Lögberg


Lögberg - 03.06.1937, Qupperneq 8

Lögberg - 03.06.1937, Qupperneq 8
jWMW 8 LÖOBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚNl, 1937 Ur borg og bygð ALVARLEG ASKORUN •Með því að mjög fer nú að líða að Kirkjuþingi, er það sérlega á- riðandi, að þeir, sem enn eiga ó- goldin áskriftargjöld fyrir Sam- eininguna, bregðist nú skjótt við og sendi þau framkvæmdarstjóra blaðs- ins, án frekari tafar. Þetta má ekki undir nokkrum kringum- stæðum dragast lengur, með því að ársreikningar verða senn fengnir yfirskoðendum í hendur. Hver ein- asti kirkjufélagsmeðlimur ' á að kaupa Sameininguna og greiða and- virði hennar í réttan gjalddaga. Virðingarfylst, Mrs. B. S. Benson, .. •framkvæmdarstj. Sam. 695 Sargent Ave., Wpg. Nokkur eintök af Laufblöðum, safni af sönglöguni, er frú Lára Bjarnason gaf út árið 1900, fást keypt á skrifstofu Lögbergs, 695 Sargent. Heftið kostar 50C. Senda skal andvirðið til Mrs. B. S. Ben- son. Ýmsir af söfnuðum kirkjufélags- | ins eiga enn eftir að leggja fram ársskýrslur sínar. Eru þeir nú beðnir að senda þær sem fyrst til séra Jóhanns Bjarnasonar, Ste. 14 Glenora Apts.^ 774 Toronto St., hér í borg.— Móttökunefnd kirkjuþings á Gimli æskir eftir að fá fregnir um hve margir eru væntanlegir frá hverjum söfnuði eða bygðarlagi til kirkjuþingsins, er byrja á að kvöldi þess 17. júní næstkomandi. Söntu- leiðis væri hentugt að fá að vita hverjir koma. — Skrifa má til séra B. A. Bjarnasonar, prests á Gimli, Box 459, eða til Mr. F. O. Lyng- dals formanns Gimlisafnaðar. i Mr. B. J. Lifman, oddviti Bifröst sveitar, var staddur í borginni á laugardaginn var. CHILDREN’S ART EXHIBI- TION IN AUDITORIUM ART GALLERY Al$x I. Musgrove. A most fascinating exhibition of work done in the Special Children’s Saturday Morning Classes held in the Art Gallery during the winter months is now on display in the South ‘Gallery. In Addition to drawings and pictures in color, mural decorations, soap carving, modelling, lino-cuts, stage settings with puppet figures, here show what children can do under inspiring guidance, and in encouraging en- vironment. The work is done entirely by children from 7 to 14 years of age. It is an exhibition of creative art, where the idea and its artistic ex- pression is conveyed by the young artists, freely realizing their own visions. The collection is taken from hundreds of pictures and projects done during the season. Perhaps the most striking features in the show are the large murals, some of which are about 20 yards long. One is of the “Development of the Red River Settlement from Pioneer Days,’’ another has “Animals from the North to the South Pole” as its motif. The Art Gallery is open, free, daily from 2 to 5:30 p.m. and evenings from 7:30 to 9:30 p.m. Sjónleikurinn “Lighthouse Nan” í þremur þáttum verður- sýndur af leikflokki frá Riverton á eftir- greindum stöðum: GEYSIR HALL, mánudags- kveldið þanú 7. júní og í VÍÐIR HALL þann 11. júní. Leiksýning hefst á báðum stöðum kl. 9 e. h. Dans á eftir. Vonast er eftir miklu f jölimenni. Samkoma til arðs fyrir Árdals- söfnuð í Árborg er ráðgert að hald- in verði þann 25. júní, í Árborg. Þar kappræða þeir séra Jóhann Bjarnason og dr. Sig. Júl. Jóhannes- son. Er fólk beðið að hafa kvöldinu óráðstafað til þess að getá sótt þessa samkomu. Ungmenni fermd í kirkju Árdals- safnaðar í Árborg, fyrsta sunnudag eftir trinitatis, af séra Sigurði Ólafs- syni: Magnús Benedikt Johnson Thórunn Anderson Harald Carl Magnússon Oscar Brandson Guðlaug Jónína Björnsson Norman Sofonias Danielsson Doris Ólavía Sveinsson. Þeir B. Björnson og Omar Soli frá Mountain, N. Dak., komu til borgarinnar á föstudaginn var og dvöldu hér fram á laugardag. Einar Magnússon, Gunnar Thord- arson og Daniel Halldórsson frá Hnausa, komu til borgarinnar á mánudaginn. Jón Thorsteinsson, Gunnar Alex- ander og Ingi Eiríksson frá Árborg, vorti staddir í borginni á mánudag- inn. GIAFIR TIL BETEL Mrs. Guðrún Kristjana Hallson, Palo AltO, Cal., í minningu um sinn hjartkæra eiginmann, H. O. Hall- son. $10.00; Miss Theódóra Her- tnann, Winnipeg, í minningu uim 16. maí — 10 flannelette blanckets, 5 bed spreads ; Vinkona á Betel, $2.00; Mr. S. F. Ólafsson, Winnipeg, $10.00; Vinkona, $1.00; Miss E. Sanford, Winnipeg, $2.00. Kærar þakkir fyrir hönd stjórn- arnefndarinnar, I. I. Swanson, féh. 601 Paris Bldg., Winnipeg. Skemtifundur verður í St. Heklu í kveld (fimtudag). Ræðu flytur Mr. E. B. Olson, auk annars, er verður til fróðleiks og skemtunar. Að síðustu gefst tækifæri til skrafs og ráðagerða yfir kaffibollunum.— Allir G. T. velkomnir. Fyrirlestra flytur séra K. K. Ól- afson á eftirfylgjandi stöðum um efnið: “Halldór Kiljan Laxness og Kristindómurinn”: Oak Point, mánudaginn 7- júní, kl. 8 e. h. Lundar, þriðjudaginn 8. júní, kl. 8 e. h. Silver Bay, miðvikudaginn 9. júní, kl. 8 e. h. Oak View, fimtudaginn 10. júni, kl. 8 e. h. Hayland Hall, föstudaginn 11. júní, kl. 8 e. h. Á eftir fyrirlestrunum mun hann flytja stutt erindi á ensku til æsku- lýðsins, ef óskað er eftir. Málið og fegrið heimilin! Til þess að veita heimilum yðar ákjósanlega fegrun ntan og innan, þurfa menn að vera vissir um að velja réttilega málningarvörur sínar. Ilið fræga MASTER-MADE PAINT þjónar ávalt herra sínum Við höfum einnig allar tegundir veggjapappírs. TESKEY’S PAINT STORE 690 SARGFNT AVE. Phone 34 422 Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur i Fyrstu lútersku KÍrkju næsta sunnudag, 6. júní, verða með venjulegum hætti: Ensk imessa kl. 11 að morgni og íslenzk I messa kl. 7 að kvöldi.—Sunnudags- skóli kl. 12.15. Messur í Vatnabygðum Næsta sunnudag, 6. júní, flytur séra Carl J. Olson, BA., B.D., guðs- þjónijstur í Vatnabygðum sem fylg- ir: Mozart, kl. 11 f. h. Wynyard, kl. 3 e. h. Kandahar, kl. 7130 e. h. Seinasta guðsþjónustan verður á ensku. Allir eru boðnir og vel- komnir! Séra K. K. Ólaifson flytur guðs- þjónustu að Lundar sunnudaginn 6. júní kl. 2 e. h. Sama dag flytur hann guðsþjónustu að • Mary Hill kl. 11 f. h. og að Oak Point kl. 8 að kvöldinu. Sunnudaginn 13. júní flytur séra K. K. Ólafson guðsþjónustur sem fylgir í bygðunum austan Manitoba- vatns:— Hayland Hall kl. 11 f. h. Oak View (Darwin skóla, kl. 3 e- h- Silver Bay kl. 8 e. h. Fundir og messttr í Vatnabygðum FÖSTUD. 4 júní, kl. 7:30, Söng- æfing. SUNNUD. 6. júní, kl. 11 f. h., sun nudagaskólinn. Kl. 2 e. h.^ Messa í Wynyard.— Prestur og safnaðarnefnd hafa komið sér saman uim að bjóða séra Carli Olson að messa í kirkj- unni á þessum tíma, þar sem ekki sýnist ástæða til að messa tvisv- ar á sama stað yfir sama fólki, þannig að önnur messan hefjist um leið og hin er á enda. Annars 'hafði messa séra Carls verið boð- uð kl. 3 e. h. Kl. 3 e. h., eða þegar að lokinni inessu, heldur þjóðræknisdeildin “Fjallkonan” fund á heimili Gunnlaugs og Halldóru Gíslason. Verður þar rætt uim íslendinga- dagshald o. fl. Til skemtunar verður lesin upp smásaga eftir ungan, íslenzkan höfund. Kl. 7 e. h., messa í Grandy. ATH.—Fundurinh, sem ákveðið var að halda í kvenfélagi Immanuels safnaðar næsta sunnudag, verður haldinn á laugardaginn, á heimili Steingríms Jónssonar, kl. 2 e. h. Breytingin er gerð til þess að fund- artími kvenfélagsins komi ekki í bága við fund þjóðræknisfélagsins. Jakob Jónsson. Sunnudaginn 6. júní rnessar séra H. Sigmar: í Vídalínskirkju kl. 11 í Péturskirkju kl. 2 ^30 í Hallsonkirkju kl. 8 Á eftir messu i Vídalíns- og Péturs- kirkju verða safnaðarfundir til að kjósa erindreka á kirkjuþing. Gleymið ekki tímanum. Allir vel- komnir. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 6. júní: Betel, á venjulegum tíma,- Gimli, íslenzk messa, kl. 7 e. h. Sunnudagsskóli Gimli safnaðar kl. 1130 e. h. B. A. Bjarnason. Mr. Sigfús Paulson, sem dvalið hefir undanfarna mánuði í Swan River, kom til borgarinnar í lok fyrri viku. Mr. og Mrs. S. Tighe frá Saska- toon, dvöldu nýverið nokkra daga hér í borginni. Mr. Grímur S. Grímsson frá Gimli kam til borgarinnar á mánu- daginn, og lagði af stað daginn eftir suður til Milton, N. Dak., í heim- sókn til systkina sinna og annara vina. Hann er bróðir Guðmundar S. Grímssonar héraðsdómara í Rugby og þeirra systkina. Grímur ráðgerði að verða um þriggja vikna tíma í ferðinni. Hjónavígslur Að heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Jóh. Christie, 23 Al- loway Ave., voru gefin saman í hjónaband láugardaginn 29. maí, William Lorne Wþtson Curry og Steinunn Kristjana Christie. Vígsl- una framkvæmdi dr. Björn B. Jóns- son. All-margt boðsgesta var við- statt. Var veizlukostur góður og skemtun þar á heimilinu áður en brúðhjónin lögðu á stað í bil í tveggja vikna skemtiferð til Banda- ríkja. Gefin saman í hjónaband af sókn- arpresti, í á heimili hans í Árborg, Man., þann 26. maí: Fredrick Antoníus Martin, frá Árnes, Man. og Jónína Stefanía Guðjónsson, Hnausa, Man. ÞAKKARORÐ Hér með þakka eg hj artanlega öllum þeim, er auðsýndu mér rnarg- háttaða samúð og hlýhug við fráfall og útför míns elskulega eiginmanns Stefáns Sigurðssonar, og glöddu hann á einn og annan veg í veikind- um hans. Öllum þessum vinum bið eg góðan Guð að launa hina kær- leiksríku samúð í garð míns látna ástvinar, sjálfrar tnín og fjölskyldu minnar. Ragnhildur Sigurðsson og fjölskylda. 552 Home St., Winnipeg 1 lok fyrri viku komu hingað til borgarinnar Mr. og Mrs. P. N. Johnson frá Elfros, ásamt Stefáni syni sínum og Mr. Joel Sigurðsson frá Mozart, ásamt Barney syni sín- uim. Þeir Stefán og Barney eru ný- lagðir af stað áleiðis til Englands, þar sem þeir hafa fengið fasta stöðu í flugher Breta. Hugheilar árn- aðaróskir fylgja þessum ungu mönn- um út á þá nýju braut, er þeir hafa valið sér. Þau Mrs. og Mrs. P. N. John- son og Mr. Sigurðsson héldu heim- leiðis á þriðjudagsmorguninn. Með þeim brá sér vestur til þess að heilsa upp á fornvini og samferðamenn, frú Guðríður Johnson, að 512 To- ronto Street hér í borginni. SAMKOMUR Frk. HALLDÓRU BJARNADÓTTUR íslenzku blöðin, Lögberg og Heimskringla, fluttu þá frétt síðast- liðna viku, að fröken Halldóra l Bjarnadóttir væri væntanleg heiman frá íslandi þessa dagana. Nú er hún komiin til Winnipeg og munu allir íslendingar vestan hafs taka undir með íslenzku blöðunum í því að bjóða hana velkomna. Nú hefir hún haldið hér sína fyrstu samkomu við ágæta aðsókn. Hér er á ferðinni merk og mæt kona, sem hefir til margra ára unnið með á- huga að þvi þarfa málefni að vekja áhuga á og efla íslenzkan heimilis- iðnað. Hún er ein með þeim fremstu í hópi þeirra kvenna heima á íslandi, er hafa gengist fyrir því að vekja aftur til lífsins hálfgleymid- ar hannyrðir, sem iformæður okkar höfðu öldum saman kunnað og unn- ið að, eins og til dæmis margskonar tóskap, skrautvefnað, útsaum, tré- skurð og silfursmiði. Kunna íslenzk- ar konur nú að gjöra af list iheima á íslandi, bókband og margt fleira. Nú er Frk. Halldóra Bjarnadóttir komin hingað vestur með sýnishorn af ýmsum heimilisiðnaði og hann- yrðum. Er það ætlun hennar að dvelja hér vestra árlangt, ferðast frá hafi til hafs, meðal íslendinga hér í álfu, halda fyrirlestra og háfa jafn- framt muni þá, er hún kemur með að heiman, til sýnis. Bráðum leggur Frk. Halldóra af stað norður til Nýja íslands og er hér ferðaáætlan hennar þar norður um bygðirnar. Samikoma á Gimli—8. júní Samkoma i Riverton—n. júní Samkoma í Árborg—15. júni Samkoma í Selkirk—25. júní. I næstu viku verður svo auglýst frekari ferðaáætlun og hvenær Frk. H. B. hefir samkomur á: Glenboro, Baldur, Langruth, Lundar. Sömu- Business Cards HOSGÖGN stoppuð Legubekkir og stólar endurbætt- ir o£ fóðraðlr. Mjög sanngjarnt verð. ókeypis kostnaðar&ætlun. GEO. R. MUTTON 546 ELLICE AVE. Slmi 37 715 Bílar stoppaðir og fóðraðir JUNE CHICKS— EGGSIN NOVEMBER Leghorns $7.50 per 100. Barred Rocks; White Rocks; Wyandot- tes; Reds $8.75 per 100. Govt. Approved. Wire or Phone for Imniediate Delivery. 100% Alive. PHONE 33 352 ALEX. TAYLDR HATGHERY 362 FURBY ST., Winnipeg leiðis í bygðum íslendinga sunnan línunnar og vestur í Vatnabygðum í Saskatchewan og Alberta. Móttökunefndin. Herbergi til leigu nú þegar, með eða án húsgagna, að 622 Lipton Street. Aðgangur að eldhúsi. Mjög sanngjörn leiga. Upplýsingar veitir Mrs. Friðrika Sigurðsson þar á staðnum. ___________ I ríkisfangelsi í New Jersey situr dauðadæmdur fangi, og hefir hann verið í fangelsinu í 29 ár. Fyrir mörgum árum var hann dæmdur til dauða, en framkvæmd dómsins var skotið á frest, vegna þess að rann- saka þurfti, andlegt ástand manns- ins. Meðan á þeirri rannsókn stóð, andaðist dómarinn, sem hafði kveðið upp dóminn, og samkvæmt amerískri löggjöf gat dauðadómurinn ekki kamiist í framkvæmd eftir það. Funkis-stólarnir eru ekki alt af sem heppilegastir. T. d. kom það fyrir um daginn, er einn þriflegur þingmaður Daiia fékk sér sæti í ný- tízku stálstól í anddyri þingsins, að að stóllinn lét undan þunganum, með braki miklu, og þar sat þingmaður- inn á brotunum með sín 150 kg.! Skoti og Gyðingur voru á gangi saman. Alt í einu beygir Gyðingur- inn sig og tekur upp einn shilling, sem hann hafði komið auga á. Skotinn flýtti sér til næsta augn- • læknis og lét rannsaka í sér sjónina. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SkuluB þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES VEITIÐ ATHYGLI Viimumaður óskast á elliheim- ilið Betel nú þegar. Verður að búa á staðnum, og vera van- ur algengum snúningum, svo sem hirðingu og mjólkun kúa. Spyrjist fyrir hjá J. J. SWANSON 601 Paris Bldg., Winnipeg The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiölega um alt, sem aó flutningum lýtur, smáum eBa stórum. Hvergi sanngjarnara verB. Heimili: 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909 Þér getið aukið við núverandi tekjur Umboðsmenn óskast til þess að selja legsteina. Hundruð af þeim seld I bygðarlagi yðar. Við leggjum til sýnishorn og segjum fyrir um söluaðferðir. Skrifið eftir upplýsingum til 695 Sargent Ave., Winnipeg. Minniát BETEL 1 erfðaskrám yðar Thorlakson & Baldwin Oj^enA you, a Liberal Allowance |jan.cl^oun. öíd ^Watek. Trade It in for a New MEDALUON . . . o new Bolovo In the color < choroi of yellow gold. CANADIAN CUPPER . 17 | jewels/ streonllnedl In the I colorandcharmofyellowoold. I GODDESS OF TIME ..17 jewels/ engraved, round or square. In the color and charm or yellow oold $0075 PRESIDENT ... 21 iewels, I curved to fit the wrlst. In the color and charm of yellow oold. EASY CREDIT TERMS NO EXTRA CHARGE Islenzka Bakaríið 702 SARGENT AVE. Eina Islenzka bakaríið I borginni. Pantanir utan af landi skjótlega afgreiddar. Sími 37 652 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 /

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.