Lögberg - 14.10.1937, Side 7
LÖ&BEÍRG, FIMTUDAGININ 14. OKTÓÍBER, 1937
7
—
Islendingar á alheimsmóti skáta
í Hollandi
Skátaforinginn Jón Oddgeir
Jónsson segir í eftirfarandi
grein frá hinu mikla móti og
ýmsu því, er fyrir þá félaga
bar þar.
HugsiÖ ykkur; aÖ allir Reykvík-
ingar byggju í tjöldum, á sléttu grasi
grónu svæÖi, er næÖi frá Austurvelli
aÖ ÖskjuhlíÖ á annan veginn, og frá
Austurvell.i út aÖ Skerjafirði á hinn
veginn, j>á hafið þið rétta hugmynd
um mannfjölda og landsvæði tjald-
borgar þeirrar, sem skátar frá öllum
heimi reistu í Bloemendaal í Hol-
landi í sumar.
HvaÖ á slk tjaldborg sameigin-
legt við venjulegar borgir? Ýmis-
legt. Auðvitað varð ekki komist hjá
því að hafa þarna vegi, en þeir voru
grasigrónir og bilaumferð engin,
nema á einum þeirra. A þeim eina
vegi var fólki að mestu leyti bannað
að ganga. Umferðarslys urðu eng-
in í borginni.
Póstur og sími var þar undir einu
þaki, í húsi, sem var álíka stórt og
K. R. húsið. Þar hefðum við, með-
ál annars, getað fengið að tala heim
í síma( fyrir mjög sanngjarnt verÖ.
Banki var þar, sem keypti alla
mögulega peninga, en fyrir litið
verð.
Ein breið verzlunargata var í
borginni. Beggja megin við hana
stóðu snotrir timburskúrar, galopnir
út að götunni. Það voru sölubúð-
irnar. Gata þessi náði sem svaraði
frá Vöruhúsinu og út að Haraldar-
búð, og peningar þeir, sem inn komu
á þessu litla svæði i 12 daga, skifti
tugum þúsunda. Hlejarstór hress-
ingarskáli stóð hjá verzlunarsvæð-
inu, en sjaldan komum við þar, enda
ekki hægt að fá þar kaffi upp á ís-
lenzkan máta, svo við höfðum þang-
að ekkert að gera. Þar var einnig
rakarastofa, sem ábyggilega hefir
rakað saman peningum, því rakstur.
inn kostaði 6o aura. Eftir að við,
þessir fullorðnu, fréttum það, fór-
um við að eins og Skotarnir, og
brúkuðum notuð rakvélablöð til
þeirrar iðju.
Lögregluþjónar, þ. e. skátar í
venjulegum einkennisbúningi með
rauðan borða á öðrum handleggn-
um, voru alls um 6o í borginni.
Þeirra aðalstarf var að veita skátun
um og almenningi (gestum) alls-
konar leiðbeiningar.
Þetta var það “borgaralega” á
Jamboree. En hvað þá um líf skát-
anna sjálfra?
Að búa í tjaldþyrpingu, með góða
félaga frá ýmsum þjóðum á alla
vegu, er skemtilegra en svo, að því
verði lýst í fáum orðum. Allir í
samskonar búningum — skátabún-
ingum — allir með sama bræðraþeli,
bæði aríar og blökkumenn, allir ein-
huga um að kynnast hver öðrum og
skilja hvern annan; þrátt fyrir ólk
tungumál, og að varðveita þann
skilning, er eflt getur friðinn í
heiminum.
Gestrisnin var mikil, því sjaldan
gátum við sint öllum þeim boðum,
sem okkur bárust, einkum seinni
hluta mótsins, um að koma í heim-
sóknir til hinna ýmsu þjóða. Einn
morguninn lágu t. d. þessi boð fyrir:
Ástralíumenn vilja fá nokkra ís-
lenzka skáta í kaffiboð. íslenzkir
skátar eru beðnir að koma til Ame-
riku kl. 2 i dag. Danmörk býður is-
lenákum skátum að varðeldi i kvöld.
Kínverjar bjóða íslenzkum skátum
að koma til tedrykkju um nónleytið,
o. s. frv. Svipað þessu var það
marga daga. Við gerðum ávalt okk-
ar bezta, til þess að ísl. skátar kæm-
ust í heimsóknir til sem flestra
þjóða.
Ekki var það óalgengt, að dreng-
ir okkar væru leystir út með gjöfum
að lokinni heimsókn. Mér er það
mjög minnisstætt, hvað einn af vor-
um yngstu snáðum var hreykinn, er
hann kom frá amerísku heimboði,
veifandi amerískum fánum sínum i
hvorri hendi, og sagði, að sér hefðu
verið gefnir tveir fánar. Að öllum
likindum hefir hann sagt þeim ame-
rísku, að landi sinn, Leifur hepni,
hefði fundið Ameríku, og því fengið
annan fánann handa sér, en hinn
handa Leifi. Hver veit nema við
sjáum amerískan fána blakta í hönd-
unum á Leifi hepna, næst þegar við
komum að styttunni hans í Skóla-
vörðuholtinu.
Þegar leið að lokum mótsins buð-
um við heim skátum frá ýmsum
þjóðum í tjaldbúðir okkar. Fyrst
var öllum gefið kaffi upp á íslenzk-
an hátt, með brauði og kexi. Á
meðan á kaffidrykkjunni stóð, var
talað saman á alls konar tungumál-
uin og handabendingum um hitt og
þetta. Fjörugar umræður urðu með-
al annars um Norðurlöndin. Var
þar ungur og fjörugur Svíi, sem
einkum hafði orðið, en allir hinir
lögðu þó eitthvað til málanna. Tveir
skátar voru þarna frá Bandaríkjun-
um. Annar þeirra var íslenzkur í
móðurætt og þótti heldur en ekki á-
nægjulegt að sitja meðal “land-
anna.” Hann hafði fyrir nokkrum
dögum sérstaklega leitað uppi tjald-
búðir okkar. Við notuðum tæki-
færið til þess að segja hinum erlendu
skátabræðrum okkar frá móti, sem
við ætluðum að halda að Þingvöll-
um næsta sumar, í tilefni af 25 ára
afmæli skátahreyfingarinnar á Is-
landi. Var auðheyrt á mörgum
þeirra, að þeir höfðu mikinn hug á
að sækja það mót. Síðan birtist
frásögn um þetta væntanlega mót
okkar í Jamboree-blaðinu, sem út
kom á hverjum degi. Að lokinni
kaffidrykkju glímdum við fyrir
hina erlendu skáta og sungum nokk-
ur íslenzk lög. Einnig var mikið
sungið saman af skátalögum. Áður
en við skildum festum við lítinn ísl.
fána í barm hvers skáta, til minning-
ar um ísland.
Þótt mikið væri um allskonar boð
á Jamboree, var auðvitað alt af fult
af frjálsboðnum gestum í öllum
tjaldbúðunum. íslenzku tjaldbúð-
irnar lágu mjög vel við. Komu erl.
skátar til okkar á hverjum degi svo
hundruðum skifti, meðal annars til
þess að hafa skifti á ýmsum varn-
ingi, svo sem frímerkjum, skáta-
merkjum og myndum. Voru slík
vöruskifti mjög algeng á Jamboree
og gengu undir enska orðinu
“Change” (skifti). Skifti þessi
komu oft fram í kyndugu formi.
Sagt var, að eitt sinn hefði skozkur
skátadrengur skift á pilsi sínu og
amerískum skátabuxiim.
En það voru ekki aðeins skátar,
sem komu í tjaldbúðir okkar. Jam-
boree var opið á hverjum degi frá
kl. *i2 á hádegi til kl. 8 á kvöldin
fyrir almenning. Streymdi þá fólk
inn í þúsundatali. Mest bar þar á
Hollendingum. En einnig kom margt
fólk frá nágrannalöndunum. Þetta
var okkur kunnugt frá fyrri mótum,
og höfðum við því ýmsan viðbúnað
til þess að vekja eftirtekt á ísl. tjald-
búðunum, til þess að kynna almenn-
ingi land okkar og þjóð.
Okkar fyrsta verk, þegar við
komum á mótið, var því það, að
reisa hlið við tjaldbúðirnar. Smíð-
uðum við tvo stóra tréstróka, þökt-
um þá vír og slettum steinsteypu í
vírinn (það er kallað að “forskalla”
á fagmáli). í hálfstorknaða steyp-
una röðuðum við rauðum hraunmol-
um. Þegar við höfðum reist þessa
stólpa, settum við nafn íslands á
milli þeirra. Stafirnir i nafni lands-
ins voru þaktir silfurbergi og hrafn-
tinnu. Var þetta fagurt á að líta,
einkum í sólskini. Hlið þetta var
eitt með hinum sérkennilegustu hlið-
um á Jamboree og voru teknar
myndir af því í tugatali.
Rétt innan við hliðið reistum við
stórt tjald, sem við tókum á leigu í
Hollandi. Þar sýndum við stórar og
smáar myndir frá ísíandi, bæði af
landslagi, byggingum og atvinnuveg-
um, teikningar af ísl. fólki eftir
Eggert Guðmundsson og bækur um
ísland eftir erl. höfunda. Þá höfð-
unt við þar og stórt Evrópukort til
þess að sýna legu íslands, og einnig
kort af sjálfu landinu, til þess að
sýna vega- og símakerfið, jöklana
og eldfjöllin, bygðir og borgir. Á
einu borðinu höfðum við ýmsar
bergtegundir frá íslandi og vöktu
þær mikla eftirtekt.
Ávalt voru 3—4 skátar látnir vera
í tjaldinu og við hliðið, til þess að
skýra fyrii* fólki það, sem fyrir aug-
un bar, og kynna sem bezt land og
þjóð.
Þótt ýmsar fávísar spurningar
kæmu oft frá fólkinu, um ýmislegt
er snerti ísland, má þó segja, að fólk
í Hollandi viti yfirleitt furðanlega
mikið um ísland. Fjöldamargir
spurðu okkur um ferðir til íslands,
eftir að hafa skoðað ljósmyndirn-
ar. Greiddum við eins vel og við
gátum úr þeim spurningum og hvött-
um fólk til þess að koma til lands-
ins.
Á Jamboree var eitt afarstórt
tjaldleikhús með góðu leiksviði.
Einnig var annarsstaðar á mótinu,
útbúið sýningarsvæði undir berum
himni, með upphækkuðum sætum
alt í kring, fyrir um 13,000 manns.
Á báðum þessum stöðum komum við
ísl. skátarnir mikið fram með ísl.
glímu, fornsýningu, söng og fána-
göngu. Var ávalt múgur og marg-
menni á þessum stöðum, auk skát-
anna. íslenzku skátunum og sýn-
ingaratriðum þeirra var hvarvetna
vel tekið og oft getið um okkur í
hollenzkum; blöðum, þvi blaðamenn
voru þarna á hverju strái.
Einn morguninn var glímu- og
fornsýning okkar kvikmynduð \
heima í tjaldbúðunum, eftir beiðni
kvikmyndafélagsins, sem einkarétt
hafði á kvikmyndatöku á Jamboree. |
Svo skemtilega vildi til, að um það
bil sem kvikmyndatakan átti að hef j-
ast; kom sjálfur skátahöfðinginn,
Robert Baden-Powell í heimsókn til
okkar. Stóð hann lengi við í tjald-
búðunum, til þess að tala við okkur
um Island. Var auðheyrt, að hann
hafði mikinn hug á að kynnast landi
okkar. Heimsókn höfðingjans var
kvikmynduð.
Fjöldamargir íslandsvinir eru í
Hollandi, og má eflaust mest þakka
það prófessor v. Hamel. Við komu
okkar til Hollands, létum við það
boð út ganga í hollenzkum blöðum, I
að allir þeir, sem verið hefðu á ís-
landi, eða hefðu sérstaklega mikinn
áhuga fyrir islenzkum málefnum, |
væru velkomnir í tjaldbúðir okkar
sunnudaginn þ. 8 ágúst. Höfðum j
við því allmikinn viðbúnað til þess'
að geta tekið á móti þessum væntan-
legu gestum okkar, í hinu stóra sýn-
ingartjaldi.
Á tilsettum tíma kom hópur af
fólki til tjaldbúðanna, sem kynti sig
ýmist á íslenzku eða hollensku og
sagðist æskja þess, að taka þátt í
hinu umrædda íslandsvinamóti. Þeg-
ar allir voru seztir að borðum, um
30 manns, voru gestirnir boðnir vel-
komnir með stuttri ræðu og ísl. söng.
Þarna var mætt ungt mentafólk, sem
talaði íslenzku, fólk sem hiikið hafði
lesið um Island og langaði til þess
að sjá íslendinga, og ýmsir sem nán-
ar skal minst á.
Allir Reykvíkingar muna eftir
hollenZku flugmönnunum, sem hér
dvöldu í heilt ár, við veðurathugan-
ir, fyrir nokkrum árum. Einn
þeirra, hr. H. Bosch, kom til okkar
ásamt dóttur sinni, Annie og syni
sinum Jóni. Skildu þau öll íslenzku
og var ánægjulegt að rif ja upp ým-
islegt frá veru hinna vinsælu flug-
manna hér. Islenzk kona, sem bú-
sett hefir verið í Hollandi i fjölda-
mörg ár, kom þarna ásamt fullorðn-
um syni sínum. Hún heitir frú
Laufey Obermann. Lét hún mjög í
ljósi ánægju sína yfir því, að sjá
þenna góða og glaðværa vinahóp ts-
lands.
Ungur hollenzkur maður kom til
min á mótinu með heljarstóra og
fagra bók um Island. Sagðist hann
eiga að skila kveðju til okkar frá
höfundi bókarinnar, hr. Jan P.
Trijbos, sem væri mikill aðdáandi ís
lands og hafði ferðast um landið
fyrir nokkru og nýlegá gefið út
nefnda bók um ferðir sinar. Bókin
er skreytt um 70 sérstaklega fögrum
myndum og heitir Tn het zog van
Raven-Flóki” (I fótspor Hrafna-
Flóka), útgéfin af L. J. Veens Uit.
gevers-Maatschappij N. V. Amster-
dam.
Skriflegar kveðjur bárust okkur
frá nokkrum Islandsvinum, sem
ekki höfðu getað komið á mótið, og
símskeyti barst okkur frá prófessor
Cannegieter, á þessa leið: “Mér er
MAKE MORE JOBS
(&»}
=?*/
i !
k 4
MADEIN THE WEST PRODUCTS
ekki mögulegt að vera meðal yðar,
en sendi yður öllum mínar hjartan-
legustu kveðjur.”
Við sýndum ísl. glímu og sungum
ýms lög, sem gestirnir báðu sér-
staklega um. Voru það venjulegast
ýms uppáhaldslög þeirra, sem dvalið
höfðu á íslandi.
Rétt áður en móti þessu lauk vatt
ung og djarfleg stúlka sér inn úr
tjalddyrunum og spurði, hvort hún
mætti vera með, því sig langaði til
að kynnast íslandi. Stúlka þessi var
dóttir skátahöfðingjans R. Baden-
Powells. Buðum við hana vel-
komna í vorn hóp.
Kynning og samræður þessa fólks
í milli var sértaklega frjálsleg og
skemtileg, og er ísl. þjóðinni mikill
ávinningur að eiga erlendis slíka
vini sem þessa. Kl. 7 um kvöldið
skildu allir þessir ágætu gestir við
okkur, eftir mjög ánægjuríkar
stundir.
Á verzlunarsvæði því, sem eg
mintist á áðan, höfðu um 7 þjóðir
sölubúðir, þar sem seldur var sér-
kennilegur varningur, en auk þess
höfðu hollenskir kaupmenn þarna
nokkrar búðir, þar sem seldar voru
ýmsar nauðsynjar.
Snemma í vor tókum við þá á-
kvörðun, að fá leigða sölubúð á
Jamboree, til þess að reyna á þann
máta að afla okkur þess erlenda
gjaldyeris, sem við þurftum til far-
arinnar, sem var um 5,000 krónur.
Aldrei höfðum við haft slíka sölu-
búð áður á undanförnum alheims-
mótum og skorti því reynslu fyrir
því, hvaða varningur frá íslandi
væri seljanlegastur á slíkum stöðum.
Það sem við fórum með voru eink-
um: hvit görfuð gæruskinn, ýmsir
munir, sem nokkrir skátanna skáru
út, svo sem spænir, askar, hnifai: o.
f 1., brúður í ísl. þjóðbúningi, sel-
skinnsskór, alskonar prjónles, hand-
máluð bókmerki, ísl. smáfánar,
teikningar o. fl. Auk þessa tókum
við með okkur 300 hraunhnullunga,
sem við tíndum saman á ferðalög-
um okkar í vor, en steyptum síðan
undir þá stalla úr gibsi. Vitum við
ekki til, að hraun hafi áður verið
flutt úr landi til sölu, en eftir okkar
reynslu úr sölubúðinni á Jamboree
eru miklir möguleikar fyrir þvi, að
selja megi mikið af hraunhnullung-
um meðal erl. ferðafólks, sem minn-
ingargripi um ísland.
Svo fór, að vði seldum upp flest
alt, sem í búðinni var — og hraunið
rann út. Varð okkur þetta ómet-
anleg stoð í gjaldeyrisvandræðum.
Margir drengjanna, sem með voru,
fengu á þenna máta allmikið fé fyr-
ir varning, sem þeir höfðu unnið
sjálfir. Til dæmis seldi einn drengj-
anna, sem er duglegur að skera út,
alls fyrir 450 krónur, eða alveg fyr-
ir fararkostnaði sinum.
Eftir hálfsmánaðardvöl i Hollandi
héldum við til Parísar, en þaðan fór-
um við heimleiðis um Hannover,
Hamborg og Kaupmannahöfn.
Seint mun okkur úr minni Iíða hið
undurfagra Hblland og hin mikla
gestrisni, sem okkur var þar sýnd af
öllum almenningi.
J. 0. J.
—Lesb. Morgunbl.
Dagl
egt líf í Madrid
Framh. frá bls. 3
að vera í Madrid en í skotgröfun-
um,” segja hermennirnir. “Við er-
um betur verndaðir en fólkið í hús-
unum í Madrid.
Þar brenna húsin og dauðinn
glottir til fólksins ofan úr skýjun-
um, eins og hann væri einhver nýr
guð. Risavaxnar auglýsingar með
orðunum “Evacuad Mdrid” — burt
frá Madrid — biðja og ógna í öllum
áttum. En bærinn er eins og ótæm.
anleg áma. Konurnar vilja ekki yfir-
gefa menn sína og skeyta engu um
aðvaranirnar. Börnin þeirar halda
áfram að leika sér á sprengdu mal-
bikinu, smábömin hafa fundið sér
leikvöll í moldarhrúgunum, sem
sprengjurnar hafa rótað upp.
“Þegar stríðinu er lokið”—svona
byrjar þriðja hver setning. “Þegar
stríðinu er lokið, þá giftum við okk-
ur.” Eða: “Þegar stríðinu er lokið
þá flyt eg til Segovia. Þar á eg
hús og garð með yndislegum aldin-
trjám. Nú eru fasistar þar . . .”
En hvenær lýkur stríðinu? I
fyrstu voru vinstriflokkarnir í varn-
arstöðu. Og það er, siðferðislega
séð, eitt af réttindum þeirra. En það
er erfitt að breyta vörn í sókn, það
er stórt skref í hemaði.
Fyrsta skrefið hefir verið stigið.
Úr mönnum þeirn, sem réðust fram
með hnifa og hnefa gegn byssunum,
eru nú orðnir góðir hermenn. Varn-
arstríð Madrid hefir gengið furðu-
lega. Mánuðum saman hafa sprengi-
flugvélar ekki hætt sér inn yfir
borgina. Striðið er háð stuttan tíma
á nóttunni, að segja ryá: það er
venjan, að fallbyssur óvinanna sendi
okkur svolitla kúlumáltíð á kvöldin
og svo er aftur kyrt næstu 22 tíma.
—Fálkinn 4. sept.
DEAD GIVEAWAY
The parson (softly): “Deacon Jones,
will you lead us in prayer?”
But Deacon Jones was sleeping.
So the parson said, a little louder:
“Deacon Jones, will you lead,
please?”
Deacon Jones (coming to); “Lead
yourself, I just dealt.”
i INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
It’s about the Scotchman whose
son had ambition to be a musician.
So the old man let the boy’s hair
grow and told him the rest was up
to him.
Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson
Árborg, Man...............Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man..............., .Sumarliði Kárdal
Baldur, Man..............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash............Arni Símonarson
Blaine, Wash. .............Arni Símonarson
Bredenbury, Sask.................S. Loptson
Brown, Man.......................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardsoir
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man.......................O. Anderson
Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Gimíi, Man....................F. O. Lyngdai
Glenboro, Man..............................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.......Magnús Jóhannesson
Hecla, Man...............Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota......................John Norman
Husavick, Man...............F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn......................B. Jones
Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson
Langruth, Man...........................John Valdimarson
Leslie, Sask............................Jón Ólafsson
Lundar, Man.................Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ............O. Sigurdson
Minneota, Minn.....................B. Jones
Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld
Oakview, Man..................Búi Thorlacius
Otto, Man....................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta..........’......O. Sigurdson
Reykjavik, M<an.........................Árni Paulson
Riverton, Man...........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash. .................J. J. Middal
Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man.........Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man...........................Búi Thorlacius
Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........................Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach.................F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson