framt og kraftarnir leyfðu. Var það honum og hinni góðu konu hans mikil huggun.— Hallur lá imjög stutta legu. Heilsan var bærileg, þar til hjartaveiklun fór að gera vart við sig. Æjfin var að verða tals- vert löng. Hann var kominn nokkuð hátt á fjórða ár yfir áttrætt. Kveðjan var fyrir hendi. Á laugardaginn fyrir páska kom heimfararleyfið fyrir hinn ferðlúna, mæta mann.— Hallur Ó. Hallsson var í röð hinna beztu manna. Maður sæmilega greindur, listrænn í huga, ágætur söngmaður, starfs- samur og ráðsettur, kristið ljúfmenni, er ánægja var að kynnast og kom alstaðar fratn til góðs. — Kona hans, Kristjana, var honum ágætlega samhent og saimiboðin í öllu. Hún er enn við bærilega heilsu, þetta svipað og áður var. Munu vinir hennar, hinir mörgu, óska henni ríkulegrar huggunar i harminum og biðja henni, í Jesú nafni, blessunar á vinamótinu, sem fram undan er.— Jóhann Bjarnason. Erindi flutt þ. 23. maí á þingi Ung- metinasambands hins lúterska kirkjufélags, af Þór Fjeldsted Hjartans þökk Það er nokkuð langt síðan að mér datt i hug að biðja Lögberg fyrir fáorða, óíullkomna þakklætisminn- ing til landanna í Alberta, fjær og nær. Jóhann minn álítur Red Deer farsælt bygðarlag; það saimsinni eg að því viðbættu, að þar búa þeir friðsömustu og hjálpfúsustu íslend- ingar sem eg hefi kynst, vestan hafs sem austan. Það, hversu viðkvæm hjörtu landanna eru, þegar einhver þeirra siglir í strand sinni dýrmæt- ustu gjöf, heilsunni, eins og kom fyrir okkur 1932. Þegar eftir kostnað við hús okk- ar og ferð Jóhanns til Islands, fót- brotnaði hann og litlu seinna varð eg blind á öðru auga, en á því fékk eg nokkra bót fyrir fljóta hjálp landanna, sem drógu hjálparfánann að hún. Finnur heitinn Jónsson bauð okkur alla þá peninga, sem við þyrftum; Ófeigur Sigurðsson hjálp- aði Jóhanni og hefði líklega aldrei kallað eftir því, en Jóhann er glögg- ur skilamaður. Þá er ótalin öll hjálp og peninga- gjafir, fyrst frá kvenfélaginu Vonin í Markerville og Björgu Jóhannsson. Þegar eg kom til Calgary, var eg borin á höndum af öllum löndum, se.m til min náðu. Hjúkrun á mér gefin af Mr. og Mrs. Þorvaldson og Mrs. Reykjalín. Þá er nú eftir að minnast hans Sigurðar Sigurðs- sonar kaupmanns í Calgary; hjálp hans til min er svo yfirgripsmikil, að eg hefi hvorki upphaf né endi við það, ef eg færi að reyna að reikna saman í dollurum alla hans hjálp til okkar, mundi það enda með höfuðsvima. Kæru vinir, fjær og nær, lífs og liðnir; já, hugur minn hverfur til þeirra líka, sem sofnaðir eru svefn- inum langa, meðal þeirra er Stebba Bjarnadóttir; hún var sú sögufróð- asta, ættfróðasta, Ijóðfróðasta og ljóðelskasta manneskja, sem hér hefir dvalið. Guð blessi minningu allra vinanna horfnu. Svo vona eg, vinir mínir, að þið takið viljann fyrir verkið, um línur þessar. Kærlega þakka eg góða samfylgd þessi liðnu 32 ár og tíu vikna hjálp. Það bezta í þessu lífi eru góð börn, góðir nágrannar og Þygg'r vinir, eins og Mr. og Mrs. Hjálmsson, sem eg hefi þekt nær 50 ár. Verið öll í guðsfriði, kært kvödd af ykkar gömlu vinu, Sigurást Daðadóttir Björnson, Innisfail, Alberta. Það var guðsþjónusta i kirkju i Aberdeen. Presturinn lét bera betli- baukinn um. kirkjuna. Þegar komið var með hann til Gyðings nokkurs leið yfir Gyðinginn og tveir Skotar báru hann út. Eg hefi valið mér sem umtalsefni “Gildi og starfshættir ungmennafé- lagsskapar.” Á æskuárum eru böcn- in í skjóli heimilanna og njóta á- hrifa sunnudagsskólans fram á fermingaraldur. Fram á þennan tima æfinnar er okkur kent Guðs orð og lögð er áherzla á að kenna okkur að verða að góðum félags- meðlimum. En því miður hætta of mörg ungmenni að sækja sunnu- dagaskóla strax eftir fermingu, og er því á þeim tíma brýn nauðsyn fyrir áhrif ungmennafélagsskapar, svo þau berist ekki með straumnum út á ýmsa villuvegi heimsins. Því einmitt á þeim tima er karakter unga fólksins að steypast í því móti sem þau bera til æfiloka. Þá taka þau sér fyrirmyndir og leiðtoga og þá er eini (fullkomni leiðtoginn Jesús Kristur. Það verður að vera einhver fé- lagsskapur, sem getur vakið áhuga þessara ungmenna og hvetja þau til að hjálpa öllum andlegum og ver- aldlegum velferðarmálum. En á meðan sá félagsskapur er ekki til, sem ungmennin teljast meðlimir í og geta fengið sig til að sækja fundi, er ekki hægt að ætlast til að þau hafi þá mikinn áhuga til að hjálpa við þau málefni, sem snerta jafnt yngri og eldri. Það verður að sýna þeim fram á það að þau eiga hlut i þess- um málum. Það eru máske margir unglingar, sem ekki gera sér fyllilega grein fyr- ir þvi að eftir fermingu eru þeir innritaðir sem meðlimir og starfs- menn safnaðarins. En allir ungling- ar hafa sínar orkulindir og séu þær sameinaðar og beitt í rétta átt, má rnörgu góðu koma til framkvæmda. Vegna þess að yngra fólkið skort- ir reynslu og þekkingu, getur það ekki átt samleið með eldra fólkinu, eða tekið þátt í nefndum eða fram- kvæmdarmálum safnaðarins og finna sig þess vegna ekki heima meðal eldra fólksins. Þess vegna þyrfti hver söfnuður að hafa ungl- ingafélag. Fyrsta ungmennafélagið mun hafa verið stofnað árið 1765 í Basel á Svisslandi. Bundust þá níu ungl- ingar ýmsum loforðum undir stjórn sóknarprests síns. Upp frá þekn tíma hefir slíkur félagsskapur blómgast og vaxið, þangað til að nú munu vera mjög fá lönd í heimi þar sem hann er ekki búinn að fá góða rótfestu, og mun hann hvarvetna vera til góðs og blessunar. Fyrir hér um bil 40 árum stofnaði hinn velþekti unglingavinur séra Friðrik Friðriksson, ungmennalfélag á Is- landi, og hefir það vaxið og blómg- ast. Fyrsta ungmennaþing í kirkju- félagi voru mun hafa vreið haldið fyrir nærri 12 árum, en náði ekki verulegri útbreiðslu, þar til fyrir tveimur árum, að ungmennaþing var haldið í lútersku kirkjunni í Win- nipeg, og nú erum við saman komin til að sitja annað ungmennaþing. Eg vona að þessi hreyfing hafi náð fullri rótfestu á meðal unglinga í okkar kirkjulífi. Það var gleðiefni fyrir ungmenna- félögin, þegar kirkjúíélag vort á júbíl-þinginu 1935 viðurkendi þenn- an félagsskap, sem starfandi með- lim kirkjufélagsins. Þessi félags- skapur er á unga aldri, og hefir má- ske ekki komið miklu til leiðar enn- þá, en með meiri þroska má vænta meiri árangurs af þessum félags- skap. Sjálfsagt gætu ungmennafélögin hjálpað mikið hvert í sínum söfnuði, því það er svo margt sem þyríti að gera, sem ekki kemst í framkvæmd. Mætti néfna t. d. sunnudagsskóla kenslu, safnaðarsöng og þá líka við- hald og ýmsar mmbætur á kirkjunni. En til þess að þetta geti orðið, verð- ur að vera vakandi áhugi fyrir þess- um málum. Á hverjum fundi verður að vera vist verkefni, sem liggur fyrir, og það verður að vera vakandi áhugi á meðal meðlima, til að vinna gott starf. Ekki er hægt að segja að það sér skortur á verkefnum. Svo að þessir félagsskapir blessist, verða allir meðlimir að finna skyldu hjá sér að leggja fram hendur til að hjálpa. Það dugar ekki að draga sig í hlé, þegar um eitthvert verk er að ræða. Oft verður það þessum ungmennafélögum til tálma, að þau skortir leiðsökn. En þar sem allir ganga að verki og 'finna það skyldu sína að leita sér leiðbeining- ar i ýmsum málum, þar verður og er góður félagsskapur. Það 'er þá hlutverk hvers meðlims að vera vilj- ugur að hjálpa og að draga sig ekki í hlé þegar einhver verk er að vinna. Eftir skýrslu frá ýmsum ung- mennafélögum, má sjá að tilgangur þeirra er hvarvetna sá hinn sami, að safna ungmennunum saman í kristi- legan og góðan félagsskap; að undir- búa þau undir æfistarf sitt með því að vekja hið innra lif þeirra, svo þeir geti verið sér og samferðamönn- um sínum til hjálpar og blessunar. Á fundum okkar er tilraun gerð tii að fá unga ifólkið til að koma fram feimnislaust og láta hugmyndir sin- ar í ljós. Eldra fólkið, eins og eðli- legt er, þreytist og verður að leggja niður byrðarnar sem hvíla á því, gagnvart kirkju og velferðarmálum. Það týnist úr hópnum á hverju ári, og þá verður yngra fólkið að taka við. Það yrði í byrjun vandræða- legt verk sem það væri að vinna, ef það ‘hefði engan undirbúning. Yngra fólkið er komandi kynslóðin, sem verður að taka við af þeim eldri, og er þessvegna mjög mikilsvarðandi hvernig er undirbúið fyrir það starf. Fundir ungmennafélagsins eru settir með bæn, sálmi og er lesinn texti úr biblíunni. Ungmennafélög- in reyna til að koma meðlimum sín- um til að kynna sér biblíuna svo að þau finni frekar hjá sér skyldu að styðja að öllum málum, sem snerta kirkjuna og jafnvel öll mál, sem snerta velferð mannfélagsins. Og ætti ungt fólk að ganga að öllu starfi í þeiim anda, og mundi það efla kær- leika og bróðurhug ekki einungis í hverju félagi, heldur út á við líka. Grundvöllur lífsins þarf að byggjast á æskuárum, því þá eru skilyrðin bezt, þess vegna er það svo áríðandi að ungmennin séu vel vak- andi, og stefni að liinu rétta tak- marki. Áhuginn fyrir starfinu verð- ur að vera vakandi þrá til að gera gott og að inna verk sitt vel af hendi. Söfnuðir vorir þarfnast ungmenna og er það mikill sigur fyrir hvern söfnuð, sem hefir öflugt ungmenna- félag innan sinna vébanda. Starfsvið ungmennafélaga getur verið æði víðtækt, og mætti skifta því í þrjár aðal deildir, svo sem í trúmála-, mentamála- og skemti- deild, og væri þá þægilegt að skifta fundum því samkvæmt. Á trúmála- fundum mætti hafa sálmasöng, biblíulestur, ritgerðir og ræður um menn og konur, sem hafa skarað fram úr i guðsrikisstarfinu; á mentamálafundum gætu unglingar aflað sér þekkingar á landsins gagni og nauðsynjum, svo þeir geti orðið þarfir og góðir borgarar þess lands, sem þeir búa i. Skemtifundum geta þeir varið til siðferðislegra og góðra skemtana, og ef einhverjir unglingar væru með sérstaka hæfileika fyrir söng, upplestur eða ræðuhöld, mundi það koma í ljós og gætu þeir haft tækifæri til að njóta sin. Eins og þið vitið, nýtur heildin sin betur en einstaklingurinn og hefir meiri á- hrif, ef hún lét í ljósi álit sitt um hvaða mál sem væri, t. d. atvinnu- leysi, friðarmál o. fl. Atvinnuleysið er eitt stærsta böl unga fólksins, og væri því þess vert að ungmennafé- lögin tækju það til athugunar. Frið- armálin varða sömuleiðis rniklu fyr- ir unga fólkið, og ættu öll ung- mennafélög að lýsa vanþóknun sinni á stríði og stríðsútbúnaði, og ættu að skuldbinda sig til að vinna á móti slíku. öll velferðarmál heimsins ættu ungmennafélög að láta sig varða. Kirkjan á það á hættu að missa ungmennin eftir fermingu, ef þau hætta að sækja guðsþjónustur, en þá taka ungmennafélögin á móti þeim. Ef þau leggja rækt við skyldu sína, er framtíð safnaðanna og trúarlífi einstaklinganna borgið. Það ætti að vera mark og mið allra fundanna, að efla og styrkja kristilegan kær- leika meðal félagsmeðlimanna; með þvi móti geta þeir unnið mannfélags- heildinni óimetanlega mikið gagn. Gangið því öll, yngri og eldri, í ung- mennafélögin; styðjið þann félags- skap af heilum 'hug; með því eruð þið að vinna bæði ykkur og kom- andi kynslóðum ómetanlegt gagn. Og mun þá félagsskapurinn bless- ast og blómgast um ókomnar aldir. GEFINS Blóma og matjurta frœ utvegið einn nýjan kaupanda að blað. INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU K0STAB0Ð1! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaSiC fyrirfram, J3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1938, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru 6tal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber meS sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuS áskriftargjöld, $6.00 borgaSa fyrirfram, getur valiS tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar aS auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær aS velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar aS auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig aS velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar aS auki. Allir pakkar sendir móttakanda aS kostnaSarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEI5TS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficlent seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARltOTS. Half Ix>ng Cliantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 4 0 to 50 feet of row. CUCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. UICTTUCE. Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. IiETTUCE. Hanson. Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONION, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, Wlilte Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNXP, Half Iiong Guernsey. Sufficient to sow 4 0 to 50 feet of drill PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growlng variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet wlll produce 75 to 100 plants. TURNIP, Wliite Summer Tahle. Early, quick-growing. Packet will sow 2 5 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUL SHADES-------8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color claes. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTT'TT QUEEN. Pure White. Five and six blooms on a stem. WHAT .TOY. A Delightful Cream. BEAUTY. Blush Pink. SMILES. Salmon Shrimp Pink. No. 3 COLLECTION- EDGING BORDER MIXTURE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHELOR’S BUTTON. Many new shades. CALENDULA. New Art Shades. CALIFORNLV POPPY. New Prize Hybrids. CLARKIA. Novelty Mixture. CLIMBERS. Flowering climb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned and Crested. EVERIjASTINGS. Newest shades mixed. GEO. SHAWYER. Orange Pink. WETiCOME. DazDzling Scarlet. MRS. A. SEARLES. Rich I'ink shading Orient Red. RED BOY. Rich Crimson. -Flowers, 15 Packets MATHIOIjA. Evening scented stocks. MTGNONEjFTE. Well balanced mixtured of the old favorite. NASTURTTUM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturttums. PETUNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Shirley. Delicate New Art Shades. ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. Newest Shades. No. 4— ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large Packet) CARROT. Chantenay Half Ixrng (Large Packet) ONION, Yellow Globe Danvers, (Large Packet) LETTI’CE. Grand Rapids. This packet will sow 20 to 26 feet of row. PARSNIPS, Early Short Round (Large Packet) RADISH.....French ... Breakfast (Large Packet) TURNIP, Purple Top Strap Loaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. TURNIP, Swede Canadlan Gem (Large Packet) ONTON, W’liite Pickllng (Large Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $...........sem ( ) ára áskriftar- gjald fvrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ....................................................... Heimilisfang ............................................... Fylki ......................................................

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.