Lögberg - 15.07.1937, Side 7

Lögberg - 15.07.1937, Side 7
LÖGBEIRG, FIMTUDAGINN 15. JÚLl 1937 7 Ur skýrslum Landsbanka Íslands fyrir árið 1936 SíÖastliðiÖ ár var erfitt. AÖ vísu viar tíÖarfar frekar hagstætt og ýmsar af útflutningsafurðum vor- um hækkuÖu í verði. Hins vegar héldu viðskiftaörðugleikarnir áfram og aflaleysið á þorskveiðurn, var al- veg einstakt, jafnframt því sem salt- fiskverðið stóð i stað og salan reynd- ist mjög treg. Nokkuð bætti þó góð síldarvertíð afkomuna. Landbúnaður Frá áramótum til vors var tíðar- far mjög misskipt. Sunnanlands og suðvestan mátti heita auð jörð allan veturinn og mjög úrkomulítið, en á Norður- og Austurlandi var óvenju snjóþungt og urðu bændur þar að kaupa óvenju mikið af fóðurbæti. Um sumarmál kom ágætur vorbati og sumarið varð í hlýrra lagi. Spretta varð yfirleitt í góðu meðal- lagi^ sérstaklega á snjóasvæðinu og hey nýttust vel framan af slætti, en þegar á leið sláttinn gerði óþurka- tið sunnan- og vestanlands og hrakt- ist og ónýttist þá talsvert af heyj- um. í heild varð þó heyskapur vel í meðallagi að vöxtum og gæðum. Á áliðnu hausti og fram á vetur var tíðarfar mjög umhleypingasamt víð- ast um land. Garðrækt — einkum kartöflurækt — jókst meira á árinu en nokkru sinni fyr, og mun það að miklu leyti stafa af því, að verðlaun voru veitt fyrir aukna kartöflurækt á árinu. Mun kartöfluuppskeran hafa verið nálægt 75 þús. tn. eða hér um bil 30 þús. tn. meiri en nokkru sinni. áður. Ræktun ýmis konar grænmetis fer og vaxandi. Fé gekk yfirleitt vel undan vetri og var með vænsta móti til frálags. Slátrað var til sölu um 380,000 fjár og er það aðeins meira en árið áður. Til útflutnings var slátrað um 225 þús. fjár (190 þús.), þar af frystir um 140 þús. (120 þús.) skrokkar. Saltkjötsverðið varð töluvert 'hærra en árið áður. Var það i haustkaup- tíð um 100 n. kr. tunnan og hélzt þannig óbreytt til áramóta. Verðið á freðkjöti var heldur lægra en árið áður. Var það kr. 0,95—1,00 kg. f.o.b. fyrir það, sem seldist fram að áramótum. Á innlendum markaði var verðið 3 aur. hærra kg. én árið áður. Um áramót var óselt um 1/4 af útflutningssaltkjötinu, en helm- ingur óseldur af freðkjötinu. Verðið á ull var miklu hærra en árið áður, eðla alt að kr. 2.90 kg. á norðlenzkri ull, en kr. 2.70 kg. á sunnlenzkri ull. Verð á gærum hækkaði og mikið og var kr. 1.50 kg. Ull og gærur voru allar seldar um áramót. Loðdýrarækt — einkum silfurefa- rækt — hefir enn farið töluvert í vöxt. Snemma á árinu stofnuðu loðdýraeigendur “Loðdýraræktarfé- lag íslands” og nú er meiri hluti loðdýraeigenda genginn í félagið. Samkvæmt talningu er félagið lét gera, reyndust refaeigendur vera 151 og áttu þeir 1376 silfurrefi og 319 blárefi. Enn er þó litill útflutn- ingur af rekaskinnum, því að bæði er nokkur markaður innanlands, enda mikið af viðkomunni sett á til aukningar bústofninum. Verðlag á mjólk og mjólkuraf- urðum hefir haldist óbreytt á árinu, og hefir því nær öll framjeiðslan selzt innanlands. Tvö ný mjólkur- bú voru í byggingu á árinu, en eitt tók til starfa árið áður. Styrkur til jarðabóta þeirra, er mældar voru á þessu ári og gerðar 1935, nam 517,000 kr. Jarðræktar- lögin voru endurskoðuð á árinu. Samkvæmt lögunum eins og þau eru nú, verður jarðabótastyrkurinn framvegis veittur sem vaxtalaust framlag eða “fylgifé býlisins,” er ekki má selja eða veðsetja, en skal meta sérstaklega við hvert fasteigna- mat. Engu býli má nú veita ihærri styrk alls en kr. 5,000.00. Samb kvæmt lögum nr. 25, 1. febr. 1936, um nýbýli og samvinnubygðir, v!ar a árinu veittur styrkur og lán til 70 nýbýla og eru þau dreifð um allar sýslur landsins. Sjávarútvegur Aflabrögð voru svo slæm á árinu, að slíks eru engin dæmi síðan far- ið var að reka hér ’fiskveiðar á ný- týzku skipum. Á land bárust 29,131 tonn. Er það 20,871 tonni, eða hér um bil 42% minna en árið áður. Miðað við árið 1934 hefir aflinn minkað um 53% og miðað við árið 1933 um 58%. Eins og tvö undan- farandi ár hefir nokkuð verið flutt út af ísuðumj bátafiski fyrstu mán- uði ársins og er sá afli ekki talinn hér með. Minkun aflamagnsins stafar ekki af lökum gæftum — því að gæftir voru þvert á móti í betra lagi yfirleitt — heldur af hinu, að aflinn var einmuna rýr þegar á sjó var farið og var það svo um land alt. Fiskurinn var yfirleitt stór og sérstaklega feistur. Tala togaranna var 37 í ársbyrjun og sama í árslok. Sökk einn togari á árinu, en annar var keyptur til landsins. Tala út haldsdaga togaranna á saltfiskveið- um var 1,812 móti 3,085 árið áður. Að öðru leyti var og þátttaka í fisk- veiðunum sýnu minni en árið áður. í maí, þegar þátttakan var mest, voru við veiðar 722 skip með 5,443 mönnum, en árið áður voru það í sama mánuði 832 skip með 5,657 manns. Sérstaklega fækkaði línu- veiðurum hlutfallslega mikið og þar næst opnum vélbátum. Virðist svo sem útgerð líunveiðara tii saltfisks- veiða sé að leggjast niður. Þrátt fyrir það, að togararnir stunduðu aðeins veiðar bezta kafla vertíðar- innar, var afli þeirra á togdag miklu minni en áður hefir þekst, eða 4.4 tonn. Árið áður var hann 5.75 tonn, en árið 1033 6.6 tonn og var hann þá mestur. Fyrir önnur skip var og vertíðin á Suðurlandi yfirleitt afleit, 1 Vestmannaeyjum var þó afli til- tölulega góður og hefði ekki orðið mikið lakari en árið áður, ef verk- fall hefði ekki hindrað veiðar fram- an af vertíð. Á Akranesi aflaðist eindæma lítið og í Grindavík var mjög tregur afli, en í verstöðvun um austanf jalls var aflinn sæmilegur og heldur betri en árið áður. í Keflavík og Njarðvíkum og eins Sandgerði var afli geysi rýr. Á Vestfjörðum var óminnilegt afla- leysi alt árið, bæði á djúp- og grunn- miðum. Rækjuveiðar, sem byrjað var á þar undanfarandi ár, hafa far- ið í vöxt og virðast ganga vel. Á Norðurlandi var og því nær alveg aflalaust og á Austurlandi afar lé- legur afli, svo sem undanfarin ár. Haldið hefir verið áfram ýmsum umbótum í þágu sjávarútvegsins. svo sem hafnargerðum og bryggju- bótum. Mikið kapp hefir og verið lagt á það, að koma upp nýjum hraðfrystihúsum. Voru 7 ný reist á síðasta ári. Fiskþurkunin gekk al- staðar með bezta móti. Saltfisks- salan gekk afar tregt, bæði sökum innflutningshafta hjá þeim þjóðum, sem helzt kaupa fiskinn, og þó eink- um sökum borgarastyrjaldarinnar á Spáni, sem svo mjög hefir lamað kaupgetu landsins. Verðið fór held- ur hækkandi. Verð á Spánar- og Portúgalsverkuðum fiski var í árs- byrjun 70 kr. skpd., en hækkaði um og eftir mitt árið upp i 73 kr. skpd. og hélzt þannig til ársloka. Á Norðurlandsfiski var verðið kr. 80 skpd. og á Austurlandsfiski kr. 85 skpd. Á labradorfiski var verðið framan af árinu kr. 57 skpd., en hækkaði í september upp í kr. 62 skpd. og hélzt þannig til ársloka. Verð á óverkuðum saltfiski var yfirleitt 25 aur. pr. kg. Var verðið í heild líkt og árið áður og þvi mjög óhagstætt. Þegar þar við bætist einmuna aflaleysi, mun ekki of djúpt tekið í árinni að segja, að afkoma útgerðarinnar hafi verið verri en dæmi hafa þekst til síðustu áratugi. Á það við unt allar tegundir útgerð- ar og þvi nær um land alt. Sölusam- band íslenzkra fiskiframleiðenda hélt áfram starfsemi sinni á árinu með óbreyttu fyrirkomulagi. Hafði það umráð yfir 90% af saltfiskút flutningnum á árinu. Útflutning- urinn minkaði enn mjög á árinu. Var hann, miðað við verkaðan fisk, 35,034 tonn, en 48,777 tonn árið áð- ur og hefir hann því minkað um rúm 28%. Frá því 1934 hefir útflutn- ingurinn minkað um 40%. Aðallega er það útflutningurinn til Spánar, sem enn þá hefir minkað og fallið niður í aðeins rúman fimta hluta þess; sem hann var árið áður. Má nú heita, að Spánarmarkaðurinn sé oss lokaður. Veldur þar miklu um —auk innflutningshaftanna — borg- arastyrjöldin, sem geysað hefir þar seinni hluta ársins. Útflutniúgurinn til Portúgal hefir einnig minkað nokkuð. Útflutningurinn til Dan- merkur hefir minkað rnikið, en út- flutnjingurinn til Ameríku aukist. Bæzt hefir við útflutningur til Frakklands, en sá fiskur mun raun- verulega hafa farið til Spánar. Mestur var útflutningurinn í janúar og maí. Fiskbirgðirnar í landinu voru um áramót 9,582 tonn. Árið áður voru þær 18,598 tonn og hafa birgðirnar því minkað um gpió tonn; eða rúmlega 48%, þrátt fyrir hina tregu sölu. 1 Noregi og Fær- eyjum hafa og birgðirnar heldur minkað. Isfisksferðir togaranna voru 186 á árinu, en 204 árið áður. Þar af voru 146 til Englands, en 40 til Þýzkalands. Fjölgaði Þýzkalands- ferðunum um 5, en Englandsferð- unum fækkaði um 26. Meðalsala var 1,201 sterlingspund og er það heldur hærra en árið áður. Stafar þessi hækkun eingöngu af því, að Þýzka- landsferðirnar voru tiltölulega fleiri en árið áður, því að fiskverðið í | Englandi var heldur lægra en árið ! áður, sérstaklega á algengustu fisk- tegundunum^ þorski, ýsu og ufsa. j Mikið af fiski þeim, sem togararnir fluttu, var bátafiskur. Gufubrætt meðalalýsi var í sæmi- legu verði. Var það á vertíðinni j 78—83 au. kg. Um haustið var verðið heldur lægra, 75—78 au. kg., j sem hélzt fram í desember, en þá kom veruleg verðhækkun upp í 85— j 87 au. kg. um áramót. Aðalsölurnar fóru fram á um 80 au. kg. Síldveiðin gekk vel á árinu. Var rnikill áhugi fyrir síldveiðum, þar sem þorskvertíöin hafði brugðist. Síldar varð vart snemma, en það dróst þó nokkuð að síldveiðin byrj- aði fyrir alvöru, bæði sökum kaup- deilu háseta og útgerðarmanna og deilu -um bræðslusíldarverð hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Var þó mikill landburður um hríð, þegar veiðin byrjaði, en sildin lagðist aftur snemnia frá, þó að ekki væri það eins snemma og árið áður. Bæði sökum þess og vegna þess að söltun var nú leyfð fyr en árið áður, varð nú ekki eins mikill saltsíldarhörgull og árið áður og var því ekki saltað tiltölulega eins mikið af Faxasíld, þótt af henni fengist aftur allgóð veiði i reknet. Saltaðar (og sér- verkaðar) voru 249,000 tunnur, en í bræðslu fóru 712,000 mál. Árið áður var saltsíldin 134,000 tunnur, en bræðslusíldin 366,000 mál. Hefir því saltsíldin aukist um 80—90%, en bræðslusíldin því nær tvöfaldast. Matjesverkunin jókst hlutfallslega mest, enda —hafði hún því nær fall- ið niður árið áður, þar sem Faxasíld er ekki fallin til þeirrar verkunar. Verðið á bræðslusíld hækkaði og var kr. 5,30 málið. Árið áður var hún kr. 4.00—4.30 málið, en árin þar á undan kr. 3.00. Síldarútvegs- nefnd setti, um leið og sildarsöltun hófst, lágmarksverð bæði á nýja síld til soltunar og eins á saltaða síld til útflutnings. Var verðið á venjulegri síld til söltunar fyrst í stað ákveðið kr. 7.50 á tunnuna, en verðið á venjulegri saltsíld til útflutnings kr. 21,00 á tunnuna. Á sild öðruvisi verkaða var og sett mismunandi lág- marksverð. Þegar svo snögglega fór að draga úr síldveiðum um miðjan ágústmánuð, hækkaði verðið allverulega á því, sem óselt var. Tilraunir þær, er gerðar voru ár- ið áður með veiði á karfa til bræðslu, hafa nú í fyrsta sinn á þessu ári verið stundaðar i allstór- um stíl. Voru það fyrst aðallega verksmiðjurnar á Vesturlandi, sem stunduðu bræðslu. Tóku þær til starfa í maímánuði og störfuðu tvær verksmiðjur þar að karfabræðslu [ fram í október. Aðrar yerksmiðj- ur störfuðu á undan eða eftir sildar- bræðslunni að karfabræðslu. Alls voru veidd af karfa til bræðslu 240,000 (45,000) mál.- Var greitt fyrir málið kr. 4.00 á Vesturlandi og kr. 5,00 á Norðurlandi. Virðast karfaveiðarnar hafa tekist vel og er ástæða til að ætla, að þær verði veru- leg viðbót við fiskveiðar vorar. Skuldaskilasj óður vélbátaeigenda, sem stofnaður var með lögum nr. 99» 3- ma* 1935, hóf starfsemi sína á árinu. Fyrir árslok höfðu verið veitt 237 lán að upphæð 1,058 þús. kr. Af þessum lánum voru 122 að upphæð 832 þús. kr. veitt samkvæmt skuldaskilafrumvörpum til greiðslu á skuldum að upphæð 6,009 þús. kr. Voru 2,830 þús. kr. af þessum skuldum jafnframt feldar niður. Hin lánin, 115, að upphæð 226 þús. kr., voru veitt sem hjálp til að stand- ast örðuga afkomu vetrarvertíðar- innar 1936. Iðnaður (Svigatölurnar eru frá árinu 1935) Húsbyggingar voru álíka miklar og árið áður. í Reykjavík voru bygð 107 (90) íbúðarhús, 10 vinnu- stofu og verksmiðjuhús, 44 gripa- og geymsluhús o. þvl. og 5 opinber- ar byggingar og samkomuhús, eða alls 166 (144) hús fyrir samtals 43/4 (43/4) milj. kr. í húsum þessum voru 279 (220) ibúðir. Á Akureyri voru bygð 17 hús fyrir samtals um 300,000 kr. (400,000 kr.). Á ísafirði var bygt fyrir 76,- 000 kr. (176,000 kr.), en auk þess var byrjað á byggingu rafmagns- stöðvar, sem mun kosta 700—800 þús. kr. Á árinu hafa smjörlíkisverk- smiðjurnar 7 (7) framleitt 1395 (1373) tonn af smjörlíki. Ullar- verksmiðjurnar 3 (3) unnu úr 177 (168) tonnum af ull. Stærstu mjólkurbúin 5 (4) unnu úr 0,154 (5,990) tonnum af mjólk. Niður- suðuverksmiðjurnar 4 (2) suðu niður 41 (37) tonn af kjöti, 25 (11) tonn af fiski, 41 (53) tunnur af síld, 258 (379) tonn af mjólk og 100,000 dósir af rækjum. í garna- stöð Sambands íslenzkra samvinnp- félaga voru hreinsaðar 290 (295) þúsund garnir. Gæruverksmiðjan afullaði x 15 (103) þúsund gærur. Fjórar (3) sútanir sútuðu 15,000 (8,000) gærur og um 2,200 (1,200) önnur skinn. Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiddi 2,696 (3,286) hl. af öli, gosdrykkjaverksmiðjurnar 4 (3) 2,595 (2»472) El. af gosdrykkjum og i 8 (8) verksmiðjum voru fram- leiddir 318 (359) hl. af saft. Sjó- klæðagerð íslands framleiddi 33,400 (33,700) stk. sjóklæði og regnkáp- ur og Vinnufatagerðin 64,000 (58,300) flíkur. Kaffibætisgerðirn- ar 4 (4) framleiddu 240 (239) tonn af kaffibæti. 1 6 (5) verksmiðjum voru framleidd 504 (405) tonn af sápu og í 2 verksmiðjum 23 (24) tonn af kertum. 1 8 (5) verksmiðj um voru framleidd 46 (36) tonn af skóáburði, fægiáburði og fægilegi, í 4 (3) verksmiðjum 75 (26) tonn af þvottadufti og í 6 (4) verksmiðjum 40 (21) tonn af bökunarefni. í 4 (3) verksmiðjum voru framleidd 96 (85) tonn af súkkulaði, í 5 (4) verksmiðjum 28 (28) tonn af brjóstsykri, i 6 (5) verksmiðjum 13.2 (9) tonn karamellum, í 4 (3) verksmiðjum 12.8 (9.5) tonn af konfekti og í 4 (3) verksmiðjum 64 (44) tonn af ávaxtasultu. Þrjár kexverksmiðjur framleiddu 300 (236) tonn af kexi. í einni (1) verksmiðju voru framleiddir 23 14.5 hl. af hárvatni og í 3 (3) Verksmiðj- um 4.6 (3.9) tonn af fegurðarmeð- ulum. í Kassagerð Reykjavikur voru smíðaðir 90,700 (39,500) kassar. Stáltunnugerðin smíðaði 25,500 (15,200) tunnur og Tunnuverk- smiðja Akftreyrar 26,000 (19,600) tunnur. Belgjagerðin framleiddi 5,200 (5,000) belgi. Hampiðjan framleiddi 120 tonn af garni. Isaga framleiddi 94 (83) tonn af Acetylen gasi og 12,900 (10,800) m3 af súr- efni. Tvær (2) skóverksmiðjur smfðuðu 56,400 (44,400) pör af skóm. Tvær (2) veiðarfæraverk- smiðjur framleiddu 2,100 (5,400) tylftir af fiskilínum og 6þú (6) milj. öngultauma. í 7 (9) verksmiðjum voru fram leidd 3,170 (4,852) tonn af fiski- mjöli. Verðið á fiskimjöli var mun lægra en árið áður. Var verðið á sólþurkuðu fiskimjöli fyrst á árinu 190 kr. tonnið, en féll síðan og komst um mitt árið niður í 170 kr. tonnið. Síðan hækkaði það aftur og var i árslokt um 180 kr. tonnið. Tíu (10) síldarverksmiðjur störf- uðu að síldarbræðslu á árinu. Nam framleiðsla þeirra um 15,200 (6,- 500) tonnum af síldarlýsi á um 5.6 milj. kr. og 14,800 (6,700) tonnum af síldarmjöli á um 2.8 milj. kr. Síldarlýsið var allmikið hærra en árið áður. Var það í ársbyrjun rúmlega 380 kr. tonnið og var all- mikið af framleiðslunni selt fyrir- fram fyrir það verð. Síðan lækkaði þó verðið nokkuð, og var um sumar- ið 360—370 kr. tonnið. Síðast á ár- inu hækkaði verðið aftur allveru- lega^ en þá var öll framleiðslan seld. Síldarmjölið var heldur lægra en ár- ið áður, en fór þó hækkandi. Mun það að meðaltali hafa selzt á um 190 kr. tonnið. Sjö verksmiðjur framleiddu um 1580 (347) tonn af karfalýsi og um 5,900 (1,063) tonn af karfamjöli. Var karfalýsið yfir- leitt um 5 kr. hærra en síldarlýsið en verð karfamjölsins álíka hátt og síld- armjölsins. Á árinu var og fram- leitt nokkuð karfalifrarlýsi. Er verð þess mörgum sinnum hærra en karfa búklýsisins. Á hvalstöðinni í Tálkna- firði veiddust 85 hvalir. Framleiddi hún úr þeim 574 (122) tonn af hval- lýsi og auk þess 404 tonn af kjöti og rengi. Samgöngur Á árinu, héldu fjögur gufuskipa- félög uppi föstum áætlunarferðum hingað með 12 skipum. Tala áætl- unarferða hingað var 130 og voru 63 þeirra frá Eimskipafélagi íslands. Þar af voru 51 frá Danmörku, 33 frá Noregi, 22 frá Þýzkalandi, 10 frá Belgíu og 14 frá Bretlandi. Tala áætlunarstrandferða vár 107^ þar af 21 hringferð. Vöruflutningaskip- unum fækkaði um eitt á árinu. Var það selt til útlanda. Þau fóru á ár- inu 26 ferðir, þar af 5 til Miðjarðar- hafslandanna, 3 til Ameríku og 18 til annara landa. Á árinu var varið til vegamála úr ríkissjóði 1.6 milj. kr. heldur meira en árið áður. 1 júlí 1936 voru i landinu 1,834 bifreiðir. Er það því nær sama tala og árið áður. Tala símskeyta, sem send voru til útlanda á árinu, var 55,753 (63,749), en tala sendra innanlands- skeyta 136,126 (143,875). Tala sendra bréfa innanlands var árið 1935 2,464,100 (1934: 2,167,300), en bókfærðra sendinga 167,600 (167,000). Árið 1935 voru send til útlanda 277,900 bréf (1934: 317»- 900) og bókfærðar sendingar 10,- 900 (1934: 27,700). Verzlun við útlönd Þó að innflutnings- og gjaldeyris- höftin hafi að forminu til haldist óbreytt á þessu ári, hefri þó í reynd- inni enn verið töluvert hert á þeim, svo að á árinu hefir orðið vart við þurð á ýmsum vörum, er nóg var af áður. Gagnkvæmu viðskiftaregl- unni hefir og orðið að beita jafnvel enn þá strangar en áður, þrátt fyrir annmarka hennar. 1 Suður-Evrópu hefir enn þrengst um markað fyrir saltfisk vorn. Auk þess að Spánar- markaðurinn hefir nú því næst lok- ast, höfum vér á árinu orðið að gera viðskiftasamning við ítalíu á grund- velli hreinna jafnaðarviðskifta. 1 öðrum löndum hefir heldur rýmkast um viðskifti vor. Innflutningsleyf- ið fyrir freðnu kindakjöti til Eng- lands var hækkað nokkuð. Sömu- leiðis var hækkað innflutningsleyfið fyrir ísaðan fisk til Þýzkalands. Við Pólland var og gerður nýr sanyiingur, sem veitti aukið ipn- flutningsleyfi fyrir síld og leyfi fyr- ir ísuðum fiski. Útfluttar vörur námu á síðasta ári 48.2 milj. kr. en aðfluttar vörur 41.6 milj. kr. Samanborið við bráða- birgðaskýrslurnar árið áður hefir útflutningurinn aukist um 4.3 milj. kr. eða 10%, en innflutningurinn minkað um 1.0 milj. kr., eða rúm- lega 2%. Útflutningurinn er 6,6 milj. kr. meiri en innflutningurinn, en þegar tekið er tillit til allra hinna annara þungu liða í greiðslujöfnuð- inuni sem eru landinu í óhug, mun þó raunverulega ekki vera um að ræða skuldaafborgun á árinu svo nokkru nemi. Að vísu munu tölur þessar, bæði fyrir innflutning og út- flutning; hækka töluvert, þegar end- anlegar verzlunarskýrslur koma, en hlutfallið mun þó ekki breytast veru- lega. Af útfluttum vörum voru sjávarafurðir 39.9 milj. kr. (1935: 37.9 milj. kr.), en landbúnaðaraf- urðir 7.3 milj. kr. (1935: 5.5 milj. kr.). Egypska stjórnin gerir nú ráð- stafanir til að hef ja víðtæka baráttu til útrýmingar engisprettum, en þær hafa á undanfömum árum gert hinn mesta usla á uppskeru landsins. Stjórnin gerir ráðstafanir til að senda her manns með eiturgas á auðnirnar i vestanverðu Egypta- landi og hefir leitað samvinnu við stjórnir Libyu us samskonar útrým- ingar hemað á engisprettum af liennar hálfu. IIIIII!I!HII!I!!IIIIIIII!IIIIII1IIIIIIII1II !!lllll!lllllll!l! II !!IIIII!IIIIIIIIIII!IIIIIII!!IIIII!I!II!III!IIIIIIIIII!IIIIIIIIIIII!II!IIIIIIII!!!!III!IUI!I1IIII!^ I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.